Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík
Parallel form(s) of name
- Pétur Júlíus Evaldsson Sæmundsen Bankastjóri Reykjavík
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
13.2.1925 - 5.2.1982
History
Pétur Júlíus Sæmundsen var fæddur á Blönduósi 13. febrúar 1925. Evald átti við heilsuleysi að stríða og lést á heilsuhæli í Danmörku árið 1926. Pétur var yngstur systkinanna og sá hann aldrei föður sinn. Pétur ólst upp hjá móður sinni hér á Blönduósi ásamt systrum sínum tveimur. Var hann þar liðtækur félagi sem og í öðrum félögum. Svo mikill Húnvetningur sem Pétur var, þá var ekki nema eðlilegt að hann ynni mikið í Húnvetningafélaginu.
Places
Blönduós: Reykjavík:
Legal status
Hann gekk í Verslunarskóla íslands og lauk stúdentsprófi vorið 1946. Þaðan lá leiðin í viðskiptafræðideild Háskólans og lauk hann kandidatsprófi vorið 1950.
Functions, occupations and activities
Hann var formaður Heimdallar félags ungra sjálfstæðismanna i Reykjavík 1956-57 og átti sæti í stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna 1955-1957. Pétur var kosinn í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1951 og var þar til 1958 er hann gaf ekki kost á sér vegna annarra starfa. Þessi ár voru umbrotaár í félaginu. Þar til 1955 var félagið allsherjarfélag kaupmanna og starfsmanna þeirra en þá var það gert að launþegafélagi. Á þessum mótunarárum félagsins sem launþegafélags kom Pétur mjög við sögu þess, og ásamt fleirum leiddi hann það inn á þann veg, að það er nú eitt af áhrifamestu launþegafélögum landsins. Hann beitti sér fyrir stofnun Lífeyrissjóðs verslunarmanna 1956 svo og stofnun Landssambands verslunarmanna 1957. Þá barðist hann fyrir því ásamt fleirum að Verslunarsparisjóðurinn væri stofnaður og átti sæti í stjórn hans frá stofnun og svo síðar í bankaráði Verslunarbanka Islands h.f. eftir að hann var stofnaður 1961 og til ársins 1962, en þá gaf hann ekki kost á sér vegna annarra starfa. Fyrir öll þessi störf í þágu Verslunarmannafélagsins var hann sæmdur gullmerki þess á 75 ára afmæli félagsins 27. janúar 1966. Starf Péturs var að vinna að eflingu iðnaðar i landinu. Hann réðst að námi loknu til Félags íslenskra iðnrekenda, fyrst sem fulltrúi ogskrifstofustjóri og síðar eða 1956 sem framkvæmdastjóri og var það, þar til hann tók við stöðu bankastjóra Iðnaðarbanka Islands h.f. 1963 er hann gegndi til dauðadags. Þegar Iðnaðarbankinn var stofnaður 1953 var hann endurskoðandi hans og var það til 1957. Pétur átti sæti í fjölda nefnda sem fjölluðu um íslenskan iðnað. Má þar til nefna milliþinganefnd í tollamálum 1953 í endurskoðunarnefnd tollskrár 1960 og í tollskrárnefnd frá 1963. Árið 1976 tók Pétur sæti í bankaráði Seðlabanka Islands. Hann var í stjórn iðnlánasjóðs 1963-67, í framkvæmdastjórn iðnþróunarsjóðs frá 1970 og formaður frá 1979, átti sæti í stjórn reiknistofu bankanna 1973-1981 og í stjórn sambands íslenskra viðskiptabanka 1979-1982. Formaður útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins var hann 1975-79 og í stjórn flutningslánasjóðs á sama tíma. Fyrir störf sín í þágu iðnaðaruppbyggingar var hann sæmdur árið 1981 Riddarakrossi Fálkaorðunnar.
Mandates/sources of authority
Þótt hin veraldlegu störf Péturs hafi verið margvísleg og hin nýtustu, held ég að störf þau, sem hann vann sem áhugamaður að sögurannsóknum og söfnun þjóðlegs fróðleiks, muni halda nafni hans og minningu á lofti. Sérstaklega beindist þetta að sögu fæðingarstaðar hans Blönduóss og heimahéraðs. Hann hafði dregið að sér mikinn fróðleik um sögu Blönduóss og raunar ritað nokkrar greinar um ákveðna þætti hennar. Pétur var félagi í Sögufélaginu frá 1973 og í stjórn þess frá 1978 til dauðadags.
Internal structures/genealogy
Hann var sonur hjónanna Þuríðar Guðrúnar Sigurðardóttur, Sigurðssonar og Sigurbjargar Gísladóttur er bjuggu á Húnsstöðum og Evalds Sæmundsen verslunarstjóra. Faðir hans var Pétur Sæmundsen verslunarstjóri Höephners bæði á Akureyri og á Blönduósi. Evald og Þuríður gengu í hjónaband 1917. Þeim varð fjögurra barna auðið en annar sonurinn, Ari, dó í frumbernsku.
Pétur kvæntist 6. mars 1948 Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Isafirði, Kr. Guðmundssonar skipstjóra og konu hans Sigurjónu Jónasdóttur, Dósótheussonar hreppstjóra á Sléttu í Sléttuhreppi. Þeim varð þriggja sona auðið, Evalds sálfræðings, kvæntan Sigríði Hauksdóttur, Ara Kristjáns líffræðings, kvæntan Sigríði Skúladóttur og Gríms Karls læknis, kvæntan Björgu Jónsdóttur.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
3.10.2017 frumskráning í atom, SR
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Húnavaka 1983 bls. 158
Maintenance notes
SR