Helga Ólafsdóttir (1937-1988)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Helga Ólafsdóttir (1937-1988)

Parallel form(s) of name

  • Helga Ólafsdóttir (1937-1988) Höllustöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

30.10.1937 - 23.5.1988

History

Í dag er Helga Ólafsdóttir húsfreyja á Höllustöðum kvödd hinstu kveðju frá sóknarkirkju sinni að Svínavatni. Við sviplegt fráfall hennar verður syrgjendum og vinum stirt um stef, enda þótt helfregnin hafi ekki komið á óvart. Við undrumst enn þau örlög, sem því fólki eru sköpuð, sem hrifið er burt í blóma lífsins frá hálfnuðu verki. En í eftirsjá okkar eftir þeirri samveru, sem við fórum á mis við, er þó gott að eiga einungis bjartar minningar um þá konu, sem háði sitt erfiða dauðastríð af sömu reisn og einkenndi hana alla ævi.
Helga Ólafsdóttir átti því láni að fagna að flytjast úr föðurgarði með betra veganesti en almennt gerist. Í ljúfum uppvexti mótaðist jákvæð lífsafstaða hennar, siðferðisþrek og sjálfstraust, sem gerði henni kleift að gefa af sjálfri sér og eiga farsæl og frjó samskipti við annað fólk. Hún ólst upp á menningarheimili, sem á allan hátt var veitandi gagnvart umhverfi sínu. Hún naut góðrar menntunar og ræktaði strax með sér þá innri menningu, sem bezt dugði á vegferð hennar.
Að afloknu stúdentsprófi voru henni allir vegir færir og hún átti á flestu völ. Hún kaus að ganga á vit ævintýrisins gegn ríkjandi hefðum og venjum þess tíma. Ásamt brúðguma sínum valdi hún að ævistarfi atvinnugrein, sem þá þegar þótti dauðadæmd, en hefur samt sem áðurverið fýsilegur kostur þeim, sem ekki sækjast eftir verðmætum, er mölur og ryð fá grandað. Með þeirri ákvörðun sýndi hún kjark og sjálfstæði, sem ávallt átti eftir að einkenna hana.
Við komu hennar þótti mér sem Blöndudalur víkkaði og breytti um svip. Hún tókst á við verkefni sín af dirfsku og dugnaði og ræktaði sinn garð af stakri ábyrgðartilfinningu. Fyrstu árin helgaði hún heimilinu alla krafta sína og uppskar að launum farsælt fjölskyldulíf og barnalán. Hún sigraðist á öllum erfiðleikum með þrautseigju og hugkvæmni og óx af hverri raun. Húnhafði farsæla umgengnishæfileika og persónutöfra, sem gerðu hana eftirsótta í hverjum félagsskap. Hún átti jafn auðvelt með að blanda geði við landsfeður sem almúgafólk og ekki varð séð, að hún gerði sér mannamun í því sambandi. Sakir réttlæt istilfinningar sinnar hafði hún þó afdráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum og átti kjark og hreinskilni til að láta þær í ljósi. Auk forystuhæfileika hafði hún einnig til að bera auðmýkt gagnvart almættinu og ræktarsemi, sem ljóslega birtist í starfi hennar í sóknarnefnd.
Vart miðaldra stóð hún aftur frammi fyrir vali, er bóndi hennar var að hefja stjórnmálaferil sinn. Hún kaus að hvetja hann til dáða og greiða veg hans, enda þótt það hefði í för með sér fjarvistir hans frá bú inu, sem hún veitti forstöðu langtímum saman. Ötul gekk hún í þau erfið isverk, sem hvað minnst eru metin á Íslandi, og sinnti þeim af sömu reisn sem öllu öðru, því þetta var hennar val. Í mótvindi sem meðbyr varð hún bónda sínum sá bakhjarl sem mest og bezt dugði honum.

Places

Höllustaðir A-Hún:

Legal status

Stúdentsprófi frá MA 17. júní 1958.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Helga Ólafsdóttir fæddist 30. október 1937, einkadóttir hjónanna Ólafs Þorsteinssonar yfirlæknis og Kristínar Þorsteinsdóttur hjúkrunarkonu, fæddrar Glatvedt-Prahl frá Alversund á Hörðalandi í Noregi, sem bæði lifa dóttur sína. Yngri er Hákon verkfræðingur í Reykjavík. Helga gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi 17. júní 1958. 26. júlí 1959 gekk hún að eiga Pál Pétursson, bónda á Höllustöðum í Blöndudal, þar sem þau hafa síðan búið af dugnaði og myndarskap. Helga og Páll eiga þrjú mannvænleg börn: Kristínu, bónda á Höllustöðum, sem fædd er 1960, Ólaf Pétur verkfræðing, sem stundar framhaldsnám í Kaupmannahöfn, fæddan 1962, og Pál Gunnar, sem stundar háskólanám og fæddur er 1967.

General context

Relationships area

Related entity

Hulda Sigurrós Pálsdóttir (1908-1995) (21.8.1908 - 9.1.1995)

Identifier of related entity

HAH01465

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Tengdadóttir, fk Páls Péturssonar.

Related entity

Már Pétursson (1939) Hafnarfirði, frá Höllustöðum (11.12.1939 -)

Identifier of related entity

HAH02620

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Helga var gift Páli bróður Más.

Related entity

Kristine Þorsteinsson Gladtved (1912-2001) (26.7.1912 - 7.8.2001)

Identifier of related entity

HAH01652

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristine Þorsteinsson Gladtved (1912-2001)

is the parent of

Helga Ólafsdóttir (1937-1988)

Dates of relationship

30.10.1937

Description of relationship

Related entity

Höllustaðir Svínavatnshreppi (1655 -)

Identifier of related entity

HAH00528

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Höllustaðir Svínavatnshreppi

is controlled by

Helga Ólafsdóttir (1937-1988)

Dates of relationship

1958

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01414

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places