Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Gullgrafarar í Klondike 1897-1904
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1897 -
History
1) Albert Jónsson Johnson, Winnipeg - 7. maí 1858 - 8. apríl 1908 úr gaseitrun þegar hann var að bjarga samstarfsmönnum. Fór til Vesturheims 1887 frá Kollafjarðarnesi, Kirkjubólshreppi, Strand.
M1; Sigríður Þorsteinsdóttir 23. sept. 1861 - 10. jan. 1903. Húsavík á Ströndum. Fór til Vesturheims 1887 frá Kollafjarðarnesi, Kirkjubólshreppi, Strand.
M2; Ástrós Jónsdóttir 15. mars 1862 - 15. feb. 1946. Fór til Vesturheims 1887 frá Hjarðarholti, Laxárdalshreppi, Dal. Sjá umfjöllun
2) Ármann Bjarnason 6. des. 1856. Með foreldrum og síðar móður á Sandhólum, Tjörnesi til 1883. Fór þaðan til Vesturheims 1883. Kona hans 26.10.1882; Fanný Jónsdóttir
- mars 1856. Með foreldrum á ýmsum bæjum á Tjörnesi og á Langavatni, Aðaldælahreppi til um 1882. Fór til Vesturheims 1883 frá Sandhólum, Húsavíkurhreppi, S-Þing. Nefnd Fannney í Æ.Þing.I, Vesturf.Þing. og Hraunkotsætt.
3) Árni Thórðarson (1861-1911) Kona Árna; Valgerður Þórðardóttir 4.8.1872- 16.8.1940. Fór til Vesturheims 1898 frá Hausthúsum, Rosmhvalaneshreppi, Gull..
4) Ástráður Jónsson 15. nóv. 1866 - 17.6.1898. Fór til Vesturheims 1888. Dó í Dawson City Klondyke, Lundar
5) Bergvin Jónsson 1. júlí 1860 - 29. des. 1936. Winnipeg, Seattle - Fór til Vesturheims 1876 frá Skriðuklaustri, Fljótdalshreppi, N-Múl. Prentari í Winnipeg og einn af stofnendum Lögbergs vikuritsins. Síðar verkamaður og gullgrafari í Yukon, loks kaupmaður í Winklerman, Arezona, Bandaríkjunum.
6) Bjarni Stefánsson, Hallson, Piney - Barney Stevenson? 1877. Seinni kona hans Sylvia Stevenson 1893, sögð fædd á Íslandi. Börn þeirra; Stefán 1921, Dorothy 1922, Harold 1925, Irena 1927, Lawrence 1929, Sylvia 1932, Flora 1934. Með fyrri konu, Kristínu ; Jónína 1907, Stefanía 1909, Jón, Aldick 1910, Sigríður 1912, Anna 1923, Róbert 1916 (gæti verið sonur Sylvíu)
7) Björn Magnússon 30. sept. 1857 - 6. maí 1935. Fór til Vesturheims 1886 frá Ljótarstöðum, Austur-Landeyjarhreppi, Rang. Bóndi í Utah, síðan í Blaine Walsh. „á hálfa námaslóð á læk sem rennur í Hunker Creek“. „Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
8) Björn Stefánsson 2.9.1854 - Vinnumaður í Þóreyjarnúpi, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Var í Enniskoti, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1887 frá Enniskoti, Þorkelshólshreppi, Hún.
9) Eiríkur Runólfsson 1873. Fór til Vesturheims 1883 frá Eyrarteigi, Skriðudalshreppi, S-Múl. Akra, ND - „Eiríkur Runólfsson came here this fall. I have not yet seen him and do not know what he is doing.”
10) Eiríkur Sumarliðason 1. júlí 1861 - 25. nóv. 1933. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla og kenndi þar. Gerði tilraun til ísfiskssölu til Ameríku. Fór til vesturheims 1887 frá Ólafsdal, Saurbæjarhreppi, Dal. Var í Argyle, Lisgar, Manitoba, Kanada 1901. Fór til gullleitar í Klondyke um aldamótin. Starfaði við íslensku blöðin þar ytra. Grand Forks 1899.
11) Guðjón Vigfússon, 12. mars 1864 - 29. apríl 1921. Var á Neðra-Apavatni, Mosfellssókn, Árn. 1870. Fyrirvinna hjá móður sinni á Apavatni. Bjó í Klausturhólum í Grímsnesi og fór síðar sem ekkjumaður til Ameríku. Kvæntist þar enskri konu og stundaði nuddlækningar. Hann varð auðmaður í Vesturheimi.
12) Hannes Snæbjörnsson Hanson? - 28. nóv. 1863 - 28. ágúst 1932. Var á Hrísum, Snæf. 1870. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kaupmaður í Reykjavík 1930.
13) Hjörtur Jónsson Hördal 27. júní 1857. Winnipeg - Var í Grímsnesi, Grýtubakkasókn, S-Þing. 1860. Ýmist með foreldrum eða móður á ýmsum bæjum í Grýtubakkahreppi til 1871 er hann flytur með foreldrum að Fyrirbarði í Fljótum, Skag. Fór til Vesturheims 1886 frá Tungu, Holtshreppi, Skag. „Hjörtur Jónson, sem hingað kom í vor og var hér frameftir sumri, seldi mötu sina og vatt svo upp segl niður Yukonfljót.“„Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
14) Jóhann Kristján? Jónsson 1857 - 1925. Winnipeg - Verslunarmaður á Seyðisfirði. Fór til Vesturheims 1903 frá Seyðisfirði, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. Bjó í Winnipeg.
15) Jóhannes Helgason (Bergen) 10. okt. 1870 - 16. des. 1944, New Iceland, Seattle - Var á Brúarfossi, Staðarhraunssókn, Mýr. 1880, fór þaðan Vesturheims 1887. Bjó í Winnipeg til 1898, fór þá að leita að gulli í Yukon og bjó eitt ár í Victoria. Bóndi á Reynivöllum, Nýja Íslandi og síðar bús. í Riverton í Manitoba, Kanada.
16) Jón Jónsson 'Yúkonfari', Point Roberts, Seattle - Ættaður úr Borgarfirði syðra. Kona hans Guðrún, þau skildu og Guðrún giftist enskum manni í Selkirk. „[Jón] er nýbúinn að innvinna sér $300, og svo á hann hálfa námalóð á To-Much-Gold Creek.“ „Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
17) Jón Tryggvi Jónsson 19. júní 1874 - 19. mars 1941. Byggingameistari Brick & Tile. Co. Ltd, fésýslumaður í Medicine Hat, Alberta, Kanada. Fór til Vesturheims 1900 frá Bjargi, Torfastaðahreppi, Hún. Winnipeg, Seattle, Medicine Hat Alberta [English translation of Saamis (SA-MUS) – the Blackfoot word for the eagle tail feather headdress worn by medicine men.] “Látinn er nýlega í Medicine Hat, Alta. Fyrri kona hans Anna Egilson Seinni kona ?, dóttir hennar Helga Thomson Medicine Hat.
18) Jón Jónsson Bíldfell 1. maí 1870 - 17. ágúst 1955. Winnipeg - Forseti Þjóðræknisfélagsins og ritstjóri Lögbergs. Fór til Vesturheims 1887 frá Bíldsfelli, Þingvallahreppi, Árn. Verkamaður, tók virkan þátt í félagsmálum vestra. Nefndi sig Jón J. Bíldfell í Vesturheimi. “er búinn að vinna fvrir hálfri námalóð neðarlega á Salphur Creek.„ „Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
19) Jón Jónsson Hördal, Lundar - „Á námalóð á Bairler Creek, Hann vinnur nú á Sulphur Creek og fœr helminginn af því sem hann finnur.“„Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
Jón „yngri“ Jónsson Hördal 18. sept. 1870 - 4. maí 1960. Fór til Vesturheims 1883 frá Hóli, Hörðudalshreppi, Dal. Bóndi í Coldwell, Selkirk, Manitoba, Kanada 1921. Sjá umfjöllun.
20) Jón Sigfússon Bergmann?, Gardar, ND -
21) Jón Stefánsson 18. des. 1852. Hallson, Piney - Fór til Vesturheims 1879 frá Skjalþingsstöðum, Vopnafjarðarhreppi, N-Múl. Kaupmaður í Minnesota og síðar í Blaine í Washington, Bandaríkjunum. Barn f. í Vesturheimi: Edward Sigursteinn.
22) Jón Thorsteinsson d. 9.9.1936, eigandi Hótel Como, Gimli, síðar Winnipeg - Hr. Jón Thorsteinsson, eigandi Como hótelsins á Gimli, lézt á sjúkrahúsi hér í borginni, 66 ára að aldri, Húnvetningur að ætt. Jón var glaðlyndur maður og svo góðhjartaður, að hann mátti ekkert aumt sjá. Jarðarför hans fór fram á laugardaginn 12.9.1936 frá útfararstofu Bardals. Séra Rúnólfur Marteinsson jarðsöng, en jarðsett var i Brookside grafreitnum. fyrri konan hét Anna en hin síðari Guðrún. Með fyrri konunni átti hann tvö börn — þau Guðmund verksmiðjueiganda í Winnipeg, og Kristínu (Mrs. G. Knight) í Sault Ste. Marie. Af seinna hjónabandinu eru Anna gift Harry Feir að Gimli og Jónína Murray einnig búsett á Gimli; Guðrún og Gestur, bæði dáin fyrir nokkru. Uppeldissonur Jóns er' Prof. Skúli Johnson, kennari við Manitoba háskólann
Heimskringla, 13. tölublað (30.12.1936), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2164756
23) Jón Valdimarsson 9. nóv. 1857, Winnipeg - Fósturbarn á Þorbrandsstöðum, Hofssókn, N-Múl. 1860. Fór til Vesturheims 1887 frá Fjarðaröldu, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. Balder Creek 1898
24) Jónas Bergmann (Captain), New Iceland, Vancouver - Dawaon 1898
25) Jónas B. Brynjólfsson*, New Iceland, Winnipegosis -
26) Júlíus Jakobsson Eyford 1866 - 21. nóv. 1957. ND - Fór til Vesturheims 1873 frá Kristnesi, Hrafnagilshreppi, Eyj.
27) Krist? (from Utah) - „Allir íslendingar hér eru við góða heilsu, nerna einn maður, sem kallar sig Krist og er frá Utah. Mér er sagt að hann sé veikur af skyrbjúg og liggi í Dawson.“ „Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
28) Kristján Guðmundsson -
29) Kristján Guðmundur Jónsson Matthíasson 1. maí 1875 - 22. jan. 1965. Sinclair, Man. - Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Fór til Ameríku 1897 og nam land í Manitoba, dó þar.
30) Kristján Sveinsson 1851 - 1924. Helena, Montana - Fór til Vesturheims 1885 frá Fjarðaröldu, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. [Kona hans Svanbjörg Gunnarsdóttir 22. mars 1884 - 4. maí 1964. Fór til Vesturheims 1900 frá Vatni, Hofshreppi, Skag. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916? ekkja 1941]
31) Kristján Pétursson 2. apríl 1865 - 26. feb. 1937. Hayland - Fór til Vesturheims 1893 frá Árnesi, Húsavíkurhreppi, S-Þing. Bjó í Hayland, Manitoba, Kanada. Fósturdóttir: Baldína Bjarnadóttir, f. 29.4.1896.
32) Lárus Rósant Sölvason 1858. Víðir - Var í Hvammkoti, Hofssókn, Hún. 1860. Vinnumaður í Háagerði, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1890, óvíst hvaðan. Bús. í Víðir, Manitoba, Kanada.
33) Magnús Pétursson, Nome - Móttakandi Yukonbréfsins
34) Marteinn Jónsson - 16. nóv. 1849 - 13. jan. 1921. Var í Litla-Vatnshorni, Stór-Vatnshornssókn, Dal. 1860. Vinnumaður á Kollsá, Prestbakkasókn, Strand. 1870. Bóndi á Fossi í Hrútafirði. Fór til Vesturheims 1888 frá Kolableikseyri, Mjóafjarðarhreppi, S-Múl. Gullleitarmaður í Klondike, Yukon, Kanada. Var í Bifrost, Selkirk, Manitoba, Kanada 1916. Bóndi í Framnes byggð, Nýja Íslandi, Manitoba, Kanada.
35) Oddbjörn Magnússon 1861. Winnipeg - Tökubarn á Holtastöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Vinnumaður í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1888 frá Tindum, Svínavatnshreppi, Hún.
36) Oddur Jónsson, New Iceland, Vancouver -
37) Ólafur Jónsson, Utah - Balder Creek Klondike 1898.
38) Sigurður Jón Jóhannesson 1842. Winnipeg - Var á Höfðahólum, Spákonufellssókn, Hún. 1845. Vinnumaður í Mánaskál, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Skáld. Fór til Vesturheims 1873 frá Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhreppi, Hún. Settist fyrst að í Markland, Nova Scotia.
39) Sveinn Júlíus Bjarnason 14. júlí 1858. Winnipeg - Fór til Vesturheims 1883 frá Sandhólum, Húsavíkurhreppi, S-Þing.
40) Sölvi Sölvason 28. mars 1864 - 14. nóv. 1951. Winnipeg and Point Roberts - Fór til Vesturheims 1888 frá Króki, Vindhælishreppi, Hún. Bús. í Winnipeg og víðar í Kanada en síðast í Point Roberts, Washington, Bandaríkjunum. Grand Forks 1899. Skrifari „Yukonbréfsins“
41) Teitur Thomas Ingimundarson 1857 - 20. sept. 1917. Winnipeg - Var í Reykjavík, Gull. 1860. Gull- og úrsmiður í Reykjavík. Fór til Vesturheims 1887 frá Vestdalseyri, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. Kom til Íslands aftur og fór í annað sinn vestur 1894. Stundaði gullgröft og rak verslun í Klondike.
42) Thorkell Jónsson 7. júlí 1854. Vancouver, Victoria. Var á Stað, Aðalvíkursókn, Ís. 1860. Fór til Vesturheims 1886 frá Ísafirði, Eyrarhreppi, Ís. Bjó í Vancouver B.C., Kanada. Trésmiður. „vinnur við sitt handverk í Dawson.“„Yukonbréf Heimskringla 23.2.1899“
Places
Klondike 1897-1904
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
VIÐTAL VIÐ JÓN HÖRDAL
Jón Hördal frá Hörðadal í Dalasýslu, en nú til heimilis á Lundar, leit inn á skrifstofu Heimskringlu s. 1. mánudag. Hann mun til bæjarins vera komin í boði borgarstjórnar, er veizlu heldur þeim, er í Winnipeg áttu heima fyrir árið 1886. Jón kom hingað þrem árum áður og er því vel að veizsuheiðrinum kominn. Heimskringla hefir verið að reyna að ná tali af þeim íslendingum er hingað komu fyrir árið 1886 eða öðrum eldri mönnum og spurt þá um hvernig umhorfs hafi verið í Winnipeg í þeirra augum í fyrri daga. Jón Hördal er einn þeirra. Vestur um haf kom hann ásamt foreldrum sínum og systkinum árið 1883. Var hann þá sjálfur 13 ára gamall. Settust foreldrar hans að á Rauðárbökkum í Winnipeg, þar sem C N R járnbrautastöðin er nú. Þar rétt hjá er hervirkið Fort Garry. Reisti faðir hans þar timburskúr og bjó fjölskyldan, eða níu manna í honum í 3 til 4 ár. Voru þeir vetrar langir og kaldir. Faðir Jóns vann hverja vinnu, sem til féll, var við húsabyggingar á sumrum og sagaði eldivið á vetrum. Hver köstur (cord) gaf í aðra hönd 50 cents. Sjálfur vann eg með föður mínum, sagði Jón, en svo seldi eg blaðið Free Press og burstaði skó þess á milli. í ánni veiddum við "catfish" og gullaugu í soðið og höfðum ávalt nokkuð afgangs til sölu. En að öðru leyti en því er fiskurinn drýgði í búi, var uppgripa gróði í þessu.
Frá íslandi komum við til Quebec, en þaðan með járnbraut um Bandaríkin til St. Boniface. Bygt mátti þá aðeins heita hér með fram aðalstrætinu, sem raunnar var ekkert stræti og hafði ekki verið byggt að öðru en að lausir plankar höfðu verið lagðir yfir verztu ófærunnar. — Húsin voru strjál, jafnvel við Aðalstræti. Hér var talsvert af íslendingum um þetta leyti og man eg eftir þessum: séra Jóni Bjarnasyni, er fermdi mig; Vilhelm og Magnúsi Pálssonum; Páli og Halldóri Bardal; Baldvini Baldvinsyni, Fríman Arngrímssyni; Eggert Johannssyni; Einari Hjörleifssyni; Andrési Reykdal; Sigtryggi Jónassyni o. s. frv. Skemtu þessir oft í íslenzka félagshúsinu og síðari árin af þessum þremur eða fjórum, sá eg Skuggasvein leikinn. Þótti það heldur en ekki gaman. íslenzkar messur voru hér nokkru sinnum í félagshúsinu, því kirkja var engin og fóru eftir atvikum eða presta heimsóknum fyrst í stað.
Jón Hördal kyntist viðskifta frumherjum þessa bæjar eins og Ashdown, McDermot, Bannatyne, Logan og Fonseca. Nöfn þessara eru á allra vörum enn, enda voru götur hér skírðar eftir þeim. Var Jón kærkominn gestur til þeirra, því hann færði þeim blaðið, sem ein mesta skemtun hér var þá að fá. Og fyrir árvekni og stundvísi Jóns, kölluðu þeir hann "their good boy". Við járnbrautalagningu héðan og vestur í land vann Jón mörg ár. Vinnutími var 12 stundir á dag og kaup $1.25 ekki á tímann eins og nú heldur á dag. Jón var íþrótta-kappi hin mesti. í eitt sinn vann hann hér 125 mílna kapphlaup; fór hann skeiðið á 24 kl.stundum. Þrátt fyrir 79 ára aldurinn, er Jón Hördal enn hinn ungi, góði og frái drengur sem frumherjar viðskifta lífsins hér höfðu að verðugu hinar mestu mætur á.
Heimskringla, 36. tölublað (08.06.1949), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2170104
Héldu nú íslendingar sigurhátíð 1. ágúst 1959 í Framfarafélagshúsinu, sem nefnt var Göngumannagildi. Fluttu fimm menn ræður, en tvö skáld ortu kvæði. Þar var Jóni Hördal afhentur heiðurspeningur úr silfri til minja, með upphleyptum myndum; öðru megin fálki og umhverfis orðin: Frá íslendingum í Winnipeg til J. J. Hördal, en hinu megin mynd af göngugarpi og þessi orð: Þökk fyrir kappgönguna 2. júlí 1888. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem hrifni og þakklátssemi íslendinga kemst svo hátt í Vesturheimi, að þeir sæmi einn af sínum mönnum medalíu fyrir frækilega frammistöðu. Lögberg-Heimskringla, 19. tölublað (12.05.1960), Blaðsíða 4. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2226597
Jón Jónsson Hördal, 89 ára, lézt að Lundar miðvikudaginn 4. maí 1960. Hann var sonur Jóns Sveinbjarnarsonar frá Hóli í Hörðudal í Dalasýslu og Halldóru konu hans Baldvinsdóttur frá Víðidal í Húnavatnssýslu.
Á yngri árum fór Jón til Klondyke að leita gulls; hann var og þjóðkunnur kappgöngumaður og setti met í Winnipeg oftar en einu sinni í þeirri íþrótt. (Sjá frásögn Þ. Þ. Þ. á öðrum stað í blaðinu. Jón var 17 ára, þegar hann háði þá kappgöngu.)
Árið 1902 nam Jón land nálægt Lundar og kvæntist Kristínu dóttur Jóns Sigfússonar (1862-1936) , fyrsta landnámsmanns byggðarinnar, og er hún látin fyrir mörgum árum.
Hann lifa fjórir synir,
1) Sigfús að Lundar
2) Óskar að Lundar,
3) Valdimar að Lynn Lake
4) Skúli að Lynn Lake;
þrjár dætur,
5) Mrs. Stewart Gatehouse, Winnipeg
6) Mrs. Trausti Danielson Winnipeg
7) Mrs. John Hallson, Winnipeg.
Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni að Lundar á laugardaginn; séra Jón Bjarman jarðsöng.
This web page is about our ancestors, Albert Jónsson and Sigridur Þorsteinsdóttir, who migrated to Canada from Iceland in 1887. (The Icelandic character, "Þ" is an unvoiced "th").
Albert Jónsson (name later anglicized to "Johnson" in Canada) was born in Trollatunga, Strandasysla county, North-West Iceland, 1858 May 7. See Ancestors of Albert Jónsson.
He was aged 29 when he migrated to Canada in 1887.
He died 1908 April 8, in Winnipeg, aged 50 (1909 Almanak). (According to his obituary, he worked nights and slept days).
In the Icelandic language newspaper, Lögberg, published in Winnipeg, Number 16, Volume 21, 1908 April 16, there is a notice on the front page regarding his death, and inside the paper there is some more about the accident that caused his death. "Albert Johnson died 8 Apr 1908 in Winnipeg of poison gas in a well or sewer while trying to rescue a co-worker who had already succumbed to the gas." (Translated by Hálfdan Helgason).
Sigridur Þorsteinsdóttir was born 1861, September 17, in Husavik, Strandasysla county, North-West Iceland. See Sigridur's ancestors.
Sigridur had one brother, Jon Thorsteinsson, born 1859 August 7, who was a farmer in Gestsstadir, Strandasysla county. He married twice and had ten children and many descendants in Iceland.
She was aged about 27 when she migrated to Canada with Albert in 1887.
She belonged to a Kvennfelag, a woman's association for doing community services.
She died after a long illness, 1902 January 11 (according to her obituary), or 1903 January 10 (according to the 1904 Almanak), aged 40 or 41, in Winnipeg. Her elderly mother was apparently in Iceland at the time of her death.
Ástrós (Rose) Jónsdottir, Albert's second wife, survived her husband. Together they had one child, stillborn. Ástrós originated in Dalasýsla county, Western Iceland, from the farm Spagilsstadir. She was the stepmother of Alice, Winnie and Blondie. Dorothy (Piper) Bartle recalls meeting her in 1941 in Winnipeg during Albert Bartle's pre-embarcation leave, prior to going overseas in W.W.II. "Ástrós Jónsson died at her home in Winnipeg. She was 82 years of age, from the farm Spagilsstaðir in Dalasýsla county, had been in Canada for more than 50 years." Almanak 1947. (By Icelandic naming, she was Jónsdóttir. In this article, the author used Jónsson, her late husband's surname, as in the English Canadian naming protocol.)
Albert and Sigriður emigrated together with their three year old son, Vesteinn Albertsson, (born 1884, August 30), to Canada in 1887 from the farm Kollafjardarnes in Strandasysla county, Iceland, on the ship Camoens.
Albert and Sigridur had three surviving children:
1) Thorstein Jónsson, Blondie Johnson: b. 1893, Served overseas in World War I, worked as a logger in BC. d. 1958 November 6. Buried in Vancouver (306 E 11th Ave, Plot 57, Lot 8, Veterans area).
2) Jona Gudbjorg Jónsson, Alice Johnson: b.1894, December 17, married Walter Kelly. d.1966 March 13.
3) Guðný Jörgína Jónsson, Winnie Johnson: b.1897, d.1924 (see the Jack Bartle page), mother of Albert Bartle.
Instead of following the Icelandic naming protocol where they would be called Albertssdóttir, or Sigriðurssdóttir (Albertsson for Blondie), these three children born in Canada were given the surnames "Jónsson" then "Johnson" according to English Canadian surname protocol.
Their obituaries indicate that Albert and Sigridur had earlier children who died.
he three children of Albert Jónsson and Sigridur Þorsteinsdóttir, is
1) Alice, Alice married Walter Kelly, who worked on the Canadian Pacific Railway. See the Kelly page. She is buried in Chiliwack, BC.
2) Gudny (Winnie). Winnie gave birth to Albert Johnson (see the Al Bartle page) in 1915, when she was eighteen. She married Jack Bartle and they tried farming in Saskatchewan, but failed. They then moved to Trempleau, Wisconsin. See the Jack Bartle page. The date of her marriage to Jack (John) Bartle is not confirmed, but may have been in 1919. She is buried in Trempleau, Wisconsin.
3) Thorstein (Blondie), were raised in Winnipeg by Albert (until 1908) and Ástrós. Blondie (Thorstein Johnson) served overseas with the Canadian army during the First World War. On his attestation paper, 441,798, dated 1915, December, 28, the clerk wrote Thorstem instead of Thorstein, although he signed it as Thorstein. Born 1892, March 13. Unmarried. Occupation mechanical engineer. He was recorded as living at Suite 34, Beverly Block, Winnipeg. He recorded Winnie Johnson, sister, as his next of kin, living at the home of Mrs. Read Lesley S(??). Apparent age, 23. Lutheran. No previous military experience. Height 5' 7" blue eyes, fair, almost white hair, fair complexion, no distinctive marks.
The girls had to work as domestic servants.
After World War I, Blondie went to British Columbia to work in the logging camps. He is buried in Mountain View Cemetery, Fraser Street, Vancouver (ref: BCGS-C-62).
Acknowledgements
Thanks to Ms Edda Langsworth, at Burnaby, BC, who translated the obituaries of Albert Jonsson and Sigridur þorsteinsdóttir. (The obituaries were among the few remaining family documents currently held by family members in Canada). Edda is related to us through Jon Ormsson, born in 1520.
Thanks to Hálfdan Helgason, in Reykjavík, Iceland. See his web page on the migration from Iceland to North America: The Emigration from Iceland to North America. References to "Almanak" above are to the almanac which was published annually from 1895 to 1954, in the Icelandic language, in Winnipeg, which Hálfdan researched.
Thanks to Helga Snorradóttir and Jón Hallfreð Engilbertsson (Halli), in Ísafjörður, Iceland, for providing further information from their research, based upon the translation of the obituaries. Halli and we are related through our common forefather, Einar Sigurdsson born in 1592, and Helga is related to us through Einar's grandfather, Einar Sigurdsson, born in 1538.
The Bartle family is currently engaged in genealogical research about our Icelandic ancestry; as new information is obtained, this page will be updated. Your suggestions, comments and contributions, are invited.
http://www.cec.vcn.bc.ca/rdi/bartle/aljonson.htm
Jón Thorsteinsson (hótelsstjóri)
Þessi mæti maður lézt á "Almennra sjúkrahúsinu í Winnipeg, miðvikudaginn 9. sept. 1936. 69 ára að aldri. Hann hafði orðið fyrir slysi (beinbroti) nokkrum dögum áður og það ásamt heilsubilun sem hafði þjáð hann í meir en ár leiddi hann til bana.
Til Canada kom Jón þegar hann var um tvítugt, fátækur að efnum eins og fleiri sem fluzt hafa hingað, en vinnufús og með sterka löngun til að hafa sig áfram. Hann settist að í Winnipeg og fór skömmu síðar að vinna hjá Patrick Shea, bruggara, þar byrjaði Jón sem vökumaður en þegar hann hætti var hann orðinn vélstjóri á verkstæði Shea's. Patrick Shea og fólk hans fékk miklar mætur á Jóni og hélt altaf vináttu við hann, það sæmdi hann dýrum og vönduðum gjöfum og sýndi á ýmsa aðra vegu að það hefði mikið uppáhald á Jóni. Um aldamótin byrjaði Jón á reiðhjólaverzlun á Portage Ave. Hann var lipur og áreiðanlegur í öllum viðskiftum og fór svo brátt að hann hafði yfrið nóg að gera og efnaðist vel. Árið 1913 flutti Jón til Gimli; keypti þar Como Hotel og bjó þar til dánardægurs. Jóni þótti vænt um Gimli bæ. Hann hafði oft gaman af að segja frá því að hann varð til þess fyrstur Winnipeg-fslendinga að byggja sumarbústað á Gimli. Vegir voru oft illir yfirferðar á þeim árum og samgöngur því frekar erfiðar. En Jón hafði trú á því að Gimli bær næði með tímanum vinsældum sem sumarbústaður fyrir fólk í Winnipeg og kom það á daginn. Í nokkur síðustu ár æfinnar var Jón bæjararáðsmaður á Gimli og gegndi hann því starfi eins og öllu öðru sem hann tók sér á hendur með ráðdeild og dugnaði. Jón Thorsteinsson var skýrleiksmaður mikill, hann hafði yndi af bókum, var vandur að vali þeirra og las sér til gagns. Flestir íslendingar eiga bókasafn; það er eitt einkenni þeirra. Bókasafn Jóns var ekki stórt en það var vandað. Hann var ágætlega heima í fornsögunum og ljóðelskur með afbrigðum; lét enda oft fjúka í kviðlingum í sínum hóp. Kærkomnari gjöf en góða bók gat Jón alls ekki fengið. Skapgerð Jóns heitins var slík að gleðin og góðvildin héldust þar ávalt í hendur. Hann var örlátur maður og höfðinglegur og taldi það sína æðstu sælu að færa vinum sínum og sifjaliði hverjar þær fórnir er hann var megnugur til. Þetta var honum svo eðlilegt að vinstri höndin vissi sjaldnast hvað hin hægri gerði. Jón var tvíkvæntur; fyrri konan hét Anna en hin síðari Guðrún. Með fyrri konunni átti hann tvö börn — þau Guðmund verksmiðjueiganda í Winnipeg, og Kristínu (Mrs. G. Knight) í Sault Ste. Marie. Af seinna hjónabandinu eru Anna gift Harry Feir að Gimli og Jónína Murray einnig búsett á Gimli; Guðrún og Gestur, bæði dáin fyrir nokkru. Uppeldissonur Jóns er' Prof. Skúli Johnson, kennari við Manitoba háskólann. Um það leyti að Jón flutti til Gimli misti hann seinni konu sína og höfðu dætur hans, þær Mrs. Feir og Mrs. Murray, á hendi með honum búsforráð jafnan síðan. Þær reyndust honum ástríkar og nærgætnar og stráðu yl og birtu á æfibraut hans til hinstu stundar; enda lét hann sér aðdáanlega ant um hag þeirra og barna sinna allra. Jón Thorsteinsson var prúður maður í fasi og fríður sýnum; andlitsdrættir reglulegir, augun gletnisleg en jafnframt því góðleg. Hann var ekki hár maður vexti en þéttbygður og samsvaraði sér vel. Við sem áttum því láni að f agna að kynnast Jóni og eiga hann að vini geymum í heiðri minningu hans. Það fór saman hjá honum að vera góður borgari, góður fslendingur og góður maður. J.G.J
Heimskringla, 13. tölublað (30.12.1936), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2164756
Bergvin Jónsson
Þegar að undirritaður kom til Winnipeg frá íslandi árið 1887, var Ross stræti aðal bækistöð Islendinga í Winnipeg. Þar voru aðal verzlunarbúðir þeirra. Tvær matvörubúðir, sem þeir Árni Friðriksson og Friðfinnur Jóhannesson verzluðu í. Kjötverzlun, sem Jón Landi rak og tvær klæðasölubúðir, sem þeir
Bergvin Jónsson
Guðmundur Jónsson frá Máná og Bergvin Jónsson frá Skriðuklaustri í Fljótsdal áttu, og þar spásséruðu menn og meyjar fram og aftur á kveldin þegar dagsverkunum var lokið, prúðbúin til þess að sýna sig og sjá aðra: Bergvin Jónsson var fæddur á Skriðuklaustri í Fljótsdal á íslandi árið 1860. Foreldrar hans voru Jón á Skriðuklaustri í Fljótsdal, sonur Bergvins prests Þorbergssonar á Skeggjastöðum á Langanesströnd, og Vilborg Vigfúsdóttir kona Jóns. Ólst Bergvin upp með foreldrum sínum á íslandi til 15 ára aldurs. en þá fluttu foreldrar hans vestur um haf til Ameríku og mun það hafa verið seint á sumri ári<*> 1875, svo hann, foreldrar hans og systkin hafa að líkindum dvalið fyrsta vesturinn í Ameríku, í Muskoka-héraðinu í Ontario, því það fólk kemur til Mikleyjar í Nýja Islandi 1876, þar sem fjölskyldan settist að, og átti þar að mæta erfiðleikum frumbýlingsáranna og bóluveikinni ægilegu, sem fjölskyldan var svo heppin að komast fram hjá, án þess að hljóta skaða af. Um athafnir Bergvins og fjölskyldunnar á fyrstu árum þeirra i Mikley er mér ekki kunnugt. Þær munu hafa verið svipaðar viðfangsefnum annara nýbyggjara þar á eynni — að koma sér upp íveruhúsi, ryðja ofurlítið rjóður í kringum húsið; draga að sér björg úr vatni, sem var þá og er enn auðugt; ganga á mörkina til dýraveiða og láta sig dreyma um betri daga og fegurri framtíð í landinu nýja. Ekki var Bergvin orðinn gamall eða búinn að vera lengi í landinu nýja, þegar að hann fer að taka þátt í opinberum málum manna, og sýna að hann var bæði góðum gáfum gæddur og framtakssemi. Eins og menn muna þá réðst Sigtryggur Jónasson í að gefa út blaðið Framfara í Nýja íslandi um áramótin 1876—77, og er Bergvin riðinn við það fyrirtæki að einhverju leyti, því hann er talinn starfs maður þess af og til, sem sýnir, hvort sem að hann lagði nokkurt fé til þess eða ekki, að þá hefir hann verið álitinn hæfur starfsmaður þess, eða hæfari en aðrir sem útgefandinn átti kost á, en vera Bergvins varð ekki löng í Mikley, eða í Nýja íslandi. Hann misti föður sinn eftir fjögra, eða fimm ára dvöl í Mikley, tók sig þá upp og flutti búferlum ásamt móður sinni og systkinum, alfarinn til Winnipeg. Þegar til Winnipeg kom tók Bergvin að stunda algenga daglaunavinnu, því það var sízt til setu boðið fyrir honum, þar sem hann var nú ekki aðeins orðinn fyrirvinna móður sinnar, helduv var það líka hlutverk hans, að sjá til með, og annast systkini sín þrjú, sem öll voru yngri en hann. Bergvin hefir víst ekki verið lengi búinn að stunda daglaunavinnu þegar honum varð það full-ljóst að framtíðin lofaði litlu á þeirri braut, enda var Bergvin stór-hugaðri en það, að hann gæti felt sig við illa launaða og óhreina erfiðisvinnu tiL lengdar. Svo var annað, sem gerði honum þá lífsframfærslu óhugsanlega og það var róttæk óbeit, sem hafði alla sína tíð á að vera undir aðra gefinn.
"Mér er alveg sama, hvort að þessir herrar gefa mér nokkuð að gera eða ekki; eg skal skapa mér mína eigin atvinnu og standa á mínum eigin fótum," sagði Bergvin, og hann lét ekki standa við orðin tóm, því með þsesa hugsun í huga, og nokkra dollara, sem hann hafði dregið saman, byrjaði hann á fataverzlun í lítillí. byggingu á norð-vestur horninu á Ross og Isabella strætum og rak hana með atorku og framsýni í nokkur ár. Bergvin var ekki margskiftinn maður og tók því frekar lítinn þátt í félagsmálum Islendinga í Winnipeg, sem þó stóðu nieð allmiklu fjöri þegar í byrjun, því þeir voru ótrauðir á að mynda félög og ganga í þau, þó þau yrðu ekki öll ellidauð. Bergvin vildi að vísu vera með í að byggja, en hann vildi byggja traust og vera viss um að svo miklu leyti sem hægt var, að það sem gert væri, yrði til einhverrar nytsemdar og það var með þá hugsun í huga, að Bergvin gerðist einn af sex stofnendum vikublaðsins Lögbergs, og lagði hann nokkurt íé í það fyrirtæki, eftir því sem systir hans Rósa segir mér og vann við stílsetning á því blaði af og til fyrst framan af.
Árið 1889 seldi Bergvin verzlun sína í Winnipeg og flutti alfarinn vestur að hafi ásamt yngsta bróður sínum, Halldóri og móður sinni. Þegar vestur kom, settist han'n að í borginni Seattle, þar sem hann tók að verzla á ný. Þá verzlun rak hann í átta ár, þar til árið 1898 að hann seldi hana til þess að leita gæfunnar í gulllandinu mikla, sem um það leyti hreif hugi tuga þúsunda framgjarnra og hugrakkra manna. Bergvin kom til Klondyke árið 1899, en það var árið eftir, að mannfjöldinn mikli þyrptist þangað inn og var því of seinn til þess að geta náð í nokkurn arðsaman gulllands skika, því það var alt upptekið af fólkinu, sem fyrir var, svo honum var strax ljóst; að vonirnar glæsilegu, sem hann eins og aðrir hafði gert sér gátu ekki ræzt. Það var því úr vöndu að ráða fyrir hann. Annað hvort var að snúa til baka, fara heim og segja sínar farir ekki sléttar, og það átti illa við Bergvin. Bíða eftir að einhverjir fyndu nýtt gull-landssvæði; hlaupa þangað með bagga á bakinu, oft óra veg, upp á von og óvon um að gullfréttin væri ekki brella til þess að koma mönnum á stað í hið ægilegasta kapphlaup, svo hundruðum skifti, til þess eins að geta selt þeim uppsprengdar vörur á leiðinni. 1 þriðja lagi að fara að vinna daglaunavinnu í námunni, ef hún fengist. Þriðja úrræðið tók hann, batt nestismal á bak sér og lagði á stað gangandi frá Dawson City og til námanna sem lágu frá 20— 70 mílur upp í landi. Eg, sem þessar línur rita, var einnig staddur í Klondyke; kom þangað árið áður og hafði tekið námu á leigu á hinum svonefnda Dominion Lake. Eg hafði þrjá menn í vinnu — þrjá Islendinga. Tvo þeirra hamhleypur — Árna Þórðarson á Gimli og Sölva heitinn Sölvason, sá þriðji var Eiríkur Sumarliðason, góður verkmaður, þó hann væri ekki eins harður af sér og hinir tveir. Við vorum nýbúnir að borða kveldmat þegar Bergvin bar að garði og bað um vinnu og gisting. Gistingin var sjálfsögð, en vinnuna var eg ekki eins viss um. Eg gat að vísu notað mann, en mér fanst að verkið, sem var erfitt, vera honum ofætlun. Eg sagði honum þáð og bætti við: "Eg vil ekki verða til þess að drepa þig, Bergvin." Bergvin leggur hönd á handlegg sér og mælti: "Þeir eru mjóir þessir, en seigir." Hann vann hjá mér nærri árlangt og hefi eg aldrei vitað mann gera betur, jafn illa og hann var undir vinnuna búinn,
Svo var það dag einn, eða réttara sagt kveld eitt, þegar grasið var að byrja að fölna og skógarlaufin að blikna, að Bergvin kom til mín og sagði: "Nú ætla eg ekki að vinna lengur." "Gengur nokkuð að?" spurði eg. "Nei, ekki annað en það, að lífið er of stutt til að þræla, þegar maður þarf þess ekki nauðsynlega, og svo er mér mjög á móti skapi að vera þjónn annara." Eg sagði ekki orð, en borgaði honum peningana, sem hann átti hjá mér, og við skildum góðir vinir. Frá Klondyke fór Bergvin til Winkelman, Arizona ásamt Halldóri, bróður sínum, sem dó þar.
En Bergvin setti á stofn verzlun í þriðja sinn í Winkelman og rak hana og jók með miklum dugnaði og framsýni í þrjátíu ár. Bergvin var meðalmaður á hæð, yfirlætislaus, umgangsprúður og orðvar. Honum var vel farið í andliti og svipurinn góðmannlegur. Hann var dulur nokkuð og seintekinn, en gat verið skemtilegur í tali þegar að hann vildi. Hann var skýr í hugsun, en vildi vera yiss í sinni sök áður en hann lét hugsanir sínar uppi. Alsystkini átti Bergvin fjögur og einn hálfbróður; alsystkinin voru Sigríður fyrrikona Friðbjörns S. Fredericksonar, sem lengi bjó í Argylebygð, en á nú heima í Winnipeg; Rósa Johnson, ekkja eftir Tryggva Johnson, sem heima átti í Pembina, N.D.; Gunnlaugur og Halldór. Hálfbróðir Bergvins var Stefán heit. Jónsson, sem lengi var verzlunarmaður í Winnipeg. öll þessi systkini eru nú dáin nema Rósa. Bergvin lézt 29. des. 1936, að heimili sínu í Winkelman, Arizona. Hann var blindur nokkur síðustu ár æfi sinnar.
Internal structures/genealogy
General context
Sú flugufregn hefir borizt hér um bæinn að þeir Sölvi Sölvason. Eiríkur Runólfsson og Jón Hördal hafi verið myrtir í Yukon. Á fregn sú að hafa staðið í Free Press á fimtudaginn var. Nöfnin í Free Piess greininni eru þessi: Olson, Clayson og Relfe. Eru nöfn þessi harla ólík nöfnum landa vorra. Vér sendum til manns, er átti að hafa sagt sögu þessa. Hann hafði haft hana eftir öðrum. Var sagan rakin til 10 manna, er allir höfðu hana eftir öðrum. En þessi herra "öðrum" er ekki finnanlegur.
Sagan er auðvitað ósönn. Það er illa gert að hlaupa með svona sögur meðal almennings. Þær gera engum gott, en geta haft skaðleg áhrif á þá sem hlut eiga að málí.
Heimskringla, 25. tölublað (29.03.1900), Blaðsíða 4. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2151013
Valgerður Thordarson látin
Á föstudaginn þann 16.8.1940, lézt að heimili systurdóttur sinnar, 929 Banning Street hér í borginni, ekkjan Valgerður Thordarson 68 ára að aldri, fædd að Árnabrekku í Borgarhreppi í Mýrasýslu 4. ágúst 1872; voru foreldri hennar Þórður Guðmundsson og Bergþóra Kristín Bergþórsdóttir. Árið 1895 giftist Valgerður Árna Þórðarsyni ættuðum úr Garði; komu þau til Vesturheims tveim árum síðar og bjuggu á ýmsum stöðum í Nýja fslandi, en síðast þar nyrðra í Árborg og þar misti Valgerður mann sinn 1911. Skömmu eftir það fluttist hún til Winnipeg, og átti þar aðsetur jafnan síðan.
Valgerður lætur eftir sig eina dóttur;
1) Bergþóru Lilju, gifta \V. J. Brooking í Trehernebæ,
Systkini sem hér segir:
1) Jóhanna Peterson, 772 Lipton Strect;
2) Oddfríður Johnson, 1082 Downing Street;
3) Þórður,
4) Ingimundur
5) Gróa Sigurðsson,
öll til heimilis að Lundar.
Ein hálfsystir Valgerðar er á Íslandi,
1) Guðfinna Þóra Þórðardóttir í Flatey.
Valgerður heitin var hin mesta greinriarkona eins og hún átli kyn til; slyppi henni verk úr hendi var hún óðara komin í bókina; hún var ljóðræn mjög og unni af hjarta Íslandi og ísienzkum fræðum.
Valgerður var um langt skeið í þjónustu Columbia Press, Limited, og rækti jafnan starf sitt af hinni mestu alúð; hún var vinföst kona og híbýlaprúð.
Kveðjuathöfn til minningar um Valgerði fór fram í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudag.
Lögberg, 34. tölublað (22.08.1940), Blaðsíða 8. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2201277
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 14.1.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði.
Lögberg-Heimskringla, 2. tölublað (24.01.2003), Page 3. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2243068
Yukonbréfið; Heimskringla, 20. tölublað (23.02.1899), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2150782