Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Parallel form(s) of name

  • Ingiríður Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld
  • Ingiríður Guðlaug Nikodemusdóttir Skuld

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

30.10.1914 - 12.7.2001

History

Ingiríður Guðlaug Nikodemusdóttir 30. okt. 1914 - 12. júlí 2001. Var í Skuld, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Places

Sauðárkrókur; Siglufjörður; Vestmannaeyjar; Stóridalur; Litla-Enni; Zóphoníasarhús 1935; Blíðheimar 1936 og 1939; Pétursborg 1941; Skuld; 1942 -1972; Reykjavík 1970:

Legal status

Functions, occupations and activities

Lífsganga Guðlaugar Nikódemusdóttur, eða Gullu eins og hún var gjarnan kölluð, hófst á öðrum tug tuttugustu aldar. Hún var fædd á Sauðárkróki, dóttir hjónanna, Nikódemusar Nikulásar Jónssonar og seinni konu hans, Valgerðar Jónsdóttur.

Gulla var yngst 6 barna þeirra Nikódemusar og Valgerðar en einn hálfbróður átti hún er Stefán hét, sem er látinn, en hann var sonur Nikódemusar og fyrri konu hans, Moniku Stefánsdóttur. Gulla er sú síðasta í sínum systkinahópi, sem kveður þennan heim en alsystkin hennar voru í aldursröð: Jón, Oddný, Ingólfur, Sveinn og Guðrún. Gulla ólst upp á Sauðárkróki til 11 ára aldurs en þá flutti hún til Siglufjarðar með móður sinni og systur. Faðir hennar bjó hins vegar áfram á Sauðárkróki þó svo að foreldrar hennar skildu aldrei formlega.

Þegar þær mæðgur komu til Siglufjarðar var lífið þar eitt síldarlíf en kannski ekki beinlínis sældarlíf. Vinnan var mikil og allir þurftu langan vinnudag til þess að komast af. Gulla minntist oft þeirra stunda þegar hún stóð á síldarpallinum 12 ára gömul og saltaði síld ofan í tunnur með móður sinni. Þá var spennan og skemmtunin fólgin í samkeppninni við vinkonurnar um það hver væri fljótust að leggja í og fylla tunnuna af síld. Þegar

Gulla var 16 ára fór hún til Vestmannaeyja ásamt Sveini bróður sínum og var þar við vinnu í nokkur misseri. Eftir um tveggja ára vist í Eyjum fiuttist hún norður í Húnavatnssýslu þar sem hún kynntist fyrri eiginmanni sínum, Sveinberg Jónssyni. Varð þeim hjónum þriggja drengja auðið og eru þeir taldir í aldursröð: Brynjólfur (f. 1934), Jón Sveinberg (f. 1936) og Grétar (1938-1992). Gulla og Sveinberg kynntust er hún var við störf í Stóradal, þar sem þau áttu heima fyrstu misserin, en fluttu íljótlega til Blönduóss og áttu þar heimili í átta ár eða til ársins 1942 er þau skildu.

Sama ár kynntist Gulla síðari eiginmanni sínum, Ara Jónssyni, kenndum við Skuld á Blönduósi. Gulla fluttist í Skuld til Ara árið 1943 og átti þar heimili í næstum þrjá áratugi. Þeim hjónum Gullu og Ara varð tíu barna auðið. Þau eru í aldursröð: Karl (f. 1943), Þorleifur (1945-1991), Ingibjörg Þuríður (f. 1946), Valgerður Margrét (1948-1994), Jón (f. 1949), Sveinn (f. 1951), Haraldur Nikódemus (f. 1953), Ari (f. 1954), Guðrún (f. 1956) og Anna Helga (f. 1960). Gulla eignaðist því alls 13 börn enda af sumum kölluð Barna-Gulla og tók hún því viðurnefni jafnan vel. Ari, seinni maður Gullu, var þrettán árum eldri en hún en samt áttu þau mjög vel saman og eins þótt þau væru ólík í lunderni en Ari var mjög hægur í skapi. Eins var hann bókelskur með afbrigðum og ákaflega barngóður. Þegar Ari féll frá í janúar 1966 þá varð það Gullu og börnunum mikið andlegt og fjárhagslegt áfall. Þó svo að nokkur barnanna væru uppkomin þá voru ennþá sex undir 16 ára aldri og þess vegna þurftu allir að leggjast á eitt til þess að halda heimilinu gangandi.

Á þessum tíma var samtryggingakerfi þjóðarinnar veikt og á Blönduósi var litla vinnu að hafa og sú vinna sem bauðst var lágt launuð. Þess vegna varð það úr árið 1970, fjórum árum eftir fráfall Ara, að Gulla tók sig upp og fluttist til Reykjavíkur með tvö yngstu börnin. Eftir að Gulla kom til Reykjavíkur starfaði hún í fyrstu í eldhúsinu á Hótel Borg, því næst á dvalarheimilinu Hrafnistu en vann síðustu starfsárin hjá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar.

Gulla hélt eigið heimili þangað til 1990 en flutti þá í þjónustuíbúð aldraðra að Furugerði 1 í Reykjavík og þar bjó hún til æviloka við sérstaklega gott atlæti. Gulla var skapbrigðamikil og tilfinninganæm persóna. Hún var alla tíð félagslynd og tók jafnan virkan þátt í félagslífi á Blönduósi. Þátttakan í kvenfélaginu var henni mikils virði og það félagsstarf sem þar var unnið. Auk þess að vera félagslynd þá var hún mjög umburðarlynd gagnvart galsa barnanna en heildarfjöldi þeirra gat oft á tíðum orðið býsna hár í Skuld þegar saman voru talin og komin börn hennar sjálfrar og vinir, kunningjar og leikfélagar hennar barna.

Gulla var framúrskarandi kokkur og það fólk, sem lék sér sem lítill snáði eða snót í Skuld, minnist þess eflaust með hlýju þegar það fékk eitthvert góðgæti úr hendi Gullu. Eftir að Gulla fluttist til Reykjavíkur, og allt fram á efri ár, stundaði hún danslistina af miklum kraftí, í góðra vina hópi, enda hafði hún mikla unun af dansi. Þegar heilsan fór að dala vegna gigtveikinnar varð hún að draga úr dansinum og það þótti henni mjög miður. Þegar það gerðist tók við önnur tómstundaiðja og hin síðari ár voru bingó og félagsvist kærkomin ástæða til að hitta vini og kunningja og njóta samvista við lífsglatt fólk.

Síðustu árin sneri hún sér einnig að íþróttum og var „boccia" ofarlega á blaði yfir vinsælustu íþróttagreinina. Þó svo að Gulla hafi sjálf verið ákaflega ánægð með lífíð og tilveruna allra síðustu æviárin þá voru þau samt sem áður ekki áfallalaus því snemma á tíunda áratugnum létust þrjú barna hennar með skömmu millibili og var það henni mikill harmur og þungbær raun. Rúmum mánuði fyrir andlátið fékk Gulla kærkomið tækifæri til þess að kveðja ástvini sína í lifanda lífi, þegar hún, ásamt börnum sínum, tengdabörnum og afkomendum þeirra og fjölskyldum, fór norður í Húnaþing. Ástæða þessa ferðalags og samkomu var að minnast þess að 100 ár voru þá liðin frá fæðingu Ara seinni manns hennar. Á þessu móti átti hún margar góðar og ánægjulegar stundir. Guðlaug var jarðsungin frá Blönduósskirkju 21. júlí 2001. Sr. Magnús Magnússon.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Nikodemus Nikulás Jónsson 10. sept. 1871 - 13. ágúst 1953. Bóndi og smiður á Valabjörgum og í Hátúni í Seyluhr. Skag. Síðar sjómaður og póstur á Sauðarkróki. Var í Valabjörgum, Víðimýrarsókn, Skag. 1880 og seinni kona hans 20.5.1904; Valgerður Jónsdóttir 12. maí 1880 - 4. ágúst 1934. Húsfreyja í Hátúni á Langholti, Skag. Húsfreyja á Siglufirði 1930.
Fyrri kona hans 1896; Monika Ingibjörg Stefánsdóttir 20. ágúst 1874 - 17. júlí 1900. Húsfreyja í Dæli í Sæmundarhlíð, Skag. Fyrri kona Nikodemusar Jónssonar. Hjá foreldrum á Skíðastöðum, Reykjasókn, Skag. 1880. Vinnukona á Mælifellsá, Mælifellssókn, Skag. 1890.

Bróðir Guðlaugar samfeðra;
1) Stefán Nikódemusson 14. sept. 1899 - 13. feb. 1988. Fósturbarn í Holtskoti, Glaumbæjarsókn, Skag. 1901. Bóndi í Gloppu í Öxnadal. Síðast bús. á Akureyri. Kona hans; Guðrún Sigurbjörg Jónasdóttir 27. ágúst 1899 - 2. apríl 1966. Húsfreyja í Gloppu í Öxnadal. Síðast bús. í Glæsibæjarhreppi .
Alsystkini;
2) Jón Sigvaldi Nikódemusson 7. apríl 1905 - 9. okt. 1983. Vélstjóri á Sauðárkróki 1930. Vélsmiður, hitaveitu- og vatnsveitustjóri á Sauðárkróki. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kona hans; Anna Friðriksdóttir 22. des. 1909 - 2. jan. 1993. Var á Eyrarlandsvegi 8, Akureyri, 1910. Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Fædd 21.12.1909 skv. kb.
3) Oddný Nikódemusdóttir 11. maí 1906 - 3. nóv. 1993. Húsfreyja á Siglufirði. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar; Jón Magnús Jóhannsson 18. nóv. 1904 - 2. des. 1989. Skipstjóri og húsasmiður á Siglufirði. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Ingólfur Nikódemusson 5. júlí 1907 - 31. júlí 1991. Smiður á Sauðárkróki 1930. Húsasmíðameistari þar. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kona hans; Unnur Hallgrímsdóttir 8. jan. 1918 - 20. okt. 1976. Vikastúlka á Flugumýri, Flugumýrarsókn, Skag. 1930. Húsfreyja á Sauðárkróki. Síðast bús. þar.
5) Sigvaldi Þorsteinn Sveinn Nikódemusson 30. sept. 1908 - 4. sept. 1990. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kona hans; Pálmey Helga Haraldsdóttir 14. okt. 1909 - 21. des. 1994. Námsmey í Kvennaskólanum, Blönduósi, A-Hún. 1930. Heimili: Garðshorn, Þelamörk, Eyjafirði.

Fyrri maður Guðlaugar 19.11.1933; Jón Sveinberg Jónsson 6. júlí 1910 - 29. nóv. 1977. Var í Reykjavík 1910. Lausamaður í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Bús. í Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verslunarmaður, bifreiðarstjóri og fulltrúi á Sæbóli, Blönduósi. Síðast bús. í Reykjavík. Þau slitu samvistum. Seinni kona hans 16.7.1945; Lára Sigríður Guðmundsdóttir

  1. ágúst 1912 - 5. okt. 1997. Vinnukona í Kaupfélagshúsinu, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bús. í Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík..
    Seinni maður Guðlaugar 14.8.1958; Ari Jónsson 10. júní 1901 - 6. jan. 1966. Var á Skuld, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Skuld, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verkamaður, síðast bús. í Blönduóshreppi.

Börn Guðlaugar og Sveinbergs;
1) Brynjólfur Sveinbergsson 17. janúar 1934 - 25. maí 2016 Mjólkurfræðingur og mjólkursamlagsstjóri á Hvammstanga. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Kona hans Brynja Bjarnadóttir 23. janúar 1942 Var í Brautarholti, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
2) Jón Sveinberg Sveinbergsson 8. mars 1936 bifreiðastjóri Selfossi, kona hans; Sesselja Sólveig Bjarnadóttir 17. apríl 1942
3) Grétar Sveinbergsson 13. október 1938 - 2. október 1992 Var í Skuld, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bifreiðarstjóri, síðast bús. í Blönduóshreppi. Fyrri kona hans 1964, Alda Snæbjört Björnsdóttir 15. janúar 1946 - 20. febrúar 1994 Var í Fjósum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Sjúkraliði í Reykjavík. Fósturbarn: Ragna Guðmundsdóttir, f. 31.8.1970. Slitu þau síðar samvistum. Seinni kona hans var Guðrún Steingrímsdóttir 16. ágúst 1943 frá Snæringsstöðum í Svínadal en þau gengu í hjónaband 16. ágúst 1973. Grétar varð bráðkvaddur á ferðalagi í Borgarnesi nær 54 ára að aldri.

Börn Guðlaugar og Ara;
1) Karl Arason 14. ágúst 1943. Var í Skuld, Blönduóshr., A-Hún. 1957, kona hans; Bryndís Kjartansdóttir 26. júlí 1943 - 1. september 2015. Var í Reykjavík 1945. Húsfreyja og verkakona í Reykjavík.
2) Þorleifur Arason 9. apríl 1945 - 11. nóvember 1991. Slökkviliðsstjóri Blönduósi, kona hans Hildur Gunnarsdóttir 15. júlí 1946
3) Ingibjörg Þuríður Aradóttir 31. maí 1946 sjúkraliði Reykjavík, maður hennar; Gunnar Ármannsson 7. maí 1942 - 23. júní 2000. Járniðnaðarmaður og bifreiðarstjóri í Reykjavík.
4) Valgerður Margrét Aradóttir 4. janúar 1948 - 3. júlí 1994. Sjúkraliði á Blönduósi, maður hennar, þau skildu; Guðmundur Ragnar Ólafsson 5. október 1948 - 6. mars 2013. Sjómaður í Reykjavík.
5) Jón Arason 20. apríl 1949, trésmiður Blönduósi, ókvæntur barnlaus.
6) Sveinn Arason 22. október 1951, stýrimaður Grindavík, kona hans Bergljót Ósk Óskarsdóttir 9. maí 1953
7) Haraldur Nikódemus Arason 4. ágúst 1953, sjómaður Patreksfirði, kona hans Ingveldur Gestsdóttir 25. ágúst 1953.
8) Ari Arason 13. desember 1954 - 22. desember 2008. Stýrimaður og viðskiptafræðingur, ókvæntur barnlaus.
9) Guðrún Aradóttir 27. apríl 1956, maður hennar Þórir Einarsson 31. október 1958.
10) Anna Helga Aradóttir 28. janúar 1960, maður hennar Guðgeir Gunnarsson 16. febrúar 1960 Stokkseyri.

General context

Relationships area

Related entity

Guðrúnarhús 1879 / Sigurjónshús / Blíðheimar (1879 -)

Identifier of related entity

HAH00654

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

húsfreyja þar 1936-1939, nefndist þá Blíðheimar

Related entity

Pétursborg Blönduósi 1878, íbúðarhús 1930 (1878 -)

Identifier of related entity

HAH00085

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

leigjandi þar 1941

Related entity

Stefán Stefánsson (1873-1971) Snorrabúð (11.3.1873 - 17.4.1971)

Identifier of related entity

HAH09213

Category of relationship

family

Dates of relationship

1914

Description of relationship

fyrri kona föður hennar var Monika (1874-1900) systir Stefáns

Related entity

Kristín Sigurðardóttir (1889-1973) Skútustöðum (16.6.1889 - 10.11.1973)

Identifier of related entity

HAH09196

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Monika (1874-1900) systir Stefáns tengdasonar hennar var fyrri kona Nikódemusar föður Guðlaugar í Skuld.

Related entity

Ari Arason (1954-2008) Skuld (13.12.1954 - 22.12.2008)

Identifier of related entity

HAH02446

Category of relationship

family

Dates of relationship

13.12.1954

Description of relationship

Related entity

Helga Jónsdóttir (1912-2000) frá Blöndudalshólum (9.6.1912 - 25.2.2000)

Identifier of related entity

HAH05069

Category of relationship

family

Dates of relationship

23.3.1939

Description of relationship

Jón Sveinbergsson sonur Guðlaugar var tengdasonur Bjarna Ólafssonar á Selfossi, systir Bjarna var Sigrún og maður hennar Stefán Jónsson (1915-1996) barnsfaðir Hólmfríðar systur Helgu

Related entity

Stóridalur Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00483

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Vinnukona þar þegar hún kynnist fyrri manni sínum upp úr 1930

Related entity

Sauðárkrókur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00407

Category of relationship

associative

Dates of relationship

30.10.1914

Description of relationship

Fædd þar

Related entity

Zophoníasarhús Aðalgata 3a Blönduósi (1920 -)

Identifier of related entity

HAH00637

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

leigjandi þar 1935

Related entity

Haraldur Arason (1953) Skuld (4.8.1953 -)

Identifier of related entity

HAH04830

Category of relationship

family

Type of relationship

Haraldur Arason (1953) Skuld

is the child of

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Dates of relationship

4.8.1953

Description of relationship

Related entity

Anna Aradóttir (1960) Skuld (28.1.1960 -)

Identifier of related entity

HAH05646

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Aradóttir (1960) Skuld

is the child of

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Dates of relationship

28.1.1960

Description of relationship

Related entity

Þorleifur Arason (1945-1991) Slökkviliðsstjóri Blönduósi. Skuld (9.4.1945 - 11.11.1991)

Identifier of related entity

HAH06075

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorleifur Arason (1945-1991) Slökkviliðsstjóri Blönduósi. Skuld

is the child of

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Dates of relationship

9.4.1945

Description of relationship

Related entity

Ingibjörg Þuríður Aradóttir (1946-2019) Skuld (31.5.1946 -)

Identifier of related entity

HAH05851

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Þuríður Aradóttir (1946-2019) Skuld

is the child of

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Dates of relationship

31.5.1946

Description of relationship

Related entity

Guðrún Aradóttir (1956) Skuld (27.4.1956 -)

Identifier of related entity

HAH04229

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Aradóttir (1956) Skuld

is the child of

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Dates of relationship

27.4.1956

Description of relationship

Related entity

Jón Arason (1949) Skuld (20. apríl 1949)

Identifier of related entity

HAH10033

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Arason (1949) Skuld

is the child of

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Dates of relationship

20.4.1949

Description of relationship

Related entity

Grétar Sveinbergsson (1938-1992) Skuld (13.10.1938 - 2.10.1992)

Identifier of related entity

HAH03802

Category of relationship

family

Type of relationship

Grétar Sveinbergsson (1938-1992) Skuld

is the child of

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Dates of relationship

13.10.1938

Description of relationship

Related entity

Brynjólfur Sveinbergsson (1934-2016) mjólkursamlagsstjóri Hvammstanga (17.1.1934 - 25.5.2016)

Identifier of related entity

HAH02961

Category of relationship

family

Type of relationship

Brynjólfur Sveinbergsson (1934-2016) mjólkursamlagsstjóri Hvammstanga

is the child of

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Dates of relationship

17.1.1934

Description of relationship

Related entity

Sveinberg Jónsson (1910-1977) Sæbóli Blönduósi ov (6.7.1910 20.11.1977)

Identifier of related entity

HAH04918

Category of relationship

family

Type of relationship

Sveinberg Jónsson (1910-1977) Sæbóli Blönduósi ov

is the spouse of

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Dates of relationship

19.11.1933

Description of relationship

Synir þeirra; 1) Brynjólfur Sveinbergsson 17. janúar 1934 - 25. maí 2016 Mjólkurfræðingur og mjólkursamlagsstjóri á Hvammstanga. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Kona hans Brynja Bjarnadóttir 23. janúar 1942 Var í Brautarholti, Blönduóshr., A-Hún. 1957. 2) Jón Sveinberg Sveinbergsson 8. mars 1936 bifreiðastjóri Selfossi, kona hans; Sesselja Sólveig Bjarnadóttir 17. apríl 1942 3) Grétar Sveinbergsson 13. október 1938 - 2. október 1992 Var í Skuld, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bifreiðarstjóri, síðast bús. í Blönduóshreppi. Fyrri kona hans 1964, Alda Snæbjört Björnsdóttir 15. janúar 1946 - 20. febrúar 1994 Var í Fjósum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Sjúkraliði í Reykjavík. Fósturbarn: Ragna Guðmundsdóttir, f. 31.8.1970. Slitu þau síðar samvistum. Seinni kona hans var Guðrún Steingrímsdóttir 16. ágúst 1943 frá Snæringsstöðum í Svínadal en þau gengu í hjónaband 16. ágúst 1973. Grétar varð bráðkvaddur á ferðalagi í Borgarnesi nær 54 ára að aldri.

Related entity

Litla-Enni Blönduósi 1912 (1897 -)

Identifier of related entity

HAH00120

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Litla-Enni Blönduósi 1912

is controlled by

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Dates of relationship

Description of relationship

húsfreyja þar

Related entity

Skuld Blönduósi 1916, Hafnarbraut 1-3 Blönduósi (1917 - 1954)

Identifier of related entity

HAH00667

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Skuld Blönduósi 1916, Hafnarbraut 1-3 Blönduósi

is owned by

Guðlaug Nikodemusdóttir (1914-2001) Skuld

Dates of relationship

1942

Description of relationship

Húsfreyja þar 1942-1957

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04894

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 29.5.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Húnavaka, 1. tölublað (01.05.2002), Blaðsíða 174. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6360301

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places