Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
5.6.1929 - 15.10.2002
Saga
Guðmundur Lárusson, byggingameistari frá Skagaströnd, fæddist á Vindhæli í Austur-Húnavatnssýslu 5. júní 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. október síðastliðinn. Sex ára gamall fluttist Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni á Skagaströnd. Þar ólst hann upp við leik og störf, gekk þar í skóla og lauk þaðan skyldunámi, fór síðan í Iðnskólann á Siglufirði og lauk þaðan prófi árið 1949. Síðar fór hann suður til Reykjavíkur og lauk meistaraprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík.
Útför Guðmundar var gerð frá Grafarvogskirkju 24. október 2002. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði sama dag.
Staðir
Vindhæli á Skagaströnd: Hólabraut 26 Höfðakaupsstaður: Reykjavík:
Réttindi
Barnaskólinn á Skagaströnd, Iðnskólinn á Siglufirði; Iðnskólinn í Reykjavík:
Starfssvið
Trésmiður: Skipasmiður 1970: Verkstjóri:
Árin 1952-1955 vann hann hjá Vita- og hafnarmálum við hafnargerð t.d. í Ólafsvík, Grundarfirði og Grímsey.
Árin 1955-1961 vann við ýmsar byggingarframkvæmdir í Reykjavík og víðar.
Árið 1961 varð hann aðaleigandi Trésmiðjunnar Höfða á Skagaströnd sem síðar hét Trésmiðja Guðmundar Lárussonar hf. sem annaðist byggingaframkvæmdir á Skagaströnd og víðar, einkum í Skagafirði og á Ströndum.
Árið 1968 var hann einn af aðalhvatamönnum að stofnun Skagstrendings hf. og var í fyrstu stjórn félagsins.
Árið 1970 stofnaði Guðmundur svo Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. sem smíðaði báta úr tré/eik, var framkvæmdarstjóri hennar til 1982. Hann var einn af fyrstu aðilum sem hóf framleiðslu á bátum úr trefjaplasti hér á landi en það var árið 1977.
Árið 1972 stofnar hann Rækjuvinnsluna hf. ásamt nokkrum einstaklingum á Skagaströnd. Hún var rekin fyrstu árin í gömlu frystihúsi á Skagaströnd. Ári eftir stofnun hennar var hafin smíði á nýju húsi undir vinnsluna sem tekið var í notkun 1975 og þótti þá hið flottasta og fullkomnasta sinnar tegundar á landinu.
Þegar Guðmundur flutti aftur til Reykjavíkur starfaði hann sem verkstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum í Keflavík en árið 1984 varð hann matsmaður hjá Brunabótafélagi Íslands og síðan hjá VÍS til 1999 er hann lét af störfum vegna aldurs.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Lárus Guðmundur Guðmundsson bóndi og Lára Kristjánsdóttir kona hans. Guðmundur var þriðji í hópi fjögurra barna þeirra hjóna, einkasonur þeirra.
Systur hans;
1) Soffía Sigurlaug Lárusdóttir 23. júní 1925 - 31. mars 2010. Var á Vindhæli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Hólabraut 25, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957. Húsfreyja á Skagaströnd.
2) Kristjana Sigurbjörg Lárusdóttir 12. júní 1926 - 23. feb. 2015. Var á Vindhæli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja og fékkst við ýmis störf, lengst af bús. í Kópavogi.
3) Guðrún Ingibjörg Lárusdóttir 12. júlí 1930 - 20. sept. 2010. Húsfreyja og verkakona á Skagaströnd, síðar bús. á Hvammstanga.
Guðmundur kynntist 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni Erlu Valdimarsdóttur frá Ísafirði, fædd 8. júní 1934. Þau hófu búskap árið 1955. Fyrst bjuggu þau í Reykjavík eða þar til þau fluttu á Skagaströnd árið 1961. En þar bjuggu þau allt til ársins 1982 er leið þeirra lá aftur til Reykjavíkur.
Börn Guðmundar og Erlu eru:
1) Sigríður Þórunn Gestsdóttir f. 26.3.1954, búsett á Skagaströnd, Faðir hennar; Gestur Hans Einarsson (1928-2000), maki Stefán H. Jósefsson, þau eiga fjögur börn,
2) Lára Bylgja Guðmundsdóttir f. 3.12.1955 búsett í Noregi maki Jan Erik Gjernes, þau eiga fjórar dætur,
3) Guðmundur Viðar Guðmundsson f. 10.3.1957, búsettur á Akureyri maki Elín Brynjarsdóttir, hann á fjögur börn,
4) Valdimar Lárus Guðmundsson 16. mars 1958 - 4. apríl 2015. Skipa- og húsasmíðameistari, lengst af sjálfstætt starfandi við smíðar. Síðast bús. í Reykjavík. Hann á fjögur börn,
5) Kristinn Reynir Guðmundsson f. 7.2.1960, búsettur í Hrútafirði, maki Vilborg Magnúsdóttir, þau eiga tvær dætur,
6) Sigurður Brynjar Guðmundsson f. 7.2.1960, búsettur í Mosfellsbæ, maki Halldóra Halldórsdóttir, þau eiga fjóra syni,
7) Þórdís Elva Guðmundsdóttir f. 21.10.1961, búsett í Kópavogi maki Jón Árnason, þau eiga þrjú börn,
8) Hjörtur Sævar Guðmundsson f. 8.2.1963, búsettur á Skagaströnd sambýliskona Vigdís Ómarsdóttir, þau eiga þrjá syni,
9) Soffía Kristbjörg Guðmundsdóttir f. 28.4.1964, búsett í Reykjavík, maki Halldór Ólafsson, þau eiga tvær dætur og
10) Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir f. 10.6.1971, búsett í Reykjavík, maki Jóhannes Guðmundsson, þau eiga tvær dætur.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.5.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
mbl 16.11.2002. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/698848/?item_num=4&searchid=e764b9bd18607c47f6fdf51ed812bf321ddcb6d7
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Gumundur_Lrusson1929-2002__frkvstj_Skagastrnd.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg