Haraldur Steinþórsson (1925-2005)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Haraldur Steinþórsson (1925-2005)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1.12.1925 - 16.8.2005

History

Haraldur Steinþórsson fæddist á Akureyri 1. desember 1925. Hann andaðist á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi 16. ágúst síðastliðinn.
Haraldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og starfaði sem kennari frá 1948 til 1973, fyrst við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, þá Gagnfræðaskólann við Vonarstræti og loks Hagaskóla í Reykjavík. Hann starfaði lengi innan samtaka kennara og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, varð annar varaformaður BSRB 1962 og síðar einnig framkvæmdastjóri uns hann lét af störfum árið 1985. Starfsævi sinni lauk Haraldur á Tryggingastofnun ríkisins, þar sem hann vann við endurskoðun lífeyrisgreiðslna.
Haraldur var bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður Sósíalistaflokksins á Ísafirði 1950 til 1954 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið. Þar á meðal var hann forseti Æskulýðsfylkingarinnar í tvö ár.
Auk stjórnmálastarfa var Haraldur virkur innan íþróttahreyfingarinnar og gegndi formennsku í Knattspyrnufélaginu Fram 1955 til 1960. Hann var einnig um tíma formaður Knattspyrnufélagsins Vestra og Íþróttabandalags Ísafjarðar. Fyrir störf sín að íþróttamálum hlaut hann gullmerki ÍSÍ og KSÍ.
Haraldur tók sæti í stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga (nú Hjartaheilla) árið 1985 og sat þar í ellefu ár. Þar beitti hann sér sérstaklega fyrir stofnun HL-stöðvarinnar, endurhæfingarstöðvar fyrir hjarta- og lungnasjúklinga.
Haraldur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Places

Akureyri: Reykjavík: Ísafjörður:

Legal status

stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944

Functions, occupations and activities

Kennari: Bæjarfulltrúi:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Steinþór Guðmundsson, skólastjóri og kennari, f. 1. desember 1890, d. 8. febrúar 1973, og Ingibjörg Benediktsdóttir, skáldkona og kennari, f. 11. ágúst 1885, d. 9. október 1953. Systkini Haraldar eru, Svanhildur, ritari, f. 7.8. 1919, d. 24.4. 1981; Ásdís, kennari, f. 10.12. 1920, d. 5.12. 2000, og Böðvar, bryti, f. 20.2. 1922, d. 6.1. 1975.
Haraldur kvæntist 1. desember 1948 Þóru Sigríði Þórðardóttur frá Ísafirði, f. 24.5. 1926. Foreldrar hennar voru Þórður Guðjón Jónsson múrarameistari, f. 29.5. 1893, d. 11.8. 1977 og Elín Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir, f. 1.4. 1887, d. 13.7. 1973. Börn Haraldar og Þóru eru:
1) Steinþór, f. 28.2. 1950, maki Guðríður Haraldsdóttir, f. 17.2. 1951, börn þeirra eru Haraldur, f. 25.6. 1982; Hrafnhildur, 21.8. 1984; Guðmundur Þórir, f. 24.5. 1986; Birgir Steinn, f. 20.1. 1988; Böðvar f. 27.10. 1990, og Þórður Kári, f. 7.3. 1993.
2) Ólafur, f. 15.3. 1952, maki Ragnheiður Ragnarsdóttir, f. 20.4. 1957, dætur þeirra eru a) Jórunn María, f. 18.12. 1976, maki Kristján Ingi Hjörvarsson, f. 7.7. 1974, börn þeirra Hjörvar Óli, f. 24.8. 2002, og Elinóra Ýr, f. 30.4. 2004, og b) Bergrós Fríða, f. 1.5. 1980, maki Daníel Sigurðsson Glad, f. 2.4. 1981, dóttir þeirra Miriam Arna, f. 28.4. 2002.
3) Ingibjörg, f. 31.12. 1953, maki Páll Stefánsson, f. 11.6. 1952, börn þeirra eru a) Stefán, f. 8.4. 1975, maki Steinunn Þóra Árnadóttir, f. 18.9. 1977, dóttir þeirra Ólína, f. 23.4. 2005, og b) Þóra, f. 18.7. 1980.
4) Elín, f. 2.7. 1956, maki Theodór Júlíus Sólonsson, f. 16.10. 1954. Þau skildu. Börn þeirra eru Haraldur, f. 23.8. 1980, Margrét, f. 30.10. 1984, og Magnús, f. 21.5. 1986.

General context

Relationships area

Related entity

Böðvar Steinþórsson (1922-1975) (20.2.1922 - 6.1.1975)

Identifier of related entity

HAH02974

Category of relationship

family

Type of relationship

Böðvar Steinþórsson (1922-1975)

is the sibling of

Haraldur Steinþórsson (1925-2005)

Dates of relationship

1.12.1925

Description of relationship

Related entity

Ásdís Steinþórsdóttir (1920-2000) (10.12.1920 - 5.12.2000)

Identifier of related entity

HAH03609

Category of relationship

family

Type of relationship

Ásdís Steinþórsdóttir (1920-2000)

is the sibling of

Haraldur Steinþórsson (1925-2005)

Dates of relationship

1.12.1925

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01388

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 24.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places