Sigurður Stefánsson (1903-1971)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigurður Stefánsson (1903-1971)

Parallel form(s) of name

  • Sigurður Stefánsson (1903-1971) vígslubiskup

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

10.11.1903 - 8.5.1971

History

Prestur, prófastur og síðar víglubiskup á Möðruvöllum í Hörgárdal, Eyj. Var í Reykjavík 1910. Bóndi og prestur á Möðruvöllum, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930.
Skólabróðir séra Sigurðar lýsir honum á þessa leið: Hann var hlédrægur jafnan, hverjum manni prúðari í framkomu, orðvar og bauðaf sér góðan þokka. Vinsæll var hann af skólabræðrum sínum, löðuðust jafnan að honum góðir menn og bundu við hann vináttu.
Á Möðruvölium reyndist séra Sigurður skjótt atorkusamur við endurbætur jarðarinnar. Sléttaði hann allt túnið þegar á fyrstu árum og stækkaði það að mun. Var það að lokum orðið 35 hektarar, allt eggslétt og véltækt. Athafnamaður mikill var hann í starfi og hamhleypa til vinnu. Bjó hann jafnan ágætu búi og hafði yndi af jarðrækt og fögru búfé. Var vinnudagur hans oft ærið langur svo að næturnar varð hann iðulega að hafa til þess að búa sig undir ræðugerð. Það torleiði mætti þeim prestshjónunum á Möðruvöllum, að íbúðarhúsið þar brann árið 1937. Urðu þau þá að leita athvarfs á Akureyri og hafast þar við, unz staðurinn var endurreistur.
Séra Sigurður var í fremstu röð presta, ræðumaður ágætur og raddmaður hið sama. Það jók og á kennimannlegan virðuleik hans, að hann var mikill á velli og vel vaxinn, fríður sýnum og hinn fyrirmannlegasti. Framburður ræðunnar var jafnan ágætur, rómurinn mikill yfir málinu, röddin fögur og raddsviðið mikið. Ræður hans voru ætíð vel byggðar. Brást honum aldrei rökrétt hugsun og orðaval. Jók það einnig áhrif ræðunnar, að persóna hans bjó yfir meðfæddri reisn samfara ljúfmennsku. Boðskapur hans var fyrst og fremst kærleikskenningin ásamt trúnni á guð og hið góða í manninum. Breyskleika sinn væri mönnum fært að yfirvinna, ef þeir þekktu sjálfa sig og hefðu áhuga á að vaxa að andlegum þroska og setja sér fyrir sjónir og hafa að fordæmi og leiðarljósi líf Jesú Krists.

Places

Reykjavík: Möðruvellir í Hörgárdal:

Legal status

Tvítugur að aldri, vorið 1924, lauk Sigurður stúdentsprófi og hafði þá fyrir löngu afráðið að velja guðfræði að framhaldsnámi. Guðfræðiprófi lauk hann með lofi frá Háskóla íslands hinn 14. febrúar árið 1928. Áður hafði hann stundað guðfræðinám við Hafnarháskóla jan. — júníloka árið 1926. Það var hamingja séra Sigurðar, að í Háskóla íslands naut hann kennslu prófessors Haralds Níelssonar. Mun hann hafa mótazt mjög af prófessor Haraldi, enda dáði hann jafnan þennan frábæra kennara og djarfhuga og einarða kennimann. Samtímis honum stunduðu nám í guðfræði margir ágætismenn, sem hann tengdist ævarandi vináttuböndum.

Functions, occupations and activities

Vorið 1928 var hann kosinn lögmætri kosningu sóknarprestur að Möðruvöllum í Hörgárdal. Vann glæsilegan kosningasigur þótt hann væri þar þá óþekktur. Þjónaði hann því prestakalli til ársins 1965, er hann varð að biðjast lausnar vegna alvarlegs heilsubrests. Prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi var hann frá árinu 1954 til 1964 og vígslubiskup Hólastiftis frá árinu 1959. Mörg störf í þágu kirkjunnar annaðist hann á þessum tíma. Hann var formaður Prestafélags Hólastifts frá 1957.
Hann var sýslunefndarmaður fra 1950, forvígismaður að stofnun sjúkrasamlags í sveit sinni. Framarlega stóð hann um stofnun slysavarnardeildar Arnarneshrepps og beitti sér af alhuga að byggingu sundlaugar á Laugalandi á Þelamörk. Geta má þess einnig, að hann var í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga og formaður Fræðsluráðs Eyjafjarðarsýslu frá árinu 1948.

Mandates/sources of authority

Hhann var í hópi þeirra guðfræðistúdenta, er beittu sér fyrir útgáfu Strauma og skrifaði í það blað. Vakti sú bókaútgáfa athygli og þótti vel takast.
Af ritverkum hans verður fyrst að telja merka bók, er hann skrifaði um Jón Þorláksson skáldprest á Bægisá. Hann stóð fyrir útgáfu á Tíðindum Prestafélags hins forna Hólastiftis (afmælisrit, Ak. 1959). Einnig skrifaði hann greinar í mörg tímarit önnur en hér hafa talin verið.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Stefán Hannesson 25. maí 1865 - 1. september 1934 Bóndi á Þrándarstöðum í Kjós, smiður og sjómaður í Reykjavík og víðar. Var í Þyrli, Saurbæjarsókn, Borg. 1870. Sjómaður í Gerðakoti, Miðneshr., Gull. 1910. Húsbóndi í Sandvíkurhúsi, Reykjavík. 1901. Var í Keflavík 1930, og f.k. hans Guðrún Matthíasdóttir 30. október 1867 - 2. mars 1949 Húsfreyja á Þrándarstöðum í Kjós. Síðar veitingakona í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Var á Fossá, Reynivallasókn, Kjós. 1880. Húsfreyja á Þrándarstöðum, Reynivallasókn, Kjós. 1890. Húsfreyja í Sandvíkurhúsi, Reykjavík. 1901. Húsfreyja í Traðarkotssundi 6, Reykjavík 1930, er síðar gerðist veitingakona í Reykjavík. Er ætt séra Sigurðar auðrakin í næstu liðu, annars vegar til Sæmundar prests á Miklabæ í Skagafirði. Magnússonar í Bræðratungu og konu hans Þórdísar Jónsdóttur biskups Vigfússonar. Hins vegar er ætt hans auðrakin til Vilborgar, dóttur Halldórs biskups Byrnjólfssonar. En maður Vilborgar var Beinteinn lögréttumaður Ingimundarson á Breiðabólstað í Ölfusi. Er frá þeim komið margt merkra manna.
Áður en séra Sigurður fluttist að Möðruvöllum kvæntist hann (19.5.1928) skólasystur sinni Maríu Júlíönu Kristjönu cand.phil 30. janúar 1904 - 18. ágúst 1967 Cand.phil., húsfreyja á Möðruvöllum í Hörgárdal, Eyj. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Möðruvöllum, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930, Ágústsdóttur (1874-1968) prentara og heilbrigðisfulltrúa í Reykjavík og konu hans Pauline Charlotte Amalia Sæby 10. ágúst 1875 - 18. maí 1941. Húsfreyja í Reykjavík. Húsfreyja þar 1910. Fædd Sæby.
María var stórmerk og gáfuð mannkostakona og reyndist manni sínum styrkur og ótrauður förunautur í blíðu og stríðu.
Börn þeirra voru:
1) Sigrún Sigurðardóttir 28. ágúst 1929 Var á Möðruvöllum, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930.
Maður I; 17.4.1948 skildu, Sigfús Bergmann Einarsson 6. mars 1927 - 25. ágúst 2013 Yfirlæknir í Gautaborg í Svíþjóð, þau eignuðust 2 syni.
Maður II; Bragi Sigurðsson f. 3. september 1926 - 13. október 2000, skildu. Var á Seyðisfirði 1930. Lögfræðingur og blaðamaður í Reykjavík.
Maður III; Einar Árnason f. 22. desember 1926 – 15.9.1992, skildu. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Hróðný Svanbjörg Einarsdóttir og Árni Björn Björnsson, gullsmíðameistari og kaupmaður í Reykjavík. Bæði voru þau af merkum ættum og eiga eftirlifandi fjölmennan frændgarð.
2) Björn Sigurðsson 9. maí 1934 lögregluvarðstjóri Reykjavík
3) Ágúst Matthías Sigurðsson 15. mars 1938 - 22. ágúst 2010. Prestur á Mælifelli. Ágúst kvæntist 8. jan. 1965 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu L. Ásgeirsdóttur, fyrrverandi skólastjóra og bókasafnskennara, f. 14. nóv. 1940. Þau áttu 2 börn.
4) Rannveig Sigurðardóttir 6. apríl 1940 - 18. ágúst 2015. Kennari í Svíþjóð. Gift 3.10.1965 Tómasi Sveinssyni viðskiptafræðing, foreldrar hans voru . Foreldrar Tómasar voru Sveinn Tómasson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, og Helga Gunnlaugsdóttir. Rannveig og Tómas eignuðust 2 börn.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01954

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 22.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places