Hallgrímur Hansson (1916-1997)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Hallgrímur Hansson (1916-1997)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

15.3.1916 - 21.3.1997

History

Hallgrímur Hansson fæddist í Holti á Brimisvöllum, Snæfellsnesi, 15. mars 1916. Hann lést á heimili sínu í Skaftahlíð 9 hinn 21. mars síðastliðinn.
Hallgrímur var sveitamaður í sér og ég fann fljótt að hann kunni vel við sig á Álftanesi. Kannski vegna þess að nú var hann aftur við sjóinn eins og þegar hann ólst upp í Holti á Brimilsvöllum í gamla daga. Hann naut sín vel úti í náttúrunni, ræktaði kartöflur, hélt við girðingum. Eins átti hann það til að fara í langar gönguferðir út á fjöru með hundana með sér og sagði stoltur frá því hversu fljótur hann var í förum. Það lýsir því einmitt hversu kappsfullur Hallgrímur var í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. En þrátt fyrir það var hann mjög vandvirkur. Það sést best á handbragðinu á vinnunni hans, hvort sem hann var að smíða hús eða sauma í. Ófá listaverkin liggja eftir hann víða og á Álftanesi mun vinna hans við endurbyggingu kirkjunnar halda minningu hans á lofti. Einnig Agnesarkot, litla húsið sem hann byggði handa Agnesi sonardóttur sinni á hlaðinu á Álftanesi, að ógleymdri handavinnunni hans. Þegar endurbyggingu kirkjunnar var lokið saumaði hann til dæmis dúk og gaf kirkjunni.

Hallgrími leið best þegar hann hafði nóg fyrir stafni og hann var svo gæfusamur að enn var leitað til hans með ýmis verk þrátt fyrir háan aldur. Barnabörnin voru mjög hænd að Hallgrími, enda var hann þeim góður afi og bar hag þeirra alltaf fyrir brjósti. Þau leituðu líka oft til afa sem reyndi að liðsinna þeim sem mest hann mátti.

Places

Holt á Brimilsvöllum Snæf:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Hans Bjarni Árnason, bóndi og sjómaður í Holti á Brimisvöllum, Snæfellsnesi, f. 27.6. 1883, d. 30.1.1958, og Þorbjörg Þorkatla Árnadóttir frá Arnarstapa, Breiðuvíkurhreppi, Snæfellsnesi, f. 27.8. 1878, d. 23.10. 1969.
Systkini Hallgríms voru Árni, f. 15.12. 1907, Guðríður, f. 10.5. 1911, d. 5.6. 1995, Guðmundur, f. 11.5. 1913, Kristvin Jósúa, f. 11.3. 1915, Þorsteinn, f. 18.3. 1918 og Arnór, f. 10.2. 1920.

Hallgrímur kvæntist 10. maí 1940 Viktoríu Jónasdóttur, húsfrú, f. 30.8. 1915 á Akranesi, d. 17.8. 1963. Foreldrar Viktoríu voru Jónas Theódór Sigurgeirsson, sjómaður í Vinaminni, f. 27.12. 1889 í Miðvogi, Innri Akraneshreppi, d. 21.8. 1957, og Helga Þórðardóttir, húsfreyja í Vinaminni, Akranesi, f. 28.9. 1894 á Vegamótum, Akranesi, d. 6.2. 1990. Sonur Hallgríms og Viktoríu er Jónas Theódór, f. 2.1. 1949, bóndi og tamningamaður, Álftanesi, Mýrum. Sambýliskona hans er Ásdís Haraldsdóttir, bóndi og ritstjóri, Álftanesi, Mýrum, f. 9.8. 1956. Barn þeirra er Agnes.
Börn Jónasar eru Hallgrímur, Ólafur Steinn, Viktoría og Ágústa.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01371

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 23.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places