Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Tryggvi Jónatansson (1903-2005)
Parallel form(s) of name
- Tryggvi Jónatansson (1903-2005) Litla-Hamri
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
9.9.1903 - 18.1.2005
History
Tryggvi Jónatansson fæddist á Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit 9. september 1903. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 18. janúar síðastliðinn. Tryggvi ólst upp á Litla-Hamri og átti þar heima alla tíð. Fór snemma að vinna á búi föður síns.
Tryggvi verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Places
Litli Hamar í Eyjafirði bóndi þar 1931:
Legal status
var við nám í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan vorið 1926.
Functions, occupations and activities
Hann var í vinnumennsku í Eyjafirði, síðar fór hann suður í vinnu og var m.a. á Korpúlfsstöðum og í Rvk. Árið 1931 tekur hann við búi á Litla-Hamri og býr þar til ársins 1977 að undanskildum árunum 1946-50. Þá stundaði hann aðallega jarðabótavinnu og sveitastörf. Einnig var hann grenjaskytta í sveitinni í fjöldamörg ár.
Mandates/sources of authority
"Þá var það á sumardaginn fyrsta 1949 (fyrir vorhretin) að Tryggvi leggur upp í ferð austur á Bleiksmýrardal til að huga að kindum sem sést höfðu úr flugvél seint á haustdögum. Fékk hann fylgd upp Glerárdal, sem er framan við Tjarnir á Eyjafjarðardal, og nokkurn spöl austur á fjall sunnan Sölvadals. Skíðafæri mun hafa verið gott og veður bjart. Komst hann niður á Bleiksmýrardal eftir gildragi er Ólafsalvíða nefnist, síðan heim dalinn að hálfföllnum kofa nálægt Fremri-Lambá. Þá var áliðið kvölds og að baki drjúg dagleið, farin á u.þ.b. 12 tímum. Ekki er vitað til þess að þessi leið hafi verið farin milli þessara dala fyrr né síðar. Tryggvi átti hrollkalda nótt í kofanum við Lambá, gat þó eitthvað fest blund, tók svo daginn snemma og kom heim að Reykjum um hádegi. Þar naut hann góðrar gestrisni og hvíldist til næsta dags." (Frásögn í Súlum 16. árg. 1989)
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru Jónatan Guðmundsson, f. 25.10. 1861, d. 23.7. 1942, og Rósa Júlíana Jónsdóttir, f. 29.12. 1866, d. á Litla-Hamri, f. 11.6. 1921.
Systkini Tryggva voru
1) Guðmundur Jónatansson 23. maí 1896 - 12. nóvember 1992 Bóndi á Litla-Hamri, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Bóndi á Litla-Hamri,Öngulsstaðahr., Eyj., síðar á Akureyri.
2) Jónína Helga Jónatansdóttir 16. september 1897 - 5. mars 1901
3) Anna Jónatansdóttir 6. ágúst 1899 - 12. janúar 1937 Húsfreyja á Litlahamri, Öngulsstaðahreppi, síðar á Akureyri.
4) Gunnar Jónatansson 12. júlí 1901 - 19. apríl 1980 Verkamaður á Barónsstíg 12, Reykjavík 1930. Bóndi og búfræðingur á Litla-Hamri, verkstjóri í Stykkishólmi, síðar ráðunautur hjá Ræktunar- og búnaðarsambandi Snæfells- og Hnappadalssýslna. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Haraldur Jónatansson 3. desember 1907 - 14. maí 1908
6) Haraldur Helgi Jónatansson 27. október 1909 - 26. júní 1996 Vetrarmaður á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Heimili: Litli-Hamar, Eyj. Bjó í Reykjavík.
Hinn 8. september 1953 kvæntist Tryggvi Rósu Guðnýju Kristinsdóttur, f. 21.5. 1920, d. 4.11. 1986. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Kristinn Gunnlaugsson, f. 19.10. 1886, d. 25.9. 1940, og Sesselja Þorleifsdóttir, f. 11.2. 1887, d. 25.8. 1921.
Börn Tryggva og Rósu eru:
1) Þórólfur Gunnar, f. 13.3. 1953, d. 6.6. 1976 Bóndi á Litlahamri, Öngulsstaðahr., Eyj. Drukknaði í Núpá, átti hann einn son, Gunnar Tryggva, f. 16.3. 1973, móðir hans Guðrún Jósteinsdóttir, f. 29.12. 1952. Börn Gunnars eru Jakob Þór, f. 20.12. 1994, móðir hans Sunna Dóra Möller, maki Gunnars er Sæunn Gunnur Pálmadóttir, f. 19.8. 1977. Börn þeirra eru Þórólfur Atli, f. 8.5. 2000, og Júlía Rós, f. 12.12. 2001.
2) Rósa María, f. 26.7. 1954, maki Óskar Hlíðberg Kristjánsson, f. 10.12. 1949. Börn þeirra eru Guðmundur Kristján, f. 26.5. 1972, maki Heidi J. Mikkelsen, f. 22.2. 1974; Rúnar Helgi, f. 15.1. 1974, maki Þórhalla Franklín Karlsdóttir, f. 30.6. 1975, sonur þeirra Arnar Már, f. 15.5. 2000; Haraldur Þór, f. 7.2. 1985, unnusta Sunna Axelsdóttir, f. 1.7. 1986; Þórólfur Ómar, f. 24.4. 1987, unnusta María Bára Jóhannsdóttir, f. 16.8. 1987; Tryggvi Hlíðberg, f. 14.11. 1991.
3) Jónatan Sigurbjörn, f. 11.7. 1956, maki Ásta Freygerður Reynisdóttir, f. 13.12. 1962. Börn þeirra Freyja Pálína, f. 15.3. 1987, Tryggvi Jón, f. 15.8. 1995. Dóttir Ástu Eygló Jóhannesdóttir, f. 25.9. 1979, dóttir hennar Heiðrún Ásta Torfadóttir, f. 26.11. 1999.
4) Anna Helga, f. 13.4. 1963, maki Húni Zóphoníasson, f. 21.12. 1954. Dóttir þeirra Rósa Margrét, f. 29.10. 1982, maki Jónbjörn Óttarsson, f. 6.12. 1973.
Fyrir átti Rósa soninn Gylfa Kristin Matthíasson, f. 3.1. 1946, faðir hans var Matthías Matthíasson f. 16. ágúst 1924 Var í Traðarkotssundi 6, Reykjavík 1930 , maki Gylfa er Kristín Sveinbjörnsdóttir, f. 18.1. 1947, börn þeirra Sigurður Sveinbjörn, f. 20.7. 1970, og á hann eina dóttur, Helgu Kristínu, f. 19.8. 2001, Erla Guðný, f. 21.10. 1975, maki Jón Ólafur Guðmundsson, f. 14.4. 1971, og Þórdís Anna, f. 13.4. 1981.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 3.7.2017
Language(s)
- Icelandic