Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Guðrún Margrét Andrésdóttir (1896-1991)

  • HAH01335
  • Einstaklingur
  • 17.1896 - 25.3.1991

Guðrún M. Andrésdóttir ­ Minning Fædd 17. janúar 1896 Dáin 25. mars 1991 Guðrún Margrét Andrésdóttir, sem jarðsungin verður frá Fossvogskirkju í dag, fæddist á Búrfellshóli í Svínadal í Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna Sigurlaugar Friðriksdóttur og Andrésar Jónssonar bónda. Guðrún lést á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar 25. mars sl. Lítið veit ég um ættir Guðrúnar nema hvað þær voru úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, en með þeirri undantekningu einni að Friðrik Hildebrandt, danskur kaupmaður á Skagaströnd, var móðurafi hennar. Foreldrar Guðrúnar voru leiguliðar og síðustu þrjú hjúskaparárin bjuggu þau í Grundargerði í Blönduhlíð í Skagafirði. Andrés drukknaði í Héraðsvötnum 30. ágúst 1901, þegar hann var á leið til vinnu upp í afgjald jarðarinnar. Sigurlaug móðir Guðrúnar gat ekki haldið áfram búskapnum eftir lát Andrésar og kom því Guðmundi bróður Guðrúnar, sem var tíu árum eldri, fyrirhjá vandalausum en réðst sjálf í vist til Einars bónda Jónssonar og konu hans Sesselju Sigurðardóttur í Flataratungu í Skagafirði, þar sem Guðrún ólst upp til fermingaraldurs. Eftir Flatartungu lá leiðin á aðra bæi í Skagafirði, í vist á Uppsölum í Blönduhlíð hjá Jónasi Sveinssyni og Björgu Björnsdóttur og síðan að Miklabæ hjá séra Birni Jónssyni og Guðfinnu Jensdóttur. Stundum rifjaði Guðrún upp minningar sínar frá uppvaxtarárunum í Skagafirði. Það var bjart yfir þeim minningum og ljóst er að hún hafði verið heppin með húsbændur. Vinátta samferðarfólksins á æskuárunum entist ævilangt og síðast í fyrra fór hún í 95 ára afmæli einnar dætranna frá Miklabæ, Guðbjargar Bjarman. Frá þessum tíma er einnig ævilöng vinátta hennar við móður mína, Ingibjörgu Árnadóttur, sem var í fóstri hjá Jónasi og Björgu í Uppsölum. Frá Miklabæ lá leiðin suður á landað Hesti í Borgarfirði, til Sigríðar dóttur prestshjónanna á Miklabæ og manns hennar séra Eiríks Albertssonar. Guðrún var um tíma í kaupamennsku í Viðey og á Korpúlfsstöðum, en þá var Sigurlaug móðir hennar komin til hennar og bjó hún síðan hjá dóttur sinni þar til hún lést á nítugasta og fjórða aldursári árið 1948.
Guðrún var á Korpúlfsstöðum þegar Ingibjörg Árnadóttir æskuvinkona hennar lést frá tveimur ungum sonum, Hauki og undirrituðum. Faðir okkar Davíð Jóhannesson símstöðvarstjóri á Eskifirði hafi samband við Guðrúnu og bað hana að koma til sín og sjá um heimilishaldið. Ekki var hægt um vik fyrir Guðrúnu að verða við þessari bón, því nú var móðir hennar á áttræðisaldri hjá henni. Þó lauk því svo að þær mæðgur fóru austur á Eskifjörð, þar sem þær dvöldu í tæp fjögur ár, þar til Davíð kvæntist öðrusinni Sigrúnu, systur Ingibjargar. Eftir þetta vann Guðrún á ýmsum stöðum í Reykjavík og var um tíma ráðskona hjá Birni Rögnvaldssyni byggingameistara, sem þá var ekkjumaður. Guðrún giftist aldrei, né eignaðist sjálf börn, en börn þau sem hún annaðist fyrir aðra urðu öll vinir henar og héldu sambandivið hana til æviloka. Vináttusambönd þessi voru henni og móður hennar mikils virði sem og börnunum sem uxu úr grasi og eignuðust börn sem einnig fylltu vina- og kunningjahóp Guðrúnar. Hjá henni varþví oft glatt á hjalla þegar unga fólkið var í heimsókn. Guðrún var gangastúlka á Landspítalanum í áratug og vann síðan í sælgætisgerð í mörg ár á meðan starfsþrek entist. Tveggja ára hlé varð þó á útivinnunni þegar hún gegndi ráðskonustörfum fyrir Víglund Gíslason, sem hafði verið kvæntur Þórhildi Sveinsdóttur, frænku Guðrúnar. Þetta varð afdrifaríkasta ráðskonustarf Guðrúnar, því þegar Víglundur kvæntist öðru sinni varð yngsta barnið Vilborg Guðrún eftir hjá Guðrúnu og ólst upp í skjóli frænku sinnar. Þegar Vilborg síðar giftist Gísla Albertssyni byggingameistara fluttist Guðrún til þeirra og dvaldi hjá þeim og börnum þeirra í góðu yfirlæti þartil hún fór á Elliheimilið Grund, þarsem hún dvaldi síðasta áratug ævinnar. Guðrúnu leið vel á Grund og hrósaði starfsfólki og stjórnendum fyrir góða aðhlynningu.

Guðrún Þorbjörnsdóttir (1912-1996)

  • HAH01345
  • Einstaklingur
  • 20.6.1912 - 13.8.1996

Guðrún Þorbjörnsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 20. júní 1912. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 13. ágúst síðastliðinn.
Guðrún lærði sjúkraþjálfun í Skodsborg í Danmörku. Guðrún kom heim til Íslands árið 1937 og skömmu síðar fór hún norður á Siglufjörð. Þar bjó hún til ársins 1982. Guðrún vann alla tíð við sjúkraþjálfun og var með aðstöðu á heimili sínu á Grundargötu 6. Seinustu árin vann hún á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Hún hætti störfum þegar hún varð sjötug 1982 og flutti þá til Hafnarfjarðar og átti þar heimili á Langeyrarvegi 13 og síðustu misserin dvaldi hún á sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði. Útför Guðrúnar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Gunnlaugur Snædal (1924-2010)

  • HAH01354
  • Einstaklingur
  • 1.10.1924 - 7.9.2010

Gunnlaugur Snædal fæddist á Eiríksstöðum í Jökuldal 13. október 1924. Hann lést í Reykjavík 7. september 2010.
Gunnlaugur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1944. Hann lauk kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1951. Hann nam kvensjúkdómalækningar og fæðingarhjálp í Danmörku og Svíþjóð og starfaði við fæðingardeild Landspítalans frá 1959, fyrst sem sérfræðingur en síðar sem yfirlæknir 1975-1985 og prófessor frá 1985 þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir 1994. Árið 1964 varði Gunnlaugur doktorsverkefni sitt um brjóstakrabbamein á Íslandi. Hann kenndi við Hjúkrunarskóla Íslands, Ljósmæðraskóla Íslands og læknadeild Háskóla Íslands. Gunnlaugur skrifaði fjölda fræðigreina í innlend og erlend tímarit. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa, var m.a. formaður Læknafélags Reykjavíkur, Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabbameinsfélgs Íslands og síðar heiðursfélagi þess. Hann var formaður félags Norrænna kvensjúkdómalækna. Árið 1985 var hann sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu.
Gunnlaugur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 20. september, og hefst athöfnin kl. 13.

Hafþór Örn Sigurðsson (1945-2013) Blönduósi

  • HAH01359
  • Einstaklingur
  • 24.3.1945 - 6.1.2013

Hafþór Örn Sigurðsson fæddist á Hafursstöðum í Vindhælishreppi 24. mars 1945. Hann lést 6. janúar 2013.
Hafþór fór á Reykjaskóla haustið 1960 og var þar í þrjú ár og fór þá til Reykjavíkur að læra bifvélavirkjun hjá Heklu og síðar hjá Sveini Egilssyni.

Hafþór og Ragnheiður flytjast norður á Blönduós árið 1967 og vann hann lengst af hjá trésmiðjunni Stíganda eða í 33 ár þar til hann lét þar af störfum 67 ára. Hafþór hafði mikið yndi af ferðalögum, einkum og sér í lagi innanlands, og ferðuðust þau hjón víða.

Hafþór starfaði um árabil í Lionsklúbbi Blönduóss og var þar virkur og gegn félagi og lagði alltaf gott til málanna. Hann var næmur á samfélagið og einkar laginn að koma auga á broslegu hliðar þess og koma þeim í bundið mál en kveðskapur lá afar vel fyrir honum.
Útför Hafþórs fór fram frá Blönduósskirkju 19. janúar 2013 og hófst athöfnin kl. 14.

Halldór Jóhannesson (1937-2007) Víðigerði

  • HAH01362
  • Einstaklingur
  • 28.10.1937 - 29.12.2007

Halldór Vilberg Jóhannesson frá Víðigerði fæddist á Neðri-Fitjum í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu 28. október 1937. Hann lést á heimili sínu í Gullengi 9 í Reykjavík hinn 29. desember síðastliðinn. Halldór ólst upp í foreldrahúsum á Efri-Fitjum til 17 ára aldurs.

Hann fór þá til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis störf ásamt því að læra bifvélavirkjun.
Árið 1960 keypti hann lóð í landi Auðunnarstaða í Víðidal. Byggðu þau hjónin þar bifreiðaverkstæði og söluskálann Víðigerði.

Halldór og Helga seldu Víðigerði 1986 og fluttu til Reykjavíkur. Halldór vann hjá Olíufélaginu á meðan heilsan leyfði eða til ársins 2002.
Útför Halldórs fór fram frá Grafarvogskirkju 7.1.2008 og hófst athöfnin klukkan 13.

Halldóra Aðalbjörg Eggertsdóttir (1916-2000)

  • HAH01363
  • Einstaklingur
  • 7.12.1916 - 25.11. 2000

Halldóra Aðalbjörg Eggertsdóttir fæddist að Skúfum í Norðurárdal 7. desember 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. nóvember síðastliðinn. Halldóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1939, kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1940 og hússtjórnarkennaraprófi frá Hússtjórnarkennaraskóla Íslands 1944. Hún starfaði sem kennari við Barnaskóla Siglufjarðar 1940-1942. Skólastjóri Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni 1944-1946 og 1947-1948. Stundakennari við Hússtjórnarkennaraskóla Íslands 1968-1969 og 1974-1975. Námsstjóri húsmæðrafræðslunnar 1948-1969, er staðan var lögð niður. Fulltrúi í heimilisfræði á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 1969-1986.
Halldóra tók virkan þátt í félagsmálum. Hún var formaður Húsmæðrakennarafélags Íslands 1947-1953, formaður kennarafélagsins Hússtjórnar 1953-1977 og í stjórn Landssambands framhaldsskólakennara 1955-1964. Í stjórn Neytendasamtakanna 1953-1968. Ritari og varaformaður í Bandalagi kvenna í Reykjavík 1972-1978 og varaformaður 1978-1980. Stofnfélagi í Alfa-deild Delta Kappa Gamma Society International 1975 og hefur unnið þar ýmis trúnaðarstörf. Stofnfélagi í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur 1959 en hann var fyrsti klúbbur sinnar tegundar hér á landi. Erlendur bréfritari Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur 1959-1966 og síðan formaður klúbbsins 1966-1968. Formaður útbreiðslunefndar Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur 1970-1974 og síðan Soroptimistasambands Íslands 1976-1982. Sendifulltrúi samtakanna á fjölmörgum sendifulltrúaþingum Evrópusambands Soroptimista. Formaður bráðabirgðastjórnar Soroptimistasambands Íslands 1973-1974 og síðan forseti sambandsins 1974-1976. Annar varaforseti Evrópusambands Soroptimista 1977-1979. Stofnandi 12 klúbba Soroptimista 1973-1983 og annaðist útgáfu ýmiss konar fræðsluefnis fyrir samtökin. Heiðursfélagi Soroptimistasambands Íslands 1983 og Hússtjórnarkennarafélags Íslands 1986.
Ritstörf: Nýja matreiðslubókin (ásamt Sólveigu Benediktsdóttur) 1954; Þvottur og ræsting (þýð.) 1948; Heimilisáhöld 1954. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1977.
Halldóra var ógift og barnlaus.
Útför Halldóru fór fram frá Háteigskirkju6.12.2000 og hófst athöfnin klukkan 15.

Hallfríður Guðbjörg Jónsdóttir (1916-2003)

  • HAH01367
  • Einstaklingur
  • 16.3.1916 - 3.10.2003

Hallfríður Guðbjörg Jónsdóttir fæddist á Broddadalsá í Strandasýslu 16. mars 1916. Hún andaðist 3. okt síðastliðinn.
Útför Hallfríðar fer fram frá Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Haraldur Jóhannesson (1898-1990)

  • HAH01385
  • Einstaklingur
  • 1.9.1898 - 31.12.1990

Hjónaminning: Ásdís Baldvinsdóttir Haraldur Jóhannesson Fædd 30. október 1902 Dáin 27. júlí 1989 Fæddur 1. júlí 1898 Dáinn 31. desember 1990 Nú hafa þau bæði kvatt þennan heim, með aðeins eins og hálfs árs millibili.
Haraldur Jóhannesson Fædd 30. október 1902 Dáin 27. júlí 1989 Fæddur 1. júlí 1898 Dáinn 31. desember 1990.
Árið 1925 fluttu þau frá Klambraseli í Héðinsvík á Tjörnesi og bjuggu þar í eitt ár, en bjuggu svo í leiguhúsnæði á Húsavík, þar til þau byggðu húsið Bjarg við Garðarsbraut árið 1939 og þar bjuggu þau það sem eftir var af þeirra búskap. Haraldur vann við hin ýmsu verkamannastörf, en lengst af hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Samhliða vinnu sinni hafði hann 1 kú, kindur og hænur, sér til búdrýginda í fyrstu, en seinna meir til ánægju. Hann var góður fiðluleikari og lék oft á böllum í gamla daga. Ásdís var húsmóðir og sá um heimilið, og var þar í mörg horn að líta. Það var ávallt mjög gestkvæmt á Bjargi, því að marga áttu þau ættingja í sveitunum sem litu gjarnan inn að lokinni bæjarferð. Það var líka oft sem barnabörnin komum á Bjarg til afa og ömmu, og má segja að þar hafi verið okkar samkomustaður. Ógleymanlegir eru laufabrauðsdagarnir, þar sem við mættum öll með okkar bretti og hnífa og skárum út kökur af hjartans list og ekki var hún amma að amast yfir því þótt nokkrar kökur eyðilegðust eða hveiti sullaðist út um stofuna hennar, það mátti alltaf gera meira deig, gleði barnanna var fyrir mestu. Það var líka gott eftir fjörugan leik að skreppa inn á Bjarg til ömmu-Dísu og fá sér kökur og mjólkurglas, því hún var oftast heima og átti alltaf nóg handa svöngu barnabarni og ekkert gerði til þótt nokkrir leikfélagar slægjust í hópinn, amma átti alltaf nóg handa öllum. Það má því segja að þau hafi haft tíma og rúm fyrir alla sem til þeirra komu.

Ásdís Baldvinsdóttir (1902-1989)

  • HAH01385a
  • Einstaklingur
  • 30.10.1902 - 27.7.1989

Var á Hveravöllum, Húsavíkursókn, S-Þing. 1930. Heimili: Húsavík. Húsfreyja á Klambraseli í Aðaladal, S-Þing. og í Húsavík.
sjá umfjöllun um mann hennar.

Haraldur Jónsson (1916-1992)

  • HAH01386
  • Einstaklingur
  • 25.4.1916 - 16.5.1992

Haraldur Jónsson Fæddur 25. apríl 1916 Dáinn 16. maí 1992. Var í Póst-og Símahúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Símstöðvarstjóri þar. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Er við nú kveðjum Harald Jónsson, svífa um í hugskoti okkar allar minningarnar sem tengjast honum. Allt frá því hann kom í okkar föðurhús á Hvammstanga á sínum unglingsárum, hefur hann verið hluti af okkar tilveru sem Halli frændi. Sumar bernskuminningar eru tengdar honum, unga frænku sína bar hann á háhesti þegar snjór og aðrar hindranir voru til trafala og enginn tálgaði betur bogaörvar heldur en Halli frændi.
Margoft á lífsleiðinni áttum við athvarf hjá honum og nutum frændseminnar sem einkenndist af hlýleika og prúðmennsku. Það var sama hvort hann bjó á Hvammstanga, Borðeyri, Brú eða Blönduósi, alltaf var hægt að leita til Halla. Og ekki bara við, heldur ekki síður okkar börn sem einnig hafa notið þess hve vel kvæntur Halli var. Það var á Hvammstanga sem hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ebbu Jósafatsdóttur og var sambúð þeirra einstaklega góð og gestrisni þeirra frábær. Svo samstillt voru þau að í huga sumra af yngri kynslóðinni var þá fyrst ljóst um hvern var verið að tala, þegar sagt var Halli og Ebba. Ekki var það okkur minna virði hve Halli reyndist föður okkar vel. Hjá þeim hjónum átti hann jafnan visst athvarf, nánast sitt annað heimili, einkum hin síðari ár ævinnar er hann átti oft erindi norður.

Haraldur Steinþórsson (1925-2005)

  • HAH01388
  • Einstaklingur
  • 1.12.1925 - 16.8.2005

Haraldur Steinþórsson fæddist á Akureyri 1. desember 1925. Hann andaðist á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi 16. ágúst síðastliðinn.
Haraldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og starfaði sem kennari frá 1948 til 1973, fyrst við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, þá Gagnfræðaskólann við Vonarstræti og loks Hagaskóla í Reykjavík. Hann starfaði lengi innan samtaka kennara og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, varð annar varaformaður BSRB 1962 og síðar einnig framkvæmdastjóri uns hann lét af störfum árið 1985. Starfsævi sinni lauk Haraldur á Tryggingastofnun ríkisins, þar sem hann vann við endurskoðun lífeyrisgreiðslna.
Haraldur var bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður Sósíalistaflokksins á Ísafirði 1950 til 1954 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið. Þar á meðal var hann forseti Æskulýðsfylkingarinnar í tvö ár.
Auk stjórnmálastarfa var Haraldur virkur innan íþróttahreyfingarinnar og gegndi formennsku í Knattspyrnufélaginu Fram 1955 til 1960. Hann var einnig um tíma formaður Knattspyrnufélagsins Vestra og Íþróttabandalags Ísafjarðar. Fyrir störf sín að íþróttamálum hlaut hann gullmerki ÍSÍ og KSÍ.
Haraldur tók sæti í stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga (nú Hjartaheilla) árið 1985 og sat þar í ellefu ár. Þar beitti hann sér sérstaklega fyrir stofnun HL-stöðvarinnar, endurhæfingarstöðvar fyrir hjarta- og lungnasjúklinga.
Haraldur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Haukur Blöndals Gíslason (1923-2004)

  • HAH01390
  • Einstaklingur
  • 11.11.1923 - 21.7.2004

Haukur Blöndals Gíslason fæddist á Siglufirði 11. nóvember 1923. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði miðvikudaginn 21. júlí síðastliðinn.
Haukur ólst upp á Eyvindarstöðum í Blöndudal, en dvaldist einnig hjá föðurfólki sínu á Gili og á Eiríksstöðum í Svartárdal. Fram undir tvítugsaldur var hann mest við almenn sveitastörf. Árið 1946 flytja þau Haukur og Sigríður til Sauðárkróks og stofna þar heimili og bjuggu lengst af á Freyjugötu 19. Starfaði hann m.a. hjá Trésmiðjunni Hlyn og Vélaverkstæði K.S. og við Barnaskóla Sauðárkróks. Árið 1968 flytja þau til Hafnarfjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Í Hafnarfirði starfaði hann hjá Vélsmiðjunni Kletti og í Norðurstjörnunni þar sem hann lauk starfsævi sinni.
Haukur verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Fjölritunarstofan Grettir sf. (1977-2017)

  • HAH10002
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1977-2017

Skarphéðinn Ragnarsson og Unnar Agnarsson eiga Fjölritunarstofuna Gretti. Þeir keyptu fyrirtækið af Baldri Valgeirssyni árið 1986. Baldur var búinn að gefa út Gluggann áður, líklega með einhverjum hléum í nokkur ár. Ólafur Þorsteinsson hóf störf hjá Baldri árið 1985 og hefur starfað hjá Gretti nær óslitið allar götur síðan. Skarphéðinn, Ólafur og Unnar sáu um útgáfu Gluggans fram til ársins 2000 en þá flutti Unnar frá Blönduósi. Frá þeim tíma hafa þeir Skarphéðinn og Ólafur staðið að útgáfunni nánast að öllu leyti.
Í samtali við Húnahornið segir Skarphéðinn að starfsemi Grettis verði hætti af þeirra hálfu um áramótin og megi því segja að þeir séu að leggja fyrirtækið niður. Spurður hvað tæki við segist hann ekki getað svarað því. Hann vonar að einhver eða einhverjir sjái tækifæri í að halda starfsemi sem þessari áfram, en það verði bara að koma í ljós.
Skarphéðinn segir að það ætti ekki að koma neinum á óvart að útgáfa Gluggans standi ekki undir sér og það gangi auðvitað ekki til lengdar. Illa hafi gengið að hækka auglýsingaverð og hafi það varla hækkað sem nokkru nemi í mörg undanfarin ár, þrátt fyrir hækkanir á nánast öllum aðföngum.  
Fjölritunarstofan Grettir hefur, ásamt útgáfunni á Glugganum, séð um prentun á reikningum og eyðublöðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Flestir eru viðskiptavinirnir úr Austur-Húnavatnssýslu en nokkrir koma frá höfuðborgarsvæðinu. Grettir hefur einnig séð um prentun á dreifibréfum og sölu á pappír.

Hálfdán Bjarnason (1898-1987)

  • HAH01396
  • Einstaklingur
  • 1.2.1898 - 8.6.1987

Hálfdán Bjarnason lést á heimili sínu í Genúa 8. júní síðastliðinn. Með honum er horfinn merkur og mikilsmetinn maður sem margir sakna. Hálfdán var fæddur í Steinnesi, Austur Húnavatnssýslu 1. febrúar árið 1898, sonur Bjarna Pálssonar prófasts og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur. Hann ólst upp í Steinnesi ásamt tíu systkinum sem nú eru öll látinn nema Björn Bjarnason cand. mag. sem var þeirra yngstur. Hálfdán stundaði nám við Verslunarskólann.
Árið 1925 fluttist hann til Ítalíu og settist að í Genúa þar sem hann átti heimili sitt í 62 ár. Hann vann fyrst fyrir Kveldúlf en gerðist síðan umboðsmaður fyrir Sölusamband Íslenskra Fiskframleiðenda. Jafnframt stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki sem hann rak til ársins 1965.
Hann vinnur á vegum Kveldúlfs til ársins 1932 en þá er stofnað SÍF, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, og vinnur Hálfdán hjá þeim til 1965, er hann lætur af störfum. Mér hafa sagt kunnir menn að Hálfdán hafi verið einstakur starfsmaður sakir dugnaðar, framsýni og hæfni á þessum sviðum. Þá var Hálfdán í áraraðir aðalræðismaður Íslands á Ítalíu og studdi alla með ráðum og fyrirgreiðslu ef á þurfti að halda.
Fyrir ekki mörgum árum giftist Hálfdán ítalskri konu, Söndru að nafni. Höfðu þau þekkst lengi og hún verið honum stoð og stytta.

Helga Arngrímsdóttir (1926-1998)

  • HAH01400
  • Einstaklingur
  • 7.4.1926 - 20.5.1988

Á morgun, mánudaginn 13. júní, verður til moldar borin frá Fossvogskirkju frú Helga Arngrímsdóttir, Bergstaðastræti 64 hér í borg.
Hún fæddist í Bolungavík og gekk þar sín fyrstu spor. Ung að árum fluttist Helga með fjölskyldu sinni að Mýrum í Dýrafirði og þar bjó fjölskyldan í nokkur ár þar til hún fluttist til Ísafjarðar. En nokkru áður hafði faðir Helgu, Arngrímur Friðrik, tekið við ritstjórn Vesturlands, blaði vestfirskra sjálfstæðismanna, sem hann ritstýrði um árabil, jafnframt því að gegna mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, s.s. formannsstörfum í félaginu á Ísafirði og setu í bæjarstjórn.
Þegar Helga fór að heiman, fluttist hann til Reykjavíkur og bjó þar uns yfir lauk, fyrir utan nokkur ár sem hún stundaði nám í nuddi í Noregi. Og eins bjó hún um tíma á Englandi og í Litlu-Hlíð í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði.

Helga Ólafsdóttir (1932-1997) Enni

  • HAH01402
  • Einstaklingur
  • 5.6.1932 - 23.2.1997

Helga Ásta Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1932. Var í Reykjavík 1945. Var á Enni, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Hún lést á Landspítalanum 23. febrúar 1997.
Útför Helgu Ástu fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 4.3.1997 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Helga Guðmundsdóttir (1922-2012)

  • HAH01407
  • Einstaklingur
  • 25.6.1922 - 15.1.2012

Helga Guðmundsdóttir fæddist í Súluholti í Flóa 25. júní 1922. Hún lést 15. janúar 2012.

Helga Þórarinsdóttir (1919-2002) Beinakeldu

  • HAH01420
  • Einstaklingur
  • 21.4.1919 - 24.11.2002

Helga Þórarinsdóttir fæddist á Hvoli í Hvolhreppi í Dalasýslu 21. apríl 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 24. nóvember síðastliðinn. Helga verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Helga Þórsdóttir (1927-2008)

  • HAH01421
  • Einstaklingur
  • 27.4.1927 - 13.8.2008

Helga Þórsdóttir fæddist á Bakka í Svarfaðardal 27. apríl 1927. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Helga lauk barnaskóla í Svarfaðardal og fór síðan á Kvennaskólann á Blönduósi Þaðan fór hún til Reykjavíkur og menntaði sig í fatasaum hjá Herdísi Guðmundsdóttur og á saumastofunni Kjólnum. Einnig sótti hún nám í Handíðaskóla Íslands og síðar hjá Heimilisiðnaðarskólanum. Veturinn 1951-1952 var hún við nám í Gamleby folkhögskola í Svíþjóð.
Helga byrjaði að kenna hannyrðir 1946, þá við Barnaskólann á Grund í Svarfaðardal en fór síðar að kenna við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal og gerði það nánast óslitið til ársins 1976. Alla tíð gerði hún mikið af því að halda saumanámskeið. Íslenski þjóðbúningurinn var henni sérstaklega hugleikinn og saumaði hún marga búninga um ævina og leiðbeindi mörgum við saumaskap á þeim.
Útför Helgu verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Tjarnarkirkjugarði.

Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum

  • HAH01429
  • Einstaklingur
  • 23.7.1915 - 9.12.1988

Herdís Gróa fæddist norður í Húnavatnssýslu og ólst þar upp við lífshætti þeirra tíma: vinnusemi og grandvarleik. Líf hennar allt einkenndist af þessum fornu dyggðum ásamt heilbrigðu brjóstviti og stakri fórnarlund. Ung fluttist hún til Reykjavíkur en þar kynntist hún Sigurhirti Péturssyni lögfræðingi. Eignuðust þau tvo syni, Karl og Sigfús, sem nú eru kunnir menn og harðgiftir fjölskyldufeður. Barnabörn Dísu eru orðin fimm.
Herdís og Sigurhjörtur slitu sambandi sínu eftir fárra ára samlíf en síðan kom það að mestu í hlut Herdísar að annast uppeldi drengjanna tveggja. Hún axlaði þessa ábyrgð möglunarlaust. Slíkt hið sama urðu margar aðrar einstæðar konur að gera bæði þá og síðar en það voru aðrir og fátækari tímar á Íslandi fyrir 40-50 árum. Með stakri iðjusemi, fórnfýsi og miklum sjálfsaga einbeitti Herdís lífsþreki sínu að því að koma hinum mannvænlegu drengjum sínum til þroska. Framanaf var stundum knappt í búi eins og reyndar víða um íslenzka mannheima á þeim árum en smámsaman vænkaðist hagur fjölskyldunnar. Synirnir brugðust ekki vonum Herdísar og urðu hinir mætustu og nýtustu menn. Fyrir þessar sakir og vegna þeirrar gleði er henni veittist af góðum tengdadætrum og barnabörnum fannst Dísu hún uppskera í garði lífsins þá ávexti sem sætastir eru: velgengni, heilbrigði og hamingja niðjanna. Megindrættir í lífi Herdísar breyttust aldrei hvorki í blíðu né stríðu, elja hennar var líkust náttúrulögmáli og má segja að henni félli aldrei verk úr hendi. Þegar hlé varð á skyldum greip hún í hannyrðir og liggur eftir hana fjöldi fagurra útsaumsverka sem prýða heimili vina og vandamanna og er mitt ekki undanskilið. Leikni Dísu og vandvirkni í þessumefnum sem öðrum var fágæt, en saum hennar stenzt samanburð viðþað, sem bezt hefur verið gert í þessu landi og eru íslenzkar konur þó engir aukvisar í handaverkum sínum. Í stórum og smáum saumuðum myndverkum Herdísar má skoða mikla mannkosti hennar og hagleik.

Hjörleifur Ingólfsson (1940-2006)

  • HAH01442
  • Einstaklingur
  • 4.9.1940 - 28.10.2006

Hjörleifur Ingólfsson fæddist á Vöglum í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu 4. september 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. október síðastliðinn. Hjörleifur ólst upp á Vöglum. Hann vann við hefðbundin sveitastörf, vélaviðgerðir o.fl. frá unga aldri. Hann gekk í sveitaskóla, tvisvar sinnum part úr vetri. Hann vann við bílaviðgerðir í Reykjavík og vann einnig í Fálkanum, lærði rennismíði í Vélsmiðjunni Óðni í Keflavík 1963-1967 og tók sveinspróf frá Iðnskólanum í Keflavík 1967. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Suðurnesja, m.a. sem verslunarstjóri. 1971 tók hann að sér afleysingar í sjúkraflutningum í Keflavík og starfaði sem sjúkraflutningamaður eftir það, fyrst í aukavinnu en síðar sem aðalstarf. Frá 1988 starfaði hann sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann varð varðstjóri árið 1992 og frá árinu 2000 starfaði hann sem yfireldvarnaeftirlitsmaður BS. Hjörleifur vann einnig við kistulagningar í Keflavík í rúm 20 ár.
Hjörleifur vann í mörg ár að kjaramálum fyrir Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar og BSRB. Hann sat í stjórn vinnudeilusjóðs BSRB síðustu árin.
Hjörleifur endurvakti ásamt fleirum Keflavíkurdeild Rauða kross Íslands árið 1983 og 24. nóvember 1984 sameinuðust Keflavíkurdeild, Njarðvíkurdeild og Sandgerðisdeild í eina deild, Suðurnesjadeild. Hjörleifur starfaði ötullega fyrir deildina allar götur síðan. Hann sat í stjórn Suðurnesjadeildarinnar er hann lést og einnig í svæðisráði RKÍ á Suðurlandi. Hann var einn af stofnendum björgunarsveitarinnar Stakks í Keflavík 1968 og var virkur meðlimur sveitarinnar til margra ára.
Útför Hjörleifs verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Hreinn Kristjánsson (1933-2008) Reykjavík

  • HAH01454
  • Einstaklingur
  • 4.11.1933 - 24.12.2008

Hreinn Kristjánsson fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. desember síðastliðinn. Hreinn ólst upp í Reykjavík til sex ára aldurs er foreldrar hans skildu. Þá var hann sendur ásamt bróður sínum á barnaheimilið á Sólheimum í Grímsnesi og þar var hann í þrjú ár. Hreinn var tekinn í fóstur að Hólmi í A-Landeyjum í Rangárvallasýslu og þar átti hann góð ár til fermingaraldurs. Hann stundaði ýmsa vinnu frá fermingu, m.a. vegavinnu með skóla.

Um sautján ára aldurinn fór hann í millilandasiglingar á norskum frakt- og olíuskipum og sigldi um heimsins höf hátt á annan áratug. Hreinn hóf nám í trésmíðum hjá föður sínum á Blönduósi 1959 og árið 1961 lauk hann sveinsprófi í trésmíðum en hélt áfram að sigla eftir það. Hreinn var sendur til náms í trefjaplastssmíði til Þýskalands eftir sveinspróf í tengslum við stofnun Trefjaplasts hf. á Blönduósi.

Árið 1966 hóf Hreinn sambúð með Sigríði Benný Jónasdóttur í Reykjavík. Árið 1969 fluttu þau til Perth í Ástralíu og bjuggu þar til ársins 1972. Þá fluttu þau á Hvammstanga í Vestur-Húnavatnssýslu, þar sem Hreinn starfaði við húsasmíði, hann lauk meistaranámi í húsasmíðum 1974. Á Hvammstanga var Hreinn m.a. í hreppsnefnd um skeið en 1985 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Hreinn starfaði við leikmyndasmíði hjá Sviðsmyndum til ársins 2000 er hann hætti sökum aldurs og veikinda.

Hreinn var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 7.1.2009 og hófst athöfnin klukkan 13.

Hrólfur Herbert Jakobsson (1911-1996) Sóllundi Skagaströnd

  • HAH01456
  • Einstaklingur
  • 27.4.1911 - 27.12.1996

Hrólfur Jakobsson var fæddur á Neðri-Þverá í Vesturhópi 27. apríl 1911. Hann lést á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Skagaströnd hinn 27. desember síðastliðinn.
Sigurbjörg móðir hans bjó eitt ár á Neðri-Þverá eftir lát Jakobs en fór með Hrólf til Blönduóss haustið 1923 og gekk hann í barnaskólann þar næsta vetur. Næsta ár var Hrólfur til heimilis á Ánastöðum hjá Þórhalli bróður sínum og var eitthvað í barnaskólanum á Hvammstanga veturinn 1924­-1925. Hann fermdist í Kirkjuhvammskirkju vorið 1925 en fór strax eftir fermingu að Geitafelli á Vatnsnesi til Gunnlaugs Skúlasonar og Auðbjargar Jakobsdóttur og var þar í þrjú ár.

Næst lá leið Hrólfs til Skagastrandar og var hann næstu árin til heimilis hjá Helga Gíslasyni föðurbróður sínum og Maríu konu hans og síðar Axel Helgasyni. Eftir að Hrólfur kom til Skagastrandar vandist hann allri algengri vinnu bæði á sjó og landi. Hann fór svo að fara suður til vertíðarstarfa og var fyrstu vertíð sína 1933 í Grindavík. Alls var hann sjö vetrarvertíðir fyrir sunnan, þar af fimm í Vestmannaeyjum. Sjö sumur stundaði hann síldveiðar við Norðurland, fyrst 1935 og síðast 1941. Upp úr þessu fór Hrólfur að vinna við byggingu frystihússins á Hólanesi og vann svo í því húsi til vorsins 1948. Þá hafði hann fengið full fiskmatsréttindi og gerðist verkstjóri í frystihúsi Kaupfélags Skagstrendinga. Hrólfur var svo verkstjóri við það hús til ársloka 1969, að undanteknum þremur árum sem hann vann önnur störf. Þá voru Kaupfélag Skagstrendinga og Kaupfélag Húnvetninga sameinuð. Varð Hrólfur þá starfsmaður þess félags og vann við ýmis afgreiðslustörf þar til hann hætti störfum að fullu árið 1980.

Hrólfur stofnaði heimili með Sigríði Björnsdóttur, f. 14. september 1920. Bjuggu þau fyrst í húsi Björns Þorleifssonar og Vilhelmínu Árnadóttur, en þau voru foreldrar Sigríðar. Þá voru þau nokkur ár í húsi er nefnt var Goðhóll. Þau keyptu svo árið 1952 húsið Sóllund og var þar heimili þeirra þar til Sigríður dó langt um aldur fram 17. júní 1979. Þau Hrólfur og Sigríður eignuðust eina dóttur, Sylvíu, f. 1. september 1943. Maður hennar er Pétur Eggertsson og eiga þau þrjá syni.

Útför Hrólfs fer fram frá kirkjunni á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Hulda Árnadóttir (1917-2007) ljósmóðir Lækjarhvammi Skagaströnd

  • HAH01458
  • Einstaklingur
  • 28.12.1917 - 14.2.2007

Aðalheiður Hulda Árnadóttir ljósmóðir fæddist á Kringlu í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 28. desember 1917. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. febrúar 2007. Hulda var í Kvennaskólanum á Blönduósi einn vetur. Eftir það hóf hún nám í Ljósmæðraskóla Íslands og lauk þaðan prófi árið 1939. Hulda vann ýmis almenn störf þar til hún tók við stöðu á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd 1967 þar sem hún starfaði í um 20 ár.
Útför Huldu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag 29. mars 2007 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Hulda Friðfinnsdóttir (1910-2002) Friðfinnshúsi Blönduósi

  • HAH01461
  • Einstaklingur
  • 11.8.1910 - 30.6.2002

Hulda Friðfinnsdóttir var fædd á Blönduósi 11. ágúst 1910. Hún lést 30. júní síðastliðinn. Hulda ólst upp í foreldrahúsum á Blönduósi, en fluttist til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum árið 1947. Auk almennrar skólagöngu á Blönduósi var hún veturinn 1929-30 á Héraðsskóla á Laugarvatni. Hulda vann ýmis störf, ekki síst á heimilinu, með og fyrir foreldra sína og fjölskyldu. Á Blönduósi bjó fjölskyldan í Finnshúsi, en þar voru einnig í heimili hjónin Sigþrúður, móðursystir Huldu, og Páll Sigurðsson. Þá bjuggu þar einnig um skeið, eða þar til Hulda var um sjö ára gömul, feðginin Jónína, móðursystir Huldu, og Hannes Guðmundsson.

Á Blönduósi vann Hulda m.a. við smíðar og málningarvinnu með föður sínum og systur. Er til Reykjavíkur kom tóku við almenn verkakvennastörf. Áfram vann Hulda mikið á heimilinu, bæði við prjónaskap, en ekki síður við almennt heimilishald. Hún annaðist foreldra sína, en þau urðu bæði fullorðin og þurftu aðstoðar við. Hulda hélt lengi heimili með Sigríði systur sinni og dætrum hennar, og var þeim sem önnur móðir. Þær bjuggu lengi á Gunnarsbraut 34, en síðustu árin dvaldi Hulda á Hrafnistu í Reykjavík. Hún var ógift og barnlaus.

Útför Huldu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Brandaskarð á Skaga

  • HAH00419
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur við fjallsrætur norðan við samnefnt skarð. Þar er bæjarstæði fagurt og allgott til ræktunar. Íbúðarhús byggt 1947, sreinsteypt 258 m3. Fjós steypt 1947 yfir 10 gripi. Fjárhús byggð 1964 úr torfi og grjóti yfir 140 fjár. Hesthús byggt 1964 úr torfi og grjóti yfir 8 hross. Hlaðasteypt 1948 og 1974 úr timbri 572 m3. Votheysgeymsla steypt 1947 38 m3. Geymsla byggð 1960, steypt 312 m3. Tún 17,1 ha.

Geithamrar í Svínadal

  • HAH00269
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Skammt fyrir norðan Grund liggja Geithamrar í fjallsrótunum. Þar er mikið ræktanlegt land á láglendinu og rúmgott, notadrjúgt beitiland í fjallshlíðinni. Jörðin á land meðfram Svínavatni á 2-3 km kafla. Fram til 1961 voru byggingarnar uppi í brekkuhallinu, en hafa nú verið fluttar niður á flatlendið, nær veginum. Íbúðarhús byggt 1961 88 m2 431 m3. Fjós byggt 1973 yfir 16 kýr og 8 geldneyti, ásamt mjólkuhúsi og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 320 fjár. Hesthús fyri 11 hross og auk þess torfhús yfir 20. Hlöður 1174 m3. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Hafnir á Skaga

  • HAH00284
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur skammt frá sjó. Þar eru flest þau hlunnindi sem einni jörð fylgja hér á landi, svo sem æðarvarp í eyjum skammt frá landi, selveiði við sker og klettabríkur, viðarreki, fjörubeit og silungaveiði við túnfótinn, en jarðhitum hefur smiðum jarðar yfirsést að láta fylgja. Heimahagar eru grösugir og víðlendir og heiðarland stórt.
Íbúðarhúsbyggt 1954, steinsteypt 455 m3. Fjárhús með kjallara steypt 1960 fyrir 300 fjár. Fjárhús með kjallara járnklætt byggt 1965, fyrir 90 fjár. Hlaða 555 m3. Fjós byggt 1930 úr torfi og grjóti fyrir 5 gripi. Hesthús byggt 1940 úr torfi og grjóti fyrir 35 hross. Tún 24,1 ha. Æðarvarp, selveiði og reki.

Hnappastaðir Höfðakaupsstað

  • HAH00447
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1920)

Bærinn stóð á Hnappstaðatúni sem er við Oddagötu niður af Bogabraut. Bærinn er löngu horfinn....

Kjalarland

  • HAH00687
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1800 - 1975)

Eyðijörð. Eigandi 1975; Elínborg Margrét Kristmundsdóttir 10. okt. 1909 - 15. jan. 1996. Starfsmaður hjá Pósi og síma. Síðast bús. í Vindhælishreppi. Ógift.
Elstu rituðu heimildir er geta Kjalarlands er jarðabók frá 1686. Í manntali frá 1703 eru fjórir skráðir til heimilis en tólf þegar flest er árið 1860. Árið 1708 var jörðin í eyði „og hefur í eyði legið síðan í næstu fardögum. [...] Þessi jörð hefur lagst í eyði vegna fólkfæðu síðan bólusóttina, aftur má hana byggja ef fólk til fengist. Enginn brúkar þessa jörð þetta ár til neinna gagnsemda.

Um jörðina segir í jarðabók frá 1708 „Torfrista næg, stúnga lök. Lýngrif og hrísrif til eldiviðar bjarglegt. Túninu grandar sandfok úr melholti, sem nálægt er túninu. Engjar öngvar.“ Jörðin er svo metin í Fasteignamati frá 1916-1918: „Túnið er talið 9-10 dagsl. Það er í góðri rækt og grasgefið, en þó nokkuð harðlent, að mestu slétt eða greiðfært. Mætti auka það út að nokkru. [...] Engjar litlar og reitingslegar á dreif um bithaga, að nokkru votlendar, óvéltækar. Hey holl, en fremur létt. Stutt á engjar og vegur ekki slæmur. Má ætla að heyja megi í meðalári um 200hb. Engjar ógirtar. “

Í sóknalýsingu frá 1873 segir að á Brunnárdal hafi verið Hafursstaðasel hið gamla og hið nýja og Kjalarlandssel í Selhvammi, skammt norðan Brunnár.

Gamli bærinn stóð syðst í gamla túninu og fjós sambyggt. Búið er að rífa bæinn en þó sér móta fyrir dældum í túninu og einhver gróður skil eru þar sem bærinn stóð. Dældirnar eru um 20sm djúpar. Þess ber að geta að tún var óslegið þegar skráning fór fram sumarið 2011. Á túnakorti frá 1920 er bær og fjós syðst í túni. Um bæjarhús segir í fasteignamati 1916-1918: baðstofa er alþiljuð með skarsúð og heilþilstafni en að öðru leyti eru torfveggir og torfþak. Húsið er sagt gott og nýtt. „Önnur bæjarhús og geymsluhús lítilfjörlega torfhús, flest gömul, en ekki óstæðileg.“ (Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands. http://handrit.is/. Skoðaður þann 10.02.2012. Fasteignamat 1916-1918 undirmat; A-Húnavatnssýsla. Kjalarland nr. 264). Kvíaból var sunnan túns, nú orðið töðuvöllur.

Norðaustur af Dokkaflóa heita Krókar, vestan við þá heita Krókamelar, þar vestur af Veituhólar, vestur af þeim er Veita, þar vestur af Kattarhóll [...].“

Kvennaskólinn á Ytri-Ey

  • HAH00614
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1879 -1901

Kvennaskóli Húnvetninga, stofnaður árið 1879 á Ytri-Ey í Austur-Húnavatnssýslu. 1883 voru kvennaskólar Húnvetninga og Skagfirðinga sameinaðir og skóli settur á Ytriey, og var Elín Briem fyrir honum í tólf ár, eða til 1895.
Hinn nýi skóli var nefndur Kvennaskóli Húnvetninga og Skagfirðinga að Ytriey, en í daglegu tali Ytrieyjarskólinn eða Kvennaskólinn á Ytriey. Skólinn var að vísu sameign beggja sýslnanna, Skagfirðingar lögðu honum fé að jöfnu við Húnvetninga og skipuðu stjórn hans að hálfu. Þykir því hlýða að rekja sögu hans í fáum dráttum, unz að fullu og öllu slitnaði upp úr samkomulaginu með þykkju á báða bóga.

Mánafoss í Torfalækjarhreppi

  • HAH00453
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1955 -

Nýbýli úr fjórðahluta Sauðaness. Landið liggur fram í Sauðanesi milli Laxárvatns og Laxár á Ásum. Þar hefur eigandi tekið land undir skógrækt og girt það. Plantað hefur verið í það frá 1955 og flest ár all miklu. Skammt frá stíflunni við Laxárvatn er sumarhús byggt 1955 úr timbri 87 m3.
Þá hefur verið ræktað 5 ha tún sem ábúandi Sauðaness nytjar ásamt því landi, sem ekki hefur verið tekið undir skógræktar. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Bjarnastaðir, Mýri og Rauðafell í Bárðardal

  • HAH00069
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1910)

Bárðardalur í Þingeyjarsveit er lengsti byggði dalur á Íslandi (Þorvaldur Thoroddsen, 1908) og markast af Skjálfandaflóa í norðri og Ódáðahrauni og Sprengisandi í suðri. Þjóðvegur 1 skiptir dalnum í Bárðardal nyrðri og syðri við Ljósavatnsskarð. Landslag upplýsir um rof ísaldarjökla. Vestan megin er 600-700 metra hár samfelldur fjallgarður frá Sprengisandi að Ljósavatnsskarði með vel grónum og sumstaðar skógi vöxnum hlíðum. Að austan er Fljótsheiði, víðáttumikil og gróin sem teygir sig norður til Aðaldals, Reykjadals og Mývatnsheiðar að austan. Dalbotninn er að stórum hluta þakinn hrauni. Stærst er Bárðardalshraun, eitt víðáttumesta hraun Íslands. Um dalinn endilangan rennur Skjálfandafljót, fjórða lengsta á landsins. Í því eru þekktir fossar á borð við Aldeyjarfoss, Hrafnabjargafossa, Ingvararfoss og Goðafoss sem er einn fjölmennasti ferðamannastaðurinn á Norðausturlandi. Vatnakerfi Skjálfandafljóts tilheyra ýmsar dragár og lindár sem falla í fljótið.

Mýri; Innsti bærinn í Bárðardal og sá síðasti áður en lagt er á Sprengisand. „Bærinn stendur undir allhárri fjallshlíð syðst í Bárðardal að vestan, nokkurn spöl frá Skjálfandafljóti,“ segir í Byggðum og búum í Suður-Þingeyjarsýslu. Bærinn stóð fast vestan við og heldur norðar en núverandi íbúðarhús á Mýri, byggt 1929. Kálgarður er enn á sama stað og hann er sýndur á túnakorti, ofan í lækjargilinu sunnan við bæjarstæðið. Hlað er bæði austan og vestan við núverandi íbúðarhús en vestan við er slétt grasflöt upp að bæjarlæknum. Steinhús á kjallara stendur framan í bæjarhólnum en lækur rennur í sveig meðfram honum að vestan og sunnan.

Rauðafell; Veiðiréttur í Svartá
Bjarnastaðir; Veiðiréttur í Svartá

Mjóadalsrétt á Laxárdal fremri

  • HAH00373
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1910 -

Vegurinn frá Gautsdal upp að Mjóadal var lagður 1910. Hann var mjög hættulegur á parti þar sem hann var lagður á hengiflugsbrún og fljúgandi háll moldarvegur í bleytu. Það átti að heita að hægt væri að fara þennan veg á bíl en samt var það mikill glannaakstur. Oft kom hann ekki upp undan snjó fyrr en í júní. Nýr vegur var lagður sunnan við gilið 1960 og kemur aldrei snjór á hann.

Mjóidalur var fimm jarðir áður fyrr: Ytri-Mjóidalur, Syðri-Mjóidalur, Þrælagerði, Hólkot og Kringlugerði. Nú er þetta talin ein jörð og er landið um 10 þúsund hektarar að stærð. Af bæjarhóli Hólkots er víðsýnt. Það er eini bæjarhóllinn á Laxárdal sem af sést eftir öllum dalnum.

Flóalækur heitir á sú er rennur framan frá Skyttudal og fyrir norðan túnið í Mjóadal. Þessi á er með öllu fiskilaus en skilyrði fyrir silung eru þó ágæt. Allhár foss er í ánni norðantil og kemst enginn silungur þar upp fyrir. Samt er það undarlegt að enginn skyldi hafa framtak í sér tíl þess að koma til veiði í ánni.

Fyrsta skilaréttin í Mjóadalslandi, sem vitað er um, stendur á háum hól upp undan bænum í Mjóadal. Hún er að öllum líkindum byggð fyrir aldamótin 1800. Enn sést þar vel fyrir veggjum. Árið 1910 var réttin færð og endurbyggð á eyrinni niður við ána. Stefán Sigurðsson þá bóndi í Mjóadal var yfirsmiður í því verki. Áður fyrr á árum var geysilega mörgu fé smalað að þessari rétt. Það var ekki bara fjallgarðurinn milli Litla-Vatnsskarðs og Þröngadals sem genginn var til réttarinnar heldur var líka smalað Vesturfjallið og sumt af Suðurfjalli. Enginn nátthagi var við réttina svo að staðið var yfir safninu í tvo daga, fyrr var sundurdrætti fjárins ekki að fullu lokið. Þetta er haft eftir Bóasi Magnússyni í Bólstaðarhlíð sem var einn þeirra er stóð yfir safninu þegar hann var unglingur. Þessi rétt stóð til ársins 1947. Það ár var byggð ný rétt á grunni hinnar en allmiklu minni. Á þeim árum var mæðiveiki í fé bænda og ekki um neinn stórhug að ræða sem ekki var von. Síðast var réttað í Mjóadalsrétt haustið 1956.

Leikfélagið á Skagaströnd

  • HAH00200
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1895-

Leikstarfsemi hefur í langan tíma verið töluverð á Skagaströnd og koma þar margir við sögu. Að því er best er vitað var fyrsta leikritið sett upp í kauptúninu árið 1895. Leikfélag Höfðakaupstaðar var stofnað 1945 og Leikklúbbur Skagastrandar 1975. Fjöldi leikrita lifnuðu við á fjölum þeirra sex húsa sem gegnt hafa hlutverki leikhúss. Sögurnar úr starfinu eru margar og einnig er til fjöldi skemmtilegra mynda. Hér er lögð áhersla á að varðveita söguna, nöfn og myndir af þeim sem þátt tóku í stórmerkilegu menningarstarfi.

Núpur á Laxárdal fremri

  • HAH00371
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Núpur og Hjarðarhagi.
Núpur er innsti bær í Vindhælishreppi. Bærinn stendur hátt og í nokkrum bratta skammt frá Laxá. Undirlendi er lítið, fljótt taka við snarbrattar hlíða Langadalsfjalls. Úr Núpslandi var byggt nýbýlið Hjarðarhagi um 1970.
Íbúðarhús byggt 1938, viðbygging 1957 139 m3. Fjós yfir 12 kýr. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 554 m3. Votheysgeymsla 73 m3. Tún 11,3 ha.

Samkomu og skólahús í Kálfshamarsvík

  • HAH00346
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 1905

Barnaskólahúsið, sem var fremur lítið timburhús, ein hæð með lágu risi. Hús þetta var stutt austan við Hátún og stendur enn, þegar þetta er ritað. Málfundafélag, sem um skeið starfaði í þorpinu, reisti þetta hús um 1905 ásamt fleirum og gegndi það bæði hlutverki samkomuhúss og skólahúss.

Kálfshamarsvík/Kálfshamarsnes. Óvíst er um aldur elstu byggðar á Kálfshamarsnesi en þar voru fornar tóftir þegar Ólafur Olavius var á ferð undir lok 18. aldar, og hugmyndir um að þar væru verslunarhús sem Írar eða Hamborgarmenn hefðu rekið. Undir lok 19. aldar voru sett niður nokkur hús á nesinu og fljótlega upp úr aldamótunum tók að myndast þar töluverð byggð og var orðið að litlu sjávarþorpi með um 100 íbúa á milli 1920 og 1930 eins og fram hefur komið. Þegar mest var umleikis voru tvær bryggjur í víkinni og íshús. Viti var á nesinu ásamt 15-20 kotum og barnaskóla. Byggðin lagðist svo af uppúr 1940 og voru mörg húsanna rifin og flutt, sum á Skagaströnd en önnur að Blönduósi. Töluverð ummerki eru um þessa gömlu byggð, tóftir torfbygginga ásamt grjóthlöðunum og steyptum húsgrunnum og sökklum. Þessar minjar hafa allar verið merktar með nafni og ártali fyrir upphaf og enda byggðar. Engin uppistandandi hús eru nú í nesinu önnur en Vitinn og hreinlætisaðstaða fyrir ferðafólk en ein skemma stendur við víkina skammt frá gamla íshúsinu.

Nökkvi HU 15

  • HAH00126
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 28.2.1987 -

28.2.1987 kom Nökkvi í fyrsta sinn til heimahafnar á Blönduósi.

Skipaskrárnúmer: 1768. Nafn: Nökkvi HU-15. Heimahöfn: Blönduós. Brúttórúmmál: 283,22. Brúttótonn: 502. Lengd (m): 40,01. Útgerðarflokkur: Núllflokkur. Eigandi: Nökkvi hf. Kennitala eiganda: 7005861709. Útgerð: Særún ehf Kennitala útgerðar: 4904740489

Nökkvi er um 300 lesta frystiskip og með tilkomu hans til Blönduóss ætla margir að sé stigið eitthvert stærsta skref sem stigið hefur verið í atvinnusögu staðarins. Um þrjátíu ný störf skapast á staðnum með tilkomu skipsins og ýmsir ætla að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í þá átt að gera útgerð og fiskvinnslu að verulega stórum þætti í atvinnulífi Blönduóss. Áætlað er að endanlegt verð skipsins verði nálægt 200 milljónum.

Samkvæmt þingsályktunartillögu um hafnarmál fyrir árin 1987 til 1990 ættu fimm milljónir að renna til hafnarframkvænuia a Blönduósi 19S7. Ekkert væri áætlað til þeirra árið 1988, en árið 1989 og 1990 væri áætlað að níutíu milljónir myndu renna til hafnarframkvæmda á Blönduósi.

Núverandi nafn skipsins er Grímur Kamban TN 320

Hamar á Bakásum

  • HAH00526
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1648 -

Hamar er meðalstór jörð, sem á land austan í Hálsinum gegnt Stóra-Búrfelli og niður að Blöndu. Þar er gnægt ræktarlands. Íbúðarhús jarðarinnar brann 1959 og síðan hefur ekki verið föst búseta á jörðinni [1975], en jörðin er þó nytjuð að fullu. Ábúendur hafa haft íbúð á Ásum. Jörðin var kristfjárjörð. Íbúðarhús byggt um1976. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 14 hross gömul torfhús. Hlaða 200 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 30,8 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Kristfjárjörð

Barnaskólinn á Skagaströnd

  • HAH00351
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1920)

Saga skólahalds á Skagaströnd nær allt aftur á síðustu öld. Þá var farkennsla við lýði og svo var einnig fyrstu fjóra áratugi þessarar aldar. Kennslan var þá allt frá 2-3 vikum og upp í 2-3 mánuði á ári. Kennslustaðirnir voru margir allt til ársins 1922 að keypt var sérstakt húsnæði undir skólann í kauptúninu. Var það hús úr steinsteypu, byggt árið 1912 sem verslunarhús og stóð á Hólanesi við sjóinn. Þar var kennt til ársins 1958. Kennslustofur voru tvær.

Árið 1939 varð kauptúnið að sjálfstæðu sveitarfélagi og það sama haust var komið á fót ,,fastaskóla”. Fyrsta skólaárið, 1939-1940, var kennt frá 17. október til 10. maí, alls 135 daga. Nemendur voru þá samtals 46 í 2 bekkjardeildum. Einn kennari starfaði við skólann, Páll Jónsson, og var hann jafnframt skólastjóri. Eftir því sem fólki fjölgaði í kauptúninu óx nemendafjöldinn smátt og smátt, fleiri deildir komu til og kennurum fjölgaði. Kennt var 6 daga vikunnar og var það gert allt til ársins 1973. Skólinn var tvísetinn og þrengsli mikil, sérstaklega eftir að unglingadeild var bætt við árið 1948. Því var brugðið á það ráð að byggja nýtt skólahús og var það tekið í notkun 2. nóvember 1958. Þá voru 117 nemendur í 7 bekkjardeildum. Hins vegar voru kennslustofur aðeins 4 og því skólinn áfram tvísetinn.

Nemendum hélt áfram að fjölga fram yfir 1960 og náði hámarki, um 150, skólaárið 1963-1964. Vegna slæms árferðis á sjötta og sjöunda áratugnum fækkaði aftur í kauptúninu og þar með nemendum sem urðu fæstir, rúmlega 100, skólaárið 1971-1972. Þá fór þeim aftur að fjölga, með betri tíð og blómum í haga, og voru nemendur að meðaltali um 140 á níunda áratugnum. Síðan hefur leiðin legið aftur niður á við og skólaárið 2011-2012 voru nemendur alls 100.

Árið 1982 var tekin í notkun ný viðbygging við skólann og batnaði þá hagur hans töluvert er ýmsar sérgreinastofur og bókasafn bættust við. Nýtt íþróttahús var svo tekið í notkun 14. mars 1998. Í því eru einnig þrjár kennslustofur og þá var loksins hægt að einsetja skólann að fullu en það var gert þá um haustið.

Fjöldi kennara var nokkuð jafn fram yfir 1970, eða um 4-6. Með lengingu skólans, fleiri vikustundum og minni kennsluskyldu hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan og nú eru 13 stöðugildi í kennslu við skólann. Af kennurum starfaði Elínborg Jónsdóttir lengst, fyrst sem fastur kennari frá 1945-1985 og síðan sem bókavörður og stundakennari í tíu ár í viðbót, alls hálfa öld. Þá hefur Ólafur Bernódusson kennt við skólann frá árinu 1972, að undanskildu einu orlofsári og einu ári þegar hann ætlaði sér að hætta að kenna. Ólafur hefur því starfað við skólann í 43 ár.

Páll Jónsson var skólastjóri frá 1939-1966, þá tók sonur hans, Jón Pálsson, við stjórninni og var til ársins 1986, að undanskildu einu ári, 1973-1974, er Jóhanna Kristjánsdóttir gegndi skólastjórn í námsorlofi Jóns. Árið 1986 tók Páll Leó Jónsson við og var í fimm ár, eða til 1991 en þá tók Ingibergur Guðmundsson, við stjórnartaumunum. Veturinn 2002 – 2003 gegndi Stella Kristjánsdóttir stöðu skólastjóra vegna námsleyfis Ingibergs. Haustið 2005 tók Hildur Ingólfsdóttir við skólastjórn úr höndum Ingibergs er hann lét af störfum við skólann. Hildur var í námsleyfi frá árinu 2013 og í hennar fjarveru stýrði Vera Valgarðsdóttir skólanum. Hildur lét svo formlega af störfum við skólann vorið 2016 og hefur Vera verið skólastjóri.

Í upphafi var nafn skólans: Barnaskólinn í Höfðakaupstað, síðar Barna- og unglingaskólinn í Höfðakaupstað en svo var ákveðið að gefa skólanum sérstakt nafn og hlaut hann þá nafnið Höfðaskóli.

Við skólann starfaði til fjölda ára Elínborg Jónsdóttir. Hún byrjaði að kenna við skólann árið 1945 og hætti árið 1985. Hún hætti þó ekki að starfa við skólann, heldur tók að sér stundakennslu og umsjón bókasafns, til ársins 1995, þá 74 ára gömul. Elínborg lést þann 7. janúar 2007

Sandá á Kili

  • HAH00605
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Sandá á Auðkúluheiði nálægt Blönduvaðaflóa

1986 var Kjalvegur byggður upp í tengslum við fyrirhugaða virkjun Blöndu, inn að Kolkukvísl og Sandá. Fyrir virkjunarframkvæmdir var flugvöllur við Sandá sem fór undir miðlunarlónið. Árnar á heiðunum voru oft farartálmar fyrir ferðalanga en ekki síður fyrir fé, því var komið upp safnrétt á bökkum Sandár.

Surtur við Surtshelli

  • HAH00489
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Surtshellir er kunnasti hellir á Íslandi, 1310 m langur. Hæð til lofts í aðalhellinum er 8-10 m en í vesturenda hans aðeins 2-4 m.
Mjög seinfarið er um hellinn því í botni hans er víða stórgrýtt urð, sem fallið hefur úr þakinu.
Margar sagnir eru til um mannvistir í Surtshelli en flestar eru þjóðsagnakenndar. Hellirinn var þekktur snemma á söguöld og virtust menn þá trúa því að þar byggi jötunn sem héti Surtur.
Innsti hluti hellisins er oft kallaður Íshellir því í honum mynduðust ísstrýtur. Íshellir er í senn greiðfærasti og fegursti hluti hellisins. Beinahellir er afhelllir út frá fremsta hluta Surtshellis. Hann dregur nafn sitt af beinahrúgu sem fannst þar.

Surtur er eldjötunn í norrænni goðafræði. Hann kemur úr Múspellsheimi og í Ragnarökum ríður hann um jörðina ásamt Múspellssonum og brennir jörðina með glóandi sverði. Þegar þeir ríða yfir Bifröst, brúna sem tengir Miðgarð og Ásgarð, brotnar hún; svo verður Surtur Frey að bana.

Þekktustu örnefni á Íslandi í höfuðið á Surti eru hraunhellirinn Surtshellir, lengsti hellir landsins, og Surtsey, eyja skammt frá Vestmannaeyjum sem varð til í eldgosi á árunum 1963-1967.

Svíagígur í Vatnajökli

  • HAH00516
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1919 -

Svíagígur er í Grímsfjalli á Vatnajökli, 120 metra djúpur, 7.5 km langur og 5 km breiður og 37.5 km2 að ummáli, norður af Skeiðárjökli og um 20 km norðaustur af Búrfelli. Nú er þar Svíahnjúkar eystri og vestri rúmir 1700 metrar á hæð.
Sviagígur fannst 1919 af sænsku jarðfræðingunum Hakon Wadell and Erik Ygberg. Suðurhlið gígsins er lóðrétt standberg, bæði jökulberg, mógrjót og hraungrýti. 1. september mældum við gíginn og gerðum kort af honum og rannsökuðum hann að austanverðu. Heitt stöðuvatn er í gígnum og fellur skriðjökull 120 feta hár ofan í það og bráðnar jafnharðan. Vatnið er djúpt í miðjunni og voru þar ísjakar á floti. Vatnið er heitast að sunnanverðu, en skriðjökullinu fellur ofan í það að norðanverðu. Gígurinn er inni á hájöklinum í norð-norðaustur af Skeiðarárjökli.

Vakursstaðir í Hallárdal

  • HAH00685
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Vakursstaðir koma fyrst fyrir í Auðunarmáldaga frá 1318 þar sem segir að jörðin greiði tíund til Spákonufellskirkju og þar eigi heimilismenn leg í kirkjugarði. Vakursstaðir koma aftur fyrir í Testamentisbréfi frá 1431. Jörðin er komin í eigu Þingeyrarklausturs 1525. Bænhús var á Vakursstöðum og er þess fyrst getið kirknatali frá árinu 1461 þar sem segir að bænhús sé niðri.

Árið 1703 bjuggu fimm manns á Vakursstöðum en þegar flest var til heimilis 1890 voru þar 13 og var stundum tvíbýlt.5 Vakursstaðir fóru í eyði 1936 og voru síðustu ábúendur Frímann Lárusson og Þóra Frímannsdóttir.6
Eyðijörð frá 1936. Eigandi 1975; Guðmann Einar Bergmann Magnússon 9. desember 1913 - 22. nóvember 2000 Bóndi á Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. Var á Blönduósi 1930.

Vatnsdalshólar bær og náttúra

  • HAH00512
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1100)

Gamalt býli getið þegar á Sturlungaöld. Bærinn stendur upp frá vík úr Flóðinu vestan Vatnsdalsvegar vestri, sem þarna liggur lítið eitt úti í vatninu. Heimatún er lítið og umlukt hólum, en sunnan Hólanna eru nýrææktir og einnig engja ítak norður við Vatnsdalsá orðið að túni. Beitilandið er Hólarnir, er þar mörg matarhola. Jörðin var fyrr klausturjörð, nú um skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1939, 385 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 15 hross. Hlöður 800 m3. Tún 12,4 ha. Veiðiréttur í Flóðinu og efstahluta Skriðuvaðs.

Vík í Mýrdal

  • HAH00628
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1883 -

Vík í Mýrdal er þorp í Mýrdalshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu og er syðsti þéttbýlisstaður á Íslandi og eina íslenska sjávarþorpið sem ekki hefur höfn. Róið var til fiskjar úr fjörunni fyrr á árum en sjósókn var mjög erfið þar sem engin hafnaraðstaða var og mjög brimasamt. Íbúafjöldi 1. janúar 2015 var 293 en um 500 manns búa í Mýrdalshreppi.

Öldum saman var enginn verslunarstaður á Suðurlandi frá Eyrarbakka austur á Papós en árið 1883 tóku bændurnir í Suður-Vík og Norður-Vík í Mýrdal sig saman um að panta varning frá Bretlandi og selja hann heima hjá sér. Þá stóð svo á að í kjölfar mikilla harðinda höfðu fátækir bændur í Skaftafellssýslu fengið peningaúthlutun og gátu nýtt féð til að kaupa varning í stað þess að fara um óravegu með sauðfé og aðra framleiðsluvöru til að leggja inn hjá kaupmönnum og taka út nauðsynjavöru, en slík ferðalög gátu tekið tvær eða þrjár vikur.

Í framhaldi af þessu var komið upp verslun í Vík, farið var að slátra þar sauðfé og árið 1903 var reist þar tvílyft verslunarhús og annað skömmu síðar. Þorp myndaðist smám saman í kringum verslunina og árið 1905 bjuggu í Vík um 80 manns á þrettán heimilum. Skólahald hófst þar upp úr aldamótunum 1900.

Víkurkirkja var reist á árunum 1932-1934 en prestur hafði setið í kauptúninu frá 1911. Kirkjan stendur hátt yfir þorpinu og er talin ein af fáum opinberum byggingum sem yrði örugg fyrir hamfaraflóði í kjölfar Kötlugoss.

Læknissetur hefur verið í Vík frá 1915 en fyrstur til að sitja þar þar var raunar Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, sem þar bjó frá 1809-1833. Nú er heilsugæslustöð í Vík og þar er einnig dvalarheimili aldraðra.

Helstu atvinnuvegir eru verslun og þjónusta, bæði við bændur í Vestur-Skaftafellssýslu og í vaxandi mæli við ferðamenn, en þjóðvegur 1 liggur í gegnum Vík og margir vinsælir ferðamannastaðir eru í nágrenninu. Einnig er smávegis iðnaður í Vík.

Ytra-Kot í Norðurárdal

  • HAH00617
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Jörðin Ytra-kot [Þorbrandsstaðir] er í Landnámsjörð Þorbrandar örreks, eins og fram kemur í Landnámabók: „Þorbrandur ørrek nam upp frá Bólstaðará Silfrastaðahlíð alla og Norðrárdal allan fyrir norðan ok bjó á Þorbrandsstöðum ok lét þar gera eldhús svá mikit, at allir þeir menn, er þeim megin fóru, skyldu þar bera klyfjar í gegnum ok vera öllum matr heimill. Við hann er kennd Ørreksheiðr upp frá Hökustöðum.“

Bæirnir Þorbrandsstaðir og Hökustaðir eru nú nefndir Ytri- og Fremri-Kot og eru um 8,5 og 11 km frá Silfrastöðum inn í Norðurárdal. Nærtækast er að álykta að Örreksheiður sé það sem í dag er kallað Kotaheiði eða Kotaheiðar og er fyrir ofan bæina samsíða dalnum.

Síðustu ábúendur fluttu burt 1952. Jörðin nytjuð frá Fremri-Kotum frá 1954

Þorbrandsstaðir / Neðri- kot / Ytri-Kot. Landnámsbær Þorbrands Örreks. Auk landnámu koma Þorbrandsstaðir fyrir í Sturlungu og í fornbréfi frá 15. öld. Eins og með Hökustaði kemur jörðin kemur ekki fyrir í heimildum eftir siðaskipti en á 17. öld eru í dalnum jörðin Ytri-Kot sem talin er sama jörð. Virðast hafa lagst í eyði eins og Hökustaðir, hugsanlega eftir pláguna síðari 1494, kotanafnið fest við eyðibýlið og haldist eftir að byggt var upp á ný.

Í hnotskurn: Landnámsbær, í eyði frá því um 1600 eða fyrr. Sami staður í byggð á 17. öld þá með nýju nafni, Ytri-Kot. Sami eigandi er að Silfrastöðum og Ytri-Kotum á seinni hluta 19. aldar. Jörðin fer aftur í eyði árið 1954. Í dag er jörðin nýtt frá Fremri-Kotum.

Bólstaðarhlíðarhreppur

  • HAH00427
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Hreppnum tilheyrir allur Svartárdalur, Blöndudalur austan ár, framhluti Langadals og Laxárdals fremri og hluti hinna svonefndu Skarða sunnan Laxárdals.

Vestan Blöndu er Svínavatnshreppur en Engihlíðarhreppur tekur við að norðan þar sem Bólstaðrhlíðarhreppur endar. Að austan liggja lönd 3ja skagfirskrar hreppa; Staðarhreppur, Seyluhreppur og Lýtingsstaðahreppur. Í Suðri breiðir sig Eyvindarstaðaheiði allt til Hofsjökuls sameign Bólhlíðinga og tveggja síðastnefndu skagfirsku hreppanna.

Hreppamörk að norðanskilja tún Móbergs og Strjúgsstaða í Langadal og liggja upp Strjúgsskarð til Laxárdals. Þar eru yst eyðibýlin Kárahlíð að vestan og Mörk að austan, sunnan Litla-Vatnsskarðs.

Laxárdalsfjöll nefnist fjallaklasinn milli Laxárdals og Víðidals. Vestan Laxárdals rís Langadalsfjall klofið af tveimur skörðum kenndum við Strjúgsstaði og Auðólfsstaði, um þau falla til Blöndu Strjúgsá og Auðólfsstaðaá. Gegnt Auðólfsstaðaskarði gengur svo Mjóadalsskarð austur fjöllin til Víðidals.

Víðidalur liggur austan Laxárdalsfjalla fram til Þröngadals, þar eru vatnaskil. Hlíðará fellur vestur Þröngadal niður Hreppa og í Svartá. Sunnan Þröngadals taka við hin eiginlegu Skörð allt fram á Stóra-Vatnsskarð.

Þverfell heitir fellið vestan Valbrandsdals, en Flosaskarð skilur það og Kálfafell. Í skarðinu eru eyðibýlin Meingrund og Hlíðarsel. Kálfárdalur liggur milli Kálfafells og og Botnastaðafjalls. Út um hann fellur allstór lækur sem sameinast Hlíðará við austurenda Ógangnanna, snarbrattrar klettahlíðar í norðanverðu Botnastaðafjalli móti Þverádral. Á Kálfárdal er samnefnt eyðibýli yst á dalnum og annað fremst sem heitir Selhagi.

Svínavatnshreppur

  • HAH00228
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Svínavatnshreppur liggur vestan Blöndu og takmarkast að sunnan af Auðkúluheiði, að vestan af Svínadalsfjalli og að norðan af Torfalækjarhreppi. Meginhluti sveitarinnar eru þrír dalir. Vestast er Svínadalur og er hann þeirra mestur, þá Sléttárdalur sem er grunnur og nú aðeins byggður nyrst og austast er Blöndudalur vestan árinnar. Auk þessar dalaer byggðin vestan í Sólheimahálsi , sem áður var oft nefnd Uppásar, en það nafn er lítt notaðnú og loks Bak´´asarþar austan í hálsinum meðfram Blöndu.

Ókunnugir nefna oft alla sveitina Svínadal, en það er landfræðilega alrangt. Heimamenntelja aðeins byggðina vestan við Svínavatnsháls og Svínavatn að meðtöldum Auðkúlubæjum, Svínadal.

Á Hveravöllum á Kili sem telst innan Svínavatnshrepps er mikill jarðhiti, og þar er veðurathugunarstöð.

Enginn skóli er í sveitinni en sameiginlegur héraðskóli er á Húnavöllum.

Samkomuhús er í Stóradalsnesi, en það er gamalt og fremur lítið byggt 1936.

Tvær kirkjur eru í sveitinni, á Auðkúlu og Svínavatni

Refabú við Votmúla

  • HAH00392
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Eg fór í refamennskuna. Það voru hérna þrjú refabú, tvö þeirra stór.

Refa-Björn, sem kallaður var, sá um bú hér uppi undir Brekku.
Kolka var með annað sem hét Silfri, og var þar sem Héraðshælið er núna.
Síðan voru Páll Geirmundsson og fleiri komnir með eitt á melunum heldur vestar en þar sem nýja kirkjan er og ég var fenginn til þess að sjá um það bú.

Ég hafði aldrei komið nærri tófum, og vinnan hjá mér byrjaði þannig að það þurfti að hreinsa dýrin í öllum búunum þremur. Þeir Svavar frá Móbergi og Björn Jónsson sem höfðu verið í þessu í nokkur ár spyrja mig hvað ég vilji helst gera. Ég sagði að mér væri alveg sama. „Þú vilt kannski taka dýrin", segja þeir.

Þeir fengu mér töng og ég fór inn í fyrsta búrið. Tófan fer náttúrulega yfir mig og undir og alls staðar því að ég kunni ekki að taka dýr. Þeir hlógu svo mikið að mér að þeir urðu að leggjast á grasið úti. En það endaði nú samt með því að ég tók hvert einasta dýr og þeir voru orðnir skrítnir á svipinn í lokin.

Ég fékk aldrei bit en þeir voru alltaf með einhverja putta reifaða. Við Svavar hlógum mikið einu sinni, við fórum í heimsókn upp til Björns þegar við vorum búnir í okkar búum. Þá var hann með prímus með vatnsfötu á og einn putta niðri og var að sótthreinsa hann eftir bit.

Þeir voru klaufar að láta bíta sig. Þegar tófurnar voru hreinsaðar var sett töng í kjaftinn á þeim, pillur ofan í þær og laxerolía. En svo kom verðfall.

Fyrst gafst Björn upp og þá tókum við Svavar það bú að okkur, síðan gafst Svavar upp og þá drap ég þetta allt niður. Það var feikna verk. Ég hreinsaði skinnin líka og spýtti þau." Viðtal við Sverri Kristófersson

Blönduósbryggja

  • HAH00099
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1898 -

Með lögum nr. 21/1875 var svo löggilt verslunarhöfn við ós Blöndu (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 9), og strax þá um sumarið hófst verslun á staðnum um borð í „Hana“, skipi Thomasar Jedrovskys Thomsen (Th. Thomsen) sem flutt hafði verslunarvöru ýmiss konar frá Bergen í Noregi (Kristján Sveinsson, 2009, bls. 304). Verslunin um borð mun þó hafa fengið nokkuð skjótan endi þar sem vist á skipsfjöl hentaði viðskiptavinum Thomsens illa og segir Kristján (Kristján Sveinsson, 2009, bls. 306) að „kaupgleði hafi vikið fyrir sjósótt þegar áleitnar öldur Húnaflóans vögguðu Hana í norðankælunni“.

Thomsen kaupmaður flutti sig í framhaldinu á land og reisti þar skúr til þess að stunda viðskipti sín.

Þótt hafnleysið hafi löngum verið Blönduósbúum til baga, þá eru víða skráðar heimildir, er greina frá komu kaupskipa í Blönduós. I Vatnsdæla sögu segir frá því er Eyvindur sörkvir fékk léðan Stíganda, skip Ingimundar gamla. „Þeir kómu út annat sumar í Blönduárósi." Farmenn, sem komu skipum sínum í ósinn, urðu að athuga hann, áður en þeir héldu skipi sínu þar inn, því óhemjan Blanda breytti ósnum í hvert sinn, er hún ruddi sig. Enn eru hafnarmál vandamál staðarins. Þó er nú alllöng bryggja utan við ána, undir Skúlahorni. Hún var síðast lengd sumurin 1968 og 1969. Þangað koma minni vöruskip og geta athafnað sig í öllu sæmilegu veðri.

Steypustöðin á Blönduósi

  • HAH00478
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1974-

Steypustöð var sett á stofn á Skúlahorni vorið 1974 af nokkrum fyrirtækjum og einstaklingum. Framkvæmdastjóri hennar var Gunnar Sigurðsson, ári síðar gerðist BSAH [Búnaðarsamband A-Hún] hluthafi. Mikil eftirspurn var eftir byggingamótunum, og mun láta nærri að fullbókað var þrjú næstu sumur, miðað við 10 manna flokk.

Seinna keypti Jón Hannesson (1927-2002) Steypustöðina.

Blönduóshreppur rak áður steypustöð í sandinum, þar sem steypt voru rör og gangstéttarhellur

Aðalgata 13 Blönduósi/ Verslunarfélagshúsið - Valur

  • HAH00599
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Verslunin Valur - Verzlunarfélag Austur-Húnvetninga

Undir sýslumannsbrekkunni, var verslunin Valur sem Konráð Díómetersson rak. Þar afgreiddi Kiddi Þorsteins og Hanni Kristjáns, líka hin glæsilega kona, Sigga Þorsteins, kona Konna. Dóttir þeirra er Magga Konna og sonur Siggu var Þorsteinn Bjarkan, eftirminnilegur drengur og félagi okkar sem yngri vorum. Kiddi og Sigga voru börn Margrétar og Þorsteins sem bjuggu í Þorsteinshúsi sem var og er eitt virðulegasta húsið á Blönduósi. Þessi fjölskylda var eins konar framhald af gamla kaupmannaveldinu á staðnum, ásamt Sæmundsen fjölskyldunni.

Agnarsbær Blönduósi - Efstibær

  • HAH00145
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Byggður 1920 yfir Agnar sem býr þar til 1924 að hann flytur að Sölvabakka. Margrét Kristófersdóttir flutti þangað 1924 og býr þar uns hún flutti í Vegamót, vorið eftir. Benedikt Helgason býr í Agnarsbæ 1925-193X. Jóhanna Þorsteinsdóttir flytur þá í bæinn. Áshreppur hafði gengið í ábyrgð fyrir Agnar, þegar hann byggði bæinn, og afsalaði hann Þorsteini Bjarnasyni 12.5.1926 ásamt viðbyggðum útihúsum.

Ásgarður Blönduósi

  • HAH00622
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1947 -

Beint fyrir ofan Skipagil byggði Ágúst Andrésson sér íbúðarhús úr steinsteypu, hæð og ris. Það bar af hinum húsunum í kring, því þau voru heldur ómerkilegri og nöfn þeirra við hæfi, Litla-Enni, Enniskot og Skuld norðan við og Baldursheimur að sunnan. Enda kallaði Ágúst bæ sinn Ásgarð. Þarna bjó hann lengi með síðari konu sinni, Þorvildi Einarsdóttur. Þau bjuggu oftast bara í risinu en leigðu neðri hæðina út. Þar man ég eftir ýmsum leigjendum en einna lengst var Knútur Berndsen og hans fjölskylda þarna.

Brautarholt Blönduósi

  • HAH00090
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1917-

Byggt 1917 af Jóni Lárussyni er bjó þar 1919, Þá kaupir Sveinn Guðmundsson áður bóndi Kárastöðum. Sveinn bjó í húsinu eitt ár, en selur Steingrími Davíðssyni, hann býr þar til 1930 er hann selur Einari Péturssyni.
Eftir lát Einars 1937 bjó ekkja hans, Guðný Pálína Frímannsdóttir í Brautarholti.
Þar bjuggu um hríð Þorsteinn Pétursson og Anna Jóhannsdóttir kona hans ásamt Jóhönnu dóttur þeirra. Einnig Pétur sonur Guðnýjar og Ingibjörg Jósefsdóttir.
Bjarni Halldórsson bjó í Brautarholti 1953-1981.
Kristján Snorrason keypti húsið og bjó þar til æviloka og ekkja hans Anna Tryggvadóttir þar síðar ásamt sambýlismanni sínum Ragnar A Þórarinssyni.

Ágústshús Blönduósi

  • HAH00182
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 9.1.1942 -
  1. janúar 1942 fær Ágúst G Jónsson 0,136 ha lóð er takmarkast af Húnvetningabraut að norðan, að vestan af veginum að Fornastöðum, að sunnan er vegarbreidd að hagagirðingu Blönduóshrepps. (Hænsnakofi].

Halldórshús innan ár 1924

  • HAH00655
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1924 -

Halldórshús innan ár 1924. Byggt við húsið 1935, brann um 2002 en endurreist.

Slétta Blönduósi

  • HAH00129
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1921 -

Slétta 1921. 100 ferfaðmalóð sem liggur sjávarmegin við Kvennaskólann og að norðvestur horni hans.
Byggð 1921 af Guðmundi Björnssyni, sem bjó þar með konu sinni, Margréti Gísladóttur. Hún var ekkja Einars Andréssonar á Þorbrandsstöðum og móðir Einars í Einarsnesi. Guðmundur flutti suður er kona hans dó 1925.

Sunnuhvoll Blönduósi

  • HAH00133
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Sunnuhvoll. Byggt 1907 af Þórarni Bjarnasyni. Melshús 1907. Nefnist Þórarinshús 1910.

Dýhóll Blönduósi og nokkur örnefni

  • HAH00095
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Kleifatúnið nær nú upp með neðri Lyngmóum, en á milli hólanna voru merkin milli Hnjúka og Blönduóss og í hamar við ána sem heitir Fálkanöf. Þetta eru þá hin gömlu merki milli Hjaltabakka og Hnjúka. Síðan heitir Dýhóll þar sem heitavatnsleiðslan liggur niður og vatnsbólin eru undir. Þar ofar heitir Miðhorn og Efstahorn. Þarna voru útihús Agnars Braga Guðmundssonar.

Sjúkraskýli Aðalgötu 7 Blönduósi 1915

  • HAH00666
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1915-

Húsið var reist nokkru seinna en læknisbústaðurinn og var frá upphafi sambyggt því (Aðalgötu 5). Frá 1940 hefur inngangur í húsið verið um inngönguskúr á suðurgafli en var upphaflega gengið upp tröppur frá Aðalgötu. Húsin nr. 5 og 7 standa á stórri gróinni lóð og virðast hafa sameignlegt garðsvæði.

Eiríkur Halldórsson (1892-1971) Bjargi

  • HAH04882
  • Einstaklingur
  • 29.2.1892 - 26.8.1971

Eiríkur Halldórsson 29. febrúar 1892 - 26. ágúst 1971 Bóndi á Hólabaki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Bjargi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Eiríkur er fæddur að Kárahlíð á Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu, 29. febrúar 1892. Þá var þar blómleg byggð, enda sveitin grösug og sumarfríð, þótt vetrarríki væri mikið. í harðindaárum munu þó sumarhret og vorkuldar hafa leikið bændur þar verst, og minnist Eiríkur þess, að eitt sumar kom slík hríð á túnaslætti, að ekki varð borinn ljár í gras á Laxárdal í vikutíma, sökum fanna. Síðustu árin sem Eiríkur var á dalnum, átti hann heima á Sneis, en fór þaðan 1910 að Geitaskarði til Árna bónda, og var þar í fjögur ár.

Haraldur Jóhannsson (1909-1971). Gullsmiður á Hnjúki

  • HAH04887
  • Einstaklingur
  • 27.2.1909 - 21.11.1971

Haraldur Davíð Jóhannsson 27. feb. 1909 - 21. nóv. 1971. Var á Klömbrum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1910. Var á Flögu, Áshreppi, A-Hún. 1920. Vinnumaður og silfursmiður á Hnjúki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Gullsmiður á Hnjúki, síðast bús. í Reykjavík.

Ingibjörg Þorleifsdóttir (1891-1980) Baldursheimi

  • HAH04893
  • Einstaklingur
  • 14.9.1891 - 30.9.1980

Ingibjörg Þorleifsdóttir andaðist þann 30. september 1980 á Héraðshælinu á Blönduósi. Hún var fædd 14. september 1891 að Stóra-Búrfelli í Svínadal.
Hún var af seinna hjónabandi föður síns, er átti alls 15 börn með konum sínum. Honum búnaðist vel og var auðsæll, og var börnum hans haldið mjög til vinnu, og ólust þau upp við reglusemi og góða hagi að þeirra tíma hætti. Ingibjörg varð snemma þrekmikil til starfa og áhugasöm og ætlaði sér að verða sjálfstæð í lífinu. Hún var það alla tíð. Ingibjörg Þorleifsdóttir fór á Hússtjórnarskólann í Reykjavík, og síðan lærði hún karlmannafatasaum á námskeiði á Sauðárkróki.

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

  • HAH04894
  • Einstaklingur
  • 30.10.1914 - 12.7.2001

Ingiríður Guðlaug Nikodemusdóttir 30. okt. 1914 - 12. júlí 2001. Var í Skuld, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Jón Tómasson (1865-1933) Árbæ

  • HAH04905
  • Einstaklingur
  • 31.7.1865 - 13.5.1933

Jón Benedikt Tómasson 31. júlí 1865 - 13. maí 1933. Bóndi í Króki. Árbæ Blönduósi 1917 og 1933.

Jón Friðriksson (1851-1910) Skagfjörðshúsi

  • HAH04907
  • Einstaklingur
  • 15.10.1851 - 7.6.1910

Jón Friðrik Friðriksson 15. okt. 1851 - 7. júní 1910. Bóndi á Bakka, Grund og í Tjarnargarðshorni í Svarfaðardal. Húsbóndi á Grund, Tjarnarsókn, Eyj. 1890. Bóndi í Tjarnargarðshorni, Tjarnarsókn, Eyj. 1901. Guðmundarhúsi borgara. Drukknaði.

Sveinberg Jónsson (1910-1977) Sæbóli Blönduósi ov

  • HAH04918
  • Einstaklingur
  • 6.7.1910 20.11.1977

Jón Sveinberg Jónsson 6. júlí 1910 - 29. nóvember 1977 Var í Skála við Grundarstíg 21 Reykjavík 1910. Lausamaður í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Bús. í Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verslunarmaður, bifreiðarstjóri og fulltrúi á Sæbóli, Blönduósi. Síðast bús. í Reykjavík .

USAH

Niðurstöður 3301 to 3400 of 10412