Halldór Pálsson (1911-1984)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Halldór Pálsson (1911-1984)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

26.4.1911 -12.4.1984

History

Halldór Pálsson var fæddur á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 26.apríl 1911 og var því tæpra 73 ára er hann lést skyndilega að morgni 12. apríl sl. Halldór ólst upp á Guðlaugsstöðum við umsvifamikinn rausnarbúskap á fjölmennu menningarheimili, þar sem fast var sótt til allra fanga. Ekki er að efa að það hefur mótað hann svo að hann bar merki heimilis og uppeldis alla tíð. Halldór hóf nám sitt við Menntaskólann á Akureyri, en flutti sig á milli skóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1933. Þá fer hann til Skotlands að læra um sauðfjárrækt og var það mest fyrir áeggjan Jóns Árnasonar, framkvæmdastjóra hjá S.Í.S., sem hvatti hann til að kynna sér kröfur breska kjötmarkaðarins. Þegar til Edinborgar var komið réðist það fljótlega svo að Halldór innritaðist í háskólann til búvísindanáms og brautskráðist hann þaðan sem kandidat 1936. Eftir það hóf hann strax framhaldsnám er hann stundaði bæði í Cambridge og Edinborg og lauk hann doktorsprófi frá Háskólanum í Edinborg 1938. Doktorsverkefnið var á sviði vaxtarlífeðlísfræði sauðfjár og fjallaði ritgerðin um kjötgæði og kjöteiginleika skoskra sauð fjárkynja, en þau bar hann saman við eiginleika íslenska fjárins. Í Cambridge var Halldór einn af lærisveinum og samstarfs mönnum dr. Johns Hammonds, sem var heimsfrægur búfjárræktarmaður svo að talað er um „Hammond-skólann" og átt við fræði er hann og samstarfsmenn hans grundvölluðu með rannsóknum sínum. Margir urðu þessir lærisveinar Hammonds vel þekktir vísindamenn og þar á meðal Halldór Pálsson. Halldór Pálsson réðst sem sauðfjárræktarráðunautur til Búnaðarfélags íslands þegar 1937 eða áður en hann hafði lokið doktorsnáminu.

Hjá Búnaðarfélagi íslands starfaði hann síðan samfellt til 1980 aðundanskildu einu ári 1961-1962 er hann var í Nýja-Sjálandi. Sauðfjárræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands var hann í 25 ár og búnaðarmálastjóri í nær 18 ár. Hann skilaði því Búnaðarfélaginu fullu dagsverki en störf Halldórs Pálssonar voru einnig óhemju mikil á öðrum sviðum. Hann var ráðinn sérfræðingur í búfjárrækt við Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans og forstjóri þeirrar deildar 1942 og gegndi þeim stöfum með sauðfjárræktarráðunautsstarfinu til 1962. Eftir það og eftir skipulagsbreytinguna er Búnaðardeildin var gerð að Rannsóknarstofnun landbúnaðarins var hann í hlutastarfi við Rannsóknarstofnunina allt til þess er hann varð að láta af föstu starfi vegna aldursmarka og síðan áfram lausráðinn og sinnti þar rann sóknastörfum allt til síðasta dags. Árið 1943 stofnaði Halldór Pálsson sauðfjárræktarbúið að Hesti í Borgarfirði, til alhliða sauðfjárræktarstarfsemi og rannsókna. Bú þetta byggði hann upp, vann því með hörðum höndum og stjómaði að mestu allt þar til hann lét af föstum störfum. Við störf að Hestbúinu fékk Halldór svalað starfsþrá bæði bóndans og vísindamannsins sem í honum bjuggu. Auk meginþáttanna þriggja í æfistörfum Halldórs Pálssonar, sem nú hafa stuttlega verið nefndir: ráðunautsstarfanna, vísindastarfanna og stjórnarstarfanna hjá Atvinnudeild og Búnaðarfélagi, vann hann óteljandi félags og trúnaðarstörf í nefndum og stjórnum. En auk alls þessa rak hann lengí búskap í félagi við aðra eða allt frá 1937-1967 fyrst á Bjargarstöðum í Miðfirði m.a. í samvinnu við Jón Hannesson í Deildartungu og síðar ekkju hans Sigurbjörgu og síðar átti hann í búi með Arnóri Sigurjónssyni og Guðmundi Ingimarssyni er þeir ráku á Þórustöðum í Grímsnesi. Er Halldór kom til starfa fyrir stríðið herjuðu sauðfjársjúkdómarnir illvígu mæðiveikin og garnaveikin og var baráttan við þá eitt mesta viðfangsefni bænda og landbúnaðarmanna. Halldór kom strax inn í þá baráttu á vegum mæðiveikinefndar, síðar sauðfjárveikivarna og var framkvæmdastjóri garnaveikivarna 1938-1944. Af nefnda og stjórnarstörfum verður hér fátt eitt talið. Halldór var í tilraunaráði búfjárræktar allan þess starfstíma frá 1940-1965 en það hafði hvorttveggja með höndum skipulagningu allra búfjártilrauna og sá um framkvæmd þeirra að verulegu leyti í tilraunaráði landbúnaðarins og stjórn Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins var Halldór 1965-1970 og í Rannsóknaraáði ríkisins 1965-1978 og í stjórn Vísindasjóðs frá stofnun hans 1957. Í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins frá stofnun hans 1967 og til dauðadags.
Barátta Sigríðar við hlið Halldórs til að gæta heilsu hans eftir að hann veiktist fyrst alvarlega af hjartasjúkdómi fyrir fullum tuttugu árum var í alla staði aðdáunarverð. Gæfa Halldórs fólst einnig í jákvæðri afstöðu til lífsins, félagshyggju hans, trú á batnandi samfélag og að þar væri virkilega til nokkurs að vinna.

Places

Guðlaugsstaðir A-Hún:

Legal status

Functions, occupations and activities

Búnaðarmálastjóri

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar Halldórs voru hjónin Guðrún Björnsdóttir og Páll Hannesson hreppstjóri á Guðlaugsstöðum. Guðrún var dóttir hins þekkta og sérstæða gáfumanns Björns Eysteinssonar bónda á Orrastöðum og víðar Jónssonar af Flekkudalsætt í Kjós. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg Jónasdóttir bónda á Tindum á Ásum. Páll á Guðlaugsstöðum var sonur Hannesar Guðmundssonar er bjó á Eiðsstöðum og var þjóðfrægur smiður. Guðmundur var ArnIjótsson og bjó á Guðlaugsstöðum og hafði sú ætt búið þar frá því um 1600. Páll faðir Halldórs hóf búskap á Eiðsstöðum 1897 en fluttist að Guðlaugsstöðum 1907. Þau Guðlaugsstaðahjón eignuðust tólf börn en aðeins sjö komust til fullorðins ára. Einn bróðir þeirra dó þó um þrítugs aldur. Hin eru öll vel þekkt fyrir góðar gáfur, atorku og persónuleika.

Þau voru Hannes frá Undirfelli, Björn fyrrverandi alþingismaður á Löngumýri, Guðmundur bóndi á Guðlaugsstöðum, Hulda húsfreyja á Höllustöðum í Blöndudal, þá kom Halldór en yngst er Árdís, hárgreiðslumeistari í Reykjavík.
Kona hans var Sigríður Klemenzdóttir frá Húsavík, þau gengu í hjónaband 1946.

General context

Relationships area

Related entity

Sonja Sigurðardóttir Wiium (1933-2010) Leifsstöðum (12.9.1933 - 31.1.2010)

Identifier of related entity

HAH02015

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Birgitta dóttir hans var tengdadóttir Sonju, gift Sigurði Inga Guðmundssyni..

Related entity

Guðrún Björnsdóttir (1875-1955) Guðlaugsstöðum (10.3.1875 - 1.4.1955)

Identifier of related entity

HAH04259

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Björnsdóttir (1875-1955) Guðlaugsstöðum

is the parent of

Halldór Pálsson (1911-1984)

Dates of relationship

26.4.1911

Description of relationship

Related entity

Hulda Sigurrós Pálsdóttir (1908-1995) (21.8.1908 - 9.1.1995)

Identifier of related entity

HAH01465

Category of relationship

family

Type of relationship

Hulda Sigurrós Pálsdóttir (1908-1995)

is the sibling of

Halldór Pálsson (1911-1984)

Dates of relationship

1911

Description of relationship

Related entity

Björn Pálsson (1905-1996) bóndi og alþm Ytri-Löngumýri (25.2.1905 - 11.4.1996)

Identifier of related entity

HAH01143

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Pálsson (1905-1996) bóndi og alþm Ytri-Löngumýri

is the sibling of

Halldór Pálsson (1911-1984)

Dates of relationship

26.4.1911

Description of relationship

Related entity

Elinbergur Pálsson (1903-1932) Undirfelli 1930 frá Guðlaugsstöðum (5.7.1903 - 1.11.1932)

Identifier of related entity

HAH03166

Category of relationship

family

Type of relationship

Elinbergur Pálsson (1903-1932) Undirfelli 1930 frá Guðlaugsstöðum

is the sibling of

Halldór Pálsson (1911-1984)

Dates of relationship

26.4.1911

Description of relationship

Related entity

Hannes Pálsson (1898-1978) Undirfelli (18.4.1898 - 15.1.1978)

Identifier of related entity

HAH04784

Category of relationship

family

Type of relationship

Hannes Pálsson (1898-1978) Undirfelli

is the sibling of

Halldór Pálsson (1911-1984)

Dates of relationship

26.4.1911

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01361

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

22.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places