Sýnir 1161 niðurstöður

Nafnspjald
Fyrirtæki/stofnun

Hafursstaðir

  • HAH00611
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur nú á norðurbakka Hafursstaðaár, neðan vegar. Áður var bærinn sunnan ár og ofan þjóðvegar undir skýlli brekku. Í austri gnæfir Hörfell. Jörðin er landmikil og ræktunarskilyrði ágæt. Íbúðarhús byggt 1945 405 m3. Fjós yfir 6 kýr. Fjárhús yfir 370 fjár. Hlöður 653 m3. Geymslur 221 m3. Tún 16,4 ha. veiðiréttur í Hallá einnig hrognkelsaveiði..

Hafragilsfoss í Jökulsá á Fjöllum

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Hafragilsfoss er foss í Jökulsá á Fjöllum á Norðurlandi eystra. 2,5 kílómetrum ofar í ánni er Dettifoss. Fossinn er 27 metra hár og um 91 metra breiður

Hafnir á Skaga

  • HAH00284
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur skammt frá sjó. Þar eru flest þau hlunnindi sem einni jörð fylgja hér á landi, svo sem æðarvarp í eyjum skammt frá landi, selveiði við sker og klettabríkur, viðarreki, fjörubeit og silungaveiði við túnfótinn, en jarðhitum hefur smiðum jarðar yfirsést að láta fylgja. Heimahagar eru grösugir og víðlendir og heiðarland stórt.
Íbúðarhúsbyggt 1954, steinsteypt 455 m3. Fjárhús með kjallara steypt 1960 fyrir 300 fjár. Fjárhús með kjallara járnklætt byggt 1965, fyrir 90 fjár. Hlaða 555 m3. Fjós byggt 1930 úr torfi og grjóti fyrir 5 gripi. Hesthús byggt 1940 úr torfi og grjóti fyrir 35 hross. Tún 24,1 ha. Æðarvarp, selveiði og reki.

Hafnarfjörður

  • HAH00283
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hafnarfjörður var í landnámi Ásbjarnar Özurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar. Hafnarfjörður er fyrst nefndur í Hauksbók Landnámu, þar sem segir frá brottför Hrafna-Flóka og samferðamanna hans frá Íslandi. Frá upphafi landnáms á Íslandi og fram til upphafs 15. aldar kemur staðurinn annars lítið sem ekkert við sögu.

Vegna góðra hafnarskilyrða frá náttúrunnar hendi varð Hafnarfjörður ein helsta verslunar- og fiskveiðihöfn landsins frá og með upphafi 15. aldar, eftir því sem skreið tók við af vaðmál sem eftirsóttasta útflutningsvara Íslendinga. Í upphafi 15. aldar hófu Englendingar fiskveiðar og verslun við Ísland. Árið 1413 kom fyrsta enska kaupskipið að landi sem sögur fara af við Hafnarfjörð. Íslendingar tóku ensku kaupmönnunum vel, en Danakonungur reyndi að koma í veg fyrir verslun Englendinga við Ísland og þess vegna kom oft til átaka milli Englendinga og sendimanna Danakonungs. Eftir því sem árin liðu urðu Englendingarnir ekki eins vel liðnir vegna yfirgangs. Einnig áttu þeir til að ræna skreið frá Íslendingum.
Um 1468 hófu þýskir Hansakaupmenn siglingar til Íslands frá Bergen í Noregi. Næstu tvo áratugina var hörð samkeppni á milli Englendinga og Hansakaupmanna, sem leiddist oft út í slagsmál og bardaga. Þýsku kaupmennirnir höfðu betur að lokum. Þeir gátu boðið ódýrari og fjölbreyttari vöru heldur en Englendingarnir. Á 16. öld var Hafnarfjörður orðinn aðalhöfn Hamborgarmanna á Íslandi.
Um miðja öldina reyndu Danakonungar enn að koma í veg fyrir verslun Þjóðverja á Íslandi og koma versluninni í hendur danskra kaupmanna. Árið 1602 gaf Kristján 4. Danakonungur út tilskipun um einokunarverslun og þar með varð úti um verslunarsamband milli Íslands og Þýskalands.

Á fyrri hluta einokunartímabilsins var Hafnarfjörður helsti verslunarstaður á Íslandi. Frá 1602-1774 var verslunin í höndum danskra kaupmanna og verslunarfélaga, en árið 1774 tók konungurinn við versluninni. Árið 1787 voru eignir konungsverslunarinnar seldar starfsmönnum hennar. Þá myndaðist vísir að samkeppni í verslunarrekstri þegar lausakaupmenn fóru að keppa við arftaka konungsverslunarinnar. Ekkert varð þó meira úr þessari samkeppni, þar sem dönsku kaupmennirnir höfðu yfirhöndina. Árið 1795 kærðu bændur dönsku kaupmennina fyrir of hátt verð á innfluttum vörum og kröfðust þess að verslun yrði gefin algerlega frjáls.

Árið 1794 keypti Bjarni Sívertsen verslunarhús konungsverslunarinnar. Hann gerðist brátt umsvifamikill kaupmaður og útgerðarmaður. Hann keypti gamlar bújarðir í landi Hafnarfjarðar og kom upp skipasmíðastöð. Bjarni varð einn af fyrstu Íslendingunum til að fá verslunarleyfi eftir að danska einokunarverslunin var lögð niður. Vegna umsvifa sinna í Hafnarfirði hefur hann oft verið nefndur faðir Hafnarfjarðar.
Frá árinu 1787 til 1908 voru flestir kaupmenn í Hafnarfirði danskir. Einn norskur kaupmaður var þar, Hans Wingaard Friis frá Álasundi í Noregi og hann búsettist í Hafnarfirði. Í upphafi tuttugustu aldar fór íslenskum kaupmönnum hins vegar að fjölga, en þeim dönsku fór fækkandi að sama skapi.

Hafnarfjörður er bær á höfuðborgarsvæðinu. Þar bjuggu 27.870 manns 1. janúar árið 2015 og hefur bærinn vaxið gríðarlega á síðustu árum og áratugum líkt og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa gert. Höfnin sem bærinn er kenndur við var ein stærsta verslunarhöfn landsins allt frá 16. öld og mikil útgerð hefur verið stunduð þaðan í sögunni. Á 18. öld var rætt um að gera Hafnarfjörð að höfuðstað Íslands, en slæm samgönguskilyrði þangað, lítil mótekja og lítið undirlendi urðu helstu ástæður þess að Reykjavík varð ofan á í valinu. 29. febrúar 2008 náði íbúafjöldi Hafnarfjarðar upp í 25.000 manns, og gaf bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson 25 þúsundasta Hafnfirðinginum gjöf og heiðursskjal.
Hafnarfjörður heyrði undir Álftaneshrepp framan af en eftir skiptingu hans árið 1878 varð bærinn hluti hins nýmyndaða Garðahrepps. Hinn 1. júní 1908 fékk Hafnarfjörður kaupstaðarréttindi og varð þá að sjálfstæðu bæjarfélagi. Íbúar voru þá orðnir 1469 talsins.

Skammt sunnan Hafnarfjarðarbæjar er Straumsvík þar sem Alcan á Íslandi rekur álver. Þann 31. mars, árið 2007 fóru fram íbúakosningar um stækkun álversins í Hafnarfirði. Stækkunin var felld með aðeins 88 atkvæðum.
Fyrsta almenningsrafveitan á Íslandi var sett upp 12. desember 1904 í Hafnarfirði af Jóhannesi Reykdal, veitan liggur í gegnum Hamarskotslæk. Hann er líka einn mesti gufustaður landsins.

Upphaflega var Hafnarfjörður hluti af Álftaneshreppi. Hafnarfjörður hafði þá sérstöðu miðað við aðra staði í hreppnum að aðalatvinnuvegur þar var sjávarútvegur, en ekki landbúnaður. Vegna þessarar sérstöðu var vilji til þess að gera Hafnarfjörð að sérstöku sveitarfélagi og kom hugmyndin fyrst fram opinberlega árið 1876.

Árið 1878 var haldinn hreppsnefndarfundur í Álftaneshreppi, þar sem samþykkt var að skipta hreppnum í þrennt: Álftaneshrepp, Garðahrepp og Hafnarfjörð. Gengi það ekki var ákveðið að hreppnum yrði skipt í tvennt: Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Seinni tillagan var samþykkt og varð Hafnarfjörður því hluti af Garðahreppi.
Aftur var reynt að fá kaupstaðarréttindi árið 1890. Á fundi hreppsnefndar Garðahrepps í júní það ár var kosin nefnd til að ræða um kaupstaðarréttindi Hafnarfjarðar. Nefndin hélt fund 27. febrúar 1891, þar sem kosið var um skiptingu hreppsins, en meirihluti fundarmanna var andvígur skiptingunni. Var málið því látið niður falla og lá það niðri næstu árin vegna erfiðra tíma í Hafnarfirði.

Næst var hreyft við málinu árið 1903. Í mars það ár komu nokkrir íbúar í Hafnarfirði því til leiðar að frumvarp var lagt fram á Alþingi til laga um kaupstaðarréttindi Hafnarfjarðar. Í frumvarpinu var m.a. gert ráð fyrir því að bæjarfógetinn í Hafnarfirði yrði jafnframt bæjarstjóri og laun hans yrðu greidd úr landssjóði. Frumvarpið var fellt í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Það var lagt fram aftur á Alþingi árið 1905, en aftur fellt í atkvæðagreiðslu. Hins vegar afgreiddi Alþingi frumvörp sem gáfu kauptúnum meiri sjálfstjórn en áður, en þau gengu ekki nógu langt til að Hafnfirðingar yrðu ánægðir.

Enn var því komið til leiðar að frumvarp um kaupstaðarréttindi Hafnarfjarðar var lagt fyrir Alþingi, nú árið 1907. Meðal breytinga frá fyrra frumvarpinu var sú að nú var gert ráð fyrir því að bæjarstjóri fengi greidd laun úr bæjarsjóði en ekki landssjóði. Þetta frumvarp var samþykkt sem lög nr. 75, 22. nóvember 1907 og tóku lögin gildi 1. júní 1908. Hafnarfjörður varð þar með fimmta bæjarfélagið á Íslandi sem fékk kaupstaðarréttindi

Hafnarfjarðarkirkja

  • HAH00880
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 20.12.1914 -

Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914. Áður áttu Hafnfirðingar kirkjusókn að Görðum á Álftanesi.

Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908 komst skriður á kirkjubyggingarmálið, þótt sú hugmynd hefði reyndar komið fram áður, t.d. um miðja 19. öld að byggð yrði kirkja í Firðinum. Hafnfirðingar leituðu til Rögnvalds Ólafssonar um teikningu að kirkju og skilaði hann teikningu í febrúar 1909. Samkvæmt henni var kirkjan úr steinsteypu og átti að taka 500 manns í sæti eða þriðjung íbúa kaupstaðarins. Var kirkjunni valinn staður í landi sem bæjarfógeti hafði til umsjónar við Strandgötu. Framkvæmdir við kirkjugrunninn hófust haustið 1913 og lauk smíðinni á aðventu 1914.

Yfirsmiður var Guðni Þorláksson, en hann andaðist úr lungnabólgu um það leyti sem smíði kirkjunnar lauk og var lík hans borið í kirkjuna á Þorláksmessu.
Biskupinn, herra Þórhallur Bjarnason, vígði kirkjuna 20. des, 1914.

Hafís

  • HAH00282
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hafís við Ísland.
Á hafinu flýtur tvenns konar ís, hafís sem er frosinn sjór, og borgarís sem myndast þegar brotnar úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd, eða á henni.
Hafís getur myndast í fjörðum hér við land á köldum vetri. Hann kallast lagnaðarís og er orðið dregið af því að sagt er að fjörðinn leggi.

Aldrei er svo kalt á sumrum að lagnaðarísinn haldist þegar sól hækkar á lofti með vorinu. Hann bráðnar og sömu sögu er reyndar að segja af ís sem leggur að vetrarlagi á stöðuvötnum. Þegar hlýnar með vorinu hverfur lagnaðarísinn.

En hafís við strendur Íslands er að langmestu leyti kominn langt að. Hann berst hingað vestan úr Grænlandssundi. Einnig kemur fyrir að hann komi beint úr norðri að norðausturhorni landsins, en allur er ísinn úr Austur-Grænlandsstraumi.

Það er ískaldur hafstraumur í orðsins fyllstu merkingu. Hann liggur úr Norður-Íshafi suður með endilöngu Austur-Grænlandi.

Þessi mikli og kaldi straumur í grennd við Ísland flytur mikinn ís suður á bóginn, bæði hafís, sem myndast á sjónum og borgarís úr jöklum Grænlands.

Síðla vetrar þekur ísinn fiskimið norðvestur af landinu og oft berst ís austur á bóginn, inn á siglingaleiðir meðfram Íslandi og stundum inn á firði og flóa. Tignarlegur borgarís berst einnig til landsins og er einkum áberandi á haustin.

Hafískoma við Ísland fer í fyrsta lagi eftir ísmagni í Grænlandssundi; í öðru lagi eftir ástandi sjávar í Íslandshafi, hita, seltu og lagskiptingu efst í sjónum; í þriðja lagi eftir almennri lofthringrás yfir norðurhveli, þ.e.a.s. þrýstifari, lægðagangi, veldi Grænlandshæðar eða myndun kyrrstöðuhæðar yfir Atlantshafi. Tiltekin skilyrði í þessum þremur flokkum meginorsaka verða að vera uppfyllt svo að hafís verði við strendur Íslands.

Hafís á Íslandsmiðum er hins vegar býsna algengur, einkum á hafsvæðinu norðvestur af landinu, enda skiptir þá ísmagnið í Grænlandssundi nær eingöngu máli.

Hæli / Hæll í Torfalækjarhreppi

  • HAH00555
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Hæli er því sem næst í miðri sveit og er ásamt Meðalheimi og Hurðarbaki á því svæði er nefnast Miðásar. Landið er fremu lítið, en nær allt grasi vaxið og ræktanlegt, mýrlendi og lágir ásar. Byggingarnar standa á lægri hæð vestan lækjar, sem á upptök sín skammt norðan við Reyki og rennur til norðurs og norðvesturs. Lækur þessi nefnist Hælislækur ofantil en Torfalækur hið neðra. Tún og beitiland jarðarinnar er beggja vegna lækjar, en þó meiri að vestan. Íbúðarhús byggt 1934, viðbygging 1954, 262 m3, nýtt hús byggt 1972 480 m3. Fjós 1961 fyrir 30 gripi ásamt mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1884 m3. Votheysturn 84 m3. Geymsla 42 m3. Tún 51,6 ha.

Háagerði Skagaströnd

  • HAH00446
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1943)

Finnstaðir og Háagerði eru samliggjandi jarðir. Þetta eru grasgefnar jarðir sem eiga land að sjó með góðri fjörubeit. Í landiþeirra er Finnstaðanes. Háagerði srendur í klettaás, sem mjög víðsýnt er af en Finnstaðir sunnar á skjólríkum stað. Núverandi (1975) eigandi Finnstaða er Höfðahreppur en Háagerði er í eigu Magnúsar Hjaltasonar á Bakka í Skagahreppi.

Skrá um landamerki Háagerðis og Finnsstaða.

Að norðan byrja merki á Gullhellisnöf við sjó, og er þar grjótvarða hlaðin á bakkanum, þaðan liggja merki beina sjónhending fyrir sunnan Hólkot, til vörðu, sem hlaðin er uppá Hólkotsbrekku, þaðan beina stefnu til vörðu á Hrossamýrarhrygg, þaðan ganga merki beina stefnu austur Brandaskarð, sunnan við Háagerðissel til vörðu á Selhrygg, þaðan liggja merki í Brandaskarðsgilbotn, þá ganga merki til vesturs norðan í fjallsbrúnum til klettastrýtu fyrir norðan Leynidali, fyrir norðan Borgarhaus, þaðan liggja merki beina stefnu yfir norðurenda Grenjadals, til Landamerkjagils, og þar sem það endar, sjer fyrir garði til sjóar, er stefnir norðanvert í Sandlækjarós. Í Finnstaðalandi á Spákonufell þrjá teiga fyrir utan Sandlæk út að Sandenda, og upp í flóann, eptir sem vörður vísa, ásamt öllum reka fyrir teigunum. Spákonuarfur er að nokkru leyti fyrir landi jarðanna, að undanteknum þeim hluta, sem liggur fyrir áður nefndum teigum, er heyra Spákonufelli til.

Árbakka í maí 1890.
J. Jósefsson, meðeigandi og í umboði meðeiganda minna að Háagerði
J. Jósefsson, Jens Jósefsson, Jóhann Jósefsson eigendur Spákonufells.
Árni Jónsson í umboði meðeiganda Harastaða.
Fyrir hönd ¾ Harastaða: Andrjes Árnason.
Jónann Jósefsson eigandi Finnsstaða.

Gunnsteinsstaðir í Langadal

  • HAH00164
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 890

Gunnsteinsstaðir. Landnámsjörð og löngum stórbýli. Bærinn er í skjóllegum hvammi sunnan undir háum hólrana við rætur Langadalsfjalls. Ber þar hæst Nýlendunibba og hefur löngum verið hætt viðskriðuföllum og snjóflóðum. Norðurlandsvegur liggur Gunnsteinastaðahólminn.
Íbúðarhús byggt árið 1925 684 m3. Fjós fyrir 24 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Hlöður 530 m3. Lóð 25 ha, veiðiréttur í Blöndu.

Gunnsteinsstaðakirkja (1432-1724)

  • HAH10055
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1432-1724

Að því er til aldurs kirkjunnar kemur, virðist hún tvímælalítið vera frá þvi fyrir 1550, en ómögulegt er að ákveða þetta nánar. Þó gæti kirkjan jafnvel hafa verið bygð fyrir 1432, þvi það ár er hún í vísitatiu Jóns biskups IV. virt á 12 hundruð1), og er þar i talið álagið, en kirkja sú, er nú stendur þar, getur einmitt vel hafa verið svo dýr eptir stærðinni (sjá töflu XIV sbr. töflu VI). En þessi rök liggja til aldurs kirkjunnar. Árni Magnússon segir i jarðabók sinni undir Gunn-steinsstöðum2), að þar sé kirkja, sem syngja megi til þegar heimamenn vilja taka sakramenti. í prófasts-skýrslum um kirkjur 1723—1724s) er hennar getið, en úr því ekki; sýnist þvi hafa verið hætt að nota hana á tírnabilinu örskömmu eptir 1724. Gæti hún þvi varla
verið bygð siðar en um 1700. í bréfi, sem bóndinn á Holtastöðum ritaði biskupsdæminu um 1811 (bréfið ó-dagsett)út af rekamáli einu við Gunnsteinsstaði segir hann: »þótt einhverntima hefði Gunnsteinsstaðaskemma — fyrrum kirkja — átt tilkall til.....«. Eptir þessu hefur kirkjan verið orðin skemma, eins og hún er enn i dag, um 1811. í bréfi til biskupsdæmisins um sama mál dags. 21. sept. 18112) segir sami maður: »hvort rekinn skylldi allur tilheyra Holltastaðakirkju eður hálfur Gunnsteinsstaðakirkju, og síðan jarðarinnar eigendur3), þar hún er fyrir mörgum öldum niðurlögð«. Bersýni-lega veit maðurinn ekkert um það, hvenær kirkjan var niðurlögð, annað en að það var fyrir löngu þá, og verður það á hans máli fyrir mörgum öldum. Getur þetta einkar vel staðið heima við að hún hafi lagst niður fyrri part 18. aldarinnar, og er líklegt, að hún hafi þá þegar orðið skemma, að minsta kosti var hún orðin það, er Holtastaðabóndinn ritar bréf það 1811, sem áðan var vitnað í. Ekkert virðist og liklegra en að kirkjan, úr þvi hún hefur getað staðið um 200 ár með þeirri meðferð, sem skemma hlýtur, hafi áður en hún féll úr tigninni getað staðið það liðugt hálft annað hundrað ára, sem þá vantar upp á að hún sé úr ka-þólskum sið, með þeirri meðferð, sem kirkjur fengu, sem alténd hefur verið eitthvað skárri en sú, sem á skemmum var, þó að hún eptir siðaskiptin ef til vill hafi ekki verið eins burðug og skyldi.

Gunnfríðarstaðir á Bakásum

  • HAH00697
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Nú eyðijörð en var áður nyrsta bújörð í Svínavatnshreppi og á land austan í Hálsinum. Helga Jónsdóttir og Steingrímur Davíðsson gáfu Skógræktarfélagi A-Hún jörðina, þar er nú mikil skógrækt. Nokkur hluti landsins er leigður Hrossaræktarsambandi A-Hún og hefur það látið afgirða þar allvænt hólf til geymslu kynbótahrossa. Hús eru öll fallin. Veiðiréttur í Blöndu.

Gullsteinn - Kristnitökusteinn

  • HAH00281
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Í Þorvalds þætti víðförla segir segir frá því að Þorvaldur hafi tekið skírn af saxneskum biskupi er Friðrík hét. Óskaði biskup eftir því að fá að fylgja Þorvaldi til Íslands og boða þar kristni. Þegar til Íslands kom dvöldust þeir hinn fyrsta vetur á Giljá hjá Koðráni föður Þorvalds. Víða er að finna sagnir af vættum í steinum í þjóðtrú Norðurlanda og segir að verndarvættur Koðráns bónda hafi búið í steini einum veglegum skammt frá bænum. Þorvaldur óskaði eftir því við föður sinn að þeir Friðrik biskup og íbúi steinsins myndu reyna með sér, hvor þeirra væri máttugri. Fór svo að steinninn brast í sundur við yfirsöngva Friðreks og lagði íbúinn með hyski sitt á flótta. Talið er að höfundar hinna fornu frásagna hafi haft í huga stein þann er kallaður er Gullsteinn og stendur skammt ofan við minnismerkið sem reist hefur verið um þessa fyrstu kristniboða, norðan við bæinn á Stóru-Giljá.

Gullhellir við Gullhellisvík á Skagaströnd

  • HAH00924
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874

'Þá er frá Hellisvík til móts við Finnsstaði', segir í skránni um
næsta rekamark. Hellisvík er nær beint vestur af bænum á Harastöðum að sögn kunnugra.
En 'til móts við Finnsstaði' merkir að landamerkjum Harastaða og Finnsstaða.
Þetta rekamark nær því ekki yfir nema hluta af Harastaðafjöru, varla meira en eins og einn km að lengd.

Hér bætir sr. Jónas við: „nf. i Gullhnóttswyk. — Kemur það heim við landamerkjalýsingu í svo nefndu Finnsstaðabréfi frá 1387 (nema örnefnið er afbakað hjá sr. Jónasi): Item landamerki millum Finnzstada ok Harrastaða. Rettsyni or fuglstapa þæim er stenðr j midri Gullhellis vik og wpp i klettinn ok or klettinum Rettsyni i klofua steina. ok or klofua stæinum Rettsyni j mosakellduna firir sunnan höl . . .
Islandske originaldiplomer indil 1450, udg. af Stefán Karlsson, Kbh. 1963,

App. 13, bls. 426-7. í örnefnaskrá Harrastaða og Harrastaðakots segir um landamerki Harrastaða og Háagerðis, sem upphaflega hefur verið afbýli í Finnsstaðalandi: Syðst þar sem landamerki Harrastaða og Háagerðis liggja að sjó er hamar, sem sjór fellur að. Í þenna hamar er helliskúti nefndur 'Gullhellir'. Næsta vík að norðan er Gullhellisvík .. .

Gullfoss

  • HAH00908
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Gullfoss er foss í Hvítá upp af Haukadal í Árnessýslu á Íslandi, hann er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.
Í byrjun áttunda áratugarins fór viðhorf fólks í umræðu um nýtingu vatnsafls að breytast í þá átt að meira fór að bera á umræðu um náttúruvernd en áður.

Um miðjan áttunda áratuginn komu fram hugmyndir um að friðlýsa Gullfoss. Þegar menn voru komnir af stað með að útbúa friðlýsingu fyrir fossinn, bauð Einar Guðmundsson fram eins mikið land til friðlýsingar meðfram Hvítá eins og menn töldu nauðsynlegt og samkomulag næðist um. Boðið var þegið og Gullfoss og landið sem Einar gaf var friðlýst árið 1979.

Nokkrum árum eftir að Gullfoss var friðaður komu fram hugmyndir um að skilgreina fossinn innan þjóðgarðs. Það varð þó ekki niðurstaðan, heldur sú að tryggja að rétt væri staðið að verndun svæðisins ásamt því að byggja upp þjónustu við ferðamenn.

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

  • HAH00045
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Bærinn stendur syðst á undirlendi því sem er á milli Vatnsdalsfjalls og Tunguár niður við æana, en var áður upp við fjallsrætur. Undirlendi er frekar lítið, en vel ræktanlegt enda að mestu orðið tún. Landið hækkar ört hér fyrir innan og er hlíðin vel gróin, var fyrrum slægnaland. Hér klofnar dalurinn um Tungumúla og eru Guðrúnarstaðir neðst í austurdalnum. Guðrúnarstaðagerði stóð á árbakkanum sunnan við núverandi bæjarhús. Íbúðarhús byggt 1962, 250 m3 og nýtt 1976. Fjárhús yfir 600 fjár. Votheysgryfja 50 m3. Verkfærageymsla 185 m3. Gamall bær og braggi. Hlaða 1000 m3. Tún 31,7 ha. Veiðiréttur í Tunguá.

Guðrúnarhús 1879 / Sigurjónshús / Blíðheimar

  • HAH00654
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1879 -

Guðrúnarhús 1879 (Sigurjónshús 1894) Blíðheimar 1924. Á milli Ólafshúss og Mosfells. Jónshús Konráðssonar 1908-1923/ Blíðheimar (Lúðvíkshús Blöndal 1924).

Guðmundarhús borgara 1881-1887

  • HAH00653
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1881 - 1887

Á milli Skagfjörðshúss (Bjargs, en aðeins ofar og nær ánni en Friðfinnshús) og Pósthússins (Gistihúsið Glaðheimar).
Byggt haustið 1881.

Guðlaugsstaðir í Blöndudal

  • HAH00079
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Guðlaugsstaðir er gömul ættarjörð. Björn Þorleifsson lögsagnari var eigandi hennar 1706 og hafði þá búið þar frá 1680. Síðan hafa niðjar hans búið þar samfellt, Guðmundur núverandi [1975] eigandi hennar er 7. liður frá Birni. Þetta er stór og mikil jörð. Einkum er beitilandið mikið og kjarngott. Ræktanlegt land er mikið en að mestu 250-280 metra yfir sjávarmáli. Þar hefur verið ræktað stórt tún en í köldum sumrum sprettur það ekki eins vel og túnin neðar í dalnum sem eru í 120-130 metra hæð. Íbúðarhús reisulegur burstabær byggður 1875, stækkaður 1926. Fjós fyrir 24 gripi ásamt mjólkurhúsi og áburðargeymslu byggt 1959. Fjárhús byggt 1965 yfir 350 fjár með grindur í gólfi, önnur hús yfir 260 fjár. Hlöður 1500 m3. Þurrkhjallur 36 m3. Tún 48,1 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Gilsvatni.

Grundarkirkja Eyjafirði 1904

  • HAH00223
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1904-

Grundarkirkja 1904 er í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Grund er bær og kirkjustaður frá fornu fari í Hrafnagilshreppi. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar heilögum Lárentíusi. Grund tilheyrði Grundarþingum fyrrum. Magnús Sigurðsson, bóndi á Grund, byggði núverandi kirkju árið 1904-05 fyrir eigið fé. Grundarkirkja er með veglegri kirkjum landsins og sú langstærsta sem einstaklingur hefur byggt.

Yfirsmiður var Ásmundur Bjarnason frá Eskifirði. Glerið í gluggana skar Magnús sjálfur. Málari var norskur Muller að nafni. Nokkrir merkir munir sem áður tilheyrðu kirkjunni eru nú varðveittir í Þjóðminjasafni svo sem kaleikur frá 15. öld svo og kirkjustóll úr tíð Þórunnar Jónsdóttur Arasonar. Kirkjan er bændakirkja.

Grundarás í Miðfirði 1964

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1964 -

Nýbýli byggt 1964 af Aðalbirni Benediktssyni (1925-2008) héraðsráðunautar og Guðrúnu Benediktsdóttur (1928-2015)

Grund Blönduósi (1897-1930) /Klaufin

  • HAH00651
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1897 -

Bærinn byggður 1897. Fyrsta íbúðarhúsið, ásamt Litla-Enni sem reist var utan ár á Blönduósi. Bærinn var í daglegutali kallaður Klaufin, eftir Reiðmannaklauf, sem er upp af bænum. Voru íbúarrnir mjög ósáttir við nafngiftina.

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

  • HAH00525
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Grund er ættarjörð, Þorteinn Helgason og Sigurbjörg Helgadóttir kona hans fluttu þangað 1846 við skiptin 1950 þegar nýbýlið Syðri-Grund var stofnað, hélt gamla jörðin efti flatlendinu norðan þjóðvegarins, allt norður að Svínavatni. Mikill hluti þess er ákjósanlegt ræktunarland. Gamlatúnið og og byggingarnar eru uppvið fjallsræturnar. Svínadalsfjallið er þarna hátt og bratt, en gott til beitar neðan til. Miðhlíðis er stallur eða skálar. Þar eru tvær tjarnir [Grundartjarnir] og í þeim talsverð silungaveiði. Úr norðari tjörninni fellur lækur niður hlíðina og við hann reist heimilisrafstöð fyrir grundarbæina 1953. Hún framleiðir enn rafmagn til húshitunnar. Íbúðarhús byggt 1937 og 1959, 485 m3. Fjós fyrir 16 gripi með mjólkurhúsi og og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 16 hross. Hlöður 2020 m3. Tún 23 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá.

Syðri-Grund var skipt út úr Grund 1950. Nýbýlið hlaut land sunnan þjóðvegarins sem liggur þvert yfir dalinn. Þetta land er jafnlent mýrlendi, með góðum halla til uppþurrkunar. Auk þess er notagott beitiland í fjallinu. Íbúðarhús byggt 1950, 469 m3. Fjós fyrir 12 gripi með áburðargeymslu og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 200 fjár og önnur yfir 200 fjár. Gömul torfhús yfir 20 hross. Hlöður 800 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá..

Grjótá í Vatnsdal

  • HAH00801
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Gilá og Grjótá falla úr Vatnsdalsfjalli í Vatnsdalsá. Þær eru báðar vatnslitlar, einkum Grjótá, enda nær hún aðeins skammt upp fyrir fjallsbrúnina.

Grjótá á Kjalvegi

  • HAH00279
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Vegagerð ríkisins lét smíðabrú yfir Grjótá sumarið 1992 yfir Grjótá á Kjalvegi undir Bláfelli . Grjótá er að jafnaði vatnslítil en varð gjarnan örðugur farartálmi í vatnavöxtum vor og haust. Smíði 23 metra langrar brúar yfir ána hófst í lok júlí og lauk framkvæmdum á þriðjudaginn þegar lokið var tengingu vegar beggja vegna árinnar við brúna. Yfirsmiður við brúarsmíðina á Grjótá var Jón Valmundsson.

Fyrrum var Kjölur afréttur og eign Auðkúlu í Austur-Húnavatnssýslu en núna er hann afréttur Biskupstungna. Sundurdráttur fjár fór fram í Gránunesi, þegar svæðið tilheyrði Auðkúlu, en eftir að mæðiveikisgirðingin var sett upp norðan Hveravalla hefur slíkt verið óþarft. Önnur (Jón Eyþórsson) byggir á landslaginu í Kjalhrauni, sem lítur út eins og bátur á hvolfi séð sunnanfrá.Tvær kenningar eru uppi um tilurð nafns svæðisins, Kjölur. Hin (Guðmundur Kjartansson) gerir ráð fyrir að norska nafnið hafi verið yfirfært. Þetta örnefni er víða notað á landinu, þar sem eru vatnaskil, s.s. á Vestfjörðum. Kjalvegur er u.þ.b. 200 km langur á milli Gullfoss og Blöndudals. Eftir að Grjótá, Sandá og Seyðisá voru brúaðar er vegurinn orðinn fær öllum bílum á sumrin. SBA-Norðurleið hf. heldur uppi áætlunarferðum um Kjalveg á sumrin.

Grímstunguheiði

  • HAH00017
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Þorgils skarði og Sturla Þórðarson sendu framvarðarsveit á undan sér um Grímstunguheiði, þegar þeir fóru að Ásgrími Þorsteinssyni í Hvammi í Vatnsdal árið 1255. “Þeir höfðu hestakost lítinn og fórst þeim seint; en þeir Bergur riðu ákaft norður eftir heiðinni og gátu tekið njósnarmenn Nikuláss hjá Grímstungumannaseljum; voru þeir þegar bundnir og barðir mjög.” Þessi heiði var á Sturlungaöld sjaldnar farin til Vatnsdals en Haukagilsheiði, sem er næst fyrir vestan hana. Báðar höfðu þann kost, að þær lágu ekki um byggðir, svo að minni líkur voru á, að njósn bærist þeim, sem riðið var að.
Förum frá Grímstungu beint suður Tunguna á Grímstunguheiði og suðsuðaustur um Hestás og Sílvatnsás. Síðan til suðurs vestan við Sílvatn og Austara-Gilsvatn og suður Illaflóa. Þar förum við austan við Þórarinsvatn og vestan við Svínavatn, síðan til suðsuðausturs austan við Gedduvatn og vestan við Galtarvatn að vegamótum. Þar er slóði um þrjá kílómetra austur í fjallakofann í Öldumóðu.

Nálægar leiðir: Stórisandur, Öldumóða, Forsæludalur.
Öldumóða: N65 10.928 W19 54.823.

Helstu vötnin á Grímstunguheiði eru Þórarinsvatn Svínavatn, Galtarvatn og Refkelsvatn. Úr Refkelsvatni rennur Refkelslækur. Góð bleikju veiði er í þessum vötnum og lækjunum sem renna í/úr þeim

Grímstunga í Vatnsdal

  • HAH00044
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Forn kirkjujörð og prestssetur til 1847. Bærinn stendur á sléttu hólbarði rétt sunnan Álku spöl neðan brekkna. Takmarkast jörðin af Vatnsdalsá að austan, en Álku að vestan. Beitarhús [Kvisthagi] móti Forsæludal. Þar hét Litlidalur áður. Fyrrum átt jörðin alla Grímstunguheiði suður á há Stórasand. Fjölfarinn reiðvegur lá yfir yfir heiðarnar niður hjá Grímstugu. Heimagrafreitur er efst í túni. Í túnjaðri var Grímstungukot, en sel við Selkvísl, er skilur heimaland og heiði. Skútabær við Álku á Skúteyrum. Grímstungusel var í Fremridal. Íbúðarhús byggt 1921, 754 m3. Fjós fyrir 11 gripi. Fjárhús yfir 255 fjár. Hlaða 450 m3. Votheysgryfjur 120 m3. Haughús 160 m3. Tún 29,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Álku.

Grettistak vestan undir Suðurmanna Sandfelli

  • HAH00275
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Grettistak vestan undir Suðurmanna Sandfelli norðanvert.

Grettistök heita stóreflisbjörg, sem sagt er, að Grettir sterki hafi lyft upp á smærri steina, sem þau hvíla á. Grettistak er á Þingmannaheiði og annað á Trékyllisheiði. Grettir lifði fram á 11. öld, og er til saga af honum, sem er allmjög þjóðsagnakennd. Hefur hún nýlega verið gefin út á Hólum. Steinatök þessi eru svo stór, að óhugsandi er, að nokkur maður hefði getað náð tökum á þeim til þess að hreyfa þau, enda þótt hann hefði haft næga krafta til þess. En í fornöld, þegar landið var miklu fólksfleira en nú og menn riðu í hópum um fjallvegu þessa, þá er trúlegt, að margir menn í sameiningu hafi lyft þessum björgum, en það gátu þeir auðveldlega, ef þeir hafa haft með sér reipi. En líklega hafa þeir skemmt sér við tilhugsunina um það, að seinni tíma menn héldu, að forfeður þeirra hafi verið svo miklu sterkari og stærri en þeir, og þekkjast þess dæmi frá öðrum stöðum. Á Grettistakið á Þingmannaheiði er krotaður rúnastafur, sem sagt er, að sé nafn Grettis, en þetta er einungis 100 ára gamalt fangamark og því enginn eiginlegur rúnastafur.

Frá Álkuskála til Arnarvatns.
Álkuskáli er kenndur við Álftaskálará á Haukagilsheiði. Dæmigerð reiðleið um opnar og víðfeðmar heiðar Húnavatnssýslna. Að miklu leyti er landið gróið á þessari leið norðan Fellaskála. Mestur hluti hennar er á jeppaslóð, sem liggur úr Víðidal upp á Víðidalstunguheiði. Síðari hluti leiðarinnar, þegar komið er suður fyrir Fellaskála, er í vesturjaðri Stórasands. Þar lá hinn forni Skagfirðingavegur úr Borgarfirði eftir að ferðir lögðust að mestu af um Kjöl. Stórisandur er lítt gróið hæðaland, í 700-800 m hæð, í Húnaþingi norðan Langjökuls. Milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár. Þarna eru jökulsorfin og víða stórgrýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær. Borgfirðingar riðu þessa leið til Örlygsstaðabardaga 1238.
Förum frá Álkuskála í 560 metra hæð eftir reiðgötu til vesturs og suðvesturs að slóð norðan úr Víðidal. Fylgjum þeirri slóð til suðurs, í tæplega 600 metra hæð, vestur fyrir Litla-Sandfell og Suðurmanna-Sandfell. Komum að Fellaskála austan við Kolgrímsvötn. Fylgjum jeppaslóðinni áfram til suðurs vestan við Fossabrekkur, unz við komum hjá Grettishöfða að jeppaslóð yfir Stórasand. Förum þá slóð til vesturs að Skammá, sem rennur úr Réttarvatni í Arnarvatn. Förum yfir ána og síðan suður fyrir Arnarvatn og vestur fyrir það að Hnúabaksskála norðvestan við vatnið, í 540 metra hæð.

Suðurmannasandfell är ett berg i republiken Island. Det ligger i regionen Norðurland vestra, 130 km nordost om huvudstaden Reykjavík. Toppen på Suðurmannasandfell är 713 meter över havet, eller 107 meter över den omgivande terrängen. Bredden vid basen är 2,0 km.
Trakten runt Suðurmannasandfell är nära nog obefolkad, med mindre än två invånare per kvadratkilometer. Det finns inga samhällen i närheten. Trakten runt Suðurmannasandfell består i huvudsak av gräsmarker.

Grettishellir í Kjalhrauni

  • HAH00352
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Kjalvegirnir voru tveir, annar lá um miðjan Kjöl og yfir Kjalhraun, en hinn um Þjófadali og suður með Fúlukvísl. Um síðustu aldamót var vegurinn yfir Mið-Kjöl leitaður uppi og varðaður fyrir atbeina danska höfuðsmannsíns Daniels Bruun. Hann varð þó aldrei fjölfarinn. Vestari leiðin var vörðuð sumarið 1920.

Kunn er harmsaga Reynistaðarbræðra og förunauta þeirra. Þeir urðu úti á Kjalvegi árið 1780. Beinhóll er kenndur við beinaleifar af sauðfé og hestum þeirra. Á hólnum er minnisvarði um þá. Látið beinaleifarnar liggja óhreyfðar. Grettishellir er 2 km sunnan Rjúpnafells, stór hraunhóll með mörgum vörðum. Í honum er hellir, opinn í báða enda, nefndur Grettishellir. Ekki er vitað, hvort Grettir var þar.
Förum frá hestarétt hjá Múla við Fúlukvísl í norðausturátt, austur fyrir Kjalfell, þaðan sem leiðin er vörðuð. Síðan með fellinu að austanverðu og áfram norður um Beinhól og Grettishelli og vestan við Rjúpnafell. Á veg 35 sunnan við Þúfunefsfell, með honum vestur að Hveravöllum.

Grettishæð á Kili

  • HAH00979
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Grettishæð er nálægt miðjum Stórasandi. Er það móbergsdrangur, sem stendur upp úr sandinum. Segir sagan að þar hafi Grettir Ásmundarson setið og hugað að mannáferðum yfir sandinn og munu þær hafa verið meiri þá en nú.
í Grettissögu er frásögn um för Þorbjarnar önguls, er hann reið til þings og ætlaði að hafa höfuð Grettis með sér þangað. Halldór Önguls, hitti hann á leiðinni og réð honum frá þeirri fyrirætlan. „Þá voru þeir komnir á veg og ætluðu að ríða Sand suður. Öngull lét þá taka höfuð Grettis og grafa það í sandþúfu eina. Er það kölluð Grettisþúfa". Þannig segir höfundur Grettissögu frá. Hér getur tæplega verið átt við aðra leið en þá, sem nú heitir Skagfirðingavegur. Stórisandur var jafnan kallaður Sandur og ber það heiti enn hjá flestum, sem næstir honum búa. Grettisþúfunafnið er ekki lengur notað, en Grettishæð heitir alkunnur og mjög áberandi staður á Stórasandi fast við Skagfirðingaveg. Sést hún langt að úr öllum áttum.

Grenjaðarstaður í Kinn

  • HAH00746
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1865 -

Grenjaðarstaður var landnámsjörð samkvæmt því er segir í Landnámu, og bjó þar landnámsmaðurinn Grenjaður Hrappsson. Grenjaðarstaður var höfðingjasetur til forna og þar bjó meðal annars Kolbeinn Sighvatsson, sonur Sighvats Sturlusonar. Hann féll í bardaganm á Örlygsstöðum 1238 en var jarðsettur á Grenjaðarstað.

Grenjaðarstaður var eitt af bestu brauðum landsins. Var staðurinn lagður til jafns við Odda, sem þótti besta brauð í Sunnlendingafjórðungi. Átti staðurinn fjölda jarða auk hjáleigna, reka, laxveiði og önnur ítök en heimaland var mikið og gagnsamt. Á meðal presta á Grenjaðarstað má nefna Þorkell Guðbjartsson (d. 1483), Jón Pálsson Maríuskáld (d. 1471) og Sigurð Jónsson (d. 1595), son Jóns biskups Arasonar, sem gerði skrá um eignir biskupsstólsins á Hólum og eignir kirkna á Norðurlandi. Þá má nefna Gísla Magnússon (1712-1779), síðar biskup á Hólum, sem lét byggja kirkjuna þar.

Árið 1931 var Grenjaðarstað skipt í 5 býli og er prestssetrið nú aðeins fimmtungur jarðarinnar.

Grenjaðarstaðakirkja í Kinn

  • HAH00855
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1865

Heimildir eru fyrir því að prestur var að Grenjaðarstað árið 1106 og hefur verið þar síðan. Kirkjan var lénskirkja þar til að með biskupsbréfi dags. 28. ágúst 1896 að hún er afhent söfnuðinum til eignar og varðveislu. Núverandi kirkja var reist af sr. Magnúsi Jónssyni 1865 og á aldarafmæli hennar 1965 var hún endurbætt og stækkuð. Bætt var við hana kór og forkirkju og reistur var turn á vesturstafni.

Grænamýri 1921

  • HAH00652
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1921 -

Hús þetta var í fyrstu geymsluskúr er tilheyrði Vegamótum, enda stóð það á lóð þess húss. Sumarið 1921 er húsi þessu breytt í íbúðarhús.

Grænahlíð í Torfalækjarhreppi

  • HAH00551
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1948 -

Nýbýli stofnað 1948 úr hálfu Smyrlabergslandi. Bærinn stendur skammt vestan Svínvetningabrautar suðaustan í Smyrlabergsbungunni. Túninu hallar að þjóðveginum. Landið nær frá Laxárvatni austur að Blöndu. Við Blöndu eru grónar valllendiseyrar, svo tekur við votlendisræma, þá brekkurnar, hólarnir og loks mýrar meðfram þjóðveginum, nú framræstar og að hluta ræktað tún. Beitilandi óskipt við Smyrlaberg. Íbúðarhús byggt 1948, 342 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 528 m3. Geymsla 187 m2. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Gnýstaðir á Vatnsnesi

  • HAH00273
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Gnýstöðum í Kirkjuhvammshreppi.

Að sunnan frá sjó úr Krosshól til landsuðurs upp í Ausugeir, og þaðan sömu stefnu fyrir norðan Sjónarhól í Gildru sem einkennd er með vörðu, og frá Gildru beina línu í grjótvörðu, og stendur á háholtinu nálægt ánni fyrir norðan Svartbakka og Tungubæ, og úr þeirri vörðu sömu stefnu til árinnar, ræður þá Tungu og Tjarnará til sjáfar. – Þess skal getið, að Tjörn á, sem í tak, trjáreka í Árvík.

Hvammi, 19. maí 1885
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrakl.jarða.

Jón Þorláksson prestur að Tjörn

Glóðarfeykir

  • Fyrirtæki/stofnun

Glóðafeykir er fjall í austanverðum Skagafirði, í miðjum Blönduhlíðarfjöllum beint á móti Varmahlíð, svipmikið, burstmyndað og klettótt ofan til en þó fremur auðgengt. Glóðafeykir, sem oft er kallaður Feykir eða Feykirinn er 910 m hár.

Djúpir dalir ganga inn í Tröllaskagafjallgarðinn beggja vegna Glóðafeykis, Flugumýrardalur að norðan en Dalsdalur að sunnan. Tveir bæir standa uppi undir fjallsrótum, Flugumýri að norðan og Djúpidalur í mynni Dalsdals. Sagt er að Helga Sigurðardóttir, fylgikona Jóns Arasonar biskups, hafi sumarið 1551 falið sig í tjaldi í Húsgilsdragi á bak við Glóðafeyki fyrir hermönnum sem Danakonungur sendi til Hóla.

Ungmennafélag sem starfaði í Akrahreppi frá því snemma á 20. öld og til 1995 var nefnt eftir fjallinu, Ungmennafélagið Glóðafeykir. Héraðsfréttablaðið Feykir er einnig kennt við fjallið.

Glaumbær í Skagafirði

  • HAH00415
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa. Níu þeirra opnast inn í göng sem svo eru kölluð og eru mjór gangur, sem liggur frá bæjardyrum til baðstofu, sem er aftasta húsið í húsaþyrpingunni. Sex húsanna snúa gafli/burstum að hlaði og hægt að ganga inn um þau þaðan. Þetta eru kölluð framhúsin. Inn í eitt bakhúsanna, sem svo eru kölluð, er hægt aða ganga og eru það bakdyr bæjarins þar sem heimilsifólk gekk vanalega um.
Fyrsta sýning safnsins var opnuð þar þann 15. júní árið 1952 og fjallaði hún, þá sem nú, um mannlíf í torfbæjum. Glaumbær er í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Starfssvæði Byggðasafns Skagfirðinga, sem er elsta byggðasafn landsins, er allur Skagafjörður og í dag er safnið með bækisstöðvar á nokkrum öðrum stöðum í héraðinu.

Á bæjarhólnum, þar sem bærinn stendur, hafa hús staðið í mörg hundruð ár. Bæjarhúsin hafa breyst að stærð og gerð og færst til á hólnum, eftir efnum og ástæðum húsbænda á hverjum tíma. Árið 2002 fundust leifar húsa frá 11. öld, í túninu austur af bæjarhólnum og virðist sem bæjarhúsin hafi verið flutt um set um eða fyrir 1100, um mannsaldri eftir að sagnir herma að Snorri Þorfinnsson, sonur Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, hafi byggt fyrstu kirkjuna í Glaumbæ. Snorri var fyrsta evrópska barnið, sem sögur fara af, fætt á meginlandi Ameríku.

Glaumbær er torfríkasti bær landsins. Skýringin er sú að grjót í veggjahleðslu er vart að finna í Glaumbæjarlandi, en torfrista er góð. Það má sennilega fullyrða að hvergi í veröldinni sé torf notað í jafnmiklum mæli í jafn stóra byggingu eins og í Glaumbæ. Veggirnir eru hlaðnir úr klömbrum, sniddu og streng. Rekaviður og innfluttur viður eru í grindum og þiljum. Bæjarhúsin eru misgömul að efni og gerð því menn byggðu húsin eftir því hvort þörf var á stærri eða minni húsum er kom að endurnýjun.
Það sem skipti sköpum um varðveislu Glaumbæjar að breski Íslandsvinurinn Mark Watson (1906-1979) gaf 200 sterlingspund til varðveislu bæjarins árið 1938.
Bærinn var friðlýstur árið 1947. Sama ár fluttu síðustu íbúarnir burtu úr bænum. Árið 1948 er Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað og fékk safnið bæinn fyrir starfsemi sína, samkvæmt samningi við Þjóðminjasafn Íslands. Sá samningur var síðast endurnýjaður árið 2002.
Ýmsar getgátur eru um bæjarnafnið Glaumbær. Hvort það hafi verið dregið af hávaða eins og fossheitið Glaumur, hávaða af gleðskap, glymjanda í járnsmiðju eða klukknahljómi. Hvort hér hafi einhvern tíma heitið Gamlibær og við brottfall og hljóðvíxl hafi nafnið breyst í Glaumbær. Kenningin er þá sú að bærinn hafi flust til, jafnvel farið í eyði um tíma og byggst aftur í þá tíð er menn voru að þreifa fyrir sér með heppilegt bæjarstæði.28 Hugmynd er einnig um að nafnið geti verið dregið af orðinu glám, sem getur þýtt að vera áberandi, glóa29, glámbær, sem hafi í tímans rás breyst í Glaumbær. Þá hefur sú tilgáta verið orðuð að nafnið gæti verið dregið af járnvinnslu. Í Glaumbæ hafa löngum verið góðir járnsmiðir og jörðin er rauðarík. Kenningin byggir á því að rauðinn hafi verið kallaður gláma. Höfund brestur heimildir um þá orðnotkun. Hæglega gæti gjallandinn frá járnvinnslunni verið glaumurinn sem nafnið var dregið af, alveg eins og efnið sjálft, en allt eru þetta athygliverðar tilgátur.

Glaumbæjarkirkja var vígð 1926. Henni hafa þjónað 7 prestar, sem er merkilegt ef horft er til þess að frá siðbreytingu 1550 til 1925 höfðu samtals, á því tímabili, 14 prestar þjónað kirkjum Glaumbæjar.

Glaumbær í Langadal

  • HAH00211
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur hátt, á brík milli brattra brekkuhalla. Land jarðarinnar, sem ekki er mikið, er grýtt og fremur gróðurrýrt til fjallsins en grösugt hið neðra. Ræktunarmöguleikar takmarkaðir. Býlið er nú í eyði, en er nytjað af Guðsteini Kristinssyni á Skriðulandi, sem jafnframt er eigandi þess. Hefur hann byggt stór fjárhús þar.
Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús fyrir 780 fjár. Hlöður 2825 m3. Votheysgeymslur 32 m3.
Tún 11,3 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Glanni og Grjótháls

  • HAH00272
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fossinn Glanni er í Norðurá skammt frá Bifröst og segja sögur að hann sé dvalarstaður álfa og dverga. Paradísarlaut er skammt frá fossinum.

Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um „sjónhending í Glannarafoss í Norðurá hvar hann hvítfaxar“ (Sýslu- og sóknalýsingar Mýra- og Borgarfjarðarsýslna, bls. 39).

Merking orðsins glanni er meðal annars ‘blika, gljá’ og orðsins glenna ‘birta, skin’ > ‘ljósop (í lofti eða skógi)’ > ‘rifa, auður blettur’. Orðin eru skyld orðunum gláma og glóa. Skyld orð eru glan (hvk.) sem merkir ‘gljái’ og glana (so) ‘birta til’. Sögnin hefur síðar orðið að so. glaðna (til) vegna merkingarskyldleika. Glan(u)r var maki sólar og hestsheiti, samkvæmt Snorra-Eddu og er afbrigði þess Glen(u)r ‘hinn skínandi’ (samkvæmt orðabók um skáldamálið forna (Lexicon poeticum (1931), bls.188)).

Orðið glanni merkti í fornu máli eins og í nútímamáli “fremfusende og overmodig person” (Lexicon poeticum (1931), bls.187). Það var einnig nafn á manni, samkvæmt handriti af Snorra-Eddu (Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske sprog IV:128 (1972)). Á 18. öld er það þekkt úr Orðabók Björns Halldórssonar í merkingunni ‘importunus scurra’ á latínu, ‘en paatrængende Nar’ á dönsku. Líklegra er að merking fossnafnsins Glanni sé frekar ‘hinn skínandi’ en ‘uppáþrengjandi’ þó svo að merkingin ‘fremfusende’ geti út af fyrir sig hugsast um foss af þessu tagi.

En því má einnig velta fyrir sér hvort skyldleiki við sögnina glenna (sundur) ‘kljúfa í tvennt’ komi til greina.

Upp með Norðurá, frá Glanna, er góð leið á bökkunum upp á brúna hjá Glitsstöðum. Er þá ekki langt á Grjóthálsinn upp frá Glitstöðum. Af suðausturbrún Grjóthálsins er útsýni til margra bæja í Þverárhlíð, og sést vel yfir Norðtunguskóg.

Gimli Manitoba Kanada

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 21.10.1875 -

Gimli er sveitarfélag og kaupstaður í Manitoba-fylki í Kanada. Gimli er staðsett við Winnipegvatn og 75 km norður af Winnipeg sem er höfuðborg Manitoba. Gimli er stundum kallað „Höfuðstaður Nýja Íslands“.

Gimli er sveitarfélag og kaupstaður í Manitoba-fylki í Kanada. Gimli er staðsett við Winnipegvatn og 75 km norður af Winnipeg sem er höfuðborg Manitoba. Gimli er stundum kallað „Höfuðstaður Nýja Íslands“.

Íslendingar komu þangað fyrst 21. október 1875. Þangað fluttist stór hópur Íslendinga sem eru kallaðir Vesturfarar.
Sveitarfélagið Gimli var stofnað í október árið 1875. Það var hluti af Northwest Territories rétt við Manitoba-fylki. Manitoba var stækkað árið 1881 og var hluti af Manitoba. Það var formlega tekið inn í Manitoba 1887. Árið 1876 geysaði slæm bólusótt í sveitarfélaginu. Þann 23. júlí 1983 komst sveitarfélagið í heimspressuna vegna Gimli Glider-atburðarins.

Gilsstaðir í Vatnsdal

  • HAH00043
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1300)

Bærinn stendur undir hálsinum þar sem hann er lægstur eftir að kemur út fyrir Fellið. Beitiland er mikið og gott og nær allt vestur að Gljúfurá. Undirlendi er mikið en mest votlent nema á árbakkarnir sem jafngilda túni til heyskapar. Jörðin er ættaróðal. Íbúðarhús byggt 1924 og 1938, 287 m3. Fjárhús yfir 287 fjár. Hesthús yfir 16 hross. Hlaða 490 m3. Skúr 50 m3. Tún 29,9 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Gilá í Vatnsdal bændabýli, á og foss

  • HAH00042
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Fossinn sprettur fram úr sprungnu bergi Vatnsdalsfjalls.
Áin fellur úr djúpu og fögru kleyfagili rétt sunnan bæjar og til Vatnsdalsár vestan Gilárskróks, en þar hefur hún kastað sér þvert yfir dalinn og fellur síðan með hlíðarrótum út að Kötlustaðamel.

Gilá í Vatnsdal

  • HAH00042
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Gilá stendur á lítilli undirlendisskák norðan Gilár, smá á sem fellur úr djúpu og fögru kleyfagili rétt sunnan bæjar og til Vatnsdalsár vestan Gilárskróks, en þar hefur hún kastað sér þvert yfir dalinn og fellur síðan með hlíðarrótum út að Kötlustaðamel. Jörðin er landlítil og möguleikar til frekari ræktunar nánast enigir. Frá Gilá voru hinir kunnu bræður Guðmundur, Daði, Daníel og Díómedes Davíðssynir. Skógrækt ríkisins á nú jörðina 1975] og er hafist handa um skógrækt. Íbúðarhús byggt 1958, 344 m3. Fjárhús yfir 150 fjár og nautgriðir að hluta þar. Hlaða 794 m3. Tún 11,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Gil í Svartárdal

  • HAH00163
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1500]

Þorkell Vignir, son Skíða ens gamla, hann nam Vatnsskarð allt ok Svartárdal. Þannig segir í Landnámu, bls. 230, útgáfu Hins íslenska fornritafélags, Reykjavík, 1968. "Landnám Þorkels er einkennilegt. Það er í tveimur sýslum. Bæir í Vatnsskarði eru í Skagafjarðarsýslu allir nema hinn vestasti, Vatnshlíð, og liggja sýslumörk þar um vatnið. Hinn hlutinn, Svartárdalur, er í Húnavatnssýslu. Það er mikil byggð." Svo ritar Haraldur Matthíasson í hinni merku bók sinni, Landið og Landnáma, I. bindi, Örn & Örlygur, 1982.

Fyrsti bær fyrir austan Bólstaðarhlíð er bærinn Gil, en litlu austar Fjós, jörð, sem þrír bræður, Einar, Guðmundur og Friðrik Björnssynir, gáfu til skógræktar. Einar Björnsson (1891-­1961) og Guðmundur M. Björnsson (1890­-1970) voru kenndir við Sportvöruhús Reykjavíkur, en Friðrik Björnsson var læknir (1896­-1970). Þeir bræður voru frá Gröf í Víðidal, systursynir Guðmundar Magnússonar prófessors frá Holti í Ásum Péturssonar. "Guðmundarnir", þrír prófessorar í læknisfræði við Háskóla Íslands, voru allir Húnvetningar (skipaðir í stöður sínar 17. júní 1911 við stofnun HÍ). Guðmundur Björnsson, Guðmundur Hannesson og sá er fyrr er nefndur, Guðmundur Magnússon. Má telja með ólíkindum, að ein sýsla skyldi geta af sér slíka afburðamenn, sem lögðu grunninn að íslenskri læknamenntun.

Bærinn stendur norðan Gilslækjar ofan við Svartárdalsveg. Vestan árinnar rís Skeggsstaðafjall veggbratt og skriðurunnið, en í norðri Húnaver og Bólsstaðarhlíð með Hlíðarfjall í baksýn. Djúpt klettagil gengur upp til Svartárdalsfjalls og eru þar fjárhús og tún ofan brúna. Túnrækt bæði framræst mýrlendi og valllendi. Jörðin landlítil en landgott er til fjallsins. Íbúðarhús byggt 1964 429 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 480 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 300 m3. Tún 22 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Geysir í Haukadal

  • HAH00270
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Geysir í Haukadal er goshver sem nú til dags lætur lítið á sér kræla. Geysir er einn frægasti goshver í heimi. Margir fleiri hverir eru á Geysissvæðinu, til dæmis Strokkur, Smiður og Litli-Strokkur.
Geysis er fyrst getið með nafni árið 1647 og er þá mikill og ákafur goshver, en á þeim tímum gat hann gosið nokkuð reglulega. Þá þeyttu hann vatni 60 til 80 metra upp í loftið. Fyrir árið 1845 varð hann allt að 170 metrar. [heimild vantar] Eftir árið 1900 dró mikið úr gosvirkni hans og var kólnunarflötur vatnsins (yfirborðið) orðið of stórt. Þá var brugðið á það ráð að gera skurð úr hvernum til að leiða á brott umfram-magn af vatni til að létta undir með hvernum. Einnig var losað út í hann 100 kg af handsápu til að vatnið myndi snöggsjóða. Eftir Suðurlandsskjálftana sumarið 2000 tók Geysir aftur að gjósa en hefur nú dregið sig í hlé.

Þann 9. apríl árið 1894 keypti írskur maður, James Craig (yngri), Geysi fyrir 3000 kr. Í kaupunum fylgdu einnig hverirnir Strokkur, Blesi og Litli Geysir eða svonefnd Óþerrihola ásamt dálitlu svæði kringum hverina, alls um 650 faðmar. Ábúandinn á Haukadal áskildi sér rétt til að hafa umsjón með hverunum, gegn hæfilegri þóknun þegar eigandi væri ekki viðstaddur, ennfremur forkaupsrétt að hverunum, ef þeir yrðu seldir aftur. Seljendur hveranna voru þeir Sigurður bóndi Pálsson á Laug og synir hans Greipur og Jón bændur í Haukadal, en þeir seldu þá vegna fjárleysis. Þeir voru ekki ásakaðir fyrir söluna, því að þeir höfðu boðið landssjóði hverina til kaups, en þingið vildi ekki kaupa. Sagt var í fjölmiðlum sama ár að vel getur verið að „hinn nýi eigandi sýni hverunum meiri sóma en landssjóður hefði gert, reisi þar gistihús o. s. frv., en talið er það mjög óvíst, af þeim er kunnugastir eru“. Faðir Craigs varð þó ekki ánægður með þessi kaup, og varð það til þess að Craig yngri gaf vini sínum, E. Rogers, svæðið. Honum þótti þó lítið til þessar gjafar koma. Síðar erfði frændi hans Hugh Rogers það, en árið 1935 keypti Sigurður Jónsson svæðið og gaf íslenska ríkinu.

Geithamrar í Svínadal

  • HAH00269
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Skammt fyrir norðan Grund liggja Geithamrar í fjallsrótunum. Þar er mikið ræktanlegt land á láglendinu og rúmgott, notadrjúgt beitiland í fjallshlíðinni. Jörðin á land meðfram Svínavatni á 2-3 km kafla. Fram til 1961 voru byggingarnar uppi í brekkuhallinu, en hafa nú verið fluttar niður á flatlendið, nær veginum. Íbúðarhús byggt 1961 88 m2 431 m3. Fjós byggt 1973 yfir 16 kýr og 8 geldneyti, ásamt mjólkuhúsi og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 320 fjár. Hesthús fyri 11 hross og auk þess torfhús yfir 20. Hlöður 1174 m3. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Geitaskarð / Skarð Engihlíðarhreppi

  • HAH00210
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [900]

Fornt höfuðból. Fyrst getið í Hallfreðarsögu og fyrstur ábúandi sem frá er greint, Gríss auðgi Semingsson. Byggingar standa vestur undir Skarðskarði og fara vel í umhverfi sínu. Þar sem hæst ber Illveðurshnjúk norðan skarðsins. Til jarðarinnar teljast nú 3 eyðibýli, Þorbrandsstaðir og Buðlunganes að norðan og Tungubakki á Laxárdal fremri. Fyrir landi jarðarinnar er vað á Blöndu, er Strengjavað nefnist. Nyrst í landi Geitaskarðs, vestan vegar, er smá stöðuvatn, er Buðlungatjörn nefnist. Sama ættin hefur búið á jörðinni frá 1886.
Íbúðarhús byggt 1910, endurbætt verulega 1967, kjallari 3 hæðir og ris 814 m3. Fjós fyrir 32 gripi. Fjárhús fyrir 490 fjár. Hesthús fyrir 25 hross. Hlöður 1509 m3. Votheysgeymslur 133 m3. Tún 47 ha. Veiðiréttur í Blöndu, Buðlungatjörn og Ytri-Laxá.
Hálfkirkja var í Geitaskarði

Geirsalda á Kili

  • HAH00994
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1959

Nærri vatnaskilum á hárri melöldu, er minnisvarði við veginn, sem Ferðafélag Íslands lét reisa 1959 í minningu um Geir G. Zoëga vegamálastjóra, en hann var forseti félagsins 1937-1959. Aldan heitir síðan Geirsalda.

Geirastaðir í Þingi

  • HAH00932
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (900)

Bæjarins er fyrst getið í Landnámu, kenndur þar við Geira þann er fyrst bjó á Geirastöðum við Mývatn en hraktist þaðan vegna vígaferla. Sat hann hér um vetur en settist að lokum að í Geiradal í Króksfirði í Varðastrandarsýslu og gaf öllum aðsetursstöðunum nafn sitt.

Gautsdalur í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00162
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Þar bjó Gautur, förunautur Ævars hins gamla og fóstbróðir Eyvindar sörkvis. Bærinn er á Laxárdal fremri að vestan, norðan við mynni Auðólfsstaðaskarðs, vegur liggur til bæja um brúá ánni neðst í túninu. Túnið liggur út með brattri fjallshlíð á bökkum Auðólfsstaðaár, að nokkru ræktað með framræslu. Vetrarríki er mikið á Laxárdal, en landgæði og landrými. Eyðijörðin Mörk, er eign bændanna í Gautsdal og á Æsustöðum. Íbúðarhús byggt 1948 steinsteypt 307 m3. Fjós yfir 9 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús fyrir 33 hross. Hlöður 802 m3. Tún 18 ha. Veiðiréttur í Auðólfsstaðaá.

Gatklettur við Króksbjarg

  • HAH00268
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Svæðið frá Tjarnarbrekku inn að Fossá heitir Nes. Kálfshamarsvík er í Nesjum. Á Kálfshamarsnesi er viti, hann var fyrst reistur árið 1913 en var endurbyggður árið 1939. Mjög sérkennilegt og fallegt stuðlaberg er í Kálfshamarsnesi sem talið er um 2 milljón ára gamalt. Laxá í Nesjum, vatnslítil á, verður til úr lækjum í Skagaheiði og rennur í gegnum Laxárvatn á leið sinni til sjávar hjá bænum Ósi.

Króksbjarg er nokkru norðan við Hof, en það er 40-50 m hátt bjarg við sjó og nær að Fossá sem fellur af 20 m háu standbergi í sjó fram. Gatklettur reis úr sjó skammt norðan við fossinn en er nú fallinn vegna ágangs sjávar. Norðan Fossár taka við Skriðbjarg, Bjargabjörg og Bakkar.

„Á ysta hluta Skaga eru jökulsorfnar klappir og meðfram ströndinni eru malarkambar sem bera merki hárrar sjávarstöðu frá lokum ísaldar. Við Víkur og Hafnir eru fornir fjörukambar í 30-40 m hæð yfir sjávarmáli. Kálfshamarsvík skartar sérstökum stuðlabergsmyndunum og í Króksbjargi er sjávarberg og fossar.” Við Laxá á Refasveit eru fallegar gangbríkur og setlög.

Gamla Lagarfljótsbrúin á Héraði

  • HAH00905
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1905 -

Lagarfljótsbrú, byggð 1958. Hún var lengsta brú á Ís­landi fram til 1973, 301 m. Áð­ur var þar tré­brú, gerð 1905.

Galtarárskáli (1963-)

  • HAH10028
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1963

Galtarárskáli er við Galtará á Eyvindarstaðaheiði.
Skálaverðir Finnbogi og Katrín, sími: 823 5986
Galtará er bergvatnsá á Eyvindarstaðaheiði. Galtará er fremur vatnslítil. Hún kemur upp í Galtarárdrögum og fellur í Blöndu. Fræg verður Galtará vegna kvæðis Jónasar Hallgrímssonar, Ferðaloka. En við ána mun hann og samferðamenn hans hafa haft náttstað. Ekki veður nú sagt með vissu hvar Jónas greiddi ástmey sinni lokka en ætla má að áningarstaðurinn hafi verið þar sem Skagfirðingavegur liggur yfir Galtarárdrög.
En lengi mun það geymast að:
Greiddi eg þér lokka
við Galtará
vel og vandlega.
Brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.
(Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson Steindór Steindórsson 1980)
Galtarárskáli var færður til og gerður upp af Landsvirkjun 1990, vegna samninga varðandi gerð Blöndulóns, en gamli skálinn hefði lent undir vatnsborðinu. (Sigurjón Guðmundsson frá Fossum Svartárdal)

Galtanes í Víðidal / Galtarnes

  • HAH00900
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (900)

Býli frá landnámsöld. Galtanes á land meðfram Víðidalsá frá Mógili og að Síðukrók. Er það langt og gott veiðisvæði. Land á jörðin einnig vestur á Bjargabrún. Áður en brú kom á Víðidalsá var ferjustaður á Galtanesi. Var þat oft gestkvæmt af langferðafólki á meðan hestar eða eigin fætur voru farartækin. Ræktunarland er mikið og gott og beitiland allgott. Hefur verið í eign sömu ættar frá 1875.

Gagnfræðaskólinn á Akureyri

  • HAH00008
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1902 -

Menntaskólinn á Akureyri (latína Schola Akureyrensis) er íslenskur framhaldsskóli sem er á Brekkunni á Akureyri. Skólinn á sér langa sögu og hafa margir frægir Íslendingar haft viðkomu þar í gegnum tíðina. Í dag er skólinn bóknámsskóli sem býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs.

Upphaf Menntaskólans á Akureyri er yfirleitt rakið til stofnunar Möðruvallaskóla á Möðruvöllum í Hörgárdal 1880. Þó má líta á skólann sem beint framhald af því skólahaldi sem fór fram á Hólum í Hjaltadal allt frá biskupstíð Jóns Ögmundssonar um 1106 og stóð til 1802 þegar Hólaskóli var lagður niður með konungsbréfi. Um leið og Hólaskóli hafði verið lagður niður hófst barátta norðlendinga fyrir því að „norðlenski skólinn“ yrði endurreistur. Stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum 1880 var sigur í þeirri baráttu.

1902 brann skólahúsið á Möðruvöllum og var skólinn þá fluttur um set til Akureyrar og var þá kallaður Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Fyrstu tvö árin á Akureyri hafði hann aðsetur í Hafnarstræti 53 en fluttist svo inn í hið nýja Gagnfræðaskólahús við Eyrarlandsveg haustið 1904 þegar bygging þess var langt komin, húsið er enn í notkun og kallast nú Gamli skóli. 1905 var skólinn tengdur Menntaskólanum í Reykjavík þannig að nemendur gátu tekið fyrstu þrjú ár hans á Akureyri og sest svo beint í fjórða bekk í Reykjavík.
Gamli skóli er elsta hús skólans, hann var byggður sumarið 1904. Framkvæmdir hófust í maí og hófst kennsla í húsinu í október sama ár en þá var húsið að mestu tilbúið. Á efri hæð hússins er að finna sal sem var samkomusalur skólans allt fram til 1968. Í dag hýsir gamli skóli kennarastofu og skrifstofur stjórnenda skólans auk þess sem kennsla í erlendum tungumálum fer að mestu fram þar.

Á árunum 1924-1927 fór svo fram menntaskólakennsla í fyrsta sinn í skólanum þ.e. seinni þrjú árin til viðbótar við þau þrjú sem áður hafði verið boðið uppá. Þeir nemendur sem luku því námi fengu svo utanskóla stúdentspróf frá MR vorið 1927. Á árunum 1927-1930 var mikil togstreita um það á alþingi og í ráðuneytum hvort leyfa ætti skólanum að braustskrá stúdenta. Þeirri baráttu lauk ekki fyrr en 1930 þegar skólinn var gerður að fullkomnum menntaskóla og tók sér núverandi nafn. Síðan 1930 hefur skólinn stækkað mjög við sig í nemendafjölda og húsakosti og nú stunda þar um 750 manns nám og skólinn útskrifar rúmlega 150 stúdenta á ári hverju.

Gafl á Svínadal

  • HAH00536
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Eyðibýli síðan 1927. Jörðin liggur framan afréttargirðingar fremst í Svínadal að vestan. Þarna mun hafa verið harðbýlt, einkum mikið vetrarríki. Öll hús eru fallin.

G. Aug. Guðmundsson ljósmyndari Reykjavík og Ísafirði

  • HAH06165
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 9.8.1869 - 1942

G. Aug. Guðmundsson ljósmyndastofa Reykjavík og Ísafirði .
Guðjón Ágúst Guðmundsson Breiðdal 9. ágúst 1869 - 1942. Bókbindari á Ísafirði 1888. Ljósmyndari. Fór til Noregs 1896.

Fúlakvísl á Kili

  • HAH00995
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Fúlakvísl, kemur undan Langjökli og fellur í Hvítárvatn.

Fríkirkjan Reykjavík

  • HAH00547
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1903 -

Hluti safnaðar Dómkirkjunnar í Reykjavík sagði sig úr honum í kjölfar lagasetningar, sem heimilaði það, árið 1899 og stofnaði fríkirkjusöfnuð í Reykjavík. Tveimur árum síðar keypti söfnuðurinn lóð austan Tjarnarinnar og reisti kirkju, sem var vígð 1903. Það gerði séra Ólafur Ólafsson frá Arnarbæli, sem var ráðinn prestur safnaðarins. Ári eftir að kirkjan var vígð var hún orðin of lítil og Rögnvaldur Ólafsson gerði uppdrætti að stækkun hennar. Kirkjan var lengd og vígð að nýju árið 1905. Kirkjan var stækkuð á ný á 25 ára afmæli safnaðarins en þá var steyptum kór bætt aftan við hana og miðhvelfingin eftir endilöngu kirkjuskipinu var hækkuð. Einar Erlendsson, húsameistari, teiknaði þessar breytingar.

Kirkjan var vígð í þriðja skiptið 1924. Núverandi mynd fékk kirkjan 1940, þegar viðbyggingarnar báðum megin forkirkjunnar voru byggðar. Orgel kirkjunnar er frá 1926 og var þá talið eitt þriggja fullkomnustu hljóðfæra á Norðurlöndum. Um skeið var talsvert um samkomur, söngskemmtanir og fyrirlestrahald í kirkjunni.

Í tilefni aldarafmælis safnaðarins fór fram gagnger viðgerð og viðhald á kirkjunni 1998-99.

Friðmundarvatn á Auðkúluheiði

  • HAH00257
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Friðmundarvötn eru á Auðkúluheiði í A-Húnavatnssýslu. Austara-Friðmundarvatn er 2,36 km², dýpst 1,15 m og í 436 m hæð yfir sjó. Það er svo mikil leðja í botni þess, að það má heita óvætt.

Vestara-Friðmundarvatn er 6 km², dýpst 2,25 m og í 441 m hæð yfir sjó. Mjóilækur rennur í það að sunnan en Fiskilækur úr því til Gilsvatns í norðri og síðan í Blöndu. Í vötnunum er bæði bleikja og urriði. Fyrrum veiddist mikið í net. Kjalvegur liggur rétt við vötnin. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 240 km um Kjöl og 60 km frá Blönduósi.

Friðfinnshús Blönduósi / Læknahús 1897-1901

  • HAH00100
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1896 -

Byggt í upphafi fyrir starfsmenn Möllersverslunar, síðar bjuggu þar læknar þar til læknabústaðurinn var byggður.
Byggt 1896 af Jóhanni Möller kaupmanni. Þar bjó fyrst Jón Egilsson bókari hans, en 1897 er einnig kominn í húsið Sigurður Pálsson læknir. Læknar bjuggu svo í húsinu næstu árin.
Björn Blöndal 1899-1901 og Júlíus Halldórsson 1901-1903, en þá hafði hann byggt hús yfir sig, sem eftir það var bústaður lækna í meira en hálfa öld.
Eftir að Jóhann Möller dó keypti Friðfinnur húsið af ekkju Möllers.

Fremstagil í Langadal

  • HAH00209
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Byggingar standa ofarlega í allbröttu túni. Bærinn er kendur til gils, ekki mikils, skammt norðan bæjar. Jörðin er ekki landmikil, graslendi frjótt og ræktunarmöguleikar sæmilegir. Um Fremstagil lækkar Langadalsfjall til norðurs. Hvassar klettabrúnir þess og hnjúkar jafnast þaðan út í ávalar bungur og fikrar gróður sig því ofar, sem utar dregur.
Íbúðarhúsbyggt 1914, viðbyggt 1955 og aftur 1973 alls 559 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús fyrir 220 fjár. Hesthús fyrir 14 hross. Hlöður 740 m3. Votheysgeymslur 110 m3..
Tún 28,2 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Framnes í Skagafirði

  • HAH00414
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Akrahreppur (áður kallaður Blönduhlíðarhreppur) er hreppur í Skagafjarðarsýslu, austan Héraðsvatna, norðan frá Kyrfisá allt suður að Hofsjökli. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og er ekkert þéttbýli í sveitarfélaginu. Grunnskóli hreppsins var á Stóru-Ökrum, í félagsheimilinu Héðinsminni, frá 1949 til 2006 en í kjölfar deilna milli foreldra og kennara var hann lagður niður og síðan hefur nemendum verið ekið í skóla í Varmahlíð.
Fjórar kirkjur eru í Akrahreppi, á Flugumýri, Miklabæ, Silfrastöðum og Ábæ í Austurdal en Ábæjarsókn er nú öll í eyði. Lítils háttar jarðhiti er á nokkrum stöðum í Akrahreppi og var byggð sundlaug á Víðivöllum árið 1938, sem ekki er lengur í notkun. Nú hefur hitaveita verið lögð frá Varmahlíð um mestalla Blönduhlíð.

Akrahreppur er sögusvið margra stórviðburða Sturlungaaldarinnar, þar á meðal Örlygsstaðabardaga (fjölmennustu orrustunnar), Haugsnesbardaga (mannskæðustu orrustunnar) og Flugumýrarbrennu.
Skáldið Hjálmar Jónsson bjó á ýmsum bæjum í Akrahreppi á 19. öld og er jafnan kenndur við einn þeirra, Bólu í Blönduhlíð.

Oddviti 1986-2002. Broddi Skagfjörð Björnsson 19. júlí 1939 á Framnesi.

„Grímr gjördist lögsgnari í Húnavazþíngi, son Gríms í Brokey Jónssonar lögsagnara, Össurarsonar, er sagt sá Össur kæmi af Lánganesi nordan, ok byggi sídan á Framnesi í Skagafirdi, en væri þareptir lögsagnari á Bardaströnd“ Árbækur Espólín

Marteinn biskup Einarsson flúði um Vindárdal 1548 frá Jóni biskupi Arasyni og Steini presti, sem gætti hans á Hólum í Hjaltadal. Marteinn náðist í tjaldi ofarlega í Vindárdal, þar sem heita Tjaldeyrar. Um flóttann orti Jón Arason:

“Biskup Marteinn brá sitt tal,
burt hljóp hann frá Steini,
vasaði fram á Vindárdal,
varð honum það að meini.”

Förum frá Framnesi austur að eyðibýlinu Axlarhaga og þaðan norðaustur í Vindárdal. Dalurinn er í krókum, en höfuðátt hans er austur. Við höldum okkar norðan Vindár. Innan við grjóthrunið Hólana eru sléttar Tjaldeyrar og fyrir ofan þær eru Bungur. Þar förum við bratt upp úr dalnum. Þegar upp er komið, í 1040 metra hæð, beygjum við spöl til suðurs til að komast fyrir kletta. Þar náum við greiðri en brattri leið norðaustur í Hvammsdal. Eftir dalnum er bein leið að Hvammi.

Framfarafélag Austur Húnavatnssýslu (1908-1937)

  • HAH10091
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908-1937

Framfarafélag Austur Húnavatnssýslu var stofnað 15. desember 1908 og voru fundarboðendur þeir Hafsteinn Pétursson, Jón Pálmason og Sigurgeir Björnsson. Félagið var lagt niður árið 1937 og breytt í Lands- og héraðsmálasamband.

Fossárfoss á Skaga

  • HAH00792
  • Fyrirtæki/stofnun

Fossá, fellur fram af 20 m háu standbergi í Króksbjargi beint í sjó niður. Fossinn er tilkomumestur séður af sjó. Gatklettur sem Bjargastapi heitir ör­skammt norðan við fossinn

Fossar í Svartárdal

  • HAH00161
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1500]

Fossar eru í Fossadal vestanverðu á fögrum og skjólstæðum stað. Gengt bænum blasir Lækjahlíð við, og yfir gnæfa Háutungur. Að norðan eru Þrengslin löngum viðsjálleið, og sunnan þeirra vegurinn uppá Eyvindarstaðarheiði. Framar í dalnum að austan er eyðibýlið Kóngsgarður, ræktað og byggt peningahúsum. Undirlendi er takmarkað og ræktun sundurslitin en landgæði. Áður kirkjujörð en varð bændaeign 1955. Íbúðarhús byggt 1957, 486 m3. Fjós fyri 4 gripi. Fjárhús yfir 630 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 2020 m3. Heimilisrafstöð frá 1930. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Fossá.

Forsæludalur í Vatnsdal

  • HAH00041
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fremsti bær í Vatnsdal. Stendur í brekkurótum syðst við Múlann mót vestri. Undirlendi mjó spilda með Vatnsdalsárgili, sem þarna er á þrotum. Spöl sunnar er Dalsfoss. Jörðin á stórt og gott beitiland. Áður fyrr átti jörðin allar Dalskvíslar. Heimagrafreitur stendur niður við gilið. Hjáleigan Dalkot var við túnið að norðan en Dalssel alllangt upp með Friðmundará og var þar búið fram undir aldamótin 1900. Hér sést sól ekki í 12 vikur. Íbúðarhús byggt 1949, 496 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 370 fjár. Hlaða 800 m3. Geymsla 84 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Fornastaðir Blönduósi

  • HAH00650
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1933 -

Fornastaðir uppi á brekkunni, byggt af Jónasi Illugasyni frá Bröttuhlíð.

Fnjóskárbrú í Fnjóskadal

  • HAH00863
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908 -

Elsta Fnjóskárbrúin var reist árið 1908 og var það fyrsta brú sem gerð var á Íslandi úr járnbentri steinsteypu og auk þess lengsta steinsteypubogabrú á Norðurlöndum á þeim tíma.

Fnjóskadalur Þingeyjarsýslu

  • HAH00865
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (874) -

Fnjóskadalur (stundum kallaður Hnjóskadalur áður fyrr) er mikill dalur í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann dregur nafn af svokölluðum „fnjóskum“, sem eru „þurrir og feysknir trjábútar“.

Dragáin Fnjóská rennur eftir honum. Í suðri endar hann í þrem eyðidölum, Bleiksmýrardal, Hjaltadal og Timburvalladal, en nyrst sveigir dalurinn til vesturs og heitir þar Dalsmynni. Um það rennur Fnjóská til sjávar í Eyjafirði. Norður af dalnum er Flateyjardalsheiði og norðan við hana Flateyjardalur. Vestan dalsins er Vaðlaheiði og vestan hennar er Svalbarðsströnd. Austan dalsins eru einnig fjöll, að norðan milli hans og Köldukinnar og að sunnan milli Fnjóskadals og Bárðardals. Þar á milli er Ljósavatnsskarð.

Hringvegurinn liggur um Fnjóskadal og til vesturs til Svalbarðsstrandar um Víkurskarð, nokkru sunnan við Dalsmynni, en til austurs um Ljósavatnsskarð til Bárðardals. Áður lá vegurinn til Eyjafjarðar upp úr dalnum á móts við Ljósavatnsskarð yfir Vaðlaheiði, en nú hafa verið gerð jarðgöng undir heiðina, Vaðlaheiðargöng.

Fnjóská í Fnjóskárdal

  • HAH00864
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (874) -

Fnjóská er vatnsmikil dragá sem rennur norður endilangan Fnjóskadal og um Dalsmynni í Eyjafjörð, skammt frá Laufási. Hún er um 117 kílómetrar að lengd og telst vera níunda lengsta á landsins. Fyrr á tíð - á síðasta sumartímabili ísaldar - mun hún hafa fallið um Flateyjardalsheiði og til sjávar í Skjálfandaflóa. Þá hefur hún verið lengsta á Íslands. Enn má sjá gljúfur hennar á heiðinni.

Upptök árinnar eru í Bleiksmýrardrögum á Sprengisandi, inn af Bleiksmýrardal, sem er vestastur og lengstur dalanna þriggja sem liggja til suðurs inn af Fnjóskadal. Í botni Fnjóskadals rennur Bakkaá í hana en hún verður til skömmu innar þegar Hjaltadalsá og Timburvalladalsá, sem koma úr hinum dölunum tveimur, falla saman. Umhverfi árinnar þykir víða fallegt en hún rennur meðal annars um Vaglaskóg. Allnokkur lax- og silungsveiði er í ánni.

Elsta Fnjóskárbrúin var reist árið 1908 og var það fyrsta brú sem gerð var á Íslandi úr járnbentri steinsteypu og auk þess lengsta steinsteypubogabrú á Norðurlöndum á þeim tíma.

Flosagjá á Þingvöllum

  • HAH00254
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Flosagjá er gjá á Þingvöllum sem rennur saman við Nikulásargjá fyrir enda hraunrima sem nefnist Spöngin. Flosagjá og Nikulásargjá eru því samtengdar.
Í Nikúlásargjá mun Nikulás Magnússon sýslumaður hafa drekkt sér 24. júlí 1742 en Nikulásargjá er líka stundum nefnd Nikulásarpyttur.

Eftir að menn tóku að kasta skildingum í Nikulásargjá af brúnni, sem er hluti af veginum að Þingvallabænum, kalla menn nú staðinn Peningagjá. Margir kannast aðeins við gjána undir því nafni en það er þó ekki eiginlegt nafn hennar.

Flóðvangur í Vatnsdal

  • HAH00256
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Svæði 2 og 4 eru laxveiðisvæði. Veiðimenn á þeim svæðum búa í Flóðvangi, sem stendur sunnan við Vatnsdalshólana. Á svæði 2 er Hnausastrengur, gjöfulasti veiðistaður árinnar, og einn besti laxveiðihylur landsins. Svæði 5 er framan við Stekkjarfoss. Það er skemmtilegt veiðisvæði í gljúfri árinnar. Við það svæði er lítið veiðihús. Á aðal laxveiðisvæði árinnar eru leyfðar 7 stangir. Veiðar hefjast 18. júní og er jafnan fullbókað fram á haust. Oftast koma sömu veiðimenn ár eftir ár, og mörgum finnst ekkert sumar koma, komist þeir ekki til veiða í Vatnsdalsá.

Mikil náttúrurfegurð er í Vatnsdal. Þar er mikil saga og má geta þess að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli var þar veginn vegna deilu um veiðirétt. Fyrsti innfæddi húnvetningurinn fæddist á hól skammt frá veiðihúsinu Flóðvangi. Til minningar um það hefur Húnvetningafélagið í Reykjavík gróðursett trjálund og nefnt Þórdísarlund eftir Þórdísi dóttur Ingimundar gamla.

Við Vatnsdalsá stendur veiðihúsið Flóðvangur og er nýbúið að leggja 80 milljónir króna í endurbætur á húsinu. "Menn vilja hafa það notalegt og að umhverfið sé þægilegt," segir Pétur K. Pétursson, en hann er leigutaki Vatnsdalsár ásamt frönskum athafnamanni. Rætt er við Pétur í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu í dag, um uppbyggingarstarfið við Vatnsdalsá, umdeildar seiðasleppingar, ástina á íslenska laxinum og eitt best geymda leyndarmálið í íslenskum stangveiðiheimi.
Í dag þykir það sjálfsagt mál að nýtísku veiðihús fylgi bestu ánum - og jafnvel þeim minni líka - og sú þjónusta sem veitt er veiðimönnum jafnast á við það sem í boði er á hótelum með fullri þjónustu. Það er af sem áður var en Ásgeir Ásgeirsson forseti sem veiddi oft við Vatnsdalsá lét sér nægja að gista í kofa við ána með fjórum kojum, vöskum og kolaofni og eldunargræjan var "kosangasapparat" og einn af veiðimönnunum sá um eldamennskuna!

Flóðið í Vatnsdal

  • HAH00255
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 8.10.1720 -

Flóðið er stöðuvatn við mynni Vatnsdals. Í það fellur Vatnsdalsá. Vatnsfallið skiptir um nafn við Flóðið og heitir Hnausakvísl þegar það fellur úr Flóðinu. Hnausakvísl er 7 km löng og fellur til sjávar í Húnaós. Vatnasvið við Flóðið er 993 m².

Flóðið varð til árið 1720 þegar Bjarnastaðaskriða féll.

Flaga í Vatnsdal

  • HAH00040
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1920)

Flaga í Vatnsdal. Bærinn stendur á grundarræmu við brekkurætur gengt Hvammi. Undirlendi allmikið en mjög votlent

Fjósar í Svartárdal

  • HAH00160
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1500]

Fyrir framan Fjós þrengist dalurinn og liggur vegurinn allhátt í hlíðinni yfir svonefnt Fjósaklif. Þar er flughengi niður í á, þar sem brattast er. Beint á móti Fjósaklifi eru Skeggsstaðir vestan árinnar. Þar bjuggu um miðja 18. öld hjónin Jón Jónsson (d. um 1785) og Björg Jónsdóttir. Þau áttu 14 börn og náðu 8 þeirra áttræðisaldri. Systkin þessi bjuggu á ýmsum jörðum í nágrenninu og er Skeggsstaðaætt mjög útbreidd um austurhreppa sýslunnar, Skagafjörð og víðar, svo víða, að jafnvel er talið að Ronald Reagan, fyrrum forseti Bandaríkja Norður-Ameríku, sé af Skeggsstaðaætt. Eftir miðja síðustu öld bjó á Skeggsstöðum Brynjólfur Brynjólfsson er síðar flutti til Vesturheims og dó þar háaldraður 1917. Sonur hans, Magnús Brynjólfsson ríkissaksóknari fyrir Pembina County í Norður-Dakota, var fyrsti Íslendingurinn, sem tók próf í lögum vestan hafs (d. 1911).

Fjósar eru í eigu Skógræktarsjóðs Austur Húnavatnssýslu og hefur verið í eyði frá 1970. Skógræktarhólf er í brekkunum neðan brúna. Landsnytjar eru lánaðar. Bærinn stendur í barði undir brattri hólbrekku, skammt norðan Fjósaklifs. Túnstæði er mjög takmarkað niðri í dalnum, en landkostir til fjalls. Voru um skeið beitarhús með nokkru túni ofan brúna, en jörðin á land um Fjósafjall til Arnarvatns og töluvert norður fyrir þjóðveg á Vatnsskarði. Fjárhús byggt 1951 221 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Hlöður 440 m3. Geymslur 132 m3. Veiðiréttur í Svartá.

Fjölritunarstofan Grettir sf. (1977-2017)

  • HAH10002
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1977-2017

Skarphéðinn Ragnarsson og Unnar Agnarsson eiga Fjölritunarstofuna Gretti. Þeir keyptu fyrirtækið af Baldri Valgeirssyni árið 1986. Baldur var búinn að gefa út Gluggann áður, líklega með einhverjum hléum í nokkur ár. Ólafur Þorsteinsson hóf störf hjá Baldri árið 1985 og hefur starfað hjá Gretti nær óslitið allar götur síðan. Skarphéðinn, Ólafur og Unnar sáu um útgáfu Gluggans fram til ársins 2000 en þá flutti Unnar frá Blönduósi. Frá þeim tíma hafa þeir Skarphéðinn og Ólafur staðið að útgáfunni nánast að öllu leyti.
Í samtali við Húnahornið segir Skarphéðinn að starfsemi Grettis verði hætti af þeirra hálfu um áramótin og megi því segja að þeir séu að leggja fyrirtækið niður. Spurður hvað tæki við segist hann ekki getað svarað því. Hann vonar að einhver eða einhverjir sjái tækifæri í að halda starfsemi sem þessari áfram, en það verði bara að koma í ljós.
Skarphéðinn segir að það ætti ekki að koma neinum á óvart að útgáfa Gluggans standi ekki undir sér og það gangi auðvitað ekki til lengdar. Illa hafi gengið að hækka auglýsingaverð og hafi það varla hækkað sem nokkru nemi í mörg undanfarin ár, þrátt fyrir hækkanir á nánast öllum aðföngum.  
Fjölritunarstofan Grettir hefur, ásamt útgáfunni á Glugganum, séð um prentun á reikningum og eyðublöðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Flestir eru viðskiptavinirnir úr Austur-Húnavatnssýslu en nokkrir koma frá höfuðborgarsvæðinu. Grettir hefur einnig séð um prentun á dreifibréfum og sölu á pappír.

Fitjárdrög

  • HAH00329
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Í Fitjárdrögum [FITJÁRDRÖG F. 65'00". 5621] er gangnamanna skáli Víðdælinga suðaustanvert við Arnarvatn. Fyrrum var stundum farin bein leið úr Vatnsdal til Kalmanstungu, þegar suður var farið. Innst í skálanum var pallur í mittishæð frá gólfi. Framan við hann var autt svæði, ætlað hestum og farangri. Skammt frá er Réttarvatn.

Fitjar í Víðidal [efri og neðri]

  • HAH00898
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1500)

Jörðin Efri-Fitjar er gamalt býli og landmikið. Land jarðarinnar liggur meðfram Fitjá og er nú fremsta býli í byggð austan megin Fitjár.
Beitiland er ágætt og slægjur einnig allgóðar meðfram ánni.
Jörðinni var skipt við sölu árið 1935 í tvo jafna hluta og hélt hinn helmingur jarðarinnar gamla heitinu Neðri-Fitjar en sá hluti er nú í eyði.
Á Efri-Fitjum hófu þá búskap Kristín Ásmundsdóttir og Jóhannes Árnason og eru byggingar á jörðinni allar frá þeirra búskapartíð.

Veiðiréttur í Fitjará

Fitjá í V-Hvs

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Víðidalur er breiður, gróinn og búsældarlegur dalur í Vestur-Húnavatnssýslu, inn af Vesturhópi. Austan við dalinn er Víðidalsfjall, sem er hátt og tindótt en vestan að honum er Fitjárdalur og svo austurbrún Miðfjarðarháls, sem er fremur lágur og ávalur. Í norðanverðum dalnum eru gamlir sethjallar sem bera þess merki að á ísöld hafi sjór gengið langt inn í dalinn.

Um dalinn rennur Víðidalsá, sem á upptök á heiðunum suður af dalnum og er mikil laxveiðiá. Í hana fellur Fitjá, sem kemur upp á Stórasandi. Í miðjum dalnum rennur Víðidalsá í gljúfrum, 20-25 metra djúpum og hrikalegum. Kallast þau Kolugljúfur og eru sögð kennd við tröllkonuna Kolu.

Auðunn skökull Bjarnarson nam land í Víðidal fyrstur manna og bjó á Auðunarstöðum en helsta höfuðbólið í dalnum er þó Víðidalstunga, utarlega í tungunni milli Víðidalsár og Fitjár. Þar er kirkja sveitarinnar.

Fiskifélagsdeild Skagastrandar (1939-

  • HAH10025
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1939-

Deildin var stofnuð 1939 og tilgangur hennar er að efla sjávarútveg á félagssvæðum, stuðla að vöruvöndun, bættri sölu sjávarafurða, aukinni samvinnu og félagsskap milli útgerðarmanna og sjómanna og yfir höfuð hverju því, sem vænta má að verði sjávarútgerðinni til hagsbóta og velfarnaðar. Að öðru leiti starfar deildin undir yfirumsjá Fiskifélags Íslands og samkvæmt lögum þess, eins og þau kunna að vera á hverjum tíma, enda njóti deildin allra hlunninda, er Fiskifélagið veitir deildum sínum út um landið. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Bogi Björnsson formaður, Ingvar Jónsson ritari og Þórarinn Jónsson gjaldkeri.

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

  • HAH00159
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Finnstunga er neðan Tunguhnjúks og stendur hátt í norðurausturhlíð Blöndudals. Útsýn er þar mikil og víð um Langadal og Ása. Bak Tunguhnjúks liggur Finnadalur fram til Skeggjastaðaskarðs. Land jarðarinnar liggur allt austur til Svartár. og eru víðlendar eyrar fram á móts við Bólstaðarhlíð. Ræktun er að mikluleyti valllendismóar og er mikill hluti túnsins í brattlendi. Íbúðarhús byggt 1942, 500 m3. Fjós fyri 14 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlöður 920 m3. Tún 30 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Svartá.
Í Tungu (Finnstungu) í Blöndudal var hálfkirkja „vel standandi" 1486.

Finnstaðir á Skagaströnd

  • HAH00271
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1920)

Finnstaðir og Háagerði eru samliggjandi jarðir. Þetta eru grasgefnar jarðir sem eiga land að sjó með góðri fjörubeit. Í landi þeirra er Finnstaðanes. Háagerði stendur í klettaás, sem mjög víðsýnt er af en Finnstaðir sunnar á skjólríkum stað. Núverandi (1975) eigandi Finnstaða er Höfðahreppur en Háagerði er í eigu Magnúsar Hjaltasonar á Bakka í Skagahreppi.

Skrá um landamerki Háagerðis og Finnsstaða.

Að norðan byrja merki á Gullhellisnöf við sjó, og er þar grjótvarða hlaðin á bakkanum, þaðan liggja merki beina sjónhending fyrir sunnan Hólkot, til vörðu, sem hlaðin er uppá Hólkotsbrekku, þaðan beina stefnu til vörðu á Hrossamýrarhrygg, þaðan ganga merki beina stefnu austur Brandaskarð, sunnan við Háagerðissel til vörðu á Selhrygg, þaðan liggja merki í Brandaskarðsgilbotn, þá ganga merki til vesturs norðan í fjallsbrúnum til klettastrýtu fyrir norðan Leynidali, fyrir norðan Borgarhaus, þaðan liggja merki beina stefnu yfir norðurenda Grenjadals, til Landamerkjagils, og þar sem það endar, sjer fyrir garði til sjóar, er stefnir norðanvert í Sandlækjarós. Í Finnstaðalandi á Spákonufell þrjá teiga fyrir utan Sandlæk út að Sandenda, og upp í flóann, eptir sem vörður vísa, ásamt öllum reka fyrir teigunum. Spákonuarfur er að nokkru leyti fyrir landi jarðanna, að undanteknum þeim hluta, sem liggur fyrir áður nefndum teigum, er heyra Spákonufelli til.

Árbakka í maí 1890.
J. Jósefsson, meðeigandi og í umboði meðeiganda minna að Háagerði
J. Jósefsson, Jens Jósefsson, Jóhann Jósefsson eigendur Spákonufells.
Árni Jónsson í umboði meðeiganda Harastaða.
Fyrir hönd ¾ Harastaða: Andrjes Árnason.
Jónann Jósefsson eigandi Finnsstaða.

Lesið upp á manntalsþingi að Viðvíki, hinn 23. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 252 fol. 131b.

Ferjukot Borgarfirði

  • HAH00252
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Ferjukot er bær og forn verslunarstaður við Hvítá í Borgarfirði, undir Þjóðólfsholti, handan árinnar gegnt Hvítárvöllum.

Ferjukot var verslunarstaður á 13. öld og má enn sjá móta fyrir rústum skammt fyrir ofan brúna þar sem heitir Búðahöfði. Í Egils-sögu segir frá láti Böðvars, sonar Egils Skalla-Grímssonar, sem drukknaði er hann var með mönnum sem fluttu varning frá verslunarstaðnum við Hvítá.

Við Ferjukot er Hvítárbrú, sem vígð var 1928 og var mikil samgöngubót. Þó lokaðist þjóðvegurinn oft við Ferjukot vegna vatnavaxta en Hvítá flæddi oft yfir veginn þar og var þá ófært í Ferjukot nema á báti. Bærinn var lengi í alfaraleið og var þar um skeið verslun, bensínstöð, pósthús og fleira. Niðursuða á laxi hófst í Ferjukoti um 1880 og stóð þar til netaveiði var aflögð í ánni. Í Ferjukoti er til mjög mikið af munum og öðru sem tengist sögu laxveiði á Íslandi og er þar vísir að laxveiðiminjasafni.

Kirkjur voru fyrrum að Hofsstöðum, löngu af tekin, á Ferjubakka og Lambastöðum, lagðar niður eftir 1600, og á Langárfossi og Álftárósi, teknar af með konungsbréfi 1765. Bænhús munu hafa verið á Ölvaldsstöðum og Álftárbakka, og talað er um bænhús á Brennistöðum og í Einarsnesi, þótt ekki sé þeirra getið í fornskjölum. Með lögum 27/2 1880 er Álftártungusókn lögð til Borgarprestakalls. Prestar í Borgarþingum sátu lengi á Ferjubakka. Með stjórnarráðsbréfi 13/3 1940 er Borgarsókn skipt í Borgar- og Borgarnessóknir.

Ferðamálafélag Húnvetninga (1984)

  • HAH10086
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1984

Ferðamálafélag Húnvetninga var stofnað 20. nóvember 1984 og er starfssvæði þess Húnavatnssýslur. Félagið er ollum opið, einstaklingum, félögum og stofnunum. Tilgangur félagsins er að efla ferðaþjónustu sem atvinnugrein í sýslunum og bæta þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn. Félagið er aðili að Ferðamálasamtökum Norðurlands.

Ferðalag Jónu Kristófersdóttur um landið 1953

  • GPJ
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1953

Frá ferðalaginu segir Páll Arason í ævisögu sinni "Áfram skröltir hann þó" sem kom út 1983, skráð af Þorsteini Matthíassyni skólastjóra á Blönduósi.

Fellsborg samkomuhús

  • HAH00443
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1965 -

Félagsheimilið Fellsborg var byggt árið 1965. Í húsinu eru 3 misstórir salir, sem nýttir hafa verið til dansleikjahalds, bíósýninga, leiksýninga, ættarmóta, afmæla, fatamarkaða og fl.
Öll íþróttaiðkun var þar til húsa, bæði á vegum skólans og ungmennafélagsins, áður en íþróttahúsið kom til sögunnar.
Bókasafn Sveitarfélagsins hefur verið þar frá því húsið var byggt.
Félagsstarf aldraðra, kvenfélagið Eining, Sjónvarpsfélaga Skagastrandar og UMF Fram hafa þar einnig aðsetur sitt.

Sími félagsheimilisins 4522720
Umsjónarmaður gsm 771-1220
Netfang: fellsborg@fellsborg.is

Félagsstarf eldri borgara (1980) Hnitbjörgum Blönduósi

  • HAH10073
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1980

Þegar Hnitbjörg, dvalarheimili aldraðra á Blönduósi var reist og tekið í notkun skapaðist aðstaða í kjallara hússins fyrir föndur og tómstundaiðju. Fyrstu íbúarnir fluttu inn 21. desember 1979 og flestir fluttu svo uppúr áramótunum 1979-1980. Hugmyndir höfðu verið uppi um tómstundaaðstöðuna í þessu nýja húsi enda vöntun á henni. Þá hafði verið um tveggja ára skeið þar á undan, vísir að slíkri starfsemi í baðstofu sjúkrahússins, um það sá Ingunn Gísladóttir kennari.
Stjórn Héraðshælisins samdi við hana að koma á fót föndurstarfsemi í Hnitbjörgum. Var hún því fyrsti forstöðumaður þessarar starfsemi.
Þessi aðstaða í Hnitbjörgum var frá upphafi, ætluð fyrir aðra sýslubúa, komna á aldur en ekki eingöngu fyrir íbúa hússins. Því var það er félagsþjónusta á vegum Blönduóshrepps var komið á laggirnar á þessum árum að starfsemin í kjallara Hnitbjarga jókst, þátttakendum fjölgaði og fjölbreytt afþreying var í boði. Keyptir voru hlutir og tæki til starfsins, sem sagt brennsluofn fyrir keramikmunagerð, um hann sá Kristín Húnfjörð. Til var rennibekkur og tól fyrir bókband, á árum áður.
Námkeið í ýmsum greinum voru haldin. Fólk í bænum og úr sveitum sóttu og notfærðu sér kennslu, aðstoð og aðstöðu. Boðið var upp á kaffi og bakkelsi fyrir lítinn pening á þessum samverustundum og önnuðust það þar til fengnar konur. Félagsþjónusta bæjarins bauð upp á akstur fyrir þá sem vildu. Svo er enn í dag 2020. Þeir sem ekki taka þátt í hannyrðum, spila á spil, lomber, brigde eða vist. Þær konur sem annast hafa „Föndrið“ Félagsstarfið frá byrjun, um lengri eða skemmri tíma eru:
Ingunn Gísladóttir, Arna Arnfinnsdóttir, Elísabet Sigurgeirsdóttir og nú Sigríður Hrönn Bjarkadóttir.

Niðurstöður 801 to 900 of 1161