Ólafur Thors (1892-1964)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ólafur Thors (1892-1964)

Parallel form(s) of name

  • Ólafur Tryggvason Thorsson Thors (1892-1964)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

19.1.1892 - 31.12.1964

History

Ólafur Thors var fæddur 19. jan. 1892 í Borgarnesi. Ólafur Thors var í viðkynningu og samstarfi hvers manns hugljúfi, kátur, orðheppinn og gáskafullur, drenglundaður, hjálpsamur og góðgjarn. Hann var höfðinglegur og svipmikill í fasi og kunni vel að slá á þá strengi, sem við áttu hverju sinni. Við fráfall hans söknum við alþm. góðs félaga og samstarfsmanns, flokksmenn hans harma missi mikils og giftudrjúgs foringja og þjóðin öll á á bak að sjá miklum stjórnmálamanni. Með honum er horfinn af Alþingi svipmikill og einstæður persónuleiki, — maður, sem var dáður af samherjum sínum, mikilisvirtur og viðurkenndur af öllum andstæðingum.

Places

Borgarnes:

Legal status

Forsætisráðherra: Hann lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum í Reykjavik 1912 og heimspekiprófi frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1913.

Functions, occupations and activities

Árið 1914 varð hann framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Kveldúlfs og hafði það starf með höndum í áratug. Ævistarf hans var eftir það að langmestu leyti unnið á vettvangi stjórnmála og landsstjórnar og þar hefur hann markað þau spor, sem lengi mun getið í sögu Íslendinga. Hann tók sæti á Alþingi snemma árs 1926 og átti hér setu óslitið síðan, á 48 þingum alls. Formaður Sjálfstfl. var hann frá 1934 –1961, er hann kaus að láta af því starfi sökum vanheilsu. Hann var dómsmrh. um skeið síðla árs 1932, atvmrh. frá vori 1939 til vors 1942, síðan fors.- og utanrrh. fram undir árslok 1942. Fors.- og utanrrh. var hann á ný frá hausti 1944 fram í febr. 1947, því næst forsrh. frá því í des. 1949 fram í marz 1950, síðan atvmrh. fram á sumar 1953. Forsrh. var hann enn á ný frá miðju ári 1953 til miðs árs 1956. Loks var hann forsrh. frá því í nóv. 1959, þar til hann sagði af sér að læknisráði í nóv. 1963. Af öðrum störfum Olafs Thors að opinberum málum skulu þessi nefnd: Hann var skipaður í gengisnefnd 1925 og átti sæti í samninganefnd um kjöttoll við Norðmenn 1932. Í landsbankanefnd var hann 1928–1938 og í bankaráði Landsbankans 1936–1944 og frá 1948 til dánardags. Í dansk-íslenzkri ráðgjafarnefnd átti hann sæti 1937–1938 og um skeið í orðunefnd og í stjórn Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Thor Jensen kaupmaður þar, síðar þjóðkunnur athafnamaður og kona hans, Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir bónda í Hraunhöfn í Staðarsveit Sigurðssonar.
Árið 1915 kvæntist Ólafur Ingibjörgu Indriðadóttur.
Fyrsta barn þeirra hét
1) Thor en hann dó fimm ára gamall, og hafði það mikil áhrif á Ólaf.
Ólafur og Ingibjörg eignuðust fjögur börn sem komust upp,
2) Marta, (1918-1998) Tónlistarfulltrúi í Reykjavík. Var í Garðastræti 41, Reykjavík 1930. Skrifstofumaður í Reykjavík 1945.
3) Thor (1922-1992), Var í Garðastræti 41, Reykjavík 1930. Viðskiptafræðingur í Reykjavík 1945. Forstjóri, síðast bús. í Mosfellsbæ.
4) Ingibjörg (1924-2004) Húsfreyja og síðar framkvæmdastjóri innkaupa hjá Coldwater í Bandaríkjunum, síðast bús. i Bandaríkjunum. Var í Garðastræti 41, Reykjavík 1930.
5) Margrét Þorbjörg (1927-1954) Var á Grundarstíg 24, Reykjavík 1930. Bjó í Bandaríkjunum. Maki: L. Blaine Clarke, barn þeirra: Blaine Clarke f.8.8.1953.

General context

Relationships area

Related entity

Indriði Einarsson (1851-1939) rithöfundur Rvk (30.4.1851 - 31.3.1939)

Identifier of related entity

HAH07391

Category of relationship

family

Dates of relationship

3.12.1915

Description of relationship

tengdasonur, kona hans var Ingibjörg dóttir Indriða

Related entity

Jakob Möller (1880-1955) ráðherra (12.7.1880 - 5.11.1955)

Identifier of related entity

HAH05234

Category of relationship

family

Type of relationship

Jakob Möller (1880-1955) ráðherra

is the cousin of

Ólafur Thors (1892-1964)

Dates of relationship

Description of relationship

Maður Helgu dóttur Jakobs var Thor Thors bróðir Ólafs

Related entity

Ragnhildur Sigurjónsdóttir (1917-2006) Sogni í Kjós (29.6.1917 - 11.10.2006)

Identifier of related entity

HAH01868

Category of relationship

associative

Type of relationship

Ragnhildur Sigurjónsdóttir (1917-2006) Sogni í Kjós

is the client of

Ólafur Thors (1892-1964)

Dates of relationship

Description of relationship

Var vinnukona hjá Ólafi

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01800

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 8.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Alþingi

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places