Hjörleifur Ingólfsson (1940-2006)

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Hjörleifur Ingólfsson (1940-2006)

Parallel form(s) of name

  • Hjörleifur Ingólfsson (1940-2006) frá Vöglum í Vatnsdal

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

4.9.1940 - 28.10.2006

History

Hjörleifur Ingólfsson fæddist á Vöglum í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu 4. september 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. október síðastliðinn. Hjörleifur ólst upp á Vöglum. Hann vann við hefðbundin sveitastörf, vélaviðgerðir o.fl. frá unga aldri. Hann gekk í sveitaskóla, tvisvar sinnum part úr vetri. Hann vann við bílaviðgerðir í Reykjavík og vann einnig í Fálkanum, lærði rennismíði í Vélsmiðjunni Óðni í Keflavík 1963-1967 og tók sveinspróf frá Iðnskólanum í Keflavík 1967. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Suðurnesja, m.a. sem verslunarstjóri. 1971 tók hann að sér afleysingar í sjúkraflutningum í Keflavík og starfaði sem sjúkraflutningamaður eftir það, fyrst í aukavinnu en síðar sem aðalstarf. Frá 1988 starfaði hann sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann varð varðstjóri árið 1992 og frá árinu 2000 starfaði hann sem yfireldvarnaeftirlitsmaður BS. Hjörleifur vann einnig við kistulagningar í Keflavík í rúm 20 ár.
Hjörleifur vann í mörg ár að kjaramálum fyrir Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar og BSRB. Hann sat í stjórn vinnudeilusjóðs BSRB síðustu árin.
Hjörleifur endurvakti ásamt fleirum Keflavíkurdeild Rauða kross Íslands árið 1983 og 24. nóvember 1984 sameinuðust Keflavíkurdeild, Njarðvíkurdeild og Sandgerðisdeild í eina deild, Suðurnesjadeild. Hjörleifur starfaði ötullega fyrir deildina allar götur síðan. Hann sat í stjórn Suðurnesjadeildarinnar er hann lést og einnig í svæðisráði RKÍ á Suðurlandi. Hann var einn af stofnendum björgunarsveitarinnar Stakks í Keflavík 1968 og var virkur meðlimur sveitarinnar til margra ára.
Útför Hjörleifs verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Places

Vaglir í Vatnsdal: Keflavík:

Legal status

Lærði rennismíði í Vélsmiðjunni Óðni í Keflavík 1963-1967 og tók sveinspróf frá Iðnskólanum í Keflavík 1967.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Ingólfur Konráðsson, f. 12. desember 1914 í Forsæludal, bóndi í Vöglum og síðar að Grund í Vesturhópi, d. 20. mars 1978, og kona hans, Jakobína Ingveldur Þorsteinsdóttir húsfreyja í Vöglum, f. í Stóru-Hlíð í Víðidal 1. mars 1900, d. 2. ágúst 1973. Bróðir Hjörleifs er Helgi Ingólfsson, f. 7. október 1937, fyrrum bóndi á Marðarnúpi, nú búsettur á Hvammstanga. Sambýliskona Helga er Helga Sigfúsdóttir, f. 23. ág. 1951 og eiga þau einn son, fyrir átti Helga tvö börn. Hálfbróðir hans, samfeðra, var Guðmundur Jóhann Húnfjörð Ingólfsson, f. 1. mars 1943, fórst af slysförum 29. október 1972. Hann átti eina dóttur.
Fyrri kona Hjörleifs er Sigríður Árnadóttir, f. 28. júní 1943. Foreldrar hennar eru Árni Bjarnmundur Árnason, bátasmiður, f. 4. maí 1919, d. 11. janúar 1972, og Þuríður Halldórsdóttir, húsfreyja, f. 29. maí 1920.
Börn Hjörleifs og Sigríðar eru:
1) Arna Björk Hjörleifsdóttir, f. 8. september 1965, gift Högna Sturlusyni, f. 21. september 1971. Þau eiga einn son, fyrir átti Arna Björk einn son.
2) Ingvi Þór Hjörleifsson, f. 9. janúar 1971, kvæntur Aðalheiði Ósk Gunnarsdóttur, f. 19. desember 1967. Þau eiga tvö börn.
3) Árni Jakob Hjörleifsson, f. 11. október 1974, kvæntur Geirþrúði Ósk Geirsdóttur, f. 10. febrúar 1977. Þau eiga einn son.
Fósturdóttir Hjörleifs um tíma var:
Ingunn Guðmundsdóttir Larsson, f. 12. sept. 1958, búsett í Svíþjóð.
Sambýliskona Hjörleifs var Gréta Súsanna Sigurjónsdóttir Fjeldsted, f. 30. júní 1949. Foreldrar hennar voru Sigurjón Ólafsson Fjeldsted og Sigfríður Pálína Konráðsdóttir, vitaverðir á Reykjanesvita. Hún á tvö börn.
Eftirlifandi eiginkona Hjörleifs er Sigrún Bryndís Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari, f. 7. sept. 1954. Foreldrar hennar voru Gunnar Hafsteinn Kristinsson, fyrrv. hitaveitustjóri í Reykjavík, f. 1. nóv. 1930, d. 27. ágúst 2000, og Auðbjörg (fædd Bárðardóttir) Brynjólfsdóttir, starfsmaður í Furugerði 1, f. 1. nóv. 1929, d. 17. janúar 2000.
Sonur þeirra er
4) Halldór Hagalín Hjörleifsson, f. 3. mars 1993.
Börn Sigrúnar og fósturbörn Hjörleifs eru:
1) Gunnar Brynjólfur Sigurðsson, f. 31. des. 1980, sambýliskona Ólöf Haraldsdóttir. Þau eiga einn son. Ólöf á einn son áður.
2) Sara Björg Pétursdóttir, f. 10. ágúst 1988.

General context

Relationships area

Related entity

Einar Eymann Skúlason (1900-1966) Þingvörður Reykjavík (10.2.1900 - 5.12.1966)

Identifier of related entity

HAH03104

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Barnsmóðir Einars var María Guðmundsdóttir (1905-1992), Ingólfur Konráðsson (1914-1978) faðir Hjörleifs var einnig barnsfaðir hennar

Related entity

Vaglar í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00058

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jakobína Þorsteinsdóttir (1901-1973) Vöglum (1.3.1891 - 2.8.1973)

Identifier of related entity

HAH05247

Category of relationship

family

Type of relationship

Jakobína Þorsteinsdóttir (1901-1973) Vöglum

is the parent of

Hjörleifur Ingólfsson (1940-2006)

Dates of relationship

4.9.1940

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01442

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 20.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places