Vík í Mýrdal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Vík í Mýrdal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1883 -

Saga

Vík í Mýrdal er þorp í Mýrdalshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu og er syðsti þéttbýlisstaður á Íslandi og eina íslenska sjávarþorpið sem ekki hefur höfn. Róið var til fiskjar úr fjörunni fyrr á árum en sjósókn var mjög erfið þar sem engin hafnaraðstaða var og mjög brimasamt. Íbúafjöldi 1. janúar 2015 var 293 en um 500 manns búa í Mýrdalshreppi.

Öldum saman var enginn verslunarstaður á Suðurlandi frá Eyrarbakka austur á Papós en árið 1883 tóku bændurnir í Suður-Vík og Norður-Vík í Mýrdal sig saman um að panta varning frá Bretlandi og selja hann heima hjá sér. Þá stóð svo á að í kjölfar mikilla harðinda höfðu fátækir bændur í Skaftafellssýslu fengið peningaúthlutun og gátu nýtt féð til að kaupa varning í stað þess að fara um óravegu með sauðfé og aðra framleiðsluvöru til að leggja inn hjá kaupmönnum og taka út nauðsynjavöru, en slík ferðalög gátu tekið tvær eða þrjár vikur.

Í framhaldi af þessu var komið upp verslun í Vík, farið var að slátra þar sauðfé og árið 1903 var reist þar tvílyft verslunarhús og annað skömmu síðar. Þorp myndaðist smám saman í kringum verslunina og árið 1905 bjuggu í Vík um 80 manns á þrettán heimilum. Skólahald hófst þar upp úr aldamótunum 1900.

Víkurkirkja var reist á árunum 1932-1934 en prestur hafði setið í kauptúninu frá 1911. Kirkjan stendur hátt yfir þorpinu og er talin ein af fáum opinberum byggingum sem yrði örugg fyrir hamfaraflóði í kjölfar Kötlugoss.

Læknissetur hefur verið í Vík frá 1915 en fyrstur til að sitja þar þar var raunar Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, sem þar bjó frá 1809-1833. Nú er heilsugæslustöð í Vík og þar er einnig dvalarheimili aldraðra.

Helstu atvinnuvegir eru verslun og þjónusta, bæði við bændur í Vestur-Skaftafellssýslu og í vaxandi mæli við ferðamenn, en þjóðvegur 1 liggur í gegnum Vík og margir vinsælir ferðamannastaðir eru í nágrenninu. Einnig er smávegis iðnaður í Vík.

Staðir

Mýrdalshreppur; Vestur-Skaftafellssýsla; Mýrdalur; Suður-Vík; Norður-Vík; Sólheimasandur; Mýrdalsjökull; Katla; Dyrhólaey; Víkurkirkja; Reynisfjall; Reynisfjara:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Reynisdrangar í Mýrdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00401

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00628

Kennimark stofnunar

IS HAH-Suðurl

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 17.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir