Vatnsdalshólar bær og náttúra

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Vatnsdalshólar bær og náttúra

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1100)

History

Gamalt býli getið þegar á Sturlungaöld. Bærinn stendur upp frá vík úr Flóðinu vestan Vatnsdalsvegar vestri, sem þarna liggur lítið eitt úti í vatninu. Heimatún er lítið og umlukt hólum, en sunnan Hólanna eru nýrææktir og einnig engja ítak norður við Vatnsdalsá orðið að túni. Beitilandið er Hólarnir, er þar mörg matarhola. Jörðin var fyrr klausturjörð, nú um skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1939, 385 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 15 hross. Hlöður 800 m3. Tún 12,4 ha. Veiðiréttur í Flóðinu og efstahluta Skriðuvaðs.

Places

Vatnsdalur; Sveinsstaðahreppur; Skriðuvað; Tíðaskarðsskurður; Smásæti; Efri-Kýrlág; Vörðuhóll; Merkjasteinn; Þórdísarlækur; Flóðið; Miðhús; Mástaðir; Bjarnastaðir; Skriðuhólmi; Hólabak; Hnausar; Hnausakvísl; Þingeyraklaustur; Vatnsdalsvegur; Vatnsdalsá; Skíðastaðaskriða; Skíðastaðir; Bjarnastaðaskriða; Flóðið;

Legal status

Þjóðjörð;

Functions, occupations and activities

Vatnsdalshólar eru víðáttumikil hólaþyrping í mynni Vatnsdals. Hæstu hólarnir eru 84 metrar yfir sjávarmáli. Vatnsdalshólar eru sagðir vera óteljandi margir. Mikið er um rhýólít (líparít) í hólunum. Talið er að þeir séu berghlaup og hafi myndast við hrun úr Vatnsdalsfjalli. Bæir í og við hólana taka nöfn af þeim: Hólabak, Vatnsdalshólar og Hnausar.
Skriðuföll eru tíð í Vatnsdal, einkum í grennd við Vatnsdalshóla. Skíðastaðaskriða eyddi bænum Skíðastöðum árið 1545 en hún er ein mannskæðasta skriða sem fallið hefur á Íslandi. Bjarnastaðaskriða hljóp árið 1720 og fór yfir bæinn á Bjarnastöðum, stíflaði Vatnsdalsá. Þá myndaðist Flóðið, stöðuvatnið innan við Vatnsdalshóla.

Vestast í Vatnsdalshólum eru þrír samliggjandi smáhólar, Þrístapar. Þar fór fram síðasta aftaka á Íslandi 12. janúar 1830 en þá voru hálshöggvin Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir fyrir morð á Natani Ketilssyni.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

<1880-1911- Vigfús Filippusson 26. febrúar 1843 - 3. desember 1925 Vinnumaður í Vatnsdal, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1860. Bóndi og smiður í Vatnsdalshólum, Sveinsstaðahr., A-Hún. og kona hans 12.5.1877; Ingibjörg Björnsdóttir 4. mars 1857 - 19. ágúst 1943 Var á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Vatnsdalshólum.

1911-1966- Kristján Vigfússon 10. júní 1880 - 3. október 1970 Bóndi í Vatnsdalshólum í Sveinsstaðahr., A-Hún. Bóndi og járnsmiður í Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930.
Bm1, 17.3.1922; Sólveig Sigurðardóttir 9. apríl 1886 - 1. apríl 1960 Bústrýra í Efra-Langholti í Hrunamannahr. Ráðskona í Efra-Langholti, Hrunasókn, Árn. 1930. Húsfreyja þar. Föðursystir Huldu Magnúsdóttur (1925-1962) konu Magnúsar Björnssonar á Hnausum.
Bm2, 5.3.1926; Halldóra Ingibjörg Jóhannsdóttir 9. júní 1893 Vinnukona á Stóru-Ásgeirsá.

1966-1999- Margrét Kristjánsdóttir 5. mars 1926 - 4. júlí 1999. Var á Gauksmýri, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Vatnsdalshólum, ásamt Kristjáni syni sínum.

General context

Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Vatnsdalshólum í Sveinsstaðahreppi

Að norðan frá Skriðuvaðinu, eptir því, sem vegurinn ræður vestur eptir í norðanverðum Hólunum að Tíðaskarðsskurði, og þaðan beint í svonefnt Smásæti, sem einkennt ert með vörðu. Frá henni beina stefnu vestur yfir Vatnsdalshólana í steina 2, er standa saman vestan og norðan til í Efri-Kýrlág. Frá steinum þessum suður um Vörðuhól og Merkjastein, er stendur í mýrinni fyrir vestan brúnina, og frá honum í sömu stefnu í Þórdísarlæk. Ræður þá lækurinn að sunnan niður að grjótvörðu, sem hlaðin er á syðri bakka hans niður undir Flóðinu, sem er hornmerki milli Vatnsdalshóla og Miðhúsa. Frá nefndum steini eða vörðu norður að grjótvörðu í Flóðinu, sem hornmerki milli Mástaða og Bjarnastaða. Frá þessari vörðu gengur merkjalína Vatnsdalshóla beint í miðjan Skriðuvaðsós ræður þá ósinn norður að Skriðuvaði.
Vatnsdalshólar eiga sem ítök, ristu torfs og strengja í Sveinsstaðarlandi, og hálfar slægjur móts við Hólabak á Skriðuhólma sem liggur milli hins forna árfarvegs og Kvíslarinnar suður undan Hnausum.

Hvammi, 22. maí 1885
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrakl. jarða

Lesið upp fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Sveinsstöðum 27. maí 1886, og innfært í landamerkjabók sýslunnar No. 51 fol. 27b

Relationships area

Related entity

Kristín Vigfúsdóttir (1891-1946) Vatnsdalshólum (27.2.1891 - 24.7.1946.)

Identifier of related entity

HAH07550

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.2.1891

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Vatnsdalsfjall ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00589

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sveinsstaðahreppur 1000-2005 (1000-2005)

Identifier of related entity

HAH10031

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hnausar í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00294

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Hnausakvísl og brúin ((1950))

Identifier of related entity

HAH00266

Category of relationship

associative

Dates of relationship

8.10.1720

Description of relationship

Related entity

Bjarnastaðir í Þingi ((900))

Identifier of related entity

HAH00068

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við klausturjarðir

Related entity

Flóðið í Vatnsdal (8.10.1720 -)

Identifier of related entity

HAH00255

Category of relationship

associative

Dates of relationship

8.10.1720

Description of relationship

Related entity

Vatnsdalsá ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00513

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Másstaðir í Þingi ((1930))

Identifier of related entity

HAH00504

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Kristján Sigurjónsson (1953-2020) Vatnsdalshólum (24.6.1953 - 17.4.2020)

Identifier of related entity

HAH06954

Category of relationship

associative

Type of relationship

Kristján Sigurjónsson (1953-2020) Vatnsdalshólum

is the associate of

Vatnsdalshólar bær og náttúra

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar og síðar bóndi

Related entity

Vigfús Filippusson (1843-1925) Vatnsdalshólum (26.2.1843 - 3.12.1925)

Identifier of related entity

HAH07114

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Vigfús Filippusson (1843-1925) Vatnsdalshólum

controls

Vatnsdalshólar bær og náttúra

Dates of relationship

Description of relationship

húsbóndi þar

Related entity

Þórarinn Þorleifsson (1899-1973) Skúfi og Sandgerði Blö (3.2.1899 - 24.4.1973)

Identifier of related entity

HAH04992

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þórarinn Þorleifsson (1899-1973) Skúfi og Sandgerði Blö

controls

Vatnsdalshólar bær og náttúra

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar 1930

Related entity

Sigurbjörg Jóhannsdóttir (1896-1971) Skúfi (3.10.1896 - 17.1.1971)

Identifier of related entity

HAH06444

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigurbjörg Jóhannsdóttir (1896-1971) Skúfi

controls

Vatnsdalshólar bær og náttúra

Dates of relationship

Description of relationship

húsfreyja þar 1930

Related entity

Margrét Kristjánsdóttir (1926-1999) Vatnsdalshólum (5.3.1926 - 4.7.1999)

Identifier of related entity

HAH06799

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Margrét Kristjánsdóttir (1926-1999) Vatnsdalshólum

controls

Vatnsdalshólar bær og náttúra

Dates of relationship

5.3.1926 - 1997

Description of relationship

Fædd þar, síðar bóndi frá 1965-1997

Related entity

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum (10.6.1880 - 3.10.1970)

Identifier of related entity

HAH01691

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

controls

Vatnsdalshólar bær og náttúra

Dates of relationship

1911

Description of relationship

1911-1966

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00512

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 16.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Landamerkjabók sýslunnar No. 51 fol. 27b.
Húnaþing II bls 311 https://is.wikipedia.org/wiki/Vatnsdalshólar

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places