Sýnir 10353 niðurstöður

Nafnspjald

Lára Sigríður Guðmundsdóttir (1912-1997) Sæbóli

  • HAH01705
  • Einstaklingur
  • 4.8.1912 - 5.10.1997

Lára Guðmundsdóttir var fædd 4. ágúst 1912 í Kárdalstungu í Vatnsdal, Austur- Húnavatnssýslu. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 5. október 1997.
Útför Láru var gerð frá Fossvogskirkju 15.10.1997 og hófst athöfnin klukkan 15.

Lárus Árnason (1922-2011) Ási á Skagaströnd

  • HAH01708
  • Einstaklingur
  • 18.8.1922 - 21.5.2011

Lárus Árnason frá Ási á Skagaströnd lést laugardaginn 21. maí 2011 á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Hann fæddist í Víkum á Skaga, hinn 18. ágúst 1922 og var því 88 ára að aldri. Hann var yngstur í hópi tíu systkina. Lárus og Sigurlaug hófu búskap sinn í Laufási á Skagaströnd en fluttu nokkrum árum síðar að Ási þar sem þau bjuggu alla tíð uns þau fluttu á Dvalarheimilið Sæborg á Skagaströnd.
Lárus var jarðsunginn í Hólaneskirkju á Skagaströnd, mánudaginn 30. maí 2011, kl. 13.

Lilja Hannesdóttir (1920-2002)

  • HAH01716
  • Einstaklingur
  • 25.8.1920 - 17.8.2002

Lilja Hannesdóttir fæddist á Skefilsstöðum í Skefilsstaðahreppi á Skaga 25. ágúst 1920. Hún andaðist á lyflækningadeild I á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. ágúst síðastliðinn. Fyrir hjónaband vann Lilja að mestu á hótelum. Á Dalvík vann Lilja aðallega í fiskvinnu með heimilisstörfum.
Útför Lilju verður gerð frá Dalvíkurkirkju á morgun, mánudaginn 26. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Magnea Halldórsdóttir (1931-2013)

  • HAH01726
  • Einstaklingur
  • 22.8.1931 - 23.3.2013

Magnea Halldórsdóttir fæddist 22. ágúst 1931 á Vindheimum í Ölfusi. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. mars 2013. Hún kynntist Grími sem kaupakona í Grímstungu. Árið 1964 fluttust þau alflutt til Reykjavíkur á Bragagötu 29. Magnea var húsmóðir fram í fingurgóma og sá til þess að fjölskyldan gæti framfleytt sér á verkamannalaunum. Það var enginn munaður á Bragagötunni en ríkt vinarþel og gestristni. Það var mikill gestagangur á Bragagötunni. Magnea var einlægur náttúruunnandi, las lífið og landið með næmni og hafði ómælda ánægju af gönguferðum, náttúruskoðun og garðrækt. Þegar árin færðust yfir lagðist hún í heimshornaflakk með Jóni Böðvarssyni og fylgdi í fótspor víkinga, landnema og konunga. Magnea bjó ein allt fram að miðjum desember síðastliðnum. Þrátt fyrir Alzheimer-sjúkdóminn tókst henni með reglusemi og líkamsrækt að standa á eigin fótum á eigin heimili. Seinustu vikurnar dvaldi Magna á hjúkrunarheimilinu Grund.
Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 27. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 15.

Magnea Þorkelsdóttir (1911-2006) biskupsfrú

  • HAH01727
  • Einstaklingur
  • 1.3.1911 - 10.4.2006

Magnea Þorkelsdóttir fæddist í Reykjavík 1. mars 1911. Hún lést 10. apríl sl., þá stödd í Skálholti. Eftir að Sigurbjörn lét af embætti 1981 áttu þau hjónin heimili í Kópavogi. Hún starfaði í Kvenfélagi Hallgrímskirkju og var formaður þess um tíma. Magnea var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín.
Magnea naut góðrar heilsu fram á síðustu ár. Síðasta árið naut hún umönnunar Rannveigar dóttur sinnar og Bernharðs manns hennar og lést á heimili þeirra.
Útför Magneu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.

Margrét Kristófersdóttir (1920-2004) Kúludalsá, frá Litlu-Borg

  • HAH01738
  • Einstaklingur
  • 28.10.1920 - 2.4.2004

Margrét Aðalheiður Kristófersdóttir fæddist að Litlu-Borg í Vestur-Húnavatnssýslu 28. október 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 2. apríl síðastliðinn. Útför Margrétar Aðalheiðar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Margrét Antonsdóttir (1896-1990) Akureyri

  • HAH01739
  • Einstaklingur
  • 25.8.1896 - 31.12.1990

Hún kvaddi lífið að morgni gamlársdags, aldurhnigin og kraftarnir þrotnir. Það var dapurleg stund þegar fjölskyldan vitjaði dánarbeðs ins þennan morgun en samt varð mér hugsað til þess hve mikil gleði fylgdi þessari konu alla tíð. Enda trúði hún á lífið og hafði dýpri skilning en flestir aðrir á tilgangi þess.
Margrét Antonsdóttir fæddist 25. ágúst 1896 á Finnastöðum í Eyjafirð. Óg bl:

Margrét Guðmundsson (1929-2004) Vesturhópshólum

  • HAH01746
  • Einstaklingur
  • 9.8.1929 - 17.2.2004

Margrét Böbs Guðmundsson fæddist í Lübeck í Þýskalandi 9. ágúst 1929. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 17. febrúar síðastliðinn. Margrét og Hjalti hófu saman búskap á Vesturhópshólum árið 1950. Þau bjuggu þar allt þar til Hjalti lést í janúar árið 1992. Þá flutti Margrét til Reykjavíkur ásamt syni sínum Úlfari. Margrét og Úlfar áttu saman heimili á Álagranda 23, þar til hún lést. Margrét sem fædd var í Norður-Þýskalandi árið 1929, var aðeins 10 ára unglingur þegar seinni heimsstyrjöldin braust út með þeim hörmungum sem henni fylgdu. Hún hefur sennilega ekki farið varhluta af þeim frekar en aðrir sem upplifa slíka atburði. Hún var þó að sumu leyti heppin, þar sem hún var elst í fjögurra systkina hópi og það mætti að minnsta kosti ímynda sér að ef bræður hennar hefðu verið eldri en hún þá hefði hún þurft að horfa á eftir þeim í herinn.
En það má segja að Böbs-fólkið hafi verið heppið að mörgu leyti hvað þetta varðaði. Faðir mömmu starfaði sem járnbrautarvörður á þessum árum og slapp þar af leiðandi við herþjónustu.
Síðan má segja að eftir stríð hafi heppnin verið með þeim þegar landið skiptist í austur og vestur. Þá lendir fjölskylda móður minnar, ef svo má segja, "réttum" megin árinnar nema tvær móðursystur hennar sem ráku bakarí austan megin en þær flúðu með handtöskurnar einar saman og urðu að skilja allt sitt eftir í austurhlutanum. Þegar hún stóð á tvítugasta aldursári, sá hún auglýsingu í dagblaði, þar sem óskað var eftir vinnuafli í íslenskar sveitir. Hún sló til með ævintýraþrána í farteskinu.
Vorið 1949 var sennilega eitt kaldasta á öldinni en það var einmitt vorið sem móðir mín ákvað að koma og freista gæfunnar á Íslandi. Hún var mjög heppin að lenda hjá fólkinu í Grænumýrartungu, þeim Sigríði og Ragnari, sem reyndust henni mjög vel. En þrátt fyrir að hún hafi lent hjá hjartahlýju fólki má segja að náttúran norður við Hrútafjörð hafi ekki sýnt henni eins mikla hlýju. Reyndar var hlýjan svo lítil þetta vorið að tún grænkuðu ekki fyrr en komið var fram á mitt sumar og grasspretta var með minnsta móti. Hún talaði oft um þessa reynslu sína og hversu erfitt það var að koma frá vorinu í Þýskalandi í grámann norður í Hrútafirði.
Útför Margrétar verður gerð frá Vesturhópshólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðjuathöfn var í Fossvogskirkju 24. febrúar.

Margrét Björnsdóttir (1927-2005) frá Akri

  • HAH01749
  • Einstaklingur
  • 21.4.1927 - 30.7.2005

Margrét Jónfríður Björnsdóttir fæddist á Akri í A-Húnavatnssýslu 21. apríl 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 30. júlí síðastliðinn. Margrét verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Margrét J Frederiksen (1917-2003) Reykjavík

  • HAH01756
  • Einstaklingur
  • 1.3.1917 - 17.12.2003

Margrét Theodóra J. Frederiksen fæddist á Blönduósi hinn 1. mars 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, hinn 17. desember síðastliðinn.
Margrét og Harry bjuggu lengst af í Reykjavík en síðar í Garðabæ. Á árunum 1947-1949 bjuggu þau í Kaupmannahöfn og 1962-1964 í Hamborg.
Útför Margrétar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Marinius Eskild Jessen (1885)

  • HAH01758
  • Einstaklingur
  • 22.11.1885 -

Marinius Eskild Jessen var fyrsti skólameistari Vélskóla Íslands 1915 til 1955, Marinius Eskild Jessen var fæddur 22.nóvember 1885 í Árósum Danmörku. M.E.Jessen skilur eftir sig merka minningu sem brautriðjandi í vélstjórnarfræðslu á Íslandi.

Matthías Jónsson (1917-1996)

  • HAH01773
  • Einstaklingur
  • 23.4.1917 - 24.4.1996

Matthías Jónsson kennari fæddist í Kollafjarðarnesi í Strandasýslu 23. apríl 1917. Hann lést í Landspítalanum 24. apríl síðastliðinn. Tónlistarmaður var Matthías góður, og lét mjög til sín taka í skemmtanalífi skólans á þeim vettvangi. Vakti það að sjálfsögðu mikla ánægju og gleði á dansæfingum skólans. Hann var hrókur alls fagnaðar og kom öllum í gott skap, einungis með nærveru sinni. Honum var það gefið í ríkum mæli.
Útför Matthíasar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði á mánudag.

Kristján Hansen (1921-2009) Sauðárkróki

  • HAH01774
  • Einstaklingur
  • 26.6.1921 - 6.7.2009

Kristján Hansen var fæddur á Sauðárkróki 26. júní 1921. Hann lést á dvalarheimili Sauðárkróks 6. júlí síðastliðinn. Kristján var hraustmenni. Hann var gervilegur maður, hár og herðabreiður, vel limaður, sviphreinn og svipsterkur. Hann var skýr og skemmtilegur. Kristján var geðríkur og lét ógjarnan hlut sinn en óvenju hreinskiptinn og drengur hinn besti. Hann var atorkumaður, víkingur til vinnu og verkséður. Fyrirtæki bræðranna blómgaðist og munu þeir hafa haft ágætan hagnað af.
Útför Kristjáns fer fram í Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.

Oscar Sövik (1904-2002) Rafveitustjóri Blönduósi

  • HAH01782
  • Einstaklingur
  • 1.1.1904 - 9.7.2002

Óskar Sövik fæddist á Veblungsnes í Raumsdal í Noregi hinn 1. janúar 1904. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi að morgni hins 9. júlí 2002.
Óskar ólst upp á Veblungsnes og lauk þar skyldunámi sínu. Síðustu æviárin dvaldist hann á sjúkradeild Héraðshælisins á Blönduósi.
Útför Óskars fór fram frá Blönduóskirkju 20.7.2002 og hófst athöfnin klukkan 14.

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

  • HAH01787
  • Einstaklingur
  • 26.2.1862 - 6.9.1903

Náttúrufræðingur og þjóðsagnasafnari. Drukknaði í Hörgá. Hinn innanfeiti Ólafur Davíðsson var tvítugur þegar þetta var, fæddur í janúar 1862, prestssonur að norðan. Hann lagði stund á náttúrufræði við Kaupmannahafnarháskóla en varð síðar þekktastur fyrir söfnun sína á íslenskum þjóðsögum, gátum, vikivökum og þulum.

Ólafur Helgi Kristjánsson (1913-2009) skólastjóri Reykjaskóla

  • HAH01791
  • Einstaklingur
  • 11.12.1913 - 5.4.2009

Ólafur Helgi Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri Reykjaskóla í Hrútafirði, fæddist á Þambárvöllum í Bitrufirði, Strandasýslu, þann 11. desember 1913. Hann andaðist á Vífilsstöðum 5. apríl síðastliðinn. Ólafur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að mennta- og félagsmálum.
Útför Ólafs fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, föstudaginn 17. apríl 2009, og hefst hún kl. 15.

Ólafur Hólmgeir Pálsson (1926-2005)

  • HAH01792
  • Einstaklingur
  • 7.7.1926 - 4.1.2005

Ólafur Hólmgeir Pálsson fæddist á Sauðanesi í Torfalækjarhreppi í A-Hún. 7. júlí 1926. Hann lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 4. janúar. Útför Ólafs fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík á morgun, mánudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ólafur Sverrisson (1923-2005) kaupfélagsstjóri Blönduósi

  • HAH01799
  • Einstaklingur
  • 13.5.1923 - 8.3.2005

Ólafur Sverrisson fæddist í Hvammi í Norðurárdal 13. maí 1923. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 8. mars síðastliðinn. Útför Ólafs fer fram frá Fossvogskirkju í dag 17. mars 2005 og hefst athöfnin klukkan 15.

Ólafur Thors (1892-1964)

  • HAH01800
  • Einstaklingur
  • 19.1.1892 - 31.12.1964

Ólafur Thors var fæddur 19. jan. 1892 í Borgarnesi. Ólafur Thors var í viðkynningu og samstarfi hvers manns hugljúfi, kátur, orðheppinn og gáskafullur, drenglundaður, hjálpsamur og góðgjarn. Hann var höfðinglegur og svipmikill í fasi og kunni vel að slá á þá strengi, sem við áttu hverju sinni. Við fráfall hans söknum við alþm. góðs félaga og samstarfsmanns, flokksmenn hans harma missi mikils og giftudrjúgs foringja og þjóðin öll á á bak að sjá miklum stjórnmálamanni. Með honum er horfinn af Alþingi svipmikill og einstæður persónuleiki, — maður, sem var dáður af samherjum sínum, mikilisvirtur og viðurkenndur af öllum andstæðingum.

Skafti Kristófersson (1913-2001) Hnjúkahlíð

  • HAH01996
  • Einstaklingur
  • 14.3.1913 - 26.6.2001

Skafti Kristófersson var fæddur að Köldukinn í Austur-Húnavatnssýslu hinn 14. mars 1913. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 26. júní síðastliðinn. Útför Skafta fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Soffía Jónsdóttir (1910-2006)

  • HAH02007
  • Einstaklingur
  • 22.1.1910 - 24.6.2006

Soffía Jónsdóttir fæddist á Blöndudalshólum í Húnavatnssýslu 22. janúar 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. júní síðastliðinn. Soffía fór ung að vinna, fyrst almenn sveitastörf. Vann á Hólum í Hjaltadal nokkur ár, þar til hún hóf búskap á Bakka í Skagafirði.Í Reykjavík bjó hún fyrst á Barónsstíg 41 og síðan á Austurbrún 4, þar til hún fluttist á Skjól.
Útför Soffíu verður gerð frá kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Soffía Sigurðardóttir (1908-2002) Njálsstöðum

  • HAH02010
  • Einstaklingur
  • 22.4.1908 - 24.10.2002

Soffía Aðalheiður Sigurðardóttir fæddist í Vöglum í Vatnsdal í A-Hún 22. apríl 1908. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 24. október síðastliðinn. Soffía og Hafsteinn byrjuðu sinn búskap í Vöglum í Vatnsdal, bjuggu í Hnausum í Þingi 1931-1934 en þá fóru þau að Njálsstöðum í Vindhælishreppi. Árið 1962 fluttu þau til Skagastrandar en eftir lát Hafsteins hefur Soffía dvalið á Hnitbjörgum, dvalarheimili aldraðra á Blönduósi, en fyrir ári flutti hún á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Soffía ólst upp á Másstöðum í Vatnsdal hjá Guðrúnu Jónsdóttur, ljósmóður, f. 21. maí 1869, d. 15. okt. 1947. Hennar ævistarf var fyrst og fremst að vera húsmóðir á stóru heimili.
Útför Soffíu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Höskuldsstaðakirkjugarði.

Soffía Steinsdóttir (1913-1996)

  • HAH02012
  • Einstaklingur
  • 26.11.1913 - 4.7.1996

Soffía Steinsdóttir var fædd í Stórholti í Fljótum 26. nóvember 1913. Hún lést á Landspítalanum 4. júlí sl. Tveggja ára gömul flyst Soffía ásamt foreldrum og systrum að Neðra-Ási í Hjaltadal. Útför Soffíu fer fram frá Neskirkju föstudaginn 12. júlí kl. 13.30.

Ásgerður Stefánsdóttir (1910-2007) Guðlaugsstöðum

  • HAH02013
  • Einstaklingur
  • 25.7.1910 -17.9.2007

Solveig Ásgerður fæddist 25. júlí 1910 að Merki á Jökuldal. Hún andaðist mánudaginn 17. september síðastliðinn á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Ásgerður var víðlesin menntakona og hafði í farangri sínum brot af heimsmenningunni. Hún gerði snjallar tækifærisvísur enda dóttir skáldbóndans Stefáns í Merki. Hún var háttvís í framkomu og hafði frábæra skapstillingu, en þegar henni ofbauð, komu ein eða tvær setningar sem urðu minnisstæðar þeim er heyrðu. Ásgerður var glæsileg kona og hafði einstaklega góða nærveru.
Solveig Ásgerður verður jarðsungin frá Blönduóskirkju í dag, laugardaginn 29. september, kl.13.30. Jarðsett verður í heimagrafreit á Guðlaugsstöðum.

Solveig Benediktsdóttir (1912-2010) skólastýra Kvennaskólanum

  • HAH02014
  • Einstaklingur
  • 24.12.1912 - 29.7.2010

Solveig Kristbjörg Benediktsdóttir fæddist á Húsavík 24. desember 1912. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi að morgni 29. júlí 2010. Síðustu æviárin bjó hún á dvalardeild Héraðshælisins á Blönduósi.
Útför Solveigar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 6. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 14.

Sophus Guðmundsson (1926-1991) Skrapatungu

  • HAH02016
  • Einstaklingur
  • 14.4.1926 - 2.8.1991

Minning Fæddur 14. apríl 1926 Dáinn 2. ágúst 1991. Í dag er til moldar borinn, að Höskuldsstöðum í A-Húnavatnssýslu, Sophus Sigurlaugur Guðmundsson, sem fæddur var í Hamrakoti í Torfalækjarhreppi 14. apríl 1926. Til allmarga ára hafði heilsa hans verið mun lakari en aldur gaf tilefni til, en þrátt fyrir það bar andlát hans óvænt að 2. ágúst sl. Að morgni þess dags fann hann til óþæginda í brjósti, tók bíl sinn og ók til sjúkrahússins á Blönduósi, en þar var hann búsettur síðustu árin. Á sjúkrahúsinu fékk hann eðlilega meðhöndlun, en var látinn innan lítillar stundar.
Í Laxárdalnum lifði Sophus æsku sína og manndómsár. Hann missti föður sinn 24. desember 1957, en hafði nokkrum árum áður keypt af honum ábúðarjörð þeirra feðga. Hófst nú nýr þáttur í lífi hans er hann tók að reka sjálfstæðan búskap með móðir sinni, meðan hennar naut við, en hana missti hann 22. mars 1972. Eftir það bjó hann ýmist einn eða í félagi við annan mann til ársins 1987, þá kaupir hann íbúð á Blönduósi og flytur þangað, en nytjar þaðan jörð sína, að hluta, þau ár sem ólifuð voru.
Sófus var eðlisglaðvær og glettinn og skipti sjaldan skapi.

Stefán Jakob Hjaltason (1928-2009)

  • HAH02025
  • Einstaklingur
  • 21.5.1928 - 16.11.2009

Stefán Jakob Hjaltason fæddist á Hótel Húsavík 21. maí 1928. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 16. nóvember 2009. Útför Stefáns Jakobs fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.

Stefán Þór Theodórsson (1930-2002) Tungunesi

  • HAH02032
  • Einstaklingur
  • 11.12.1930 - 11.6.2002

Stefán Þór Theodórsson fæddist í Tungunesi í Svínavatnshreppi 11. desember 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 11. júní 2002. Stefán ólst upp í Tungunesi og bjó mestan part ævi sinnar í Svínavatnshreppi. Hann stundaði jarðvinnslu, hópferðaakstur og var lengi skólabílstjóri við Húnavallaskóla, auk þess sem hann vann mikið við endurbætur á húsum, málningarvinnu og margt fleira.
Útför Stefáns fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Þegar jarðræktartímabilið í sveitum hófst upp úr 1950 fór hann að vinna á jarðýtum. Fyrst hjá Búnaðarfélagi Svínavatnshrepps allmörg sumur og síðan hjá Búnaðarsambandi A-Hún. Þar var hann eftirsóttur í vinnu sökum verklagni og samviskusemi. Þegar stundir gáfust frá akstri og ýtuvinnu tók hann að sér að smíða og mála innanhúss hjá fólki í héraðinu, hann var útsjónarsamur og laginn og hafði gott auga fyrir hvernig haganlegast og best væri að verki staðið og framkvæmdi það með prýði.
Hér á heimilum í héraðinu sést víða handbragð hans þar sem verkin lofa meistarann. Stefán var mikill bókaunnandi og las mikið og var fróður um marga hluti. Hann safnaði bókum, blöðum og tímaritum og lét binda það sem óbundið var í vandað band. Bókasafn hans mun vera um 8.000 bindi og talsvert af bókum sem eru nú ófáanlegar, þá safnaði hann pennum, vindlakveikjurum o.fl.
Fyrir um tíu árum fékk Stefán illvígan sjúkdóm og var aldrei samur eftir það. Síðustu árin hefur hann búið að mestu á Syðri-Löngumýri hjá Birgittu, Inga og börnum þeirra. Þar undi hann sér vel og átti gott ævikvöld.

Steinunn Berndsen (1925-2002) frá Blönduósi

  • HAH02044
  • Einstaklingur
  • 20.11.1925 - 5.1.2002

Steinunn Herdís Berndsen fæddist á Blönduósi 20. nóvember 1925. Á sínum yngri árum tók Steinunn Herdís þátt í margs konar félagsstörfum. Útför Steinunnar Herdísar verður gerð frá Bústaðakirkju á morgun, mánudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15.

Carla Berndsen (1914-2002)

  • HAH02046
  • Einstaklingur
  • 12.12.1914 - 13.9.2002

Steinunn Carla Berndsen fæddist á Stóra-Bergi á Skagaströnd 12. desember 1914.
Hún lést 13. september 2002. Útför Steinunnar fór fram í Hólaneskirkju á Skagaströnd 21.9.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Svava Steingrímsdóttir (1921-2014) Svalbarða

  • HAH02057
  • Einstaklingur
  • 8.9.1921 - 31.7.2014

Svava Steingrímsdóttir fæddist á Blönduósi 8. september 1921 Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. júlí 2014. Svava ólst upp á Blönduósi. Svava bjó á Selfossi til ársins 2006, þá fluttist hún aftur til Reykjavíkur og bjó á Sóleyjarima 15. Síðasta tæpa árið bjó hún á Hrafnistu í Reykjavík þar til hún lést 31. júlí sl.
Útför Svövu hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.

Sveinbjörn Hannesson (1915-1981) Húsasmiður Reykjavík

  • HAH02064
  • Einstaklingur
  • 17.10.1915 - 8.1.1981

Sveinbjörn Hannesson, trésmiður, Þorfinnsgötu 12, Reykjavík andaðist á Borgarspítalanum 8. janúar 1981. Hann var fæddur 18. október 1913 í Sólheimum í Svínavatnshreppi A-Hún. (Sjá athugasemd um reglur skráningar).
Kristján afi hans var formaður og skipseigandi á Gjögri, skáldmæltur og orti bændarímur og málamaður mikill. Vildu því margir blanda geði við þennan gáfumann.
Blómatími þeirra Hannesar og Ingibjargar við búskapinn var í Sólheimum, og gekk þeim allt til hagsældar. En 1923 fluttust þau að Hafursstöðum í Vindhælishreppi, var þá liðin sú tíð að útræði væri stundað frá þessari jörð sem voru einu hlunnindin við hana. Sveinbjörn Hannesson ólst upp hjá foreldrum sínum og þótti snemma efnismaður.
Sveinbjörn kom sér upp íveruhúsi í Kleppsholti en seldi það eftir nokkur ár og reisti þá annað hús í Kópavogi 1952 en þá var sú byggð í örum vexti. Þá kom hann hér norður til Blönduóss og fékkst við smíði útibús Kaupfélags Húnvetninga. Hann átti mikla tryggð til átthaganna og kaus sér leg í Blönduósskirkjugarði hvar foreldrar hans liggja.
En af hinum helga reit má líta til Strandafjalla og út ströndina til Spákonufells og Króksbjargs og suður milli fjalla Svínadals og hér yfir Blönduóssborg.

Sveinn Þórðarson (1913-2007) frá Kleppi

  • HAH02069
  • Einstaklingur
  • 13.1.1913 - 13.3.2007

Sveinn Þórðarson fæddist á Kleppi 13. janúar 1913. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Red Deer, Alberta í Kanada 13. mars sl. Sveinn var mikill fjölskyldumaður, naut sín best í gönguferðum, á skíðum og í útilegum með börnum og barnabörnum. Hann las mikið og hlustaði á sígilda tónlist.
Minningarathöfn um Svein verður haldin í Eventide Funeral Chapel, 4820 – 45 street, Red Deer, Alberta, þriðjudaginn 20. mars kl. 11 f.h. Vilji menn minnast hans er bent á Canadian Cancer Society, Red Deer Unit, 4730 Ross Street. Samúðarkveðjur má senda fjölskyldunni á síðuna www.eventidefuneralchapels.com.
Sveinn verður jarðsettur í Tindastóls-kirkjugarði við Markerville í Alberta.

Sverrir Haraldsson (1928-2002) Æsustöðum

  • HAH02071
  • Einstaklingur
  • 6.1.1928 - 24.10.2002

Sverrir Haraldsson var fæddur í Haga í Þingi Austur-Húnavatnssýslu hinn 6. janúar 1928. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. október síðastliðinn. Foreldrar Sverris fluttust í Gautsdal á Laxárdal 1930 og ólst Sverrir þar upp ásamt systkinum sínum. Árið 1947 festi Sverrir kaup á jörðinni Mjóadal á Laxárdal og hóf þar uppbyggingu og búskap. Sverrir og Jóhanna fluttu í Mjóadal árið 1960. Þar bjuggu þau til ársins 1963 en þá keyptu þau jörðina Æsustaði í Langadal. Á Æsustöðum bjuggu þau til ársins 1994 en hættu þá búskap og fluttu í Hamraborg 28 í Kópavogi.
Útför Sverris verður gerð frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Sverrir Kristófersson (1921-1995) Halldórshúsi utan ár, Blönduós

  • HAH02072
  • Einstaklingur
  • 3.3.1921 - 9.12.1995

Jóhann Sverrir Kristófersson var fæddur á Blönduósi 3. mars 1921. Hann lést á Héraðssjúkrahúsi Húnvetninga 9. desember sl. Var á Blönduósi 1930. Var í Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Útför Sverris fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Sverrir Markússon (1923-2009) héraðsdýralæknir Blönduósi

  • HAH02074
  • Einstaklingur
  • 16.8.1923 - 28.11.2009

Sverrir Sigurður Markússon héraðsdýralæknir fæddist í Ólafsdal 16. ágúst 1923. Hann lést á Landspítalanum 28. nóvember 2009. Útför Sverris var gerð í kyrrþey frá Kópavogskirkju 10. desember 2009.

Torfi Jónsson (1915-2009) Torfalæk

  • HAH02086
  • Einstaklingur
  • 28.7.1915 - 17.7.2009

Torfi Jónsson fæddist á Torfalæk 28. júlí 1915. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi 17. júlí 2009. Þau Ástríður réðust í mikla uppbyggingu, reistu íbúðarhús og peningshús frá grunni og juku mjög ræktun á jörðinni. Útför Torfa fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 28. júlí, og hefst athöfnin kl. 14.

Tove Sæmundsen Bull (1913-1990) Kaupmannahöfn

  • HAH02089
  • Einstaklingur
  • 6.8.1913-6.12.1990

„Háskóli Íslands stendur vel í samanburði við aðra evrópska háskóla hvað varðar kennslu og rannsóknir. Hann stendur þeim flestum þó langt að baki fjárhagslega. Tove Bull, formaður nefndar á vegum Samtaka evrópskra háskóla, sagði Sunnu Ósk Logadóttur að farsælast væri fyrir háskólana á Íslandi að standa saman í alþjóðlegri samkeppni í stað þess að keppa sín á milli.“ (Mbl. 15.11.2006)

Unnur Einarsdóttir (1911-1998) Neðri-Mýrum

  • HAH02095
  • Einstaklingur
  • 6.5.1911 -8.6.1998

Unnur Einarsdóttir fæddist á Neðri-Mýrum, Engihlíðarhreppi, Austur-Húnvatnssýslu 6. maí 1911. Þar ól hún aldur sinn að mestu til dauðadags. Hún lést að heimili sínu 8. júní 1998.
Útför Unnar fór fram frá Höskuldsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Ásthildur Guðrún Gísladóttir (1943-2008)

  • HAH01092
  • Einstaklingur
  • 23.7.1943 - 13.9.2008

Ásthildur Guðrún Gísladóttir Königseder fæddist í Reykjavík 23. júlí 1943. Hún lést á heimili sínu úr hjartaáfalli 13. september 2008.
Eldamennska var líf og yndi Ásthildar, og var hún þekkt fyrir hana. Sú náðargjöf sem hún fékk í tengslum við hana var einstök og skipti þá litlu máli hvort um væri að ræða kökur, salöt eða aðra rétti. Það er ekki ofsögum sagt að hún hafi verið frumkvöðull hér á landi í tengslum við pastarétti, enda fylgdist hún vel með erlendum straumum í matreiðslu. Hún átti heilan bókaskáp af kokkabókum víðsvegar að úr heiminum. Hún var örlát og mikil selskapsmanneskja.
Ásthildur verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag 29. sept. 2008 og hefst athöfnin klukkan 15.

Heiðrún Guðlaugsdóttir (1922-2015) frá Þverá

  • HAH01111
  • Einstaklingur
  • 5.11.1922 - 25.2.2015

Bergþóra Heiðrún Guðlaugsdóttir fæddist á Þverá, Norðurárdal, Vindhælishreppi, Austur-Húnavatnssýslu 5. nóvember 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi Reykjanesbæ 25. febrúar 2015.
Heiðrún fæddist og ólst upp á Þverá í Norðurárdal, Austur-Húnavatnssýslu, þar sem nú kallast Þverárfjall. Frá unglingsaldri var hún í vinnumennsku á vetrum og sinnti bústörfum á Þverá á sumrin. Hún fór til starfa á Reykjanesi og kynntist þar manni sínum, Katli Jónssyni frá Hvammi í Höfnum.
Tæplega sextug að aldri byggðu þau sér heimili í Heiðarbóli 57. Þegar heilsu Ketils hrakaði sinnti Heiðrún honum af mikilli natni, þá sjálf á áttræðisaldri. Ketill lést árið 2001.
Þau settust að í Keflavík og bjuggu lengi vel í Sóltúni 3. Heiðrún var mikil hannyrðakona og eftir hana liggur mikið af fallegum munum, sem bera handbragði hennar gott vitni. Hún prjónaði og saumaði, málaði í silki og postulín og mótaði nytjamuni úr leir. Heiðrún var heilsuhraust fram á síðustu ár og hélt heimili þar til hún var komin hátt á níræðisaldur. Dvaldi um tíma á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðustu tvö árin á Hlévangi.
Útför Heiðrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 12. mars 2015, kl. 13.

María Sigvaldadóttir (1935-2013) Barkarstöðum

  • HAH01116
  • Einstaklingur
  • 28.2.1935 - 23.4.2013

Birna María Sigvaldadóttir fæddist í Stafni í Svartárdal, A-Hún. 28. febrúar 1935. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 23. apríl 2013.
Útför Birnu Maríu fór fram frá Bergsstaðakirkju 4. maí 2013.

Bjarni Þorsteinsson (1912-2005)

  • HAH01124
  • Einstaklingur
  • 5.12.1912 - 18.12.2005

Bjarni Þorsteinsson frá Hurðarbaki í Reykholtsdal fæddist 5. desember 1912. Hann lést aðfaranótt sunnudagsins 18. desember 2005.
Útför Bjarna fer fram frá Reykholtskirkju í dag 22. des 2005 og hefst athöfnin klukkan 14.

Sigríður Björnsdóttir (1907-2001)

  • HAH01889
  • Einstaklingur
  • 13.1.1907 - 20.10.2001

Sigríður Björnsdóttir fæddist á Ísafirði 13. janúar 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. október síðastliðinn. Sigríður ólst upp fyrstu árin á Ísafirði en fluttist til Reykjavíkur og síðan til Hafnarfjarðar. Sigríður og Árni bjuggu frá árinu 1933 í Einarsnesi 21 (sem þá hét Hörpugata) í Skerjafirði. Þau höfðu bæði mikinn áhuga á ræktun trjáa, berja og ýmissa matjurta og ber garðurinn í Einarsnesinu þess enn vitni. Jarðarberjauppskeran fór t.d. oft yfir 300 pund þegar vel áraði. Sigríður flutti árið 1995 að Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey að hennar ósk í Fossvogskapellu hinn 30. október.

Sigríður Guðvarðsdóttir (1921-1997)

  • HAH01894
  • Einstaklingur
  • 1.7.1921 - 26.3.1997

Sigríður Guðvarðsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júlí 1921. Hún lést á Sauðárkróki 26. mars síðastliðinn.

Sigríður Gunnarsdóttir (1916-2005)

  • HAH01895
  • Einstaklingur
  • 21.8.1916 - 10.9.2005

Sigríður Gunnarsdóttir fæddist í Grænumýrartungu í Hrútafirði í Strandasýslu 21. ágúst 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. september síðastliðinn. Sigríður fæddist og ólst upp í Grænumýrartungu í Hrútafirði. Haustið 2001 flytja þau hjónin í þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Dalbraut 21 og eftir missi eiginmanns síns flytur Sigríður í þjónustumiðstöðina á Dalbraut 27.
Útför Sigríðar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Sigríður Kristjánsdóttir (1920-2000)

  • HAH01904
  • Einstaklingur
  • 1.5.1920 - 12.4.2000

Sigríður Kristjánsdóttir fæddist á Seljalandi undir Eyjafjöllum 1. maí 1920. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. apríl síðastliðinn. Sigríður sinnti almennum bústörfum á æskuheimili sínu. Hún stofnaði nýbýlið Ytra-Seljaland með eiginmanni sínum árið 1944 og hafa þau búið þar síðan og byggt þar upp hús og jörð. Útför Sigríðar fer fram frá Stóradalskirkju laugardaginn 22. apríl og hefst athöfnin klukkan 15.

Sigríður Thorlacius (1913-2009) Rithöfundur, blaðamaður, þýðandi og útvarpskona í Reykjavík.

  • HAH01911
  • Einstaklingur
  • 13.11.1913 - 29.6.2009

Sigríður Thorlacius fæddist að Völlum í Svarfaðardal 13. nóvember 1913.
Rithöfundur, blaðamaður, þýðandi og útvarpskona í Reykjavík. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Heiðursfélagi Kvenfélagasambands Íslands og Styrktarfélags vangefinna. Sigríður var gerð heiðursfélagi Kvenfélagasambands Íslands 19. apríl 1980 og heiðursfélagi Styrktarfélags vangefinna 5. ágúst 1993. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1971, stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1979 og Riddarakrossi Dannebrogs-orðunnar 4. júlí 1973.
Sigríður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 8. júlí og hefst athöfnin kl. 15.

Sigrún Kristinsdóttir (1932-2003) Kleifum

  • HAH01923
  • Einstaklingur
  • 26.3.1932 - 19.4.2003

Sigrún Kristinsdóttir fæddist á Blönduósi 26. mars 1932. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. apríl síðastliðinn. Tvítug flutti hún til Reykjavíkur. Þau Jón bjuggu lengst af á Rauðalæknum. Útför Sigrúnar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Sigurbjörg Angantýsdóttir (1940-1997) frá Fjallsminni á Skagaströnd

  • HAH01927
  • Einstaklingur
  • 3.2.1940 - 10.9.1997

Sigurbjörg Angantýsdóttir fæddist á Mallandi á Skaga 3. febrúar 1940. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 10. september síðastliðinn. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin kl. 14.

Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1929-2001) Öxl

  • HAH01932
  • Einstaklingur
  • 28.9.1929 - 9.8.2001

Sigurbjörg Sigríður Guðmundsdóttir fæddist á Refsteinsstöðum í Víðidal, V-Hún., 28. september 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 9. ágúst síðastliðinn. Sigurbjörg starfaði við hefðbundin bústörf hjá fósturforeldrum sínum fram til 1953, en þá hófu Svavar og hún búskap í Öxl. Útför Sigurbjargar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Sigurborg Sigurðardóttir (1913-2005) Núpsseli

  • HAH01938
  • Einstaklingur
  • 22.1.1913 - 23.7.2005

Sigurborg Sigurðardóttir (Bogga) fæddist í Núpseli í Miðfirði í V- Hún. 22. janúar 1913. Hún lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut að morgni 23. júlí síðastliðins. Móðir Sigurborgar lést er hún var 12 ára og leystist heimilið þá upp. Sigurborgu var komið fyrir á Bjargarstöðum í Miðfirði í V-Hún og dvaldi hún þar til 18 ára aldurs. Á Bjargarstöðum var jafnaldra Sigurborgar, Jóna Sveinbjarnardóttir en milli þeirra mynduðust sterk tengsl. Jóna lést 18. júlí síðastliðin en sú frétt barst Sigurborgu 19. júlí. Síðustu árin bjó hún ásamt manni sínum að Gullsmára 11 í Kópavogi.
Útför Sigurborgar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Sigurdrífa Tryggvadóttir (1911-1989) Syðri-Völlum V-Hvs

  • HAH01939
  • Einstaklingur
  • 16.5.1911 - 2.11.1989

Sigurdrífa Tryggvadóttir frá Engidal Fædd 16. maí 1911 Dáin 2. nóvember 1989 á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Útför hennar var virðulega gjörð frá Húsavíkurkirkju þann 11. s.m. Átta synir hennar allt vörpulegir menn á besta aldri báru kistuna til grafar og á eftir fylgdu fjórar dætur hennar ásamt stórum hópi barnabarna. Nokkuð er það óvanalegt að sjá svo stóran systkinahóp saman kominn. Það má og segja, að foreldrum þessara systkina hafi skilað óvenju vel um bratt lendi lífsbaráttunnar, sem jafnan var háð á brjóstum hinnar mis gjöfulu náttúru þessa lands, en þau voru fólk mikillar gerðar bæði til sálar og líkama og árangurinn eftir því.

Á Halldórsstöðum ólst Sigurdrífa upp til 14 ára aldurs, en þá fóru foreldrar hennar búferlum að Engidal í sömu sveit. Nærri má því geta, að ekki hefur lífsbaráttan á heiðarbýlinu verið eintómur dans á rósum og önn húsfreyjunnar þung bæði daga og nætur. Til marks um það, þá fór Sigurdrífa aldrei í kaupstað í þessi rúm 15 ár og eitt sinn liðu svo 5 ár, að hún fór eigi út af bæ sem kallað er. Það var löngum hlutskipti hennar, að klukkan réði ekki vinnudeginum, heldur trúmennska hennar og endalitlar þarfir annarra.

Bókhneigðinni gat hún ekki þjónað, nema að taka af svefntíma sínum um nætur, þegar kyrrð var komin á barnahópinn. En hjónin voru samtaka um allt, hvort heldur sem galt meðlæti eða mótlæti og ekkert var til annarra sótt, enda sjálfsbjargar hvötin sterk hjá báðum. Búið varað vonum ekki stórt, en afurðagott með afbrigðum því Páll var snjall búmaður. Einnig var hann slyngur veiðimaður og sótti mikla björg í bú bæði hvað snerti fugl og fisk, enda heiðin gjöful á hvorutveggja. Vorið 1951 brugðu þau Engidals hjónin á það ráð að flytjast búferlum að Saltvík í Reykjahreppi og mun sú ráðabreytni einkum hafa orsakast af því, að þau vildu bæta menntunaraðstöðu barna sinna. Í Saltvík fæddust þeim brátt tveir drengir og þar búnaðist þeim vel, því jörðin er kostamikil, en sakir þess að þau fengu hana ekki keypta, þá fluttu þau þaðan eftir 9 ára búskap austur að Eiðum í N-Múlasýslu og var öllum sveitungum þeirra eftirsjón að, því þau voru hinir bestu nágrannar og svo góð heim að sækja að við var brugðið. Á Eiðum var viðstaðan aðeins tvö ár, því þar festi fjölskyldan eigi yndi og lá þá leiðin vestur að Syðri Völlum á Vatnsnesi þar sem æskuheimili Páls hafði áður staðið. Á Syðrivöllum var svo þegar hafist handa með umfangsmiklar framkvæmdir bæði hvað snerti byggingar og ræktun og grunnur lagður að nýrri og betri framtíð. En á þessum árum tók hinn stóri systkinahópur mjög að dreifast úr foreldrahúsum bæði vegna náms og starfa svo sem vænta mátti.

Sigurdrífa fann sig ekki heima á Syðrivöllum og mun hugur hennar oft hafa leitað til æskustöðvanna. Páll mun ekki heldur hafa fallið eins vel að umhverfinu og hann hugði, því tímarnir höfðu breyst og æskufélagarnir umvörpum horfnir. Hinsvegar var ljómi endurminninganna frá Engidal kominn á himininn og laðaði heim í heiðardalinn. Það fór því svo árið 1968 eftir 7 ára dvöl á Syðrivöllum, að þau hjónin létu jörðina í hendur Eiríki syni sínum og fluttu norður í Engidal þar sem þeim var vel fagnað af fv. sveitungum, ungum sem öldnum.

Við endurkomu sína í Engidal gátu þau hjónin kastað mæðinni, notið bókhneigðar sinnar og dundað við hannyrðir, sem báðum var lagið. Búskapurinn var aðeins nokkrar kindur til ánægjuauka og veiðiskapur húsbóndans sport í stað lífsbaráttu áður. Börn þeirra og tengdabörn hlúðu að dvöl þeirra í Engidal með ýmsu móti, en langstærstur var hlutur Kristlaugar dóttur þeirra í því tilliti. Hún dvaldi í Engidal þeim við hlið 6 síðustu búskaparárin, eða þar til yfir lauk hjá Páli árið 1984 og reyndist þeim ómetanleg stoð á alla lund. Einnig dvöldu þar synir hennar og maður, þegar þeir máttu því við koma sakir skólagöngu og atvinnu, og lífgaði það mikið uppá samfélag heiðarbýlisins.

Sigurður Bjarnason Sigurðsson (1915-2010) Akranesi

  • HAH01940
  • Einstaklingur
  • 5.10.1915 - 22.2.2010

Sigurður Bjarnason Sigurðsson fæddist í Reykjavík 5. október 1915. Hann lést 22. febrúar síðastliðinn. Sigurður vann lengi við bifreiðaakstur og viðgerðir. Síðustu ár ævi sinnar var Sigurður vistmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi.
Útför Sigurðar fór fram frá Akraneskirkju 3. mars 2010, og hófst athöfnin kl. 14.

Sigurður Ellert Ólason (1907-1988)

  • HAH01942
  • Einstaklingur
  • 19.1.1907 - 18.1.1988

Hæstaréttarlögmaður, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, síðast bús. í Reykjavík. Stúdent á Bergþórugötu 25, Reykjavík 1930. F. 24.1.1907 skv. kb.
Sigurður Ellert fæddist hinn 19. janúar 1907 að Stakkhamri á Snæfellsnesi og skorti þess vegna einn sólarhring til þess að lifa 81. afmælisdag sinn. Sigurður verður borinn til moldar frá Dómkirkjunni mánudaginn 25. þ.m.

Sigurður Eymundsson (1943-2016)

  • HAH01944
  • Einstaklingur
  • 5.2.1943 - 27.6.2016

Sigurður Eymundson fæddist 5. febrúar 1943 á Höfn í Hornafirði. Hann lést á heimili sínu að Suðurlandsbraut 60 í Reykjavík 27. júní 2016. Sigurður ólst upp á Höfn í Hornafirði. Hann fór í Héraðsskólann á Laugum haustið 1959 þar sem hann kynntist Olgu, eftirlifandi eiginkonu sinni. Útför Sigurðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 8. júlí 2016, klukkan 15.

Sigurður Grétar Magnússon (1936-2001)

  • HAH01945
  • Einstaklingur
  • 14.4.1936 - 15.8.2001

Sigurður Grétar Magnússon fæddist á Vigdísarstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu 14. apríl 1936. Hann lést á Landspítalanum Hringbraut 15. ágúst síðastliðinn. Sigurður starfaði sem verktaki.
Útför Sigurðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurður Markússon (1929-2011)

  • HAH01951
  • Einstaklingur
  • 16.9.1929 - 22.8.2011

Sigurður Markússon fæddist á Egilsstöðum á Völlum 16. september 1929. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. ágúst 2011.
Jarðarför Sigurðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 1. september 2011, kl. 13.

Sigurður Stefánsson (1903-1971)

  • HAH01954
  • Einstaklingur
  • 10.11.1903 - 8.5.1971

Prestur, prófastur og síðar víglubiskup á Möðruvöllum í Hörgárdal, Eyj. Var í Reykjavík 1910. Bóndi og prestur á Möðruvöllum, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930.
Skólabróðir séra Sigurðar lýsir honum á þessa leið: Hann var hlédrægur jafnan, hverjum manni prúðari í framkomu, orðvar og bauðaf sér góðan þokka. Vinsæll var hann af skólabræðrum sínum, löðuðust jafnan að honum góðir menn og bundu við hann vináttu.
Á Möðruvölium reyndist séra Sigurður skjótt atorkusamur við endurbætur jarðarinnar. Sléttaði hann allt túnið þegar á fyrstu árum og stækkaði það að mun. Var það að lokum orðið 35 hektarar, allt eggslétt og véltækt. Athafnamaður mikill var hann í starfi og hamhleypa til vinnu. Bjó hann jafnan ágætu búi og hafði yndi af jarðrækt og fögru búfé. Var vinnudagur hans oft ærið langur svo að næturnar varð hann iðulega að hafa til þess að búa sig undir ræðugerð. Það torleiði mætti þeim prestshjónunum á Möðruvöllum, að íbúðarhúsið þar brann árið 1937. Urðu þau þá að leita athvarfs á Akureyri og hafast þar við, unz staðurinn var endurreistur.
Séra Sigurður var í fremstu röð presta, ræðumaður ágætur og raddmaður hið sama. Það jók og á kennimannlegan virðuleik hans, að hann var mikill á velli og vel vaxinn, fríður sýnum og hinn fyrirmannlegasti. Framburður ræðunnar var jafnan ágætur, rómurinn mikill yfir málinu, röddin fögur og raddsviðið mikið. Ræður hans voru ætíð vel byggðar. Brást honum aldrei rökrétt hugsun og orðaval. Jók það einnig áhrif ræðunnar, að persóna hans bjó yfir meðfæddri reisn samfara ljúfmennsku. Boðskapur hans var fyrst og fremst kærleikskenningin ásamt trúnni á guð og hið góða í manninum. Breyskleika sinn væri mönnum fært að yfirvinna, ef þeir þekktu sjálfa sig og hefðu áhuga á að vaxa að andlegum þroska og setja sér fyrir sjónir og hafa að fordæmi og leiðarljósi líf Jesú Krists.

Sigurgeir Hannesson (1919-2005) Stekkjardal

  • HAH01958
  • Einstaklingur
  • 3.4.1919 - 8.2.2005

Sigurgeir Hannesson fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal 3. apríl 1919. Sigurgeir og Hanna hófu búskap í Stóradal árið 1944 og bjuggu þar til 1961. Byggðu nýbýlið Stekkjardal þegar Stóridalur brann 1961 og hafa búið þar síðan. Árið 1987 byggðu þau nýtt íbúðarhús í nágrenni gamla hússins og fluttu þangað, en Ægir og Gerður tóku smám saman við búskapnum. Útför Sigurgeirs fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður á Svínavatni.

Sigurjón Elías Björnsson (1926-2010)

  • HAH01962
  • Einstaklingur
  • 4.7.1926 - 24.10.2010

Sigurjón Elías Björnsson fæddist á Húnsstöðum í Torfalækjarhreppi 4. júlí 1926. Hann lést á heimili sínu, Árbraut 17, Blönduósi, 24. október síðastliðinn. Sigurjón og Aðalbjörg hófu búskap í Sólheimum í Svínavatnshreppi, fluttu síðan að Kárastöðum í sömu sveit, þaðan að Sauðanesi í Torfalækjarhreppi og loks að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi árið 1959, þar bjuggu þau til ársins 1997. Og flutti þá Sigurjón til Blönduóss.
Útför Sigurjóns verður gerð frá Blönduóskirkju í dag, 6. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í Blönduóskirkjugarði.

Sigurlaug Björnsdóttir (1917-2005) kennari frá Rútsstöðum

  • HAH01969
  • Einstaklingur
  • 16.7.1917 - 4.4.2005

Sigurlaug Björnsdóttir fæddist á Rútsstöðum í Svínadal í A-Hún. 16. júlí 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 4. apríl síðastliðinn. Sigurlaug ólst upp með foreldrum sínum á ýmsum stöðum í A-Húnavatnssýslu og Skagafirði uns þau fluttu til Reykjavíkur árið 1930.
Útför Sigurlaugar fór fram 10. apríl í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Sigurlaug Guðlaugsdóttir (1904-2004) Ási í Vatnsdal

  • HAH01972
  • Einstaklingur
  • 18.7.1904 - 15.2.2004

Sigurlaug Guðlaugsdóttir fæddist á Skúfi í Norðurárdal 18. júlí 1904. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 15. febrúar síðastliðinn. Útför Sigurlaugar fór fram í kyrrþey.

Sigurlaug Helgadóttir (1916-2009) Skagaströnd

  • HAH01974
  • Einstaklingur
  • 24.3.1916 - 21.10.2009

Sigurlaug Helgadóttir fæddist á Háreksstöðum í Norðurárdal 24. mars 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. október sl.
Útför Sigurlaugar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 5. nóvember, klukkan 15.

Sigurlaug Sveinsdóttir (1919-2008) frá Vinaminni Blönduósi

  • HAH01975
  • Einstaklingur
  • 18.1.1919 - 21.12.2008

Sigurlaug Ingunn Sveinsdóttir fæddist í Vinaminni á Blönduósi 18. jan. 1919. Hún lést í Kjarnalundi á Akureyri 21. desember síðastliðinn. Sigurlaug ólst upp í foreldrahúsum á Blönduósi, hún fór snemma að vinna fyrir sér í vist og kaupavinnu. Hún fluttist norður í Glerárþorp 1938, þar sem hún settist síðan að til frambúðar.
Eftir að Sigurlaug og Sigurður kynntust hófu þau búskap í Glerárþorpinu og bjuggu í Ási um nokkurra ára bil en byggðu þá upp býlið Hraun og bjuggu þar um áratugaskeið. Í Hrauni stunduðu þau hefðbundinn búskap eins og þá tíðkaðist auk þess sem Sigurður sinnti vörslu sauðfjárvarna á Glerárdal og stundaði sjósókn og skotveiðar meðfram búskapnum. Sigurlaug sinnti þá verkunum heimafyrir og stundaði einnig saumaskap í talsverðum mæli auk venjulegra snúninga innanhúss. Sigurlaug og Sigurður dvöldu nokkur ár á dvalarheimilum Akureyrar í Skjaldarvík og Hlíð. Eftir lát Sigurðar árið 2004 flutti Sigurlaug út úr Hlíð og dvaldi í eigin íbúð um tíma, þar til hún fluttist í dvalarheimilið Kjarnalund.
Útför Sigurlaugar verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurlaug Stefánsdóttir (1915-2000) Reykjaskóla

  • HAH01977
  • Einstaklingur
  • 25.9.1915 - 15.12.2000

Sigurlaug Stefánsdóttir fæddist á Smyrlabergi á Ásum 25. september 1915. Hún lést 15. desember síðastliðinn.
Útför Sigurlaugar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Sigurmunda Guðmundsdóttir (1925-2013) Reykjavík

  • HAH01981
  • Einstaklingur
  • 20.6.1925 - 20.8.2013

Sigurmunda Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 20. ágúst 2013.
Útför Sigurmundu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 27. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Sigurveig Sigurðardóttir (1920-2008) Selfossi

  • HAH01987
  • Einstaklingur
  • 9.8.1920 - 9.5.2008

Sigurveig Sigurðardóttir fæddist í Presthúsum í Vestmannaeyjum 9. ágúst 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 9. maí síðastliðinn. Sigurveig og Hjalti stofnuðu heimili í Reykjavík en fluttu að Selfossi árið 1946. Sigurveig var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að félagsmálum.
Útför Sigurveigar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ólafur V Noregskóngur (1903-1991)

  • HAH01801
  • Einstaklingur
  • 2.7.1903 - 17.1.1991

Ólafur V Noregskonungur, konungur fólksins, sem lést 17. janúar sl. 87 ára að aldri, var lagður til hinstu hvílu í konunglegri grafhvelfingu Akershus-kastala í Óslóarfirði í gær. Um 100.000 Norðmenn voru samankomnir við kastalann til að votta konunginum virðingu sína. Kóngafólk og stjórnmála leiðtogar frá a.m.k. 100 lönd um voru viðstödd útförina. Einnar mínútu þögn ríkti um allan Noreg á hádegi í gær og 21 heiðursskoti var síðan hleypt af fallbyssum þegar útförinni lauk.

Um það bil 3.000 hermenn með riffla stóðu vörð á leið líkfylgdar innar. Öryggiseftirlit lögreglu var gífurlegt vegna hótana Íraka um hryðjuverk í þeim löndum er styðja fjölþjóðaherliðið við Persaf lóa.

Ólafur konungur var tákn and stöðu gegn nasistum í síðari heimsstyrjöldinni og hann var virtur og dáður fyrir alþýðleika sinn. "Ólafur konungur var per sónugervingur baráttu okkar fyrir varðveislu sjálfstæðis okkar á erf iðum tímum," sagði Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra í dómkirkjunni í Ósló.

Ólafur tók við konungdómi við dauða föður síns árið 1957 og Haraldur, eini sonur hans, hefur þegar tekið við af honum. Harald ur fór fyrir líkfylgdinni sem fór um götur Óslóar frá konungshöll inni. Kistan var sveipuð rauðum og gulum fána.

Á meðal erlends tignarfólks, sem var viðstatt útförina, voru 15 konungar, drottningar, prinsar og prinsessur og tylft þjóðhöfðingja. Af kóngafólki má nefna Karl Bretaprins, Margréti Danadrottningu, Naruhito, krónprins Japans, Juan Carlos Spánarkon ung, Baudouin Belgíukonung, Karl Gústaf Svíakonung og Konstantín, fyrrverandi konung Grikklands. Dan Quayle, varaforseti Bandaríkjanna, flaug til Óslóar meðan á athöfninni stóð til að votta Haraldi konungi samúð þjóðar sinnar. Meðal annarra háttsettra erlendra sendimanna má nefna Richard von Weizsäcker, forseta Þýskalands, og Gennadíj Janajev, varaforseta Sovétríkjanna. Útlagastjórn Kúveits sendi menntamálaráðherra sinn, Ali al-Shamlan, til jarðarfararinnar en Írakar sendu engan. Vigdís Finnbogadóttir forseti, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra voru viðstödd útförina fyrir Íslands hönd. Jón Sigurðsson var staðgengill utanríkisráðherra.
Strangt öryggiseftirlit hefði sennilega skotið Ólafi konungi skelk í bringu en hann gekk einn um götur Óslóar vel fram á efri ár. Er hann var eitt sinn spurður, hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að ganga um aleinn, sagði hann: "En ég hef fjórar milljónir lífvarða," - norsku þjóðina.

Ingvar Pálsson (1895-1968) Balaskarði

  • HAH01525
  • Einstaklingur
  • 25.10.1895 - 18.10.1968

Ingvar Stefán Pálsson 25. október 1895 - 18. október 1968 Var á Rútstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Bóndi á Balaskarði, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Balaskarði, Vindhælishr. Þegar Ingvar Pálsson var sjö ára gamall missti hann föður sinn, og ólst, þá upp með móður sinni á ýmsum stöðum, lengst að Ljótshólum í Svinadal, hjá Guðrúnu Eysteinsdóttur og manni hennar, Guðmundi Tómassyni.
Ingvar Pálsson var bráðþroska, og var gæddur fjölhæfum gáfum eins og hann átti kyn til í báðar ættir. Um góðan árangur námsins, samfara mikilli eðlis greind, vitnaði allt, er Ingvar skrifaði, í bundnu sem óbundnu máli. Á Eldjárnstöðum bjuggu þau hjón í sex ár, en fluttu þá að Smyrlabergi á Ásum, og voru þar eitt ár. Árið 1927 keyptu þau Ingvar og Signý Balaskarð á Laxárdal og fluttu þangað sama ár. Þar bjuggu þau til hinztu stundar Ingvars Þegar Ingvar og Signý hófu búskap á Eldjárnstöðum, með lítinn bústofn, fór í hönd lamandi fjármáiakreppa, er mest hefur orðið á landi bér á þessari öld, samfara var og hörku veðurfar.

Ólöf Þorsteinsdóttir (1916-2013)

  • HAH01809
  • Einstaklingur
  • 11.3.1916 - 25.3.2013

Ólöf Þorsteinsdóttir fæddist 11. mars 1916 í Langholti í Flóa. Hún lést á Landspítalanum 25. mars 2013. Árið 2000 flutti Ólöf að Dalbraut 27, en þar bjó hún til hinstu stundar. Ólöf ólst upp í foreldrahúsum og var heima í Langholti langt fram á unglingsár og tók virkan þátt í heimilishaldinu og búskapnum. Hún var síðan á Húsmæðraskólanum á Blönduósi í tæp tvö ár, en fór svo að vinna ýmsa vinnu. Fljótlega fór hún að hafa áhuga á saumaskap og vann við það í mörg ár. Útför Ólafar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 5. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15.

Ómar Árnason (1936-2011) kennari Reykjavík

  • HAH01810
  • Einstaklingur
  • 9.4.1936 - 11.6.2011

Ómar Árnason fæddist í Reykjavík 9. apríl 1936. Hann lést á St. Jósefsspítala 11. júní 2011. Ómar ólst upp í Skerjafirði. Ómar og Hrafnhildur Oddný fluttu heim til Íslands frá Danmörku 1964. Árið 1966 fluttu Ómar og Hrafnhildur frá Reykjavík til Hafnarfjarðar, þar sem systir Hrafnhildar og eiginmaður, Soffía Kristbjörnsdóttir og Ólafur P. Stephenssen höfðu komið sér fyrir. Þau bjuggu sér heimili á Hvaleyraholti í Hafnarfirði og hafa búið þar síðan.
Útför Ómars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13.

Óskar Halldór Maríusson (1934-2011)

  • HAH01815
  • Einstaklingur
  • 23.6.1934 - 28.12.2011

Óskar Maríusson, efnaverkfræðingur, fæddist á Akranesi 23. júní 1934. Hann lést á heimili sínu 28. desember 2011. Útför Óskars fer fram frá Seljakirkju í dag, 6. janúar 2012 og hefst kl. 13.

Pálína Ásmundsdóttir (1921-2009) frá Ásbúðum á Skaga

  • HAH01818
  • Einstaklingur
  • 30.5.1921 - 11.5.2009

Pálína Halla Ásmundsdóttir fæddist í Ásbúðum 30. maí 1921. Hún lést í Kópavogi 11. maí 2009. Pálína verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, 20. maí, og hefst athöfnin kl. 13.

Páll Halldórsson Melsted (1914-2004) múrari Reykjavík

  • HAH01821
  • Einstaklingur
  • 13.12.1914 - 25.3.2004

Páll Melsted fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 13. desember 1914. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 25. mars síðastliðinn. Páll ólst upp á Patreksfirði og í Reykjavík. Páll var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur frá 1949. Hann stundaði hestamennsku frá unga aldri og var félagi í Hestamannafélaginu Fáki.
Páll og Elsa bjuggu lengst af á Sólbakka við Nesveg en síðustu þrjú ár á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Minni-Grund.
Útför Páls verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Páll Sveinsson (1911-1994)

  • HAH01828
  • Einstaklingur
  • 24.12.1911 - 15.6.1994

Páll Sveinsson fæddist 24. desember 1911 að Stórutungu í Bárðardal. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför Páls Sveinssonar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag.

Páll Tómasson (1902-1990)

  • HAH01829
  • Einstaklingur
  • 4.10.1902 - 22.1.1990

Páll Tómasson húsasmíðameistari, Skipagötu 2, Akureyri, var borinn til moldar mánudaginn 22. janúar sl. .

Petra María Sveinsdóttir (1922-2012) Sunnuhlíð Stöðvarfirði

  • HAH01833
  • Einstaklingur
  • 24.12.1922 - 10.1.2012

Petra Sveinsdóttir, steinasafnari á Stöðvarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 10. janúar 2012.
Hún hét fullu nafni Ljósbjörg Petra María og var fædd á aðfangadag jóla árið 1922 á Bæjarstöðum við norðanverðan Stöðvarfjörð. Öll fjölskyldufólk og niðjarnir orðnir margir. Nenni lést árið 1974 aðeins 52 ára að aldri. Eftir fráfall hans opnaði Petra heimili sitt fyrir gestum og gangandi sem vildu skoða steinasafnið hennar.

„Ég sé ekki eftir neinu, er mjög sátt og vildi ekki breyta neinu þótt ég gæti rakið upp lífið.“
Útför Petru fór fram frá Stöðvarfjarðarkirkju, 28. janúar 2012, og hófst athöfnin kl.14.

Pétur Björnsson (1921-1997)

  • HAH01836
  • Einstaklingur
  • 10.3.1921 - 5.5.1997

Pétur Björnsson fæddist á Fallandastöðum í Hrútafirði 10. mars 1921. Hann lést á heimili sínu hinn 5. maí síðastliðinn.
Útför Péturs fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Pétur Sigurðsson (1933-2000) Skeggstöðum í Svartárdal

  • HAH01845
  • Einstaklingur
  • 23.10.1933 -11.5.2000

Pétur Sigurðsson var fæddur að Skeggsstöðum í Svartárdal 23. október 1933. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 11. maí síðastliðinn. Ekki er hægt minnast Péturs án þess að tala um hest sem honum var mjög kærkominn. Það var rauður hestur kallaður Ómars Rauður sem hann átti til fjölda ára og hann hafði mikið dálæti á. Það sama má segja um hestinn, hann var mjög hændur að húsbónda sínum. Sú vinátta sem þar var, á milli hests og manns, lýsir þeirri persónu sem Pétur hafði að geyma betur en mörg orð. Síðustu ár ævi sinnar átti Pétur í baráttu við mjög erfiðan sjúkdóm. Fyrir mann á besta aldri var erfitt að ganga í gegnum þá baráttu sem fylgir því að uppgötva að hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi og ekki síður fyrir alla þá sem í kringum hann voru að átta sig á hvað var að gerast.

Rafn Sveinsson (1941)

  • HAH01848
  • Einstaklingur
  • 3.10.1941-

Tónlistarmaðurinn Rafn Sveinsson hefur verið fyrirferðarmikill í tónlistarlífinu á Akureyri undanfarna áratugi. Rafn sem er trommuleikari, hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og einnig verið með sínar eigin hljómsveitir í gegnum tíðina. Rafn hefur nú sent frá sér nýjan 12 laga hljómdisk og er hann gefinn út af tvennu tilefni.

Ragnar Annel Þórarinsson (1924-2017) Blönduósi

  • HAH01850
  • Einstaklingur
  • 1.10.1924 - 12.3.2017

Ragnar Annel Þórarinsson fæddist að Hindisvík á Vatnsnesi 1. október 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 12. mars 2017.
Útför Ragnars fór fram frá Blönduóskirkju, 22. mars 2017, og hófst athöfnin klukkan 14.

Ragnar Jónasson (1913-2003) frá Eiðsstöðum

  • HAH01853
  • Einstaklingur
  • 27.10.1913 - 6.10.2003

Þorleifur Ragnar Jónasson fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu 27. október 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 6. október síðastliðinn. Útför Ragnars verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Ragnheiður Birna Hafsteinsdóttir (1925-2008) Reykholti Skagaströnd

  • HAH01858
  • Einstaklingur
  • 5.11.1925 - 26.8.2008

Ragnheiður Birna Hafsteinsdóttir fæddist á Bergsstöðum í Miðfirði 5. nóvember 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 26. ágúst síðastliðinn. Ragnheiður var mikil húsmóðir alla tíð og jafnframt var hún mikill dýra- og náttúruunnandi.
Útför Ragnheiðar fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Ragnhildur Sigurjónsdóttir (1917-2006) Sogni í Kjós

  • HAH01868
  • Einstaklingur
  • 29.6.1917 - 11.10.2006

Ragnhildur Sigurjónsdóttir fæddist að Sogni í Kjós hinn 29. júní árið 1917. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 11. október síðastliðinn. Ragnhildur ólst upp að Sogni. og vann um skeið í verbúð í Sandgerði og á saumastofu í Reykjavík. Ragnhildur bjó í Stórholti 35 frá árinu 1953 eða þar til heilsan var farin að gefa sig og flutti þá á Hjúkrunarheimilið á Vífilsstöðum í febrúar árið 2004.
Útför Ragnhildar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Róbert Jack (1913-1990)

  • HAH01874
  • Einstaklingur
  • 5.8.1913 - 11.2.1990

Prestur í Heydölum í Breiðdal, Múl. 1944-1947 og Miðgörðum í Grímsey frá 1947. Prestur í Grímsey og á Tjörn á Vatnsnesi. Prestur í Grímsey 1950. Var á Tjörn I, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Kópavogi.

Ólafur Dýrmundsson (1889-1973) Kistu Vestur-Hópi

  • HAH01788
  • Einstaklingur
  • 24.11.1889 - 18.2.1973

Bóndi í Kistu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Sigríðarstöðum í Vesturhópi, síðast bús. í Reykjavík. Ólafur fæddist að Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi 24.11 1889. Dýrmundur faðir hans var einnig fæddur þar 1862, Ólafsson bónda þar Guðmundssonar. Móðir Ólafs (kona Dýrmundar) Signý Hallgrímsdóttir bónda á Víðivöllum í Fnjóskadal, var sögð gáfuð kona, sérlega bókhneigð og vel hagorð og mun eitthvað af vísum hennar varðveitt enn. Í skagfirzkum æviskrám segir einnig, að Dýrmundur
faðir Ólafs hafi verið hlédrægur, en viðurkennt valmenni. Þetta gátu því verið ættareinkenni, hagmælskan og hlédrægnin og hefði mér ekki þurft að koma hagmælskan með öllu á óvart, þar sem ég vissi að hann var hálfbróðir hins kunna hestamanns og rithöfundar Ásgeirs í Gottorp, en hann var líka að ýmsu Iíkur föður sínum á Þingeyrum, sem margar snillivísur lifa eftir.
Albróðir Ólafs var Aðalsteinn bóndi á Stóruborg en Pétur sonur hans er einn af þeim sem hefði átt að vera í Húnvetningaljóðum eitt af sönnunargögnum þess, að full ástæða væri til að gefa út framhald þeirra og hlaupa þar ekki yfir þá ungu og forðast að láta hlédrægnina valda því, að samtíðin fái ekki að njóta góðra hæfileika. Kona Ólafs, Guðrún Stefánsdóttir, hefur líka vel kunnað að meta þessa hæfileika bónda síns, enda sjálf hagmælt og því vonandi að þau fjögur börn er þau hafa eignazt, hafi ekki orðið afskipt af ljóðhneigðinni, og er mér raunar kunnugt um að svo er ekki.
Frá 6 ára aldri dvaldist Ólafur í Vestur Húnavatnssýslu og bjuggu þau Guðrún á ýmsum bæjum þar, en síðast að Vallanesi við Hvammstanga. Heilsufarið veldur oft háttabreytni manna og mun sjúkleiki Guðrúnar hafa valdið því, að þau fluttu til Reykjavíkur 1951. Allt frá því og til síðustu áramóta, vann Ólafur hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Nú eftir svo langan starfsdag og marga þraut frá harðari tímum en við höfum lifað nú um skeið, má segja að lúinn eigi skilið að hvílaast, en þá er rík nauðsyn, að eiga hugðarefni til að grípa til og svo andlega heil sem þau hjón eru, mun slíkt ekki bresta þau eins og horfir, en ekki er ég í vafa um, að marga þunga stund hafi Ijóðskur andi létt þeim og vona að svo megi enn verða sem lengst. Þó heilsa og kraftar séu á þrotum, er drjúgur ávöxtur lífsins við að gleðjast, 4 börn vel komin í lífsstöðu, 14 barnabörn og 12 barnabarna börn.

Guðrún Albertsdóttir (1902-1970) Neðstabæ

  • HAH04398
  • Einstaklingur
  • 4.12.1902 - 29.4.1970

Guðrún Margrét Albertsdóttir 4. des. 1902 - 29. apríl 1970. Húsfreyja í Hreiðri í Holtum. Var í Neðstabæ, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Hafnarfirði.

Guðrún Ágústsdóttir (1896-1977) Bjarnarhöfn

  • HAH04412
  • Einstaklingur
  • 20.1.1896 - 18.10.1977

Guðrún Olga Ágústsdóttir [Gunnolga] 20. jan. 1896 - 18. okt. 1977. Húsfreyja á Laugavegi 10, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Bjarnarhöfn, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Húsfreyja í Reykjavík.

Guðrún Guðmundsdóttir (1852-1908) frá Sneis

  • HAH04415
  • Einstaklingur
  • 25.8.1852 - 28.9.1908

Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 25. ágúst 1852 - 28. sept. 1908. Var á Sneis, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Húsfreyja Bjarnabæ Sauðárkróki.

Guðrún Jónsdóttir (1878) Múla í Línakradal

  • HAH04378
  • Einstaklingur
  • 14.8.1878 -

Guðrún Jónsdóttir 14. ágúst 1878. Skagfjörðshúsi Blönduósi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880 og 1890. Húsfreyja í Múla í Línakradal.

Guðrún Sigvaldadóttir (1905-1981) Mosfelli

  • HAH04457
  • Einstaklingur
  • 6.9.1905 - 1.8.1981

Guðrún Sigvaldadóttir 6. sept. 1905 - 1. ágúst 1981. Húsfreyja á Mosfelli, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Mosfelli, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Svínavatnshreppi.

Guðrún Torfadóttir (1888-1924) Kollsvík á Rauðasandi

  • HAH04464
  • Einstaklingur
  • 23.11.1888 - 7.12.1924

Guðrún Sólborg Torfadóttir 23. nóv. 1888 - 7. des. 1924. Kollsvík á Rauðasandi 1920. Óg vk Möðrufelli Ef 1910 og Kollsvík Rauðasandi 1920. Hún og Þ.S. hafi voru skólasystur frá
Gagnf.sk. á Ak.

Ingvar Þorleifsson (1930-2016) Sólheimum

  • HAH02397
  • Einstaklingur
  • 17.3.1930 - 8.7.2016

Ingvar Þorleifsson 17. mars 1930 - 8. júlí 2016. Var á Sólheimum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Bóndi að Sólheimum í Svínavatnshreppi. Hreppstjóri, hreppsnefndarmaður og gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.
Að loknu tveggja ára námi við Bændaskólann að Hólum hóf Ingvar búskap í Sólheimum, fyrstu árin í samstarfi við foreldra sína og seinustu árin í samstarfi við Þorleif son sinn og fjölskyldu hans. Meðfram búskap sinnti Ingvar margvíslegum félagsstörfum. Hann var hreppstjóri í Svínavatnshreppi í um tvo áratugi og í hreppsnefnd Svínavatnshrepps starfaði hann í 28 ár. Þá sat hann í stjórn Kaupfélags Húnvetninga og var stjórnarformaður um skeið. Eftir miðjan aldur hóf Ingvar að skrá minningar og sagnaþætti sem margir birtust á prenti.
Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 8. júlí 2016.
Útför hans fór fram frá Blönduóskirkju í dag, 15. júlí 2016, klukkan 14. Jarðsett var í Svínavatnskirkjugarði.

Gullgrafarar í Klondike 1897-1904

  • HAH04498
  • Einstaklingur
  • 1897 -

1) Albert Jónsson Johnson, Winnipeg - 7. maí 1858 - 8. apríl 1908 úr gaseitrun þegar hann var að bjarga samstarfsmönnum. Fór til Vesturheims 1887 frá Kollafjarðarnesi, Kirkjubólshreppi, Strand.
M1; Sigríður Þorsteinsdóttir 23. sept. 1861 - 10. jan. 1903. Húsavík á Ströndum. Fór til Vesturheims 1887 frá Kollafjarðarnesi, Kirkjubólshreppi, Strand.
M2; Ástrós Jónsdóttir 15. mars 1862 - 15. feb. 1946. Fór til Vesturheims 1887 frá Hjarðarholti, Laxárdalshreppi, Dal. Sjá umfjöllun
2) Ármann Bjarnason 6. des. 1856. Með foreldrum og síðar móður á Sandhólum, Tjörnesi til 1883. Fór þaðan til Vesturheims 1883. Kona hans 26.10.1882; Fanný Jónsdóttir

  1. mars 1856. Með foreldrum á ýmsum bæjum á Tjörnesi og á Langavatni, Aðaldælahreppi til um 1882. Fór til Vesturheims 1883 frá Sandhólum, Húsavíkurhreppi, S-Þing. Nefnd Fannney í Æ.Þing.I, Vesturf.Þing. og Hraunkotsætt.
    3) Árni Thórðarson (1861-1911) Kona Árna; Valgerður Þórðardóttir 4.8.1872- 16.8.1940. Fór til Vesturheims 1898 frá Hausthúsum, Rosmhvalaneshreppi, Gull..
    4) Ástráður Jónsson 15. nóv. 1866 - 17.6.1898. Fór til Vesturheims 1888. Dó í Dawson City Klondyke, Lundar
    5) Bergvin Jónsson 1. júlí 1860 - 29. des. 1936. Winnipeg, Seattle - Fór til Vesturheims 1876 frá Skriðuklaustri, Fljótdalshreppi, N-Múl. Prentari í Winnipeg og einn af stofnendum Lögbergs vikuritsins. Síðar verkamaður og gullgrafari í Yukon, loks kaupmaður í Winklerman, Arezona, Bandaríkjunum.
    6) Bjarni Stefánsson, Hallson, Piney - Barney Stevenson? 1877. Seinni kona hans Sylvia Stevenson 1893, sögð fædd á Íslandi. Börn þeirra; Stefán 1921, Dorothy 1922, Harold 1925, Irena 1927, Lawrence 1929, Sylvia 1932, Flora 1934. Með fyrri konu, Kristínu ; Jónína 1907, Stefanía 1909, Jón, Aldick 1910, Sigríður 1912, Anna 1923, Róbert 1916 (gæti verið sonur Sylvíu)
    7) Björn Magnússon 30. sept. 1857 - 6. maí 1935. Fór til Vesturheims 1886 frá Ljótarstöðum, Austur-Landeyjarhreppi, Rang. Bóndi í Utah, síðan í Blaine Walsh. „á hálfa námaslóð á læk sem rennur í Hunker Creek“. „Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
    8) Björn Stefánsson 2.9.1854 - Vinnumaður í Þóreyjarnúpi, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Var í Enniskoti, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1887 frá Enniskoti, Þorkelshólshreppi, Hún.
    9) Eiríkur Runólfsson 1873. Fór til Vesturheims 1883 frá Eyrarteigi, Skriðudalshreppi, S-Múl. Akra, ND - „Eiríkur Runólfsson came here this fall. I have not yet seen him and do not know what he is doing.”
    10) Eiríkur Sumarliðason 1. júlí 1861 - 25. nóv. 1933. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla og kenndi þar. Gerði tilraun til ísfiskssölu til Ameríku. Fór til vesturheims 1887 frá Ólafsdal, Saurbæjarhreppi, Dal. Var í Argyle, Lisgar, Manitoba, Kanada 1901. Fór til gullleitar í Klondyke um aldamótin. Starfaði við íslensku blöðin þar ytra. Grand Forks 1899.
    11) Guðjón Vigfússon, 12. mars 1864 - 29. apríl 1921. Var á Neðra-Apavatni, Mosfellssókn, Árn. 1870. Fyrirvinna hjá móður sinni á Apavatni. Bjó í Klausturhólum í Grímsnesi og fór síðar sem ekkjumaður til Ameríku. Kvæntist þar enskri konu og stundaði nuddlækningar. Hann varð auðmaður í Vesturheimi.
    12) Hannes Snæbjörnsson Hanson? - 28. nóv. 1863 - 28. ágúst 1932. Var á Hrísum, Snæf. 1870. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kaupmaður í Reykjavík 1930.
    13) Hjörtur Jónsson Hördal 27. júní 1857. Winnipeg - Var í Grímsnesi, Grýtubakkasókn, S-Þing. 1860. Ýmist með foreldrum eða móður á ýmsum bæjum í Grýtubakkahreppi til 1871 er hann flytur með foreldrum að Fyrirbarði í Fljótum, Skag. Fór til Vesturheims 1886 frá Tungu, Holtshreppi, Skag. „Hjörtur Jónson, sem hingað kom í vor og var hér frameftir sumri, seldi mötu sina og vatt svo upp segl niður Yukonfljót.“„Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
    14) Jóhann Kristján? Jónsson 1857 - 1925. Winnipeg - Verslunarmaður á Seyðisfirði. Fór til Vesturheims 1903 frá Seyðisfirði, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. Bjó í Winnipeg.
    15) Jóhannes Helgason (Bergen) 10. okt. 1870 - 16. des. 1944, New Iceland, Seattle - Var á Brúarfossi, Staðarhraunssókn, Mýr. 1880, fór þaðan Vesturheims 1887. Bjó í Winnipeg til 1898, fór þá að leita að gulli í Yukon og bjó eitt ár í Victoria. Bóndi á Reynivöllum, Nýja Íslandi og síðar bús. í Riverton í Manitoba, Kanada.
    16) Jón Jónsson 'Yúkonfari', Point Roberts, Seattle - Ættaður úr Borgarfirði syðra. Kona hans Guðrún, þau skildu og Guðrún giftist enskum manni í Selkirk. „[Jón] er nýbúinn að innvinna sér $300, og svo á hann hálfa námalóð á To-Much-Gold Creek.“ „Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
    17) Jón Tryggvi Jónsson 19. júní 1874 - 19. mars 1941. Byggingameistari Brick & Tile. Co. Ltd, fésýslumaður í Medicine Hat, Alberta, Kanada. Fór til Vesturheims 1900 frá Bjargi, Torfastaðahreppi, Hún. Winnipeg, Seattle, Medicine Hat Alberta [English translation of Saamis (SA-MUS) – the Blackfoot word for the eagle tail feather headdress worn by medicine men.] “Látinn er nýlega í Medicine Hat, Alta. Fyrri kona hans Anna Egilson Seinni kona ?, dóttir hennar Helga Thomson Medicine Hat.
    18) Jón Jónsson Bíldfell 1. maí 1870 - 17. ágúst 1955. Winnipeg - Forseti Þjóðræknisfélagsins og ritstjóri Lögbergs. Fór til Vesturheims 1887 frá Bíldsfelli, Þingvallahreppi, Árn. Verkamaður, tók virkan þátt í félagsmálum vestra. Nefndi sig Jón J. Bíldfell í Vesturheimi. “er búinn að vinna fvrir hálfri námalóð neðarlega á Salphur Creek.„ „Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
    19) Jón Jónsson Hördal, Lundar - „Á námalóð á Bairler Creek, Hann vinnur nú á Sulphur Creek og fœr helminginn af því sem hann finnur.“„Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
    Jón „yngri“ Jónsson Hördal 18. sept. 1870 - 4. maí 1960. Fór til Vesturheims 1883 frá Hóli, Hörðudalshreppi, Dal. Bóndi í Coldwell, Selkirk, Manitoba, Kanada 1921. Sjá umfjöllun.
    20) Jón Sigfússon Bergmann?, Gardar, ND -
    21) Jón Stefánsson 18. des. 1852. Hallson, Piney - Fór til Vesturheims 1879 frá Skjalþingsstöðum, Vopnafjarðarhreppi, N-Múl. Kaupmaður í Minnesota og síðar í Blaine í Washington, Bandaríkjunum. Barn f. í Vesturheimi: Edward Sigursteinn.
    22) Jón Thorsteinsson d. 9.9.1936, eigandi Hótel Como, Gimli, síðar Winnipeg - Hr. Jón Thorsteinsson, eigandi Como hótelsins á Gimli, lézt á sjúkrahúsi hér í borginni, 66 ára að aldri, Húnvetningur að ætt. Jón var glaðlyndur maður og svo góðhjartaður, að hann mátti ekkert aumt sjá. Jarðarför hans fór fram á laugardaginn 12.9.1936 frá útfararstofu Bardals. Séra Rúnólfur Marteinsson jarðsöng, en jarðsett var i Brookside grafreitnum. fyrri konan hét Anna en hin síðari Guðrún. Með fyrri konunni átti hann tvö börn — þau Guðmund verksmiðjueiganda í Winnipeg, og Kristínu (Mrs. G. Knight) í Sault Ste. Marie. Af seinna hjónabandinu eru Anna gift Harry Feir að Gimli og Jónína Murray einnig búsett á Gimli; Guðrún og Gestur, bæði dáin fyrir nokkru. Uppeldissonur Jóns er' Prof. Skúli Johnson, kennari við Manitoba háskólann
    Heimskringla, 13. tölublað (30.12.1936), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2164756
    23) Jón Valdimarsson 9. nóv. 1857, Winnipeg - Fósturbarn á Þorbrandsstöðum, Hofssókn, N-Múl. 1860. Fór til Vesturheims 1887 frá Fjarðaröldu, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. Balder Creek 1898
    24) Jónas Bergmann (Captain), New Iceland, Vancouver - Dawaon 1898
    25) Jónas B. Brynjólfsson*, New Iceland, Winnipegosis -
    26) Júlíus Jakobsson Eyford 1866 - 21. nóv. 1957. ND - Fór til Vesturheims 1873 frá Kristnesi, Hrafnagilshreppi, Eyj.
    27) Krist? (from Utah) - „Allir íslendingar hér eru við góða heilsu, nerna einn maður, sem kallar sig Krist og er frá Utah. Mér er sagt að hann sé veikur af skyrbjúg og liggi í Dawson.“ „Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
    28) Kristján Guðmundsson -
    29) Kristján Guðmundur Jónsson Matthíasson 1. maí 1875 - 22. jan. 1965. Sinclair, Man. - Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Fór til Ameríku 1897 og nam land í Manitoba, dó þar.
    30) Kristján Sveinsson 1851 - 1924. Helena, Montana - Fór til Vesturheims 1885 frá Fjarðaröldu, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. [Kona hans Svanbjörg Gunnarsdóttir 22. mars 1884 - 4. maí 1964. Fór til Vesturheims 1900 frá Vatni, Hofshreppi, Skag. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916? ekkja 1941]
    31) Kristján Pétursson 2. apríl 1865 - 26. feb. 1937. Hayland - Fór til Vesturheims 1893 frá Árnesi, Húsavíkurhreppi, S-Þing. Bjó í Hayland, Manitoba, Kanada. Fósturdóttir: Baldína Bjarnadóttir, f. 29.4.1896.
    32) Lárus Rósant Sölvason 1858. Víðir - Var í Hvammkoti, Hofssókn, Hún. 1860. Vinnumaður í Háagerði, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1890, óvíst hvaðan. Bús. í Víðir, Manitoba, Kanada.
    33) Magnús Pétursson, Nome - Móttakandi Yukonbréfsins
    34) Marteinn Jónsson - 16. nóv. 1849 - 13. jan. 1921. Var í Litla-Vatnshorni, Stór-Vatnshornssókn, Dal. 1860. Vinnumaður á Kollsá, Prestbakkasókn, Strand. 1870. Bóndi á Fossi í Hrútafirði. Fór til Vesturheims 1888 frá Kolableikseyri, Mjóafjarðarhreppi, S-Múl. Gullleitarmaður í Klondike, Yukon, Kanada. Var í Bifrost, Selkirk, Manitoba, Kanada 1916. Bóndi í Framnes byggð, Nýja Íslandi, Manitoba, Kanada.
    35) Oddbjörn Magnússon 1861. Winnipeg - Tökubarn á Holtastöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Vinnumaður í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1888 frá Tindum, Svínavatnshreppi, Hún.
    36) Oddur Jónsson
    , New Iceland, Vancouver -
    37) Ólafur Jónsson, Utah - Balder Creek Klondike 1898.
    38) Sigurður Jón Jóhannesson 1842. Winnipeg - Var á Höfðahólum, Spákonufellssókn, Hún. 1845. Vinnumaður í Mánaskál, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Skáld. Fór til Vesturheims 1873 frá Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhreppi, Hún. Settist fyrst að í Markland, Nova Scotia.
    39) Sveinn Júlíus Bjarnason 14. júlí 1858. Winnipeg - Fór til Vesturheims 1883 frá Sandhólum, Húsavíkurhreppi, S-Þing.
    40) Sölvi Sölvason 28. mars 1864 - 14. nóv. 1951. Winnipeg and Point Roberts - Fór til Vesturheims 1888 frá Króki, Vindhælishreppi, Hún. Bús. í Winnipeg og víðar í Kanada en síðast í Point Roberts, Washington, Bandaríkjunum. Grand Forks 1899. Skrifari „Yukonbréfsins“
    41) Teitur Thomas Ingimundarson 1857 - 20. sept. 1917. Winnipeg - Var í Reykjavík, Gull. 1860. Gull- og úrsmiður í Reykjavík. Fór til Vesturheims 1887 frá Vestdalseyri, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. Kom til Íslands aftur og fór í annað sinn vestur 1894. Stundaði gullgröft og rak verslun í Klondike.
    42) Thorkell Jónsson 7. júlí 1854. Vancouver, Victoria. Var á Stað, Aðalvíkursókn, Ís. 1860. Fór til Vesturheims 1886 frá Ísafirði, Eyrarhreppi, Ís. Bjó í Vancouver B.C., Kanada. Trésmiður. „vinnur við sitt handverk í Dawson.“„Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
Niðurstöður 401 to 500 of 10353