Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

5.6.1929 - 15.10.2002

History

Guðmundur Lárusson, byggingameistari frá Skagaströnd, fæddist á Vindhæli í Austur-Húnavatnssýslu 5. júní 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. október síðastliðinn. Sex ára gamall fluttist Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni á Skagaströnd. Þar ólst hann upp við leik og störf, gekk þar í skóla og lauk þaðan skyldunámi, fór síðan í Iðnskólann á Siglufirði og lauk þaðan prófi árið 1949. Síðar fór hann suður til Reykjavíkur og lauk meistaraprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík.

Útför Guðmundar var gerð frá Grafarvogskirkju 24. október 2002. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði sama dag.

Places

Vindhæli á Skagaströnd: Hólabraut 26 Höfðakaupsstaður: Reykjavík:

Legal status

Barnaskólinn á Skagaströnd, Iðnskólinn á Siglufirði; Iðnskólinn í Reykjavík:

Functions, occupations and activities

Trésmiður: Skipasmiður 1970: Verkstjóri:
Árin 1952-1955 vann hann hjá Vita- og hafnarmálum við hafnargerð t.d. í Ólafsvík, Grundarfirði og Grímsey.
Árin 1955-1961 vann við ýmsar byggingarframkvæmdir í Reykjavík og víðar.
Árið 1961 varð hann aðaleigandi Trésmiðjunnar Höfða á Skagaströnd sem síðar hét Trésmiðja Guðmundar Lárussonar hf. sem annaðist byggingaframkvæmdir á Skagaströnd og víðar, einkum í Skagafirði og á Ströndum.
Árið 1968 var hann einn af aðalhvatamönnum að stofnun Skagstrendings hf. og var í fyrstu stjórn félagsins.
Árið 1970 stofnaði Guðmundur svo Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. sem smíðaði báta úr tré/eik, var framkvæmdarstjóri hennar til 1982. Hann var einn af fyrstu aðilum sem hóf framleiðslu á bátum úr trefjaplasti hér á landi en það var árið 1977.
Árið 1972 stofnar hann Rækjuvinnsluna hf. ásamt nokkrum einstaklingum á Skagaströnd. Hún var rekin fyrstu árin í gömlu frystihúsi á Skagaströnd. Ári eftir stofnun hennar var hafin smíði á nýju húsi undir vinnsluna sem tekið var í notkun 1975 og þótti þá hið flottasta og fullkomnasta sinnar tegundar á landinu.

Þegar Guðmundur flutti aftur til Reykjavíkur starfaði hann sem verkstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum í Keflavík en árið 1984 varð hann matsmaður hjá Brunabótafélagi Íslands og síðan hjá VÍS til 1999 er hann lét af störfum vegna aldurs.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Lárus Guðmundur Guðmundsson bóndi og Lára Kristjánsdóttir kona hans. Guðmundur var þriðji í hópi fjögurra barna þeirra hjóna, einkasonur þeirra.

Systur hans;
1) Soffía Sigurlaug Lárusdóttir 23. júní 1925 - 31. mars 2010. Var á Vindhæli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Hólabraut 25, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957. Húsfreyja á Skagaströnd.
2) Kristjana Sigurbjörg Lárusdóttir 12. júní 1926 - 23. feb. 2015. Var á Vindhæli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja og fékkst við ýmis störf, lengst af bús. í Kópavogi.
3) Guðrún Ingibjörg Lárusdóttir 12. júlí 1930 - 20. sept. 2010. Húsfreyja og verkakona á Skagaströnd, síðar bús. á Hvammstanga.

Guðmundur kynntist 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni Erlu Valdimarsdóttur frá Ísafirði, fædd 8. júní 1934. Þau hófu búskap árið 1955. Fyrst bjuggu þau í Reykjavík eða þar til þau fluttu á Skagaströnd árið 1961. En þar bjuggu þau allt til ársins 1982 er leið þeirra lá aftur til Reykjavíkur.

Börn Guðmundar og Erlu eru:
1) Sigríður Þórunn Gestsdóttir f. 26.3.1954, búsett á Skagaströnd, Faðir hennar; Gestur Hans Einarsson (1928-2000), maki Stefán H. Jósefsson, þau eiga fjögur börn,
2) Lára Bylgja Guðmundsdóttir f. 3.12.1955 búsett í Noregi maki Jan Erik Gjernes, þau eiga fjórar dætur,
3) Guðmundur Viðar Guðmundsson f. 10.3.1957, búsettur á Akureyri maki Elín Brynjarsdóttir, hann á fjögur börn,
4) Valdimar Lárus Guðmundsson 16. mars 1958 - 4. apríl 2015. Skipa- og húsasmíðameistari, lengst af sjálfstætt starfandi við smíðar. Síðast bús. í Reykjavík. Hann á fjögur börn,
5) Kristinn Reynir Guðmundsson f. 7.2.1960, búsettur í Hrútafirði, maki Vilborg Magnúsdóttir, þau eiga tvær dætur,
6) Sigurður Brynjar Guðmundsson f. 7.2.1960, búsettur í Mosfellsbæ, maki Halldóra Halldórsdóttir, þau eiga fjóra syni,
7) Þórdís Elva Guðmundsdóttir f. 21.10.1961, búsett í Kópavogi maki Jón Árnason, þau eiga þrjú börn,
8) Hjörtur Sævar Guðmundsson f. 8.2.1963, búsettur á Skagaströnd sambýliskona Vigdís Ómarsdóttir, þau eiga þrjá syni,
9) Soffía Kristbjörg Guðmundsdóttir f. 28.4.1964, búsett í Reykjavík, maki Halldór Ólafsson, þau eiga tvær dætur og
10) Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir f. 10.6.1971, búsett í Reykjavík, maki Jóhannes Guðmundsson, þau eiga tvær dætur.

General context

Relationships area

Related entity

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa ((1950))

Identifier of related entity

HAH00609

Category of relationship

associative

Dates of relationship

5.6.1929

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Hólabraut Skagaströnd

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi nr 26, 1975

Related entity

Lárus Guðmundsson (1896-1981) Vindhæli (6.10.1896 - 21.9.1981)

Identifier of related entity

HAH05140

Category of relationship

family

Type of relationship

Lárus Guðmundsson (1896-1981) Vindhæli

is the parent of

Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd

Dates of relationship

5.6.1929

Description of relationship

Related entity

Soffía Lárusdóttir (1925-2010) Skagaströnd, frá Vindhæli (23.6.1925 - 31.3.2010)

Identifier of related entity

HAH02011

Category of relationship

family

Type of relationship

Soffía Lárusdóttir (1925-2010) Skagaströnd, frá Vindhæli

is the sibling of

Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd

Dates of relationship

5.6.1929

Description of relationship

Related entity

Erla Valdimarsdóttir (1934-2008) Hólabraut Skagaströnd (8.6.1934 - 29.9.2008)

Identifier of related entity

HAH01210

Category of relationship

family

Type of relationship

Erla Valdimarsdóttir (1934-2008) Hólabraut Skagaströnd

is the spouse of

Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd

Dates of relationship

1955

Description of relationship

Börn Guðmundar og Erlu eru: 1) Sigríður Þórunn Gestsdóttir f. 26.3.1954, búsett á Skagaströnd, Faðir hennar; Gestur Hans Einarsson (1928-2000), maki Stefán H. Jósefsson, þau eiga fjögur börn, 2) Lára Bylgja Guðmundsdóttir f. 3.12.1955 búsett í Noregi maki Jan Erik Gjernes, þau eiga fjórar dætur, 3) Guðmundur Viðar Guðmundsson f. 10.3.1957, búsettur á Akureyri maki Elín Brynjarsdóttir, hann á fjögur börn, 4) Valdimar Lárus Guðmundsson 16. mars 1958 - 4. apríl 2015. Skipa- og húsasmíðameistari, lengst af sjálfstætt starfandi við smíðar. Síðast bús. í Reykjavík. Hann á fjögur börn, 5) Kristinn Reynir Guðmundsson f. 7.2.1960, búsettur í Hrútafirði, maki Vilborg Magnúsdóttir, þau eiga tvær dætur, 6) Sigurður Brynjar Guðmundsson f. 7.2.1960, búsettur í Mosfellsbæ, maki Halldóra Halldórsdóttir, þau eiga fjóra syni, 7) Þórdís Elva Guðmundsdóttir f. 21.10.1961, búsett í Kópavogi maki Jón Árnason, þau eiga þrjú börn, 8) Hjörtur Sævar Guðmundsson f. 8.2.1963, búsettur á Skagaströnd sambýliskona Vigdís Ómarsdóttir, þau eiga þrjá syni, 9) Soffía Kristbjörg Guðmundsdóttir f. 28.4.1964, búsett í Reykjavík, maki Halldór Ólafsson, þau eiga tvær dætur og 10) Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir f. 10.6.1971, búsett í Reykjavík, maki Jóhannes Guðmundsson, þau eiga tvær dætur.

Related entity

Guðmundur Sigvaldason (1854-1912) Vindhæli (25.8.1854 - 14.10.1912)

Identifier of related entity

HAH04133

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Sigvaldason (1854-1912) Vindhæli

is the grandparent of

Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd

Dates of relationship

1929

Description of relationship

Guðmundur var sonur Lárusar (1896-1981) á Vindhæli sonar Guðmundar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01287

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places