Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Hanna Regína Hersveinsdóttir (1933-2005)
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
26.8.1933 - 18.6.2005
History
Hanna Regína Hersveinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. júní síðastliðinn eftir skamma legu. Hanna ólst upp í Reykjavík og vann þar ýmis störf, svo sem í mötuneytinu í Gufunesi og Kassagerð Reykjavíkur. Þegar hún giftist Þorsteini flutti hún til Ytri-Njarðvíkur og vann þá fyrst við fiskvinnslu og svo hjá Íslenskum aðalverktökum. 1992 flutti hún aftur til Reykjavíkur og vann þá í Ráðhúsi Reykjavíkur til ársins 2000.
Útför Hönnu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Places
Reykjavík: Ytri-Njarðvík:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Hanna var yngst fjögurra barna hjónanna Hersveins Þorsteinssonar skósmiðs, f. 2. sept. 1902, d. 27. ágúst 1992, og Margrétar Árnýjar Helgadóttur, f. 13. okt. 1906, d. 2. apríl 1988.
Bræður Hönnu eru Helgi húsasmiður, f. 1927, kvæntur Hrafnhildi Kristjánsdóttur, Sigursteinn Haraldur rafeindavirkjameistari, f. 1928, kvæntur Ingibjörgu Kolbeinsdóttur, og Þórir Sigurður lögregluþjónn, f. 1931, kvæntur Guðbjörgu Ármannsdóttur.
Hinn 6. maí 1968 giftist Hanna Þorsteini Eiríkssyni bifreiðastjóra, f. 24. mars 1932, d. 25.des. 1990. Foreldrar hans voru hjónin Árný Ólafsdóttir, f. 14. ágúst 1900, d. 3. des. 1984, og Eiríkur Þorsteinsson, f. 23. nóv. 1898, d. 7. sept. 1986. Dætur Hönnu eru:
1) Þóra, f. 23. júlí 1959, dóttir Guðmundar Ragnars Brynjólfssonar, f. 18. mars 1912, d. 26. maí 1988. Eiginmaður Þóru er Ævar Ragnar Kvaran, f. 18. sept. 1952. Þau reka saman lakkverkstæði, synir þeirra eru Ævar Örn, f. 7. nóv. 1983, nemi við Háskólann í Reykjavík, Kristófer Rúnar, f. 5. febr. 1987, nemi við Menntaskólann Hraðbraut, og Hersveinn Sindri, f. 9. ágúst 1993.
2) Árný Þorsteinsdóttir, f. 16. febr. 1969, nemi við Kaupmannahafnarháskóla, gift Sigurði Sigurðssyni, f. 22. nóv. 1967 phd. adjunkt við Tækniháskólann í Danmörku, synir þeirra eru Tómas, f. 7. febr. 1998, og Matthías, f. 14. sept. 2000.
3) Margrét Þorsteinsdóttir, hárgreiðslumeistari, f. 23. mars 1972, maki Jón Sigurgrímsson, f. 1. okt. 1965, sölumaður, synir þeirra Patrekur Logi, f. 20. ágúst 1997, og Alexander Máni, f. 14. júlí 2001.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 23.5.2017
Language(s)
- Icelandic