Björn Ólafsson Guðmundsson (1895-1974)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Björn Ólafsson Guðmundsson (1895-1974)

Parallel form(s) of name

  • Björn Ólafsson Guðmundsson
  • Björn Guðmundsson (1895-1974)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

26.11.1895 - 11.10.1974

History

Björn Ólafsson Guðmundsson 26. nóvember 1895 - 11. október 1974 Ráðherra. Var í Reykjavík 1910. Stórkaupmaður á Njálsgötu 5, Reykjavík 1930. Stórkaupmaður í Reykjavík 1945.
Hann fór ungur að vinna fyrir sér og hóf sjálfstæðan atvinnurekstur rúmlega tvítugur að aldri. Hann var sjálfmenntaður með ágætum, og starfshæfni hans og starfareynsla öfluðu honum sívaxandi trausts, eins og æviferill hans ber glöggt vitni. Fyrirtæki hans á sviði verslunar og iðnaðar stóðu jafnan á traustum grunni og efldust jafnt og þétt. Störfum að félagsmálum sinnti hann af heilum hug, og þar sem hann á annað borð lagði hönd á plóginn, var ekki slegið slöku við. Skýrast dæmi um það traust, sem hann naut til ábyrgðarstarfa, er val hans í ríkisstjórn, þegar leitað var út fyrir þingsali við val ráðherra á tímum heimsstyrjaldar og mikils vanda í viðskipta- og verðlagsmálum.
Björn Ólafsson var baráttumaður fyrir einstaklingsfrelsi og frjálsri verslun á Íslandi. Hann var um langt skeið einn af eigendum dagblaðsins Vísis, skrifaði mikið í blaðið og átti þar vettvang til baráttu fyrir þjóðmálaskoðunum sínum. Oft stóð styr um athafnir hans og framkvæmdir, eins og jafnan verður um slíka menn. Hann hélt fast við stefnu sína, var heilsteyptur í hvívetna, einarður og ákveðinn, djarfur og stórhuga.

Places

Reykjavík

Legal status

Björn stundaði ekki skólanám nema þrjá vetur í barnaskóla. Fjármála- og viðskiptamálaráðherra 1942–1944 og 1949–1950, mennta- og viðskiptamálaráðherra 1950–1953.

Functions, occupations and activities

Póstmaður í Reykjavík 1908–1916. Verslunarfulltrúi 1916–1918. Stórkaupmaður og iðnrekandi frá 1918 til æviloka. Skipaður 16. desember 1942 fjármála- og viðskiptamálaráðherra, lausn 16. september 1944, en gegndi störfum til 21. október. Skipaður 6. desember 1949 fjármála- og viðskiptamálaráðherra að nýju, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars. Skipaður sama dag mennta- og viðskiptamálaráðherra, lausn 11. september 1953.
Fulltrúi í bæjarstjórn Reykjavíkur 1922–1928. Aðalhvatamaður að stofnun Ferðafélags Íslands og forseti þess 1929–1934. Stofnandi og síðar formaður Bálfarafélags Íslands. Átti sæti í innflutnings- og gjaldeyrisnefnd 1930–1937. Kosinn 1940 í milliþinganefnd um gjaldeyrisverslun og innflutningshömlur, 1941 og 1942 í gjaldeyrisvarasjóðsnefnd og 1954 í togaranefnd. Skipaður 1954 í endurskoðunarnefnd laga um lax- og silungsveiði. Kosinn 1955 í okurnefnd. Í bankaráði Útvegsbankans 1957–1968, formaður 1965–1968. Skipaður 1960 í endurskoðunarnefnd skattalaga, formaður nefndarinnar.
Jafnframt þeim aðalstörfum, sem hér hafa verið rakin, gegndi Björn Ólafsson ýmsum trúnaðarstörfum á vegum ríkisins. Hann átti sæti í innflutnings- og gjaldeyrisnefnd 1930–1937, var í samninganefnd um verslunarviðskipti við Bretland 1939, við Bandaríkin 1941 og við Sovétríkin 1947. Hann var kosinn árið 1940 í milliþn. um gjaldeyrisverslun og innflutningshömlur, 1941 og 1942 í gjaldeyrisvarasjóðsnefnd og 1954 í togaranefnd. Í júlí 1954 var hann skipaður í endurskoðunarnefnd laga um lax- og silungsveiði og í janúar 1960 í endurskoðunarnefnd skattalaga og var formaður þeirrar nefndar. Á árinu 1955 var hann kosinn í orkunefnd. Í bankaráði Útvegsbankans átti hann sæti 1957–1968 og var formaður bankaráðsins 1965–1968
Alþingismaður Reykvíkinga 1948–1959 (Sjálfstæðisflokkur).

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson f 5.11.1852, d 14.3.1901) útvegsbóndi þar og 2. kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir f 16.2.1869, dáin 18.10.1964) húsmóðir.

Maki 22.11.1929 Ásta Pétursdóttir f 1.12.1906, d 25.12.1968 húsmóðir. Foreldrar: Pétur Sigurðsson og kona hans Jóhanna Gestsdóttir.
Börn:
1) Pétur Björnsson 22. maí 1930 - 14. nóvember 2007 Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Vífilfells og síðar heildverslunarinnar Þórður Sveinsson & Co. Stofnaði eignarhaldsfélagði Vor ehf. og var stjórnarformaður þess og aðaleigandi. Stofnandi og formaður Golfklúbbs Ness á Seltjarnarnesi. Var á Njálsgötu 5, Reykjavík 1930. Kona hans; Sigríður Hrefna Magnúsdóttir 20. desember 1936 - 5. ágúst 2015 Húsfreyja, síðast bús. í Kópavogi.
2) Ólafur Björnsson 1. janúar 1932 - 28. júlí 1977 Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Edda Björnsdóttir 11. febrúar 1934 - 6. nóvember 1982 Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Iðunn Björnsdóttir 16. desember 1937 - 25. júlí 2005 Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar 28. 9.1957 Kristján Georg Halldórsson Kjartanssyni forstjóra, f. í Reykjavík 22. júní 1934, d. 30. júlí 1999.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02881

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 10.1.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places