Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Willys jeep
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1940 -
Places
Legal status
Árið 1939 kom upp hugmynd um alnota léttfarartæki fyrir bandaríska herinn, en þangað til höfðu mótorhjól með hliðarvagni verið notuð sem slík, ásamt breyttum T-Fordum, en með frekar lélegum árangri. Var þá sendur út listi með tíu kröfum sem þeir gerðu til framtíðar léttfarartækis, til 135 bílaframleiðenda og þurfti að skila inn frumgerð innan einungis 49 daga. Þær voru:
- „Farartækið verður að geta borið 600 pund (272,73 kg).“
- „Hjólabilið verður að vera minna en 75 tommur (190,5 cm).“
- „Hæðin má ekki vera meiri en 36 tommur (91,4 cm).“
- „Vélin verður að ganga mjúklega frá þriggja til fimmtíu mílum á klst. (4,827- 64,36 km/klst.).“
- „Farartækið verður að vera rétthyrnt að lögun.“
- „Farartækið verður að hafa bæði hátt og lágt drif, sem og drif á öllum hjólum.“
- „Farartækið verður að hafa framrúðu sem hægt er að leggja niður.“
- „Farartækið verður að hafa þrjú eins manns sæti.“
- „Farartækið verður að geta slökkt ljósin og haft ökuljós.“
- „Eigin þyngd farartækisins verður að vera undir 1200 pundum (545,45 kg).“
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Af hinum 135 bílaframleiðendum sem að listinn var sendur til, svöruðu aðeins þrír kallinu, það voru American Bantam Car Company, Ford Motor company og Willys’-Overland. Af þessum fimm var Bantam þó fyrst að svara, og komu teikningum til Wasington eftir aðeins fimm daga. Eftir það var gerður samningur við Bantam um 70 stykki til prufana, en reyndust þessir bílar hafa marga galla. Þar sem að seinni heimstyrjöldin hafði þegar brotist út í Evrópu tók Bandaríkjaher við frumgerðum, frá bæði Ford og Willys’ og reyndist Willys’ bíllinn betur, en þó þurfti að breyta honum með hlutum af bæði Ford-inum og Bantam-inum. Þó var einn hængur á, bíllinn var of þungur, svo að byrjað var að þynna málmplötur og minka skrúfufjöldann. Var þessi bíll notaður með frábærum árangri út allt stríðið, undir nöfnunum Willys’ MB og Ford GPW, en þó að hönnun Willys’ hafi unnið samkeppnina, þá gáfu þeir ríkinu leyfi til að fá aðra til að framleiða bílinn samhliða þeim, þar sem að mikið þurfti af bílum á stuttum tíma. Willys’ Jeep var reyndar notaður sem herbíll allt til ársins 1981 og voru margir hlutir gerðir til að bæta hann á hinum og þessum slóðum, sem dæmi voru búin til sérstök hjól til að aka um á járnbrautarteinum. Svo hætti ævintýrið, þegar hinn svokallaði HMMWV (stytting á High Mobility Multipurpose Wheeled Vehicle (mjög hreyfanlegt margnota farartæki á hjólum)), oft kallaður Hummvee (betur þekktur sem HUMMER hér á landi) tók við.
Þó var Willys’-inn ekki bara notaður sem herbíll, því að hermenn voru svo ánægðir með bílinn og eftir stríðið var gífurleg eftirspurn eftir bílnum. Þá tók Willys’ Overland að framleiða borgaraútgáfu af bílnum, oftast kallaðir landbúnaðar jeppar hér á landi eða Willys’ Jeep CJ-2A og var fyrsta árgerðin 1946. Stór hluti af þessum bílum, eða 240 af 1824, enduðu hér og er í það minnsta einn af þeim enn á götunum. Í fyrstu árgerðina var notað mikið af afgangs hlutum úr herjeppunum, svo sem afturhásingar með fljótandi öxlum, en að öllu jöfnu voru CJ bílarnir ekki með þær. Ein helsta breytingin á milli herjeppans og borgarajeppans voru krómhringir utan um framlugtirnar, önnur gírhlutföll og breyting á millikassa, en í borgarajeppanum var hægt að tengja vinnuvélar við þar til gert úrtak í honum. Ekki var þó mikið um að menn hér á landi nýttu sér þetta, þó eitthvað hafi verið gert af því, þar sem að tjöldin sem fylgdu þessum bílum, voru varla hönnuð fyrir íslenskar aðstæður, svo að menn smíðuðu oft hús yfir bílana, en þá var erfitt að sjá vinnuvélarnar, þar sem að engir voru hliðarspeglarnir.
Fyrstu jepparnir hér á landi komu þá með bandaríska hernum. Sá landinn fljótt hve þægileg og sniðug þessi tæki voru fyrir íslendskar vegleysur og leitaði Vilmundur Jónsson, landlæknir, því á náðir utanríkisráðuneytis, um að fá herinn til að lána landlæknisembættinu tvö stykki af undratækinu. Fyrst um sinn var herinn alfarið á móti því, enda væru þeir að láta af hendi hernaðartæki með svoleiðis uppátæki. En þó tókst að tala um fyrir þeim og fékk landlæknir tvo bíla til afnota. Fóru þeir til Brynjúlfs Dagssonar, læknis í Búðardal, og Þórðar Oddsonar, læknis á Þórshöfn. Reyndust þessir bílar vel að flestu leyti, nema ef slæm veður gerði, þar sem að tjaldið var einungis þak á herjeppunum og opið til hliðanna. Voru læknarnir fljótir að smíða sér hús á jeppana svo þeir mættu nota þá í slæmum veðrum, án þess að verða veikir sjálfir.
Hvaðan ætli að jeppinn hafi fengið nafn sitt? Margar skýringar hafa komið upp um hvernig nafnið „Jeep“ hafa komið til. Eins sú lífseigasta er að það sé nafnið sé komið frá því að þegar nafnið á Ford bílnum var lesið hratt á ensku hljómaði G og P mjög líkt og „Jeep“. Þetta er mjög líklega ekki satt, frekar en að GP standi fyrir „General Purpose“, heldur er það komið frá gömlu flokkunarkerfi frá Ford, þar sem að fyrsti stafurinn stóð fyrir ýmsa hluti, sem dæmi stóð B fyrir Bus, eða strætisvagna, og G stóð því fyrir Goverment. Annar stafurinn stóð fyrir hjólhaf og er P fyrir 80”, en síðasti stafurinn var til frekari upplýsinga, í þessu tilfelli Willys’. Önnur saga er að Katherine Hillyer, blaðamaður á Daily News í Washington hafi skrifað grein í blaðið þann 16. mars 1941 um ¼ tonns trukkinn 4x4 (the ¼ ton truck 4x4) eins og bíllinn hafði verið kallaður frá upphafi. Þar kallaði hún hann „jeep“ og hafi það fest svo tryggilega í sessi að hann hafi verið kallaður það allar götur síðan. Einnig eru til sögur af því að orðið „jeep“ hafi verið notað sem slanguryrði vélardeildarmanna bandarísku herstjórnarinnar um öll óreynd tæki. Þegar verið var að sýna bílinn var hann því kynntur inn sem „jeep“. Einnig hefur verið sagt að T. O’Brien, liðþjálfi í Bandaríkjaher, hafi kallað farartækið eftir kvikindum sem að komu fram í teiknmyndasögunum um Stjána bláa (Popeye). En jepparnir (jeeps) eru skrítin dýr sem að geta farið um loft, land og sæ þar sem engum öðrum er fært.
Margar kjaftasögur hafa verið sagðar af jeppanum, svo sem ein þar sem að jeppi hafi dregið tuttugu tonna járnbrautavagn á tuttugumílna hraða. Líka að eitt sinn komu nokkrir þýskir hermenn, dulbúnir sem Ameríkanar, gangandi að franskri herstöð og sögðust vera villtir. Tók franskur hermaður þá strax til fanga og sagðist hafa vitað að þeir hefðu verið svikarar, þar sem að kanarnir fóru aldrei ferða sinna nema á jeppanum. Svo var einnig eitt sinn sem að þýskir hermenn, einnig dulbúnir sem Ameríkanar, komu akandi á jeppa að belgískri herstöð og sat „offiserinn“ í aftursætinu og voru þeir stöðvaðir undir eins, þar sem að ávallt þegar yfirmaður var í jeppa ók hann honum sjálfur, því þeim þótti það í raun skemmtilegt.
Svo greinilegt er að jeppinn var á sínum tíma hið mesta þarfaþing og var hann frumkvöðull annara fjórhjóladrifsbíla í heiminum. Einnig má sjá að hið fræga breytingafár okkar Íslendinga á jeppum er komið allt frá því að fyrstu jepparnir komu í hendur okkar, með byggingu lokaðra húsa á bílana. Einnig má sjá hvað Ísland hefur verið með í jeppamenngingu heimsins, allt frá bernskubreki þeirra.
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 21.5.2020