Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Ásmundur Eysteinsson (1919-2006)

  • HAH01086
  • Einstaklingur
  • 28.10.1919 - 14.10.2006

Ásmundur Eysteinsson fæddist á Höfða í Þverárhlíð 28. október 1919. Hann andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 14. október 2006. Ásmundur bjó með bróður sínum Daníel á Högnastöðum í Þverárhlíð þar til hann fluttist á Dvalarheimilið í Borgarnesi.
Ásmundur verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag 27. sept 2006 og hefst athöfnin klukkan 11.

Björn Þórðarson (1902-1998)

  • HAH01148
  • Einstaklingur
  • 20.2.1902 - 3.3.1998

Björn Þórðarson var fæddur að Steindyrum í Svarfaðardal 20. febrúar 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. mars 1998.
Útför Björns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag 12. mars 1998 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Þuríður Jónsdóttir (1907-2002) Friðvangi

  • HAH01145b
  • Einstaklingur
  • 10.3.1907 - 3.7.2002

Frá árinu 1991 dvaldi Björn að mestu ásamt Þuríði konu sinni í Friðvangi í Varmahlíð, hjá Sigurlaugu dóttur þeirra. Um miðjan febrúar árið 2000 fluttu þau bæði á ellideild Sjúkrahússins á Sauðárkróki, þar sem þau dvöldu til dánardags. Þuríður fæddist á Flugumýri í Skagafirði 10. mars 1907. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 3. júlí 2002 og var útför hennar gerð frá Flugumýrarkirkju 13. júlí 2002.

Björn Þorgrímsson (1921-2003) Hofsósi

  • HAH01138
  • Einstaklingur
  • 9.5.1921 - 4.2.2003

Björn Jón Þorgrímsson fæddist 9. maí 1921 í Syðra-Tungukoti, sem nú heitir Brúarhlíð, í Blöndudal í A-Húnavatnssýslu. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni 4. febrúar 2003. Útför hans fór fram frá Hofsóskirkju.

Brynhildur Sigtryggsdóttir (1932-2000) Reykjavík

  • HAH01158
  • Einstaklingur
  • 21.9.1932 - 30.9.2000

Brynhildur Sigtryggsdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1932 í Reykjavík. Hún lést í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi 30. september síðastliðinn.
Útför Brynhildar fer fram frá Fossvogskirkju í dag 10. okt 2000 og hefst athöfnin klukkan 10.30.

Úlfar Þórðarson (1911-2002) augnlæknir

  • HAH02105
  • Einstaklingur
  • 2.8.1911 - 28.2.2002

Úlfar Þórðarson fæddist á Kleppi 2. ágúst 1911. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi aðfaranótt fimmtudagsins 28. febrúar síðastliðinn.
Augnlæknir, síðast bús. í Reykjavík. Læknir í Reykjavík 1945. Hann lifði óvenjulega viðburðaríku og farsælu lífi en það færði honum einnig sorgir. Úlfar og Unnur urðu fyrir þungu áfalli þegar þau misstu Þórð son sinn í flugslysi árið 1963. Úlfar orðaði það ekki oft en engum duldist að þar bar hann sár sem ekki greri.
Árið 1981 var Úlfar Þórðarson kjörinn heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Vals. Hann mætti á kappleiki alla tíð og sótti fundi fulltrúaráðs félagsins vel. Í maí á síðasta ári tók hann virkan þátt í hátíðarhöldum á níutíu ára afmæli Vals og klippti á borðann þegar ný skrifstofuaðstaða félagsins var vígð og mætti síðan til allra atriða afmælisdagsins.
"Vinir og frændur Úlfars Þórðarsonar sögðu oft, er ég heyrði, að hann væri engum líkur. Þetta var ekki djúpt í árinni tekið. Margir eru engum líkir, en eiga sér fátt til ágætis. Mannkostir, jákvæð sérstaða og raunar frægð Úlfars var með þeim hætti, að hann vakti hvarvetna athygli á mannfundum, málaðist sterkustum litum fundarmanna og hafði enda oftast orðið. Hann var æðsti prestur heitu pottanna, sem jafnvel Gunnlaugur bróðir hans varð að lúta, meðan báðir lifðu. Hafði að vísu minnkað vettvangurinn frá því, að Úlfar setti Íslandsmet í sundi og keppti á Ólympíuleikum.
Hann gat ættfært flesta Reykvíkinga og alla Valsmenn og Húnvetninga, hann þekkti öll loftför á hljóðinu, nafnspjöld náttúrunnar voru honum opin bók, og hann þekkti alla skriðdrekaforingja síðari heimsstyrjaldar frá von Reichenau til Pattons. Sögur Úlfars voru með ólíkindum. Þær voru nákvæmar, fyndnar og dálítið absúrd, og þótt þær ættu til að breytast dálítið við endursögn voru þær sannar í höfuðatriðum."
Útför Úlfars Þórðarsonar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Arnar Einarsson (1945-2009)

  • HAH01040
  • Einstaklingur
  • 14.6.1945 - 21.7.2009

Arnar Einarsson fæddist 14. júní 1945 í Baldurshaga í Vestmannaeyjum. Hann lést í Vestmannaeyjum hinn 21. júlí sl.

Auðbjörg Albertsdóttir (1908-1994) Hafursstöðum

  • HAH01049
  • Einstaklingur
  • 27.9.1908 - 13.9.1994

Auðbjörg Sigríður Albertsdóttir fæddist á Neðstabæ í Norðurárdal í A-Hún. 27. september 1908. Hún andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 13. september síðastliðinn. Útför Auðbjargar fer fram í Blönduóskirkju í dag.

Auður Sigurðardóttir (1918-2009)

  • HAH01054
  • Einstaklingur
  • 11.6.1918 - 6.4.2009

Auður Lundfríður Sigurðardóttir fæddist í Króki, Skagabyggð, þann 11. júní 1918. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þann 6. apríl 2009.

Ásthildur Þorsteinsdóttir (1918-2010) Hróarsholti Villingaholtshreppur

  • HAH01094
  • Einstaklingur
  • 26.10.1918 - 27.5.2010

Ásthildur Þorsteinsdóttir fæddist á Kvíabryggju í Eyrarsveit 26. október 1918. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. maí 2010. Síðustu átta árin dvaldi Ásthildur á Hrafnistu í Reykjavík. Hún keypti sér GSM-síma svo hún gæti hringt þegar hún vildi. Einnig hlustaði hún mikið á útvarp og tók virkan þátt í söngstundum heimilismanna.
Útför Ásthildar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 3. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 15.

Valgerður Bjarnadóttir (1925-2013) frá Efri-Mýrum

  • HAH02111
  • Einstaklingur
  • 26.4.1925 - 6.12.2013

Valgerður Bjarnadóttir fæddist á Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu 26. apríl 1925. Hún andaðist á Landspítalanum Fossvogi 6. desember 2013. Útför Valgerðar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 16. desember 2013, og hefst hún kl. 13.

Vigdís Bergsdóttir (1941-2011) Bjarnastöðum

  • HAH02119
  • Einstaklingur
  • 28.2.1941 - 17.1.2011

Vigdís Theodóra Bergsdóttir fæddist á Bæjarskerjum, Miðneshreppi, 28. febrúar 1941. Hún lést á heimili sínu 17. janúar 2011. Vigdís Theodóra sem oftast var kölluð Dósý ólst upp og sleit barnsskónum á Bæjarskerjum.

Vigfús Magnússon (1923-1987) Skinnastöðum

  • HAH02120
  • Einstaklingur
  • 25.9.1923 - 22.10.1987

Vigfús er fæddur í Skólahúsinu í Sveinsstaðahreppi 25. september 1923. Bóndi á Skinnastöðum. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi. Vorið 1952 fluttu þau að Skinnastöðum og stofnuðu þar nýbýli en þá jörð átti Landnám ríkisins. Komu þau með fjölskyldu sína þangað að öllu húsalausu. Sem bráðabirgðahúsnæði byggði Vigfús skúr á stærð á við meðalstofu í húsum nú til dags. Í þessu húsnæði voru þau í rúm 6 ár. Undrar menn hvað þar rúmaðist og maður skilur vart dugnað húsmóðurinnar að þurfa að vera með bala af barnaþvotti á kolaeldavél í eldhúsinu ásamt matseld á stóru heimili. Raunar hafði hún rennandi vatn en enga skólplögn. Þess minnist Lucinda að þröngt hafi verið þegar 8 karlmenn voru við matborðið sem kom fyrir þau ár meðan Vigfús var að byggja.
Fyrsta árið þeirra á Skinnastöð um byggði hann fjós, fjárhús og hlöðu, en íbúðarhúsið síðar. Þetta var mikið átak fyrir efnalítið fólk og mun hafa verið þröngt í búi hjá þeim fyrstu árin. Nú er sonur þeirra, Vignir, búinn að ljúka byggingu á myndarlegum fjárhúsum með tilheyrandi haughúsi og hlöðu.
Vigfús vann mikið að öllum þessum framkvæmdum sjálfur enda var hann laghentur og af kastamikill til allrar vinnu.

Vilborg Ámundadóttir (1906-1997)

  • HAH02122
  • Einstaklingur
  • 26.12.1906 - 22.7.1997

Vilborg Ámundadóttir fæddist í Reykjavík 26. desember 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja í Keflavík 22. júlí síðastliðinn.
Útför Vilborgar fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Vilborg Ívarsdóttir (1908-1988)

  • HAH02123
  • Einstaklingur
  • 30.9.1908 - 2.2.1988

Á þeim tímum var erfitt að halda stóru heimili saman og fór Vilborg því á unga aldri til vandalausra, þeirra Eiríks Sverrissonar og konu hans, Katrínar Kristmundsdóttur, sem tóku hana að sér og ólu sem hún væri þeirra eigið barn.
Leið hennar lá til Blönduóss, þarsem hún hitti mannsefni sitt, Björn Elíaser Jónsson, og áttu þau saman langt og gifturíkt hjónaband.
Ef reyna á að orða lýsingu á henni myndi hún ef til vill geta hljóðað á þá leið að hún hafi verið kvik í hreyfingum, ávallt litið út fyrir að vera a.m.k. áratug eða tveimur yngri en hún í raun var og yfirleitt var stutt í brosið. Hún hafði sterka réttlætiskennd sem endurspeglaðist í öllum hennar orðum og gjörðum. Tónlist var henni hugleikin og nutu kirkjukórar heimabyggða hennar oft á tíðum góðs af sönghæfileikum hennar.

Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir (1917-2005) Helgavatni

  • HAH02129
  • Einstaklingur
  • 31.5.1917 - 11.10.2005

Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir fæddist á Marðarnúpi í Vatnsdal 31. maí 1917. Hún lést á sjúkrahúsi Blönduóss 11. október 2005.
Þorbjörg fluttist ásamt foreldrum sínum og systkinum frá Marðarnúpi að Stóru-Giljá árið 1930.
Útför Þorbjargar fer fram frá Þingeyrakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Þorbjörg Bjarnadóttir (1919-2008) Fjósum

  • HAH02131
  • Einstaklingur
  • 22.6.1919 - 30.11.2008

Þorbjörg Guðrún Bjarnadóttir fæddist í Kálfárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu 22. júní 1919. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 30. nóvember síðastliðinn.
Hún varð ekkja rúmlega fimmtug og missti tvær elskulegar dætur, báðar í blóma lífsins. Harminn bar hún í hljóði. Það var ekki háttur hennar að dvelja við hið liðna. Ótrauð hélt hún áfram ævigöngu sinni, hlakkaði til komandi dags og var öllum styrkur og hvatning sem hana þekktu. Það þurfti áræði til að bregða búi og flytjast til Reykjavíkur eftir að hafa alið allan sinn aldur í fámenni norðan heiðar.
Útför Þorbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.
Jarðsett verður í kirkjugarði Bólstaðarhlíðarkirkju.

Þorsteinn Guðmundsson (1926-1996) frá Másstöðum

  • HAH02153
  • Einstaklingur
  • 10.2.1926 - 22.2.1996

Þorsteinn Guðmundsson var fæddur í Hjarðardal í Dýrafirði 10. febrúar 1926 og ólst upp á Másstöðum í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn. Þorsteinn og tvíburabróðir hans Sigurður voru yngstir í stórum systkinahópi. Nokkurra vikna gamall var hann sendur í fóstur til frænku sinnar norður í Vatnsdal. Stundum er sagt að á milli tvíbura liggi leyndur þráður. Á milli þeirra bræðra var alltaf mjög náið samband þrátt fyrir mikla fjarlægð og langan aðskilnað. Um það leyti sem fjölskyldur þeirra voru að undirbúa sameiginlega sjötugsafmælisveislu þeirra lést Siggi hinn 22. janúar síðastliðinn. Réttum mánuði síðar er pabbi allur.
Útför Þorsteins verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 4. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Þorvaldur Þorvaldsson (1913-2006) Sauðárkróki

  • HAH02159
  • Einstaklingur
  • 5.9.1913 - 4.7.2006

Þorvaldur Þorvaldsson fæddist á Mörk í Laxárdal hinn 5. september 1913. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki hinn 4. júlí 2006. Þorvaldur bjó mestan hluta ævi sinnar á Sauðárkróki.
Útför Þorvaldar var gerð frá Sauðárkrókskirkju.

Þórarinn Eiðsson (1962-2002)

  • HAH02170
  • Einstaklingur
  • 18.7.1962 - 14.6.2002

Þórarinn Eiðsson fæddist á Blönduósi 18. júlí 1962. Hann lést er hann fór útbyrðis af frystitogaranum Arnari HU 1 14. júní 2002.
Útför Þórarins verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Þórarinn Guðlaugsson (1931-2005) Skagaströnd

  • HAH02171
  • Einstaklingur
  • 3.8.1931 - 19.4.2005

Þórarinn Guðlaugsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. ágúst 1931. Þórarinn ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann missti móður sína ungur og fluttist með föður sínum til Reykjavíkur 12 ára gamall 1943. Hann var í sveit undir Eyjafjöllum á sumrin og að loknu skyldunámi stundaði hann sjómennsku, aðallega frá Vestmannaeyjum.
Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. apríl 2005.
Þórarinn var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju og hófst athöfnin klukkan 13.

Þórður Pétursson Sighvats (1909-1993)

  • HAH02176
  • Einstaklingur
  • 11.8.1909 - 7.2.1993

Minning Þórður Pétursson Sighvats f. 11. ágúst 1909 - 7. febrúar 1993 Rafvirkjameistari, síðast bús. á Sauðárkróki.
Daginn lengir og eikurnar falla í stormum vetrarins. Þórður Pétursson var fæddur á Sauðarkróki 11. ágúst 1909. Eftir að Þórður skildi við konu sína hélt hann heimili með fóstru sinni og frænku Þórunni Sigurðardóttur, hún er látin fyrir allmörgum árum.

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

  • HAH02200
  • Einstaklingur
  • 23.3.1920 - 13.1.1979

Pétur Pétursson, frá Bollastöðum, varð bráðkvaddur 13. janúar 1979. Hann var fæddur 23. mars 1920 að Eyhildarholti í Skagafirði. Pétur var kominn út af kunnum skagfirskum og eyfirskum bændahöfðingjum. Voru forfeður hans kunnir atorku- og framfaramenn og margir sterkir persónuleikar. Ungur að árum missti hann móður sína. Hún lést í blóma lífsins frá 9 börnum. Var honum því komið fyrir hjá frænku sinni Unni Pétursdóttur Bollastöðum í Blöndudal, þar sem hann ólst upp. Reyndist hún honum ætíð sem besta móðir.
Pétur Pétursson var ötull og góður starfsmaður, félagslyndur og ágætur starfsfélagi, er ávallt var reiðubúinn til að leggja góðu málefni lið og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann vann hylli allra þeirra er kynntust honum náið, sakir fjölhæfra gáfna og víðtækrar þekkingar m.a. á bókmenntasviðinu. Hann var sannur hugsjónamaður er vildi jafnan bæta og treysta hag þeirra er höllum fæti stóðu í þjóðfélaginu.

Lára Sigurðardóttir (1921-2008) frá Mánaskál

  • HAH02202
  • Einstaklingur
  • 2.5.1921 - 9.12.2008

Lára Kristín Sigurðardóttir fæddist á Mánaskál í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 2. maí 1921. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 9. desember 2008.

Eva Þórarinsdóttir (1912-2007)

  • HAH02204
  • Einstaklingur
  • 18.2.1912 - 19.7.2007

Eva Liljan Þórarinsdóttir frá Varmadal í Vestmannaeyjum fæddist á Sunnuhvoli á Blönduósi 18. febrúar 1912. Eva ólst upp í Katadal á Vatnsnesi og á Hvammstanga fram undir tvítugt en eftir það var hún í vinnumennsku á Akureyri og einnig á Hæli í Hreppum. Um miðjan fjórða áratug síðustu aldar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum í Hrísey í Eyjafirði en þar voru þau bæði við störf. Hún við beitningar og hann sem sjómaður.
Eva og Elías hófu búskap í Langa Hvammi við Kirkjuveg árið 1935 og gengu í hjónaband árið 1942 en lengst af bjuggu þau í Varmadal við Skólaveg og voru jafnan kennd við hann. Hún var heimavinnandi húsmóðir nánast alla tíð, enda barnmargt heimili til að sjá um og húsbóndinn oft sumarlangt að heiman. Eftir að Elías lést þá bjó hún áfram í Varmadal en síðustu 12 árin bjó hún á dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, Hraunbúðum, og líkaði dvölin þar vel. Hún lést á heimili sínu, dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 19. júlí 2007.
Útför Evu verður frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Landakirkjugarði.

Auður Hannesdóttir (1916-1988) Blönduósi

  • HAH02213
  • Einstaklingur
  • 12.8.1916 - 8.1.1988

Auður var fædd á Eiríksstöðum í Svartárdal 12. ágúst 1916. Þegar dóttir hennar, Iðunn, lést með sviplegum hætti erlendis fór Auður og sótti dóttur sína látna og barn hennar er hún tók að sér og reyndist vel eins og við var að búast.

Jón Sumarliðason (1915-1986) Vinaminni

  • HAH02214
  • Einstaklingur
  • 21.9.1915 - 27.10.1986

Jón fæddist á Blönduósi og ól þar allan sinn aldur. Það var mikil sorg þegar Sigmar, elsti sonurinn, lést 18. september 1986 eftir tveggja mánaða baráttu við banvænan sjúkdóm. Hann var maður í blóma lífsins, fullur af orku og krafti. Það var þungbært allri fjölskyldunni, en ekki síst Jóni.
Í uppvexti Jóns var Blönduós lítið þorp, flestir áttu eitthvað af skepnum og höfðu sitt lífsframfæri af þeim. Þau hafa alla tíð búið á Blönduósi. Þar keyptu þau sér mjög fljótt lítið hús, sem stóð við aðalgötuna í þorpinu. Þar fæddust öll börnin þeirra, 5 að tölu, og þau fluttu ekki úr því fyrr en yngsta barnið var fermt. Þá keyptu þau sér hús á Blöndubyggð 6b þar sem heimili þeirra hefur verið síðan.
Jón stundaði búskap alla ævi, hafði yndi af skepnum, sérstaklega kindum og hrossum. Og það var einmitt síðasta verkið hans að huga að fénu áður en kallið kom svo skyndilega.

Adolf Berndsen (1934-2018) Skagaströnd

  • HAH02220
  • Einstaklingur
  • 28.12.1934 - 27.8.2018

Vörubílstjóri, umboðsmaður Olís og rak lengi söluskála á Skagaströnd. Sveitarstjórnarmaður og oddviti um árabil. Síðast bús. á Skagaströnd. Gengdi ýmsum trúnaðarstörfum.

Aðalbjörg Jónsdóttir (1916-2018) prjónalistakona

  • HAH02226
  • Einstaklingur
  • 15.12.1916 - 16.7.2018

Aðalbjörg fæddist 15. desember 1916 á Heiðarbæ í Tungusveit í Steingrímsfirði. Var á Gestsstöðum, Kollafjarðarnesssókn, Strand. 1930. Sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 16. júlí 2018. Útför Aðalbjargar fór fram frá Langholtskirkju 3. ágúst 2018, og hófst athöfnin klukkan 13.

Ragna Sveinsdóttir (1911-1980) Flateyri

  • HAH02239
  • Einstaklingur
  • 29.10.1911 - 2.6.1980

Aðalheiður Ragna Sveinsdóttir 29. október 1911 - 2. júní 1980 Var í Kjartanshúsi, Flateyri 1930. Söngkennari og húsfreyja á Flateyri. Síðast bús. í Flateyrarhreppi.

Aðalsteinn Guðmundsson (1912-1984)

  • HAH02244
  • Einstaklingur
  • 3.10.1912 - 18.3.1984

Aðalsteinn Guðmundsson 3. október 1912 - 18. mars 1984 Verkamaður á Þórshöfn, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Málari, síðast bús. í Þórshafnarhreppi.

Agnes Magnúsdóttir (1947)

  • HAH02259
  • Einstaklingur
  • 23.6.1947 -

Agnes Magnúsdóttir 23. júní 1947 Var á Kistu, Þverárhr., V-Hún. 1957.

Albert Jónsson (1857-1946) Verslunarmaður Blönduósi

  • HAH02264
  • Einstaklingur
  • 11.6.1857 - 7.11.1946

Albert Jónsson 11. júní 1857 - 7. nóvember 1946 Bóndi, smiður og sútari á Stóruvöllum í Bárðardal. Smíðaði fyrstu nothæfu handspunavélina. Var í Reykjavík 1910. Sýslumannshúsinu (Hótelið) Blönduósi 1930.

Alda Guðjónsdóttir (1933-2013)

  • HAH02273
  • Einstaklingur
  • 14.9.1933 - 3.11.2013

Alda Guðjónsdóttir frá Kjörvogi fæddist á Finnbogastöðum í Árneshreppi, Strandasýslu 14. september 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. nóvember 2013.
Útför Öldu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 15. nóvember 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Amalía Sigurðardóttir (1890-1967) Víðivöllum, Miklabæjarsókn, Skag.

  • HAH02288
  • Einstaklingur
  • 25.5.1890 - 14.6.1967

Amalía Sigurðardóttir f. 25. maí 1890 - 14. júní 1967. Var á Víðivöllum, Miklabæjarsókn, Skag. 1890. Húsfreyja á Vatni á Höfðaströnd, Skag. Húskona á Víðivöllum, Miklabæjarsókn, Skag. 1930. Nefnd Amalie á manntali 1890 og Arndís í mt 1920.

Andrew Graham Gilchrist (1910-1993)

  • HAH02291
  • Einstaklingur
  • 18.4.1910 - 6.3.1993

Sir Andrew Graham Gilchrist, KCMG (1910–1993) was a Special Operations Executive operative and later a U.K. Ambassador. After his next posting was to Chicago as Consul General, he became the Ambassador to Djakarta, Indonesia (1962–1966). His time there saw an attack on the British embassy, and the torching of his official car. During the crisis of Communist 30 September Movement, the Military Attache to the Embassy; Lt Colonel Bill Becke and Major Rory Walker paraded in front of the rioters, the latter playing the bagpipes, which pacified the unruly mob. The mob returned two days later and broke through the fence, setting the embassy alight, during the attack Gilchrist, Walker and Becke stood their ground and defended the strong room.

Britain was at the time strongly in favour of finding almost any means to help Indonesian opponents of the communist of Communist Party of Indonesia regime, helpful local propaganda certainly being one of them. Gilchrist reported to London that he had always believed that "more than a little shooting" would be necessary to bring about a change of regime. This turned out to be true as the US-backed regime led by Suharto took power by force of arms in 1965 and Indonesia endured a civil war in the months that followed.

Gilchrist received a Companion of the Order of St Michael and St George in 1956, and was knighted via Knight Commander of the Order of St Michael and St George in 1964. He continued his career with postings to Iceland and Germany. In 1956 he was appointed British Ambassador to Reykjavik, Iceland. His time there included the First Cod War between the two countries. Anecdotes suggest that while the countries were threatening battle, he went fishing with an Icelandic minister.

Anna Árnadóttir (1927-2019) Varðbergi Blönduósi

  • HAH02308
  • Einstaklingur
  • 27.7.1927 - 11.4.2019

Anna Árnadóttir 27. júlí 1927, Ásgeirshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Varðbergi á Blönduósi. Fékkst við ýmis störf á Blönduósi.

Kvenfélag Engihlíðarhrepps (1941-2001)

  • HAH10016
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1941-2001

Kvenfélag Engihlíðarhrepps var stofnað 10. desember 1941 og hét þá Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps. Það var þó ekki fyrsta félag sinnar gerðar í sveitarfélaginu. Arið 1913 eða 1914 var stofnað Iðnfélag Engihlíðarhrepps sem síðar nefndist Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps og starfaði til 1932. Iðnfélag Engihlíðarhrepps var merkilegt félag á sinni tíð. Stofnandi þess og formaður alla tíð, var Guðríður Líndal á Holtastöðum. Alltof lítið er reyndar vitað um starfsemi þess þar sem gjörðabækur félagsins glötuðust í eldi árið 1947, þegar gamli bærinn í Vatnahverfi brann. Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps var í nokkur ár eina kvenfélagið í sýslunni. Af þeim fáu heimildum sem til eru um félagið sést að það hélt uppi töluverðri starfsemi, og var þar mest áhersla lögð á fjölbreyttan heimilisiðnað og þá aðallega tóvinnu. I Hlín 1920 segir að 4. júli 1920 hafi verið haldin héraðssýning á Blönduósi, fyrir áeggjan Iðnfélags Engihlíðarhrepps, sem hefur lifandi áhuga á iðnaðarmálum og hefur haldið tvær smásýningar árin áður.

Agatha Sigurðardóttir (1953-2007) ljósmóðir Blönduósi

  • HAH01010
  • Einstaklingur
  • 29.9.1953 - 15.5.2007

Agatha Sesselja Sigurðardóttir fæddist að Hraungerði í Flóa 29. september 1953. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 15. maí síðastliðinn. Útför Agöthu verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Árni Pétursson (1924-2010)

  • HAH01066
  • Einstaklingur
  • 4.6.1924 - 1.6.2010

Árni Guðmundur Pétursson fæddist 4. júní 1924 á Oddsstöðum á Melrakkasléttu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum 1. júní 2010.
Jarðarför Árna fór fram í kyrrþey, að ósk hans.

Ásmundur Magnússon (1918-1996) Skagaströnd og Reyðarfirði

  • HAH01088
  • Einstaklingur
  • 4.8.1918 - 2.2.1996

Ásmundur Hálfdán Magnússon, fyrrverandi verksmiðjustjóri, fæddist 4. ágúst 1918 í Hnífsdal. Hann lést í Reykjavík 2. febrúar 1996.
Útför Ásmundar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag 10, febr. 1996 og hefst athöfnin klukkan 14.

Hannes Ólafsson (1890-1950) Eiríksstöðum og Kistu

  • HAH10018
  • Einstaklingur
  • 1.9.1890 - 15.6.1950

Bóndi á Eiríksstöðum í Svartárdal, A.-Hún, svo á Blönduósi. Daglaunamaður á Blönduósi 1930.
Þau hjón bjuggu sín fyrstu búskaparár á Eiríksstöðum, en þar höfðu áður búið foreldrar Hannesar, Helga Sölvadóttir (1855) og Ólafur Gíslason (1847-1912). Síðar bjuggu þau Svava og Hannes um hríð í Hamrakoti á Ásum uns þau fluttu á Blönduós.

Anna Sigurjónsdóttir (1900-1993) Blöndudalshólum

  • HAH01026
  • Einstaklingur
  • 4.10.1900 - 5.2.1993

Húsfreyja á Blöndudalshólum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Blöndudalshólum. Var í Blöndudalshólum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Anna Margrét Sigurjónsdóttir, Blöndudalshólum Fædd 4. október 1900 Dáin 5. febrúar 1993. Anna var fædd í Hvammi í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu en fluttist þaðan ung með foreldrum sínum og átti bernsku sína og æsku í Finnstungu í Blöndudal og Eiríksstöðum í Svartárdal. 14. júlí 1923 giftist hún Bjarna Jónassyni f. 24. febrúar 1891, d. 26. janúar 1984 og saman reistu þau bú í Blöndudalshólum, sem þau stóðu fyrir til 1960, er Jónas sonur þeirra tók við jörðinni. Þau bjuggu þá enn um skeið í Hólum, en fluttust svo að Hnitbjörgum við Héraðshælið á Blönduósi og á þeim stað eyddu þau ævikvöldinu.

Ari Lyngdal Jóhannesson (1910-1986) Blönduósi

  • HAH01038
  • Einstaklingur
  • 2.2.1910 - 20.11.1986

Ari Lyngdal Jóhannesson fv. yfirverkstjóri Fæddur 2. febrúar 1910 Dáinn 20. nóvember 1986 Ari L. Jóhannesson, fyrrverandi yfirverkstjóri, lést 20. þessa mánaðar á 77. aldursári. Með honum er genginn einn af frumherjum í flugsögu okkar Íslendinga, mikill persónuleiki og virtur vel af samstarfsmönnum sínum. Hann var um 36 ára skeið verkstjóri og síðan yfirverkstjóri hjá Flugfélagi Íslands hf. og síðar Flugleiðum hf., og má nærri geta að á frumbýlingsárum flugsins hafi oft þurft að taka snöggar ákvarðanir þegar veður gerast válynd og ekki var í nein hús að venda með þann flugvélakost sem notaður var. Sagði hann okkur margar sögur af því þegar farið var út í Köturnar á Akureyrarpolli eða þegar binda þurfti niður Douglas-ana á Melgerðismelum vegna veðurofsa sem oft geisuðu inni í Eyjafirði og þegar keyrt var í kapp við vélarnar inn á Melgerði. Allt þetta leysti hann vel af hendi og naut hann mikils trausts flugmanna sem nutu þjónustu hans og hans góðu konu, Ásgerðar Einarsdóttur, sem hefur alla tíð staðið við hlið manns síns í starfi hans og þegar hann veiktist fyrir um það bil 20 árum. Þá sýndi Ari hve mikið þrekmenni hann var - alltaf reis hann upp aftur og var ekki í rónni fyrr en hann var kominn til starfa á ný. Eftir að hann lét af störfum, fyrir aldurs sakir, fór hann að vinna við atvinnurekstur sona sinna í Keflavík og hafði yndi af því, því ekki var honum að skapi að setjast í helgan stein, enda alinn upp við að taka til hendinni einsog títt var um ungmenni á öndverðri öldinni. Voru þau látin vinna hin ýmsu verk sem til féllu.

Sæheimar ehf. (1985-)

  • HAH10017
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1985-)

Félagið hét áður PP-aero ehf. sem var stofnað 1985, síðan var nafninu breytt í Röðul ehf. árið 2000 og síðan nefndist það Sæheimar og alltaf er notuð sama kennitalan.
fyrirtækið Sæheimar ehf. rekur farþegabátinn Kóp HU2, sem var áður í farþegaflutningum frá Ísafirði, tekur 15 farþega, er með farþegaskýli með sætum, inniplássi í stefni og er mjög hraðskreiður. Báturinn var síðan seldur í júní 2003 til Botnssúlna ehf. Hvammsvík í Kjós 270 Mosfellsbæ.

Ásdís Magnúsdóttir (1920-2013) Staðarbakka

  • HAH01079
  • Einstaklingur
  • 21.8.1920 - 19.6.2013

Ásdís fæddist á Torfastöðum í Miðfirði 21. ágúst 1920. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga 19. júní 2013.
Ásdís og Benedikt bjuggu allan sinn búskap á Staðarbakka og gegndu margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Nefnd Ásdís Magnúsdóttir Frímanns í Jóelsætt
Útför Ásdísar fer fram frá Staðarbakkakirkju í dag, 26. júní 2013, klukkan 14.

Áslaug Sigurðardóttir (1919-2005) Vík í Staðarhreppi

  • HAH01085
  • Einstaklingur
  • 27.1.1919 - 20.8.2005

Áslaug Sigurðardóttir fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði 27. janúar 1919. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. ágúst 2005. Á stríðsárunum varð hún fyrir því að kafbátur réðist á Goðafoss og sökkti því 10.11.1944.
Áslaug var annar tveggja farþega sem komust af, en 24 íslenskir farþegar og áhafnameðlimir fórust
Áslaug var forstöðukona Barnaheimilisins Suðurborgar við Eiríksgötu á árunum 1946-1949.
Áslaug og Haukur bjuggu í Vík til ársins 1972. Eftir að hún lauk störfum árið 1986 fluttu þau Haukur norður aftur, í hús sem þau reistu í landi Víkur og nefndu Hávík. Þar bjuggu þau uns þau fluttust á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki í lok síðasta árs.
Útför Áslaugar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Reynistaðarkirkjugarði.

Ásgeir Axelsson (1942-2011) Litla-Felli

  • HAH01083
  • Einstaklingur
  • 7.2.1942 - 8.6.2011

Ásgeir Axelsson frá Litla-Felli á Skagaströnd var fæddur 7. maí 1942. Hann lést miðvikudaginn 8. júní 2011.
Ásgeir fæddist í Höfðahólum á Skagaströnd og ólst þar upp til 1955 er hann flutti að Litla-Felli með foreldrum sínum. Ásgeir var mikið náttúrubarn og unni dýrum.
Ásgeir var jarðsunginn frá Hólaneskirkju, laugardaginn 18. júní 2011, og hófst athöfnin kl. 14.

Auðbjörg Magnúsdóttir (1899-1970)

  • HAH01048
  • Einstaklingur
  • 28.4.1899 - 4.4.1970

Var á Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Grænahvammi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.

Elín Sigríður Pétursdóttir Blöndal (1895-1969)

  • HAH01194
  • Einstaklingur
  • 13.6.1895 - 10.10.1969

Húsfreyja á Snælandi, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Hvammstanga og í Reykjavík, síðar í Eddubæ í Elliðaárdal. Síðast bús. í Reykjavík.

Eyrún Gísladóttir (1931-1997) hjúkrunarfræðingur Blönduósi

  • HAH01218
  • Einstaklingur
  • 17.1.1931 - 2.12.1997

Eyrún Gísladóttir fæddist í Vestmannaeyjum 17. janúar 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. desember 1997.
Útför Eyrúnar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 10. desember 1997.

Finnbogi Júlíusson (1911-2004) búfræðingur frá Hólkoti

  • HAH01219
  • Einstaklingur
  • 23.5.1911 - 18.6.2004

Finnbogi Júlíusson fæddist á Gilsstöðum í Vatnsdal í A-Hún. 23. maí 1911. Finnbogi var alinn upp á heimili foreldra sinna, þar til þau hættu búskap.
Um fermingu fluttist hann að Miðhópi í V-Hún., til móðursystur sinnar Þórunnar Björnsdóttur og manns hennar Björns Þorsteinssonar og varð það hans annað heimili. Finnbogi bjó lengst af hjá foreldrum sínum, eftir lát þeirra með systur sinni, Guðrúnu, og syni hennar, Magnúsi. Vorið 1995 fluttist hann á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund.
Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 18. júní 2004.
Finnbogi verður kvaddur frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Friðrik Karlsson (1918-1989) forstjóri Reykjavík

  • HAH01229
  • Einstaklingur
  • 28.9.1918 - 28.1989

Hann fæddist á Hvammstanga 28. sept. 1918. Var í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Fósturmóðir Jóhanna Björnsdóttir. Forstjóri í Reykjavík.
Þegar Friðrik var 7 ára fór hann að Víðidalsstungu til Jóhönnu Björnsdóttur, sem þá var orðin ekkja en fyrir búi með móður sinni var Óskar Teitsson. Víðidalstunga var mikið myndar- og menningarheimili og átti Friðrik góðar minningar frá veru sinni þar.
Haustið 1942 kemur Friðrik norður í Víðidal um réttaleytið. Þá átti hann allvæna peningafúlgu eða ríflega hálft jarðarverð. Þá kaupir hann Hrísa fyrir átján þúsund krónur, sem þá þótti allhátt verð. Hrísar er landmikil jörð og landkostajörð til sauðfjárbúskapar. Hrísar voru ekki á þeim tíma talin hlunnindajörð en hún átti land að Fitjá á sjötta km á lengd. Kerfossar voru ekki laxgengir fyrr en þar var gerður laxastigi rétt fyrir 1940. Friðrik var þess strax fullviss að Fitjá yrði góð laxveiðiá þegar laxinn fengi aðstöðu til hrygningar ofar í ánni og það kom á daginn að sú spá reyndist rétt. Nú eru Hrísar í hærri kantinum með veiðileigu jarða á vatnasvæðinu. Um leið og Friðrik keypti Hrísa, leigði hann jörðina frænda sínum Jóni Lofti Jónssyni. Eftirgjald var í kindafóðrum og umhirðu hrossa. Hefur sá samningur að grunni til gilt fram að þessu, þó nú búi þar afkomendur konu Jóns, Friðbjargar Ísaksdóttur, og eiga hluta af jörðinni.
Nú voru draumar Friðriks að byrja að rætast. Hann átti jörð í Víðidal. Nokkra tugi kinda, fáein hross og gat dvalist á sinni eigin jörð þegar frí gáfust.

Margrét Hafsteinsdóttir (1933-2005) Gunnsteinsstöðum

  • HAH01230
  • Einstaklingur
  • 21.9.1933 - 7.11.2005

Sjúkraliði, siðast bús. á Blönduósi. Var á Gunnsteinsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
Fríða Margrét Hafsteinsdóttir fæddist á Gunnsteinsstöðum í Langadal 21. september 1933.
Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 7. nóvember 2005.
Útför Margrétar var gerð frá Blönduóskirkju 19.11.2005 og hófst athöfnin klukkan 13.

Geir Guðjónsson Bachmann (1908-1987)

  • HAH01234
  • Einstaklingur
  • 23.9.1908 27.12.1987

Geir fæddist í Reykjavík 23. september 1908, en tveggja ára fluttist hann með foreldrum sínum til Borgarness og átt þar heimili upp frá því. Guðjón faðir Geirs var dugnaðarmaður. Hann var vegaverkstjóri í Borgarnesi í fjölda ára og yfirverkstjóri síðustu árin og sá þá um viðhald og nýbyggingar flestra vega í héraðinu. Hann tók einnig að sérverkefni utanhéraðs og minntist Geir þess t.d. að hann fór með honum á unglingsárum til Viðeyjar, þarsem hann tók að sér verk fyrir Milljónafélagið, sem þar hafði starfsemi sína.

Geir Hallgrímsson (1925-1990) borgarstjóri og ráðherra

  • HAH01235
  • Einstaklingur
  • 16.12.1925 - 1.9.1990

Fæddur í Reykjavík 16. desember 1925, dáinn 1. september 1990.
Var á Fjólugötu 1, Reykjavík 1930. Stud. jur. í Reykjavík 1945. Forsætisráðherra, hæstaréttarlögmaður og seðlabankastjóri. Síðast bús. í Reykjavík.

Guðlaugur Guðmundsson (1914-2002) frá Sunnuhlíð í Vatnsdal

  • HAH01270
  • Einstaklingur
  • 21.7.1914 - 25.11.2002

Guðlaugur Guðmundsson fæddist 21. júlí 1914 í Sunnuhlíð í Vatnsdal. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 25. nóvember 2002.
Vinnumaður í Koti, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kaupmaður og leigubifreiðarstjóri. Síðast bús. í Reykjavík. Rithöfundur.
Útför Guðlaugs verður gerð frá Háteigskirkju á morgun, mánudaginn 9. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ingibjörg Hjálmarsdóttir Bergmann (1913-2013) Öxl

  • HAH01482
  • Einstaklingur
  • 20.1.1913 - 1.8.2013

Ingibjörg Bergmann Hjálmarsdóttir fæddist á Blönduósi 20. janúar 1913. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 1. ágúst 2013. Útför Ingibjargar verður gerð frá Þingeyrarkirkju í dag, 12. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 14.

Ingibjörg Pálsdóttir Kolka (1926-2015) frá Blönduósi, Hafnarfirði

  • HAH01499
  • Einstaklingur
  • 1.2.1926 - 12.3.2015

Ingibjörg Pálsdóttir Kolka fæddist 1. febrúar 1926 að Sólvöllum í Vestmannaeyjum. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. mars 2015. Ingibjörg flutti árið 1934 til Blönduóss og ólst þar upp. Hún gekk í Barnaskólann á Blönduósi og stundaði gagnfræðanám í Steinnesi. Lauk námi frá Kvennaskólanum á Blönduósi með afar lofsamlegum vitnisburði. Árið 1946 hélt Ingibjörg til Reykjavíkur til starfa á Ljósmyndastofu Lofts Guðmundssonar, móðurbróður síns. Hún vann þar sérstaklega að litun ljósmynda og redúseringu. Á þeim árum kynntist hún Bergsteini Sigurðssyni, trésmið frá Hjallanesi í Landsveit, f. 11.5. 1919, d. 11.11. 2003. Eignuðust þau eina dóttur. Árið 1947 fluttist Ingibjörg til Blönduóss og vann m.a. í apótekinu á staðnum.

Stúlkan með gullnu lokkana giftist þann 3. nóvember 1951 Zophoníasi Ásgeirssyni frá Blönduósi, vélstjóra, f. 1. júní 1924, d. 27. sept. 2013, en þau höfðu þekkst frá því í æsku. Foreldrar hans voru Hólmfríður Zophoníasdóttir húsmóðir og Ásgeir Þorvaldsson múrarameistari. Síðan fluttust þau til Reykjavíkur þar sem Zophonías stundaði sjómennsku en Ingibjörg vann sem húsmóðir og tók heimaverkefni í ljósmyndun.

Árið 1959 fluttu þau í Hafnarfjörð og frá 1966 bjuggu þau í Smárahvammi 10 nær óslitið uns þau fóru að Hrafnistu 2012. Ingibjörg var listhneigð og fær hannyrðakona, eftir hana liggja mörg fögur útsaumsverk. Hún var annáluð blómakona og mikill dýravinur. Ingibjörg var félagslynd, gestrisin og fróð. Hún naut þess að segja frá á sinn kjarnyrta hátt. Fátt kom henni á óvart.
Útför Ingibjargar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 23. mars 2015.

Ingibjörg Gunnarsdóttir (1921-2011) frá Svínavatni

  • HAH01507
  • Einstaklingur
  • 23.5.1921 - 30.8.2011

Ingibjörg Gunnarsdóttir fæddist á Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu 23. maí 1921. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hinn 30. ágúst 2011. Ingibjörg ólst upp á Svínavatni og gekk þar í barna- og unglingaskóla og útskrifaðist síðan frá Húsmæðraskólanum á Blönduósi. Hún fluttist til Reykjavíkur og stundaði þar ýmis störf meðfram því að sjá um annasamt heimili.
Útför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 13. september 2011, og hefst athöfnin kl. 15.

Ingunn Anna Hermannsdóttir (1921-2010)

  • HAH01520
  • Einstaklingur
  • 20.8.1921 - 4.1.2010

Ingunn Anna Hermannsdóttir, húsmóðir, fæddist á Skútustöðum í Mývatnssveit þann 20. ágúst 1921. Hún lést þann 4. janúar 2010. Ingunn Anna ólst upp á prestsetrinu á Skútustöðum í Mývatnssveit og lauk þaðan grunnmenntun. Á Skútustöðum var mjög gestkvæmt og Ingunn tók virkan þátt í heimilishaldinu ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún flutti til Reykjavíkur og lærði saumaskap einn vetur en tók síðan að sér ráðskonustarf í Laugaskóla veturinn 1944–´45 en þar var Hermann faðir hennar skólastjóri. Eftir það flutti hún í stuttan tíma til Akureyrar. Eftir stutta Akureyrardvöl flyst hún ásamt maka og barni til Reykjavíkur og árið 1955 flytja þau til Kópavogs þar sem þau búa óslitið til ársins 1982. Eftir það bjó hún á Kleppsvegi 26. Hún flutti á Hrafnistu árið 2002 þar sem hún lést. Ingunn vann lengst af ævinni við uppeldis- og húsmóðurstörf og vann þau af festu og alúð. Eftir að börnin urðu stálpuð sinnti hún ýmsum öðrum störfum og ber þar hæst störf í prjónaiðnaðinum og rak hún eigin prjónastofu á heimili sínu í mörg ár. Tónlist var alla tíð hennar yndi og nýtti hún flestar frístundir sínar við að hlusta á músík. Einnig vann hún um árabil á dvalarheimilinu fyrir aldraða við Dalbraut við framreiðslu. Útför Ingunnar fer fram frá Langholtskirkju í dag, föstudaginn 15. janúar, og hefst athöfnin kl. 13.

Ingvar Steingrímsson (1922-2009) Eyjólfsstöðum í Vatnsdal

  • HAH01523
  • Einstaklingur
  • 3.3.1922 - 2.4.2009

Ingvar Andrés Steingrímsson fæddist á Sólheimum í Svínadal 3. mars árið 1922 og fluttist á fyrsta aldursári með foreldrum sínum að Hvammi í Vatnsdal þar sem hann ólst upp. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 12. 2.4.2009. Ingvar hóf búskap ásamt eiginkonu sinni á Eyjólfsstöðum árið 1954 og bjuggu þau þar allt til ársins 1995, er þau fluttu að Mýrarbraut 33 á Blönduósi.
Ingvar lauk námi frá bændaskólanum á Hvanneyri og starfaði að því loknu að búi Theodóru móður sinnar uns hann flutti að Eyjólfsstöðum. Jafnhliða búskap á Eyjólfsstöðum stundaði hann ýmis störf, m.a. járnsmíði, og var þekktur fyrir vandaða skeifnasmíði.
Útför Ingvars fór fram í kyrrþey frá Blönduóskirkju 22. apríl 2009.

Jóhann Baldvinsson (1903-1990) Höfðatúni Skagaströnd

  • HAH01546a
  • Einstaklingur
  • 22.7.1903 - 9.4.1990

Vélstjóri á Skagaströnd. Var í Höfðatúni, Höfðahr., A-Hún. 1957. Jóhann, fæddist í Ólafsfirði 22. júlí 1903. Fór hann skömmu eftir fermingu til Noregs með norskum skipstjóra og var hann á heimili hans og sigldi með honum í mörg ár í Norður Íshafinu. Hefur Jóhann sagt frá þeim viðburðaríku árum í bókinni Jói norski", er út kom árið 1972

Jóhann Eiríkur Jónsson (1921-2004) Beinakeldu

  • HAH01547
  • Einstaklingur
  • 19.8.1921 - 20.3.2004

Jóhann Eiríkur Jónsson fæddist á Sauðárkróki 19. ágúst 1921. Hann lést 20. mars síðastliðinn. Um þrítugt flutti Jóhann í Húnaþing og gegndi þar ýmsum störfum. Lengst af starfaði hann sem frjótæknir hjá Búnaðarsambandi A-Húnavatnssýslu og þar lauk starfsævinni árið 1991. Jóhann var einn af stofnendum karlakórsins Vökumanna.
Útför Jóhanns fer fram frá Þingeyrakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Jóhann Frímann Pétursson (1918-1999) Lækjarbakka Skagaströnd

  • HAH01549
  • Einstaklingur
  • 2.2.1918 - 13.1.1999

Jóhann Frímann Pétursson fæddist á Lækjarbakka á Skagaströnd 2. febrúar 1918. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 13. janúar 1999. Jóhann verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju í dag, og hefst afhöfnin klukkan 14.

Jóhann Daníelsson (1927-2015) kennari

  • HAH01552
  • Einstaklingur
  • 18.11.1927 - 23.11.2015

Jóhann Kristinn Daníelsson (Jói Dan), kennari og söngvari, fæddist 18. nóvember 1927 að Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal. Hann lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, 23. nóvember 2015. Jóhann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1946 og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1949. Hann var við nám í Jærens Folkehöjskola á Jaðri í Noregi og Statens Gymnastikkskole í Ósló 1951-1952. Jóhann lauk söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1959. Hann var íþróttakennari á Blönduósi og víðar 1949-56, á Ólafsfirði 1956-57 og sá um söngkennslu á Dalvík 1957-63, nema veturinn 1958-59 er hann var íþróttakennari í Reykjavík. Jóhann var kennari við Oddeyrarskóla á Akureyri 1964-74, en þá flutti hann öðru sinni með fjölskyldu sinni til Dalvíkur þar sem hann kenndi tónlist og varð meðal annars formaður Tónlistarskóla Dalvíkur. Hann varð síðar bókasafnsvörður í Dalvíkurskóla til ársins 2000.
Jóhann söng fyrst opinberlega níu ára gamall. Hann stundaði söngnám í Reykjavík og á Akureyri, hjá Sigurði Demetz Franssyni og Ingibjörgu Steingrímsdóttur, og kom víða fram sem einsöngvari með karlakórum og fleirum. Hann söng nær óslitið frá 16 ára aldri með ýmsum kórum víðs vegar um landið; Karlakór Blönduóss, Karlakór Ólafsfjarðar, Karlakór Akureyrar, Karlakórnum Geysi, Karlakór Fóstbræðra og síðast Karlakór Dalvíkur, sem gerði hann síðar að heiðursfélaga. Síðar söng hann einnig með samkór eldri borgara í Dalvíkurbyggð. Þrjár plötur voru útgefnar með söng Jóhanns; Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson syngja einsöngva og tvísöngva (1976), Í kvöldró (1981) og síðast safnplata, Jóhann Daníelsson, með upptökum af söng hans frá árunum 1964-2004 (2010).
Jóhann tók þátt í leiklistarlífi Akureyrar og Dalvíkur í gegnum árin með söng og leik og átti hlutverk í myndinni Land og synir, þar sem hann söng eftirminnilega lagið „Við fjallavötnin fagurblá“.
Jóhann verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju á morgun, 6. desember 2015, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Jóhann Ólafur Pétursson (1920-1994) Akranesi

  • HAH01553
  • Einstaklingur
  • 29.12.1920 - 20.8.1994

Jóhann Ólafur Pétursson, húsasmíðameistari, Skarðsbraut 9, Akranesi, var fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu þann 29. desember 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 20. ágúst síðastliðinn. Á yngri árum starfaði Jóhann mikið að félagsmálum á Akranesi. Má þar nefna að hann var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags Akraness og var í stjórn þess í mörg ár. Hann var um árabil í stjórn Trésmiðafélags Akraness. Hann var einn af stofnendum Skíðafélags Akraness og í stjórn þess þau ár sem það starfaði. Einnig vann hann að uppbyggingu íþróttamannvirkja bæjarins. Jóhann missti móður sína á fyrsta ári og ólst upp í sinni heimasveit til 17 ára aldurs. Þá fór hann í héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og lauk þaðan námi eftir einn vetur. Síðan settist hann í Kennaraskóla Íslands. Hálfu ári áður en hann átti að ljúka námi slasaðist hann og tókst ekki að ljúka fyrirhuguðu kennaraprófi. Hann hóf húsasmíðanám á Akranesi 1942 hjá Óskari Sveinssyni og gerðist byggingameistari þar og víðar. Frá árinu 1974 var hann starfsmaður Akranesbæjar til starfsloka, í desember 1990. Í nokkur ár var Jóhann kennari og prófdómari í Iðnskóla Akraness þegar hann var kvöldskóli.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju í dag.

Jóhanna María Gestsdóttir (1925-2003)

  • HAH01558
  • Einstaklingur
  • 14.1.1925 - 15.8.2003

Jóhanna María Gestsdóttir fæddist í Bakkagerði í Svarfaðardal 14. janúar 1925. Hún lést 15. ágúst síðastliðinn. Jóhanna María ólst upp í Bakkagerði og tók fljótt virkan þátt í venjulegum sveitastörfum, stundaði hefðbundið nám í barna- og unglingaskóla í sveitinni. 17 ára gömul hóf hún nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi og lauk þaðan prófi 1943. Hún lauk prófi frá Uppeldisskóla Barnavinafélagsins Sumargjafar árið 1951. Jóhanna María starfaði um tíma í Hannyrðaverslun Ragnheiðar O. Björnsson á Akureyri og lærði jafnframt hannyrðir. Einnig saumaði hún kjóla hjá Jóhönnu Maríu frænku sinni og saumakonu á Akureyri. Jóhanna María starfaði í Tjarnarborg 1951, veitti forstöðu dagheimili í Neskaupstað sumrin 1951 og 1952. Deildarfóstra í Barónsborg 1951-1952 og forstöðukona 1977-1985. Barnfóstra í Frakklandi 1952-1954.
Starfaði sem forstöðukona á dagheimilinnu Grænuborg 1954-1956. Deildarfóstra á Hagaborg 1962-1964 og 1974-1977. Starfrækti einkarekinn leikskóla (föndurskóla) 1964-1967. Kennsla 6 ára barna í Mýrarhúsaskóla 1967-1969. Forstöðumaður og deildarfóstra með sérverkefni í Grandaborg 1985-1994. Vann við afleysingar á Vesturborg, Hamraborg og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Einnig vann hún hjá Völuskríni leikfangaverslun í eitt ár.
Jóhanna María starfaði að ýmsum félagsmálum. Hún sat í stjórn Kvenfélagsins Seltjarnar í nokkur ár, starfaði í safnaðarnefnd Seltjarnarneskirkju í fjögur ár og var í stjórn Sumargjafar um árabil.
Útför Jóhönnu Maríu fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Jóhannes Kjarval (1885-1972) Listmálari

  • HAH01562
  • Einstaklingur
  • 7.11.1885 - 13.4.1972

Listmálari. Var í Reykjavík 1910. Kjarval dvaldist fyrstu fjögur árin hjá foreldrum sínum, en Kjarval stundaði sjómennsku á yngri árum. Fyrstu myndlistarsýningu sína hélt hann í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík (Gúttó) árið 1908. Hafði hann þá engrar tilsagnar notið. Þann 26. september sama ár birtist einnig fyrsta greinin um Kjarval í Austra, en hana skrifaði Guðbrandur Magnússon. [1] Guðbrandur beitti sér síðan fyrir því að ungmennafélögin héldu myndlistahappadrætti til að safna í ferðasjóð fyrir Kjarval. Söfnuðust þá 800 krónur, og Hannes Hafstein ráðherra bætti síðar við 1000 krónum úr ríkissjóði. Þessir peningar urðu til þess að Kjarval gat farið utan til náms árið 1909. Hann var í fyrstu vetrarlangt í Lundúnum, bjó hjá lögregluþjóni að 40 Liverpool Street Kings Cross og stundaði þar söfn og málaði.
Kjarval fór til Kaupmannahafnar árið 1913. Hann lauk prófi frá Konunglega listaháskólanum þar í borg árið 1917. Síðar dvaldist hann í Rómaborg og víðar á Ítalíu til ársins 1920 og í París dvaldist hann árið 1928. Frá árinu 1922 starfaði svo Kjarval sem listmálari í Reykjavik. Árið 1992 tók Hannes Sigurðsson, listfræðingur, viðtal við Clement Greenberg (1909 - 1994) sem síðar birtist í Lesbók Morgunblaðsins. Clement var frægur bandarískur myndlistargagnrýnandi, sem fékk viðurnefnið „páfi“ sökum þess hversu óvæginn hann var í gagnrýni sinni. Hannes sýndi honum í lok viðtals bók með verkum Kjarvals, og Greenberg leit í hana og sagði: Hann virðist góður...vissulega er hann góður...heyrðu, þessi náungi getur virkilega málað... ég er einstaklega hrifinn af landslaginu hjá honum. Vinsælasti listamaður á Íslandi segirðu? Það kemur mér ekki á óvart. [2]
Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir svo frá í dagbókum sínum árið 1970 að Eggert Stefánsson hafi sagt við Kristján Albertsson: Hugsaðu þér hvað Kjarval var snjall að fá þessa stórkostlegu ídeu að halda Reykjavík út með því að þykjast vera geðveikur - og leikur Hamlet innan um alla idjótana - en svo kemur hann til Parísar - og geturðu ímyndað þér hvernig mér leið, þegar hann hélt áfram að leika Hamlet í París? Þá stóðst ég ekki mátið en fór á hóruhús til að fixera mig upp!

Jón Margeir Vilhjálmsson (1931-2011) Brandaskarði

  • HAH01584
  • Einstaklingur
  • 19.3.1931 - 31.8.2011

Jón Margeir Vilhjálmsson fæddist á Brandaskarði, Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu 19. mars 1931. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 31. ágúst 2011. Jón ólst upp á Brandaskarði ásamt systkinum sínum og tók við búi foreldra sinna eftir þeirra dag. Hann fór í vinnumennsku að Hamri í Hegranesi eitt sumar og var eina vertíð á síldarbátnum Frigg. Eftir að hann tók við búi á Brandaskarði vann hann ýmis verkamannastörf á Skagaströnd samhliða búskapnum auk þess sem hann vann þónokkuð við grenjaleit. Jón var bóndi af lífi og sál og bjó alla sína tíð á Brandaskarði.
Útförin fór fram í kyrrþey hinn 7. september 2011, að ósk hins látna.

Jón Marselíus Stefánsson (1917-1998) frá Blálandi

  • HAH01585
  • Einstaklingur
  • 1.8.1917 - 14.3.1998

Jón Stefánsson fæddist á Blálandi í Vindhælishreppi í Austur- Húnavatnssýslu 1. ágúst 1917. Hann andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi að morgni laugardagsins 14. mars. Jón ólst upp með foreldrum sínum á ýmsum bæjum, en síðast bjó fjölskyldan á Höskuldsstöðum í Vindhælahreppi en fluttist þaðan til Blönduóss árið 1955. Eftir það dvaldi Jón á Blönduósi, nú síðast á Húnabraut 40. Hann var starfsmaður Sölufélags Austur-Húnvetninga, en átti nokkrar kindur sem hann annaðist og hafði sér til ánægju í frístundum og eftir að starfsævi hans lauk.

Trausti Kristjánsson (1928-1993) Blönduósi

  • HAH01592
  • Einstaklingur
  • 1.6.1928 - 21.7.1993

Trausti vann lengst af við akstur bifreiða. Lengi var hann mjólkurpóstur um snjóasæla dali Austur-Húnaþings. Þótti hann oft sýna þar mikinn dugnað og áræði. En síðustu árin sá hann um dreifingu pósts sem verktaki um meginhluta Húnaþings austan Gljúfurár. Snemma þótti Trausti duglegur til allra starfa. Hann fór líka snemma að vinna. Man ég hann sem kornungan dreng fara með póstinn fram á Laxárdal, en Refsstaðir var endastöðin þar. Mér fannst hann vera orðinn fullþroska mjög snemma. Vafalaust flýtir það fyrir andlegum og líkamlegum þroska að þurfa snemma að bera ábyrgð. Trausti vann allt fram að þeim tíma, að hann slasaðist í bílveltu við Bakkasel í september 1987 og lamaðist upp að mitti. Reiðarslag var það fyrir vin minn, Trausta. Lengi var tvísýnt um líf hans eftir þetta mikla slys, en hann hlaut furðu góðan bata og þrótt, svo að hann gat ekið sérhönnuðum bíl um skeið.

Valdimar Eylands (1930-2005) Fönix, Arizona

  • HAH01594
  • Einstaklingur
  • 21.9.1930 - 31.5.2005

DR. JON VALDIMAR EYLANDS Passed away in Phoenix, AZ on March 31, 2005. Born in Minot, ND on November 21, 1930. He is survived by his loving wife Barbara; sons, Val, Kurt and Kris and their families; sisters, Dolores Lawler, Elene Oakley and Lilia Day and their families. A memorial service will be held in Grand Forks, ND on April 9.
As published in the Winnipeg Free Press on Apr 07, 2005.
Dr. med, prófessor í Minot N Dakota, Maki; Barbara Eylands

Jón Þórarinsson (1917-2012)

  • HAH01597
  • Einstaklingur
  • 13.9.1917 - 12.2.2012

Jón Þórarinsson fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu 13. september 1917. Hann lést á Droplaugarstöðum 12. febrúar 2012. Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og var í einkatímum hjá dr. Victor Urbancic. Hann lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum þar sem hann nam undir handleiðslu Paul Hindemith. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967. Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal tónsmíða hans eru sónata fyrir klarínett og píanó, orgelmúsík, lagaflokkurinn Of Love and Death fyrir baritón og hljómsveit, Völuspá fyrir einsöngvara og kór og hljómsveit (1974), Minni Ingólfs tilbrigði við lag Jónasar Helgasonar (1986) og Te Deum lofsöngur, sem var síðasta stóra tónverk Jóns, frumflutt í janúar 2001. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum. Jón var riddari íslensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999.
Útför Jóns Þórarinssonar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 23. febrúar 2012, kl. 13.

Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir (1918-2003)

  • HAH01599
  • Einstaklingur
  • 15.7.1918 - 13.7.2003

Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir fæddist á Siglufirði hinn 15. júlí 1918. Hún lést á heimili sínu, dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, 13. júlí síðastliðinn. Skafti og Jóna áttu heima í Dagsbrún til ársins 1958; þar bjuggu þau með kindur, kýr og hest eins og tíðkaðist á þessum árum og var lífsbaráttan oft hörð. Árið 1958 fluttust þau að Fellsbraut 5, síðan í Lund, en í mörg ár hafa þau búið á dvalarheimili aldraðra, Sæborg á Skagaströnd.
Útför Jónu Guðrúnar verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Jóna Sigríður Sveinbjarnardóttir (1912-2005)

  • HAH01602
  • Einstaklingur
  • 14.9.1912 - 18.7.2005

Jóna Sigríður Sveinbjarnardóttir fæddist á Bjargarstöðum í Miðfirði hinn 14. september 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 18. júlí síðastliðinn. Jóna ólst upp á Bjargarstöðum og stundaði nám við húsmæðraskólann á Blönduósi 1935-1936. Jóna og Ólafur hófu síðan búskap sinn á Bjargarstöðum í Miðfirði. Árin 1942-1944 bjuggu þau á Akureyri en fluttust þá í Mosfellssveit og stofnuðu ásamt fleirum nýbýlið Hamrafell. Þar var hún húsfreyja í nær 50 ár en stundaði ávallt ýmis störf utan heimilis. Hún tók virkan þátt í starfi Kvenfélags Lágafellssóknar og sat í sóknarnefnd um árabil. Á Hvítasunnu árið 1992 fluttust þau á Dvalarheimili aldraðra á Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Síðasta eina og hálfa árið dvaldist Jóna á Hjúkrunarheimilinu Eir.

Útför Jónu fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Jónína Björnsdóttir (1922-2003) Kleifum

  • HAH01613
  • Einstaklingur
  • 16.6.1922 -18.5.2003

Jónína Björnsdóttir fæddist í Stóra-Dal í A-Húnavatnssýslu 16. júlí 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 18. maí síðastliðinn. Nína ólst upp á Blönduósi frá sex ára aldri og gekk þar í Kvennaskólann. Að námi loknu fór hún átján ára gömul til Reykjavíkur. Þegar Nína og Karl giftu sig árið 1944 settust þau að á Akranesi og bjó hún þar til ársins 1979 þegar hún fluttist til Reykjavíkur. Síðastliðin tvö ár dvaldist hún á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Útför Nínu fór fram í kyrrþey frá Lágafellskirkju 26. maí 2003 og var hún jarðsett í Mosfellskirkjugarði.

Jónína Ragnheiður Guðjónsdóttir (1910-1990)

  • HAH01614
  • Einstaklingur
  • 19.8.1910 - 20.8.1990

Jónína R. Guðjónsdóttir ¬ Minning Fædd 19. ágúst 1910 Dáin 20. júní 1990 Fólk kemur og fer, fólk lifir og deyr, siglir í nætursortann og sést ekki meir. Ýmis verk þess og orð eru nærtæk um stund, síðan hverfa þau sjónum á sömu lund.
(G.Kr.)
Eins og flest íslensk ungmenni þess tíma varð Jónína að láta sér nægja stutta farskólafræðslu. Nærri má geta að hún, sem elsta barn, varð að hjálpa mikið til heimafyrir í uppvexti. Upp úr tvítugu lá hins vegar leið hennar burt til að vinna fyrir sér í vinnu- og kaupmennsku og í tvö sumur var hún ráðskona vegagerðamanna.
Fyrstu árin leigði Jónína íbúð í Arnarholti 3 og festi síðan kaup á íbúð á Brekkubraut 21. Ragnheiður dóttir hennar flutti fljótlega tilhennar og þær höfðu alltaf mjög náið samband. Síðustu sex æviárin var Jónína á heimili dóttur sinnarog fjölskyldu hennar í Furugrund 39 á Akranesi. Þá var heilsunni farið að hraka.

Jórunn Jónsdóttir (1920-2006) matráðskona Reykjavík

  • HAH01618
  • Einstaklingur
  • 2.3.1920 -12.5.2006

Jórunn Jónsdóttir fæddist í Bygggarði á Seltjarnarnesi 2. mars 1920. Hún lést í Víðinesi 12. maí síðastliðinn. Jórunn fór ung að vinna fyrir sér við ýmis störf. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi 1941-1942. Hún var lengi matráðskona á Gamla-Garði, mötuneyti Háskólans og mötuneyti véladeildar Sambandsins. Hún starfaði með Kvenfélagi Hringsins í mörg ár.
Útför Jórunnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Jósefína Ágústsdóttir Blöndal (1913-2003) Seyðisfirði

  • HAH01625
  • Einstaklingur
  • 4.8.1913 - 8.1.2003

Jósefína Ágústsdóttir Blöndal var fædd á Seyðisfirði 4. ágúst 1913. Hún andaðist á Akureyri 8. janúar síðastliðinn. Jósefína og Halldór hófu búskap í Neskaupstað en fluttu til Seyðisfjarðar árið 1947 og bjuggu þar til ársins 1963 er þau fluttu til Reykjavíkur þar sem Halldór andaðist.
Jósefína flutti síðan til Akureyrar árið 1985 og bjó þar til dauðadags. Eftir að þau Dóri fluttust til Reykjavíkur vann hún ýmis hlutastörf, bakaði fyrir kaffihús, afgreiddi í versluninni Bezt við Klapparstíg og síðan í versluninni Eros Í Hafnarstræti. Einnig vann hún við sauma á saumastofunni Alis og síðustu árin hér fyrir sunnan vann hún við þrif í Sjómannaskólanum.
Útför Jósefínu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Karl Kristján Guðmundsson (1933-2011)

  • HAH01635
  • Einstaklingur
  • 10.5.1933 - 11.12.2011

Karl fæddist á Blálandi í Hallárdal 10. maí 1933. Hann lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 11. desmber 2011. Var í Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Verkamaður á Skagaströnd. Útför Karls verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, 19. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 14.

Karólína Björg Gunnarsdóttir (1924-2008)

  • HAH01637
  • Einstaklingur
  • 14.8.1924 - 30.8.2008

Karólína Björg Gunnarsdóttir fæddist á Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi 14. ágúst 1924. Hún lést 30. ágúst síðastliðinn. Útför Karólínu fer fram frá Stærra-Árskógskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Katrín Sigríður Guðmundsdóttir (1931-2001)

  • HAH01642
  • Einstaklingur
  • 13.3.1931 - 19.1.2001

Katrín Sigríður Guðmundsdóttir var fædd á Enni í Engihlíðahreppi, Húnavatnssýslu, hinn 13. mars 1931. Hún lést 19. janúar síðastliðinn. Útför Katrínar var gerð frá Akureyrarkirkju 26. janúar.

Kjartan Búi Aðalsteinsson (1951-1991)

  • HAH01643
  • Einstaklingur
  • 6.1.1951 - 21.12.1991

Kjartan B. Aðalsteinsson lyfsali ¬ Minning Fæddur 6. janúar 1951 Dáinn 21. desember 1991 Í dag kveðjum við góðan félaga og vin, Kjartan B. Aðalsteinsson lyfsala á Blönduósi. Það var snemma á síðasta ári að við fengum þær válegu fréttir að Kjartan gengi með alvarlegan sjúkdóm. Þrátt fyrir þetta reiðarslag lifðu þó allir í þeirri von að hægt yrði að sigrast á þessum veikindum. Þegar líða tók á árið þótti sýnt hvert stefndi og aðfaranótt 21. desember þrutu kraftarnir og hann lést eftir stutta legu á sjúkarhúsi Blönduóss. Það er erfitt að sætta sig við að ungur maður sé kallaður burt í blóma lífsins frá maka og þremur börnum, sem nú verða að sjá á eftir elskulegum eiginmanni og föður.

Kolbeinn Ingi Kristinsson (1926-2010)

  • HAH01649
  • Einstaklingur
  • 1.7.1926 - 30.11.2010

Kolbeinn Ingi Kristinsson fæddist í Tungu í Gaulverjabæjarhreppi 1. júlí 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 30. nóvember 2010. Banamein hans var krabbamein. Kolbeinn ólst upp á Selfossi frá unga aldri ásamt móður sinni. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðar Samvinnuskólann í Reykjavík. Árið 1945 tók hann ungur við starfi verslunarstjóra hjá KÁ á Selfossi og starfaði þar til ársins 1957 þegar þau Þorbjörg fluttu til Reykjavíkur. Þá tók Kolbeinn þátt í stofnun Egilskjörs við Hlemmtorg og starfaði þar sem verslunarstjóri fram til ársins 1964 þegar hann stofnaði eigin matvöruverslun, Kostakjör í Skipholti. Versluninni var lokað 10 árum síðar en árið 1975 var Kolbeinn ráðinn forstjóri Kaupfélagsins Hafnar á Selfossi (síðar Höfn-Þríhyrningur HF) og veitti því fyrirtæki forstöðu í 21 ár, þar til hann ákvað að láta af störfum í ársbyrjun 1996 eftir farsælan starfsferil við verslun í rúmlega 50 ár. Kolbeinn var virkur þátttakandi í Kaupmannasamtökum Íslands og sat í stjórn samtakanna í nokkur ár. Kolbeinn var mikill íþróttamaður á yngri árum og keppti þá í hástökki og stangarstökki. Hann var valinn í hið sigursæla frjálsíþróttalandslið Íslands árið 1951 ásamt Clausen-bræðrum og fleiri afreksmönnum. Hann stundaði skíðaiðkanir í mörg ár ásamt fjölskyldu sinni og keppti nokkur ár í badminton fyrir TBR. Golf átti hug hans allan sl. 40 ár en hann var félagi í Golfklúbbi Selfossi frá stofnun klúbbsins. Kolbeinn var gerður að heiðursfélaga hjá Kaupmannasamtökum Íslands, UMF Selfoss, Golfklúbbi Selfoss og TBR.
Útför Kolbeins fer fram frá Selfosskirkju í dag, 7. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30.

Kristinn Þorleifur Hallsson (1926-2007)

  • HAH01657
  • Einstaklingur
  • 4.6.1926 - 28.7.2007

Kristinn Þorleifur Hallsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1926. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfaranótt hins 28. júlí síðastliðins. Útför Kristins verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir (1931-2016) Bakka í Vatnsdal

  • HAH01667
  • Einstaklingur
  • 5.12.1931 - 25.4.2016

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, Didda, fæddist á Blönduósi 5. desember 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi, 25. apríl 2016. Didda ólst upp í Grímstungu hjá foreldrum sínum. Hún var í barnaskóla í 10 mánuði. Árið 1954 flutti hún að Bakka í Vatnsdal með Jóni. Hennar ævistarf snerist fyrst og fremst um að sinna búskap á Bakka. Þau hjónin tóku fjöldann allan af börnum í sveit til lengri og skemmri tíma. Mörg haustin vann Didda hjá sláturhúsi SAH, Blönduósi.
Didda var bóndi og húsfreyja til æviloka á Bakka. Síðasta árið dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi.
Útför Diddu fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 3. maí 2016, og hefst athöfnin klukkan 14.

Kristín Pétursdóttir (1913-2001)

  • HAH01673
  • Einstaklingur
  • 9.5.2013 - 25.10.2001

Kristín Pétursdóttir fæddist í Vatnshlíð í Austur-Húnavatnssýslu 9. maí 1913. Hún lést í Landsspítalanum í Fossvogi 25. október síðastliðinn. Kristín ólst upp í Vatnshlíð og stundaði nám við Kvennaskóla Húnvetninga á Blönduósi og síðar við Alþýðuskólann á Laugarvatni. Hún flutti ung til Reykjavíkur og vann m.a. á Hótel Íslandi og lærði síðar á Hotel Tre Falke í Kaupmannahöfn. Um miðjan aldur hóf Kristín störf hjá Eimskipafélagi Íslands, var lengst af þjónn á Gullfossi og síðar þerna á millilandaskipum félagsins.
Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Kristín Sæbjörg Finnsdóttir (1924-1987) frá Skrapatungu

  • HAH01675
  • Einstaklingur
  • 17.1.1924 - 26.10.1987

Minning: Kristín Sæbjörg Finnsdóttir Fædd 17. janúar 1924 Dáin 26. október 1987 Kristín fæddist að Skrapatungu í Laxárdal í Austur-Húnavatns sýslu. Var í Skrapatungu, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Kristín eða Síta, en svo var hún kölluð, sleit barnsskónum í Skrapatungu í faðmi foreldra og systkina. Skólaganga hennar var skyldunám. Veturinn 1946-1947 var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sítu var alla tíð hlýtt til Kvennaskólans og minntist oft veru sinnar þar með stolti og ánægju. Hún vann þrjú ár við afgreiðslustörf í verslun í Reykjavík, en meiraen þrjá áratugi vann hún hjá Kaupfélagi Húnvetninga. Fjölskyldan flutti frá Skrapatungu árið 1944 til Blönduóss í lítið hús er nefnt var Tunga. Árið 1952 byggðu þeir feðgar Finnur og Ottó hús í félagi, Húnabraut 36.

Niðurstöður 5301 to 5400 of 10412