Guðmundur Jóhannes Pálsson (1907-1993) frá Guðlaugsstöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðmundur Jóhannes Pálsson (1907-1993) frá Guðlaugsstöðum

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

  • Guðmundur Jóhannes Pálsson frá Guðlaugsstöðum

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

19.1.1907 - 27.8.1993

History

Guðmundur á Guðlaugsstöðum, er látinn á 87. aldursári eftir langan og gifturíkan búskap á ættaróðalinu, þar sem hann ólst upp og dvaldi til hinstu stundar. Með honum er genginn einn af fáum eftirlifandi máttarstólpum hins íslenzka bændasamfélags, sem tók út sinn þroska og hóf búskap á árunum fyrir stríð og fylgdist síðan vel með í þeirri gífurlegu framþróun, sem orðið hefur í íslenzkum landbúnaði frá stríðslokum. Hugur Guðmundar sem ungs manns mun ekki hafa staðið til búskapar. Á unga aldri hafði hann áhuga á að gerast iðnaðarmaður og var um skeið í trésmíðanámi í Reykjavík, en veiktist þá af mænuveiki sem orsakaði að hann lagði frekara nám á hilluna og hóf búskap á ættaróðalinu. Enginn vafi er á því að þessi meðfæddi hæfileiki til handverks kom honum vel að gagni við búskapinn, því að hann gerði sér vel grein fyrir því að góður bóndi þarf að geta lagt gjörva hönd á margt, bæði hvað snertir tré og járn, og búa sem mest að sínu. Það mun einnig hafa átt ríkan þátt í ákvörðun hans að sýnt þótti að hann einn af systkinahópnum mundi hafa vilja til búskapar á ættaróðalinu, sem þá hafði verið í eigu sömu ættar hátt í 300 ár. Guðlaugsstaðir voru og eru stórbýli á íslenzka vísu. Jörðin er landmikil en erfið til búskapar og hentar ekki nema fyrir dugnaðarmenn að búa svo að vel fari. Heyskapur var erfiður og vetrarbeit fyrir sauðfé sömuleiðis en arðsemi góð, ef vel var á haldið. Guðmundur hófst þegar handa um stórfelldar jarðarbætur, byggingu beitarhúsa og endurbyggingu allra húsa á jörðinni og alla sína ævi vann hann sífellt að endurbótum, vakinn og sofinn og lauk því með að byggja reisulegt íbúðarhús. Ekki er hægt að segja að Guðmundur hafi verið mannblendinn og fór sjaldan af bæ nema brýnt erindi bæri til. Hann sóttist ekki eftir mannvirðingum en var eins og "Guðlaugsstaðakyninu" er tamt ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós ef svo bar undir, oftast að þrauthugsuðu máli. Hann var mjög gestrisinn heim að sækja og lét þá gamminn geysa í samtölum. Þegar hafist var handa um áætlanir um Blönduvirkjun sem snertu mjög jörð hans var hann mjög tortrygginn; taldi að jarðrask og spilling gróins lands væri mjög til tjóns og lítils arðs væri að vænta af samvinnu við erlenda auðhringa. Honum var það vel ljóst, að ótímabær bygging Blönduvirkjunar var hið mesta óráð eins og síðar kom á daginn. Guðmundur varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast hina mætustu eiginkonu, Sólveigu Ásgerði Stefánsdóttur frá Merki á Jökuldal. Þau eignuðust tvær dætur, Guðnýju Aðalheiði, sem verið hefur sjúklingur frá barns aldri, og Guðrúnu, sem nú hefur tekið við búinu á Guðlaugsstöðum ásamt manni sínum, Sigurði Ingva Björnssyni. Þau hjón voru mjög samhent í búskapnum og ekki síður þeim erfiðleikum, sem fylgja því að ala upp og hlynna að vanheilu barni sem þau höfðu á heimilinu eins lengi og hrakandi heilsa þeirra framast leyfði.

Places

Guðlaugsstaðir Svínavatnshreppur A-Hún:

Legal status

Bóndi

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Guðrún Guðmundsdóttir (1952) Guðlaugsstöðum (17.7.1952 -)

Identifier of related entity

HAH04304

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Guðmundsdóttir (1952) Guðlaugsstöðum

is the child of

Guðmundur Jóhannes Pálsson (1907-1993) frá Guðlaugsstöðum

Dates of relationship

17.7.1952

Description of relationship

Related entity

Björn Pálsson (1905-1996) bóndi og alþm Ytri-Löngumýri (25.2.1905 - 11.4.1996)

Identifier of related entity

HAH01143

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Pálsson (1905-1996) bóndi og alþm Ytri-Löngumýri

is the sibling of

Guðmundur Jóhannes Pálsson (1907-1993) frá Guðlaugsstöðum

Dates of relationship

19.1.1907

Description of relationship

Related entity

Elinbergur Pálsson (1903-1932) Undirfelli 1930 frá Guðlaugsstöðum (5.7.1903 - 1.11.1932)

Identifier of related entity

HAH03166

Category of relationship

family

Type of relationship

Elinbergur Pálsson (1903-1932) Undirfelli 1930 frá Guðlaugsstöðum

is the sibling of

Guðmundur Jóhannes Pálsson (1907-1993) frá Guðlaugsstöðum

Dates of relationship

19.1.1907

Description of relationship

Related entity

Hannes Pálsson (1898-1978) Undirfelli (18.4.1898 - 15.1.1978)

Identifier of related entity

HAH04784

Category of relationship

family

Type of relationship

Hannes Pálsson (1898-1978) Undirfelli

is the sibling of

Guðmundur Jóhannes Pálsson (1907-1993) frá Guðlaugsstöðum

Dates of relationship

19.1.1907

Description of relationship

Related entity

Ásgerður Stefánsdóttir (1910-2007) Guðlaugsstöðum (25.7.1910 -17.9.2007)

Identifier of related entity

HAH02013

Category of relationship

family

Type of relationship

Ásgerður Stefánsdóttir (1910-2007) Guðlaugsstöðum

is the spouse of

Guðmundur Jóhannes Pálsson (1907-1993) frá Guðlaugsstöðum

Dates of relationship

1947

Description of relationship

Börn þeirra: Guðný Aðalheiður, f. 19.7. 1948, d. 16.11. 1998, Guðrún, f. 17.7. 1951, bónda á Guðlaugsstöðum

Related entity

Guðlaugsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00079

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðlaugsstaðir í Blöndudal

is controlled by

Guðmundur Jóhannes Pálsson (1907-1993) frá Guðlaugsstöðum

Dates of relationship

1934

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01284

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places