Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Eva Þórarinsdóttir (1912-2007)
Parallel form(s) of name
- Eva Liljan Þórarinsdóttir (1912-2007)
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
18.2.1912 - 19.7.2007
History
Eva Liljan Þórarinsdóttir frá Varmadal í Vestmannaeyjum fæddist á Sunnuhvoli á Blönduósi 18. febrúar 1912. Eva ólst upp í Katadal á Vatnsnesi og á Hvammstanga fram undir tvítugt en eftir það var hún í vinnumennsku á Akureyri og einnig á Hæli í Hreppum. Um miðjan fjórða áratug síðustu aldar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum í Hrísey í Eyjafirði en þar voru þau bæði við störf. Hún við beitningar og hann sem sjómaður.
Eva og Elías hófu búskap í Langa Hvammi við Kirkjuveg árið 1935 og gengu í hjónaband árið 1942 en lengst af bjuggu þau í Varmadal við Skólaveg og voru jafnan kennd við hann. Hún var heimavinnandi húsmóðir nánast alla tíð, enda barnmargt heimili til að sjá um og húsbóndinn oft sumarlangt að heiman. Eftir að Elías lést þá bjó hún áfram í Varmadal en síðustu 12 árin bjó hún á dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, Hraunbúðum, og líkaði dvölin þar vel. Hún lést á heimili sínu, dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 19. júlí 2007.
Útför Evu verður frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Landakirkjugarði.
Places
Sunnuhvolur á Blönduósi 1912: Katadalur á Vatnsnesi; Hvammstangi: Langihvammur við Kirkjuveg í Hrísey 1935: Varmidalur Vestmannaeyjum:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru Þórarinn Bjarnason, járnsmiður frá Syðri Þverá í Vestur-Húnavatnssýslu, f. 20. ágúst 1877, d. 18. október 1966 og kona hans Una Jónsdóttir frá Bala í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu, f. 25. maí 1877, d. 24. apríl 1962.
Þau voru í Guðrúnarhúsi (Blíðheimum) á Blönduósi 1907-1908 og Sunnhvoli 1907-1913 sem hann byggði. Þórarinn var í Möllershúsi 1901.
Systkini Evu voru
1) Guðrún Svanborg Þórarinsdóttir f. 30. júlí 1906 - 7. maí 1976 Var í Hafnarsmiðjunni , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Hallstúni Holtum.
2) Aðalheiður Sigrún Þórarinsdóttir f. 17. ágúst 1907 - 23. febrúar 1999 Húsfreyja. Húsfreyja á Hverfisgötu 100 b, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Hinn 22. október 1930 giftist Aðalheiður, Hálfdáni Bjarnasyni frá Bjarghúsum, f. 28. ágúst 1903, d. 28. maí 1960.
3) Ida Kamilla, f. 7.9. 1908, bjó á Gautsstöðum, Svalbarðsströnd, d. 10.5. 1994. Hinn 29. júní 1930 giftist hún Stefáni Ásgeirssyni, fæddur 5. febrúar 1902 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd. Stefán var sonur hjónanna Ásgeirs Stefánssonar bónda á Gautsstöðum og Sigrúnar Jóhannsdóttur.
4) Ottó Reynir Þórarinsson f. 19. október 1909 - 2. febrúar 1971 Bóndi í Mjósundi (Mjós-yndi) í Villingaholtshreppi.
5) Aðalsteinn Óskar Þórarinsson f. 15. janúar 1911 - 23. júní 2001 Trésmíðameistari í Reykjavík. Nemandi á Akureyri 1930. Aðalsteinn giftist 29. janúar 1942 Árnýju Snæbjörnsdóttur f. 4. apríl 1915 frá Svartárkoti í Bárðardal
6) Ásta Svanhvít Þórarinsdóttir f. 26. ágúst 1913 - 30. september 1997 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Kópavogi. Ásta giftist 12.7. 1941 Guðmundi Guðna Guðmundssyni, f. 22.5. 1912 – 3.9.2008, Verkamaður, ættfræðingur, rithöfundur og hagyrðingur í Reykjavík. Eftir hann liggur fjöldi ljóðmæla, bæði á prenti og óprentað, auk nokkurra útgefinna rita.
7) Hjalti, f. 10.10.1915 – 28.7.1988, Verkamaður. Sendill í Hafnarsmiðjunni , Heiðmörk við Sogaveg í Reykjavík.
8) Sigrún Þórarinsdóttir f. 14. maí 1921 - 11. janúar 2010 Var í Hafnarsmiðjunni , Reykjavík 1930. Flutti til Kanada 1955 og síðan til Bandaríkjanna 1955. Bús. í Bandaríkjunum. Maki, Ib Riis, Loftskeytamaður f. 13.1.1914. Börn: 1. Anthony Leif, f. 4.3.1946 í Danmörku; 2. Linda, f. 27.8.1947 í Reykjavík; 3. Ronald Allan, f. 131.8.1955 í Kanada; 4. Michael John, f. 20.4.1958 í Bandaríkjunum.
Eiginmaður Evu var Elías Sveinsson, skipstjóri frá Gamla Hrauni á Eyrarbakka, f. 8. september 1910, d. 13. júlí 1988. Sjómaður í Vestmannaeyjum.
Foreldrar hans voru Sveinn Þórðarson f. 23. júní 1868 - 12. október 1936 Útgerðarbóndi á Gamla-Hrauni, Árn. Fluttist síðar til Vestmannaeyja og Sigríður Þorvaldsdóttir f. 25. júlí 1870 - 11. apríl 1926 Húsfreyja á Gamla-Hrauni, Árn.
Börn þeirra voru
1) Helga Sveinsdóttir f. 10. ágúst 1900 - 2. ágúst 1974 Húsfreyja á Skólavegi 24, Vestmannaeyjum 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Þórður Sveinsson f. 3. október 1902 - 19. apríl 1967 Var á Gamla-Hrauni, Árn. 1910. Sjómaður og vinnumaður á Skólavegi 24, Vestmannaeyjum 1930. Sjómaður og netagerðarmaður í Vestmannaeyjum. Síðast bús. í Vestmannaeyjum.
3) Valdimar Sveinsson 18. júní 1905 - 26. janúar 1947 Vinnumaður á Skólavegi 24, Vestmannaeyjum 1930. Sjómaður í Vestmannaeyjum.
Þau eignuðust 7 börn og eru niðjar þeirra hátt í 60.
Börn þeirra eru:
1) Sigurður Sveinn, f. 2.9.1936, kvæntur Sigrúnu Þorsteinsdóttur, f. 2.9.1941,
2) Una Þórdís, f. 13.1938, gift Önundi Kristjánssyni, f. 11.2.1933,
3) Atli Elíasson f. 15. desember 1939 - 6. maí 2006. Síðast bús. í Vestmannaeyjum. kvæntur Kristínu Frímannsdóttur, f. 15.3.1941, frá Selfossi en hún var systir Marvins tengdaföður Steingríms J Sigfússonar alþm..
4) Hörður, f. 31.8.1941, kvæntur Elínbjörgu Þorbjarnardóttur f. 10.7.1941,
5) Sara, f. 19.6.1943, gift Birni Baldvinssyni, f. 13. febrúar 1939. Ólst upp hjá hjónunum Felix Jósafatssyni f. 14. janúar 1903 - 21. febrúar 1974 Bóndi á Halldórsstöðum, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Bóndi á Halldórsstöðum á Langholti, Skag. Bóndi og kennari í Húsey í Vallhólmi, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi og Efemíu Gísladóttur f. 4. mars 1902 - 27. janúar 1980 Húsfreyja á Halldórsstöðum, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Rituð Euphemía í manntalinu 1930, fram yfir fermingu.
6) Sævaldur, f. 25.5.1948, kvæntur Svanbjörgu Oddsdóttur kennari, f. 5.10.1951,
7) Hjalti, f. 25.7.1953, kvæntur Júlíu Petra Andersen, f. 24.6.1949.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 25.8.2017
Language(s)
- Icelandic