Sigurður Eymundsson (1943-2016)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigurður Eymundsson (1943-2016)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

5.2.1943 - 27.6.2016

Saga

Sigurður Eymundson fæddist 5. febrúar 1943 á Höfn í Hornafirði. Hann lést á heimili sínu að Suðurlandsbraut 60 í Reykjavík 27. júní 2016. Sigurður ólst upp á Höfn í Hornafirði. Hann fór í Héraðsskólann á Laugum haustið 1959 þar sem hann kynntist Olgu, eftirlifandi eiginkonu sinni. Útför Sigurðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 8. júlí 2016, klukkan 15.

Staðir

Höfn í Hornafirði: Reykjavík: Blönduós: Egilsstaðir:

Réttindi

Hann fór í Héraðsskólann á Laugum haustið 1959. Hann tók sveinspróf í rafvirkjun 1965 og lauk tæknifræðinámi í Árósum í Danmörku 1973. Árið 1990 stundaði hann nám í raforkuhagfræði við University of Texas, Arlington. Sigurður lauk einnig einkaflugmannsprófi á níunda áratugnum.

Starfssvið

Sigurður vann lengst af hjá Rafmagnsveitum ríkisins (RARIK), fyrst sem rafvirki og flokksstjóri árið 1967 en síðar sem rafveitustjóri á Höfn í eitt ár. Eftir að Sigurður lauk tæknifræðinámi í Danmörku í árslok 1973 kom hann til starfa hjá Rarik að nýju og starfaði þá á framkvæmdadeild. Árið 1978 var Sigurður skipaður umdæmisstjóri Rarik á Norðurlandi vestra, með aðsetur á Blönduósi, og gegndi því starfi í 12 ár, eða þar til hann tók við sem umdæmisstjóri á Austurlandi árið 1990, með aðsetur á Egilsstöðum. Árið 2004 varð hann framkvæmdastjóri virkjanasviðs Rarik.
Allan sinn starfsaldur tók Sigurður þátt í fyrirtækjarekstri Olgu konu sinnar en hún rak verslanir í Reykjavík og á Blönduósi og síðar kaffi- og gistihús á Egilsstöðum. Sigurður tók virkan þátt í félagsstarfsemi hvar sem hann bjó. Hann var sjálfstæðismaður og virkur þátttakandi í starfsemi flokksins. Hann starfaði m.a. í ungmennafélagshreyfingunni, JC, Lions, Rotary og Frímúrareglunni. Hann var virkur í starfsemi tengdri flugi og harmónikkuleik, en það voru hans helstu áhugamál. Sigurður var oft valin í stjórn þeirra félaga sem hann starfaði í, oft sem formaður en oftast sem gjaldkeri.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Eymundur Sigurðsson, f. 11. ágúst 1920 í Þinganesi í Hornafirði, hafnsögumaður á Höfn, d. 16. október 1986, og Lukka Ingibjörg Magnúsdóttir, húsfreyja á Höfn, f. 11. desember 1920 í Naustahvammi í Norðfirði, d. 22. apríl 2008.
Systkini Sigurðar eru: Anna Margrét Eymundsdóttir, f. 28. maí 1944, Agnes Eymundsdóttir, f. 12. ágúst 1945, Eygló Eymundsdóttir, f. 19. desember 1947, Albert Eymundsson, f. 25. febrúar 1949, Ragnar Hilmar Eymundsson, f. 4. apríl 1952, Brynjar Eymundsson, f. 28. október 1953, Benedikt Þór Eymundsson, f. 10. ágúst 1955, Halldóra Eymundsdóttir, 27. október 1957, Óðinn Eymundsson, f. 5. október 1959.
Þann 11. ágúst 1962 kvæntist Sigurður Olgu Ólu Bjarnadóttur frá Djúpavogi, f. 11. ágúst 1942 í Reykjavík.
Börn Sigurðar og Olgu eru:
1) Eymundur verkfræðingur búsettur í Mosfellsbæ, f. 22. mars 1962, kvæntur Ragnheiði Bragadóttur héraðsdómara. Börn þeirra eru: a) Bragi Steinn, f. 1994, b) Sigurður, f. 1996, og c) Halla, f. 2001.
2) Hanna Birna verkfræðingur búsett í Kaupmannahöfn, f. 2. desember 1973. Maki Jesper Dalby verkfræðingur. Dætur þeirra eru: a) Sif, f. 2004, b) Liv, f. 2006, og c) Nanna, f. 2012.
3) Bjarni Gaukur tölvunarfræðingur í Reykjavík, f. 18. maí 1975. Maki Elísabet Jónsdóttir listamaður. Börn þeirra eru: a) Bríet, f. 2003, b) Þór Óli, f. 2006, og Olga Elísa, f. 2012.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01944

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 19.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir