Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Gylfi Ásmundsson (1936-2001) Fostöðusálfræðingur

  • HAH01357
  • Einstaklingur
  • 13.9.1936 - 4.1.2001

Gylfi Ásmundsson fæddist í Reykjavík 13. september 1936. Hann lést úr krabbameini á Landspítala hinn 4. janúar síðastliðinn. Gylfi var forstöðusálfræðingur við geðdeild Landspítalans frá 1985 og dósent við Háskóla Ísl. frá 1974 auk margra annarra starfa tengdu fagi hans. Gylfa voru falin margskonar trúnaðarstörf í félagsmálum og stjórnum og ráðum tengdum störfum hans. Gylfi var mikilvirkur rithöfundur (t.d. dálkahöfundur í Mbl.) bæði í fagi hans og áhugamálum. Um fagskrif hans vísast í "Íslenska samtíðarmenn" en útgáfur um sagnfræði og ættfræðirit eru eftirfarandi: "Bollagarðaætt" (móðurætt), "Ásmundur Sigurðsson, f. 1868 á Vallá á Kjalarnesi, ævi hans, ættir og niðjar" (föðurætt), "Húsafell og nágr." (fyrir ferðamenn og sumarhúsaeigendur), "Lárus í Grímstungu" (ævisaga vinar hans), "Lækjarmótsætt" (v/ niðjamóts ættingja konu hans), "Húsafellsætt" (Niðjatal Snorra á Húsafelli í Borgarfirði) og í vinnslu með fleirum "Sálfræðingatal".
Útför Gylfa verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Halldór Ingimundur Eyþórsson (1924-2007)

  • HAH01360
  • Einstaklingur
  • 12.3.1924 - 21.9.2007

Halldór Ingimundur Eyþórsson fæddist í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi við Djúp 12. mars 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 21. september síðastliðinn. Halldór ólst upp í Fremri-Hnífsdal til 12 ára aldurs en þá flutti hann með foreldrum sínum í Húnavatnssýsluna þar sem þau bjuggu á nokkrum stöðum. Árið 1947 keyptu Halldór og Guðbjörg jörðina Syðri-Löngumýri í Blöndudal og hófu búskap þar ásamt foreldrum Halldórs. Halldór var allan sinn starfsaldur bóndi á Syðri-Löngumýri, nema nokkur ár en þá vann hann sem hirðir hjá Fáki í Reykjavík á veturna en var á sumrin vörður við sauðfjárveikivarnargirðingu á Kili. Frá árinu 1986 bjó Halldór á Syðri-Löngumýri ásamt dóttur sinni og tengdasyni en dvaldi síðustu mánuðina á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi sökum heilsubrests.
Útför Halldórs fer fram frá Svínavatnskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Halldór Pálsson (1911-1984)

  • HAH01361
  • Einstaklingur
  • 26.4.1911 -12.4.1984

Halldór Pálsson var fæddur á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 26.apríl 1911 og var því tæpra 73 ára er hann lést skyndilega að morgni 12. apríl sl. Halldór ólst upp á Guðlaugsstöðum við umsvifamikinn rausnarbúskap á fjölmennu menningarheimili, þar sem fast var sótt til allra fanga. Ekki er að efa að það hefur mótað hann svo að hann bar merki heimilis og uppeldis alla tíð. Halldór hóf nám sitt við Menntaskólann á Akureyri, en flutti sig á milli skóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1933. Þá fer hann til Skotlands að læra um sauðfjárrækt og var það mest fyrir áeggjan Jóns Árnasonar, framkvæmdastjóra hjá S.Í.S., sem hvatti hann til að kynna sér kröfur breska kjötmarkaðarins. Þegar til Edinborgar var komið réðist það fljótlega svo að Halldór innritaðist í háskólann til búvísindanáms og brautskráðist hann þaðan sem kandidat 1936. Eftir það hóf hann strax framhaldsnám er hann stundaði bæði í Cambridge og Edinborg og lauk hann doktorsprófi frá Háskólanum í Edinborg 1938. Doktorsverkefnið var á sviði vaxtarlífeðlísfræði sauðfjár og fjallaði ritgerðin um kjötgæði og kjöteiginleika skoskra sauð fjárkynja, en þau bar hann saman við eiginleika íslenska fjárins. Í Cambridge var Halldór einn af lærisveinum og samstarfs mönnum dr. Johns Hammonds, sem var heimsfrægur búfjárræktarmaður svo að talað er um „Hammond-skólann" og átt við fræði er hann og samstarfsmenn hans grundvölluðu með rannsóknum sínum. Margir urðu þessir lærisveinar Hammonds vel þekktir vísindamenn og þar á meðal Halldór Pálsson. Halldór Pálsson réðst sem sauðfjárræktarráðunautur til Búnaðarfélags íslands þegar 1937 eða áður en hann hafði lokið doktorsnáminu.

Hjá Búnaðarfélagi íslands starfaði hann síðan samfellt til 1980 aðundanskildu einu ári 1961-1962 er hann var í Nýja-Sjálandi. Sauðfjárræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands var hann í 25 ár og búnaðarmálastjóri í nær 18 ár. Hann skilaði því Búnaðarfélaginu fullu dagsverki en störf Halldórs Pálssonar voru einnig óhemju mikil á öðrum sviðum. Hann var ráðinn sérfræðingur í búfjárrækt við Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans og forstjóri þeirrar deildar 1942 og gegndi þeim stöfum með sauðfjárræktarráðunautsstarfinu til 1962. Eftir það og eftir skipulagsbreytinguna er Búnaðardeildin var gerð að Rannsóknarstofnun landbúnaðarins var hann í hlutastarfi við Rannsóknarstofnunina allt til þess er hann varð að láta af föstu starfi vegna aldursmarka og síðan áfram lausráðinn og sinnti þar rann sóknastörfum allt til síðasta dags. Árið 1943 stofnaði Halldór Pálsson sauðfjárræktarbúið að Hesti í Borgarfirði, til alhliða sauðfjárræktarstarfsemi og rannsókna. Bú þetta byggði hann upp, vann því með hörðum höndum og stjómaði að mestu allt þar til hann lét af föstum störfum. Við störf að Hestbúinu fékk Halldór svalað starfsþrá bæði bóndans og vísindamannsins sem í honum bjuggu. Auk meginþáttanna þriggja í æfistörfum Halldórs Pálssonar, sem nú hafa stuttlega verið nefndir: ráðunautsstarfanna, vísindastarfanna og stjórnarstarfanna hjá Atvinnudeild og Búnaðarfélagi, vann hann óteljandi félags og trúnaðarstörf í nefndum og stjórnum. En auk alls þessa rak hann lengí búskap í félagi við aðra eða allt frá 1937-1967 fyrst á Bjargarstöðum í Miðfirði m.a. í samvinnu við Jón Hannesson í Deildartungu og síðar ekkju hans Sigurbjörgu og síðar átti hann í búi með Arnóri Sigurjónssyni og Guðmundi Ingimarssyni er þeir ráku á Þórustöðum í Grímsnesi. Er Halldór kom til starfa fyrir stríðið herjuðu sauðfjársjúkdómarnir illvígu mæðiveikin og garnaveikin og var baráttan við þá eitt mesta viðfangsefni bænda og landbúnaðarmanna. Halldór kom strax inn í þá baráttu á vegum mæðiveikinefndar, síðar sauðfjárveikivarna og var framkvæmdastjóri garnaveikivarna 1938-1944. Af nefnda og stjórnarstörfum verður hér fátt eitt talið. Halldór var í tilraunaráði búfjárræktar allan þess starfstíma frá 1940-1965 en það hafði hvorttveggja með höndum skipulagningu allra búfjártilrauna og sá um framkvæmd þeirra að verulegu leyti í tilraunaráði landbúnaðarins og stjórn Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins var Halldór 1965-1970 og í Rannsóknaraáði ríkisins 1965-1978 og í stjórn Vísindasjóðs frá stofnun hans 1957. Í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins frá stofnun hans 1967 og til dauðadags.
Barátta Sigríðar við hlið Halldórs til að gæta heilsu hans eftir að hann veiktist fyrst alvarlega af hjartasjúkdómi fyrir fullum tuttugu árum var í alla staði aðdáunarverð. Gæfa Halldórs fólst einnig í jákvæðri afstöðu til lífsins, félagshyggju hans, trú á batnandi samfélag og að þar væri virkilega til nokkurs að vinna.

Halldóra Kolka Ísberg (1929-2007) Blönduósi

  • HAH01364
  • Einstaklingur
  • 3.9.1929 - 20.9.2007

Halldóra Kolka Ísberg fæddist í Vestmannaeyjum 03.09. 1929. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 20. september síðastliðinn. Halldóra lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1947. Hún starfaði á skrifstofu Sanitas í 9 ár og var síðan heimavinnandi húsmóðir þar til hún hóf störf hjá Háskóla Íslands sem aðstoðargjaldkeri; mörg síðustu árin sem aðalféhirðir Háskóla Íslands. Halldóra var félagslynd og starfaði í Húnvetningafélaginu í Reykjavík í fjölda ára, þar af nokkur sem formaður.
Útför Halldóru fer fram frá Háteigskirkju í dag, mánudaginn 1. október, og hefst athöfnin klukkan

Hallgerður Ragna Helgadóttir (1926-1997) Árbraut 19 Blönduósi

  • HAH01368
  • Einstaklingur
  • 25.2.1926 - 19.1.1997

Hallgerður Ragna Helgadóttir fæddist á Litla Búrfelli í Austur-Húnavatnssýslu 25. febrúar 1926. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu Blönduósi 19. janúar 1997.
Útför Hallgerðar fór fram frá Blönduóskirkju 25.1.1997 og hófst athöfnin klukkan 15.

Hallgrímur Hansson (1916-1997)

  • HAH01371
  • Einstaklingur
  • 15.3.1916 - 21.3.1997

Hallgrímur Hansson fæddist í Holti á Brimisvöllum, Snæfellsnesi, 15. mars 1916. Hann lést á heimili sínu í Skaftahlíð 9 hinn 21. mars síðastliðinn.
Hallgrímur var sveitamaður í sér og ég fann fljótt að hann kunni vel við sig á Álftanesi. Kannski vegna þess að nú var hann aftur við sjóinn eins og þegar hann ólst upp í Holti á Brimilsvöllum í gamla daga. Hann naut sín vel úti í náttúrunni, ræktaði kartöflur, hélt við girðingum. Eins átti hann það til að fara í langar gönguferðir út á fjöru með hundana með sér og sagði stoltur frá því hversu fljótur hann var í förum. Það lýsir því einmitt hversu kappsfullur Hallgrímur var í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. En þrátt fyrir það var hann mjög vandvirkur. Það sést best á handbragðinu á vinnunni hans, hvort sem hann var að smíða hús eða sauma í. Ófá listaverkin liggja eftir hann víða og á Álftanesi mun vinna hans við endurbyggingu kirkjunnar halda minningu hans á lofti. Einnig Agnesarkot, litla húsið sem hann byggði handa Agnesi sonardóttur sinni á hlaðinu á Álftanesi, að ógleymdri handavinnunni hans. Þegar endurbyggingu kirkjunnar var lokið saumaði hann til dæmis dúk og gaf kirkjunni.

Hallgrími leið best þegar hann hafði nóg fyrir stafni og hann var svo gæfusamur að enn var leitað til hans með ýmis verk þrátt fyrir háan aldur. Barnabörnin voru mjög hænd að Hallgrími, enda var hann þeim góður afi og bar hag þeirra alltaf fyrir brjósti. Þau leituðu líka oft til afa sem reyndi að liðsinna þeim sem mest hann mátti.

Hallgrímur Sigurvaldason (1917-1993) Eiðsstöðum

  • HAH01373
  • Einstaklingur
  • 6.4.1917 - 6.6.1993

Hallgrímur Sigurvaldason, Eiðsstöðum Fæddur 6. apríl 1917 Dáinn 6. júní 1993 Enn hefur fækkað um einn hér í sveitinni okkar, Hallgrímur á Eiðsstöðum lést á sunnudaginn var, eftir vanheilsu nokkur undanfarin ár. Ekki efa ég að hann hafi verið hvíldinni feginn, því að fjarri var það skapgerð hans að vera upp á aðra kominn eftir að heilsa hans gaf sig.
Eiðsstaðir er fremsti bær í byggð á vestanverðum Blöndudal, framar eru Eldjárnsstaðir og Þröm, en eru nú í eyði. Á Eiðsstöðum hafa búið síðan 1953 bræðurnir Hallgrímur og Jósef, en bjuggu þar áður fram á Eldjárnsstöðum. Bæir þessir liggja hátt yfir sjó, Eiðsstaðir auk þess í bratta og því erfið til ræktunar þó að landrými sé þar nóg. Veðursæld er þar þó meiri en víða annars staðar og það sagði Hallgrímur mér eitt sinn, að það væri viðburður ef stórhríð stæði þar yfir í heilan dag. Saman hafa þeir bræður því búið á þessari jörð í 40 ár og aðallega stundað fjárbúskap, haft kú til heimilisafnota og fáein hross. Hallgrímur var stór maður og þrekmikill og hefur á sínum yngri árum örugglega verið með þrekmestu mönnum hér um slóðir. Var hann bæði áræðinn og fylginn sér við vinnu og tamdi sér þann sið að kvarta aldrei á hverju sem gengi. Í göngur og eftirleitir fór hann í allmörg haust og var þá mjög oft sendur í lengstu göngur og hefur þá vart dregið af sér. Til er sögn er segir frá því, er hann og fleiri voru í göngum hér á heiðinni og voru á ferð við Seyðisá. Þetta var síðla hausts og krap og snjóruðningur kominn í ána og því ill yfirferðar. Menn þurftu að komast yfir ána til náttstaðar, en leist hún ófær og hugðu því til gistingar á öðrum stað. Hallgrímur hugði að ánni, þagði um stund og sagði síðan stundarhátt: "Ég ætla ekki að gista hér í nótt," og fór yfir og hinir á eftir.
Ævistarf Hallgríms var að mestu unnið á Eiðsstöðum og Eldjárnsstöðum, hann fór lítið að heiman, vann þó í mörg haust við fláningu á sláturhúsinu. Hann var natinn við skepnur og vildi hirða þær mjög vel. Eitt sinn er ég kom í gamla bæinn til hans síðla vetrar, sýndi hann mér lambhrúta er þar voru og spurði hvort þeir væru ekki þokkalegir. Hefi ég vart séð þvílíkt eldi á hrútum fyrr eða síðar.
Hallgrímur var í eðli sínu hlédrægur maður, fór sjaldan á mannamót, en var þó afar eftirtektarsamur og minnugur í hátterni annarra og gleymdi fáu sem við hann var sagt. Komst hann oft meinlega að orði, þannig að orðin "hittu". Er staup var haft við hönd hýrnaði hann allur og gat þá orðið býsna hnýflóttur til orða þannig að skeytin misstu ekki marks. Trygglyndur var hann og vinafastur.
Hinn 12. júní var gerð frá Svínavatnskirkju útför Hallgríms Sigurvaldasonar, bónda á Eiðsstöðum í Blöndudal. Með honum er góður maður genginn, sem ljúft er að minnast við ævilok.

Torfi Sigurðsson (1917-1993)

  • HAH01375
  • Einstaklingur
  • 4.2.1917 - 9.10.1993

Minning Torfi Sigurðsson bóndi á Mánaskál Í dag, laugardaginn 16. október, er til moldar borinn frá Höskuldsstaðarkirkju Torfi Sigurðsson frá Mánaskál, en hann lést á Landspítalanum 9. október eftir að hafa legið þar mikið veikur í þrjár vikur.
Torfi var fæddur að Ósi í Nesjum á Skaga 4. febrúar 1917, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur sem þar bjuggu. Þau áttu átta börn og var Torfi fimmti í röðinni. Þau fluttust að Mánaskál í Laxárdal 1918 er þau keyptu þá jörð og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Torfi hefur því verið eins árs er þau fluttust. Móðir hans lést 1922 er hún ól sitt áttunda barn, af barnsfarasótt, sem var því miður nokkuð algeng á þeim árum. Torfi fór ungur maður í Eiðaskóla til að afla sér menntunar. Leið hans lá svo suður til Reykjavíkur þar sem hann vann við ýmis störf. Hann var mjög laginn og fljótur að læra og mun hann hafa unnið mikið við bíla- og vélaviðgerðir hér syðra. Þetta kom sér vel fyrir hann í búskapnum eftir að vélarnar komu til sögunnar. Eins munu nágrannar hans hafa notið góðs af hagleik hans, því að hann var mjög bóngóður og átti erfitt með að neita mönnum um greiða. Torfi keypti jörðina af föður sínum og tók við búinu 1953, en faðir hans lést 1968. Torfa voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sveitarfélag sitt, Vindhælishrepp, sérstaklega nú síðari árin, er hann hefur setið í hreppsnefnd og verið fulltrúi þess á fjórðungsþingum. Þá hefur hann verið í sóknarnefnd Höskuldsstaðarsóknar og séð um kirkjuna í nokkur ár.
Torfi hefur ekki gengið heill til skógar undanfarin ár, þó að það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir tæpu ári hversu alvarlegur sjúkdómur hans var, sem hefur leitt til þess að hann er nú allur.

Hannes Stephensen Pétursson (1931-2010) Blönduósi

  • HAH01381
  • Einstaklingur
  • 10.12.1931 - 17.3.2010

Hannes Stephensen Pétursson fæddist í Hafnardal, Nauteyrarhreppi, Norður-Ísafjarðarsýslu 10. desember 1931. Hann lést á Heilbrigðiststofnun Blönduóss hinn 17. mars síðastliðinn. Útför Hannesar fór fram frá Blönduóskirkju, laugardaginn 27. mars 2010, kl. 12.

Hannes Jónsson (1880-1968)

  • HAH01380
  • Einstaklingur
  • 13.1.1880- 29.8.1968

Hannes var fæddur að Núpsstað 13. janúar 1880 og bjó þar alla sína tíð þar til hann lézt þann 29. ágúst síðastl.
Núpsstaður er austasti bærinn í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann stendur fallega í stóru sléttu en hallandi túni. Bærinn snýr til suður. Bæjarhúsin eru sum forn, einkum munu smíöjan og skemman vera gömul. Íbúðarhúsið er miklu yngra. Langelzta byggingin á staðnum er trúlega gamla bænhúsið, sem stendur austanvert við bæjarhúsin í miðjum kirkjugaröi. Til Forna hét Núpsstaður ,,at Lómagnúp", og er það ofur auðskiliö, því að fjallið mikla, sem rís mót himni einum þrem kílómetrum austan við bæinn, snarbratt og tignarlegt, setur svip sinn á allt þetta hérað, svo langt sem séð verður, hvort heldur er að austan eða vestan. Þó er þarna ærin glæst og reisnarleg fjallsýn. Þessi einstæði fjallrisi, sem rís þverhníptur upp af Skeiðarársandi er eitt frægasta fjall á Íslandi.—

Helga Jónsdóttir (1911-1989) frá Ásum

  • HAH01411
  • Einstaklingur
  • 2.3.1911 - 1.5.1989

Helga Ingibjörg Jónsdóttir frá Ásum Fædd 2. mars 1911 Dáin 1. maí 1989. Helga var mjög vel gefin en það varð þó ekkert af langskólanámi. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi og síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Þar lærði hún kjólasaum. Síðan vann hún mikið hjá klæðskerum við saumaskap á einkennisfötum og öðrum vönduðum herrafötum. Hún var mjög vandvirk og þess vegna eftirsóttur starfskraftur. Þegar Sigfús í Heklu stofnaði saumastofuna Íris um 1949 varð Helga þar verkstjóri.
Árið 1959 þegar Helga var komin hátt á fimmtugsaldurinn giftist hún Erlendi Jónssyni. Erlendur var vel greindur, skemmtilegur og einstaklega lífsglaður og ljúfur maður. Hann reyndist Helgu frábærlega vel. Líf Helgu gerbreyttist. Þau fóru saman á dansiböll og í ferðalög, löng og stutt, utan lands og innan. Það var gist í tjaldi ef veður leyfði, annars á hótelum eða hjá kunningjum. Erlendur var mikill laxveiðimaður. Hann var fljótur að koma veiðistöng í hendurnar á Helgu. Hún hreifst með og reyndist góður nemandi. Fljótlega var hún farin að fá'ann líka.

Helga Ólafsdóttir (1937-1988)

  • HAH01414
  • Einstaklingur
  • 30.10.1937 - 23.5.1988

Í dag er Helga Ólafsdóttir húsfreyja á Höllustöðum kvödd hinstu kveðju frá sóknarkirkju sinni að Svínavatni. Við sviplegt fráfall hennar verður syrgjendum og vinum stirt um stef, enda þótt helfregnin hafi ekki komið á óvart. Við undrumst enn þau örlög, sem því fólki eru sköpuð, sem hrifið er burt í blóma lífsins frá hálfnuðu verki. En í eftirsjá okkar eftir þeirri samveru, sem við fórum á mis við, er þó gott að eiga einungis bjartar minningar um þá konu, sem háði sitt erfiða dauðastríð af sömu reisn og einkenndi hana alla ævi.
Helga Ólafsdóttir átti því láni að fagna að flytjast úr föðurgarði með betra veganesti en almennt gerist. Í ljúfum uppvexti mótaðist jákvæð lífsafstaða hennar, siðferðisþrek og sjálfstraust, sem gerði henni kleift að gefa af sjálfri sér og eiga farsæl og frjó samskipti við annað fólk. Hún ólst upp á menningarheimili, sem á allan hátt var veitandi gagnvart umhverfi sínu. Hún naut góðrar menntunar og ræktaði strax með sér þá innri menningu, sem bezt dugði á vegferð hennar.
Að afloknu stúdentsprófi voru henni allir vegir færir og hún átti á flestu völ. Hún kaus að ganga á vit ævintýrisins gegn ríkjandi hefðum og venjum þess tíma. Ásamt brúðguma sínum valdi hún að ævistarfi atvinnugrein, sem þá þegar þótti dauðadæmd, en hefur samt sem áðurverið fýsilegur kostur þeim, sem ekki sækjast eftir verðmætum, er mölur og ryð fá grandað. Með þeirri ákvörðun sýndi hún kjark og sjálfstæði, sem ávallt átti eftir að einkenna hana.
Við komu hennar þótti mér sem Blöndudalur víkkaði og breytti um svip. Hún tókst á við verkefni sín af dirfsku og dugnaði og ræktaði sinn garð af stakri ábyrgðartilfinningu. Fyrstu árin helgaði hún heimilinu alla krafta sína og uppskar að launum farsælt fjölskyldulíf og barnalán. Hún sigraðist á öllum erfiðleikum með þrautseigju og hugkvæmni og óx af hverri raun. Húnhafði farsæla umgengnishæfileika og persónutöfra, sem gerðu hana eftirsótta í hverjum félagsskap. Hún átti jafn auðvelt með að blanda geði við landsfeður sem almúgafólk og ekki varð séð, að hún gerði sér mannamun í því sambandi. Sakir réttlæt istilfinningar sinnar hafði hún þó afdráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum og átti kjark og hreinskilni til að láta þær í ljósi. Auk forystuhæfileika hafði hún einnig til að bera auðmýkt gagnvart almættinu og ræktarsemi, sem ljóslega birtist í starfi hennar í sóknarnefnd.
Vart miðaldra stóð hún aftur frammi fyrir vali, er bóndi hennar var að hefja stjórnmálaferil sinn. Hún kaus að hvetja hann til dáða og greiða veg hans, enda þótt það hefði í för með sér fjarvistir hans frá bú inu, sem hún veitti forstöðu langtímum saman. Ötul gekk hún í þau erfið isverk, sem hvað minnst eru metin á Íslandi, og sinnti þeim af sömu reisn sem öllu öðru, því þetta var hennar val. Í mótvindi sem meðbyr varð hún bónda sínum sá bakhjarl sem mest og bezt dugði honum.

Helga Ólína Aradóttir (1913-2004) Móbergi

  • HAH01415
  • Einstaklingur
  • 13.3.1913 - 27.6.2004

Helga Ólína Aradóttir fæddist á Móbergi í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu 13. mars 1913. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 27. júní síðastliðinn.

Helga Sigríður Þorsteinsdóttir (1915-2011) Bessastöðum

  • HAH01418
  • Einstaklingur
  • 30.4.1915 - 7.2.2011

Helga Sigríður Þorsteinsdóttir fæddist á Öxl í Austur-Húnavatnssýslu 30. apríl 1915. Hún lést 7. febrúar 2011.
Helga fluttist eins árs með foreldrum sínum að Þjótanda í Árnessýslu. Árið 1919 flytur hún við skilnað foreldra sinna að Barði í Miðfirði og ólst þar upp hjá móðurömmu sinni, Sigríði Jónasdóttur prestsekkju frá Melstað. Eftir barnafræðslu þess tíma fékk hún að njóta frekari tilsagnar með börnum prestshjónanna á Melstað. Hún stundaði nám í tvo vetur við Kvennaskólann á Blönduósi. 4. júní 1938 giftist hún Einari Friðgeiri Björnssyni, bónda á Bessastöðum, og þar bjuggu þau alla sína búskapartíð. Hún vann á Saumastofunni Drífu á Hvammstanga frá 1973 til 1983. Hún tók virkan þátt í félagstörfum í sinni sveit, var meðal annars í sóknarnefnd Melstaðarkirkju, í stjórn Kvenfélagsins Iðju og Kvennabands Vestur- Húnavatnssýslu, skólanefnd og áfengisvarnarnefnd Ytri-Torfustaðahrepps o.fl.

Útför Helgu var gerð frá Melstaðarkirkju í Miðfirði, 19. febrúar 2011, og hófst athöfnin kl. 14.

Henrietta Björg Fritzdóttir Berndsen (1913-1998) Stóra-Bergi Skagaströnd

  • HAH01426
  • Einstaklingur
  • 7.11.1913 - 15.2.1998

Haustið 1935 var þetta litla þorp við Hvammsfjörðinn mjög frábrugðið því sem það er í dag. Það var heldur ekkert líkt Vesturbænum í Reykjavík. Í Búðardal voru engir fiskreitir, engin höfn og heldur enginn slippur. Þá voru þrjú íbúðarhús fyrir innan kaupfélag og sex á útplássinu. Þessi níu hús stóðu í skjóli undir háum börðum, sem skýldu fyrir norðaustanvindinum, sem þarna á það til að vera þrálátur. Einkum var skjólið gott á útplássinu, þar voru börðin hærri og lega þeirra hagstæðari. Hið efra voru Fjósabæirnir tveir og Bjarnabær. Þetta litla samfélag einkenndist af mikilli samheldni, samhjálp og vináttu fólksins sem þarna bjó. Lífsbaráttan var hörð, atvinna oft stopul og flestir ef ekki allir drýgðu tekjur sínar með skepnuhaldi. Í dag myndu kjör af þessu tagi þykja kröpp en þarna undu allir glaðir við sitt.

Herdís Petrea Valdimarsdóttir (1927-2006) frá Selhaga

  • HAH01430
  • Einstaklingur
  • 18.7.1927 - 23.12.2006

Herdís Petrea Valdimarsdóttir fæddist á Selhaga í Bólstaðarhlíðarhreppi 18. júlí 1927.
Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. desember 2006. Síðustu 6 árin dvaldist Herdís á Grund.
Útför Herdísar var gerð frá Fossvogskapellu 4. janúar 2007.

Herdís Stefánsdóttir (1951-1999)

  • HAH01431
  • Einstaklingur
  • 10.3.1951 - 8.11.1999

Herdís Stefánsdóttir fæddist á Sauðárkróki 10. mars 1951. Hún lést í sjúkrahúsi í Rochester í New York-ríki í Bandaríkjunum hinn 8. nóvember síðastliðinn. Herdís lauk sjúkraliðaprófi og starfaði lengst af á Vistheimilinu á Sólborg og síðar á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Útför Herdísar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Hildigunnur Magnea Jóhannsdóttir (1940-1996)

  • HAH01434
  • Einstaklingur
  • 7.8.1940 - 1.1.1996

Hildigunnur Magnea Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1940. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi 1. janúar síðastliðinn. Útför Magneu fór fram frá Hólaneskirkju 6. janúar.
Hún stofnaði ung sitt heimili með Guðmundi Árnasyni frá Gnýstöðum á Vatnsnesi. Þau bjuggu á Geitafelli um tíma, en fluttu svo til Skagastrandar og hafa átt sitt heimili þar síðan.

Hjalti Árnason (1915-2010) Skeggjastöðum á Skaga

  • HAH01439
  • Einstaklingur
  • 11.1.1915 - 4.7.2010

Hjalti Árnason fæddist í Víkum á Skaga, Austur Húnavatnssýslu, hinn 11. janúar 1915. Hann andaðist sunnudaginn 4. júlí síðastliðinn á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Hjalti var bóndi alla sína starfsævi, en auk þess starfaði hann sem póstur sveitarinnar í áratugi. Á fyrstu árum búskapar síns eignaðist hann jarðvinnsluvélar sem hann nýtti fyrir sjálfan sig og vann auk þess fyrir nágranna sína. Hann var einnig sjálfmenntaður járnsmiður, átti smiðju þar sem hann smíðaði m.a. skeifur undir reiðhesta sína og annarra.
Hjalti verður jarðsunginn frá Hofskirkju 10. júlí 2010 kl. 14. Jarðsett verður í heimagrafreit á Skeggjastöðum.

Hróðný Einarsdóttir (1908-2009) Hróðnýjarstöðum

  • HAH01455
  • Einstaklingur
  • 12.5.1908 - 6.9.2009

Hróðný Einarsdóttir fæddist á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í Dalasýslu 12.5.1908. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu í Skógarbæ, 6.9. s.l. Hróðný ólst upp á Hróðnýjarstöðum við alhliða sveitastörf, Heimilið var rómað fyrir listhneigð, svo sem söng, orgel- og harmonikkuleik og fallegt handbragð: listmálun, skrautritun og ljósmyndun. Hróðný fór í Kvennaskólann á Blönduósi einn vetur. Eftir að þau Hróðný og Jóhannes giftust hófu þau búskap að Sámsstöðum í Laxárdal, en fluttust til Reykjavíkur 1932 þar sem Jóhannes hóf kennslustörf og starfaði síðan sem rithöfundur og skáld. Árið 1940 fluttu þau til Hveragerðis þar sem þau bjuggu í nær tuttugu ár. Þau reistu sér hús í Skáldagötunni og voru þar frumbyggjar í götunni sem nú heitir Frumskógar. Árið 1946 fóru þau til Svíþjóðar og voru þar í eitt ár og ferðuðust þá um Norðurlöndin. Þegar þau komu frá Svíþjóð fluttu þau aftur til Hveragerðis og komu sér upp húsi í Bröttuhlíð ofar í þorpinu. Þar bjuggu þau til 1959 að þau fluttust til Reykjavíkur. Vorið 1955 urðu þau fyrstu skálaverðir Ferðafélags Íslands í Þórsmörk og voru þar á hverju sumri til 1962. Eftir lát Jóhannesar bjó Hróðný í Reykjavík og síðustu árin dvaldist hún á hjúkrunarheimilum, fyrst í Foldabæ og síðar í Skógarbæ. Útför Hróðnýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag 16.september, og hefst athöfnin klukkan 13.00.

Hulda Sigurjónsdóttir (1927-2009) Eyrarkoti í Kjós

  • HAH01464
  • Einstaklingur
  • 1.11.1927 - 16.1.2009

Hulda Sigurjónsdóttir, Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, fæddist á Sogni í Kjós 1. nóvember 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. janúar síðastliðinn. Hulda og Karl hófu búskap að Hálsi í Kjós 1948. Þaðan fluttu þau að Eyrarkoti í Kjós 1966 þar sem þau sáu um Póst- og símstöðina þar til hún var lögð niður 1982. Þá fluttu þau í Mosfellsbæ og bjuggu þar upp frá því. Eftir að þau fluttu í Mosfellsbæinn starfaði Hulda um nokkurra ára skeið í þvottahúsi Reykjalundar. Síðustu þrjú árin bjó hún í Hlaðhömrum Mosfellsbæ.

Útför Huldu fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Hörður Valdimarsson (1925-2006)

  • HAH01468
  • Einstaklingur
  • 9.2.1925 - 3.7.2006

Hörður Valdimarsson fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1925. Hann lést mánudaginn 3. júlí síðastliðinn. Hörður ólst upp í Reykjavík til sjö ára aldurs, þá fluttist hann með foreldrum sínum að Hornbjargsvita þar sem Valdimar var vitavörður frá 1932 til 1936. Guðrún móðir Harðar og þrír bræður hans létust þar í september 1935. Eftir að Valdimar fór frá Hornbjargsvita leystist heimilið upp og fóru systkinin í fóstur. Hörður fór til Holtastaða í Langadal til hjónanna Jónatans Líndal og seinni konu hans, Soffíu Líndal, þar sem hann var til fullorðinsára. Hörður fór til búfræðináms á Hvanneyri í Borgarfirði og lauk því námi 1944. Árið 1950 hóf Hörður störf í lögreglunni í Reykjavík og lauk námi frá Lögregluskólanum 1951. Hörður var varðstjóri í slysarannsóknardeild árið 1971. Hann var kennari við lögregluskólann frá 1968-1972. Hörður starfaði mikið að umferðaröryggismálum og var formaður klúbbsins Öruggur akstur um tíma. Hann var félagi í Lögreglukórnum um langt skeið og í stjórn hans. Árið 1972 fluttu þau hjón austur að Akurhóli þar sem Hörður tók við starfi aðstoðarforstöðumanns við vistheimilið að Gunnarsholti. Þar starfaði hann til ársins 1995 þegar hann fór á eftirlaun. Þau hjón fluttust árið 1999 til Hellu þar sem þau hafa búið síðan. Hörður hefur starfað mikið í Lionshreyfingunni frá því hann fluttist austur, var formaður klúbbsins um tíma, umdæmisstjóri 1981-1982 og fékk heiðursviðurkenningu Melvin Jones árið 1985. Hann starfaði mikið að málefnum aldraðra á Rangárvöllum og var virkur í stjórn þeirra samtaka og varaformaður í þrjú ár.

Indriði Stefánsson Hjaltason (1930-2006)

  • HAH01469
  • Einstaklingur
  • 13.8.1930 - 2.4.2006

Indriði Stefánsson Hjaltason fæddist á Siglufirði 13. ágúst 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss að morgni 2. apríl síðastliðins. Indriði ólst upp á Siglufirði til 12 ára aldurs en þá fluttu foreldrar hans á jörðina Máná á Úlfsdölum og seinna fluttu þau sig á jörðina Bræðraá í Sléttuhlíð. Indriði stundaði almenn sveitastörf og sjómennsku með föður sínum er hann var ungur Hann kom til Skagastrandar árið 1957 og vann við síldarvinnslu og kynntist konunni sinni þar. Lagði hann fyrir sig sjómennsku sem hann stundaði meiri hluta ævinnar, einnig vann hann við múrverk í mörg ár. Hann var með sauðfjárbúskap frá 1968-1978 eins og tíðkaðist á þeim árum. Átti hann töluverðan bústofn og eins mikið af hrossum en af þeim hafði hann mikið yndi. Frá því að Indriði kom til Skagastrandar bjó hann þar og byggði hann húsið sem þau hjónin bjuggu í. Hin síðari ár átti Indriði við töluverða vanheilsu að stríða og var af þeim sökum oft á spítala en þess á milli var hann heima og naut umönnunar konu sinnar.

Útför Indriða verður gerð frá Hólaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Helga Áslaug Guðbrandsdóttir (1923-2011) Sólheimum í Laxárdal, Dal.

  • HAH01401
  • Einstaklingur
  • 28.7.1923 - 10.7.2011

Helga Áslaug Guðbrandsdóttir fæddist í Lækjarskógi, Laxárdal, Dalasýslu 28.7.1923. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni 10.7.2011. Helga var bóndi og húsmóðir í Sólheimum í Laxárdal og bjó þar áfram ásamt Guðbrandi syni sínum eftir lát Ólafs Ingva manns síns uns hún fluttist á dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal árið 2002.
Útför Helgu Áslaugar fer fram frá Hjarðarholtskirkju í dag, 16. júlí 2011, og hefst athöfnin klukkan 14.

Þorsteinn Jóhannes Marteinn Nikulásson (1909-1990)

  • HAH02154
  • Einstaklingur
  • 3.10.1909 - 23.12.1990

Þorsteinn Jóhannes Marteinn Nikulásson 3. október 1909 - 23. desember 1990 Bóndi á Búðum í Staðarsveit. Var í Bjarnarhöfn, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Bóndi á Búðum, Staðastaðarsókn, Snæf. 1930. Ólst upp hjá Margréti Ingibjörgu Stefánsdóttir f. 8.9.1873 - 29.3.1940 Ráðskona Konráðs bróður síns í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Síðast bústýra á Búðum á Snæfellsnesi. Fatasaumskennari. Dó ógift og barnlaus.
Síðast búsettur í Gerðahreppi.

Anna Guðmundsdóttir (1918-2014)

  • HAH02330
  • Einstaklingur
  • 28.6.1918 - 9.11.2014

Anna Guðmundsdóttir f. 28.6.1918 - 9.11.2014 Var á Staðarbakka, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var að Staðarbakka 1, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Matráðskona og starfaði við matar- og framreiðslustörf í Reykjavík. Anna ólst upp í stórum systkinahópi á Staðarbakka við leik og störf.
Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 9.11.2014. Útför Önnu verður gerð frá Staðarbakkakirkju í Miðfirði í dag, 29.11.2014, kl. 14.

Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík

  • HAH10027
  • Einstaklingur
  • 13.2.1925 - 5.2.1982

Pétur Júlíus Sæmundsen var fæddur á Blönduósi 13. febrúar 1925. Evald átti við heilsuleysi að stríða og lést á heilsuhæli í Danmörku árið 1926. Pétur var yngstur systkinanna og sá hann aldrei föður sinn. Pétur ólst upp hjá móður sinni hér á Blönduósi ásamt systrum sínum tveimur. Var hann þar liðtækur félagi sem og í öðrum félögum. Svo mikill Húnvetningur sem Pétur var, þá var ekki nema eðlilegt að hann ynni mikið í Húnvetningafélaginu.

Anna Guðrún Guðmundsdóttir (1876-1968) Kárahlíð

  • HAH023335
  • Einstaklingur
  • 9.7.1876 - 14.12.1968

Anna Guðrún Guðmundsdóttir f. 9.7.1876 - 14.12.1968. Var á Refsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Kárahlíð í Holtastaðasókn 1897. Fór til Kanada 1920. Tók upp nafnið Anna Hallson. Ekkja Miðgili 1910

Anna Bjarnadóttir (1888-1964) Blönduósi

  • HAH02345
  • Einstaklingur
  • 16.4.1888 - 9.3.1964

Húsfreyja Pálmalundi á Blönduósi 1909-19, síðar í Grímsstaðaholti í Reykjavík. Vertshúsi 1910. Ekkja á Ránargötu 11, Reykjavík 1930.

Anna Halldórsdóttir (1902-1975) Akureyri

  • HAH02347
  • Einstaklingur
  • 5.6.1902 - 21.5.1975

Fór frá Hvoli, Dal. til Akureyrar 1928. Húsfreyja á Akureyri 1930. Húsfreyja. Síðast bús. á Akureyri.

Anna Jóhannsdóttir (1861-1948) Mánaskál

  • HAH02359
  • Einstaklingur
  • 8.5.1861 - 5.9.1948

Anna Jóhannsdóttir f. 8.5.1861 - 5.9.1948. Var á Orrastöðum, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja Mánaskál og í Brautarholti Blönduósi 1940 og 1947.

Anna Jónsdóttir (1891-1995) Höskuldsstöðum í Reykjadal

  • HAH02363
  • Einstaklingur
  • 15.1.1891 - 29.3.1995

Anna Jónsdóttir f. 15.1.1891 - 29.3.1995. Ráðskona á Höskuldsstöðum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Skútustaðahreppi.
Anna Jónsdóttir frá Höskuldsstöðum í Reykjadalfæddist á Breiðumýri í Reykjadal 15. janúar 1891. Hún lést í sjúkrahúsinu á Húsavík miðvikudaginn 29. mars 1995.
Útför Önnu frá Höskuldsstöðum fór fram frá Skútustaðakirkju 5.4.1995 og hófst athöfnin klukkan 14.00.

Anna Kristín Guðmannsdóttir (1955)

  • HAH02367
  • Einstaklingur
  • 17.4.1955 -

Anna Kristín Guðmannsdóttir f. 17.4.1955. Var í Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Sjúkraliði Mosfellsbæ

Anna Kristjánsdóttir (1863-1947)

  • HAH02371
  • Einstaklingur
  • 30.8.1863 - 24.10.1947

Anna Kristjánsdóttir 30. ágúst 1863 - 24. október 1947. Húsfreyja á Víðivöllum, Hálssókn, S-Þing. 1930. Húsfreyja á Kálfborgará í Bárðardal, og Veisu og Víðivöllum í Fnjóskadal.

Anna Pétursdóttir (1871-1936) Bergsstöðum

  • HAH02401
  • Einstaklingur
  • 12.11.1871 - 25.2.1936

„Sóknarpresturinn sem kom til Bergsstaðaprestakalls 1925 á sterkan þátt í framfaramálum sókna sinna, gengi kórsins, byggingu Húnavers og að leggja rækt við skáldmælt ungmenni eins og sjá má af sögunni Messudagur eftir Guðmund Halldórsson. Biskupinn hringdi til guðfræðingsins unga í september eftir að hann hafði lokið prófinu til að segja honum frá eina lausa prestakallinu, Bergsstaðaprestakalli og þar hafði Ásmundur Gíslason móðurbróðir hans þjónað og unað þar vel en kona hans síður. Og klerkur sló til og sló 75 krónu lán fyrir hempunni. Til Blönduóss kom hann með skipi 9. nóvember 1925 með eigur sínar í tveim ferðatöskum og 2-3 bókakössum. Þá var komin vörubíll á Blönduós, bílfært fram að Auðólfsstöðum og ný saga að hefjast.“ (Ingi Heiðmar Húnahornið 16.2.2016)

Anna Sigurlína Guðmundsdóttir (1914-1974)

  • HAH02418
  • Einstaklingur
  • 6.1.1914 - 18.9.1974

Anna Sigurlína Guðmundsdóttir 6. janúar 1914 - 18. september 1974. Lausakona Brúarlandi Blönduósi 1933. Síðast bús. á Akureyri.

Anna Katrín Þórarinsdóttir Eggerz (1861-1891)

  • HAH02431
  • Einstaklingur
  • 15.8.1861 - 1891

Anna Katrín f. 15.8.1861 - 1891, fór vestur um haf 1891 með Páli, manni sínum og mun hún hafa verið vanfær. Hún lést á leiðinni vestur. Tökubarn á Sandlæk, Hrepphólasókn, Árn. 1870.

Ari Erlingur Jónsson (1946)

  • HAH02450
  • Einstaklingur
  • 18.10.1946 -

Ari Erlingur Jónsson 18. október 1946. Var í Hólanesi, Höfðahr., A-Hún. 1957

Arinbjörn Árnason (1889-1966)

  • HAH02466
  • Einstaklingur
  • 10.7.1889 - 26.2.1966

Arinbjörn Árnason 10. júlí 1889 - 26. febrúar 1966. Var á Hvalkletti, Glæsibæjarsókn, Eyj. 1890. Sjómaður á Akureyri. Bóndi í Hvammi á Galmaströnd 1910-14.

Arndís Kristjánsdóttir (1895-1988)

  • HAH02484
  • Einstaklingur
  • 21.5.1895 - 24.10.1988

Arndís Kristjánsdóttir 21. maí 1895 - 24. október 1988. Var á Víðivöllum, Hálssókn, S-Þing. 1930. Ljósmóðir í Hálshr., S-Þing.

Arndís Magnúsdóttir (1891-1948) Lækjarskógi Dölum

  • HAH02486
  • Einstaklingur
  • 30.5.1891 - 16.7.1948

Arndís Magnúsdóttir 30. maí 1891 - 16. júlí 1948. Fósturbarn á Gunnarsstöðum, Snóksdalssókn, Dal. 1901. Húsfreyja í Lækjarskógi. Nefnd Stendís í 1930.

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

  • HAH02504
  • Einstaklingur
  • 17.8.1856 - 5.5.1900

Arnór Egilsson 17. ágúst 1856 - 5. maí 1900 Var í Hringveri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1860. Verzlunarþjónn og ljósmyndari á Blönduósi 1880 og Vertshúsi 1882-1885. Ljósmyndasmiður á Hæl, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Bóndi og ljósmyndari á Bjarnastöðum í Vatnsdal 1893-1899. Ljósmyndasmiður á Akureyri 1900. Arnór Egilsson fæddist á Holtastöðum í Langadal í Húnavatnssýslu 4. ágúst 1856. Faðir hans var Egill Halldórsson (1819-1894) bóndi og smiður á Reykjum á Reykjabraut og móðir Sigurveig Jóhannesdóttir (1832-1899) húsfreyja frá Laxamýri. Sigurveig var fyrri kona Egils. Þau skildu en hún giftist síðar Þorsteini Snorrasyni bónda síðast í Brekknakoti í Reykjahverfi S-Þing. Síðustu ár sín bjó hún í Argyle byggð í Kanada og lést þar.

Arnór Karlsson (1935-2009)

  • HAH02505
  • Einstaklingur
  • 9.7.1935 - 25.2.2009

Arnór Karlsson fæddist í Efstadal í Laugardal í Árnessýslu 9. júlí 1935. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi í Reykjavík 25. febrúar 2009. Síðustu árin átti hann heima í Reykholtshverfi í Biskupstungum.
Útför Arnórs fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst kl. 14.
Jarðsett verður í Torfastaðakirkjugarði.

Arnór Kristján Sigurðsson (1923-1993)

  • HAH02506
  • Einstaklingur
  • 3.7.1923 - 5.9.1993

Arnór Kristján Sigurðsson 3. júní 1923 - 5. september 1993 Var á Hrauni, Núpssókn, V-Ís. 1930. Fósturfor: Bernharður Jónsson og Sigríður Sigurlína Finnsdóttir á Hrauni. Stýrimaður, starfaði í Straumsvík. Síðast bús. í Hafnarfirði.

Auðbjörg Jónsdóttir (1853-1929) Illugastöðum

  • HAH02516
  • Einstaklingur
  • 5.1.1853 - 19.11.1929

Auðbjörg Jónsdóttir 5. janúar 1853 - 19. nóvember 1929. Húsmóðir á Illugastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. Var þar 1860 og 1901.

Benedikt Björnsson (1858-1935)

  • HAH02562
  • Einstaklingur
  • 28.3.1858 - 25.10.1935

Benedikt Björnsson 28. mars 1858 - 25. október 1935 Var á Hörghóli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1860. Lögheimili í Þórukoti, Víðidalstungusókn, sjómaður, vinnumaður á Almenningi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1880. Húsbóndi á Hrappstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1890. Bóndi í Þórukoti, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930.

Benedikt Benónýsson (1878-1943) Kambshóli

  • HAH02580
  • Einstaklingur
  • 4.11.1878 - 7.3.1943

Benedikt Pétur Benónýsson 4. nóvember 1878 - 7. mars 1943 Barn hennar á Torfastöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Bóndi á Kambhóli í Þorkelshólshr., Hún. Bóndi á Kambshóli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930.

Benedikt Steingrímsson (1947-2016) Snæringsstöðum

  • HAH02585
  • Einstaklingur
  • 12.2.1947 - 14.6.2016

Benedikt Sveinberg Steingrímsson 12. febrúar 1947 - 14. júní 2016 Bóndi á Snæringsstöðum, Svínavatnshr., Steingrímur var fæddur á Snæringsstöðum og átti þar heima mestan hluta ævi sinnar. Foreldrar hans voru bæði Svínhreppingar, faðir hans var Guðmann Helgason frá Svínavatni og móðir hans Guðrún Jónsdóttir, fædd á Hamri en fluttist kornung með foreldrum sínum að Ljótshólum og ólst þar upp. Hann naut þess að alast upp hjá góðum foreldrum og í glöðum systkinahópi. Guðmann var hraustmenni og snar í snúningum, víðlesinn og fróður vel. Hann kenndi mér fermingarárið mitt í farskóla Svínavatnshrepps og var ég fimm vikur í skóla þann vetur. Árið 1942 kom ung stúlka að Snæringsstöðum, Auður Þorbjarnardóttir frá Brúsastöðum í Vatnsdal. Steingrímur og Auður bundust tryggðaböndum og hafa nú átt samleið í hálfa öld. Fyrst við búskap á Snæringsstöðum og síðar hér í Reykjavík.
Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru á lífi. Alls eiga þau sextán afkomendur.

Hlíf Sigurðardóttir (1953) Blönduósi

  • HAH02608
  • Einstaklingur
  • 5.6.1953 -

Bergþóra Hlíf Sigurðardóttir 5. júní 1953. Blönduósi. Var á Hafursstöðum, Vindhælishr., A-Hún. 1957.

Bernharður Stefánsson (1889-1969)

  • HAH02611
  • Einstaklingur
  • 8.1.1889 - 23.11.1969

Bernharð Stefánsson 8. janúar 1889 - 23. nóvember 1969 Bóndi á Þverá, Bakkasókn, Eyj. 1930. Alþingismaður og bóndi á Þverá í Öxnadal, síðast bús. á Akureyri.

Berta Ágústa Sveinsdóttir (1896-1968)

  • HAH02612
  • Einstaklingur
  • 31.8.1896 - 28.3.1968

Berta Ágústa Sveinsdóttir 31. ágúst 1896 - 28. mars 1968 Húsfreyja í Lækjarhvammi við Reykjavík. Var í Stapakoti, Njarðvíkursókn 1910 og 1930.

Bessi Þorleifsson (1835-1914) Sölvabakka

  • HAH02616
  • Einstaklingur
  • 2.6.1835 - 30.9.1914

Bessi Þorleifsson 2. júní 1835 - 30. september 1914 Var í Stóra-Holti, Holtssókn, Skag. 1845. Byggði timburhús á Siglufirði og nefndi Búðarhól. Það var fyrsta húsið sem byggt var í landi Hafnar. Rak Bersi þar veitingasölu. Síðan sjómaður og bóndi á Ökrum í Fljótum 1879-1883, síðan á Sölvabakka.

Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu (1988-2008)

  • HAH10030
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 30.11. 1988 - 1.7. 2008

Í héraðsnefndinni sem stofnuð var formlega 30. nóvember eiga sæti 16 fulltrúar frásveitarfélögunum í Austur-Húnavatnssýslu. Héraðsnefndin mun leysa af hólmi sýslunefnd A-Hún. um næstu áramót. Oddviti héraðsnefndar AusturHúnvetninga var kjörinn Valgarður Hilmarsson oddviti á Fremstagili í Engihlíðarhreppi.
Helstu mál á fyrsta fundi héraðsnefndarinnar voru kosningar oddvita héraðsnefndar svo og í héraðsráð sem skipað er tveim mönnum auk oddvita héraðsnefndar. Auk oddvita héraðsnefndar voru kosnir í héraðsráð Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri á Skagaströnd og Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á Blönduósi.
Miklar umræður urðu um umboð nefnda þeirra sem sýslunefnd skipaði á sínum tíma en umboð sýslunefndar A-Hún. fellur niður um áramót með tilkomu héraðsnefndarinnar. Samkomulag varð um að fá úrskurð félagsmálaráðuneytis um hvernig með þessi mál skuli farið. Ennfremur urðu töluverðar umræður um hvernig að uppgjöri sýslu sjóðs yrði staðið og ennfremur að hraðað yrði gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Sýslunefndin sem lætur að störfum um áramót var skipað 10 mönnum auk sýslumanns og átti hvert sveitarfélag einn fulltrúa í nefndinni. Með tilkomu héraðsnefndar A-Hún. fjölgar fulltrúum í 16 og eiga þéttbýlissveitarfélögin Blönduós og Skagaströnd helming fulltrúa en sveitahrepparnir sinn fulltrúan hver.

Bjarni Bjarnhéðinsson (1859-1937) verslunarstjóri Hvammstanga

  • HAH02658
  • Einstaklingur
  • 3.5.1858 - 19.6.1937

Bjarni Bjarnhéðinsson 3. maí 1858 - 19. júní 1937 Var á Böðvarshólum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1860. Var á Böðvarshólum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1870. Verslunarstjóri á Hvammstanga, V.-Hún. Húsbóndi á Bárugötu 8, Reykjavík 1930.

Bjarni Hannesson (1942) frá Undirfelli

  • HAH02666
  • Einstaklingur
  • 5.7.1942 -

Bjarni Guðlaugur Hannesson 5. júlí 1942 Var í Undirfelli, Áshr., A-Hún. 1957. Framkvæmdastjóri Laugarbakka og Reykjavík, ókvæntur.

Bjarni Hólm Bjarnason (1927-2021) Reykjavík

  • HAH02675
  • Einstaklingur
  • 24.1.1927 - 10.4.2021

Bjarni Hólm Bjarnason 24. janúar 1927 Var í Kálfárdal í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Hann hóf störf í lögregluliði Reykjavíkur árið 1953, síðar gæslumaður hjá ÁTVR.
Inga og Bjarni bjuggu lengst af á Langholtsvegi 158 en hafa nú síðustu árin búið í Brekkulandi 3, Mosfellsbæ.

Bjarni Brynjar Ingólfsson (1956)

  • HAH02676
  • Einstaklingur
  • 1.1.1956 -

Bjarni Brynjar Ingólfsson 1. janúar 1956 Bóndi Bollastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. ógiftur Barnlaus.

Bjarni Jensson (1865-1942)

  • HAH02678
  • Einstaklingur
  • 14.5.1865 - 21.8.1942

Bjarni Jensson 14. maí 1865 - 21. ágúst 1942 Hreppstjóri og sparisjóðsgjaldkeri í Ásgarði, Hvammssókn, Dal. 1930. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Bóndi og hreppstjóri í Ásgarði í Hvammssveit, Dal. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Hlaut riddarakross fálkaorðunnar. „Þjóðkunnuur fyrir gestrisni og margháttaða greiðasemi“ segir í ÍÆ.

Bjarni Magnússon (1863-1945) Ormsstöðum á Skarðsströnd

  • HAH02694
  • Einstaklingur
  • 20.3.1863 - 22.12.1945

Bjarni Magnússon 20. mars 1863 - 22. desember 1945 Bóndi og smiður á Ormsstöðum á Skarðsströnd, Dal. 1899-1909. Járnsmiður í Stykkishólmi 1930. Fangavörður og járnsmiður í Stykkishólmi, Snæf. 1920.

Bjarni Stefánsson (1874-1951)

  • HAH02703
  • Einstaklingur
  • 17.4.1875 - 1951

Bjarni Stefánsson 17.4.1875 (1874-1951) 15 ár í Gröf Kirkjuhvammssókn 1890, Sauðadalsá 1901

Bjarni Vigfús Erlendsson (1900-1965)

  • HAH02706
  • Einstaklingur
  • 11.1.1900 - 26.1.1965

Bjarni Vigfús Erlendsson 11. janúar 1900 - 26. janúar 1965 Tökubarn í Kringlu, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Verkamaður á Akureyri 1930. Verkamaður á Akureyri.

Björg Gísladóttir (1871)

  • HAH02721
  • Einstaklingur
  • 5.6.1871 -

Björg Gísladóttir sk. 5.6.1871 Var á Eyvindarstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880 og 1890.

Björg Halldórsdóttir (1813-1877) Höllustðum

  • HAH02722
  • Einstaklingur
  • 1813 - 4.11.1877

Björg Halldórsdóttir 1813 - 4. nóvember 1877 Var á Strjúgsstöðum, Holtastaðarsókn, Hún. 1816. Húsfreyja á Höllustöðum, Svínavatnssókn, Hún. 1850 og 1860. Var þar 1870.

Björg Helgadóttir (1943)

  • HAH02725
  • Einstaklingur
  • 28.11.1943 -

Björg Helgadóttir 28. nóvember 1943 Kópavogi.

Björg Magnúsdóttir (1849-1920) Holt í Svínadal

  • HAH02742
  • Einstaklingur
  • 10.9.1849 - 24.12.1920

Björg Magnúsdóttir 10. september 1849 - 24. desember 1920 Húsfreyja á Rútsstöðum og síðar í Holti í Svínadal, Svínavatnshr., A-Hún. Húsfreyja í Holti, Auðkúlusókn, Hún. 1890.

Björn Bjarnason (1880-1942) frá Björgum á Skaga

  • HAH02778
  • Einstaklingur
  • 29.1.1880 - 20.2.1942

Björn Bjarnason 29. janúar 1880 - 20. febrúar 1942. Var á Björgum, Hofssókn, Hún. 1880. Sjómaður á Björgum, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Eftir giftingu bjuggu þau hjónin á Björgum en 1916 ætluðu þau til Ameríku en hættu við og settust að í Reykjavík. Verkamaður í Reykjavík 1930. Lögregluþjónn í Reykjavík. Í legstaðaskrá er hann sagður f. 24.1.1880 og d 20.2.1940.

Björn Bjarnason (1896-1922)

  • HAH02779
  • Einstaklingur
  • 27.8.1896 - 29.1.1922

Björn Bjarnason 27. ágúst 1896 Fór til Vesturheims 1902 frá Holti, Torfalækjarhreppi, Hún. Bjarnahúsi Blönduósi 1898. Barney Hall d. 29.1.1922 Seattle King Washington.

Niðurstöður 8401 to 8500 of 10349