Úlfar Þórðarson (1911-2002) augnlæknir

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Úlfar Þórðarson (1911-2002) augnlæknir

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

2.8.1911 - 28.2.2002

History

Úlfar Þórðarson fæddist á Kleppi 2. ágúst 1911. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi aðfaranótt fimmtudagsins 28. febrúar síðastliðinn.
Augnlæknir, síðast bús. í Reykjavík. Læknir í Reykjavík 1945. Hann lifði óvenjulega viðburðaríku og farsælu lífi en það færði honum einnig sorgir. Úlfar og Unnur urðu fyrir þungu áfalli þegar þau misstu Þórð son sinn í flugslysi árið 1963. Úlfar orðaði það ekki oft en engum duldist að þar bar hann sár sem ekki greri.
Árið 1981 var Úlfar Þórðarson kjörinn heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Vals. Hann mætti á kappleiki alla tíð og sótti fundi fulltrúaráðs félagsins vel. Í maí á síðasta ári tók hann virkan þátt í hátíðarhöldum á níutíu ára afmæli Vals og klippti á borðann þegar ný skrifstofuaðstaða félagsins var vígð og mætti síðan til allra atriða afmælisdagsins.
"Vinir og frændur Úlfars Þórðarsonar sögðu oft, er ég heyrði, að hann væri engum líkur. Þetta var ekki djúpt í árinni tekið. Margir eru engum líkir, en eiga sér fátt til ágætis. Mannkostir, jákvæð sérstaða og raunar frægð Úlfars var með þeim hætti, að hann vakti hvarvetna athygli á mannfundum, málaðist sterkustum litum fundarmanna og hafði enda oftast orðið. Hann var æðsti prestur heitu pottanna, sem jafnvel Gunnlaugur bróðir hans varð að lúta, meðan báðir lifðu. Hafði að vísu minnkað vettvangurinn frá því, að Úlfar setti Íslandsmet í sundi og keppti á Ólympíuleikum.
Hann gat ættfært flesta Reykvíkinga og alla Valsmenn og Húnvetninga, hann þekkti öll loftför á hljóðinu, nafnspjöld náttúrunnar voru honum opin bók, og hann þekkti alla skriðdrekaforingja síðari heimsstyrjaldar frá von Reichenau til Pattons. Sögur Úlfars voru með ólíkindum. Þær voru nákvæmar, fyndnar og dálítið absúrd, og þótt þær ættu til að breytast dálítið við endursögn voru þær sannar í höfuðatriðum."
Útför Úlfars Þórðarsonar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Places

Reykjavík:

Legal status

Úlfar varð stúdent frá MR 1930, fékk styrk frá Humboldt-stofnuninni og var við nám við Albert-Universität í Königsberg í Þýskalandi 1933-34. Hann lauk læknanámi frá Háskóla Íslands árið 1936.

Functions, occupations and activities

Fékk almennt lækningaleyfi 1938 og sérfræðingsleyfi í augnlækningum árið 1940. Hann dvaldi auk þess við nám, sérfræðinám og störf í Þýskalandi, Danmörku og Bandaríkjunum um lengri og skemmri tíma. Úlfar opnaði eigin lækningastofu í Reykjavík árið 1940 og starfrækti hana síðan. Hann var auk þess sérfræðingur á Landakotsspítala 1942-81, læknir Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík 1950-84 og trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar 1962-97. Úlfar gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum um ævina, var í stjórn sundfélagsins Ægis 1931-34 og formaður knattspyrnufélagsins Vals 1946-50 og var heiðursfélagi í báðum þessum félögum. Þá var hann formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur 1967-82 og sat í stjórn íþróttavallanna í Reykjavík um skeið. Hann var stofnfélagi Fuglaverndarfélags Íslands árið 1963 og fyrsti formaður þess. Úlfar var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um tveggja áratuga skeið frá 1958-78 og sat í sjúkrahúsnefnd Reykjavíkurborgar 1960-70. Hann var fulltrúi í heilbrigðismálaráði Reykjavíkurborgar 1970-78 og formaður þess 1972-74, formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar 1975-78 og formaður bygginganefndar Borgarspítalans 1973-78. Þá sat hann í byggingarnefnd aldraðra 1980-84. Úlfar ritaði greinar í innlend og erlend blöð og var í ritstjórn Acta Ophthalmologica 1958-78.

Mandates/sources of authority

Um jól 2001 kom út bókin "Æviminningar Úlfars Þórðarsonar" skráð af dóttur hans Unni. Við lestur þessarar ágætu bókar, sem nær frá æskudögum til ársins 1954, bregður fyrir ævintýralegri og atorkusemri ævi og er þá mikið eftir sem eru öll borgarstjórnarárin, áratugastarf í íþróttahreyfingunni og flugmál svo eitthvað sé nefnt. Hér er því enginn meðalmaður á ferðinni og mætti með réttu segja þegar allt er tekið saman að Úlfar Þórðarson hafi verið þjóðsagnapersóna í lifandi lífi. Segir það allt sem segja þarf.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Þórður Sveinsson, yfirlæknir á Kleppi, f. 20. desember 1874, d. 21. nóvember 1946, og kona hans Ellen Johanne Sveinsson, fædd Kaaber, f. 9. september 1888, d. 24. desember 1974. Úlfar var næst elstur sjö systkina en þau eru:
1) Hörður, lögfræðingur og sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, f. 11. desember 1909, d. 6. desember 1975, kvæntur Ingibjörgu Oddsdóttur, f. 31. október 1909, d. 4. desember 1999, Reykjavík 1910. Verslunarstúlka á Vesturgötu 15, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. .
2) Sveinn, eðlisfræðingur og fyrrum skólastjóri Menntaskólans á Laugavatni og síðar prófessor í Red Deer í Albertafylki í Kanada, f. 10. janúar 1913, kvæntur Þórunni Jónassen Hafstein f. 23. ágúst 1912 - 16. ágúst 1998. Stud. art. á Kirkjutorgi 1, Reykjavík 1930. Fósturmóðir: Guðrún Soffía Claessen. Blaðamaður og síðar húsfreyja í Alberta í Kanada. Síðast bús. í Kanada.
3) Nína Thyra Þórðardóttir f. 27. janúar 1915 - 25. júlí 2004 Var í Reykjavík 1930. Tannsmiður og húsfreyja í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík, gift Trausta Einarssyni jarðfræðingi og prófessor við Háskóla Íslands, f. 14. nóvember 1907 d. 25. júlí 1984.
4) Agnar Þórðarson f. 11. september 1917 - 12. ágúst 2006. Skáld, rithöfundur og bókavörður hjá Landsbókasafninu, síðast bús. í Reykjavík, kvæntur Hildigunni Hjálmarsdóttur, f. 20. mars 1920.
5) Gunnlaugur lögfræðingur, f. 14. apríl 1919, d. 20. maí 1998, kvæntur Herdís Þorvaldsdóttir f 15. október 1923 - 31. mars 2013 Var í Hafnarfirði 1930. Leikkona í Reykjavík. Hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga, m.a. Edduna og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Stofnandi og formaður náttúruverndarsamtaka. Þau slitu samvistum.
6) Sverrir Friðþjófur Þórðarson f. 29. mars 1922 - 7. janúar 2013, á Kleppsspítala eldri, Reykjavík 1930. Blaðamaður Mbl. og fréttaritari í Reykjavík, giftur Petrínu (Petru) Guðbjörgu Ásgeirsdóttur, f. 25. október 1924, d. 26. febrúar 1986. Verslunarmær í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Hinn 31. júlí 1938 kvæntist Úlfar Unni Jónsdóttur kennara, f. 16. apríl 1916, d. 8. júní 1994. Foreldrar hennar voru Elísabet Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum í V-Húnaþingi, f. 20. júní 1891, d. 6. júní 1978, og Jón Hjálmarsson, vélstjóri frá Látrum í Aðalvík, f. 1. október 1889, d. 2. október 1938.
Þeim Unni varð fjögurra barna auðið:
1) Þórður Jón, flugmaður hjá Loftleiðum, f. 14. júní 1939, d. 18. mars 1963, kvæntur Guðnýju Árdal, f. 18. mars 1939. Börn Þórðar og Guðnýjar eru: a) Helga Lísa, f. 30. október 1956, gift Páli Kr. Pálssyni, synir þeirra eru Þórður Páll, f. 27. júní 1991, og Einar Sveinn, f. 16 febrúar 1996. b) Úlfar Ingi, f. 6. nóvember 1959, kvæntur Anne Katrine Hame, f. 17. maí 1965. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Sara Elisabeth, f. 11. desember 1990, Þórður Björn, f. 9. júní 1995, og Mariane Sól, f. 30. júlí 1998. c) Einar Sveinn, f. 5. nóvember 1961. d) Þórður Jón, f. 25. júlí 1963, kvæntur Sawai Thordarson. Sonur þeirra er Úlfar Páll Mon, f. 24. janúar 2000.
2) Ellen Elísabet innanhússarkitekt, f. 10. október 1942, gift Marc Klinger verslunarmanni, f. 1. júní 1943. Þau slitu samvistum. Synir þeirra eru: a) Benjamín Þórður flugmaður, f. 3. júlí 1964, kvæntur Marian Klinger, fædd Tate, f. 29. nóvember 1964, og eru synir þeirra John Benjamin, f. 13. febrúar 1995, og Tate, f. 8. maí 1997. b) Úlfar Markús tölvunarfræðingur, f. 7. febrúar 1970, kvæntur Rut Tómasdóttur, f. 27. mars 1973, dóttir þeirra er Elísabet Freyja, f. 11. september 2001.
3) Unnur, rithöfundur og fyrrum fréttamaður, f. 4. júní 1948, gift Gunnari Gunnarssyni sendiherra, f. 16. mars 1948. Dætur þeirra eru: a) Ellen sagnfræðingur, f. 8. júní 1967, sambýlismaður hennar Edward Farmer sagnfræðingur, f. 1. maí 1968, og er sonur þeirra Henry Gunnar, f. 8. mars 1999, og b) Halla myndlistarnemi, f. 21. júní 1974, sambýlismaður hennar er Thomas Outerbridge umhverfisfræðingur, f. 21. júlí 1963.
4) Sveinn Egill viðskiptafræðingur, f. 2. febrúar 1950, kvæntur Ágústu S. Björnsdóttur, f. 2. apríl 1958 hjúkrunarfræðing. Dætur Sveins eru: a) Signý Vala læknanemi, f. 12. júlí 1976, gift Þóri Skarphéðinssyni lögfræðingi, f. 28. október 1974, dóttir þeirra er Hrafnhildur Helga, f. 7. ágúst 2001, og Unnur Edda menntaskólanemi, f. 20. janúar 1982.

General context

"Alltaf gott að hitta sanna Valsmenn og hægristefnu." Skrifaði hann í Gestabók Ólafs F Magnússonar fyrrum borgarstjóra og heilsugæslulæknis á Blönduósi 1984.
Úlfar, þú ert engum líkur,
Úlfar, þú ert MSP.
Heiðursmennsku hvergi svíkur,
né heilög íþróttanna vé.

"Árið 1930 - á alþingishátíðarvorinu - urðum við stúdentar, alls 51, að utanskólamönnum meðtöldum. Við tókum þátt í hátíðinni í sérstökum hópi. Þar voru einnig 227 erlendir stúdentar frá Norðurlöndum, sem komu hingað á stóru skemmtiferðaskipi. Við ímynduðum okkur, að við værum "stúdentar aldarinnar". Konungur heimsótti okkur í tjaldborg okkar í Hvannagjá á Þingvöllum. Alþingishátíðin 1930 var svo fjölsótt, að segja mátti, að þá sæi íslenska þjóðin sjálfa sig í fyrsta sinn. Þá urðu á ný tímamót í lífi okkar nýstúdentanna. "
Einar B Pálsson

Relationships area

Related entity

Þórður Sveinsson (1874-1946) geðlæknir Rvk frá Geithömrum (20.12.1874 - 21.11.1946)

Identifier of related entity

HAH07395

Category of relationship

family

Type of relationship

Þórður Sveinsson (1874-1946) geðlæknir Rvk frá Geithömrum

is the parent of

Úlfar Þórðarson (1911-2002) augnlæknir

Dates of relationship

2.8.1911

Description of relationship

Related entity

Ellen Johanne Kaaber Sveinsson (1888-1974) (9.9.1888 - 24.12.1974)

Identifier of related entity

HAH03280

Category of relationship

family

Type of relationship

Ellen Johanne Kaaber Sveinsson (1888-1974)

is the parent of

Úlfar Þórðarson (1911-2002) augnlæknir

Dates of relationship

2.8.1911

Description of relationship

Related entity

Sveinn Þórðarson (1913-2007) frá Kleppi (13.1.1913 - 13.3.2007)

Identifier of related entity

HAH02069

Category of relationship

family

Type of relationship

Sveinn Þórðarson (1913-2007) frá Kleppi

is the sibling of

Úlfar Þórðarson (1911-2002) augnlæknir

Dates of relationship

10.1.1913

Description of relationship

Related entity

Hörður Þórðarson (1909-1975) sparisjóðsstjóri Rvk (11.12.1909 - 6.12.1975)

Identifier of related entity

HAH07402

Category of relationship

family

Type of relationship

Hörður Þórðarson (1909-1975) sparisjóðsstjóri Rvk

is the sibling of

Úlfar Þórðarson (1911-2002) augnlæknir

Dates of relationship

2.8.1911

Description of relationship

Related entity

Þóra Þorsteinsdóttir (1908-2000) frá Grund (19.9.1908 - 16.8.2000)

Identifier of related entity

HAH02166

Category of relationship

family

Type of relationship

Þóra Þorsteinsdóttir (1908-2000) frá Grund

is the cousin of

Úlfar Þórðarson (1911-2002) augnlæknir

Dates of relationship

Description of relationship

Þórður læknir faðir Úlfars var bróðir Ragnhildar móður Þóru

Related entity

Halldóra Þórðardóttir (1844-1888) frá Sneis. Vesturheimi (13.8.1844 - 7.6.1888)

Identifier of related entity

HAH06794

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldóra Þórðardóttir (1844-1888) frá Sneis. Vesturheimi

is the cousin of

Úlfar Þórðarson (1911-2002) augnlæknir

Dates of relationship

1911

Description of relationship

Úlfar var sonarsonur Steinunnar systur Halldóru

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02105

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 9.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

Þeir komu á tveimur fólksbílum upp úr kl. 20 og fylgdumst við strákarnir með fyrstu æfingunum, en fljótlega var fótboltinn látinn ganga fyrir. Þegar spurzt var fyrir um tilgang æfinganna var upplýst, að hér væri kominn flokkur, sem ætti að taka þátt í 11. Ólympíuleikunum í Berlín í byrjun ágúst. Í hópnum voru nokkrir piltar, sem áttu eftir að vinna að vexti og viðgangi sundíþróttarinnar, Jón Ingi Guðmundsson, Jónas Halldórsson og Þorsteinn Hjálmarsson, og aðrir, sem síðar urðu velþekktir í þjóðlífinu, Logi Einarsson, hæstaréttardómari, Pétur Snæland, iðnrekandi, Rögnvaldur Sigurjónsson, píanóleikari, og Úlfar Þórðarson, augnlæknir, sem í dag fyllir níunda tuginn.
Flokkurinn hélt síðan utan til Hamborgar með Dettifossi hinn 16. júlí og til þess að spara sváfu íþróttamennirnir í lest. Tók ferðin til Berlínar rúma viku, svo hætt er við, að æfingastigið hafi eitthvað slaknað, er komið var á áfangastað.
Eftir Ólympíuleikana varð Úlfar eftir í Berlín, þar sem hann hóf framhaldsnám í augnlækningum, en flutti sig síðan yfir til Kaupmannahafnar og þar var hann staddur, er Þjóðverjar hernámu Danmörku 9. apríl 1940. Þá lokuðust inni nokkur hundruð Íslendinga, sem sáu sér litla möguleika á heimferð út til Íslands. Fyrst lokaðist leiðin um Holland og ekki auðveldaði sú staðreynd, að Bretar höfðu hertekið Ísland sama dag, og nokkrum vikum síðar lokaðist leiðin um Ítalíu og Bandaríkin.
Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari, var staddur í Kaupmannahöfn og varpaði fram í vinahópi þeirri tillögu að kaupa vélbát til siglingar heim til Íslands. Gísli Jónsson, vélstjóri, var einnig staddur í Höfn og hann spurðist fyrir um möguleika á slíkum kaupum og fékk þær upplýsingar, að ekki yrði mögulegt að fá útflutningsleyfi nema að hámarki fyrir 30 tonna bát, sem búið væri að úrelda. Lárus Blöndal, skipstjóri, var til í tuskið, og Gunnar var ráðinn stýrimaður, þótt hann hefði ekki stýrt öðru farartæki en bifreið. Þá var að fá leyfi þýzku herstjórnarinnar og Gísli réðist ekki á garðinn, þar sem hann var lægstur, heldur sneri sér með hjálp milliliðs til yfirvalda í Berlín og fékk sent þaðan heimfararleyfi, en það var aðeins gilt til Bergen.
Gísli leitaði að bát, sem uppfyllti skilyrðin og fann einn í Fredrikshavn á Norður-Jótlandi. Þetta var 30 tonna bátur, 52 ára gamall og eigandi bátsins, Knudsen, hafði verið með hann í 48 ár. Gísli lýsti aðkomunni svona: Þegar komið var að skipshliðinni, leizt mér ekki meira en svo á fleytuna. Hún var að vísu 30 smálestir að stærð, en útlitið var ekki aðlaðandi. Sá hlutinn sem í sjó var, var þakinn sjávargróðri, eins og kollan hefði ekki verið hreyfð árum saman. Það sem upp úr stóð, var bókstaflega mosavaxið, grænt á lit og slímhúðað. Siglurnar voru rifnar og reiðinn allur fúinn og ónýtur. Legufæri ónýt, seglin léleg, engin vinda og mannabústaður ekki fyrir skepnur, hvað þá fyrir menn, ekkert eldstæði og allt í óhirðu og fýlu. Það var sáralítil lestarhola í skipinu, því að það hafði verið smíðað til að flytja lifandi fisk, svo að botn skipsins um miðju var allur með smágötum og miðbik þess því fullt af sjó. Með hverjum planka í byrðing og þilfari mátti reka hnífinn viðstöðulaust alla leið að hjöltum, annars var ekki sjáanlegur fúi í viðnum. Í því var 70 hestafla vél, sem virtist vera nýleg.
Knudsen skipstjóra þótti svipurinn á mér ekki vera mjög ánægjulegur, þar sem ég var að fara höndum um skipið hans og hrista höfuðið.
"Þú getur ekki fengið betra sjóskip," sagði hann. "Ég þekki hana, hún hefur verið annað heimili mitt í nærri hálfa öld. Líttu á brjóstin á henni. Það er ekki sú bára á Atlantshafinu, sem þau mylja ekki undir sig, Líttu á afturendann. Þú getur beitt honum á hvaða báru sem þú vilt, og líttu á belginn, hann veltir af sér öllum skvettum. Skrokkurinn getur enzt aðrar fjórar vélar, karl minn. Þetta er bezta skip, ófúið og eikin hörð sem stál. Synd að höggva hana upp. Þeir heimtuðu það, þessir bölvaðir bjánar í Kaupmannahöfn, sem létu styrkinn í nýja bátinn, að þessi yrði höggvinn upp, mætti aldrei fara til fiskjar aftur."
Gísli keypti bátinn á hálft níunda þúsund danskra króna og innifalið í verðinu var blessun frú Knudsen. Seljandinn fékk tvær vikur til þess að ganga frá farkostinum og fínpússa hann. Þá var að "munstra" í áhöfn en leyfið var bundið við 7 menn. Ekki var hörgull á umsækjendum, en þegar hafði verið ráðið í "brúna" og með Gísla í vélarrúminu yrði Björgvin Fredriksen, Úlfar var skipaður matsveinn og hásetar þeir Konráð Jónsson og Theodór Skúlason. Ekki var auðsótt að fá olíu á tankinn, en með loforði við konu danska viðskiptamálaráðherrans um að láta hana fá fregnir af syni hennar í London, ef farkosturinn kæmist á leiðarenda, fékkst olíugeymir fylltur. Sunnudaginn 21. júlí var lagt í hann og haldið til Kristiansand í Noregi, Stavanger og Bergen, en lengra náði leyfi þýzku herstjórnarinnar ekki. Gunnar var reiprennandi talandi á þýzka tungu og hélt til Osló til fundar við herstjórnina þar og kom til baka með brottfararleyfi út til Íslands. Eftir tilkynningar til allra varðstöðva í Noregi var haldið til Færeyja og haldið áfram unz lagzt var að bryggju í Reykjavík 12. ágúst. Þeir voru komnir heim til ástvina og fjölskyldna heilu og höldnu eftir siglingu yfir hafið á ónýtum bát, í gegnum nýlagt tundurduflabelti í Skagerak og nærri kafsigldir af togara undan suðurströnd Íslands. Þeir höfðu sýnt áræði og dirfsku, lagni við erfið yfirvöld og ýtni, er það átti við. Þar af spratt nafn bátsins, Frekjan.

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places