Guðmundur Helgason (1926-2017) frá Núpsöxl

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðmundur Helgason (1926-2017) frá Núpsöxl

Parallel form(s) of name

  • Guðmundur Helgason frá Núpsöxl

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Mundi

Description area

Dates of existence

30.6.1926 - 25.7.2017

History

Guðmundur Helgason [Mundi] 30. júní 1926 - 25. júlí 2017. Starfaði sem bílstjóri, lögreglumaður og landpóstur. Var á Núpsöxl, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. París Sauðárkróki [Freyjugata 17].
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 25. júlí 2017. Útför Guðmundar fór fram frá Sauðárkrókskirkju, 4. ágúst 2017, klukkan 14.

Places

Núpsöxl í Laxárdal fremri; Tunga í Gönguskörðum; Geitaskarð; Meyjarland; París á Sauðárkróki:

Legal status

Functions, occupations and activities

Bílstjóri, lögreglumaður og landpóstur;

Mandates/sources of authority

Leiðindi og letimók
lengur þrífst ei inni,
því Guðmundur frá Tungu tók,
tappa úr flösku sinni.

Andrés H Valberg

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Jóhann Helgi Magnússon 13. maí 1895 - 25. okt. 1981 Var í Núpsöxl, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Bóndi á Núpsöxl, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Tungu í Gönguskörðum, Skarðshr. Nefndur Helgi Jóhann í V. og ht. og fyrri kona hans 20.3.1919; Kristín Jakobína Guðmundsdóttir 27. nóv. 1894 - 3. maí 1983. Húsfreyja á Núpsöxl, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Skarðshr., síðast bús. í Reykjavík.
Seinni kona Helga 14.5.1953; Ólafía Elísabet Andrésdóttir 13. nóv. 1912 - 28. jan. 2006. Ólst upp í Þrúðardal. Var í Þrúðardal, Kollafjarðarnesssókn, Strand. 1930. Húsfreyja í Tungu í Gönguskörðum, Skag. frá 1953.
Alsystkini Guðmundar;
1) Egill Helgason, f. 4. ágúst 1919, d. 21. júní 2003. Var á Núpsöxl, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Sambýliskona Egils var Ásta Guðleif Jónsdóttir, f. 22. júní 1920, d. 3. apríl 1999. Var á Minni-Reykjum, Barðssókn, Skag. 1930. Verkakona. Síðast bús. á Sauðárkróki.
Sonur hennar er Herbert Hjálmarsson 12. júlí 1944, sem varð hans uppeldissonur, en þeim varð ekki annarra barna auðið saman.
2) Guðríður Bjargey Helgadóttir, f. 16. mars 1921. Var á Núpsöxl, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Austurhlíð. Fyrri maður hennar; Sæmundur Jón Kristjánsson 5. apríl 1924 - 13. nóv. 1991. Var á Brekkuvöllum I, Brjánslækjarsókn, V-Barð. 1930. Vélstjóri og vélsmiður á Patreksfirði. Þau skildu. Seinni maður hennar; Friðrik Brynjólfsson 24. des. 1923 - 18. ágúst 2008. Var í Laufási, Þingeyri 1930. Bóndi Austurhlíð.
3) Þórólfur Helgason, f. 27. október 1923. Var á Núpsöxl, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930.
4) Kristín Helgadóttir, f. 23. ágúst 1927.
5) María Helgadóttir, f. 7. apríl 1933.
6) Stefán Sigmundur Helgason, f. 19. sept. 1934 - 27. feb. 2017. Gröfumaður og tamningamaður í Skagafirði og fékkst við ýmis störf, rak síðar hjólbarðaverkstæði í Reykjavík um árabil.
7) Sigurjóna Valdís Helgadóttir, f. 10. nóvember 1935.
Samfeðra;
8) Andrés Helgason, f. 27. maí 1954, maki Ásdís Edda Ásgeirsdóttir, f. 9. janúar 1956. Börn þeirra eru: a) Ásgeir Már, f. 11. apríl 1978, maki Björk Sigurgeirsdóttir, f. 10. mars 1972, barn þeirra Víkingur Þór, f. 31. desember 2003, börn Bjarkar eru Sara Kristín, f. 10. júlí 1989, og Nikulás Ísak, f. 1. janúar 1995. b) Elísabet Rán, f. 7. desember 1980, sambýlismaður hennar Benedikt Egill Árnason, f. 2. desember 1980. c) Gunnar Þór, f. 29. mars 1983.
Kona hans; Erna Guðbjörg Ingólfsdóttir 18. feb. 1933 - 27. des. 2013, þau kynntust á Sæluviku árið 1949.
Þau eignuðuðust þrjá syni,
1) Ingólf Örn Guðmundsson, f. 14. maí 1953,
2) Ágúst Guðmundsson, f. 23. nóv. 1955,
3) Alfreð Guðmundsson, f. 20. maí 1962.

General context

Helgi og Kristín fluttust að Tungu í Gönguskörðum 1935. Sex ára gamall var Guðmundur í sveit á Mánárskál í Laxárdal, sumarið 1933. Vorið 1934 var hann sendur til dvalar að Geitaskarði í Langadal til Þorbjörns bónda og var þar eitt ár.

Guðmundur dvaldist í Tungu um haustið þar til hann fór í skóla og fékk vist á Meyjarlandi á Reykjaströnd. Skólinn var á Fagranesi. Guðmundur dvaldist hjá Stefáni bónda á Meyjarlandi til 16 ára aldurs. 16 ára vann hann á Sauðárkróki almenna verkamannavinnu. Leigði þá herbergi í Hofdalahúsinu, síðar m.a. hjá Andrési Valberg. Síðar um árið gerðist hann vetrarmaður hjá Hauki Hafstað í Vík og árið eftir hjá Jóni Jónssyni bónda í Steinholti (1943-1944). Þaðan fór hann fram í Glaumbæ og vann hjá Sigurði frá Kárastöðum við uppgerð á gamla bænum sumarið 1944. Bílpróf fékk hann árið 1944, 18 ára gamall. Aftur hélt Guðmundur til Sauðárkróks í verkamannavinnu. Vann m.a. hjá Guðmundi Björnssyni frá Veðramóti fyrrv. bónda í Tungu. Eftir það starfaði hann sem bílstjóri. Meirapróf tók hann árið 1947 í Reykjavík. Næstu þrjú árin var Guðmundur rútubílstjóri og vann einnig hjá Halli Jónassyni á mjólkurbíl. Síðar átti Guðmundur vörubifreið og aðrar bifreiðar um langt skeið, rak sjúkrabíl og var um árabil lögreglumaður. Margar ferðir fór hann með lækna í vitjanir um héraðið í snjó og ófærð. Síðast starfaði hann sem landpóstur í Skagafirði.
Lengst af bjó fjölskyldan á Knarrarstíg 1, Sauðárkróki. Erna lést 27. desember 2013. Síðustu æviár sín dvaldi Guðmundur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.

Relationships area

Related entity

Kristín Guðmundsdóttir (1894-1983) Núpsöxl (27.11.1894 - 3.5.1983)

Identifier of related entity

HAH07405

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Guðmundsdóttir (1894-1983) Núpsöxl

is the parent of

Guðmundur Helgason (1926-2017) frá Núpsöxl

Dates of relationship

30.6.1926

Description of relationship

Related entity

Guðríður Helgadóttir (1921) Austurhlíð (16.3.1921 -)

Identifier of related entity

HAH04196

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðríður Helgadóttir (1921) Austurhlíð

is the sibling of

Guðmundur Helgason (1926-2017) frá Núpsöxl

Dates of relationship

30.6.1926

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02394

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 4.12.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places