Þorbjörg Bjarnadóttir (1919-2008) Fjósum

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þorbjörg Bjarnadóttir (1919-2008) Fjósum

Parallel form(s) of name

  • Þorbjörg Guðrún Bjarnadóttir (1919-2008)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

22.6.1919 - 30.11.2008

History

Þorbjörg Guðrún Bjarnadóttir fæddist í Kálfárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu 22. júní 1919. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 30. nóvember síðastliðinn.
Hún varð ekkja rúmlega fimmtug og missti tvær elskulegar dætur, báðar í blóma lífsins. Harminn bar hún í hljóði. Það var ekki háttur hennar að dvelja við hið liðna. Ótrauð hélt hún áfram ævigöngu sinni, hlakkaði til komandi dags og var öllum styrkur og hvatning sem hana þekktu. Það þurfti áræði til að bregða búi og flytjast til Reykjavíkur eftir að hafa alið allan sinn aldur í fámenni norðan heiðar.
Útför Þorbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.
Jarðsett verður í kirkjugarði Bólstaðarhlíðarkirkju.

Places

Kálfárdalur: Fjósar í Svartárdal: Reykjavík:

Legal status

Functions, occupations and activities

Björn og Þorbjörg stunduðu hefðbundinn búskap á Fjósum í Svartárdal, A-Húnavatnssýslu. Á Fjósum var iðulega mannmargt og gestkvæmt. Sumarlangt bættist við fjöldi barna, skyldra og vandalausra. Þorbjörg stýrði húsverkum og Fjósabærinn sem lungann úr búskaparárum þeirra var án þæginda á borð við heitt vatn og rafmagn var ævinlega hreinn og hlýr. Vinnudagurinn var langur en hjónin kunnu þá list að kenna og leiða með þeim hætti að stórir og smáir urðu að liði og uppskáru gleði yfir vel unnum verkum. Þau lögðu félags- og framfaramálum lið og tóku virkan þátt í mannlífi sveitarinnar. Skömmu eftir lát Björns seldi Þorbjörg Skógræktarsjóði Húnavatnssýslu jörðina og þar vex nú gróskumikill skógur. Hún flutti búferlum til Reykjavíkur ásamt yngstu börnum sínum tveimur, sem þá voru á unglingsaldri. Í Reykjavík vann hún á matsölustöðum um árabil, lengst af í Brauðbæ við Óðinstorg og gætti barna eftir að hún lét formlega af störfum. Þorbjörg hélt eigið heimili í Reykjavík þar til viku fyrir andlát sitt.

Mandates/sources of authority

Þegar sólargangurinn var lengstur árið 1919 fæddist amma mín, Þorbjörg Guðrún Bjarnadóttir, í Kálfárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Jónsson og Ríkey Gestsdóttir. Kálfárdalur var afskekktur bær og utan alfaraleiða. Lífsbaráttan var hörð, Þorbjörn litla misstu Ríkey og Bjarni í frumbernsku en af miklum dugnaði og hagsýni komu þau átta börnum á legg. Af sögum ömmu minnar frá æskuárunum má greina hversu mikla fátækt og vinnuálag fjölskyldan bjó við. Hún fjölyrti þó ekki um það. „Okkur leið alltaf vel,“ sagði hún, „við höfðum mat og það var gaman í Kálfárdal.“

Við slíkar aðstæður orti heimilisfaðirinn Bjarni:

Fátæktin ei finnst mér þung,
flesta þó hún beygi.
Ég á konu og jóðin ung,
ég er á gróðavegi.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Jónsson f. 10. júlí 1890 - 23. júní 1963. Bóndi í Kolgröf á Efribyggð. Bóndi í Kálfárdal í Bergstaðasókn, A-Hún. 1920 og 1930. Bóndi á Bollastöðum í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Var þar 1957 og kona hans 25.9.1915, Ríkey Gestsdóttir f. 11. september 1890 - 29. ágúst 1983. Ógift vinnukona í Stóradal í Svínavatnshr., A-Hún. 1914. Húsfreyja í Kálfárdal í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Höfðahólum í Hofssókn, Hún. 1940. Var á Bollastöðum í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.

Börn Ríkeyjar og Bjarna voru auk Þorbjargar,
1) Þorbjörn Bjarnason f. 17. janúar 1916 - 21. janúar 1916 .
2) Kristín Bjarnadóttir f. 3. febrúar 1917 - 3. september 2002 Þorsteinsstöðum í Mælifellssókn, Skag. 1930. Fósturforeldrar Stefán Jónatansson og Kristín Jónsdóttir. Maki 1 Guðmundur Ögmundsson f. 16. ágúst 1902 - 9. júní 1946. Bifreiðarstjóri í Reykjavík. Vinnumaður á Syðrireykjum í Haukadalssókn, Árn. 1930. Maki 2 Björn Jónsson f. 3. september 1915 - 13. febrúar 1992. Vinnumaður í Haukagili í Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Lögregluþjónn í Reykjavík 1953.
3) Ingólfur Bjarnason f 15. mars 1921 - 22. maí 2000. Bóndi á Bollastöðum. Var í Kálfárdal í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Bollastöðum í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Kona hans Guðrún Þórunn Steingrímsdóttir f. 9. október 1932 Bollastöðum í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
4) Jón Bjarnason f. 11. maí 1922 - 29. október 1948, tökubarn á Bergsstöðum í Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Verkamaður í Reykjavík. Ókvæntur.
5) Steinunn Bjarnadóttir f. 27. júní 1923 - 18. nóvember 1986. Matráðskona og húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Maki 1 Ólafur Jóhannesson f. 17. desember 1923 - 2. mars 2013 Sóllandi Reykjavík 1930. Framkvæmdastjóri í Reykjavík. Þau skildu. Maki 2 Sveinbjörn Hallgrímsson Jóhannsson f. 21. júní 1921 - 26. nóvember 2007 Neskaupstað 1930. Verkamaður í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Þau skildu. Maki 3 Tyrfingur Ármann Þorsteinsson f. 30. nóvember 1918 - 15. janúar 2004 sjómaður.
6) Jónas Bjarnason f. 2. maí 1925 Var í Kálfárdal í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Lögreglumaður Reykjavík, kona hans Guðrún Guðmundsdóttir f. 26. október 1928.
7) Bjarni Hólm Bjarnason f 24. janúar 1927 Var í Kálfárdal í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Lögreglumaður Mosfellsbæ. Kona hans Inga Hansdóttir Wíum f. 24. maí 1933 - 20. janúar 1996 Húsfreyja í Mosfellsbæ.
Dóttir Ríkeyjar var
8) Hulda Aradóttir f. 15. júlí 1914 - 30. september 1995 Vetrarstúlka á Auðólfsstöðum í Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Kálfárdalur. Var á Höfðahólum í Hofssókn, Hún. 1940. Síðast bús. í Reykjavík. Hún ólst upp með móður sinni og fósturföður. Faðir hennar var Ari Einarsson f. 5. desember 1896 - 20. febrúar 1959. Bóndi í Kálfshamri á Skagaströnd og á Selnesi og í Hvammkoti á Skaga, Skag. Útgerðarmaður í Skagastrandarkaupstað 1930. Maður Huldu 30.1.1944 var Stefán Ólafur Sveinsson f. 16. janúar 1893 - 17. júlí 1966 Var í Álftagerði. Víðimýrarsókn, Skag. 1901. Verkamaður á Æsustöðum og síðar fornbókasali í Reykjavík. Bóndi á Botnastöðum í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930 og Æsustöðum.

Lífsbaráttan í Kálfárdal var erfið en með dugnaði og eljusemi komu Ríkey og Bjarni börnum sínum á legg og veittu þeim gott veganesti.

Eiginmaður Þorbjargar var Björn Jóhann Jóhannesson f. 17. nóvember 1905 - 27. apríl 1970. Bóndi á Fjósum í Svartárdal, Hún., síðast bús. í Bólstaðarhlíðar, frá Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi.
Foreldrar hans voru María Ingibjörg Guðmundsdóttir f. 11. ágúst 1886 - 9. ágúst 1959. Ráðskona og húsfreyja. Ráðskona á Þröm, Reynistaðarsókn, Skag. 1920 og Jóhannes Jónasson f. 20. ágúst 1886 - 27. september 1959. Bóndi í Kolgröf á Efribyggð, Skag. og víðar.
Systkini Björns sammæðra voru
1) Hrólfur Jóhannesson f. 17. nóvember 1906 - 10. desember 1999 Þröm, Reynistaðarsókn, Skag. 1920. Var í Stóru-Gröf , Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Heimili: Kolgröf, Lýtingsstaðahr. Bóndi Síðast bús. á Sauðárkróki.
Samfeðra með Jóhönnu Marsibil Benediktsdóttur f. 15. apríl 1882 - 15. september 1945. Húskona í Litla Dal í Miklabæjars., Skag. 1910.
2) Agnar Hólm Jóhannesson f. 11. mars 1907 - 3. september 1992. Lausamaður í Kolgröf, Goðdalasókn, Skag. 1930. Bóndi á Heiði í Gönguskörðum, Skarðshr., Skag., síðar á Sauðárkróki.

Börn þeirra eru
1) Sigríður Hrefna Björnsdóttir f 8. mars 1936 - 22. júní 1974 hjúkrunarfræðingur f. 1936 , d. 1974, eiginmaður hennar var Guðmundur B. Guðmundsson læknir f.6. ágúst 1935, þau eiga fjórar dætur; Önnu vefstjóra, Guðrúnu Huldu kennara, Þórvöru Emblu skrifstofumann og Rögnu Sólveigu bókavörð.
2) Ríkarð Bjarni Björnsson f 6. janúar 1939 Fjósum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. fv. tryggingastarfsmaður. Fyrri kona hans er Kolbrún Sigfúsdóttir f. 11. desember 1939 Breiðavaði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957 og eiga þau fjögur börn; Erlu skrifstofumann, Þóri Björn matreiðslumann, Bjarka stýrimann og Þröst sölumann. Seinni kona Ríkharðs er Hrafnhildur Hansdóttir f. 23. febrúar 1943.
3) Helga Björnsdóttir 11. febrúar 1944 - 29. desember 2016 Var í Fjósum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Hólmavík, Sauðárkróki, í Reykjavík og loks í Njarðvík. Fyrri maður hennar er Sigurður Kristinsson, þau skildu. Börn þeirra eru Helga Björk hárgreiðslumeistari, Kristinn Sveinn vélsmiður og Jóhannes Björn verkamaður. Sonur Helgu og Helga Lárussonar f. 25. júní 1936 - 10. september 1997, síðast bús. í Njarðvík. er Hrafn f. 15. ágúst 1983 , sjómaður og með sambýlismanni sínum Jóhannesi Björnssyni f. 8. september 1925 - 21. september 2002 á Helga soninn Einar, háskólanema.
4) Alda Snæbjört Björnsdóttir f. 15. janúar 1946 - 20. febrúar 1994 Fjósum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Sjúkraliði í Reykjavík. Fósturbarn: Ragna Guðmundsdóttir, f. 31.8.1970. Fyrri maður Öldu var Grétar Sveinbergsson f.13. október 1938 - 2. október 1992 Var í Skuld, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bifreiðarstjóri, síðast bús. í Blönduóshreppi, þau skildu. Seinni maður Öldu er Jón Þórhallur Sigurðsson f. 23. mars 1947 Hnjúki, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. starfsmaður heilbrigðissviðs Garðabæjar. Alda og Jón ólu upp Rögnu f. 31.8.1970 systurdóttur Öldu.
5) Ragnheiður Erla Björnsdóttir f. 19. desember 1947 Fjósum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957, bóndi í Glæsibæ í Skagafirði, f. 1947. Eiginmaður hennar er Friðrik Stefánsson f. 20.1.1940, bóndi. Þau eiga fjögur börn; Þorbjörgu ferðamálafræðing, Ingibjörgu þroskaþjálfa, Stefán dýralækni og Ríkeyju háskólanema.
6) Marinó Björgvin Björnsson f. 24. janúar 1956 Fjósum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. sölustjóri hjá Heklu, kvæntur Guðbjörgu Birkis Jónsdóttur f. 5.8.1962 skrifstofumanni. Þau eiga þrjár dætur; Þorbjörgu Öldu fjölmiðlafræðing, Regínu Sif nema og Rebekku Rut nema. Fyrir átti Guðbjörg einn son, Jón Ragnar veitingamann.
7) Efemia Guðbjörg Björnsdóttir f. 8. desember 1958 bókari, dóttir hennar og Magnúsar Kristinssonar er Sigríður Hrefna, förðunarfræðingur. Eiginmaður Efemíu er Steinar Pétursson, rafvirki og eiga þau tvö börn, Björn Jóhann háskólanema og Brynhildi Þöll, stúdent.
Afkomendur Þorbjargar og Björns eru 64.

Björn og Þorbjörg stunduðu hefðbundinn búskap á Fjósum í Svartárdal, A-Húnavatnssýslu. Á Fjósum var iðulega mannmargt og gestkvæmt. Sumarlangt bættist við fjöldi barna, skyldra og vandalausra. Þorbjörg stýrði húsverkum og Fjósabærinn sem lungann úr búskaparárum þeirra var án þæginda á borð við heitt vatn og rafmagn var ævinlega hreinn og hlýr. Vinnudagurinn var langur en hjónin kunnu þá list að kenna og leiða með þeim hætti að stórir og smáir urðu að liði og uppskáru gleði yfir vel unnum verkum. Þau lögðu félags- og framfaramálum lið og tóku virkan þátt í mannlífi sveitarinnar. Skömmu eftir lát Björns seldi Þorbjörg Skógræktarsjóði Húnavatnssýslu jörðina og þar vex nú gróskumikill skógur. Hún flutti búferlum til Reykjavíkur ásamt yngstu börnum sínum tveimur, sem þá voru á unglingsaldri. Í Reykjavík vann hún á matsölustöðum um árabil, lengst af í Brauðbæ við Óðinstorg og gætti barna eftir að hún lét formlega af störfum. Þorbjörg hélt eigið heimili í Reykjavík þar til viku fyrir andlát sitt.

General context

Relationships area

Related entity

Ari Einarsson (1896-1959) Kálfshamri (5.12.1896 - 20.2.1959)

Identifier of related entity

HAH02448

Category of relationship

family

Dates of relationship

15.7.1914

Description of relationship

Ríkey móðir Þorbjargar var barnsmóðir Ara; dóttir þeirra var Hulda (1914-1995)

Related entity

Agnar Hólm Jóhannesson (1907-1992) (11.3.1907 -3.9.1992)

Identifier of related entity

HAH02253

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Þorbjörg var gift Birni Jóhanni bróður Agnars Hólm

Related entity

Bjarni Sigfússon (1933-2022) Breiðavaði (13.9.1933 - 12.1.2022)

Identifier of related entity

HAH02700

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Þorbjörg var móðir Ríkarðs Bjarna manns Kolbrúnar (1939) systur Bjarna

Related entity

Bjarni Jónsson (1890-1963) Bollastöðum (10.7.1890 - 23.6.1963)

Identifier of related entity

HAH02688

Category of relationship

family

Type of relationship

Bjarni Jónsson (1890-1963) Bollastöðum

is the parent of

Þorbjörg Bjarnadóttir (1919-2008) Fjósum

Dates of relationship

22.6.1919

Description of relationship

Related entity

Ríkey Gestsdóttir (1890-1983) Bollastöðum (11.9.1890 - 29.8.1973)

Identifier of related entity

HAH07546

Category of relationship

family

Type of relationship

Ríkey Gestsdóttir (1890-1983) Bollastöðum

is the parent of

Þorbjörg Bjarnadóttir (1919-2008) Fjósum

Dates of relationship

22.6.1919

Description of relationship

Related entity

Bjarni Hólm Bjarnason (1927-2021) Reykjavík (24.1.1927 - 10.4.2021)

Identifier of related entity

HAH02675

Category of relationship

family

Type of relationship

Bjarni Hólm Bjarnason (1927-2021) Reykjavík

is the sibling of

Þorbjörg Bjarnadóttir (1919-2008) Fjósum

Dates of relationship

24.1.1927

Description of relationship

Related entity

Kristín Bjarnadóttir (1917-2002) Fjósum (3.2.1917 - 3.9.2002)

Identifier of related entity

HAH01659

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Bjarnadóttir (1917-2002) Fjósum

is the sibling of

Þorbjörg Bjarnadóttir (1919-2008) Fjósum

Dates of relationship

22.6.1919

Description of relationship

Related entity

Fjósar í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00160

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Fjósar í Svartárdal

is controlled by

Þorbjörg Bjarnadóttir (1919-2008) Fjósum

Dates of relationship

1948

Description of relationship

1948-1970

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02131

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 16.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places