Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Haraldur Jóhannesson (1898-1990)
Parallel form(s) of name
- Haraldur Jóhannesson Klambraseli
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1.9.1898 - 31.12.1990
History
Hjónaminning: Ásdís Baldvinsdóttir Haraldur Jóhannesson Fædd 30. október 1902 Dáin 27. júlí 1989 Fæddur 1. júlí 1898 Dáinn 31. desember 1990 Nú hafa þau bæði kvatt þennan heim, með aðeins eins og hálfs árs millibili.
Haraldur Jóhannesson Fædd 30. október 1902 Dáin 27. júlí 1989 Fæddur 1. júlí 1898 Dáinn 31. desember 1990.
Árið 1925 fluttu þau frá Klambraseli í Héðinsvík á Tjörnesi og bjuggu þar í eitt ár, en bjuggu svo í leiguhúsnæði á Húsavík, þar til þau byggðu húsið Bjarg við Garðarsbraut árið 1939 og þar bjuggu þau það sem eftir var af þeirra búskap. Haraldur vann við hin ýmsu verkamannastörf, en lengst af hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Samhliða vinnu sinni hafði hann 1 kú, kindur og hænur, sér til búdrýginda í fyrstu, en seinna meir til ánægju. Hann var góður fiðluleikari og lék oft á böllum í gamla daga. Ásdís var húsmóðir og sá um heimilið, og var þar í mörg horn að líta. Það var ávallt mjög gestkvæmt á Bjargi, því að marga áttu þau ættingja í sveitunum sem litu gjarnan inn að lokinni bæjarferð. Það var líka oft sem barnabörnin komum á Bjarg til afa og ömmu, og má segja að þar hafi verið okkar samkomustaður. Ógleymanlegir eru laufabrauðsdagarnir, þar sem við mættum öll með okkar bretti og hnífa og skárum út kökur af hjartans list og ekki var hún amma að amast yfir því þótt nokkrar kökur eyðilegðust eða hveiti sullaðist út um stofuna hennar, það mátti alltaf gera meira deig, gleði barnanna var fyrir mestu. Það var líka gott eftir fjörugan leik að skreppa inn á Bjarg til ömmu-Dísu og fá sér kökur og mjólkurglas, því hún var oftast heima og átti alltaf nóg handa svöngu barnabarni og ekkert gerði til þótt nokkrir leikfélagar slægjust í hópinn, amma átti alltaf nóg handa öllum. Það má því segja að þau hafi haft tíma og rúm fyrir alla sem til þeirra komu.
Places
Klambrasel: Héðinsvík á Tjörnesi 1925: Húsavík 1926 Bjarg 1937:
Legal status
Bóndi
Functions, occupations and activities
Bóndi
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Ung voru þau bæði er þau giftu sig á afmælisdegi ömmu 1920, og hófu búskap í Klambraseli í Reykjahverfi, en þar var afi fæddur og uppalinn. Fæðingarstaður ömmu var ekki langt frá, en hún var fædd og uppalin á Reykjum í sömu sveit. Þau eignuðust fimm börn.
1) Jóhannes, f. 16. apríl 1922.
2) Baldvin, f. 8. júlí 1924, en hann lést aðeins 9 ára gamall 5. júlí 1943 úr heilahimnubólgu.
3) Sigurður, f. 30. janúar 1926, og
4)Hauk, f. 17. september 1928, og loks kom dóttirin
5) Kristín, f. 14. júní 1932.
Jóhannes, Sigurður og Haukur kvæntust allir og hafa alltaf búið á Húsavík, en Kristín fluttist til Akureyrar þegarhún gifti sig og hefur búið þar síðan.
Þau eignuðust 19 barnabörn og í dag erum við afkomendur þeirra 74.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is controlled by
Haraldur Jóhannesson (1898-1990)
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 23.5.2017
Language(s)
- Icelandic