Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Vík í Mýrdal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1883 -
History
Vík í Mýrdal er þorp í Mýrdalshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu og er syðsti þéttbýlisstaður á Íslandi og eina íslenska sjávarþorpið sem ekki hefur höfn. Róið var til fiskjar úr fjörunni fyrr á árum en sjósókn var mjög erfið þar sem engin hafnaraðstaða var og mjög brimasamt. Íbúafjöldi 1. janúar 2015 var 293 en um 500 manns búa í Mýrdalshreppi.
Öldum saman var enginn verslunarstaður á Suðurlandi frá Eyrarbakka austur á Papós en árið 1883 tóku bændurnir í Suður-Vík og Norður-Vík í Mýrdal sig saman um að panta varning frá Bretlandi og selja hann heima hjá sér. Þá stóð svo á að í kjölfar mikilla harðinda höfðu fátækir bændur í Skaftafellssýslu fengið peningaúthlutun og gátu nýtt féð til að kaupa varning í stað þess að fara um óravegu með sauðfé og aðra framleiðsluvöru til að leggja inn hjá kaupmönnum og taka út nauðsynjavöru, en slík ferðalög gátu tekið tvær eða þrjár vikur.
Í framhaldi af þessu var komið upp verslun í Vík, farið var að slátra þar sauðfé og árið 1903 var reist þar tvílyft verslunarhús og annað skömmu síðar. Þorp myndaðist smám saman í kringum verslunina og árið 1905 bjuggu í Vík um 80 manns á þrettán heimilum. Skólahald hófst þar upp úr aldamótunum 1900.
Víkurkirkja var reist á árunum 1932-1934 en prestur hafði setið í kauptúninu frá 1911. Kirkjan stendur hátt yfir þorpinu og er talin ein af fáum opinberum byggingum sem yrði örugg fyrir hamfaraflóði í kjölfar Kötlugoss.
Læknissetur hefur verið í Vík frá 1915 en fyrstur til að sitja þar þar var raunar Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, sem þar bjó frá 1809-1833. Nú er heilsugæslustöð í Vík og þar er einnig dvalarheimili aldraðra.
Helstu atvinnuvegir eru verslun og þjónusta, bæði við bændur í Vestur-Skaftafellssýslu og í vaxandi mæli við ferðamenn, en þjóðvegur 1 liggur í gegnum Vík og margir vinsælir ferðamannastaðir eru í nágrenninu. Einnig er smávegis iðnaður í Vík.
Places
Mýrdalshreppur; Vestur-Skaftafellssýsla; Mýrdalur; Suður-Vík; Norður-Vík; Sólheimasandur; Mýrdalsjökull; Katla; Dyrhólaey; Víkurkirkja; Reynisfjall; Reynisfjara:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Suðurl
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 17.4.2019
Language(s)
- Icelandic