Flóðvangur í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Flóðvangur í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Svæði 2 og 4 eru laxveiðisvæði. Veiðimenn á þeim svæðum búa í Flóðvangi, sem stendur sunnan við Vatnsdalshólana. Á svæði 2 er Hnausastrengur, gjöfulasti veiðistaður árinnar, og einn besti laxveiðihylur landsins. Svæði 5 er framan við Stekkjarfoss. Það er skemmtilegt veiðisvæði í gljúfri árinnar. Við það svæði er lítið veiðihús. Á aðal laxveiðisvæði árinnar eru leyfðar 7 stangir. Veiðar hefjast 18. júní og er jafnan fullbókað fram á haust. Oftast koma sömu veiðimenn ár eftir ár, og mörgum finnst ekkert sumar koma, komist þeir ekki til veiða í Vatnsdalsá.

Mikil náttúrurfegurð er í Vatnsdal. Þar er mikil saga og má geta þess að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli var þar veginn vegna deilu um veiðirétt. Fyrsti innfæddi húnvetningurinn fæddist á hól skammt frá veiðihúsinu Flóðvangi. Til minningar um það hefur Húnvetningafélagið í Reykjavík gróðursett trjálund og nefnt Þórdísarlund eftir Þórdísi dóttur Ingimundar gamla.

Við Vatnsdalsá stendur veiðihúsið Flóðvangur og er nýbúið að leggja 80 milljónir króna í endurbætur á húsinu. "Menn vilja hafa það notalegt og að umhverfið sé þægilegt," segir Pétur K. Pétursson, en hann er leigutaki Vatnsdalsár ásamt frönskum athafnamanni. Rætt er við Pétur í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu í dag, um uppbyggingarstarfið við Vatnsdalsá, umdeildar seiðasleppingar, ástina á íslenska laxinum og eitt best geymda leyndarmálið í íslenskum stangveiðiheimi.
Í dag þykir það sjálfsagt mál að nýtísku veiðihús fylgi bestu ánum - og jafnvel þeim minni líka - og sú þjónusta sem veitt er veiðimönnum jafnast á við það sem í boði er á hótelum með fullri þjónustu. Það er af sem áður var en Ásgeir Ásgeirsson forseti sem veiddi oft við Vatnsdalsá lét sér nægja að gista í kofa við ána með fjórum kojum, vöskum og kolaofni og eldunargræjan var "kosangasapparat" og einn af veiðimönnunum sá um eldamennskuna!

Places

Vatnsdalshólar; Vatnsdalsá; Hnausastrengur; Stekkjarfoss; Austur-Húnavatnssýsla:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Flóðið í Vatnsdal (8.10.1720 -)

Identifier of related entity

HAH00255

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þórdísarlundur (1952 -)

Identifier of related entity

HAH00380

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00256

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 18.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places