Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Kristján Sigurjónsson (1953-2020) Vatnsdalshólum
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
- Kristján á Hólum
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
24.6.1953 - 17.4.2020
History
Var á Vatnsdalshólum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Móðir hans; Margrét Kristjánsdóttir 5. mars 1926 - 4. júlí 1999. Var á Gauksmýri, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Vatnsdalshólum frá 1965. Andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Sambýlismaður hennar; Sigurður Ingvi Sveinsson 2. nóv. 1912 - 12. ágúst 1989. Var á Steinsnesi, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Akureyri. Bóndi.
Systir hans sammæðra;
1) Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir 3. sept. 1959. Listakona Vatnsdalshólum.
General context
Hann fæddist árið 1953. Kristján ólst upp í Vatnsdalshólum með móður sinni Margrét Kristjánsdóttir 1926-1999. Fyrstu árin var afi hans, Kristjáni Vigfússyni 1880-1970, þar einnig í heimili annálaður skeifnasmiður. Drengurinn fylgdist með snilli gamla mannsins að smíða skeifur og hafði oft orð á hve fljótur hann hafði verið, bæði að smíða skeifurnar og járna hesta. Móðirin sá um uppeldi drengsins. Það var ennþá erfiðara fyrir mæður að vera einstæðar á þeim tíma, en það er í dag.
Þegar skólaganga Kristjáns hófst varð hún mjög brösug. Ekki dettur mér í hug að ásaka nokkurn á hvern hátt hún varð, þar kom margt til. En ég veit að foreldrum mínum þótti sárt hvernig til tókst og faðir minn og fleiri reyndu að koma því til leiðar að drengurinn fengi lágmarksmenntun. Margt kom til að menntun hans var langtum minni en hún átti að verða og hefði þurft að verða. Það voru fá úrræði í fámennum sveitarfélögum að taka á félagslegum vandamálum sem upp komu. Kennarinn aðeins einn og félagslegur stuðningur enginn.
Ég óttast að oft hafi hann verið skammaður fyrir fákunnáttu og litla getur Ekkert hugað að því að byggja hann upp með hóli og hrósi. Ýmsir gerðu sé að leik að gera lítið úr drengnum. Úr þessum eina skóla sem Kristján gekk í var hann útskrifaður eftir stutta skólagöngu jafnvel styttri en annarra á þessum tíma. Vandamálunum þess tíma oftar en ekki sópað undir teppið og ekkert gert. Þetta markaði Kristján og eins hitt að allt of margir hafa gert at í honum á lífsins göngu og fáir sem hafa sinnt honum sem skildi.
Hann tók við búskap á jörð móður sinnar. Hann bjó mikið einn og var með lítið bú og fljótlega hætti hann með annan bústofn en nokkur hross. Kristján hafði áhuga að græða peninga og var sparsamur. Hann keypti snemma bindivél sem passaði hans dráttavél og hafði á tímabili tekjur af því að binda hey fyrir aðra bændur. Vissi ávallt að verki loknu hve mikið hver bóndi skuldaði honum. Lengi hafði hann heimild til að veiða silung í net fyrir sínu landi en að lokum varð að banna það. Erfitt var að selja stangveiðileyfi í ánni ef netaveiði væri heimil. Silungsveiðin var hans líf og yndi og það var dregið eins lengi og hægt var að loka fyrir þá skemmtun hans. Svo hafði hann óskaplega gaman af að segja frá hve hann hefði veitt mikið.
Kristján var mjög reikningsglöggur og vissi betur um sína fjárhagsstöðu en margir aðrir. Ávallt fór hann reglulega í bankann og borgað það sem honum bar. Ef reikningur kom frá einhverjum nýjum aðila fór hann með reikninginn til einhvers vinar til að vita hvaða aðili væri að rukka hann. Hins vegar þekkti hann ávallt reikninga frá þeim sem reglulega sendu honum slíkt og vissi vel hvort reglulegar greiðslur væru hærri en þær höfðu áður verið.
Kristján fór snemma að aka dráttavél og fékk heimild frá sýslumanni til að aka henni út á vegum. Síðar tók ökukennari sem var okkar manni mjög velviljaður, sig til og kenndi honum á bíl og las fyrir hann allt það bóklega sem hann þurfti að vita til að fá bílpróf. Stóðst hann það próf með prýði, kominn á fimmtugs aldur, sönnun þess að margt hefði verið unnt að kenna honum ef vel hefði verið að því staðið í upphafi. Eftir það keypti hann bíl sem veitti honum mikið frelsi.
Margir höfðu áhyggjur af einveru hans á búinu og félagslegri einangrun. Nánir vinir hans glöddust mjög þegar hann fann upp á því sjálfur að kaupa íbúð á Blönduósi, litla einstaklingsíbúð. Íbúðina greiddi hann út í hönd, ekki þörf á að taka lán enda sparsemin einstök hjá okkar manni og engu eytt í óþarfa. Skapferlið var hins vegar slíkt að það var gott fyrir hann að eiga sína jörð og athvarf þar. Þá gat hann farið þangað til að hugsa um hrossin og njóta náttúrunnar eða þegar samskiptin við aðra íbúa í raðhúsinu voru við frostmark.
Ekki fór mikið fyrir pólitískum skoðunum Kristjáns. Þó varð þekkt þegar einn vinur hans í þorpinu var eitthvað að ræða við hann um pólitík og stríða honum og hann var kominn í einhverja vörn. Þetta var þegar fjórflokkurinn var og hét. Þá varð Kristjáns lokasvar til þessa vinar síns. Það er ekkert að marka þig, þú ert krati og kratar eru á móti bændum.
Með Kristjáni er geginn eftirminnilegur og sérstakur maður. Hann þótti oft sérstakur í samskiptum en inni fyrir bjó góð sál og gott hjarta. Hann vildi ekki gera á hlut nokkurs manns en það var ekkert skrítið að oft mislíkaði honum við samferðafólkið.
Blessuð sé minning Kristjáns í Hólum.Magnús á Sveinsstöðum
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Kristján Sigurjónsson (1953-2020) Vatnsdalshólum
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 12.5.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum