Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Zophonías Zophoníasson Zophoníasarhúsi Blönduósi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.7.1906 - 10.5.1987

History

Zophonías Zophoníasson var fæddur 6. júlí 1906 að Æsustöðum í Langadal. En einmitt á þessum árum var nýtt vor í lofti yfir Íslandi. Ný tækniog ný hugsun var að ryðja sér braut. Hið gamla Ísland, sem átti sér í ýmsu tilliti merka sögu, var slegið sprota nýjunga, sem áttu eftir að gerbylta gamla lífsstílnum. Ein þessara nýjunga var bifreiðin, sem fyrst kom til landsins á fyrsta áratug þessarar aldar og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. En ungir menn eins og Zophonías skildu að hér var eitthvað á ferðinni, sem bar framtíðina í skauti sér.
Eins og áður er getið hafði verið rudd braut frá Blönduósi að Sveinsstöðum skammt frá Bjarnastöðum. Eftir að Zophonías sá fyrsta bílinn fara þessa braut ákvað hann að fá bílstjórann, Pál Bjarnason, til að kenna sér á bifreið. En til Reykjavíkur varð Zophonías að fara til að taka ökupróf. Hann lagði af stað með Goðafossi, nýlegu skipi Eimskipafélags Íslands, í ársbyrjun 1927. Skipið hreppti vonskuveður og var veðurteppt á Húnaflóahöfn um í viku, svo ferðin til Reykjavíkur tók hálfan mánuð. Þar tók Zophonías svo ökuprófið. Prófdómari var Egill Vilhjálmsson. Zophonías hlaut ökuskírteini númer eitt, gefið út af embætti sýslumannsins í Austur-Húnavatnssýslu. Heim hélt Zophonías svo um Borgarnes, Borgarfjörð og Holtavörðuheiði og gekk mest af leiðinni og var rétt mátulega kominn heim til þess að fara áður nefnda ferð 13. apríl 1927.
Næsta ár, 1928, keypti Zophonías sína fyrstu bifreið og varð bifreiðaakstur lifibrauð hans uppfrá því.
Þau stofnuðu heimili þarsem nú er Aðalgata 3 á Blönduósi og bjuggu þar í nær 60 ár

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Bifreiðastjóri með ökuskírteini nr 1 í A-Hún.

Mandates/sources of authority

"Haustdagur í Vatnsdal árið 1946. Lítil telpa klædd blárri kápu með hettu stendur á hlaðinu á Ásbrekku og virðir fyrir sér sjóndeildarhringinn. Móðir hennar hafði látizt um vorið frá eiginmanni og fjórum börnum. Vinafólk föður hennar bauðst til að taka litlu stúlkuna á meðan á skólagöngu hennar stæði. Þetta voru Guðrún Einarsdóttir og Zophonías á Blönduósi. Nú er rútan hans Zophóníasar komin fram á Brekku og beið þess að flytja farþegann út á Ós. Zophonías snarast inn í bílinn og opnar dyr hans, svo að telpan geti setzt upp í. Litla stúlkan hefur að vísu komið á heimili þeirra hjóna áður. Þá var hún í fylgd ömmu sinnar og nöfnu, Sigurlaugar Guðmundsdóttur frá Ási. Dæturnar hefur hún líka hitt og tilhlökkun og dálítill kvíði bærist í brjósti hennar, er hún klifrar uppí bílinn, í framsætið við hlið bílstjórans.
Hann ræsir "fákinn" þeirra tíma og bifreiðin þumlungast út dalinn eftir mjóum, holóttum og krókóttum veginum. Kvíða hennar lægir, þegar suðandi vélarhljóðið syngur á leiðinni til nýju heimkynnanna við sjóinn. Zophonías var svo traustvekjandi bifreiðastjóri á hverju sem gekk, þau tuttugu ár sem hann hélt uppi áætlunarferðum í Vatnsdalinn, tvisvar í viku hverri. Ræsi voru fá og stundum voru lækirnir ísi lagðir. Þá brast oft klakaskörin undan bílhjólunum og ekkert gat hjálpað nema hæfni stjórnandans að komast yfir allar þær torfærur sem á leið hans gátu legið. Þar brást honum aldrei bogalistin. Bifreiðin var honum eins og pensill listmálaranum eða bogi fiðlaranum. Dvölin á heimili hjónanna varð þegar til kastanna kom alls sex vetur og síðan tvö sumur við benzínafgreiðslustörf o.þ.h. hjá BP, sem þau höfðu umboð fyrir á staðnum, í lítilli búð á syðri bakka Blöndu.
Heimili þeirra Guðrúnar og Zophoníasar var sannkallað menningarsetur. Bóklestur var mikið stundaður, enda prýddi það fjöldi góðra bóka. Húsfreyjan hafði einnig yndi af ræktun fagurra blóma, var hannyrðakona hin mesta og stjórnaði heimilinu af miklum myndarskap. Oft var gestkvæmt á heimilinu, en þau voru sannkallaðir höfðingjar heim að sækja, enda búið sem bezt að gestum að fornum sið í allri matargerð. Boðið var uppá rammíslenzkt viðurværi eins og slátur, súrmeti alls konar, reyktan og saltaðan mat ásamt öðru góðgæti. Stundum komu góðir hagyrðingar eða skáld í heimsókn og heyrðist þá oft kveðin góð staka eða vísukorn, en Guðrún hafði ósvikna gleði af slíkum mannfundum og þeirri þjóðlegu íþrótt andans, sem skáldskapurinn er.
Stundum var farið í ferðalög fram í Blöndudal eða Svínadal og einkar minnisstæðar ferðirnar framað Bjarnastöðum á veturna í heimsókn til Pálma bróður hans sem þar bjó ásamt fjölskyldu sinni. Tjörn í túni botnfrosin og ísinn svo tær, að löng strá stararinnar voru einsog steypt í gler, ef legið var ofaná ísnum og horft til botns. Zophonías var stundum með okkur Kolbrúnu á sleða á tjörninni og skemmtum við okkur þá konunglega. Ýmsar aðrar ferðir voru farnar, sem ég kann vart að nefna lengur, en alltaf reyndist stjórnandinn farsæll, hvert sem leið lá. Þannig vil ég muna hann með styrkar hendur á stýri, horfandi fram á veginn.
Atlæti hjónanna við telpuna var ekki síðra en við þeirra eigin börn. Móðir hans, Guðrún Pálmadóttir, var líka heimilisföst hjá þeim og ekki sparaði hún hlýjuna í garð litlu stúlkunnar. Mörg flíkin spratt fullbúin úr höndum hennar og bar hagleik hennar til sauma fagurt vitni."
Sigurlaug Ásgrímsdóttir

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Zophonías Einarsson f. 16. mars 1877 - 16. mars 1906. Bóndi á Æsustöðum í Langadal, A-Hún. Söðlari á Æsustöðum, Hún. Var í Minnaholti, Stórholtssókn, Skag. 1880. Andréssonar frá Bólu og Guðrún Solveig Pálmadóttir 4. janúar 1878 - 26. júlí 1960 Húsfreyja á Æsustöðum í Langadal, A-Hún. Var á Bjarnastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Bjarnastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957, Sigurðssonar frá Æsustöðum.
Faðir hans féll frá áður en hann fæddist og var hann skírður eftir honum.
Bróðir Zophoníasar hét
1) Pálmi Zóphoníasson f. 28. janúar 1904 - 28. ágúst 1971. Bóndi á Bjarnastöðum í Vatnsdal, Sveinsstaðahr. Bóndi á Bjarnastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930.

Hér stóð því ekkjan ein með tvo syni sína kornunga, en Guðrúnu Pálmadóttur var ekki fisjað saman. Hún hélt áfram búi á Æsustöðum þar til Zophonías var kominn nær fermingu, en þá bauðst henni jörðin Bjarnastaðir í Vatnsdal. Flutti hún því þangað ásamt sonum sínum. Fljótlega tók hún í fóstur sex mánaða svein,
2) Þorbjörn Ólafsson 10. desember 1920 - 4. september 2005 Bjarnastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Fósturforeldrar Pálmi Zoffhanías og Guðrún Jónsdóttir. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Hann varð þannig uppeldisbróðir Zophoníasar.

  1. desember 1928, gekk Zophonías að eiga Guðrúnu Helgu Einarsdóttur f. 27.10.1900 frá Blöndubakka d. 26.6.1994. Þau stofnuðu heimili þar sem nú er Aðalgata 3 á Blönduósi og bjuggu þar í nær 60 ár.

Foreldrar Guðrúnar voru Einar Jónsson f. 27. janúar 1862 - 6. maí 1944 Bóndi á Blöndubakka og síðar á Fögruvöllum á Blönduósi og sambýliskona hans Sesselja Margrét Björnsdóttir f. 22.1.1862 – 17.3.1929.
Systkini Guðrúnar voru
1) Jón Ágúst Einarsson f. 1. ágúst 1894 - 15. maí 1965 Sjómaður í Reykjavík 1945. Bryti. Kona hans var Björg Jóna Guðmundsdóttir 7. maí 1899 - 15. nóvember 1981 Var á Lambastöðum, Gerðahr., Gull. 1910. Húsfreyja í Bergstaðastræti 81, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Hannes Sigurður Einarsson f. 19. september 1895 - 18. október 1940 Stýrimaður í Reykjavík, kona hans var Guðbjörg Brynjólfsdóttir f. 12. nóvember 1898 - 3. júlí 1982. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Jónas Ragnar Einarsson f. 11. mars 1898 - 26. ágúst 1971 Var í Hábæ, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Múrari á Blönduósi og síðar Hvammstanga, kona hans var Guðrún Björnlaug Daníelsdóttir f. 11. janúar 1885 - 17. júní 1985 Vinnukona í Reykjavík 1910. Ráðskona á Krossanesi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Hábæ, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.
4) Ragnheiður Einarsdóttir f. 12. ágúst 1899 - 15. október 1910.
5) Björn Ebenharð Einarsson f. 24. febrúar 1902 - 1. febrúar 1903.
6) Guðmundur Jóhannes Einarsson 27. júlí 1904 - 6. júní 1905.

Börn Guðrúnar og Zophoníasar:
1) Ragna Margrét f. 3.2.1929-2.12.1929
2) Zophonías f. 24.2.1931 – 21.4.2002, búsettur á Blönduósi, kvæntur Grétu Björg Arelíusdóttur f. 11.2.1935 – 24.4.2013.
3) Guðrún Sigríður f, 15.2.1934, maður hennar sr Einar Þór Þorsteinsson f 22.1.1929 prófastur á Eiðum.
4) Sveinbarn andvanafætt 15.2.1934
5) Kolbrún f. 9.11.1941, maður hennar Guðjón Ragnarsson f. 18.10.1940, rafvirki á Blönduósi.

General context

Bjarnastaðir eru lítil jörð yst í Vatnsdal, austan við einkar vinalegt stöðuvatn, sem Flóðið nefnist. Í þessu fallega og víðfeðma umhverfi átti Zophonías heima næstu árin og vann við hin gömlu hefðbundnu störf íslensks sveitabúskapar einsog þau höfðu gengið til öld eftir öld.

Relationships area

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum (25.11.1900 - 1.12.1995)

Identifier of related entity

HAH01327

Category of relationship

family

Dates of relationship

27.4.1929

Description of relationship

Guðrún var gift Pálma bróður Zophoníasar

Related entity

Benedikt Benjamínsson (1878-1953) Þórðarhús (17.5.1878 - 5.11.1953)

Identifier of related entity

HAH02561

Category of relationship

family

Dates of relationship

27.9.1919

Description of relationship

Zophonías var sonur Guðrúnar Pálmadóttur konu Benedikts, af fyrra hjónabandi.

Related entity

Guðmundur Björnsson (1866) Gautsdal (12.10.1866 - eftir1904)

Identifier of related entity

HAH03983

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Zophanías var sonur Zophaníasar sonar Margrétar konu Guðmundar og fyrri manns hennar Einars frá Bólu

Related entity

Kolbrún Zophoníasdóttir (1941) Blönduósi (9.11.1941 -)

Identifier of related entity

HAH10020

Category of relationship

family

Type of relationship

Kolbrún Zophoníasdóttir (1941) Blönduósi

is the child of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

9.11.1941

Description of relationship

Related entity

Zophonías Zophoníasson (1931-2002) Blönduósi (24.2.1931 - 21.4.2002)

Identifier of related entity

HAH02126

Category of relationship

family

Type of relationship

Zophonías Zophoníasson (1931-2002) Blönduósi

is the child of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

24.2.1931

Description of relationship

Related entity

Sigríður Zophoníasdóttir (1934-2023) Eiðum (15.2.1934 - 4.12.2023)

Identifier of related entity

HAH04439

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigríður Zophoníasdóttir (1934-2023) Eiðum

is the child of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

15.2.1934

Description of relationship

Related entity

Guðrún Pálmadóttir (1878-1960) Æsustöðum (4.1.1878 - 26.7.1960)

Identifier of related entity

HAH04463

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Pálmadóttir (1878-1960) Æsustöðum

is the parent of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

6.7.1906

Description of relationship

Related entity

Pálmi Zóphoníasson (1904-1971 Bjarnastöðum (28.1.1904 - 28.8.1971)

Identifier of related entity

HAH07444

Category of relationship

family

Type of relationship

Pálmi Zóphoníasson (1904-1971 Bjarnastöðum

is the sibling of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

6.7.1906

Description of relationship

Related entity

Guðrún Einarsdóttir (1900-1994) Zóphoníasarhúsi (27.10.1900 - 26.6.1994)

Identifier of related entity

HAH01316

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Einarsdóttir (1900-1994) Zóphoníasarhúsi

is the spouse of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

23.12.1928

Description of relationship

1) Ragna Margrét f. 3.2.1929-2.12.1929 2) Zophonías f. 24.2.1931 – 21.4.2002, búsettur á Blönduósi, kvæntur Grétu Björg Arelíusdóttur f. 11.2.1935 – 24.4.2013. 3) Guðrún Sigríður f, 15.2.1934, maður hennar sr Einar Þór Þorsteinsson f 22.1.1929 prófastur á Eiðum. 4) Sveinbarn andvanafætt 15.2.1934 5) Kolbrún f. 9.11.1941, maður hennar Guðjón Ragnarsson f. 18.10.1940, rafvirki á Blönduósi.

Related entity

Þorvaldur Þorláksson (1919-1992) í Vísi (21.9.1919 - 17.12.1992)

Identifier of related entity

HAH02158

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorvaldur Þorláksson (1919-1992) í Vísi

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

21.9.1992

Description of relationship

Faðir Zophoníasar, Zophonías á Æsustöðum var bróðir Einars á Einarsnesi afa Þorvaldar

Related entity

Bessi Þorleifsson (1835-1914) Sölvabakka (2.6.1835 - 30.9.1914)

Identifier of related entity

HAH02616

Category of relationship

family

Type of relationship

Bessi Þorleifsson (1835-1914) Sölvabakka

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1906

Description of relationship

Zophonías faðir Zophoníasar yngri var hálfbróðir samfeðra Guðrúnar konu Bessa

Related entity

Valgerður Einarsdóttir (1862-1940) Hofi í Vatnsdal (4.9.1862 - 20.8.1940)

Identifier of related entity

HAH03448

Category of relationship

family

Type of relationship

Valgerður Einarsdóttir (1862-1940) Hofi í Vatnsdal

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1906

Description of relationship

bróðursonur

Related entity

Valgerður Einarsdóttir (1862-1940) Hofi í Vatnsdal (4.9.1862 - 20.8.1940)

Identifier of related entity

HAH03448

Category of relationship

family

Type of relationship

Valgerður Einarsdóttir (1862-1940) Hofi í Vatnsdal

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1906

Description of relationship

bróðursonur

Related entity

Skarphéðinn Einarsson (1874-1944) Mörk á Laxárdal fremri (4.9.1874 - 14.4.1944)

Identifier of related entity

HAH03632

Category of relationship

family

Type of relationship

Skarphéðinn Einarsson (1874-1944) Mörk á Laxárdal fremri

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1906

Description of relationship

Zophonías faðir hans var albróðir Skarphéðins

Related entity

Anna Einarsdóttir (1850-1910) Gunnfríðarstöðum (4.3.1850 - 13.5.1910)

Identifier of related entity

HAH02314

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Einarsdóttir (1850-1910) Gunnfríðarstöðum

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1906

Description of relationship

Zophanías var bróðursonur Önnu sönur Zophoníasar á Æsustöðum

Related entity

Anna Bessadóttir (1877-1952) Sölvabakka (4.7.1977 - 27.7.1952)

Identifier of related entity

HAH02344

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Bessadóttir (1877-1952) Sölvabakka

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1906

Description of relationship

Guðríður móðir Önnu var systir Zophoníasar föður ZZ

Related entity

Einar Einarsson (1867-1923) Einarsnesi (6.6.1867 - 16.8.1923)

Identifier of related entity

HAH03101

Category of relationship

family

Type of relationship

Einar Einarsson (1867-1923) Einarsnesi

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1906

Description of relationship

Zophonías faðir Zophoníasar var bróðir Einars

Related entity

Guðrún Einarsdóttir (1844-1920) Sölvabakka (26.5.1844 - 8.7.1920)

Identifier of related entity

HAH04275

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Einarsdóttir (1844-1920) Sölvabakka

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1906

Description of relationship

Zophonías (1877-1906) faðir hans var bróðir Guðrúnar

Related entity

Halldóra Einarsdóttir (1865-1957) Kirkjubæ (24.1.1865 - 6.9.1957)

Identifier of related entity

HAH04705

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldóra Einarsdóttir (1865-1957) Kirkjubæ

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1906

Description of relationship

Zophonías faðir ZZ yngri var bróðir Halldóru

Related entity

Pálmi S Gíslason (1938-2001) frá Grænuhlíð (2.7.1938 - 22.7.2001)

Identifier of related entity

HAH01406

Category of relationship

family

Type of relationship

Pálmi S Gíslason (1938-2001) frá Grænuhlíð

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

Guðrún Solveig móðir Zophoníasar var systir Gísla föður Pálma

Related entity

Gísli Pálmason (1894-1942) Bergsstöðum í Svartárdal, A-Hún. (21.4.1894 -10.1.1942)

Identifier of related entity

HAH03777

Category of relationship

family

Type of relationship

Gísli Pálmason (1894-1942) Bergsstöðum í Svartárdal, A-Hún.

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1906

Description of relationship

Guðrún móðir Zophoníasar var systir Gísla.

Related entity

Guðríður Einarsdóttir (1866-1963) Blöndubakka (2.6.1866 - 6.7.1963;)

Identifier of related entity

HAH04199

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðríður Einarsdóttir (1866-1963) Blöndubakka

is the cousin of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1907

Description of relationship

Zophonías faðir Zophoníasar var bróðir Guðríðar

Related entity

Björn Guðmundsson (1839) (1839 -)

Identifier of related entity

HAH02816

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Guðmundsson (1839)

is the grandparent of

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1906

Description of relationship

Móðir Zophoníasar var Guðrún Sigríður (1878-1960) Pálmadóttir sonar Björns

Related entity

Zophoníasarhús Aðalgata 3a Blönduósi (1920 -)

Identifier of related entity

HAH00637

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Zophoníasarhús Aðalgata 3a Blönduósi

is owned by

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1929

Description of relationship

1929-1987

Related entity

Zophoníasar bílskúr, Aðalgata 3b (1939 -)

Identifier of related entity

HAH00631

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Zophoníasar bílskúr, Aðalgata 3b

is owned by

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1939

Description of relationship

Related entity

Bjarnastaðir í Þingi ((900))

Identifier of related entity

HAH00068

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Bjarnastaðir í Þingi

is owned by

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

Dates of relationship

1975

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02125

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 15.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places