Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Fremstagil í Langadal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1950)
History
Byggingar standa ofarlega í allbröttu túni. Bærinn er kendur til gils, ekki mikils, skammt norðan bæjar. Jörðin er ekki landmikil, graslendi frjótt og ræktunarmöguleikar sæmilegir. Um Fremstagil lækkar Langadalsfjall til norðurs. Hvassar klettabrúnir þess og hnjúkar jafnast þaðan út í ávalar bungur og fikrar gróður sig því ofar, sem utar dregur.
Íbúðarhúsbyggt 1914, viðbyggt 1955 og aftur 1973 alls 559 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús fyrir 220 fjár. Hesthús fyrir 14 hross. Hlöður 740 m3. Votheysgeymslur 110 m3..
Tún 28,2 ha. Veiðiréttur í Blöndu.
Places
Langidalur; Syðstagil [Fremstagil]; Stóragil; Engihlíðarhreppur; Langadalsfjall; Bolunganes [Buðlunganes]; Hlóðarsteinn; Einbúahóll; Bolungatjörn; Einbúinn; Kolluberg; Litlilækur; Stórilækur; Glaumbær; Strítuhóll; Blanda; Þingeyrarklaustur; Geitaskarð; Þórbrandsstaðir; Holtastaðakirkja; Hesthúsvellir; Hólhús; Réttarhús; Mylnuhús; Gerði [Þrælagerði]:
Huldusteinn / Stóristeinn / Kúasteinn. Huldufólksbústaður.
Legal status
Jörðin hét áður Syðstagil og er svo nefnd í eldri heimildum en prestur nefnir hana Fremstagil 1839. Fremstagils (þá Syðstagils) er fyrst getið 1405 í jarðakaupabréfi þeirra Jóns Ófeigssonar og Björns Einarssonar (Jórsalafara). Seldi Jón þá Birni meðal annars jörðina Syðstagil, ásamt fleiri jörðum í Langadal. Næst er jarðarinnar getið í Testamentisbréfi ónafngreinds manns, er bóla gekk um land. Gaf hann ýmsum gjafir einkum klaustrinu á Reynistað og systrunum þar í þeirri von að fá að liggja í forkirkjunni á Reynistað. Gaf hann þá Holtastaðakirkju kúgildi á Syðstagili.
Um Fremstagil segir í Húnaþingi: „Byggingar standa ofarlega í allbröttu túni. Bærinn er kenndur til gils, ekki mikils, skammt norðan bæjar. Jörðin er ekki landmikil, en graslendi frjótt og ræktunarmöguleikar sæmilegir. Um Fremstagil lækkar Langadalsfjall til norðurs. Hvassar klettabrúnir þess og hnjúkar jafnast þaðan út í ávalar bungur, og fikrar gróður.“
Jörðin var að fornu og nýju metin á 20 hundruð. Í sóknarlýsingu er jörðin sögð „Góð heyskapar- en létt hagajörð.“ Árið 1709 var landskuld 1 hundrað og var goldin með „tuttugu álna fóðri, átta álnum vaðmáls og hitt í landaurum.“ Leigukúgildi voru 5 en höfðu skömmu áður verið 6. Leigan er borguð í smjöri. Á þeim tíma voru 4 kýr, kálfur, 54 ær, 10 sauðir veturgamlir, 30 lömb, 3 hestar og 2 hross, annað fylfullt.
Heimreiðargöturnar lágu upp Stóragil og á túnakorti frá fyrri hluta 20. aldar má sjá heimreiðina liggja til norðurs frá hlaðinu. Heimreiðargatan er enn greinileg í norðurátt frá bæjarstæðinu að Stóralæk, um 75m löng. Hún er um 160sm breið, niðurgrafin á kafla og hálffull af stórgrýti. Gamla heimreiðin er beint framan við bæinn og gæti hæglega orðið fyrir raski vegna framkvæmda á svæðinu þar sem verið er að byggja upp ferðaþjónustufyrirtæki.
„Bæjarlækurinn rann niður rétt fyrir norðan hesthús, sem byggt var á svonefndum Hesthúsvelli neðst á túninu.“
Í úttekt frá 1909 segir „ [...] fjárhús yzt og efst á túni.“ Í örnefnaskrá segir: „Skammt fyrir norðan Hólhús var fjárhús nefnt Réttarhús. Rétt var byggð sunnan við það og voru kvíaærnar mjólkaðar í henni. Hætt var að færa frá á Fremstagili um síðustu aldamót, - eða etv. aðeins fyrr.“
Á melunum í suðvesturhorni Fremstagils, við Blöndu, tæplega 100m norður af landamerkjum milli Geitaskarðs og Fremstagils. Og rúmlega 1,1km ssv af bæjarhúsum á Fremstagili er steinlögn. Steinlögnin er nánast hringlaga, einföld um 10sm á hæð. Umhverfi hennar er gróið grasi, mosa og lyngi. Hlutverk er óþekkt en útlit minnir um margt á heiðna gröf en um það verður ekki fullyrt nema með frekari rannsókn.
Samkvæmt örnefnaskrá var mylla við Stóralæk beint norður undan bænum. Ekki fundust leifar myllunnar við vettvangsskráningu 2009. Mylluna byggði Erlendur Einarsson en hann bjó á Fremstagili í 33 ár. Í úttekt frá 1909 segir „Mylnuhús með tilheyrandi (án kvarnar).“ Punkturinn var tekinn eftir lýsingu í örnefnaskrá. Ekkert sást á yfirborði og því getur verið nokkur skekkja í mælingunni.
Samkvæmt lýsingu í örnefnaskrá á að vera grasblettur nokkuð suður af bænum sem heitir Þrælagerði eða bara Gerði. Ekki er í örnefnaskránni getið um annað en örnefni þarna og engin mannvirki fundust við fornleifaskráningu 2009.
Huldusteinn / Stóristeinn / Kúasteinn. Huldufólksbústaður.
Áður en bílvegur var lagður, lágu göturnar fast með Blöndu að austan.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Ábúendur;
<1870 og 1880> Einar „yngri“ Jónsson 11. maí 1823 - 27. október 1901 Húsbóndi í Skyttudal, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1860. Bóndi í Fremstagili, Holtastaðasókn, Hún. 1870 og 1880 og fyrrikona Einars 24.11.1851; Guðrún Guðmundsdóttir 1. ágúst 1822 - 7. júní 1870 Var í Syðri-Mjóadal, Bólstaðahlíðarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Fremstagili. Seinni kona hans 19.11.1874; Sigríður Guðmundsdóttir 10.7.1830, Var í Syðri-Mjóadal, Bólstaðahlíðarsókn, Hún. 1845 systir Guðrúnar.
<1901> Erlendur Einarsson 12. október 1852 - 26. júlí 1908 Var í Skyttudal, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1860. Bóndi á Fremsta-Gili í Langadal, A-Hún. Kona Erlendar 20.10.1883; Sigríður Þorkelsdóttir 10. desember 1848 - 13. maí 1938 Húsfreyja á Fremstagili í Langadal, A-Hún.
<1910 og 1920> Agnar Bragi Guðmundsson 10. október 1875 - 2. desember 1953 Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Var í Hnjúkum, Blönduóssókn, Hún. 1901. Bóndi á Blöndubakka, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hnjúkum á Ásum, A-Hún. Bóndi á Fremstagili skv. Æ.A-Hún. og kona hans 25.1.1898; Guðrún Sigurðardóttir 18. maí 1878 - 23. febrúar 1947 Húsfreyja á Hnjúkum á Ásum, A-Hún. Húsfreyja á Fremstagili skv. Æ.A-Hún. Húsfreyja á Blöndubakka, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930.
1933-1971- Hilmar Arngrímur Frímannsson 21. júní 1899 - 13. júní 1980 Var í Hvammi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Fremstagili í Langadal. Kona hans 23.5.1936; Jóhanna Birna Helgadóttir 6. júlí 1911 - 21. desember 1990 Barnfóstra á Tjörnum, Saurbæjarsókn, Eyj. 1930. Heimili: Akureyri. Fremstagili.
1971> Valgarður Hilmarsson 29. ágúst 1947. Var í Fremstagili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Kona hans; Vilborg Pétursdóttir 5. nóv. 1944. Var í Miðhúsum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.
General context
Merkjalýsing fyrir jörðinni Fremstagil í Langadal.
Suðvestur hornmerki er stór steinn, sem stendur vestanvert við veginn á utanverðu Bolunganesi [Buðlunganes], þaðan til austurs ræður bein lína í svonefndan Hlóðarstein, sem stendur á hlóðum norðan í svo nefndum Einbúahól norðaustanvert við Bolungatjörn, þá til austurs ræður bein sjónhending um hlaðna torfvörðu, sem er í mýrarhallanum fyrir austan Einbúann í stóran stein, jarðfastan í grashól vestan í hryggjunum, þaðan til austurs ræður bein stefna í klettagjá, sem er á sunnanvert við mitt Kolluberg, og þaðan til austurs þangað, sem fjallið er hæst. Þeir þrír steinar, sem ráða sögðum merkjum að sunnanverðu, eru allit merktir stöfunum L.M., sem höggnir eru á þá. Þá er merkjalínan að austan út há-fjallið í svonefndan Litlalæk, sem rennur til vesturs fyrir utan Stóralæk, að norðan ræður þessi litli lækur, þar til hann beygist suðurávið, (sem er lítið neðar en í beinni línu milli bæjanna Fremstagils og Glaumbæjar) að þá ræður bein sjónhending til vesturs í svo nefndan Strítuhól, og úr honum beint vestur í Blöndu, og hún ræður merkjum að vestan.
Þessi landamerki sem skrásett eru árið 1887, samþykkjum vjer undirritaðir.
Umboðsmaður Þingeyrarklausturs: B.G. Blöndal
Eigandi jarðarinnar Geitaskarðs: Á.Á. Þorkelsson,
Eigandi jarðarinnar Þórbrandsstaða: J. Jónatansson
Fyrir hönd móður minnar frú Hildar Bjarnadóttur Br. Bjarnason
Eigandi jarðarinnar Glaumbæjar: Pjetur Oddsson.
Lesið upp á manntalsþingi að Engihlíð, hinn 16. maí 1887, og innfært í landamerkjabók Húnavatns-sýslu, No. 64 fol. 34.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Bæ
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 25.3.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Landamerkjabók Húnavatns-sýslu, No. 64 fol. 34.
Húnaþing II bls 148
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/6RHI2NVE/fornleifaiii.pdf