Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Sigurður Einarsson (1938-2010) Hólmavík

  • HAH01941
  • Einstaklingur
  • 25.8.1938 - 23.4.2010

Sigurður Einarsson fæddist á Blönduósi 25. ágúst 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 23. apríl síðastliðinn. Aldrei leið þeim félögum betur en um borð í Sendlingnum hvort sem þeir voru á grásleppu eða handfærum, frjálsir og engum háðir. Sigurður hafði einnig mikinn áhuga á stangveiði og þótti góður veiðimaður enda lærði hann af föður sínum þessa list.
Útför Sigurðar verður gerð frá Akraneskirkju mánudaginn 3. maí 2010 og hefst hún klukkan 14.

Sigurður Guðmundsson (1920-2010)

  • HAH01946
  • Einstaklingur
  • 16.4.1920 - 9.1.2010

Sigurður Guðmundsson fæddist á Naustum við Akureyri 16. apríl 1920. Hann andaðist 9. janúar 2010. Bókasöfnun var honum mikið áhugamál og ljóðasafn þeirra hjóna er eitt hið mesta sem um getur í einkaeigu hér á landi. Það var gefið Bókasafni MA árið 1996 og er varðveitt í sérstakri vinnustofu, Ljóðhúsi MA. Að lokinni þjónustu á Hólum árið 1991 flutti Sigurður ásamt eiginkonu sinni til Akureyrar og átti þar heima síðan. Frá hausti 2008 bjó hann á Dvalarheimilinu Hlíð og naut þar góðs atlætis í hvívetna. Útför Sigurðar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, mánudaginn 18. janúar, og hefst athöfnin kl. 13.30.

Sigurgeir Magnússon (1913-2007) Blönduósi

  • HAH01960
  • Einstaklingur
  • 27.9.1913 - 5.8.2007

Sigurgeir Magnússon fæddist á Hvalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu hinn 27. september árið 1913. Hann lést í Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 5. ágúst 2007.
Sigurgeir ólst upp hjá og í skjóli móður sinnar og var á æskuárum á hinum ýmsu bæjum í Strandasýslu og á Hólmavík. Hann var í tvö ár sem ungur maður við bústörf og kennslu í Hvammi í Vatnsdal.

Hann flutti síðan til Reykjavíkur snemma á fjórða áratugnum og lærði þar húsgagnasmíði og vann við smíðar þar og á Blönduósi en þar bjó fjölskyldan frá 1942-1962. Eftir að Sigurgeir kom til Reykjavíkur á ný, vann hann m.a. við verslun, hjá Sundlaugum Reykjavíkur og sem kirkjuvörður í Fella- og Hólakirkju. Sigurgeir tók þátt í félagsmálum og verkalýðsmálum, söngstarfi og hann lék mörg hlutverk með Leikfélagi Blönduóss. Hann var ritfær, var félagi í Rithöfundafélaginu og gaf út þrjár bækur og birti margar greinar í tímaritum. Sigurgeir hafði mikla ánægju af hestum og var þekktur hestamaður.
Útför Sigurgeirs var gerð frá Fella- og Hólakirkju 21.8.2007 og hófst athöfnin klukkan 15.

Sigurlaug Björnsdóttir (1896-1989) frá Veðramóti Gönguskörðum

  • HAH01968
  • Einstaklingur
  • 25.1.1896 - 15.9.1989

Sigurlaug var fædd á Veðramóti í Gönguskörðum 25. janúar 1896, yngst tólf barna foreldra sinna. Hún undi vel hag sínum í Höfn, kynntist þar mörgu góðu og skemmtilegu fólki og kunni vel að meta það sem gamla góða Borgin við Sundið hafði upp á að bjóða í fjölbreyttu menningarlífi, sem sveitastúlkan norðan úr Gönguskörðum hafði ekki átt kost á að kynnast áður. En það var gamla sagan. Heimþrá Íslendingsins sagði til sín og enda þótt Sigurlaugu stæðu ýmsar leiðir opnar þarna úti, hélt hún heim til Íslands - forfrömuð og glæsileg ung stúlka, ríkari af lífsreynslu og þroska eftir rúmlega þriggja ára dvöl í Kaupmannahöfn.
Skömmu eftir heimkomuna lá leið hennar vestur í Vigur til Bjargar systur sinnar og frænda síns Bjarna og var þar til heimilis næstu sjö til átta árin, auk þess sem hún dvaldi einnig um lengri eða skemmri tíma hjá öðrum systkinum sínum og var þeim til halds og trausts, ef einhverja erfiðleika bar að höndum.
Sigurlaug var fríð kona sýnum, hispurslaus og stolt í fasi. Allt fram til hins síðasta, er hún var rúmföst orðin, gekk hún teinrétt í baki og bar höfuðið hátt. Hún var hreinskiptin og einörð í skoðunum, öll undirmál voru henni fjarri skapi. Eftir að hún lét af störfum sem kennari bjó hún til æviloka hjá Þorbjörgu dóttur sinni.

Sigurlaug Friðriksdóttir (1921-1987)

  • HAH01971
  • Einstaklingur
  • 22.6.1921 - 1.9.1987

Húsfreyja á Brekkulæk í Miðfirði. Var á Stóra-Ósi, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Brekkulæk, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi. Sigurlaug var söngelsk og hafði mikið yndi af tónlist, enda var tónlistin iðkuð á æskuheimili hennar. Hún helgaði fjölskyldu sinni, heimili og sveit alla sína starfskrafta.

Sigurvaldi Björnsson (1927-2009) Litlu-Ásgeirsá í Víðidal

  • HAH01984
  • Einstaklingur
  • 21.2.1927 - 16.8.209

Sigurvaldi Björnsson fæddist á Hrappsstöðum í Víðidal 21 febrúar 1927. Hann lést á nýrnadeild 13 E, á Landsspítala við Hringbraut 16. ágúst síðastliðinn eftir 10 daga legu þar. Sigurvaldi ólst upp á Hrappsstöðum fyrstu æviárin Keypti jörðina Litlu-Ásgeirsá í Víðidal, þar sem þau Ólína bjuggu í 40 ár en síðustu 16 árin á Hvammstanga. Útför Sigurvalda fer fram frá Hvammstangakirkju í dag 1 september og hefst afhöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Víðidalstungukirkjugarði.

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir (1927-2004) Eldjárnsstöðum

  • HAH01002
  • Einstaklingur
  • 18.2.1927 - 27.9.2004

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir fæddist á Eldjárnsstöðum í Blöndudal 18. febrúar 1927. Hún lést á heimili sínu á Eldjárnsstöðum í Blöndudal 27. september 2004. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurvaldi Óli Jósefsson, f. 24. júlí 1891, d. 27. janúar 1954, og Guðlaug Hallgrímsdóttir, f. 5. október 1884, d. 10. maí 1963. Systkini Aðalbjargar eru: Sigurlaug Jósefína, f. 1914, d. 1986; Jósef, f. 1916, d. 2000; Hallgrímur, f. 1917, d. 1993; Jórunn Anna, f. 1920; Ingimar, f. 1922, d. 1976; Þorsteinn, f. 1924, d. 2003; Georg, f. 1924, d. 1990; Guðrún, f. 1925; og Rannveig Ingibjörg, f. 1928, d. 1999.
Árið 1954 giftist Aðalbjörg Sigurjóni Elíasi Björnssyni, f. 4. júlí 1926. Hann er sonur hjónanna Björns Björnssonar, f. 16. september 1884, d. 6. nóvember 1970, og Kristínar Jónsdóttur, f. 7. ágúst 1883, d. 29. ágúst 1950. Börn Aðalbjargar og Sigurjóns eru: 1) Sigurvaldi Sigurjónsson, f. 5. febrúar 1954, maki Guðbjörg Þorleifsdóttir, f. 3. mars 1952. Þeirra börn eru: a) Þorleifur Páll Ólafsson, f. 19. janúar 1968, og á hann fimm börn. b) Þór Sævarsson, f. 3. júlí 1969, og á hann þrjú börn. c) Helga Hrefna Sævarsdóttir, f. 9. október 1970, og á hún fimm börn. d) Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, f. 19. september 1974, og á hún tvö börn. e) Björn Ingimar Sigurvaldason, f. 3. nóvember 1975, og á hann tvö börn. 2) Kristín Birna Sigurjónsdóttir, f. 15. maí 1959, maki Guðbergur Björnsson, f. 10. október 1965. Kristín Birna á soninn Hólmgeir Elías Flosason, f. 7. apríl 1981, og Guðbergur á soninn Ísak Frey, f. 19. ágúst 1993.
Aðalbjörg og Sigurjón hófu búskap í Sólheimum í Svínavatnshreppi, fluttu síðan að Kárastöðum í sömu sveit, þaðan að Sauðanesi í Torfalækjarhreppi, og loks að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi árið 1959, og þar bjuggu þau til ársins 1997. Þá flutti Aðalbjörg á æskustöðvarnar á Eldjárnsstöðum og bjó þar þar til hún lést. Sigurjón flutti til Blönduóss árið 1997 og býr þar enn.
Útför Aðalbjargar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag 9. okt. 2004 og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Svínavatnskirkjugarði.

Aðalsteinn Sigurðsson (1929-2005) frá Leifsstöðum

  • HAH01009
  • Einstaklingur
  • 22.2.1929 - 21.8.2005

Aðalsteinn Sigurðsson var fæddur á Leifsstöðum í Svartárdal 22.2. 1929. Hann lést á heimili sínu á Leifsstöðum 21. ágúst síðastliðinn. Útför Aðalsteins verður gerð frá Bergsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Albert Guðmannsson (1907-2000) frá Snæringsstöðum í Svínadal

  • HAH01013
  • Einstaklingur
  • 17.6.1907 - 4.4.2000

Albert Guðmannsson var fæddur að Snæringsstöðum í Svínadal í A-Hún. 17. júní 1907. Hann lést 4. apríl síðastliðinn. Útför Alberts fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Alda Ingibjörg Jóhannsdóttir (1921-1998) Blönduósi

  • HAH01014
  • Einstaklingur
  • 6.8.1921 - 1.12.1998

Alda I. Jóhannsdóttir fæddist á Blönduósi 6. ágúst 1921. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 1. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Alma Steihaug Ellertsson (1919-2000) Halldórshúsi utan ár

  • HAH01015
  • Einstaklingur
  • 21.8.1919 -6.10.2000

Alma Ellertsson, fædd Steihaug, fæddist í Alvdal í Østerdal í Noregi hinn 21. ágúst 1919. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti föstudaginn 6. október síðastliðinn. Eftir að Alma fluttist til Íslands bjó hún um hríð í Reykjavík en flutti 1954 til Blönduóss þar sem maður hennar var mjólkurbússtjóri og bjó þar allt til 1987 að hún flutti til Reykjavíkur og skömmu síðar til Kópavogs þar sem hún bjó til dauðadags.
Útför Ölmu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Alma Hermína Eggertsdóttir (1905-2001)

  • HAH01016
  • Einstaklingur
  • 15.3.1905 - 30.7.2001

Alma Hermína Eggertsdóttir fæddist í Keflavík 15. mars 1905. Hún lést á E-deild sjúkrahússins á Akranesi 30. júlí. Foreldrar hennar voru Eggert Þorbjörn Böðvarsson trésmiður og Guðfinna Jónsdóttir, bæði ættuð úr Húnavatnssýslu. Þau bjuggu síðar í Hafnarfirði.
Hinn 18. júní 1927 giftist Alma Jóhannesi Arngrímssyni klæðskera, f. 20. október 1906, d. 4. júní 1972, og áttu þau fjögur börn. Þau eru: 1) Guðfinna (Gulla), f. 26. ágúst 1927, maki Guðmundur Jónsson, f. 2. júlí 1927, d. 7. júlí 1983, búsett í Hafnarfirði og eiga þau þrjú börn. 2) Hörður, f. 30. desember 1929, maki Sesselja Jóna Helgadóttir, f. 3. apríl 1931, búsett á Akranesi og eiga þau fimm börn. 3) Böðvar, f. 29 ágúst 1941, maki Elsa Ingvarsdóttir, f. 10. ágúst 1944, búsett á Akranesi og eiga þau þrjú börn. 4) Sigríður, f. 2. mars 1943, maki Ólafur Sigfússon, f. 6. janúar 1944, búsett á Akureyri og eiga þau þrjú börn. Afkomendur Ölmu eru orðnir 67. Alma og Jóhannes fluttust á Akranes árið 1942 og bjuggu lengst af á Skólabrautinni. Alma flutti á Dvalarheimilið Höfða á Akranesi árið 1988 og þaðan á Sjúkrahúsið á Akranesi, E-deild, í mars 1998 þar sem hún bjó til dauðadags.
Útför Ölmu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Andrés Guðjónsson (1893-1968)

  • HAH01017
  • Einstaklingur
  • 15.2.1893 - 5.10.1968

Bóndi á Neðri-Harrastöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og kennari á Harastöðum, síðar kaupmaður í Höfðakaupstað. Var í Andrésarhúsi, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Anna Guðbjörg Jónsdóttir (1926-2002)

  • HAH01018
  • Einstaklingur
  • 19.3.1926 - 23.9.2002

Anna Guðbjörg Jónsdóttir fæddist á Blönduósi hinn 19. mars 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 23. september síðastliðinn. Anna eða Stella eins og hún var oftast kölluð bjó öll sín ár á Blönduósi. Lengst af bjó hún á Brekkubyggð 4, en hin síðari ár á Flúðabakka 3. Starfaði Stella um tíma á símstöðinni á Blönduósi, einnig vann hún til fjölda ára í mötuneyti fyrir sláturfélagið á Blönduósi. Seinni árin sem hún vann starfaði hún sem landpóstur ásamt manni sínum Trausta. Eftir lát hans tók sonur þeirra Guðmundur við starfi hans. Stella lét af störfum á árinu 1993 . Einnig var hún í kvenfélaginu á Blönduósi og sinnti þar ýmsum störfum.
Útför Stellu fer fram frá Blönduóskirkju á morgun, mánudaginn 30. september 2002, og hefst athöfnin klukkan 14.

Anna Guðný Andrésdóttir (1927-1998)

  • HAH01020
  • Einstaklingur
  • 7.7.1927 - 4.9.1998

Anna G. Andrésdóttir fæddist í Jórvík í Breiðdal í S-Múl. 7. júní 1927. Hún andaðist 4. september 1998 á Héraðshælinu á Blönduósi. Útför Önnu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag 12. sept 1998 og hefst athöfnin klukkan 16.

Anna Margrét Guðmundsdóttir (1917-2010) frá Naustavík

  • HAH01024
  • Einstaklingur
  • 29.7.1917 - 2.3.2010

Anna Margrét Guðmundsdóttir fæddist í Naustvík í Árneshreppi á Ströndum 29.7. 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík 2. mars 2010. Anna slasaðist þegar hún var þriggja ára og þurfti að fara suður til Reykjavíkur í aðgerð sem heppnaðist ekki sem skyldi. Hún fór því aftur til Reykjavíkur með móður sinni en á þeim árum var ekki tækninni til að dreifa til að gera hana heila í fætinum, hún náði því aldrei fullum bata og þjáðist allt sitt líf. Vegna veikinda sinna fór hún ekki í barnaskóla fyrr en hún var orðin tíu ára gömul. Með hinni alkunnu Strandaseiglu tókst henni að ná tilskildum árangri til að geta fermst með sínum jafnöldrum þó svo að hún hefði misst úr nokkur ár. Anna var einn vetur á Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1940-1941, sem átti eftir að nýtast henni vel þegar hún var orðin húsmóðir og móðir margra barna, þegar þröngt var í búi og efnisbútar urðu að tengjast í saumaskapnum til að skapa fínar flíkur. Anna vann með húsmóðurstörfunum í mörg ár á Tannlæknadeild Háskóla Íslands, þar var hún sérlega vel liðin fyrir vel unnin og metnaðarfull störf, einnig vann hún nokkur sumur á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg.
Útför Önnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 23. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Björg Benediktsdóttir (1894-1991) Lækjardal

  • HAH01126
  • Einstaklingur
  • 13.1.1894 - 20.11.1991

Björg Benediktsdóttir frá Efri-Lækjardal Fædd 13. janúar 1894 Dáin 20. nóvember 1991 Fyrir ári var ég á leið til útlanda og síðasta verk mitt áður en að ég lagði af stað var að koma við hjá Björgu og kveðja hana. Eins og ævinlega fékk ég í fararnesti góðar óskir og tilmæli um að fara nú varlega. Ég hét því og bað hana að taka nú ekki upp á neinu meðan ég væri í burtu. Hún hélt nú ekki að hætta væri á því, ég kæmi og segði henni ferðasöguna þegar ég kæmi heim, sem ég og gerði, henni til óblandinnar ánægju. Þann 19. nóvember síðastliðinn var ég aftur á leið í flandur eins og hún sagði stundum og fáeinum dögum áður en ég lagði af stað fór ég til hennar, þá var hún hress og kát, stríddi mér góðlátlega, spurði hvort ég hefði eignast eitthvað í safnið mitt nýlega. Hýrnaði öll þegar yngstu börnin mín tvö stungu sér inn um dyrnar og komu að rúminu hennar. Þegar við kvöddum hana bað hún okkur allrar blessunar og bað mig að fara nú varlega. En við heimkomuna nú var rúmið hennar autt. Hún hafði kvatt þessa veröld að kvöldi 20. nóvember á afmælisdegi elsta bróður míns. Húsfreyja í Efri Lækjardal, Engihlíðarhr., A-Hún. Var þar 1957.

Anna Tryggvadóttir (1919-2007) frá Finnstungu

  • HAH01027
  • Einstaklingur
  • 3.12.1919 - 31.8.2007

Anna Margrét Tryggvadóttir fæddist í Finnstungu í Blöndudal 3. desember 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Tryggvi Jónasson bóndi í Finnstungu í Blöndudal, f. 1892, d. 1952, og kona hans Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, f. 1880, d. 1967. Börn þeirra Tunguhjóna voru Jónas, f. 1916, d. 1983, Jón, f. 1917, d. 2007, Guðmundur, f. 1918, og Anna Margrét.
Hinn 7. ágúst 1948 giftist Anna Kristjáni Snorrasyni bifreiðastjóra, f. 26.1. 1918, d. 15.11. 1990. Dætur þeirra eru: 1) Þóra, f. 31.12. 1948, var gift Jóhanni Ingibjörnssyni, f. 24.7. 1947. Börn þeirra eru: a) Kristján Gunnar, f. 19.12. 1968, í sambúð með Sunnevu Guðgeirsdóttur, f. 3.4. 1973. Börn þeirra eru Arnar Logi, f. 24.8. 1998, og Aldís Anna, f. 26.10. 2004. Kristján var áður í sambúð með Ernu Arnardóttur og eiga þau saman Hörð Inga, f. 1.4. 1990. b) Ólöf Björk, f. 16.3. 1972, í sambúð með Valdimar Valdimarssyni, f. 14.12. 1972. Börn þeirra eru: Lovísa Þóra, f. 7.12. 1997, Jóhann Karl, f. 23.6. 2001, og drengur, f. 2.9. 2007. c) Grétar Örn, f. 7.6. 1981, í sambúð með Katrínu Klöru Þorleifsdóttur, f. 26.3. 1981. Dóttir þeirra er Elín Embla, f. 21.9. 2006. 2) Kolbrún, f. 5.5. 1950, gift Árna Ingibjörnssyni, f. 14.1. 1950. Börn þeirra eru: a) Svanur Hlífar, f. 9.1. 1969, d. 3.8. 1991. b) Guðrún Brynhildur, f. 22.1. 1971, gift Guðmundi Arnari Elíassyni, f. 31.12. 1968. Sonur þeirra er Jóel Dagur, f. 2.1. 2007. Guðrún var áður gift Gunnari Laxfoss Þorsteinssyni og eiga þau saman börnin Hannes Hlífar, f. 19.12. 1992, og Kolbrúnu, f. 4.9. 1996. Sambýlismaður Önnu Margrétar er Ragnar Þórarinsson, f. 1.10. 1924.
Anna Margrét var í Kvennaskólanum á Blönduósi 1937-1939. Vann við verslunarstörf, lengst af hjá Kaupfélagi Húnvetninga.
Anna Margrét verður jarðsungin frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Dóra Þórðardóttir (1925-2009)

  • HAH01170
  • Einstaklingur
  • 26.4.1925 - 19.8.2009

Dóra Þórðardóttir fæddist í Haga í Skorradal 26. apríl 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. ágúst síðastliðinn. Dóra var húsfreyja á Grímarsstöðum í Andakíl og stundaði bústörf þar frá 8. janúar 1948 til ársins 2001. Dóra dvaldi á Sjúkrahúsi Akraness frá árinu 2001 til dauðadags.
Dóra var jarðsungin frá Akraneskirkju í kyrrþey.

Elín Helga Helgadóttir (1909-1999) Varmahlíð

  • HAH01191
  • Einstaklingur
  • 2.2.1909 - 28.8.1999

Elín Helga Helgadóttir fæddist á Núpum í Fljótshverfi 2. febrúar 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 28. ágúst 1999.

Elín Helga ólst upp á Núpum á heimili foreldra sinna og nam sinn barnalærdóm í farskóla sveitarinnar, í Múlakoti og á Kálfafelli. Eftir fermingu var hún áfram heima fram yfir tvítugt og hjálpaði til við búskap foreldra sinna. Til Víkur fór hún að nema hannyrðir um tveggja mánaða skeið. Seinna fór hún til Reykjavíkur og var í vist á tveim heimilum þar. Haustið 1934 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi og var þar einn vetur. Sumarið 1935 giftist hún Vigfúsi Helgasyni og fluttist með honum að Hólum í Hjaltadal. Næstu fimm árin voru þau á Hólum og einnig í Varmahlíð þar sem þau stunduðu garðyrkju. Frá árinu 1940 hættu þau rekstri í Varmahlíð af óviðráðanlegum ástæðum og voru eftir það á Hólum allt fram til 1963 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík var Elín Helga síðan búsett til dauðadags.

Útför Elínar Helgu fer fram frá Háteigskirkju í dag 3. sept 1999 og hefst athöfnin kl. 13.30.

Elín Ólafsdóttir (1929-2000) Litladal

  • HAH01192
  • Einstaklingur
  • 22.9.1929 - 12.4.2000

Elín Ólafsdóttir fæddist í Litladal í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu 22. september 1929. Hún lést á heimili sínu til 30 ára, Bræðraborgarstíg 37, Reykjavík, hinn 12. apríl síðastliðinn.
Útför Elínar fór fram frá Neskirkju 19. apríl 2000 og hófst athöfnin klukkan 15.

Erlendur Klemensson (1922-1987) Bólstaðarhlíð

  • HAH01213
  • Einstaklingur
  • 24.6.1922 -4.8.1987

Erlendur var fæddur í Bólstaðarhlið 24. júní 1922, sonur hjónanna Elísabetar Magnúsdóttur frá Kjartansstöðum í Skagafirði og Klemensar Guðmundssonar óðalsbónda í Bólstaðarhlíð. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum, Guðmundi og Ævari, og fósturbróður þeirra og frænda, Herbert Sigurðssyni. Uppvaxtarár þeirra munu hafa liðið við bústörfin og einhverja upplyftingu ef svo bar undir eins og títt varum börn og unglinga á þeim árum. Erlendur þótti nokkuð skapstór og óstýrilátur sem barn og unglingur en stilltist með árunum. Var fríður sýnum og framkoman einörð og geðfelld. Hafði gaman af að hreifa víni á góðum stundum og kunni vel með að fara. Hann leitaði sér ekki menntunar utan skyldunáms í barnaskóla. Gæddur var hann farsælum og hagnýtum gáfum og skrifaði fallega rithönd. Langar fjarverur frá heimaslóðum voru honum ekki að skapi. Bar órofatryggð til Bólstaðarhlíðar og sveitar sinnar. Það mun vart hafa hvarflað að honum að leita eftir öðru lífsstarfi en því sem jörðin og sveitin veitti og bjó sig undir það. Keypti hálfa Bólstaðarhlíð af föður sínum og fjölgaði skepnum. Erlendur kvæntist Þórönnu Kristjánsdóttur ættaðri úr Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 3. okt. 1947 og hófu búskap á hálflendunni það sama ár. Þeim búnaðist strax vel. Byggðu íbúðarhús og skömmu síðar hlöðu við fjárhús þar upp á túninu. Bú skapur þeirra einkenndist af varfærnu öryggi í fjármálum og snyrtimennsku úti og inni svo á orði var haft. Skepnur voru ávallt vel fóðraðar og skiluðu góðum arði enda umgengnar af alúð og nærfærni manns, sem vel kunni til verka. Erlendur var víða kunnurfyrir hestamennsku og átti alltaf góða og fallega reiðhesta. Hann tók oft galdna fola af mönnum í tamningu og mun oftar en hitt hafa tekist að gera úr þeim meðfærilega reiðskjóta. Hestamennskan var hans líf og yndi. Félagsmálum sinnti hann lítt svo mér sé kunnugt. Starfaði þó af áhuga í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps meðan heilsan entist. Hann hafði sterka og bjarta tenórrödd. Þau eignuðust tvo syni, Kolbein, sem nú er bóndi í Bólstaðarhlíð, kvæntur Sólveigu Friðriksdóttur frá Laugahvammi í Skagafirði, og Kjartan, bifvélavirkja á Sauðárkróki, kvæntur Stefaníu Stefánsdóttur frá Skriðu í Breiðdal. Erlendur og Þóranna slitu samvistir 1967 og fengu sonum sínum jörðina og búið í hendur.

Unnsteinn Pálsson (1936-2006)

  • HAH01246
  • Einstaklingur
  • 21.7.1936 - 21.12.2006

Gísli Unnsteinn Pálsson fæddist á bænum Hvarfi í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 21. júlí 1936. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Gísladóttir, f. 26. september 1901, d. 1. janúar 1989, og Páll Vídalín Guðmundsson, bóndi, f. 2. apríl 1897, d. 11. nóvember 1971. Hjónin á Hvarfi eignuðust fjögur börn: 1) Kristínu (dó ung, aðeins átta ára), 2) Guðmund (dó um tvítugt), 3) Þórdísi, búsett í Reykjavík, og 4) Unnstein, sem hér er kvaddur.
Unnsteinn kvæntist hinn 21. júní 1971 Guðríði Haraldsdóttur frá Þorvaldsstöðum í Skeggjastaðahreppi í Bakkafirði. Guðríður hafði lokið námi í Héraðsskólanum á Laugarvatni, lærði síðar til sjúkraliða og vann í allmörg ár á sjúkrahúsum hér í borginni. Þau eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Elísabet, f. 26.1. 1972, BS-nemi í iðjuþjálfun, maki Böðvar Páll Jónsson, námsmaður, þeirra barn Baldur Jón. Þau eru búsett í Kaupmannahöfn. 2) Þórunn Halla, f. 11.7. 1975, í mastersnámi í sálfræði við Háskólann í Árósum á Jótlandi, Danmörku. Unnusti hennar er Runólfur Einarsson.

Útför Unnsteins verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Guðfinna Svavarsdóttir (1918-1999)

  • HAH01265
  • Einstaklingur
  • 3.4.1918 - 6.9.1999

Guðfinna fæddist 3. apríl 1918 að Heimaskaga á Akranesi. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 6. september síðastliðinn. Foreldrar Guðfinnu voru Guðrún Finnsdóttir, f. 30. júlí 1885, d. 24. apríl 1942, og Svavar Þjóðbjörnsson, f. 14. nóvember 1888, d. 1. maí 1958. Þau voru síðast búsett í Sandgerði á Akranesi. Systur Guðfinnu eru: Guðríður, Sesselja, Kristín, Lilja, Steinunn, d. 3.7. 1957, og Sigríður, d. 6.5. 1928. Hinn 30.12. 1938 giftist Guðfinna Sigurði B. Sigurðssyni, f. 5.10. 1915. Börn þeirra eru: a) Svavar, f. 18.4. 1939, sambýliskona hans er María Þ. Sigurðardóttir. Dætur Svavars eru: 1) Íris Júdith, sambýlismaður hennar er Kristján Karl Gunnarsson. 2) Ninna Sif, sambýlismaður hennar er Daði Sólmundarson. Þau eiga einn son, Svavar. Móðir Írisar og Ninnu er Hjördís Hjaltadóttir. María á þrjú börn. b) Bogi, f. 12.3. 1941, kvæntur Marólínu Arnheiði Magnúsdóttur. Synir þeirra eru: 1) Sigurður, kvæntur Hönnu Guðrúnu Sigurjónsdóttur. Þau eiga tvo syni, Boga Arnar og Sigurjón Andra. 2) Magnús, sambýliskona hans er Kristín Bjarnadóttir. Dóttir þeirra er Arnheiður Björg. Kristín á að auki tvö börn. c) Elínborg, f. 6.8. 1943, d. 11.7. 1972. Hún var gift Enrique Llorens Izaquirre. Dóttir þeirra er Diana Carmen, sambýlismaður hennar er Þórður Úlfar Ragnarsson. Dóttir þeirra er Elínborg Llorens. Þórður Úlfar á einn son. Enrique Llorens er kvæntur Auði Finnbogadóttur. Börn þeirra eru: 1) Silvia Llorens og 2) Finnbogi Llorens. d) Gunnar, f. 19.5. 1946, sambýliskona hans er Sigríður Guðmundsdóttir. Börn Gunnars eru: 1) Örn og 2) Ella María, móðir þeirra er Ásrún Baldvinsdóttir. Sigríður á þrjú börn. e) Sigrún, f. 4.2. 1948, gift Herði Ó. Helgasyni. Synir þeirra eru: 1) Sigurður Már og 2) Orri. f) Steinunn, f. 23.6. 1950, sambýlismaður hennar er Agnar Kárason. Dætur Steinunnar eru: 1) Sigrún Guðfinna, sambýlismaður hennar er Andrew Whitaker. 2) Elínborg, gift Stefáni Tryggva Brynjarssyni, sonur þeirra er Agnar Dofri. Stefán á eina dóttur. Faðir Sigrúnar Guðfinnu og Elínborgar er Björn B. Sigmundsson. 3) Borghildur, gift Colby Busching. Sonur Borghildar er Guðmundur Vignir. Faðir Borghildar er Guðmundur Guðmundsson, d. 16.10. 1986. g) Sigurður Rúnar f. 1.4. 1952, kvæntur Rósu Finnbogadóttur. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Bjarni, 2) Elínborg, sambýlismaður hennar er Andreas Ólafur Ketel. Sonur þeirra er Walter Brynjar. 3) Ragnar, 4) Thelma Rós. Sigurður Rúnar á að auki tvö börn: 5) Stella María, börn hennar eru Tinna María og Óli Alexander. Móðir Stellu Maríu er Arinbjörg Kristinsdóttir. 6) Ari Ervin. Móðir hans er Kristrún Halldórsdóttir. h) Ómar, f. 18.11. 1953, kvæntur Unu Magnúsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Kristinn, 2) Magnús, sambýliskona hans er Kristín Svavarsdóttir. Dóttir þeirra er Una Margrét. 3) Ósk. Ómar á að auki eina dóttur, 4) Ingibjörgu Katrínu. Móðir hennar er Katrín Árnadóttir. Útför Guðfinnu fer fram frá Akraneskirkju í dag, þriðjudag, og hefst athöfnin kl. 14.

Hólmsteinn Valdimarsson (1923-2011) frá Gunnfríðarstöðum

  • HAH01281
  • Einstaklingur
  • 18.1.1923 - 17.10.2011

Hólmsteinn Valdimarsson fæddist 18. janúar 1923. Var á Gunnfríðarstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Litla-Enni, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 17. október 2011.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.

Guðmundur Jónsson (1902-2002) skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri

  • HAH01286
  • Einstaklingur
  • 2.3.1902 - 28.11.2002

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, fæddist á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu 2. mars 1902. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni fimmtudagsins 28. nóvember síðastliðins. Foreldrar Guðmundar voru Jón Guðmundsson bóndi á Torfalæk Guðmundssonar, f. 22.1. 1878, d. 7.9. 1967, og Ingibjörg Björnsdóttir bónda frá Marðarnúpi í Vatnsdal, f. 28.5. 1875, d. 10.9. 1940. Bræður Guðmundar: Björn Leví veðurfræðingur og læknir, f. 4.2.1904, d. 15.9. 1979, kona hans var Halldóra Guðmundsdóttir, Jóhann Frímann umsjónarmaður, f. 5.2. 1904, d. 20.3. 1980, kona hans var Anna Sigurðardóttir, Jónas Bergmann, fv. fræðslustjóri í Reykjavík, f. 8.4. 1908, kona hans er Guðrún Ögmundsdóttir Stephensen, Ingimundur, f. 18.6. 1912. d. 20.5. 1969, Torfi fv. bóndi á Torfalæk, f. 28.7. 1915, kona hans var Ástríður Jóhannesdóttir. Þá ólu foreldrar Guðmundar upp þrjár stúlkur, Ingibjörgu Pétursdóttur, Sigrúnu Einarsdóttur og Björgu Gísladóttur.
Guðmundur kvæntist 21.5. 1926 Maríu Ragnhildi Ólafsdóttur frá Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, f. 16.2. 1896, d. 12.9. 1980, dóttur Ólafs Finnbogasonar bónda og konu hans Sígríðar Bjarnadóttur húsfreyju. Börn Guðmundar og Ragnhildar: Jón Ólafur, f. 10.11. 1927, d. 26.5. 1985, deildarstjóri Bútæknideildar landbúnaðarins á Hvanneyri, en kona hans var Sigurborg Ágústa Jónsdóttir, f. 24.5. 1930. Þau eignuðust fimm börn, Ragnhildi Hrönn, Jón, Guðbjörgu, Guðmund og Sigríði Ólöfu. Sigurður Reynir, f. 6.7. 1930, fv. skólastjóri við Heiðarskóla í Borgarfirði, kona hans var Katrín Árnadóttir kennari, f. 10.8. 1930. Þau eignuðust fimm börn, Guðbjörgu, Guðmund, Reyni, Ernu og Ragnhildi, sonur Sigurðar og Lísbet Gestsdóttur er Haukur. Sambýliskona Sigurðar er Laufey Kristjánsdóttir. Ásgeir, f. 16.1. 1933, fv. forstjóri Námsgagnastofnunar, kona hans er Sigríður Jónsdóttir, fv. námsstjóri, f. 20.8. 1933, en börn þeirra eru Brynhildur, Ingibjörg, og Margrét. Kjördóttir er Sólveig Gyða blómaskreytingarkona, f. 17.7. 1946, maður hennar er Gunnar Ólafsson vélstjóri, f. 22.1. 1951, en börn þeirra eru Guðmundur Freyr, Inga María, Sigrún Klara, látin, og Gunnar Óli.

Guðmundur varð búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1921. Búfræðikandídat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1925. Guðmundur var settur skólastjóri á Hólum í Hjaltadal 1925-1926, vann við mælingar hjá Búnaðarfélagi Íslands 1926-1928. Kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1928-1947, settur skólastjóri á Hvanneyri 1944-45 og síðan skipaður skólastjóri þar 1947-1972. Guðmundur og Ragnhildur fluttu til Reykjavíkur er hann lét af störfum.

Guðmundur hafði forgöngu um stofnun framhaldsdeildar við Bændaskólann 1947 sem var fyrsti vísir að háskólanámi í búfræði hér á landi. Forstöðumaður Búreikningaskrifstofu ríkisins var hann frá stofnun 1936 til 1947. Formaður Verkfæranefndar ríkisins 1946-1965. Í verðlagsnefnd landbúnaðarafurða (sexmannanefndin) 1943. Formaður Búnaðarráðs 1945-1947. Formaður nefndar um starfshætti framhaldsdeildar á Hvanneyri 1954-1956 og 1959-1960. Í tilraunaráði búfjárræktar 1960-1965. Formaður nefndar til að endurskoða lög um bændaskóla 1960-1962. Auk starfa sinna var Guðmundur virkur í félagsmálum; fyrsti formaður Búnaðar- og garðyrkjukennarafélags Íslands 1972-1973, var meðal stofnenda Rotary og Oddfellowa í Borgarfirði, formaður í deild Norræna félagsins í Borgarfirði, einn af stofnendum Félags sjálfstæðismanna á Vesturlandi 1960 og formaður til 1964 og formaður kjördæmaráðs 1963-1968. Heiðursfélagi Búnaðarfélags Íslands 1972, Búnaðar- og garðyrkjukennarafélags Íslands 1974 og Félags íslenskra búfræðikandidata 1981. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1964.

Guðmundur var stofnandi og ritstjóri Búfræðingsins 1934-1954. Samdi form fyrir búreikninga 1930-1932, leiðbeindi bændum um færslu þeirra og gerði skýrslur um niðurstöður þeirra. Samdi og fjölritaði kennslubækur fyrir bændaskólana. Árið 1939 tók hann saman sögu Bændaskólans á Hvanneyri 50 ára og aftur er skólinn varð 90 ára 1979. Hann skrifaði greinar um landbúnað í blöð og tímarit og flutti erindi á bændafundum, námskeiðum og í útvarp. Eftir að embættisstörfum lauk skrifaði hann og ritstýrði þessum bókum: Tilraunaniðurstöður í landbúnaði 1900-1965 og 1966-1980. Íslenskir búfræðikandidatar 1974 og 1985. Bókatal 1978. Þá ritstýrði hann bókaflokknum Bóndi er bústólpi í 7 bindum sem út komu á árunum 1980-1986.

Útför Guðmundar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.

Guðmundur Klemenzson (1927-1998) Bólstaðarhlíð

  • HAH01288
  • Einstaklingur
  • 27.2.1927 - 24.12.1998

Guðmundur Klemenzson fæddist í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu 27. febrúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 24. desember 1998.

Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Hann tók stúdentspróf frá MA og síðan kennarapróf og var barnakennari alla sína starfsævi, lengst af í Varmahlíð í Skagafirði.
Útför Guðmundar var gerð frá Bólstaðarhlíðarkirkju laugardaginn 2. janúar 1999

Guðni Karlsson (1920-2008) Þorlákshöfn

  • HAH01296
  • Einstaklingur
  • 9.5.1920 - 21.3.2008

Guðni Karlsson fæddist á Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi 9. maí 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 21. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Karls Jónssonar, bónda frá Gunnfríðarstöðum, og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Hamri í Svínavatnshreppi. Guðni var þriðji yngsti af 10 systkina hópi en hin voru: Halldóra, f. 15. okt. 1906, látin, Anna, f. 23. febr. 1908, búsett á Blönduósi, Katrín, f. 6. ágúst 1909, látin, Jón, f. 18. ágúst 1912, látinn, Herdís Gróa, f. 23. júlí 1915, látin, Björn, f. 23. mars 1917, látinn, Ingibjörg, f. 16. apríl 1919, búsett á Blönduósi, Jón Pálmi, f. 9. jan. 1922, látinn, Júlíus, f. 20. okt. 1923, látinn.
Guðni kvæntist 28. des. 1948 Helgu Þorsteinsdóttur frá Langholti í Hraungerðishreppi, f. 3. nóv. 1917, d. 10. febr. 1994. Þau eignuðust 4 börn, þau eru: 1) Guðrún, f. 16. sept. 1948, gift Jóni Dagbjartssyni, f. 27. júlí 1941, synir þeirra eru a) Guðni, f. 29. júlí 1968, kvæntur Hafrúnu Ástu Grétarsdóttir, börn þeirra: Ingvi Már og Guðrún Petra, og b) Dagbjartur, f. 13. mars 1973. 2) Helga, f. 4. maí 1951, gift Páli Bergssyni, f. 4. júlí 1945, d. 1. maí 1992, synir þeirra eru a) Karl, f. 8. ágúst 1972, sambýliskona Ásrún Björgvinsdóttir; börn Karls eru Aron Páll og Sigrún Þóra og börn Ásrúnar eru Selma og Íris. b) Sveinn, f. 24. mars 1978, sambýliskona Theodóra Friðbjörnsdóttir, dóttir þeirra Birgitta. Sambýlismaður Helgu er Sæmundur Gunnarsson, f. 6. mars 1947. 3) Þorsteinn, f. 21. maí 1953, kvæntur Lovísu Rúnu Sigurðardóttur, f. 20. des. 1955, börn þeirra eru a) Sigurður, f. 1. okt. 1975, kvæntur Helgu Helgadóttur, synir þeirra eru Þorsteinn Helgi og Þorkell Hugi. b) Helga Rúna, f. 27. okt. 1982, sambýlismaður Bjarni Gunnarsson. 4) Katrín, f. 17. maí 1959, gift Sigurði Magnússyni, f. 9. nóv. 1955. Dóttir Katrínar er Drífa Heimisdóttir, f. 6. sept. 1974, gift Herði Sigurjónssyni; dóttir Drífu er Þórdís Anna, dóttir Harðar er Hafrún. Börn Drífu og Harðar: Sigurjón Daði og Andrea Katrín. Börn Katrínar og Sigurðar eru a) Magnús, f. 14. feb. 1982, sambýliskona Gerður Skúladóttir, sonur þeirra Sigurður Darri, b) Anna Linda, f. 26. apríl 1988, og c) Eyþór Almar, f. 28. febr. 1989.

Guðni ólst upp í Austur-Húnavatnssýslu og vann við hefðbundin sveitastörf. Guðni og Helga stofnuði heimili á Selfossi og fluttu síðan í Þingborg í Hraungerðishreppi og þaðan í Þorleifskot í sömu sveit en lengst af bjuggu þau í Þorlákshöfn. Þangað fluttu þau 1957 þegar Þorlákshöfn var að byggjast upp og myndast þar þéttbýliskjarni. Guðni fór í vélstjóranám á fyrstu árum sínum í Þorlákshöfn og var síðan á sjó sem vélstjóri á bátum þar, en vann síðan við ýmis störf í landi þegar hann hætti sjómennskunni og endaði sinn starfsferil hjá Olíufélaginu Esso sem afgreiðslumaður.

Guðni hafði mikið dálæti á hestum og var einn af frumkvöðlum og stofnendum hestamannafélagsins Háfeta í Þorlákshöfn og fyrsti formaður þess félags. Hann var einnig einn af stofnendum Félags eldri borgara í Þorlákshöfn og fyrsti formaður þess.

Útför Guðna fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Guðni Vigfússon (1934-1992) bifreiðastjóri Blönduósi, frá Selfossi

  • HAH01297
  • Einstaklingur
  • 3.5.1934 - 10.4.1992

Fæddur í Árnesi á Selfossi. Minning: Guðni Vigfússon Fæddur 3. maí 1934 Dáinn 10. apríl 1992. Guðni Vigfússon, síðast til heimilis að Hátúni 10, Reykjavík, var jarðsunginn þriðjudaginn 14. apríl 1992, frá Neskirkju. Guðni varð ekki sérlega gamall á íslenskan mælikvarða. Það var eins og alla tíð að hann reyndi að lifa lífinu sínu hratt. Hann var einn af fimm bræðrum.
Árið 1946 fluttist fjölskyldan norður á Blönduós, þar sem Guðni starfaði hjá Kaupfélagi Austur Húnvetninga við afgreiðslustörf og síðan við vörubifreiðaakstur á eigin vegum. Hann tók virkan þátt í félagslífi á Blönduósi, var um tíma formaður vörubílstjórafélagsins og björgunarsveitarinnar og starfaði í Slysavarnafélaginu og Lionsklúbbnum.

Eftir að þau hjón slitu samvistir 1977 fluttist Guðni til Reykjavíkur og vann þar við verslunarstörf þangað til hann gerðist umsjónarmaður hjá Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum til 1990, er heilsu hans tók að hnigna.

Guðríður Guðjónsdóttir (1921-1998)

  • HAH01302
  • Einstaklingur
  • 10.5.1921 - 12.9.1998

Guðríður Guðjónsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 10. maí 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rebekka Guðnadóttir og Guðjón Halldórsson járnsmiður. Systkini Guðríðar eru: Egill, f. 1917, d. 1988; Halldór, f. 1919, d. 1922; Jóhanna, f. 1926; Guðrún, f. 1928; og Guðni Albert, f. 1931. Hinn 27. maí 1950 giftist Guðríður Guðbjarti Halldóri Guðbjartssyni vélstjóra frá Kollsvík í Rauðasandshreppi, f. 27.12. 1915, d. 31.5. 1968. Synir þeirra eru: 1) Guðjón, f. 17.5. 1953, maki Hulda Jónasdóttir. 2) Magnús, f. 6.10. 1954, maki Hallveig Ragnarsdóttir. Þeirra börn eru Halldór, Ragna og Hlín. 3) Guðbjartur, f. 5.12. 1955, maki Halldóra Þormóðsdóttir. Þeirra börn eru Tinna Karen, Atli Freyr og Rannveig Gauja. Sambýlismaður Guðríðar síðustu 14 árin var Hálfdán Viborg. Guðríður ólst upp á Suðureyri fram á unglingsár. Hún vann á yngri árum ýmis störf á Suðureyri og víðar, stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Auk þess að sinna húsmóðurstörfum stundaði hún alla tíð saumaskap. Frá 1968-1973 vann hún við afurðasölu SÍS, frá 1973-1988 hjá Lyfjaverslun ríkisins. Útför Guðríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Guðríður Guðmundsdóttir (1897-1992) kennari Vestmannaeyjum

  • HAH01303
  • Einstaklingur
  • 2.5.1897 - 6.7.1992

Guðríður Guðmundsdóttir frá Gauksmýri Fædd 2. maí 1897 Dáin 6. júlí 1992. Móðirin var Ólöf Sigurðardóttir, húsfreyja þar en faðirinn Guðmundur Sveinsson frá Múla.Ólöf hafði misst mann sinn, Sigurvalda Þorsteinsson, frá þrem dætrum og gerðist Guðmundur þá ráðsmaður hennar næstu ár. Hann og Sigurvaldi voru systkinasynir.

Litla stúlkan var skírð Guðríður, en vegir foreldranna lágu ekki saman til frambúðar. Guðmundur kvæntist, eignaðist þrjú börn og fluttist síðar til Vestmannaeyja. Ólöf giftist Birni J. Jósafatssyni og bjó áfram á Gauksmýri. Alls eignaðist hún ellefu börn.

Þegar Guðríður var um það bil ársgömul samdist svo um að hún færi í fóstur til Þorbjargar Þorsteinsdóttur frænku sinnar og Hallgríms Jónssonar á Hnjúki í Vatnsdal. Þar ólst hún upp í skjóli góðra fósturforeldra, sem hún unni og bar virðingu fyrir. Þau áttu sjálf tvö börn á lífi, Engilráðu og Jón. Og þarna, undir Hnjúknum, með fegurð dalsins í fangið, átti Guðríður bernskusporin, hoppaði þúfu af þúfu eins og vorfuglarnir, teygaði ilm af töðu og reyrgresi, veltist í snjónum, sem vafði hóla og hæðir á vetrum. Ekki er ótrúlegt að áhrif og andblær hinnar fjölbreytilegu náttúru hafi örvað hæfileika Guðríðar til ljóðagerðar, því hún var vel skáldmælt. Hún fluttist til Vestmanneyja um1920-1925. Guðríður fór fljótt að vinna í Eyjum og varð starf hennar mest í sambandi við matargerð og matsölu. Á því sviði var hún mjög vel virt og vel látin, enda sérlega hreinleg, snyrtileg og að öllu leyti vel fær í slíku starfi. Mörg ár vann hún einmitt sem matráðskona í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, og naut mikils trausts og virðingar allra sem hennar starfa nutu á því sviði.

Þessi orð mín eru aðeins um yfirborð hennar persónuleika. En þegar skyggnst er undir yfirborðið, er það nú svo með flestar persónur, að þá kemur ýmislegt fram sem ekki sést við fyrstu kynni. Hjá Guðríði var þar mjög bjart um að litast, tvö mikil og björt ljós, fögur og skær. Viskuljós var þar skært því hún var bæði miklum gáfum gædd og mikið víðlesin, hafði margt lært á þeirra tíma vísu og hagmælt var hún með ágætum. En hitt aðalljósið var ljós mannkærleika og einlægrar vináttu, trúmennsku og tryggðar á öllum sviðum. keypti hún íbúð í Garðastræti 16, af Engilráðu fóstursystur sinni, sem bjó þar með sínu fólki. Í Reykjavík setti Guðríður upp flatkökugerð í bílskúr, ásamt annarri konu. Jafnframt því prjónaði hún barnapeysur á prjónavél og seldi í búð. Þegar Guðríður var 77 ára tók hún að sér að líta til með átta ára dreng í Svíþjóð, um eins árs bil, en foreldrar hans, Anna Eydal og Jóhannes Magnússon, voru þá í Lundi við læknanám. Áður hafði hún verið með þeim á Húsavík sem dagmamma drengsins.

Hinn 19.júní 1986 fluttist Guðríður í dvalarheimilið Seljahlíð. Hún naut verunar þar í góðum félagsskap meðan heilsan leyfði. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólki heimilisins fyrir hjálp og þolinmæði í veikindum hennar og íbúum hússins fyrir hlýjan hug og vináttu.

Guðrún Árnadóttir (1921-2005) frá Miðgili

  • HAH01305
  • Einstaklingur
  • 10.8.1921 - 7.4.2005

Guðrún Árnadóttir fæddist á Miðgili í Langadal í A-Húnavatnssýslu 10. ágúst 1921. Hún lést 7. apríl síðastliðinn. Var í Miðgili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Höfðabrekku 1, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957. Síðast bús. i Reykjavík.
Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey.

Guðrún Benediktsdóttir (1924-2001) frá Skinnastaðakoti

  • HAH01306
  • Einstaklingur
  • 3.1.1924 - 29.10.2001

Guðrún Áslaug Benediktsdóttir fæddist í Skinnastaðakoti á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 3. janúar 1924. Hún lést á líknardeild Landspítala Landakoti 29. október síðastliðinn. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum á Blönduósi til 14 ára aldurs. Hún fer þá að Glaumbæ í Langadal að vinna fyrir sér og er þar til 19 ára aldurs. Þá fer hún á Kvennaskólann á Blönduósi og útskrifast þaðan eftir veturinn 1943 til 1944. Sama ár ræður hún sig á barnaheimilið Tjarnarborg í Reykjavík. Ári síðar tekur hún vefnaðarnámskeið á Kvennaskólanum. Um sumarið var hún kaupakona á Höllustöðum og vann síðan á Hótel Blönduósi um veturinn.

Útför Guðrúnar Áslaugar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Guðrún Guðbrandsdóttir (1883-1968) Koti [Torfustaðakot / Sunnuhlíð] Vatnsdal

  • HAH01315
  • Einstaklingur
  • 24.3.1883 - 13.9.1968

Húsfreyja í Koti, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Sunnuhlíð, Áshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja. Síðast bús. í Áshreppi. Mann sinn missti Guðrún á hinn sviplegasta hátt árið 1934, frá 7 börnum, en fjölskyldan lét í engu bugast, og bjó Guðrún áfram með börnum sínum, þar til sonur hennar, Gestur, tók við búi. Búsforráð innanbæjar hafði Guðrún, þar til Gestur kvæntist árið 1953. í 43 ár veitti þessi tápmikla ágætiskona heimilinu í Sunnuihlíð forstöðu. Hún sá jörðina sína breytast úr rýru koti í hið notalegasta býli. í stað gamla lélega torfbæjarins, þar sem hún 61 öll sín börn, sá hún rísa nýtízku hús, svo var og með öll útihús. Móður sína missti Guðrún, þegar á fyrsta ári, og ólst upp í skjóli föður síns á ýmsum stöðum í Húnaþingi, án allrar móðurumhyggju.

Ingibjörg Lárusdóttir (1930-2010) frá Vindhæli

  • HAH01319
  • Einstaklingur
  • 12.7.1930 - 20.9.2010

Guðrún Ingibjörg Lárusdóttir fæddist á Vindhæli á Skagaströnd 12. júlí 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 20. september 2010.

Ingibjörg ólst upp á Vindhæli á Skagaströnd til 5 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan í þorpið á Skagaströnd. Ingibjörg bjó ásamt fjölskyldu sinni á Jökuldal í 12 ár, fyrst á Hauksstöðum og síðan á Gilsá. Árið 1963 flutti fjölskyldan til Skagastrandar, en þar bjó Ingibjörg til ársins 1996 þegar hún flutti í íbúðir aldraðra í Nestúni á Hvammstanga.
Ingibjörg verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag, 1. október 2010, klukkan 15.

Guðrún Jóna Scheving Thorsteinsson (1926-1995)

  • HAH01322
  • Einstaklingur
  • 25.3.1926 - 28.3.1995

Guðrún Jóna Thorsteinsson fæddist á Blönduósi 25. mars árið 1926. (íslendingabók 26. mars). Hún lést á Borgarspítalanum 28. mars síðastliðinn. Húsfreyja. Síðast bús. í Reykjavík.
Útför Guðrúnar Jónu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30.

Guðrún Jónasdóttir (1893-1990) frá Litladal

  • HAH01323
  • Einstaklingur
  • 22.11.1893 - 23.3.1990

Hún fæddist að Ásum, Svínavatnshreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Guðrún gekk í Kvennaskólann á Blönduósi um tvítugsaldur og eftir það fékkst hún nokkuð við barnakennslu, en lengst af var aðalatvinna hennar saumaskapur. Árið 1941 flyst Guðrún til Reykjavíkur. Er hún þá komin til sæmilegrar heilsu. Þar búa þær Ásta systir hennar saman í næstum 50 árum. Í fyrstu búa þær í leiguíbúðum en árið 1953 ráðast þær í að kaupa íbúð, fyrst í Þverholti 18 en síðan á Grettisgötu 55.

Árin þeirra systra í Reykjavík hafa verið góð. Heimili sitt ráku þær af rausn og myndarskap. Voru þær mjög félagslyndar og höfðu þær gaman af að umgangast fólk. Guðrún var mjög söngvin, hafði góða söngrödd og spilaði á orgel og kenndi nokkuð að spila á það hljóðfæri. Hún fylgdist vel með þjóðmálum og hafði ákveðnar skoðanir. Börn eignaðist Guðrún ekki en bræðrabörnum sínum reyndist hún frábærlega vel og börnum þeirra var hún sem besta amma.

Guðrún Jónasdóttir (1914-2007) frá Öxney

  • HAH01324
  • Einstaklingur
  • 24.6.1914 - 4.5.2007

Guðrún Jónasdóttir fæddist í Öxney á Breiðafirði 24. júní 1914. Hún lést á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi 4. maí 2007.

16 ára gömul fór Guðrún að heiman og vann ýmis störf.
Að loknu námi réðst hún matráðskona að Ljósafossvirkjun þar sem hún kynntist Jóhanni. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu árið 1947 í Garðahrepp.
Eftir að þau slitu samvistum vann Guðrún víða sem matráðskona, m.a. í Samvinnuskólanum á Bifröst, á Söltunarstöð Óskars Halldórssonar á Raufarhöfn og í Hraðfrystihúsi Keflavíkur.
Um 1970 settist Guðrún að í Stykkishólmi þar sem hún sinnti ýmsum störfum til sjós og lands meðan kraftar entust.

Útför Guðrúnar var gerð frá Stykkishólmskirkju 11.5.2007 og hófst athöfnin klukkan 15.

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir (1934-1998) forsetfrú

  • HAH01331
  • Einstaklingur
  • 14.8.1934 - 12.10.1998

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum skömmu fyrir miðnætti 12. október. Hún var 64 ára gömul þegar hún lést. Guðrún Katrín hafði í rúmt ár barist við alvarlegan sjúkdóm. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var við sjúkrabeð konu sinnar við lát hennar ásamt dætrum þeirra.

Guðrún Katrín fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1934. Guðrún Katrín ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur í skjóli móður sinnar, en föður sinn missti hún sjö ára gömul. Hún fór í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent árið 1955. Á árunum 1956¬1963 starfaði Guðrún Katrín sem fulltrúi á Náttúrufræðistofnun Íslands. Frá 1965¬1973 bjó hún á Hvammstanga, í Danmörku og Svíþjóð. Hún las fornleifafræði við Gautaborgarháskóla skólaárið 1971¬1972. Eftir að Guðrún Katrín kom heim settist hún á skólabekk og nam þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands frá 1973¬1975.

Árið 1979 tók Guðrún Katrín við starfi framkvæmdastjóra Póstmannafélags Íslands. Starfinu gegndi hún til ársins 1988 þegar hún setti á stofn verslunina Garn gallerí við Skólavörðustíg í Reykjavík. Verslunina rak hún til ársins 1991 þegar hún tók aftur við starfi framkvæmdastjóra Póstmannafélagsins og gegndi því til ársins 1996. Um tíma var Guðrún Katrín dagskrárfulltrúi hjá Sjónvarpinu og hún var framkvæmdastjóri verkefnisins Þjóðþrif.

Guðrún Katrín sat í bæjarstjórn Seltjarnarness frá 1978¬-1994. Frá 1991 sat hún í stjórn Minja og sögu, vinafélags Þjóðminjasafns Íslands.
Guðrún Katrín bjó yfir ríkum listrænum hæfileikum og vann alla tíð mikið að sauma- og prjónaskap. Prjónauppskriftir eftir hana hafa birst í blöðum bæði heima og erlendis. Hún hafði fágaða framkomu og vakti hvarvetna aðdáun fyrir glæsileik.

Guðrún Katrín tók virkan þátt í kosningabaráttu með eiginmanni sínum Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann bauð sig fram til embættis forseta Íslands árið 1996. Eftir að hann var kjörinn forseti fylgdi hún honum í fjölmargar heimsóknir hér heima og erlendis.

Í september 1997 greindist Guðrún Katrín með bráðahvítblæði og gaf forseti Íslands út yfirlýsingu um veikindi hennar 17. september það ár þar sem sagði að hún myndi ekki geta gegnt starfsskyldum á opinberum vettvangi næstu mánuði. Gekk hún í gegnum erfiða sjúkdómsmeðferð um veturinn á Landspítalanum. Árangur af meðferðinni virtist í fyrstu vera góður og kom hún fram opinberlega með eiginmanni sínum á fyrri hluta þessa árs. Í júní sl. kom í ljós að sjúkdómurinn hafði tekið sig upp að nýju og hélt hún til Seattle í Bandaríkjunum 23. júní þar sem hún gekkst undir beinmergsaðgerð.

Í síðasta mánuði veiktist Guðrún Katrín alvarlega af lungnabólgu og var lögð inn á gjörgæsludeild. Hún lést skömmu fyrir miðnætti 12. október. Ólafur Ragnar Grímsson og dætur þeirra, Guðrún Tinna og Svanhildur Dalla, voru hjá henni við andlátið.

Guðrún Sigríður Björnsdóttir (1930-2009) frá Auðkúlu

  • HAH01337
  • Einstaklingur
  • 30.7.1930 - 24.1.2009

Guðrún Sigríður Björnsdóttir fæddist á Auðkúlu í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu 30. júlí 1930. Hún lést á heimili sínu laugardaginn 24. janúar síðastliðinn.
Guðrún nam heimspeki við Háskóla Íslands 1951-1952 og lauk þaðan cand. phil. 6. júní 1952. Hún vann hjá Innkaupastofnun ríkisins á árunum 1952-1954. Guðrún bjó ásamt manni sínum í Bandaríkjunum árin 1955-1958 í New York og Iowa og aftur 1969-1970 í Maryland en þess á milli og eftir það bjó hún í Reykjavík, lengst af í Grundarlandi 4 í Fossvogsdal en síðar á Þorragötu 5.
Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. febrúar og hefst athöfnin klukkan 15.00.

Guðrún Sigurbjörg Ólafsdóttir Reykdal (1922-2005)

  • HAH01339
  • Einstaklingur
  • 16.12.1922 - 21.9.2005

Guðrún Sigurbjörg Ólafsdóttir Reykdal fæddist á Siglufirði 16. desember 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 21. september síðastliðinn.
Veturinn 1940-1941 var Guðrún farkennari á Engidal og í Héðinsfirði. Hún vann við síldarsöltun mörg sumur og hjá Mjólkursamsölunni á Siglufirði frá 1966 og síðar hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Siglufirði.
Guðrún hafði mikinn áhuga á þjóðlegum fróðleik og ættfræði. Hún safnaði þjóðsögum Ásdísar Ólafsdóttur, ömmu sinnar, saman og fjallaði um hana í bók sem gefin var út árið 1991 undir heitinu "Úr sagnabrunni".
Útför Guðrúnar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Guðrún Steinsdóttir (1916-1999) frá Hrauni á Skaga

  • HAH01342
  • Einstaklingur
  • 4.9.1916 - 7.3.1999

Guðrún Steinsdóttir fæddist á Hrauni á Skaga 4. september 1916. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 7. mars síðastliðinn. Guðrún lauk prófi frá Kvennaskólanum á Blönduósi 1938. Hún var ráðskona við Reykjaskóla í Hrútafirði í eitt ár, stundaði verslunarstörf í Reykjavík í sjö ár en hefur verið húsfreyja á Reynistað frá 1947. Guðrún starfaði í Ungmennafélaginu Æskunni, var í mörg ár formaður Kvenfélags Staðarhrepps, formaður sóknarnefndar Reynistaðarkirkju um árabil auk þess sem hún hafði umsjón með Reynistaðarkirkju í áraraðir. Útför Guðrúnar fer fram frá Reynistaðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 16.

Gylfi Ásmundsson (1936-2001) Fostöðusálfræðingur

  • HAH01357
  • Einstaklingur
  • 13.9.1936 - 4.1.2001

Gylfi Ásmundsson fæddist í Reykjavík 13. september 1936. Hann lést úr krabbameini á Landspítala hinn 4. janúar síðastliðinn. Gylfi var forstöðusálfræðingur við geðdeild Landspítalans frá 1985 og dósent við Háskóla Ísl. frá 1974 auk margra annarra starfa tengdu fagi hans. Gylfa voru falin margskonar trúnaðarstörf í félagsmálum og stjórnum og ráðum tengdum störfum hans. Gylfi var mikilvirkur rithöfundur (t.d. dálkahöfundur í Mbl.) bæði í fagi hans og áhugamálum. Um fagskrif hans vísast í "Íslenska samtíðarmenn" en útgáfur um sagnfræði og ættfræðirit eru eftirfarandi: "Bollagarðaætt" (móðurætt), "Ásmundur Sigurðsson, f. 1868 á Vallá á Kjalarnesi, ævi hans, ættir og niðjar" (föðurætt), "Húsafell og nágr." (fyrir ferðamenn og sumarhúsaeigendur), "Lárus í Grímstungu" (ævisaga vinar hans), "Lækjarmótsætt" (v/ niðjamóts ættingja konu hans), "Húsafellsætt" (Niðjatal Snorra á Húsafelli í Borgarfirði) og í vinnslu með fleirum "Sálfræðingatal".
Útför Gylfa verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Halldór Ingimundur Eyþórsson (1924-2007)

  • HAH01360
  • Einstaklingur
  • 12.3.1924 - 21.9.2007

Halldór Ingimundur Eyþórsson fæddist í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi við Djúp 12. mars 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 21. september síðastliðinn. Halldór ólst upp í Fremri-Hnífsdal til 12 ára aldurs en þá flutti hann með foreldrum sínum í Húnavatnssýsluna þar sem þau bjuggu á nokkrum stöðum. Árið 1947 keyptu Halldór og Guðbjörg jörðina Syðri-Löngumýri í Blöndudal og hófu búskap þar ásamt foreldrum Halldórs. Halldór var allan sinn starfsaldur bóndi á Syðri-Löngumýri, nema nokkur ár en þá vann hann sem hirðir hjá Fáki í Reykjavík á veturna en var á sumrin vörður við sauðfjárveikivarnargirðingu á Kili. Frá árinu 1986 bjó Halldór á Syðri-Löngumýri ásamt dóttur sinni og tengdasyni en dvaldi síðustu mánuðina á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi sökum heilsubrests.
Útför Halldórs fer fram frá Svínavatnskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Halldór Pálsson (1911-1984)

  • HAH01361
  • Einstaklingur
  • 26.4.1911 -12.4.1984

Halldór Pálsson var fæddur á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 26.apríl 1911 og var því tæpra 73 ára er hann lést skyndilega að morgni 12. apríl sl. Halldór ólst upp á Guðlaugsstöðum við umsvifamikinn rausnarbúskap á fjölmennu menningarheimili, þar sem fast var sótt til allra fanga. Ekki er að efa að það hefur mótað hann svo að hann bar merki heimilis og uppeldis alla tíð. Halldór hóf nám sitt við Menntaskólann á Akureyri, en flutti sig á milli skóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1933. Þá fer hann til Skotlands að læra um sauðfjárrækt og var það mest fyrir áeggjan Jóns Árnasonar, framkvæmdastjóra hjá S.Í.S., sem hvatti hann til að kynna sér kröfur breska kjötmarkaðarins. Þegar til Edinborgar var komið réðist það fljótlega svo að Halldór innritaðist í háskólann til búvísindanáms og brautskráðist hann þaðan sem kandidat 1936. Eftir það hóf hann strax framhaldsnám er hann stundaði bæði í Cambridge og Edinborg og lauk hann doktorsprófi frá Háskólanum í Edinborg 1938. Doktorsverkefnið var á sviði vaxtarlífeðlísfræði sauðfjár og fjallaði ritgerðin um kjötgæði og kjöteiginleika skoskra sauð fjárkynja, en þau bar hann saman við eiginleika íslenska fjárins. Í Cambridge var Halldór einn af lærisveinum og samstarfs mönnum dr. Johns Hammonds, sem var heimsfrægur búfjárræktarmaður svo að talað er um „Hammond-skólann" og átt við fræði er hann og samstarfsmenn hans grundvölluðu með rannsóknum sínum. Margir urðu þessir lærisveinar Hammonds vel þekktir vísindamenn og þar á meðal Halldór Pálsson. Halldór Pálsson réðst sem sauðfjárræktarráðunautur til Búnaðarfélags íslands þegar 1937 eða áður en hann hafði lokið doktorsnáminu.

Hjá Búnaðarfélagi íslands starfaði hann síðan samfellt til 1980 aðundanskildu einu ári 1961-1962 er hann var í Nýja-Sjálandi. Sauðfjárræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands var hann í 25 ár og búnaðarmálastjóri í nær 18 ár. Hann skilaði því Búnaðarfélaginu fullu dagsverki en störf Halldórs Pálssonar voru einnig óhemju mikil á öðrum sviðum. Hann var ráðinn sérfræðingur í búfjárrækt við Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans og forstjóri þeirrar deildar 1942 og gegndi þeim stöfum með sauðfjárræktarráðunautsstarfinu til 1962. Eftir það og eftir skipulagsbreytinguna er Búnaðardeildin var gerð að Rannsóknarstofnun landbúnaðarins var hann í hlutastarfi við Rannsóknarstofnunina allt til þess er hann varð að láta af föstu starfi vegna aldursmarka og síðan áfram lausráðinn og sinnti þar rann sóknastörfum allt til síðasta dags. Árið 1943 stofnaði Halldór Pálsson sauðfjárræktarbúið að Hesti í Borgarfirði, til alhliða sauðfjárræktarstarfsemi og rannsókna. Bú þetta byggði hann upp, vann því með hörðum höndum og stjómaði að mestu allt þar til hann lét af föstum störfum. Við störf að Hestbúinu fékk Halldór svalað starfsþrá bæði bóndans og vísindamannsins sem í honum bjuggu. Auk meginþáttanna þriggja í æfistörfum Halldórs Pálssonar, sem nú hafa stuttlega verið nefndir: ráðunautsstarfanna, vísindastarfanna og stjórnarstarfanna hjá Atvinnudeild og Búnaðarfélagi, vann hann óteljandi félags og trúnaðarstörf í nefndum og stjórnum. En auk alls þessa rak hann lengí búskap í félagi við aðra eða allt frá 1937-1967 fyrst á Bjargarstöðum í Miðfirði m.a. í samvinnu við Jón Hannesson í Deildartungu og síðar ekkju hans Sigurbjörgu og síðar átti hann í búi með Arnóri Sigurjónssyni og Guðmundi Ingimarssyni er þeir ráku á Þórustöðum í Grímsnesi. Er Halldór kom til starfa fyrir stríðið herjuðu sauðfjársjúkdómarnir illvígu mæðiveikin og garnaveikin og var baráttan við þá eitt mesta viðfangsefni bænda og landbúnaðarmanna. Halldór kom strax inn í þá baráttu á vegum mæðiveikinefndar, síðar sauðfjárveikivarna og var framkvæmdastjóri garnaveikivarna 1938-1944. Af nefnda og stjórnarstörfum verður hér fátt eitt talið. Halldór var í tilraunaráði búfjárræktar allan þess starfstíma frá 1940-1965 en það hafði hvorttveggja með höndum skipulagningu allra búfjártilrauna og sá um framkvæmd þeirra að verulegu leyti í tilraunaráði landbúnaðarins og stjórn Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins var Halldór 1965-1970 og í Rannsóknaraáði ríkisins 1965-1978 og í stjórn Vísindasjóðs frá stofnun hans 1957. Í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins frá stofnun hans 1967 og til dauðadags.
Barátta Sigríðar við hlið Halldórs til að gæta heilsu hans eftir að hann veiktist fyrst alvarlega af hjartasjúkdómi fyrir fullum tuttugu árum var í alla staði aðdáunarverð. Gæfa Halldórs fólst einnig í jákvæðri afstöðu til lífsins, félagshyggju hans, trú á batnandi samfélag og að þar væri virkilega til nokkurs að vinna.

Halldóra Kolka Ísberg (1929-2007) Blönduósi

  • HAH01364
  • Einstaklingur
  • 3.9.1929 - 20.9.2007

Halldóra Kolka Ísberg fæddist í Vestmannaeyjum 03.09. 1929. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 20. september síðastliðinn. Halldóra lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1947. Hún starfaði á skrifstofu Sanitas í 9 ár og var síðan heimavinnandi húsmóðir þar til hún hóf störf hjá Háskóla Íslands sem aðstoðargjaldkeri; mörg síðustu árin sem aðalféhirðir Háskóla Íslands. Halldóra var félagslynd og starfaði í Húnvetningafélaginu í Reykjavík í fjölda ára, þar af nokkur sem formaður.
Útför Halldóru fer fram frá Háteigskirkju í dag, mánudaginn 1. október, og hefst athöfnin klukkan

Hallgerður Ragna Helgadóttir (1926-1997) Árbraut 19 Blönduósi

  • HAH01368
  • Einstaklingur
  • 25.2.1926 - 19.1.1997

Hallgerður Ragna Helgadóttir fæddist á Litla Búrfelli í Austur-Húnavatnssýslu 25. febrúar 1926. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu Blönduósi 19. janúar 1997.
Útför Hallgerðar fór fram frá Blönduóskirkju 25.1.1997 og hófst athöfnin klukkan 15.

Hallgrímur Hansson (1916-1997)

  • HAH01371
  • Einstaklingur
  • 15.3.1916 - 21.3.1997

Hallgrímur Hansson fæddist í Holti á Brimisvöllum, Snæfellsnesi, 15. mars 1916. Hann lést á heimili sínu í Skaftahlíð 9 hinn 21. mars síðastliðinn.
Hallgrímur var sveitamaður í sér og ég fann fljótt að hann kunni vel við sig á Álftanesi. Kannski vegna þess að nú var hann aftur við sjóinn eins og þegar hann ólst upp í Holti á Brimilsvöllum í gamla daga. Hann naut sín vel úti í náttúrunni, ræktaði kartöflur, hélt við girðingum. Eins átti hann það til að fara í langar gönguferðir út á fjöru með hundana með sér og sagði stoltur frá því hversu fljótur hann var í förum. Það lýsir því einmitt hversu kappsfullur Hallgrímur var í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. En þrátt fyrir það var hann mjög vandvirkur. Það sést best á handbragðinu á vinnunni hans, hvort sem hann var að smíða hús eða sauma í. Ófá listaverkin liggja eftir hann víða og á Álftanesi mun vinna hans við endurbyggingu kirkjunnar halda minningu hans á lofti. Einnig Agnesarkot, litla húsið sem hann byggði handa Agnesi sonardóttur sinni á hlaðinu á Álftanesi, að ógleymdri handavinnunni hans. Þegar endurbyggingu kirkjunnar var lokið saumaði hann til dæmis dúk og gaf kirkjunni.

Hallgrími leið best þegar hann hafði nóg fyrir stafni og hann var svo gæfusamur að enn var leitað til hans með ýmis verk þrátt fyrir háan aldur. Barnabörnin voru mjög hænd að Hallgrími, enda var hann þeim góður afi og bar hag þeirra alltaf fyrir brjósti. Þau leituðu líka oft til afa sem reyndi að liðsinna þeim sem mest hann mátti.

Hallgrímur Sigurvaldason (1917-1993) Eiðsstöðum

  • HAH01373
  • Einstaklingur
  • 6.4.1917 - 6.6.1993

Hallgrímur Sigurvaldason, Eiðsstöðum Fæddur 6. apríl 1917 Dáinn 6. júní 1993 Enn hefur fækkað um einn hér í sveitinni okkar, Hallgrímur á Eiðsstöðum lést á sunnudaginn var, eftir vanheilsu nokkur undanfarin ár. Ekki efa ég að hann hafi verið hvíldinni feginn, því að fjarri var það skapgerð hans að vera upp á aðra kominn eftir að heilsa hans gaf sig.
Eiðsstaðir er fremsti bær í byggð á vestanverðum Blöndudal, framar eru Eldjárnsstaðir og Þröm, en eru nú í eyði. Á Eiðsstöðum hafa búið síðan 1953 bræðurnir Hallgrímur og Jósef, en bjuggu þar áður fram á Eldjárnsstöðum. Bæir þessir liggja hátt yfir sjó, Eiðsstaðir auk þess í bratta og því erfið til ræktunar þó að landrými sé þar nóg. Veðursæld er þar þó meiri en víða annars staðar og það sagði Hallgrímur mér eitt sinn, að það væri viðburður ef stórhríð stæði þar yfir í heilan dag. Saman hafa þeir bræður því búið á þessari jörð í 40 ár og aðallega stundað fjárbúskap, haft kú til heimilisafnota og fáein hross. Hallgrímur var stór maður og þrekmikill og hefur á sínum yngri árum örugglega verið með þrekmestu mönnum hér um slóðir. Var hann bæði áræðinn og fylginn sér við vinnu og tamdi sér þann sið að kvarta aldrei á hverju sem gengi. Í göngur og eftirleitir fór hann í allmörg haust og var þá mjög oft sendur í lengstu göngur og hefur þá vart dregið af sér. Til er sögn er segir frá því, er hann og fleiri voru í göngum hér á heiðinni og voru á ferð við Seyðisá. Þetta var síðla hausts og krap og snjóruðningur kominn í ána og því ill yfirferðar. Menn þurftu að komast yfir ána til náttstaðar, en leist hún ófær og hugðu því til gistingar á öðrum stað. Hallgrímur hugði að ánni, þagði um stund og sagði síðan stundarhátt: "Ég ætla ekki að gista hér í nótt," og fór yfir og hinir á eftir.
Ævistarf Hallgríms var að mestu unnið á Eiðsstöðum og Eldjárnsstöðum, hann fór lítið að heiman, vann þó í mörg haust við fláningu á sláturhúsinu. Hann var natinn við skepnur og vildi hirða þær mjög vel. Eitt sinn er ég kom í gamla bæinn til hans síðla vetrar, sýndi hann mér lambhrúta er þar voru og spurði hvort þeir væru ekki þokkalegir. Hefi ég vart séð þvílíkt eldi á hrútum fyrr eða síðar.
Hallgrímur var í eðli sínu hlédrægur maður, fór sjaldan á mannamót, en var þó afar eftirtektarsamur og minnugur í hátterni annarra og gleymdi fáu sem við hann var sagt. Komst hann oft meinlega að orði, þannig að orðin "hittu". Er staup var haft við hönd hýrnaði hann allur og gat þá orðið býsna hnýflóttur til orða þannig að skeytin misstu ekki marks. Trygglyndur var hann og vinafastur.
Hinn 12. júní var gerð frá Svínavatnskirkju útför Hallgríms Sigurvaldasonar, bónda á Eiðsstöðum í Blöndudal. Með honum er góður maður genginn, sem ljúft er að minnast við ævilok.

Torfi Sigurðsson (1917-1993)

  • HAH01375
  • Einstaklingur
  • 4.2.1917 - 9.10.1993

Minning Torfi Sigurðsson bóndi á Mánaskál Í dag, laugardaginn 16. október, er til moldar borinn frá Höskuldsstaðarkirkju Torfi Sigurðsson frá Mánaskál, en hann lést á Landspítalanum 9. október eftir að hafa legið þar mikið veikur í þrjár vikur.
Torfi var fæddur að Ósi í Nesjum á Skaga 4. febrúar 1917, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur sem þar bjuggu. Þau áttu átta börn og var Torfi fimmti í röðinni. Þau fluttust að Mánaskál í Laxárdal 1918 er þau keyptu þá jörð og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Torfi hefur því verið eins árs er þau fluttust. Móðir hans lést 1922 er hún ól sitt áttunda barn, af barnsfarasótt, sem var því miður nokkuð algeng á þeim árum. Torfi fór ungur maður í Eiðaskóla til að afla sér menntunar. Leið hans lá svo suður til Reykjavíkur þar sem hann vann við ýmis störf. Hann var mjög laginn og fljótur að læra og mun hann hafa unnið mikið við bíla- og vélaviðgerðir hér syðra. Þetta kom sér vel fyrir hann í búskapnum eftir að vélarnar komu til sögunnar. Eins munu nágrannar hans hafa notið góðs af hagleik hans, því að hann var mjög bóngóður og átti erfitt með að neita mönnum um greiða. Torfi keypti jörðina af föður sínum og tók við búinu 1953, en faðir hans lést 1968. Torfa voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sveitarfélag sitt, Vindhælishrepp, sérstaklega nú síðari árin, er hann hefur setið í hreppsnefnd og verið fulltrúi þess á fjórðungsþingum. Þá hefur hann verið í sóknarnefnd Höskuldsstaðarsóknar og séð um kirkjuna í nokkur ár.
Torfi hefur ekki gengið heill til skógar undanfarin ár, þó að það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir tæpu ári hversu alvarlegur sjúkdómur hans var, sem hefur leitt til þess að hann er nú allur.

Hannes Stephensen Pétursson (1931-2010) Blönduósi

  • HAH01381
  • Einstaklingur
  • 10.12.1931 - 17.3.2010

Hannes Stephensen Pétursson fæddist í Hafnardal, Nauteyrarhreppi, Norður-Ísafjarðarsýslu 10. desember 1931. Hann lést á Heilbrigðiststofnun Blönduóss hinn 17. mars síðastliðinn. Útför Hannesar fór fram frá Blönduóskirkju, laugardaginn 27. mars 2010, kl. 12.

Hannes Jónsson (1880-1968)

  • HAH01380
  • Einstaklingur
  • 13.1.1880- 29.8.1968

Hannes var fæddur að Núpsstað 13. janúar 1880 og bjó þar alla sína tíð þar til hann lézt þann 29. ágúst síðastl.
Núpsstaður er austasti bærinn í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann stendur fallega í stóru sléttu en hallandi túni. Bærinn snýr til suður. Bæjarhúsin eru sum forn, einkum munu smíöjan og skemman vera gömul. Íbúðarhúsið er miklu yngra. Langelzta byggingin á staðnum er trúlega gamla bænhúsið, sem stendur austanvert við bæjarhúsin í miðjum kirkjugaröi. Til Forna hét Núpsstaður ,,at Lómagnúp", og er það ofur auðskiliö, því að fjallið mikla, sem rís mót himni einum þrem kílómetrum austan við bæinn, snarbratt og tignarlegt, setur svip sinn á allt þetta hérað, svo langt sem séð verður, hvort heldur er að austan eða vestan. Þó er þarna ærin glæst og reisnarleg fjallsýn. Þessi einstæði fjallrisi, sem rís þverhníptur upp af Skeiðarársandi er eitt frægasta fjall á Íslandi.—

Helga Jónsdóttir (1911-1989) frá Ásum

  • HAH01411
  • Einstaklingur
  • 2.3.1911 - 1.5.1989

Helga Ingibjörg Jónsdóttir frá Ásum Fædd 2. mars 1911 Dáin 1. maí 1989. Helga var mjög vel gefin en það varð þó ekkert af langskólanámi. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi og síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Þar lærði hún kjólasaum. Síðan vann hún mikið hjá klæðskerum við saumaskap á einkennisfötum og öðrum vönduðum herrafötum. Hún var mjög vandvirk og þess vegna eftirsóttur starfskraftur. Þegar Sigfús í Heklu stofnaði saumastofuna Íris um 1949 varð Helga þar verkstjóri.
Árið 1959 þegar Helga var komin hátt á fimmtugsaldurinn giftist hún Erlendi Jónssyni. Erlendur var vel greindur, skemmtilegur og einstaklega lífsglaður og ljúfur maður. Hann reyndist Helgu frábærlega vel. Líf Helgu gerbreyttist. Þau fóru saman á dansiböll og í ferðalög, löng og stutt, utan lands og innan. Það var gist í tjaldi ef veður leyfði, annars á hótelum eða hjá kunningjum. Erlendur var mikill laxveiðimaður. Hann var fljótur að koma veiðistöng í hendurnar á Helgu. Hún hreifst með og reyndist góður nemandi. Fljótlega var hún farin að fá'ann líka.

Helga Ólafsdóttir (1937-1988)

  • HAH01414
  • Einstaklingur
  • 30.10.1937 - 23.5.1988

Í dag er Helga Ólafsdóttir húsfreyja á Höllustöðum kvödd hinstu kveðju frá sóknarkirkju sinni að Svínavatni. Við sviplegt fráfall hennar verður syrgjendum og vinum stirt um stef, enda þótt helfregnin hafi ekki komið á óvart. Við undrumst enn þau örlög, sem því fólki eru sköpuð, sem hrifið er burt í blóma lífsins frá hálfnuðu verki. En í eftirsjá okkar eftir þeirri samveru, sem við fórum á mis við, er þó gott að eiga einungis bjartar minningar um þá konu, sem háði sitt erfiða dauðastríð af sömu reisn og einkenndi hana alla ævi.
Helga Ólafsdóttir átti því láni að fagna að flytjast úr föðurgarði með betra veganesti en almennt gerist. Í ljúfum uppvexti mótaðist jákvæð lífsafstaða hennar, siðferðisþrek og sjálfstraust, sem gerði henni kleift að gefa af sjálfri sér og eiga farsæl og frjó samskipti við annað fólk. Hún ólst upp á menningarheimili, sem á allan hátt var veitandi gagnvart umhverfi sínu. Hún naut góðrar menntunar og ræktaði strax með sér þá innri menningu, sem bezt dugði á vegferð hennar.
Að afloknu stúdentsprófi voru henni allir vegir færir og hún átti á flestu völ. Hún kaus að ganga á vit ævintýrisins gegn ríkjandi hefðum og venjum þess tíma. Ásamt brúðguma sínum valdi hún að ævistarfi atvinnugrein, sem þá þegar þótti dauðadæmd, en hefur samt sem áðurverið fýsilegur kostur þeim, sem ekki sækjast eftir verðmætum, er mölur og ryð fá grandað. Með þeirri ákvörðun sýndi hún kjark og sjálfstæði, sem ávallt átti eftir að einkenna hana.
Við komu hennar þótti mér sem Blöndudalur víkkaði og breytti um svip. Hún tókst á við verkefni sín af dirfsku og dugnaði og ræktaði sinn garð af stakri ábyrgðartilfinningu. Fyrstu árin helgaði hún heimilinu alla krafta sína og uppskar að launum farsælt fjölskyldulíf og barnalán. Hún sigraðist á öllum erfiðleikum með þrautseigju og hugkvæmni og óx af hverri raun. Húnhafði farsæla umgengnishæfileika og persónutöfra, sem gerðu hana eftirsótta í hverjum félagsskap. Hún átti jafn auðvelt með að blanda geði við landsfeður sem almúgafólk og ekki varð séð, að hún gerði sér mannamun í því sambandi. Sakir réttlæt istilfinningar sinnar hafði hún þó afdráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum og átti kjark og hreinskilni til að láta þær í ljósi. Auk forystuhæfileika hafði hún einnig til að bera auðmýkt gagnvart almættinu og ræktarsemi, sem ljóslega birtist í starfi hennar í sóknarnefnd.
Vart miðaldra stóð hún aftur frammi fyrir vali, er bóndi hennar var að hefja stjórnmálaferil sinn. Hún kaus að hvetja hann til dáða og greiða veg hans, enda þótt það hefði í för með sér fjarvistir hans frá bú inu, sem hún veitti forstöðu langtímum saman. Ötul gekk hún í þau erfið isverk, sem hvað minnst eru metin á Íslandi, og sinnti þeim af sömu reisn sem öllu öðru, því þetta var hennar val. Í mótvindi sem meðbyr varð hún bónda sínum sá bakhjarl sem mest og bezt dugði honum.

Helga Ólína Aradóttir (1913-2004) Móbergi

  • HAH01415
  • Einstaklingur
  • 13.3.1913 - 27.6.2004

Helga Ólína Aradóttir fæddist á Móbergi í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu 13. mars 1913. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 27. júní síðastliðinn.

Helga Sigríður Þorsteinsdóttir (1915-2011) Bessastöðum

  • HAH01418
  • Einstaklingur
  • 30.4.1915 - 7.2.2011

Helga Sigríður Þorsteinsdóttir fæddist á Öxl í Austur-Húnavatnssýslu 30. apríl 1915. Hún lést 7. febrúar 2011.
Helga fluttist eins árs með foreldrum sínum að Þjótanda í Árnessýslu. Árið 1919 flytur hún við skilnað foreldra sinna að Barði í Miðfirði og ólst þar upp hjá móðurömmu sinni, Sigríði Jónasdóttur prestsekkju frá Melstað. Eftir barnafræðslu þess tíma fékk hún að njóta frekari tilsagnar með börnum prestshjónanna á Melstað. Hún stundaði nám í tvo vetur við Kvennaskólann á Blönduósi. 4. júní 1938 giftist hún Einari Friðgeiri Björnssyni, bónda á Bessastöðum, og þar bjuggu þau alla sína búskapartíð. Hún vann á Saumastofunni Drífu á Hvammstanga frá 1973 til 1983. Hún tók virkan þátt í félagstörfum í sinni sveit, var meðal annars í sóknarnefnd Melstaðarkirkju, í stjórn Kvenfélagsins Iðju og Kvennabands Vestur- Húnavatnssýslu, skólanefnd og áfengisvarnarnefnd Ytri-Torfustaðahrepps o.fl.

Útför Helgu var gerð frá Melstaðarkirkju í Miðfirði, 19. febrúar 2011, og hófst athöfnin kl. 14.

Henrietta Björg Fritzdóttir Berndsen (1913-1998) Stóra-Bergi Skagaströnd

  • HAH01426
  • Einstaklingur
  • 7.11.1913 - 15.2.1998

Haustið 1935 var þetta litla þorp við Hvammsfjörðinn mjög frábrugðið því sem það er í dag. Það var heldur ekkert líkt Vesturbænum í Reykjavík. Í Búðardal voru engir fiskreitir, engin höfn og heldur enginn slippur. Þá voru þrjú íbúðarhús fyrir innan kaupfélag og sex á útplássinu. Þessi níu hús stóðu í skjóli undir háum börðum, sem skýldu fyrir norðaustanvindinum, sem þarna á það til að vera þrálátur. Einkum var skjólið gott á útplássinu, þar voru börðin hærri og lega þeirra hagstæðari. Hið efra voru Fjósabæirnir tveir og Bjarnabær. Þetta litla samfélag einkenndist af mikilli samheldni, samhjálp og vináttu fólksins sem þarna bjó. Lífsbaráttan var hörð, atvinna oft stopul og flestir ef ekki allir drýgðu tekjur sínar með skepnuhaldi. Í dag myndu kjör af þessu tagi þykja kröpp en þarna undu allir glaðir við sitt.

Herdís Petrea Valdimarsdóttir (1927-2006) frá Selhaga

  • HAH01430
  • Einstaklingur
  • 18.7.1927 - 23.12.2006

Herdís Petrea Valdimarsdóttir fæddist á Selhaga í Bólstaðarhlíðarhreppi 18. júlí 1927.
Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. desember 2006. Síðustu 6 árin dvaldist Herdís á Grund.
Útför Herdísar var gerð frá Fossvogskapellu 4. janúar 2007.

Herdís Stefánsdóttir (1951-1999)

  • HAH01431
  • Einstaklingur
  • 10.3.1951 - 8.11.1999

Herdís Stefánsdóttir fæddist á Sauðárkróki 10. mars 1951. Hún lést í sjúkrahúsi í Rochester í New York-ríki í Bandaríkjunum hinn 8. nóvember síðastliðinn. Herdís lauk sjúkraliðaprófi og starfaði lengst af á Vistheimilinu á Sólborg og síðar á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Útför Herdísar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Hildigunnur Magnea Jóhannsdóttir (1940-1996)

  • HAH01434
  • Einstaklingur
  • 7.8.1940 - 1.1.1996

Hildigunnur Magnea Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1940. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi 1. janúar síðastliðinn. Útför Magneu fór fram frá Hólaneskirkju 6. janúar.
Hún stofnaði ung sitt heimili með Guðmundi Árnasyni frá Gnýstöðum á Vatnsnesi. Þau bjuggu á Geitafelli um tíma, en fluttu svo til Skagastrandar og hafa átt sitt heimili þar síðan.

Hjalti Árnason (1915-2010) Skeggjastöðum á Skaga

  • HAH01439
  • Einstaklingur
  • 11.1.1915 - 4.7.2010

Hjalti Árnason fæddist í Víkum á Skaga, Austur Húnavatnssýslu, hinn 11. janúar 1915. Hann andaðist sunnudaginn 4. júlí síðastliðinn á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Hjalti var bóndi alla sína starfsævi, en auk þess starfaði hann sem póstur sveitarinnar í áratugi. Á fyrstu árum búskapar síns eignaðist hann jarðvinnsluvélar sem hann nýtti fyrir sjálfan sig og vann auk þess fyrir nágranna sína. Hann var einnig sjálfmenntaður járnsmiður, átti smiðju þar sem hann smíðaði m.a. skeifur undir reiðhesta sína og annarra.
Hjalti verður jarðsunginn frá Hofskirkju 10. júlí 2010 kl. 14. Jarðsett verður í heimagrafreit á Skeggjastöðum.

Hróðný Einarsdóttir (1908-2009) Hróðnýjarstöðum

  • HAH01455
  • Einstaklingur
  • 12.5.1908 - 6.9.2009

Hróðný Einarsdóttir fæddist á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í Dalasýslu 12.5.1908. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu í Skógarbæ, 6.9. s.l. Hróðný ólst upp á Hróðnýjarstöðum við alhliða sveitastörf, Heimilið var rómað fyrir listhneigð, svo sem söng, orgel- og harmonikkuleik og fallegt handbragð: listmálun, skrautritun og ljósmyndun. Hróðný fór í Kvennaskólann á Blönduósi einn vetur. Eftir að þau Hróðný og Jóhannes giftust hófu þau búskap að Sámsstöðum í Laxárdal, en fluttust til Reykjavíkur 1932 þar sem Jóhannes hóf kennslustörf og starfaði síðan sem rithöfundur og skáld. Árið 1940 fluttu þau til Hveragerðis þar sem þau bjuggu í nær tuttugu ár. Þau reistu sér hús í Skáldagötunni og voru þar frumbyggjar í götunni sem nú heitir Frumskógar. Árið 1946 fóru þau til Svíþjóðar og voru þar í eitt ár og ferðuðust þá um Norðurlöndin. Þegar þau komu frá Svíþjóð fluttu þau aftur til Hveragerðis og komu sér upp húsi í Bröttuhlíð ofar í þorpinu. Þar bjuggu þau til 1959 að þau fluttust til Reykjavíkur. Vorið 1955 urðu þau fyrstu skálaverðir Ferðafélags Íslands í Þórsmörk og voru þar á hverju sumri til 1962. Eftir lát Jóhannesar bjó Hróðný í Reykjavík og síðustu árin dvaldist hún á hjúkrunarheimilum, fyrst í Foldabæ og síðar í Skógarbæ. Útför Hróðnýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag 16.september, og hefst athöfnin klukkan 13.00.

Hulda Sigurjónsdóttir (1927-2009) Eyrarkoti í Kjós

  • HAH01464
  • Einstaklingur
  • 1.11.1927 - 16.1.2009

Hulda Sigurjónsdóttir, Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, fæddist á Sogni í Kjós 1. nóvember 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. janúar síðastliðinn. Hulda og Karl hófu búskap að Hálsi í Kjós 1948. Þaðan fluttu þau að Eyrarkoti í Kjós 1966 þar sem þau sáu um Póst- og símstöðina þar til hún var lögð niður 1982. Þá fluttu þau í Mosfellsbæ og bjuggu þar upp frá því. Eftir að þau fluttu í Mosfellsbæinn starfaði Hulda um nokkurra ára skeið í þvottahúsi Reykjalundar. Síðustu þrjú árin bjó hún í Hlaðhömrum Mosfellsbæ.

Útför Huldu fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Hörður Valdimarsson (1925-2006)

  • HAH01468
  • Einstaklingur
  • 9.2.1925 - 3.7.2006

Hörður Valdimarsson fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1925. Hann lést mánudaginn 3. júlí síðastliðinn. Hörður ólst upp í Reykjavík til sjö ára aldurs, þá fluttist hann með foreldrum sínum að Hornbjargsvita þar sem Valdimar var vitavörður frá 1932 til 1936. Guðrún móðir Harðar og þrír bræður hans létust þar í september 1935. Eftir að Valdimar fór frá Hornbjargsvita leystist heimilið upp og fóru systkinin í fóstur. Hörður fór til Holtastaða í Langadal til hjónanna Jónatans Líndal og seinni konu hans, Soffíu Líndal, þar sem hann var til fullorðinsára. Hörður fór til búfræðináms á Hvanneyri í Borgarfirði og lauk því námi 1944. Árið 1950 hóf Hörður störf í lögreglunni í Reykjavík og lauk námi frá Lögregluskólanum 1951. Hörður var varðstjóri í slysarannsóknardeild árið 1971. Hann var kennari við lögregluskólann frá 1968-1972. Hörður starfaði mikið að umferðaröryggismálum og var formaður klúbbsins Öruggur akstur um tíma. Hann var félagi í Lögreglukórnum um langt skeið og í stjórn hans. Árið 1972 fluttu þau hjón austur að Akurhóli þar sem Hörður tók við starfi aðstoðarforstöðumanns við vistheimilið að Gunnarsholti. Þar starfaði hann til ársins 1995 þegar hann fór á eftirlaun. Þau hjón fluttust árið 1999 til Hellu þar sem þau hafa búið síðan. Hörður hefur starfað mikið í Lionshreyfingunni frá því hann fluttist austur, var formaður klúbbsins um tíma, umdæmisstjóri 1981-1982 og fékk heiðursviðurkenningu Melvin Jones árið 1985. Hann starfaði mikið að málefnum aldraðra á Rangárvöllum og var virkur í stjórn þeirra samtaka og varaformaður í þrjú ár.

Indriði Stefánsson Hjaltason (1930-2006)

  • HAH01469
  • Einstaklingur
  • 13.8.1930 - 2.4.2006

Indriði Stefánsson Hjaltason fæddist á Siglufirði 13. ágúst 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss að morgni 2. apríl síðastliðins. Indriði ólst upp á Siglufirði til 12 ára aldurs en þá fluttu foreldrar hans á jörðina Máná á Úlfsdölum og seinna fluttu þau sig á jörðina Bræðraá í Sléttuhlíð. Indriði stundaði almenn sveitastörf og sjómennsku með föður sínum er hann var ungur Hann kom til Skagastrandar árið 1957 og vann við síldarvinnslu og kynntist konunni sinni þar. Lagði hann fyrir sig sjómennsku sem hann stundaði meiri hluta ævinnar, einnig vann hann við múrverk í mörg ár. Hann var með sauðfjárbúskap frá 1968-1978 eins og tíðkaðist á þeim árum. Átti hann töluverðan bústofn og eins mikið af hrossum en af þeim hafði hann mikið yndi. Frá því að Indriði kom til Skagastrandar bjó hann þar og byggði hann húsið sem þau hjónin bjuggu í. Hin síðari ár átti Indriði við töluverða vanheilsu að stríða og var af þeim sökum oft á spítala en þess á milli var hann heima og naut umönnunar konu sinnar.

Útför Indriða verður gerð frá Hólaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Helga Áslaug Guðbrandsdóttir (1923-2011) Sólheimum í Laxárdal, Dal.

  • HAH01401
  • Einstaklingur
  • 28.7.1923 - 10.7.2011

Helga Áslaug Guðbrandsdóttir fæddist í Lækjarskógi, Laxárdal, Dalasýslu 28.7.1923. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni 10.7.2011. Helga var bóndi og húsmóðir í Sólheimum í Laxárdal og bjó þar áfram ásamt Guðbrandi syni sínum eftir lát Ólafs Ingva manns síns uns hún fluttist á dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal árið 2002.
Útför Helgu Áslaugar fer fram frá Hjarðarholtskirkju í dag, 16. júlí 2011, og hefst athöfnin klukkan 14.

Þorsteinn Jóhannes Marteinn Nikulásson (1909-1990)

  • HAH02154
  • Einstaklingur
  • 3.10.1909 - 23.12.1990

Þorsteinn Jóhannes Marteinn Nikulásson 3. október 1909 - 23. desember 1990 Bóndi á Búðum í Staðarsveit. Var í Bjarnarhöfn, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Bóndi á Búðum, Staðastaðarsókn, Snæf. 1930. Ólst upp hjá Margréti Ingibjörgu Stefánsdóttir f. 8.9.1873 - 29.3.1940 Ráðskona Konráðs bróður síns í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Síðast bústýra á Búðum á Snæfellsnesi. Fatasaumskennari. Dó ógift og barnlaus.
Síðast búsettur í Gerðahreppi.

Anna Guðmundsdóttir (1918-2014)

  • HAH02330
  • Einstaklingur
  • 28.6.1918 - 9.11.2014

Anna Guðmundsdóttir f. 28.6.1918 - 9.11.2014 Var á Staðarbakka, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var að Staðarbakka 1, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Matráðskona og starfaði við matar- og framreiðslustörf í Reykjavík. Anna ólst upp í stórum systkinahópi á Staðarbakka við leik og störf.
Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 9.11.2014. Útför Önnu verður gerð frá Staðarbakkakirkju í Miðfirði í dag, 29.11.2014, kl. 14.

Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík

  • HAH10027
  • Einstaklingur
  • 13.2.1925 - 5.2.1982

Pétur Júlíus Sæmundsen var fæddur á Blönduósi 13. febrúar 1925. Evald átti við heilsuleysi að stríða og lést á heilsuhæli í Danmörku árið 1926. Pétur var yngstur systkinanna og sá hann aldrei föður sinn. Pétur ólst upp hjá móður sinni hér á Blönduósi ásamt systrum sínum tveimur. Var hann þar liðtækur félagi sem og í öðrum félögum. Svo mikill Húnvetningur sem Pétur var, þá var ekki nema eðlilegt að hann ynni mikið í Húnvetningafélaginu.

Anna Guðrún Guðmundsdóttir (1876-1968) Kárahlíð

  • HAH023335
  • Einstaklingur
  • 9.7.1876 - 14.12.1968

Anna Guðrún Guðmundsdóttir f. 9.7.1876 - 14.12.1968. Var á Refsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Kárahlíð í Holtastaðasókn 1897. Fór til Kanada 1920. Tók upp nafnið Anna Hallson. Ekkja Miðgili 1910

Anna Bjarnadóttir (1888-1964) Blönduósi

  • HAH02345
  • Einstaklingur
  • 16.4.1888 - 9.3.1964

Húsfreyja Pálmalundi á Blönduósi 1909-19, síðar í Grímsstaðaholti í Reykjavík. Vertshúsi 1910. Ekkja á Ránargötu 11, Reykjavík 1930.

Anna Halldórsdóttir (1902-1975) Akureyri

  • HAH02347
  • Einstaklingur
  • 5.6.1902 - 21.5.1975

Fór frá Hvoli, Dal. til Akureyrar 1928. Húsfreyja á Akureyri 1930. Húsfreyja. Síðast bús. á Akureyri.

Anna Jóhannsdóttir (1861-1948) Mánaskál

  • HAH02359
  • Einstaklingur
  • 8.5.1861 - 5.9.1948

Anna Jóhannsdóttir f. 8.5.1861 - 5.9.1948. Var á Orrastöðum, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja Mánaskál og í Brautarholti Blönduósi 1940 og 1947.

Anna Jónsdóttir (1891-1995) Höskuldsstöðum í Reykjadal

  • HAH02363
  • Einstaklingur
  • 15.1.1891 - 29.3.1995

Anna Jónsdóttir f. 15.1.1891 - 29.3.1995. Ráðskona á Höskuldsstöðum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Skútustaðahreppi.
Anna Jónsdóttir frá Höskuldsstöðum í Reykjadalfæddist á Breiðumýri í Reykjadal 15. janúar 1891. Hún lést í sjúkrahúsinu á Húsavík miðvikudaginn 29. mars 1995.
Útför Önnu frá Höskuldsstöðum fór fram frá Skútustaðakirkju 5.4.1995 og hófst athöfnin klukkan 14.00.

Anna Kristín Guðmannsdóttir (1955)

  • HAH02367
  • Einstaklingur
  • 17.4.1955 -

Anna Kristín Guðmannsdóttir f. 17.4.1955. Var í Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Sjúkraliði Mosfellsbæ

Anna Kristjánsdóttir (1863-1947)

  • HAH02371
  • Einstaklingur
  • 30.8.1863 - 24.10.1947

Anna Kristjánsdóttir 30. ágúst 1863 - 24. október 1947. Húsfreyja á Víðivöllum, Hálssókn, S-Þing. 1930. Húsfreyja á Kálfborgará í Bárðardal, og Veisu og Víðivöllum í Fnjóskadal.

Anna Pétursdóttir (1871-1936) Bergsstöðum

  • HAH02401
  • Einstaklingur
  • 12.11.1871 - 25.2.1936

„Sóknarpresturinn sem kom til Bergsstaðaprestakalls 1925 á sterkan þátt í framfaramálum sókna sinna, gengi kórsins, byggingu Húnavers og að leggja rækt við skáldmælt ungmenni eins og sjá má af sögunni Messudagur eftir Guðmund Halldórsson. Biskupinn hringdi til guðfræðingsins unga í september eftir að hann hafði lokið prófinu til að segja honum frá eina lausa prestakallinu, Bergsstaðaprestakalli og þar hafði Ásmundur Gíslason móðurbróðir hans þjónað og unað þar vel en kona hans síður. Og klerkur sló til og sló 75 krónu lán fyrir hempunni. Til Blönduóss kom hann með skipi 9. nóvember 1925 með eigur sínar í tveim ferðatöskum og 2-3 bókakössum. Þá var komin vörubíll á Blönduós, bílfært fram að Auðólfsstöðum og ný saga að hefjast.“ (Ingi Heiðmar Húnahornið 16.2.2016)

Anna Sigurlína Guðmundsdóttir (1914-1974)

  • HAH02418
  • Einstaklingur
  • 6.1.1914 - 18.9.1974

Anna Sigurlína Guðmundsdóttir 6. janúar 1914 - 18. september 1974. Lausakona Brúarlandi Blönduósi 1933. Síðast bús. á Akureyri.

Anna Katrín Þórarinsdóttir Eggerz (1861-1891)

  • HAH02431
  • Einstaklingur
  • 15.8.1861 - 1891

Anna Katrín f. 15.8.1861 - 1891, fór vestur um haf 1891 með Páli, manni sínum og mun hún hafa verið vanfær. Hún lést á leiðinni vestur. Tökubarn á Sandlæk, Hrepphólasókn, Árn. 1870.

Ari Erlingur Jónsson (1946)

  • HAH02450
  • Einstaklingur
  • 18.10.1946 -

Ari Erlingur Jónsson 18. október 1946. Var í Hólanesi, Höfðahr., A-Hún. 1957

Arinbjörn Árnason (1889-1966)

  • HAH02466
  • Einstaklingur
  • 10.7.1889 - 26.2.1966

Arinbjörn Árnason 10. júlí 1889 - 26. febrúar 1966. Var á Hvalkletti, Glæsibæjarsókn, Eyj. 1890. Sjómaður á Akureyri. Bóndi í Hvammi á Galmaströnd 1910-14.

Arndís Kristjánsdóttir (1895-1988)

  • HAH02484
  • Einstaklingur
  • 21.5.1895 - 24.10.1988

Arndís Kristjánsdóttir 21. maí 1895 - 24. október 1988. Var á Víðivöllum, Hálssókn, S-Þing. 1930. Ljósmóðir í Hálshr., S-Þing.

Arndís Magnúsdóttir (1891-1948) Lækjarskógi Dölum

  • HAH02486
  • Einstaklingur
  • 30.5.1891 - 16.7.1948

Arndís Magnúsdóttir 30. maí 1891 - 16. júlí 1948. Fósturbarn á Gunnarsstöðum, Snóksdalssókn, Dal. 1901. Húsfreyja í Lækjarskógi. Nefnd Stendís í 1930.

Niðurstöður 8401 to 8500 of 10412