Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum
Parallel form(s) of name
- Guðrún Jónsdóttir Bjarnastöðum
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
25.11.1900 - 1.12.1995
History
Guðrún Jónsdóttir fæddist á Másstöðum í Vatnsdal 25. nóvember 1900. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 1. desember síðastliðinn. Útför Guðrúnar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag. Eftir lát Elínborgar stóð Guðrún ljósmóðir, systir Jóns, fyrir búi með honum í nokkur ár, væn kona og vönduð. En árið 1919 hafði ung og gjörvuleg kona komið sem kaupakona að Sveinsstöðum. Hét hún Halldóra Gestsdóttir og var systir Gests Gestssonar kennara sem þá var í Skólahúsinu í Sveinsstaðahreppi. Þau systkin voru frá Hjarðardal í Dýrafirði. Þau Halldóra og Jón á Másstöðum gengu í hjónaband og bjuggu saman á Másstöðum í 27 ár. Þau eignuðust dótturina Elínborgu Margréti, síðar kennara á Skagaströnd, árið 1921 og er hún nú ein eftirlifandi þeirra systra. Þær eldri dætur Jóns voru nú orðnar gjafvaxta og Þorbjörg gift. Guðrún hleypti heimdraganum og fór aftur á Kvennaskólann 19191920 og síðar til Ísafjarðar á árunum 1922-1924 að læra karlmannafatasaum. En Guðrún, líkt og þær systur allar, var hög í höndum. Um þessar mundir átti ungur bóndason heima á Bjarnastöðum. Hann hét Pálmi Zophaníasson og var nokkru yngri en Guðrún. Pálmi hafði mikið hrokkið hár og hafði gullfallega rithönd. Faðir hans var löngu látinn en móðirin, Guðrún Pálmadóttir, var systir Sigurðar Pálmasonar kaupmanns á Hvammstanga. Hún var skörungskona sem lifði til hárrar elli í skjóli Zophaníasar Zophaníassonar, bílstjóra á Blönduósi.
Þau Guðrún og Pálmi felldu hugi saman og hófu búskap á Bjarnastöðum árið 1929. Bjarnastaðir voru lítil jörð og jarðnæðið minnkaði við það að bóndi þar á bæ hafði skipt á miklu stórþýfðu landi sem lá að landi Hnausa og svonefndum Skýjubakka sem var votengi utar í sveitinni. Heyskapur var óhægur á Skýjubakka, en þessi skipti sýna hve bændur á fyrri tímum áttu erfitt með jarðarbætur, því nú er slétt og mikið tún þar sem stóra kargaþýfið var áður, og enginn hefði látið það af hendi nú. Heyskapur utan túns á Bjarnastöðum var því yfirleitt óhægur, og aldrei var heyjað á Skýjubakka eftir að ég kom norður, 1942, heldur leigðar engjar frá Hjallalandi á hólmum í Flóðinu, tveimur bæjarleiðum framar í dalnum. Flóðið er stórt og fagurt vatn í ytri hluta Vatnsdals. Þar hópast svanir á haustin og þar er mikil lax- og silungsgengd, og eiga Bjarnastaðir sinn hlut í þeirri búbót sem fiskurinn er. Engan fisk veit undirrituð betri en sjógengna bleikju úr ósnum. Þau Guðrún og Pálmi settust því ekki að á jörð sem kalla mætti hæga, enda féll þeim sjaldan eða aldrei verk úr hendi. Í búskapartíð Guðrúnar og Pálma voru húsakynni lengst af úr torfi og var baðstofan meira en 100 ára. Útihús voru einnig úr sama efni. Ekki minnist undirrituð þó annars en að þarna væri alltaf hreint og þokkalegt og okkur leið vel í hlýju þeirra jarð- og náttúruefna sem umvafði okkur í bænum. Viðarþiljur og trégólf, torfþekja og þykkir veggir. Eins og áður sagði féll Guðrúnu sjaldan verk úr hendi. Hún söng oft við vinnu sína og kenndi mér stelpukrakkanum marga góða vísuna. Hún kenndi mér líka ýmislegt til verka, sem ég nýt enn góðs af. Aldrei var þó nein vinnuharka á Bjarnastöðum og við Elli yngsti sonur hjónanna höfðum nægan tíma til leikja og leti. Synirnir á bænum voru þrír Jón Pálmi, Zophanías og Ellert. Pálmi bóndi var listaskrifari og hefði e.t.v. notið sín betur á öðrum vettvangi en í búskap. Hann gerði lengi markaskrá þeirra Húnvetninga. Pálmi lést í ágúst 1971 en þá var nokkru áður búið að reisa steinhús á Bjarnastöðum og jafna gamla bæinn við jörðu. Ellert sonur þeirra hjóna hafði nú tekið við búi á Bjarnastöðum og kvænst Vigdísi Bergsdóttur, vænni konu ættaðri úr Sandgerði, og bjó Guðrún í skjóli þeirra til æviloka. Einkar vel fór á með Vigdísi og Guðrúnu. Það er mikil gæfa þegar svo vel tekst til. Eldri synirnir bjuggu líka í nágrenninu, fyrst á Hjallalandi og hin síðari ár í Hnausum. Það var því ætíð skammt milli Guðrúnar og sona hennar. Ellert og Vigdís eignuðust þrjú börn, en fyrir átti Vigdís tvær dætur. Fjölskyldan er samhent og veit ég að Guðrún leit á sig sem ömmu og langömmu allra barna og barnabarna Vigdísar.
Saga Guðrúnar á Bjarnastöðum hart nær heila öld er saga tímabils þar sem hvað mestar breytingar hafa orðið með þjóðinni. Í öllu þessu tók Guðrún lifandi þátt. Með jafnri lund og æðruleysi kljáðist hún við kreppuna á fyrstu búskaparárum sínum og tók líka fegins hendi þeim þægindum sem um síðir komu á Bjarnastaði. Eftir að hún var sjálf hætt búskap annaðist hún oft heimilisstörfin á Bjarnastöðum. Það var einkum þegar Vigdís vann annars staðar með búskapnum. Á efri árum stundaði hún líka mikið hannyrðir og myndirnar sem hún gerði og gaf okkur ættingjum og vinum eru okkur hjartfólgnar gersemar unnar af vandvirkni og ótrúlega vel gerðar. Hannyrðum hætti Guðrún þó að mestu um nírætt, taldi sig ekki sjá nægilega vel lengur. Áfram las hún sér til ánægju og minnið var trútt til æviloka en henni var farin að förlast heyrn. Fyrir stuttu datt Guðrún og lærbrotnaði og upp úr þeim veikindum stóð Guðrún ekki. Sex dögum eftir að við höfðum sótt hana heim til að árna henni heilla á 95 ára afmælinu fékk hún hægt andlát.
Places
Másstaðir í Vatnsdal: Bjarnastaðir: Kvsk á Blönduósi 1917-1918 og aftur 1919-1920:
Legal status
Kvsk á Blönduósi 1917-1918 og aftur 1919-1920:
lærði karlmannafatasaum á Ísafirði 1922-1924
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru Jón Kristmundur Jónsson og Elínborg Margrét Jónsdóttir frá Másstöðum.
Systur Guðrúnar voru Þorbjörg, f. 4.1. 1900, d. sept. 1952, Oddný, f. 27.10. 1902, d. 11.1. 1989, og einnig átti hún eina hálfsystur samfeðra en það er Elínborg Margrét, f. 30.1. 1921.
- apríl 1929 giftist Guðrún Pálma Zophoníassyni, f. 28.1. 1904, d. 28.8. 1971.
Þau hjón eignuðust þrjá syni:
1) Jón Pálma, f. 2.5. 1930;
2) Zophonías, f. 28.4. 1931, þeir búa báðir í Hnausum 1;
3) Ellert f. 16.4. 1938, kvæntur Vigdísi Th. Bergsdóttur, f. 28.2. 1941. Þau búa á Bjarnastöðum en börn þeirrra eru Gunnar, f. 24.1. 1965, Pálmi, f. 21.6. 1966, og Oddný Rún, f. 30.12. 1973, en fyrir átti Vigdís Pálínu Bergeyju f. 27.10. 1960, og Heklu, f. 8.5. 1963.
Barnabarnabörn Guðrúnar eru orðin sex.
Fóstursonur Guðrúnar var;
Þorbjörn Ólafsson 10. des. 1920 - 4. sept. 2005. Var á Bjarnastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Fósturforeldrar Pálmi Zophoníasson og Guðrún Jónsdóttir. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík og kona hans 1942; Vigdís Hólmfríður Ingimarsdóttir 26. júlí 1918 - 5. ágúst 1993. Var á Hvammstanga 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Þau slitu samvistir eftir 26 ára sambúð.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 21.5.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
ÆAHún bls 1022