Indriði Stefánsson Hjaltason (1930-2006)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Indriði Stefánsson Hjaltason (1930-2006)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

13.8.1930 - 2.4.2006

History

Indriði Stefánsson Hjaltason fæddist á Siglufirði 13. ágúst 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss að morgni 2. apríl síðastliðins. Indriði ólst upp á Siglufirði til 12 ára aldurs en þá fluttu foreldrar hans á jörðina Máná á Úlfsdölum og seinna fluttu þau sig á jörðina Bræðraá í Sléttuhlíð. Indriði stundaði almenn sveitastörf og sjómennsku með föður sínum er hann var ungur Hann kom til Skagastrandar árið 1957 og vann við síldarvinnslu og kynntist konunni sinni þar. Lagði hann fyrir sig sjómennsku sem hann stundaði meiri hluta ævinnar, einnig vann hann við múrverk í mörg ár. Hann var með sauðfjárbúskap frá 1968-1978 eins og tíðkaðist á þeim árum. Átti hann töluverðan bústofn og eins mikið af hrossum en af þeim hafði hann mikið yndi. Frá því að Indriði kom til Skagastrandar bjó hann þar og byggði hann húsið sem þau hjónin bjuggu í. Hin síðari ár átti Indriði við töluverða vanheilsu að stríða og var af þeim sökum oft á spítala en þess á milli var hann heima og naut umönnunar konu sinnar.

Útför Indriða verður gerð frá Hólaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Places

Siglufjörður: Máná í Úlfsdölum 1942: Bræðraá í Sléttuhlíð: Skagaströnd 1957:

Legal status

Functions, occupations and activities

Sjómaður: Bóndi:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Hjalti Gunnarsson Edvaldsson, vörubílstjóri, bóndi á Máná á Úlfsdölum, bóndi á Bræðraá í Sléttuhlíð, síðast bóndi á Skagaströnd, f. á Akureyri 5. október 1901, d. 31. mars 1985, og Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, húsfreyja á Siglufirði, húsfreyja á Máná á Úlfsdölum, Eyj., Bræðraá í Sléttuhlíð, Skag., og síðar á Skagaströnd. síðast búsett í Kópavogi, f. á Tungu í Stíflu í Skagafirði 9. maí 1904, d. 13. október 2000.
Systkini Indriða eru Guðrún, f. 27 ágúst 1935, maður hennar Óskar Ingvason, Ragna, f. 25 ágúst 1937, maður hennar Hlöðver Ingvarsson, Guðlaug, f. 19 mars 1941, maður hennar Þorkell Hólm Gunnarsson og bróðir samfeðra er Jón Þorsteinsson, f. 16. maí 1929, kona hans er Sigríður Steindórsdóttir.
Eiginkona Indriða er Guðrún Angantýsdóttir, f. 3. febrúar 1940. Þau gengu í hjónaband 30. maí 1958. Foreldrar hennar eru Hilmar Angantýr Jónsson, f. í Bólstaðarhlíð, A-Hún. 11. maí 1910, d. 28. júlí 1983, og Jóhanna Jónasdóttir, f. á Fjalli, A-Hún. 15. október 1917.
Börn Indriða og Guðrúnar eru
1) Sigurbjörg Árdís bókavörður, f. 1. janúar 1959, maður hennar er Björn Ingi Óskarsson kerfisstjóri, f. 25. janúar 1963, synir þeirra eru Þórður Indriði, f. 26. ágúst 1992 og Þórir Óskar, f. 26 ágúst 1992. Sonur Árdísar frá því fyrir hjónaband er Davíð Bragi Björgvinsson, f. 30. apríl 1981, faðir hans er Björgvin Yngvi Hrafnsson, f. 21. mars 1961.
2) Hjalti Hólmar sjómaður, f. 20. janúar 1964, sonur hans og fyrrverandi eiginkonu, Cristinu Siloud YecYec, f. 14. apríl 1971, er Indriði Theodór Hjaltason, f 20. maí 1995.
3) Jón Hilmar vélstjóri, f. 15. ágúst 1968, kona hans er Kristín Theodóra Hreinsdóttir læknir, f. 18. ágúst 1968, börn þeirra eru Hilda Guðrún, f. 1. nóvember 1999, og Stefán Tumi, f. 21. nóvember 2002.
4) Jóhannes Heiðmar sjómaður, f. 18. nóvember 1977, sambýliskona Margrét Björk Magnúsdóttir nemi, f. 22. nóvember 1982, börn þeirra eru Magnús Dagur, f. 16. febrúar 2000, Alexander Tristan, f. 23 júlí 2001, og Guðbjörg Eva, f. 15 janúar 2006. Synir Indriða frá því fyrir hjónaband eru
5) Ingþór sjómaður, f. 17. október 1952, kona hans er Guðný Anna Ríkharðsdóttir, f. 7. desember 1964, synir þeirra eru Víðir Ísfeld, f. 22 . janúar 1988 og Anton Friðrik, f. 14 júlí 1992. Frá fyrri sambúð með Ingibjörgu Hauksdóttur, f. 15. júlí 1951, átti Ingþór dæturnar Önnu Karen, f. 24. febrúar 1980, sonur hennar er Heiðar Ares Önnuson, f. 15. desember 2001, og Heiðu Rún, f. 4. október 1984. Móðir Ingþórs er Anna Kristbjörg Þorsteinsdóttir, f. 25. febrúar 1922.
6) Gunnar, f. 12. október 1955, sambýliskona Guðrún Svanhvít Guðjónsdóttir, f. 13. desember 1960, dætur þeirra eru Svanhvít Erla, f. 30. júní 1984, dóttir hennar er Sólveig Rut Guðmundsdóttir, f. 26. janúar 2004, og Berglind Björg, f. 21. september 1995. Móðir Gunnars er Soffía Guðlaugsdóttir, f. 31. ágúst 1928.

General context

Relationships area

Related entity

Árdís Indriðadóttir (1959) bókavörður frá Skagaströnd (1.1.1959 -)

Identifier of related entity

HAH06344

Category of relationship

family

Type of relationship

Árdís Indriðadóttir (1959) bókavörður frá Skagaströnd

is the child of

Indriði Stefánsson Hjaltason (1930-2006)

Dates of relationship

1.1.1959

Description of relationship

Related entity

Guðrún Angantýsdóttir (1940) frá Fjallsminni (3.2.1940 -)

Identifier of related entity

HAH04224

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Angantýsdóttir (1940) frá Fjallsminni

is the spouse of

Indriði Stefánsson Hjaltason (1930-2006)

Dates of relationship

30.5.1958

Description of relationship

Börn þeirra; 1) Sigurbjörg Árdís bókavörður, f. 1. janúar 1959, maður hennar er Björn Ingi Óskarsson kerfisstjóri, f. 25. janúar 1963, 2) Hjalti Hólmar sjómaður, f. 20. janúar 1964, fyrrum eiginkona; Cristia Siloud YecYec, f. 14. apríl 1971, 3) Jón Hilmar vélstjóri, f. 15. ágúst 1968, kona hans er Kristín Theodóra Hreinsdóttir læknir, f. 18. ágúst 1968, 4) Jóhannes Heiðmar sjómaður, f. 18. nóvember 1977, sambýliskona Margrét Björk Magnúsdóttir nemi, f. 22. nóvember 1982,

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01469

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 21.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places