Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Geysir í Haukadal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1000-2019)
History
Geysir í Haukadal er goshver sem nú til dags lætur lítið á sér kræla. Geysir er einn frægasti goshver í heimi. Margir fleiri hverir eru á Geysissvæðinu, til dæmis Strokkur, Smiður og Litli-Strokkur.
Geysis er fyrst getið með nafni árið 1647 og er þá mikill og ákafur goshver, en á þeim tímum gat hann gosið nokkuð reglulega. Þá þeyttu hann vatni 60 til 80 metra upp í loftið. Fyrir árið 1845 varð hann allt að 170 metrar. [heimild vantar] Eftir árið 1900 dró mikið úr gosvirkni hans og var kólnunarflötur vatnsins (yfirborðið) orðið of stórt. Þá var brugðið á það ráð að gera skurð úr hvernum til að leiða á brott umfram-magn af vatni til að létta undir með hvernum. Einnig var losað út í hann 100 kg af handsápu til að vatnið myndi snöggsjóða. Eftir Suðurlandsskjálftana sumarið 2000 tók Geysir aftur að gjósa en hefur nú dregið sig í hlé.
Þann 9. apríl árið 1894 keypti írskur maður, James Craig (yngri), Geysi fyrir 3000 kr. Í kaupunum fylgdu einnig hverirnir Strokkur, Blesi og Litli Geysir eða svonefnd Óþerrihola ásamt dálitlu svæði kringum hverina, alls um 650 faðmar. Ábúandinn á Haukadal áskildi sér rétt til að hafa umsjón með hverunum, gegn hæfilegri þóknun þegar eigandi væri ekki viðstaddur, ennfremur forkaupsrétt að hverunum, ef þeir yrðu seldir aftur. Seljendur hveranna voru þeir Sigurður bóndi Pálsson á Laug og synir hans Greipur og Jón bændur í Haukadal, en þeir seldu þá vegna fjárleysis. Þeir voru ekki ásakaðir fyrir söluna, því að þeir höfðu boðið landssjóði hverina til kaups, en þingið vildi ekki kaupa. Sagt var í fjölmiðlum sama ár að vel getur verið að „hinn nýi eigandi sýni hverunum meiri sóma en landssjóður hefði gert, reisi þar gistihús o. s. frv., en talið er það mjög óvíst, af þeim er kunnugastir eru“. Faðir Craigs varð þó ekki ánægður með þessi kaup, og varð það til þess að Craig yngri gaf vini sínum, E. Rogers, svæðið. Honum þótti þó lítið til þessar gjafar koma. Síðar erfði frændi hans Hugh Rogers það, en árið 1935 keypti Sigurður Jónsson svæðið og gaf íslenska ríkinu.
Places
Haukadalur; Biskupstungur; Árnessýsla; Strokkur; Smiður; Litli-Strokkur [Óþerrihola]; Blesi;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Nat
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 19.2.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul https://is.wikipedia.org/wiki/Geysir