Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Guðbjartur Guðjónsson (1904-1992)

  • HAH01257a
  • Einstaklingur
  • 2.2.1904 - 10.2.1992

Petrína Ásgeirsdóttir. Guðbjartur Guðjónsson. Petrína Fædd 7. júní 1904 Dáin 16. ágúst 1992 Guðbjartur Fæddur 2. febrúar 1904 Dáinn 10. febrúar 1992 Okkur er ljúft að minnast með fáeinum orðum afa okkar og ömmu þegar við kveðjum þau við leiðarlok.
Guðbjartur og Petrína hófu búskap í Efri-Húsum í Önundarfirði. Þegar þau hættu búskap fluttu þau til Flateyrar og bjuggu þar í 15 ár, eða þar til þau fluttu til Ísafjarðar og eyddu þau síðustu æviárum sínum þar. Glatt var ávallt í húsum þeirra og mannmargt því þau eignuðust þrettán börn og eru tólf þeirra enn á lífi.

Guðbjörg Pálsdóttir (1918-2009) frá Þrastarstöðum

  • HAH01260
  • Einstaklingur
  • 02.06.1918 -13.2.2009

(Kristín) Guðbjörg Pálsdóttir fæddist á Þrastarstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði 2. júní 1918. Hún lést föstudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Guðbjörg ólst upp á Þrastarstöðum, foreldrar hennar voru hjónin Páll Erlendsson frá Sauðárkróki, f. 30. september 1889, d. 17. september 1966 og Hólmfríður Rögnvaldsdóttir frá Á í Unadal, Höfðaströnd, f. 17. nóvember 1898, d. 6. október 1990. Þau hjónin bjuggu á Þrastarstöðum frá 1916 til 1940 en eftir það á Siglufirði. Systkin Guðbjargar eru: 1) Erlendur, f. 7. október 1920, d. 28. mars 2004, kvæntur Hamelý Bjarnason, 2) Ragnar, f. 16. apríl 1924, d. 29. september 1987, kvæntur Önnu Pálu Guðmundsdóttur, 3) Óskírður drengur, fæddur andvana 21. mars 1933, og 4) Guðrún, f. 14. ágúst 1937, gift Finni Kolbeinssyni.
Hinn 2. júní 1957 giftist Guðbjörg Jóni Árna Árnasyni, f. 10. mars 1916, d. 2. ágúst 1970. Sonur þeirra er Páll Þór, f. 27. nóvember 1957, kvæntur Hallfríði Helgadóttur. Börn Páls Þórs og Dóru Vilhelmsdóttur af fyrra hjónabandi eru Hákon, f. 22. október 1984 og Auður Guðbjörg, f. 27. febrúar 1988. Stjúpsonur Páls Þórs er Vilhelm Gauti Bergsveinsson, f. 19. október 1979, í sambúð með Svanhvíti Guðmundsdóttur. Sonur þeirra er Emil Gauti, f. 16. apríl 2008. Dætur Hallfríðar og Jóns Arnar Jakobssonar eru Katrín, f. 1. júní 1984 og Hulda, f. 28. nóvember 1986.
Fósturbörn Guðbjargar eru: 1) Björn Jónsson, f. 22. nóvember 1949. Börn hans eru Lilja Þyri, f. 18. desember 1970, gift Einari Kristjánssyni; dætur þeirra eru Lilja Þórunn og Sóley Kristín, f. 22. október 2007; Benjamín, f. 30. apríl 1980 og Haraldur, f. 11. janúar 1989. 2) Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir, f. 26. ágúst 1951. Börn hennar og Gunnars Briem eru Hildur, f. 14. júlí 1973; synir hennar eru Eiður, f. 4. ágúst 2003 og Hörður, f. 19. júlí 2007; Árni, f. 11. nóvember 1976, Sigrún Inga, f. 23. október 1981; sonur hennar er Andri Dagur, f. 7. desember 2006; Gunnar Ingi, f. 23. október 1983.
Eftir barna- og unglingaskóla var Guðbjörg í vist í fjögur ár, þar af hjá hjónunum Svanbjörgu Einarsdóttur og Árna Birni Björnssyni gullsmið á árunum 1938 til 1940. Jafnframt nam Guðbjörg við Húsmæðraskólann á Blönduósi og útskrifaðist árið 1940. Guðbjörg vann ýmis störf til ársins 1945 er hún fluttist til Reykjavíkur, þar sem hún bjó til dauðadags.
Í Reykjavík vann hún við verslunarstörf í Haraldarbúð (Skemmunni) frá 1945 til 1954 og árið 1956 í Skartgripaverslun Árna B. Björnssonar. Á árunum frá 1972 til 1988 starfaði Guðbjörg hjá Áfengisvarnarráði.
Útför Guðbjargar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Guðjón Klemenzson (1911-1987) læknir

  • HAH01266
  • Einstaklingur
  • 4.1.1911 - 26.8.1987

Guðjón Klemenzson var fæddur á Bjarnastöðum á Álftanesi 4. janúar 1911, Hann bar umhyggju fyrir Árnakotsfjölskyldunni allri og lét sér einstaklega annt um heill og heilsu móður sinar síðustu æviár hennar. Læknisstarfið var honum mjög kært. Hann taldi aldrei stundirnar eða sparaði kraftana, en starf heimilislæknis var oft á tíðum þrotlaus vinna við hinar erfiðustu aðstæður. Á þeim tíma voru samgöngur oft mjög erfiðar og gátu læknisvitjanir að vetrarlagi tekið sólarhringa. Ferð að sjúkrabeði var oft þrekraun, barátta við náttúruöfl og veðurguði.
Var lærdómsríkt að hlýða á frásagnir Guðjóns af hversdagslífi heimilislæknis í tveimur landshlutum í nær fjóra áratugi. Það var ljóst að Guðjón naut starfs síns, en einnig að hann naut sín í þessu starfi. Hann hafði til að bera samviskusemi, einstaka reglusemi og gott vinnulag. Þetta, ásamt eðlislægri umhyggju fyrir börnum og öllum sem þörfnuðust hjálpar, tryggði honum gifturíkan starfsferil.

Frímann Hilmarsson (1939-2009) Breiðavaði

  • HAH01278
  • Einstaklingur
  • 26.2.1939 - 3.12.2009

G. Frímann Hilmarsson fæddist að Fremstagili í Langadal 26.2. 1939. Hann lést á Heilbrigðistofnuninni á Sauðárkróki þann 3.12. 2009 síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hilmar Arngrímur Frímannsson og Jóhanna Birna Helgadóttir. Systkini Frímanns eru Halldóra, Anna Helga, Valgarður og Hallur. Eftirlifandi eiginkona Frímanns er Kolbrún Jenný Sigurjónsdóttir. Börn Frímanns eru Hulda Birna, f. 1962; Steinunn Ásgerður, f. 1963; Kristján, f. 1967 lést 1999; Kristín, f. 1969, og Hilmar Arngrímur, f. 1973. Barnabörn Frímanns eru nítján og langaafabörnin þrjú. Frímann var lögreglumaður en vann við ýmis störf á sjó og landi. Hann var mikið náttúrubarn og var hestamennska hans aðaláhugamál. Útför Frímanns fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, laugardaginn 12. desember, og hefst athöfnin kl. 14.

Guðmundur Jóhannes Pálsson (1907-1993) frá Guðlaugsstöðum

  • HAH01284
  • Einstaklingur
  • 19.1.1907 - 27.8.1993

Guðmundur á Guðlaugsstöðum, er látinn á 87. aldursári eftir langan og gifturíkan búskap á ættaróðalinu, þar sem hann ólst upp og dvaldi til hinstu stundar. Með honum er genginn einn af fáum eftirlifandi máttarstólpum hins íslenzka bændasamfélags, sem tók út sinn þroska og hóf búskap á árunum fyrir stríð og fylgdist síðan vel með í þeirri gífurlegu framþróun, sem orðið hefur í íslenzkum landbúnaði frá stríðslokum. Hugur Guðmundar sem ungs manns mun ekki hafa staðið til búskapar. Á unga aldri hafði hann áhuga á að gerast iðnaðarmaður og var um skeið í trésmíðanámi í Reykjavík, en veiktist þá af mænuveiki sem orsakaði að hann lagði frekara nám á hilluna og hóf búskap á ættaróðalinu. Enginn vafi er á því að þessi meðfæddi hæfileiki til handverks kom honum vel að gagni við búskapinn, því að hann gerði sér vel grein fyrir því að góður bóndi þarf að geta lagt gjörva hönd á margt, bæði hvað snertir tré og járn, og búa sem mest að sínu. Það mun einnig hafa átt ríkan þátt í ákvörðun hans að sýnt þótti að hann einn af systkinahópnum mundi hafa vilja til búskapar á ættaróðalinu, sem þá hafði verið í eigu sömu ættar hátt í 300 ár. Guðlaugsstaðir voru og eru stórbýli á íslenzka vísu. Jörðin er landmikil en erfið til búskapar og hentar ekki nema fyrir dugnaðarmenn að búa svo að vel fari. Heyskapur var erfiður og vetrarbeit fyrir sauðfé sömuleiðis en arðsemi góð, ef vel var á haldið. Guðmundur hófst þegar handa um stórfelldar jarðarbætur, byggingu beitarhúsa og endurbyggingu allra húsa á jörðinni og alla sína ævi vann hann sífellt að endurbótum, vakinn og sofinn og lauk því með að byggja reisulegt íbúðarhús. Ekki er hægt að segja að Guðmundur hafi verið mannblendinn og fór sjaldan af bæ nema brýnt erindi bæri til. Hann sóttist ekki eftir mannvirðingum en var eins og "Guðlaugsstaðakyninu" er tamt ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós ef svo bar undir, oftast að þrauthugsuðu máli. Hann var mjög gestrisinn heim að sækja og lét þá gamminn geysa í samtölum. Þegar hafist var handa um áætlanir um Blönduvirkjun sem snertu mjög jörð hans var hann mjög tortrygginn; taldi að jarðrask og spilling gróins lands væri mjög til tjóns og lítils arðs væri að vænta af samvinnu við erlenda auðhringa. Honum var það vel ljóst, að ótímabær bygging Blönduvirkjunar var hið mesta óráð eins og síðar kom á daginn. Guðmundur varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast hina mætustu eiginkonu, Sólveigu Ásgerði Stefánsdóttur frá Merki á Jökuldal. Þau eignuðust tvær dætur, Guðnýju Aðalheiði, sem verið hefur sjúklingur frá barns aldri, og Guðrúnu, sem nú hefur tekið við búinu á Guðlaugsstöðum ásamt manni sínum, Sigurði Ingva Björnssyni. Þau hjón voru mjög samhent í búskapnum og ekki síður þeim erfiðleikum, sem fylgja því að ala upp og hlynna að vanheilu barni sem þau höfðu á heimilinu eins lengi og hrakandi heilsa þeirra framast leyfði.

Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd

  • HAH01287
  • Einstaklingur
  • 5.6.1929 - 15.10.2002

Guðmundur Lárusson, byggingameistari frá Skagaströnd, fæddist á Vindhæli í Austur-Húnavatnssýslu 5. júní 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. október síðastliðinn. Sex ára gamall fluttist Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni á Skagaströnd. Þar ólst hann upp við leik og störf, gekk þar í skóla og lauk þaðan skyldunámi, fór síðan í Iðnskólann á Siglufirði og lauk þaðan prófi árið 1949. Síðar fór hann suður til Reykjavíkur og lauk meistaraprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík.

Útför Guðmundar var gerð frá Grafarvogskirkju 24. október 2002. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði sama dag.

Guðný Þorsteinsdóttir (1926-1990) frá Sandbrekku

  • HAH01300
  • Einstaklingur
  • 25.4.1926 - 25.11.1990

Guðný var fædd 25. apríl 1926. Dóttir hjónanna í Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá, Ingibjargar Geirmundsdóttur og Þorsteins Sigfússonar. Hún var elst níu systkina og hefur vafalaust verið ung þegarhún fór að hjálpa til við heimiis störfin. Enda hefur mér verið sagt að hún hafi snemma verið liðtæk við öll störf, bæði úti og inni. Guðný dvaldi svo fyrir austan sín bernskuog unglingsár. En þegar hún varum tvítugt fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi. Þótt námið þar væri aðeins einn vetur fengu stúlkur þar góða undirstöðumenntun, sem varð þeim gott veganesti, einkum þegar þær síðar stofnuðu sjálfar heimili. Eftir skólavistina á Blönduósi lá leið Guðnýjar fljótlega tilReykjavíkur. Þar kynntist hún Jakob Þórhallssyni frá Ánastöðum á Vatnsnesi. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 30. apríl 1955. Þau byggðu fljótlega hús í Njörvasundi 22 hér í borginni, ásamt Eggert, bróður Jakobs, og konu hans, Ástu. Þar bjuggu þessar fjölskyldur allmörg ár. En fyrir um það bil 20 árum reistu þau Guðný og Jakob einbýlishús við Karfavog. Þar bjó Guðný fjölskyldu sinni vistlegt heimili, sem ber þess glöggan vott hve smekkvís og góð húsmóðir hún var. Það var gott að dvelja á heimili þeirra hjóna, þar ríkti gestrisni og goður heimilisandi. Allt sem Guðný reiddi fram bar vott um myndarskap og rausn. Guðný Þorsteinsdóttir var frábær móðir. Þau hjón nutu þeirrar hamingju að eignast þrjá heilbrigða drengi, sem nú eru allir fulltíða menn og hafa stofnað eigin heimili. Þeir eru Ingi Þór innanhússarkitekt, Hreinn viðskiptafræðingur og Þórhallur flugmaður.

Ásta Þórðardóttir (1921-1993) frá Yzta-Gili

  • HAH01308
  • Einstaklingur
  • 19.10.1921 - 17.3.1993

Guðrún Ásta fæddist 19. október 1921 að Ysta-Gili í Langadal. Þar ólst hún upp og Langidalurinn var henni ætíð öðrum stöðum kærari. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Þorfinnsdóttir og Þórður Jósefsson. Ásta var elst barna þeirra og eina dóttirin. Eftir lifa bræðurnir Ingimar, Ragnar og Reynir, en einn drengur dó í bernsku.

Ásta ólst upp við hin hefðbundnu sveitastörf. Á unglingsárunum fór hún gjarnan í kaupavinnu á sumrin og jafnan minntist hún þessara sumra og þess fólks er hún þá kynntist með ánægju.

Leið hennar lá síðan í Kvennaskólann á Blönduósi eins og margra annarra húnvetnskra yngismeyja. Þá voru tækifæri til náms færri en nú og vafalaust hefði Ásta kosið lengra bóklegt nám ef sá möguleiki hefði verið fyrir hendi. Hún var bókhneigð, fróðleiksfús og minnug.

Árið 1949 hófu Ásta og Jakob, föðurbróðir minn, búskap og eftir það var ævinlega tilhlökkunarefni og tilbreyting í hversdagsleikanum þegar Ásta og Jakob komu norður á sumrin með krakkahópinn sinn. Ásta átti í ríkum mæli þá eiginleika sem gerðu hana vinsæla meðal þeirra sem kynntust henni. Hún var glaðlynd, spaugsöm, ljúf í viðmóti og umfram allt góðhjörtuð. Það voru ekki síst börn sem löðuðust að henni. Hún umgekkst þau sem jafningja og lét þau gjarnan hafa frumkvæðið að samskiptunum. Ásta tilheyrði þeirri kynslóð kvenna sem var heima og gætti bús og barna. börnum sínum gaf hún gott veganesti og Jakob reyndist hún tryggur lífsförunautur. Börn þeirra Jakobs eru fjögur: Þóra, gift Friðriki Kristinssyni, Þorsteinn Þröstur, kona hans er Guðrún Óðinsdóttir, Óskar Matthías, hans kona er Angela Jakobsson, og Halldór, kvæntur Birnu Guðjónsdóttur. Barnabörnin eru ellefu talsins.

Elsa Kristjánsdóttir (1937-2006) Blönduósi

  • HAH01313
  • Einstaklingur
  • 8.3.1937 - 25.11.2006

Guðrún Elsa Kristjánsdóttir fæddist í Alviðru í Dýrafirði hinn 8. mars 1937.
Á Blönduósi kynntist hún eiginmanni sínum Hallbirni Reyni Kristjánssyni, f. 24. maí 1936. Foreldrar hans voru þau Kristján Júlíusson, f. 20. mars 1892, d. 28. janúar 1986, og Margrét Guðrún Guðmundsdóttir, f. 12. ágúst 1897, d. 8. desember 1974.
Hún andaðist á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 25. nóvember 2006.
Útför Guðrúnar Elsu var gerð frá Blönduósskirkju 2.12.2006 og hófst athöfnin klukkan 14.

Guðrún Jónasdóttir (1921-2015) frá Múla í Línakradal og Hlíð

  • HAH01325
  • Einstaklingur
  • 25.12.1921 - 18.3.2015

Guðrún Jónasdóttir (Dúnna) var fædd 25. desember 1921, hún lést 18. mars 2015 á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík.
Guðrún var yngst fjögurra systkina sem upp komust og eru þau nú öll látin. Guðrún ólst upp í Múla og vandist snemma öllum algengum sveitastörfum á þeirri tíð. Hún stundaði nám við húsmæðraskólann á Blönduósi og hóf rúmlega tvítug sambúð með Hrólfi Jónssyni frá Harastöðum í Vesturhópi. Eignuðust þau átta börn.

Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum

  • HAH01327
  • Einstaklingur
  • 25.11.1900 - 1.12.1995

Guðrún Jónsdóttir fæddist á Másstöðum í Vatnsdal 25. nóvember 1900. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 1. desember síðastliðinn. Útför Guðrúnar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag. Eftir lát Elínborgar stóð Guðrún ljósmóðir, systir Jóns, fyrir búi með honum í nokkur ár, væn kona og vönduð. En árið 1919 hafði ung og gjörvuleg kona komið sem kaupakona að Sveinsstöðum. Hét hún Halldóra Gestsdóttir og var systir Gests Gestssonar kennara sem þá var í Skólahúsinu í Sveinsstaðahreppi. Þau systkin voru frá Hjarðardal í Dýrafirði. Þau Halldóra og Jón á Másstöðum gengu í hjónaband og bjuggu saman á Másstöðum í 27 ár. Þau eignuðust dótturina Elínborgu Margréti, síðar kennara á Skagaströnd, árið 1921 og er hún nú ein eftirlifandi þeirra systra. Þær eldri dætur Jóns voru nú orðnar gjafvaxta og Þorbjörg gift. Guðrún hleypti heimdraganum og fór aftur á Kvennaskólann 1919­1920 og síðar til Ísafjarðar á árunum 1922­-1924 að læra karlmannafatasaum. En Guðrún, líkt og þær systur allar, var hög í höndum. Um þessar mundir átti ungur bóndason heima á Bjarnastöðum. Hann hét Pálmi Zophaníasson og var nokkru yngri en Guðrún. Pálmi hafði mikið hrokkið hár og hafði gullfallega rithönd. Faðir hans var löngu látinn en móðirin, Guðrún Pálmadóttir, var systir Sigurðar Pálmasonar kaupmanns á Hvammstanga. Hún var skörungskona sem lifði til hárrar elli í skjóli Zophaníasar Zophaníassonar, bílstjóra á Blönduósi.

Þau Guðrún og Pálmi felldu hugi saman og hófu búskap á Bjarnastöðum árið 1929. Bjarnastaðir voru lítil jörð og jarðnæðið minnkaði við það að bóndi þar á bæ hafði skipt á miklu stórþýfðu landi sem lá að landi Hnausa og svonefndum Skýjubakka sem var votengi utar í sveitinni. Heyskapur var óhægur á Skýjubakka, en þessi skipti sýna hve bændur á fyrri tímum áttu erfitt með jarðarbætur, því nú er slétt og mikið tún þar sem stóra kargaþýfið var áður, og enginn hefði látið það af hendi nú. Heyskapur utan túns á Bjarnastöðum var því yfirleitt óhægur, og aldrei var heyjað á Skýjubakka eftir að ég kom norður, 1942, heldur leigðar engjar frá Hjallalandi á hólmum í Flóðinu, tveimur bæjarleiðum framar í dalnum. Flóðið er stórt og fagurt vatn í ytri hluta Vatnsdals. Þar hópast svanir á haustin og þar er mikil lax- og silungsgengd, og eiga Bjarnastaðir sinn hlut í þeirri búbót sem fiskurinn er. Engan fisk veit undirrituð betri en sjógengna bleikju úr ósnum. Þau Guðrún og Pálmi settust því ekki að á jörð sem kalla mætti hæga, enda féll þeim sjaldan eða aldrei verk úr hendi. Í búskapartíð Guðrúnar og Pálma voru húsakynni lengst af úr torfi og var baðstofan meira en 100 ára. Útihús voru einnig úr sama efni. Ekki minnist undirrituð þó annars en að þarna væri alltaf hreint og þokkalegt og okkur leið vel í hlýju þeirra jarð- og náttúruefna sem umvafði okkur í bænum. Viðarþiljur og trégólf, torfþekja og þykkir veggir. Eins og áður sagði féll Guðrúnu sjaldan verk úr hendi. Hún söng oft við vinnu sína og kenndi mér stelpukrakkanum marga góða vísuna. Hún kenndi mér líka ýmislegt til verka, sem ég nýt enn góðs af. Aldrei var þó nein vinnuharka á Bjarnastöðum og við Elli yngsti sonur hjónanna höfðum nægan tíma til leikja og leti. Synirnir á bænum voru þrír Jón Pálmi, Zophanías og Ellert. Pálmi bóndi var listaskrifari og hefði e.t.v. notið sín betur á öðrum vettvangi en í búskap. Hann gerði lengi markaskrá þeirra Húnvetninga. Pálmi lést í ágúst 1971 en þá var nokkru áður búið að reisa steinhús á Bjarnastöðum og jafna gamla bæinn við jörðu. Ellert sonur þeirra hjóna hafði nú tekið við búi á Bjarnastöðum og kvænst Vigdísi Bergsdóttur, vænni konu ættaðri úr Sandgerði, og bjó Guðrún í skjóli þeirra til æviloka. Einkar vel fór á með Vigdísi og Guðrúnu. Það er mikil gæfa þegar svo vel tekst til. Eldri synirnir bjuggu líka í nágrenninu, fyrst á Hjallalandi og hin síðari ár í Hnausum. Það var því ætíð skammt milli Guðrúnar og sona hennar. Ellert og Vigdís eignuðust þrjú börn, en fyrir átti Vigdís tvær dætur. Fjölskyldan er samhent og veit ég að Guðrún leit á sig sem ömmu og langömmu allra barna og barnabarna Vigdísar.

Saga Guðrúnar á Bjarnastöðum hart nær heila öld er saga tímabils þar sem hvað mestar breytingar hafa orðið með þjóðinni. Í öllu þessu tók Guðrún lifandi þátt. Með jafnri lund og æðruleysi kljáðist hún við kreppuna á fyrstu búskaparárum sínum og tók líka fegins hendi þeim þægindum sem um síðir komu á Bjarnastaði. Eftir að hún var sjálf hætt búskap annaðist hún oft heimilisstörfin á Bjarnastöðum. Það var einkum þegar Vigdís vann annars staðar með búskapnum. Á efri árum stundaði hún líka mikið hannyrðir og myndirnar sem hún gerði og gaf okkur ættingjum og vinum eru okkur hjartfólgnar gersemar unnar af vandvirkni og ótrúlega vel gerðar. Hannyrðum hætti Guðrún þó að mestu um nírætt, taldi sig ekki sjá nægilega vel lengur. Áfram las hún sér til ánægju og minnið var trútt til æviloka en henni var farin að förlast heyrn. Fyrir stuttu datt Guðrún og lærbrotnaði og upp úr þeim veikindum stóð Guðrún ekki. Sex dögum eftir að við höfðum sótt hana heim til að árna henni heilla á 95 ára afmælinu fékk hún hægt andlát.

Guðrún Stefánsdóttir (1890-1992) frá Kumbaravogi við Stokkseyri,

  • HAH01341
  • Einstaklingur
  • 23.7.1890 - 6.1.1992

Að morgni þrettándadags jóla andaðist móðursystir mín, Guðrún Stefánsdóttir, á hundraðasta og öðru aldursári. Hún var vistmaður á Elliheimilinu Grund, hafði dvalið þar síðustu 10­15 árin í góðu yfirlæti, en var orin þreytt og hvíldinni fegin, en hún andaðist í svefni og hélt andlegri heilsu til hins síðasta.

Hún fæddist að Kotleysu, sem er hógvært bæjarnafn, og ólst upp í Kumbaravogi við Stokkseyri, þar til hún hleypti heimdraganum ung að árum og hélt til Reykjavíkur til þess að nema hannyrðir og annan saumaskap, karlmannafatasaum lærði hún og vann við þá iðju í mörg ár. Einnig lærði hún til rekstrar svokallaðra rjómabúa, en þau voru við lýði frá aldamótum til heimsstyrjaldarinnar fyrri, 1914­ 1918, að þau lögðust af að mestu. Guðrún lærði sín fræði á Hvítárvöllum í Borgarfirði og stóð fyrir rekstri rjómabúa í Ytri-hrepp og Ölfusi. Guðrún fæddist á erfiðum tímum kólnandi veðurfars, vesturfarir voru enn við lýði, mönnum var í minni mesta rán þeirra tíma, Kambsránið, því þá fundust eftirhreytur ránsfengsins í kistuhandraða í Simbakoti við Eyrarbakka, 6 pund silfurs. Mikill uggur var í fólki og óvissa um framtíðina. En þrátt fyrir allt var fólk nægjusamt og hjálplegt við náungann.

Suðurlandsskjálftinn reið yfir 1896 með miklum hörmungum, sem þeim náttúruhamförum fylgdu. Mundi Guðrún það vel og hafði frá mörgu að segja af því sem hafði á dagana drifið. Hún fór kaupstaðarferðir til Reykjavíkur með föður sínum og var aðalinnleggið kartöflur og rófur. Ferðin tók ekki minna en þrjá daga.

Guðrún gifti sig aldrei, hún vildi vera frjáls. En hún eignaðist eina dóttur, Sigríði, sem hún ól upp ein. Guðrún fylgdist vel með þjóðmálum, var mikil sjálfstæðiskona og fannst að Sjálfstæðisflokkurinn stæði sig vel núna, og hefði ekki í annan tíma staðið sig betur. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, árnaði henni heilla á 101 árs afmælinu og sagði að það hefði glatt hann hve fögrum orðum hún fór um Sjálfstæðisflokkinn. Guðrún var mikil og ákveðin jafnréttiskona og vildi vera sjálfstæð, henni fannst ganga illa hjá konum að berjast fyrir sínum málum, þær verða bara að herða sig og berjast fyrir sínum réttindum, sagði hún. Einn mann mat Guðrún öðrum fremur, það var Thor Jensen sem hún sagði að hefði verið besti maður sem hún hefði fyrir hitt á lífsleiðinni.

Guðrún vann fyrir sér við fatasaum, aðallega við saum á karlmannafötum og var hjá ýmsum klæðskerum aðallega Guðmundi Vikar og þótti dugleg og vandvirk saumakona. Hún var einnig ráðskona og bústýra norðanlands í nokkur ár hjá Sigurði bónda Árnasyni frá Höfnum á Skaga. Þau eignuðust saman eina dóttur, Sigríði, sem gift er Friðrik L. Guðmundssyni, fv. leigubílstjóra í Reykjavík. Sigríður hafði áður eignast son, Þórarin, með fyrri manni sínum, Baldvin Baldvinssyni. Þórarinn stundaði nám í listdansi í Englandi í mörg ár og var í miklu uppáhaldi hjá ömmu sinni.

Guðrún fluttist til Reykjavíkur 1933 og átti hér heima síðan. Þá var Norðurmýrin að byggjast og reisti hún sér hús við Vífilsgötu, sem hún bjó í, þar til hún þurfti á umönnun og vist að halda á dvalarheimili fyrir aldraða. Síðan hefur hún búið á Elliheimilinu Grund og undi þar vel hag sínum. Hún var við allgóða heilsu, hugurinn var ern og minnið gott. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey.

Gunnar Magnússon Richardson (1934-2000)

  • HAH01349
  • Einstaklingur
  • 24.1.1934 - 8.6.2000

Gunnar M. Richardson fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 24. janúar 1934. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 8. júní síðastliðinn.
Gunnar ólst upp á Borðeyri til þrettán ára aldurs en þá fluttist hann í Borgarnes í eitt ár og þaðan til Reykjavíkur. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og vann í símavinnu á sumrin. Gunnar starfaði hjá Niðursuðuverksmiðjunni ORA í Kópavogi frá 1955 til 1999, lengst af sem skrifstofu- og sölustjóri. Gunnar var félagi í Oddfellow reglunni, st. nr. 9, Þormóði Goða. Útför Gunnars fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Gunnar Ólafur Þór Egilson (1927-2011)

  • HAH01350
  • Einstaklingur
  • 13.6.1927 - 22.10.2001

Gunnar Ólafur Þór Egilson fæddist í Barcelona á Spáni 13. júní 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 22. október 2011.
Gunnar hóf nám í klarínettleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1944 og fór síðan til Bandaríkjanna og Bretlands til frekara náms. Hann kom heim vorið 1948 og hóf kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1950. Það ár hóf Gunnar að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem klarínettleikari og gegndi því starfi til ársins 1985; frá 1960 sem fyrsti klarínettleikari. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum í þágu tónlistar á Íslandi, m.a. sem ritari og síðar formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna og stjórnarmaður í Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, auk þess sem hann sat í nefndum m.a. um málefni SÍ og um uppbyggingu tónlistarskóla landsins. Hann sat í framkvæmdastjórn Listahátíðar og var með í að stofna samtök um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík, átti þátt í að stofna Musica Nova og Kammersveit Reykjavíkur og var virkur þátttakandi í flutningi kammertónlistar í þrjá áratugi. Árið 1972 var hann sæmdur gullmerki FÍH og gerður heiðursfélagi þar árið 1982. Í janúar 1985 hætti Gunnar að leika í SÍ og gegndi eftir það starfi skrifstofustjóra hljómsveitarinnar og síðan tónleikastjóri hennar auk þess sem hann stundaði kennslu. Árið 2001 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að tónlistarmálum.

Útför Gunnars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 31. október, og hefst athöfnin kl. 15.

Gunnlaug Hannesdóttir (1920-2012)

  • HAH01352
  • Einstaklingur
  • 17.9.1920 - 11.8.-2012

Gunnlaug Hannesdóttir fæddist á Eyrarbakka 17. september 1920. Hún lést 11. ágúst 2012.
Gunnlaug ólst upp í foreldrahúsum á Eyrarbakka. Hún fór snemma að vinna fyrir sér við ýmis störf.
Gunnlaug var í Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn 1940-1941.

Hún bjó lengst af í Árnesi á Laugarbakka þar sem Karl rak vélaverkstæði í félagi við aðra. Afar gestkvæmt var í Árnesi og einnig voru iðulega kostgangarar á heimilinu og vinnuflokkar í fæði. Gunnlaug var ráðskona í veiðihúsinu við Víðidalsá í tíu ár.

Eftir lát Karls flutti hún til Reykjavíkur og sá hún um veitingar hjá lögreglunni um tíma. Seinna vann hún við matseld fyrir starfsfólk Verslunarbankans. Gunnlaug var söngelsk og félagslynd. Hún var í Kvenfélaginu Iðju í Miðfirði og svo í Kvenfélagi Bústaðakirkju. Hún var í kirkjukór Melstaðarkirkju í áratugi og tók virkan þátt í kórastarfi eftir að hún flutti suður.

Frá árinu 1992 bjó Gunnlaug að Sléttuvegi 13 og sá um sig sjálf meðan heilsan leyfði eða þar til fyrir þremur árum. Eftir það naut hún aðhlynningar á Hjúkrunarheimilinu Eir þar til hún lést.
Útför Gunnlaugar var gerð frá Bústaðakirkju, föstudaginn 24. ágúst 2012 og hófst athöfnin kl. 13. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði.

Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson (1894-1974)

  • HAH01353
  • Einstaklingur
  • 16.11.1894 - 1.1.1970

Á nýjársdag lézt á sjúkrahúsinu á Hvammstanga Gunnlaugur Jóhannesson, bóndi á Bakka í Víðidal 75 ára að aldri. Gunnlaugur fæddist á Auðunnarstöðum 16. nóvember 1894.
Bóndi í Bakkakoti, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Bakka í Þorkelshólshr., V-Hún. Var á Auðunnarstöðum, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.
Gunnlaugur hóf skólagöngu og lauk gagnfræðaprófi frá„ Akureyrarskóla vorið 1914. Sama ár hóf hann nám í Menntaskólanum í Reykjavík en sá námsferill var ekki langur. Þann vetur fékk lömunarveiki og varð hann aldrei alheill maður eftir það. Þessi veikindaraun batt enda á skólagönguna, og skildi við hann með stórskertum líkamskröftum. Frá þeim tíma varð hann að styðjast við staf hvert sem hann fór. Þegar svo var komið fór Gunnlaugur heim að Auðunnarstöðum og vann þar við öll venjuleg bústörf á heimili móður sinnar. Vorið 1921 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Önnu Teitsdóttur frá Víðidalstungu. Þau voru á Auðunnarstöum fyrsta hjúskaparárið en vorið 1922 fluttu þau að Bakka sem síðan varíð heimili þeirra alla tíð. Bakki er frá náttúrunnar hendi, fremur rýrt býli, og aðkoma þar ekki góð fyrir frumbýlinga. Húsakostur var lélegur, og heyfengur lítill. Það var því mikið,og erfitt verkefni framundan, að reisa við jörðina, ekki sízt þar sem húsbóndinn var fatlaður af afleiðingum lömunarveiki. En ungu hjónin hófust þegar handa. Það liðu ekki mörg ár þar til hafin var bygging peningshúsa, og síðar íbúðarhúss, hvort tveggja úr steinsteypu, sem þá var enn fátítt. Mest af þeirri byggingarvinnu framkvæmdi Gunniaugur með eigin höndum enda lagtækur í bezta lagi. Bakki komst fljótlega í tölu þeirra býla þar sem búið var ræktunarbúskap og ný viðhorf í búskaparháttum samfara vélanotkun voru tekin í fulla þjónustu. Gunnlaugur var á margan hátt sérstæður maður og góðum hæfileikuim búinn. Hann hafði næmt auga fyrir nýjungum og notagildi þeirra og oft fljótur að tileinka sér þær. Áður er nefnt framlak hans um ræktun og byggingar. Hann keypti fyrsta útvarpstækið sem kom í þessa sveit. Það mun hafaverið 1926, þegar Otto B. Arnar o.fl. voru að hefja sitt tilraunaútvarp. Dráttarvél keypti Gurnnlaugur strax og kostur var. Fékk hann eina af fyrstu heimilisdráttarvélunum sem komu í héraðið.

Gunnlaugur átti sæti á aðalfundum Kaupfélags V-Húnvetninga á þriðja tug ára. Formaður Búnaðarfél. Þorkelshólshrepps var hann frá 1951—67 og átti þá jafnframt sæti á aðalfundum búnaðarsambandsins. Gunnlaugur var skemmtilegur fundarmaður. Hann hafði alltaf eitthvað að segja, sem létti hugann, jafnframt því sem rætt var um venjuleg málefni. Hann var frjór í hugsun og fljótur að koma auga á gagnlegar nýjungar, þó samfara gætni og stund um íhaldssemi, að gera, það eitt, sem hann taldi ekki of hættusamt. Kaupfélagi sínu vann hann af heilum huga og áhugasamari félagsmenn en hann voru ekki. margir.

Gunnlaugur unni söng af lífi og sál.Hann hafði fallega tenórrödd og söng í karlakór nær. fjóra áratugi. Ferðalög hans á sörngæfingar voru lengst af á hesti og ekki alltaf auðveld, bæííi vegna anna einyrkjans, við bústörfin, og svo var löng leið að fara á æfingar. En til þess hafði Gunnlaugur alltaf tíma. Eitt af því sem Gunnlaugur átti drjúgan þátt i á siðasta skeiði ævinnar, var að koma í framkvæmd byggingu tveggja búa, á Víðidalsá í framanverðum Víðidal. Samgönguerfiðleikar voru orðnir eitt mesta vandamál þeirra, sem bjuggu í framanverðum Víðidal. En með brúarbyggingunum voru þau leyst. Oft hefur fyrr og síðar heyrzt gagnrýni á vega- og brúargerð inn til dala og kannski líka út við strönd, þar sem umferð er lítil. En núorðið nær byggðin ekki lengra en þangað sem hægt er að koma við nútíma samgöngum. Þetta mun nú flestum ljóst orðið. Mörgum var það undrunarefni hverju Gunnlaugur gat afkastað svo fatlaður sem hann var. En þar kom til bæði meðfædd skapfesta og hagsýni um alla hluti sem við var fengizt. En vissulega var hann ekki einn að verki. Hann átti duglega og ágæta konu, og börnin munu hafa hjálpað til strax og þau höfðu getu til.

Hafþór Vestfjörð Sigurðsson (1943-1997)

  • HAH01358
  • Einstaklingur
  • 16.2.1943 - 22.6.1997

Hafþór Vestfjörð Sigurðsson fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1943. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. júní síðastliðinn.
Hafþór lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1965. Hann hóf kennslustörf við Leirárskóla sama ár og kenndi síðar við Árbæjarskóla í Reykjavík. Árið 1969 var hann ráðinn við nýstofnaðan skóla á Húnavöllum í Austur- Húnavatnssýslu og starfaði þar í sex ár, fyrst sem kennari og síðar sem skólastjóri. Þá kenndi hann í eitt ár við Breiðholtsskóla i Reykjavík, en fluttist síðan til Hallormsstaðar þar sem hann starfaði sem skólastjóri við grunnskólann í fjögur ár. Hafþór fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1980. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar við smíðakennaradeild Kennaraháskólans. Hann var ráðinn kennari við Álftanesskóla 1985 og starfaði þar til dauðadags.

Útför Hafþórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Halldóra Sigfúsdóttir (1908-2002)

  • HAH01366
  • Einstaklingur
  • 23.7.1908 - 30.11.2002

Halldóra Sigfúsdóttir fæddist á Krosshóli í Skíðadal 23. júlí 1908. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn. Útför Halldóru fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Hallgrímur Guðjónsson (1919-2018) Hvammi í Vatnsdal

  • HAH01370
  • Einstaklingur
  • 15.1.1919 - 3.8.2018

Hallgrímur fæddist í Hvammi í Vatnsdal. Heimili þeirra í Hvammi var hlýlegt og myndarlegt. Þangað var gott að koma og af fundi þeirra hjóna fór maður glaðari og bjartsýnni en áður.
Ekki gat Hallgrímur komist hjá því að taka að sér opinber störf fyrir sveit sína. Hann sat lengi í hreppsnefnd og var hreppstjóri í mörg ár og gegndi auk þess ýmsum öðrum nefndarstörfum. Mér er sagt að þessi störf öll hafi hann leyst vel af hendi og verið maður sátta og samkomulags.
Árið 1984 fann Hallgrímur fyrir heilsubresti sem leiddi til þess að hann varð að hætta búskap. Þau hjón seldu jörð sína og bú árið 1985. Það voru Hallgrími þung spor að geta ekki lengur stundað lífsstarf sitt. En honum var það viss gleði í þeirri raun að geta litið yfir jörð sína og bú og séð hverju hann hafði fengið áorkað á búskaparárum sínum, hve framkvæmdirnar höfðuverið miklar og allt skuldlaust.
Þau hjónin Fjóla og Hallgrímur fluttu til Reykjavíkur og keyptu stóra og bjarta íbúð á Flyðrugranda 14. Þessari íbúð hafa þau breytt og lagfært hana. Það er eðli sumra að bæta allt og fegra. Þarna eiga þau fallegt og hlýtt heimili eins og í Hvammi. Þangað er gott að koma og þar er gestkvæmt.

Hanna Regína Hersveinsdóttir (1933-2005)

  • HAH01378
  • Einstaklingur
  • 26.8.1933 - 18.6.2005

Hanna Regína Hersveinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. júní síðastliðinn eftir skamma legu. Hanna ólst upp í Reykjavík og vann þar ýmis störf, svo sem í mötuneytinu í Gufunesi og Kassagerð Reykjavíkur. Þegar hún giftist Þorsteini flutti hún til Ytri-Njarðvíkur og vann þá fyrst við fiskvinnslu og svo hjá Íslenskum aðalverktökum. 1992 flutti hún aftur til Reykjavíkur og vann þá í Ráðhúsi Reykjavíkur til ársins 2000.
Útför Hönnu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Hannes Guðmundsson (1925-2008)

  • HAH01379
  • Einstaklingur
  • 3.4.1925 - 10.9.2008

Hannes Guðmundsson fæddist á Hafgrímsstöðum í Skagafirði 3. apríl 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 10. september síðastliðinn. Hannes lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri og var lengst af bóndi á Auðkúlu í Svínavatnshreppi þar sem hann stýrði, ásamt móður sinni framan af, stóru og mannmörgu heimili. Margir vinnumenn bjuggu á Kúlu þegar mest var og dvöldu systkinabörn Hannesar þar flest sumur. Hannes var virkur í margskonar félagsstörfum í sveitinni samhliða búskapnum s.s. í þágu ungmennafélagsins á sviði frjálsra íþrótta og glímu þar sem hann leiðbeindi um skeið. Hann tók einnig þátt í kórastarfi og leiklist og aðstoðaði sveitunga sína við margskonar sérhæfð bústörf. Hannes dvaldi síðustu æviár sín á Heilbrigðisstofnun Blönduóss eftir að heilsu hans hrakaði.
Útför Hannesar verður gerð frá Svínavatnskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16.

Haraldur Bessason (1931-2009)

  • HAH01383
  • Einstaklingur
  • 14.4.1931 - 8.4.2009

Haraldur Bessason fæddist í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði 14. apríl 1931. Hann lést í Toronto í Kanada 8. apríl sl. Haraldur varð stúdent frá MA 1951 og cand. mag. frá HÍ 1956. Hann var prófessor og deildarformaður íslenskudeildar Manitobaháskóla 1956-1987, forstöðumaður og síðan fyrsti rektor Háskólans á Akureyri 1988-1994; fluttist 2003 til Toronto og stundaði kennslu og ritstörf uns yfir lauk. Haraldur gegndi ótal trúnaðarstörfum í þágu Vestur-Íslendinga, kom að ritstjórn fjölda tímarita (The Icelandic Canadian Magazine 1958-1976; Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1959-1969; Scandinavian Studies 1967-1981; Mosaic 1971-1974; Lögberg-Heimskringla 1979-1981) og var upphafsmaður að The University of Manitoba Icelandic Studies Series árið 1972, þar sem birtust m.a. þýðingar á Grágás og Landnámu og greinasafn um eddukvæði. Hann gegndi formennsku í félögum málfræðinga vestra og hélt fjölda fyrirlestra á fræðasviði sínu. Haraldur vann að og stóð fyrir grunnrannsóknum á máli og menningu Vestur-Íslendinga, skrifaði greinar og bókarkafla, m.a. um verk Halldórs Laxness í European Writers. The Twentieth Century (1990), þýddi A History of the Old Icelandic Commonwealth (1974) eftir Jón Jóhannesson, og ritstýrði (ásamt Baldri Hafstað) geinasöfnunum Heiðin minni (1999), og Úr manna minnum (2002). Sagnalist Haralds birtist í Bréfum til Brands (1999), og Dagstund á Fort Garry (2007). Væntanlegt er safn greina eftir Harald sem félagar við HA standa fyrir. Haraldur Bessason hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og varð heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1972; heiðursfélagi Íslendingadagsnefndar í Manitoba og heiðursborgari Winnipeg 1987; heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1990 og við HA 1999.Haralds Bessasonar verður minnst í dag í útfararstofu Neil Bardal Inc. í Winnipeg og í Toronto hinn 9. maí. Minningarathafnir verða í Akureyrarkirkju og í Áskirkju í Reykjavík í dag, 25. apríl, kl. 13.

Haraldur Eyþórsson (1927-2008) frá Brúarhlíð

  • HAH01387
  • Einstaklingur
  • 6.8.1927 - 25.11.2008

Haraldur Róbert Eyþórsson fæddist í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi í Ísafjarðarsýslu 6. ágúst 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 25. nóvember síðastliðinn.
Haraldur átti sína barnæsku í Fremri-Hnífsdal þar til foreldrar hans fluttu í Húnavatnssýsluna og var Haraldur þar til fullorðinsáranna þar til hann kynntist eiginkonu sinni og þau hófu búskap sinn í Reykjavík. Haraldur stundaði ýmsa vinnu til sjós og lands. Þar á meðal í landi hjá Póstinum, sem leigubílstjóri og síðast flutti hann aftur í Húnavatnssýsluna og réð sig sem vinnumaður hjá Guðmundi bróður sínum, bónda í Brúarhlíð í Blöndudal í A-Hún. Þar bjó Haraldur í um 30 ár og annaðist búskap. Þar synti hann sínum hugðarefnum sem voru dýrin. Haraldur vann við búið í Brúarhlíð þar til frænka hans Guðmunda Sigrún Guðmundsdóttir og maður hennar tóku við. Þá flutti hann til Blönduóss þar sem hann bjó til dauðadags en var þó alltaf með annan fótinn í sveitinni sinni eins og heilsa og kraftar leyfðu.
Útför Haraldar fer fram frá Bólstaðarhlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Haukur Magnússon (1926-2013) kennari Brekku í Þingi

  • HAH01391
  • Einstaklingur
  • 1.9.1926 - 15.6.2013

Haukur Magnússon fæddist á Brekku í Þingi, Austur-Húnavatnssýslu 1. september 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 15. júní 2013.
Haukur varð gagnfræðingur frá MA 1946, lauk kennaraprófi 1949 og stundaði viðbótarnám við Kennaraskóla Íslands og Háskóla Íslands árin 1952-53. Eftir námsdvöl í Englandi tók hann próf frá The Spawa School of English í Bournemouth 1954. Hann var kennari á Seyðisfirði 1949-50, á Patreksfirði 1950-52, við Breiðagerðisskóla í Reykjavík 1954-62 nema fimm mánuði veturinn 1955-56 er hann gegndi kennslustörfum í Kjósarhreppi. Haukur vann fjölmörg ár á skurðgröfum víða um land í sumarleyfum frá námi og kennslu. Hann var kennari við Barnaskóla Sveinsstaðahrepps 1962-69 og við Húnavallaskóla frá stofnun hans 1969 til ársins 1987. Haukur tók við búskap í Brekku af foreldrum sínum árið 1962 og bjó þar til 2010. Síðustu árin átti hann heimili á Blönduósi.
Útför Hauks verður gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 24. júní 2013, klukkan 14.

Haukur Níelsson (1921-2004)

  • HAH01393
  • Einstaklingur
  • 13.12.1921 - 27.8..2004

Haukur Níelsson bóndi á Helgafelli í Mosfellssveit, fæddist í Reykjavík 13. desember 1921. Hann andaðist 27. ágúst síðastliðinn.
Haukur ólst upp á Helgafelli. Hann stundaði nám í Íþróttaskólanum í Haukadal 1938 til 1939 og lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1941. Haukur var verkstjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur 1945 til 1953 er hann gerðist bóndi á Helgafelli. Hann var skipaður fangavörður við Hegningarhúsið í Reykjavík 1971 og gegndi því starfi í 12 ár. Haukur sat í hreppsnefnd Mosfellssveitar 1966 til 1986 og var formaður Búnaðarfélags Mosfellshrepps frá 1969 til 1994. Hann var kosinn í stjórn Kaupfélags Kjalarnesþings 1971 og var formaður stjórnar frá 1974 til 1994, sat í skólanefnd Bændaskólans á Hvanneyri 1976 til 1984, var formaður Framsóknarfélags Kjósarsýslu um langt ára bil auk þess sem hann sat í stjórn fleiri félaga s.s. Hestamannafélagsins Harðar og Skógræktarfélags Mosfellssveitar.
Útför Hauks verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Hekla Ásgrímsdóttir (1919-2004) Akureyri

  • HAH01397
  • Einstaklingur
  • 25.3.1919 - 4.9.2004

Hekla Ásgrímsdóttir fæddist á Akureyri 25. mars 1919. Hún lést á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri laugardaginn 4. september síðastliðinn. Auk húsmóðurstarfanna starfaði Hekla með Kvenfélaginu Hlíf um margra ára skeið.
Útför Heklu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Helena Ottósdóttir Heckel (1923-2007). Héraðsljósmóðir Bráðræði Skagaströnd

  • HAH01398
  • Einstaklingur
  • 14.9.1923 - 22.11.2007

Helena Martha Ottósdóttir fæddist í Pirna í Saxlandi í austurhluta Þýskalands 14. september 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 22. nóvember síðastliðinn. Eftir lát Georgs flutti Helena aftur til Blönduóss og bjó þar til dauðadags.
Útför Helenu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.

Aðalheiður Eggertsdóttir (1906-1988) frá Ytri-Völlum á Vatnsnesi

  • HAH01399
  • Einstaklingur
  • 17.12.1906 - 20.2.1988

Helga Aðalheiður hét hún en fyrra nafnið hennar var aldrei notað. Hún fæddist að Ytri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi í VesturHúnavatnssýslu 17. desember 1906.
Aðalheiður fór ung að heiman, fyrst í vist en vann síðan á spítalanum á Hvammstanga. Mun hún hafa haft hug á að læra hjúkrun en af því varð þó ekki. Veturinn 19271928 stundaði hún nám við Kvennaskólann á Blönduósi og talaði hún oft um hversu ánægjulegur sá vetur hefði verið. Eftir það fluttist hún til Reykjavíkur og átti þar heimili upp frá því. Aðalheiður var í nokkur ár starfandi á heimili Thors Jensens. Þetta voru góð ár hjá góðu fólki sem hún minntist alltaf með hlýju og virðingu. Þarna kynntist hún líka mannsefninu sínu, Jóni Bjarnasyni.
Jón og Aðalheiður voru samhent hjón. Á milli þeirra ríkti gagnkvæm ást og virðing og allt þeirra starf og lífsganga einkenndist af heiðarleika, reglusemi og dugnaði. Eftir lát Jóns héldu þau heimili saman, Aðalheiður og yngsti sonur hennar, Jón Daníel.

Helga Stefánsdóttir (1912-1989) Hjaltabakka

  • HAH01408
  • Einstaklingur
  • 10.12.1912 - 22.8.1989

Minning: Helga Stefánsdóttir frá Hjaltabakka Með örfáum orðum langar mig til að minnast Helgu Stefánsdóttur frá Hjaltabakka sem hefði orðið 77 ára 10. desember en hún lést 22. ágúst sl. og var jarðsungin 26. ágúst.
Helga fæddist árið 1912 í Kambakoti í Vindhælishreppi og var næstelst 12 systkina. Helga var aðeins í foreldrahúsum til 5 ára aldurs. Þá brenndist hún illa og þurfti að vera lengi undir læknishendi á Akureyri í umsjá föðursystur sinnar, Sigurlaugar. Eftir það var hún tekin í fóstur af Þuríði Sæmundssen á Blönduósi. Leit hún síðan alltaf á þá fjölskyldu sem sína eigin.
Helga gekk í Kvennaskólann á Blönduósi og vann eftir það viðsauma á Akureyri en hélt síðan til Reykjavíkur. Vann hún í 6 ár á heimili Sigurðar Sigurðssonar þáverandi landlæknis og konu hans og var síðan ætíð mjög hlýtt samband milli hennar og fjölskyldu hans.
Hún réðst árið 1947 sem ráðskona til Jóns Þórarinssonar bónda á Hjaltabakka í Austur-Húnavatnssýslu sem hafði þá hafið búskap á ættarjörð sinni. Þau urðu síðan hjón.
Jón og Helga brugðu búi árið 1981 og keyptu sér hús í Hvammsgerði 4 í Reykjavík. Þar var jafngott að koma og á Hjaltabakka og enn var boðið upp á uppáhaldssmá kökur mínar með kaffinu, einkum um jólin. Jón byggði þeim síðar lítinn sumarbústað á fögrum stað niður við sjóinn í landi Hjaltabakka og dvöldu þau þar flest sumur.

Helga Jónína Magnúsdóttir (1906-1999)

  • HAH01413
  • Einstaklingur
  • 18.6.1906 -

Húsfreyja að Blikastöðum í Mosfellssveit frá 1942. Í stjórn Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellssveit nokkur ár. Formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu 1948-1966. Formaður Kvenfélags Lágafellssóknar 1951-1964. Í varastjórn Kvenfélagasambands Íslands 1953, síðan í aðalstjórn þess og formaður 1963-1977. Kosin í hreppsnefnd 1954 og endurkosin 1958, var þá varaoddviti en tók við oddvitastörfum í ágústmánuði. Síðasti oddviti hreppsins sem hafði öll störf á eigin hendi áður en hreppurinn fékk skrifstofu og sveitarstjóra. Í stjórn Húsmæðrakennaraskóla Íslands í nokkur ár. Kosin í Landsdóm af Alþingi 1969 til 6 ára og endurkosin næsta tímabil. Fálkaorða RF 1970, Stórriddarakross StF 1976. Gullmerki Húsmæðrafélagasambands Svíþjóðar. Heiðursfélagi Kvenfélags Lágafellssóknar og Kvenfélagasambands Íslands.

Björn Lárusson (1902-1933) frá Keldulandi á Skaga

  • HAH02859
  • Einstaklingur
  • 17.2.1902 - 20.3.1933

Björn Lárusson 17. febrúar 1902 - 20. mars 1933 Formaður á vélbát frá Kotvogi í Höfnum. Ráðs- og formaður í Kotvogi, Kirkjuvogssókn, Gull. 1930. Drukknaði, ókvæntur barnlaus.

Björn Ólafsson Guðmundsson (1895-1974)

  • HAH02881
  • Einstaklingur
  • 26.11.1895 - 11.10.1974

Björn Ólafsson Guðmundsson 26. nóvember 1895 - 11. október 1974 Ráðherra. Var í Reykjavík 1910. Stórkaupmaður á Njálsgötu 5, Reykjavík 1930. Stórkaupmaður í Reykjavík 1945.
Hann fór ungur að vinna fyrir sér og hóf sjálfstæðan atvinnurekstur rúmlega tvítugur að aldri. Hann var sjálfmenntaður með ágætum, og starfshæfni hans og starfareynsla öfluðu honum sívaxandi trausts, eins og æviferill hans ber glöggt vitni. Fyrirtæki hans á sviði verslunar og iðnaðar stóðu jafnan á traustum grunni og efldust jafnt og þétt. Störfum að félagsmálum sinnti hann af heilum hug, og þar sem hann á annað borð lagði hönd á plóginn, var ekki slegið slöku við. Skýrast dæmi um það traust, sem hann naut til ábyrgðarstarfa, er val hans í ríkisstjórn, þegar leitað var út fyrir þingsali við val ráðherra á tímum heimsstyrjaldar og mikils vanda í viðskipta- og verðlagsmálum.
Björn Ólafsson var baráttumaður fyrir einstaklingsfrelsi og frjálsri verslun á Íslandi. Hann var um langt skeið einn af eigendum dagblaðsins Vísis, skrifaði mikið í blaðið og átti þar vettvang til baráttu fyrir þjóðmálaskoðunum sínum. Oft stóð styr um athafnir hans og framkvæmdir, eins og jafnan verður um slíka menn. Hann hélt fast við stefnu sína, var heilsteyptur í hvívetna, einarður og ákveðinn, djarfur og stórhuga.

Skafti Jósefsson (1839-1905) ritstjóri Akureyri, frá Hnausum

  • HAH02896
  • Einstaklingur
  • 17.6.1839 - 16.3.1905

Björn Skafti Jósefsson 17. júní 1839 - 16. mars 1905 Var á Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1845. Ritstjóri á Akureyri og Seyðisfirði. Húsbóndi, ritstjóri í Stóru Strandgötu, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Nefndur Skapti í Reykjahl. Sagður heita Björn Skapti Stephán í mt 1860.

Björn Sveinsson (1867-1958) Botnastöðum ov

  • HAH02900
  • Einstaklingur
  • 20.5.1867 - 21.8.1958

Björn Sveinsson 20. maí 1867 - 21. ágúst 1958 Bóndi Torfastöðum í Svartárdal 1901, Botnastöðum 1910 og Skagafirði. Síðast bóndi á Gili í Borgarsveit, Skag.

Björn Sigurjón Traustason (1938)

  • HAH02906
  • Einstaklingur
  • 29.5.1938 -

Björn Sigurjón Traustason frá Hörgshóli V-Hún. húsamiður í Reykjavík, f. 29.5.1938.

Bolli Ólafsson (1947)

  • HAH02926
  • Einstaklingur
  • 3.7.1947 -

Foreldrar hans; Ólafur Gísli Ólafsson 23. janúar 1907 - 10. desember 1978 Vinnumaður í Hvammi, Brjánslækjarsókn, V-Barð. 1930. Verkstjóri. Síðast bús. í Patrekshreppi og Ólafía Þorgrímsdóttir 6. febrúar 1915 - 10. júní 2003. Var í Miðhlíð II, Hagasókn, V-Barð. 1930. Síðast bús. á Patreksfirði..

Bragi Sveinsson (1954) Blönduósi

  • HAH02931
  • Einstaklingur
  • 14.9.1954 -

Bragi Sigmar Sveinsson 14. september 1954 Var í Kaupfélagsstjórahúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940) alþingismaður

  • HAH02934
  • Einstaklingur
  • 27.9.1856 - 16.3.1940

Bríet Bjarnhéðinsdóttir 27. september 1856 - 16. mars 1940 Var á Böðvarshólum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ritstjóri og bæjarfulltrúi í Reykjavík.

Bryndís Guðjónsdóttir (1965) Skagaströnd

  • HAH02935
  • Einstaklingur
  • 28.12.1965;

Bryndís Björk Guðjónsdóttir 28. desember 1965 Skagaströnd. [í vegabréfi er hún sögð f 29. des 1965 en í þjóðskrá 28. des. 1965] Hárgreiðslukona Reykjavík.

Brynhildur Ingvarsdóttir (1896-1978)

  • HAH02945
  • Einstaklingur
  • 3.8.1896 - 8.8.1978

Brynhildur Ingvarsdóttir 3. ágúst 1896 - 8. ágúst 1978, Vefnaðarkennari á Akureyri 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Kennari við Kvsk á Blönduósi.

Brynjólfur Sveinbergsson (1934-2016) mjólkursamlagsstjóri Hvammstanga

  • HAH02961
  • Einstaklingur
  • 17.1.1934 - 25.5.2016

Brynjólfur Sveinbergsson 17. janúar 1934 - 25. maí 2016. Mjólkurfræðingur og mjólkursamlagsstjóri á Hvammstanga. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum.
Brynjólfur fæddist á Blönduósi 17. janúar 1934. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 25. maí 2016.
Útför Brynjólfs fór fram frá Hvammstangakirkju 3. júní 2016, og hófst athöfnin kl. 14.

Böðvar Sveinsson (1971)

  • HAH02975
  • Einstaklingur
  • 8.2.1971 -

Böðvar Sveinsson 8. febrúar 1971 Mosfellsbæ, áhugaleikari með leikflokknum KEX í Noregi

Börkur Hrafn Árnason (1975)

  • HAH02977
  • Einstaklingur
  • 4.11.1975 -

Börkur Hrafn Árnason 4. nóvember 1975 Ásgarði Skagaströnd 1989

Christ Christiansson (d. 1956)

  • HAH02987
  • Einstaklingur
  • - 1956

Christ Christiansson (d. 1956) (líklega sá sami og heitir Kristján Kristjánsson) Park River Norður Dakota

Daníel Jónatansson (1860-1941) Bjargshóli í Miðfirði

  • HAH03010
  • Einstaklingur
  • 22.11.1860 - 4.5.1941

Daníel Jónatansson 22. nóvember 1860 - 4. maí 1941 Tökudrengur á Tannastöðum, Staðarsókn, Hún. 1870. Bóndi á Bjargshóli í Miðfirði, Fremri-Torfustaðahr., V-Hún. Var þar 1920 og 1930.

Daníel Sigurðsson (1846-1920) Ásum Svínavatnshreppi

  • HAH03012
  • Einstaklingur
  • 25.11.1846 - 23.1.1920

Daníel Sigurðsson 25. nóvember 1846 - 23. janúar 1920 Vinnumaður í Hofi, Hofssókn í Vopnafirði, N-Múl. 1870. Póstur á Háahamri, Munkaþverársókn, Eyj. 1880. Fjarverandi. Bóndi og póstur á Steinsstöðum í Tungusveit, Skag. Fór til Vesturheims 1914 frá Steinsstöðum, Lýtingsstaðahreppi, Skag, en kom aftur til Íslands.

Davíð Östlund (1871-1931) trúboði Reykjavík og vesturheimi

  • HAH03021
  • Einstaklingur
  • 19.5.1870 - 26.1.1931

Davíð Östlund 19. maí 1870 - 26. janúar 1931 Fæddur í Svíþjóð, Trúðboði aðventista, ritstjóri, forleggjari, bóksali og prentari Seyðisfirði 1901. Bindindisfulltrúi í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Dóra Emilsdóttir Reiners (1938)

  • HAH03026
  • Einstaklingur
  • 5.10.1938 -

Dóra Emilsdóttir Reiners 5. október 1938 Hjúkrunarkona í Reykjavík. Var á Sjúkrahúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Dóra Sveinbjörnsdóttir (1960-2006)

  • HAH03030
  • Einstaklingur
  • 12.6.1960 - 25.9.2006

Sveinbjörg Dóra Sveinbjörnsdóttir 12. janúar 1960 - 25. september 2006 Verslunarstarfsmaður á Skagaströnd og vann að ýmsum félagsmálum. Dóra verður jarðsungin frá Hólaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Eggert Egill Jóhannson (1901)

  • HAH03062
  • Einstaklingur
  • 29.11.1901 -

Eggert Egill Jóhannesson 29. nóvember 1901 Hvoli í Vesturhópi.

Eggert Elíesersson (1869-1915) Ytri-Völlum á Vatnsnesi

  • HAH03065
  • Einstaklingur
  • 9.11.1869 - 13.11.1869

Eggert Elíesersson 9. nóvember 1869 [8.11.1869 sk 13.11.1869]- 8. apríl 1915 Var í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Bóndi á Ytri-Völlum á Vatnsnesi.

Eggert Ósmann Jóhannesson Levy (1947)

  • HAH03081
  • Einstaklingur
  • 26.4.1947 -

Eggert Ósmann Jóhannesson Levy 26. apríl 1947 Var í Hrísakoti, Þverárhr., V-Hún. 1957. Skólastjóri á Húnavöllum

Egill Ragnarsson (1993)

  • HAH03089
  • Einstaklingur
  • 9.9.1993 -

Egill Ragnarsson 9. september 1993 þjónn

Eiður Sigurjónsson (1893-1964) Skálá í Sléttuhlíð

  • HAH03092
  • Einstaklingur
  • 10.9.1893 - 15.10.1964

Eiður Sigurjónsson 10. september 1893 - 15. október 1964 Heimili: Skálá, Slétturhlíð. Búfræðingur, kennari, bóndi, hreppstjóri og oddviti á Skálá í Sléttuhlíð, Skag. Síðar þingvörður í Reykjavík. Óvíst hvort/hvar er í mt. 1910. Farþegi á Gufuskipinu „Lagarfossi“ frá Reykjavík á Sauðárkróki 1930.

Einar Arnórsson (1880-1955)

  • HAH03093
  • Einstaklingur
  • 27.2.1880 - 29.3.1955

Einar Arnórsson 27. febrúar 1880 - 29. mars 1955 Prófessor, ráðherra og hæstaréttardómari í Reykjavík.

Einar Erlendsson Blandon (1882-1954) frá Fremstagili

  • HAH03099
  • Einstaklingur
  • 16.9.1882 - 19.1.1954

Einar Baldvin Erlendsson Blandon 16. september 1882 - 19. janúar 1954 Var í Fremstagili, Holtastaðasókn, Hún. 1901. F.v. skrif. í Reykjavík 1945. Sýsluskrifari Blönduósi og á Seyðisfirði.

Einar Indridi Benediktsson (1919)

  • HAH03112
  • Einstaklingur
  • 1919 -

Einar Indridi Benediktsson f. 1919. Kona hans; Marjonie Midge, búseta 1940: Toppenish, Election Precinct 90 Toppenish 1, Yakima, WA

Einar Ólafsson (1896-1991)

  • HAH03124
  • Einstaklingur
  • 1.5.1896 - 15.7.1991

Einar Ólafsson 1. maí 1896 - 15. júlí 1991 Bóndi í Lækjarhvammi við Suðurlandsveg, Reykjavík 1930. Bóndi í Bæ í Kjós og Lækjarhvammi í Reykjavík.

Eiríkur Núpdal Eiríksson (1877-1965) Suðurpóli

  • HAH03152
  • Einstaklingur
  • 3.10.1877 - 30.1.1965

Eiríkur Núpdal Eiríksson 3. október 1877 - 30. janúar 1965 Barn hennar á Neðranúpi, Efranúpssókn, Hún. 1880. Verkamaður á Suðurpóli I-II við Laufásveg, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík.

Elbjörg Pauline Kvist (1960)

  • HAH03164
  • Einstaklingur
  • 16.11.1960 -

Elbjørg Pauline Kvist 16. nóvember 1960 Arnarstapa. Kapteinn við Hjálpræðisherinn. Frá Noregi

Elínborg Elísabet Jóhannesdóttir (1857-1940) Litla-Hvammi í Miðfirði

  • HAH03168
  • Einstaklingur
  • 10.10.1857 - 8.1.1940

Elínborg Elísabet Jóhannesdóttir 10. október 1857 - 8. janúar 1940 Var í Húk, Efranúpssókn, Hún. 1860. Var á Torfustöðum, Efrinúpssókn, Hún. 1870. Húsfreyja í Litla-Hvammi í Miðfirði, síðar í Hafnarfirði. Húsfreyja í Hafnarfirði 1930.

Elín Margrét Jónatansdóttir (1866-1945)

  • HAH03192
  • Einstaklingur
  • 2.4.1866 - 29.11.1945

Elín Margrét Jónatansdóttir 2. apríl 1866 - 29. nóvember 1945 Var í Miðengi, Garðasókn, Gull. 1870. Var á Miðengishjáleigu, Garðasókn, Gull. 1880. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Vonarstræti 8, Reykjavík 1930.

Elín Sakaríasdóttir (1831-1906) ljósmóðir Bálkastöðum ov

  • HAH03198
  • Einstaklingur
  • 22.8.1831 - 5.12.1906

Elín Sakaríasdóttir 22. ágúst 1831 [21.8.1831] - 5. desember 1906 Ljósmóðir og húsfreyja á Gestsstöðum í Kirkjubólshr., Strand., í Hrútatungu og á Bálkastöðum, Staðarhr., V-Hún. Síðar á Kollafossi í Miðfirði. Fyrrverandi yfirsetukona í Kollafossi, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Sögð ógift í mt 1870 á Tannstöðum

Elín Sigurðardóttir (1944) Torfalæk

  • HAH03202
  • Einstaklingur
  • 19.5.1944 -

Elín Sigurlaug Sigurðardóttir 19. maí 1944. Torfalæk. Forstöðukona Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

Elín Valdimarsdóttir (1895-1917)

  • HAH03207
  • Einstaklingur
  • 18.10.1895 - 31.8.1917

Elín Valdimarsdóttir 18. október 1895 - 31. ágúst 1917 Fremribakka Nauteyrarhreppi N.Ís. 1901. Kvennaskólanum á Blönduós 1912-1913, fyrsta veturinn sem skólinn starfaði í nýja húsinu. Einkabarn foreldra sinna.

Elínborg Björnsdóttir (1879-1940) Hnjúki í Vatnsdal ov

  • HAH03213
  • Einstaklingur
  • 23.5.1879 - 4.11.1940

Elínborg Björnsdóttir 23. maí 1879 - 4. nóvember 1940 Tökubarn Sigríðarstöðum Vesturhópi 1880. Hnjúki í Vatnsdal 1901, Svertingsstöðum 1910. Reykjavík að læra fatasaum hjá Gunnsteini Eyjólfssyni, 1920, sögð þar heita Elínbjörg.

Elínborg Katrín Sveinsdóttir (1897-1955)

  • HAH03228
  • Einstaklingur
  • 12.10.1897 - 11.5.1955

Elínborg Katrín Sveinsdóttir 12. október 1897 - 11. maí 1955 Símstöðvarstjóri. Húsfreyja á Borðeyri 1930.

Elísabet Sigríður Frímannsdóttir (1913-1990)

  • HAH03269
  • Einstaklingur
  • 16.6.1913 - 1.9.1990

Elísabet Sigríður Frímannsdóttir (Beta) 16. júní 1913 - 1. september 1990 Var á Neðri Jaðri, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.

Elísabet Þorbjörg Þorleifsdóttir (1874-1961) Móbergi

  • HAH03275
  • Einstaklingur
  • 9.11.1874 - 30.5.1961

Elísabet Þorbjörg Þorleifsdóttir 9. nóvember 1874 - 30. maí 1961 Húsfreyja á Móbergi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Fagranesi, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.

Niðurstöður 5601 to 5700 of 10349