Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Sigurlaug Björnsdóttir (1917-2005) kennari frá Rútsstöðum
Parallel form(s) of name
- Sigurlaug Björnsdóttir (1917-2005) kennari frá Rútsstöðum
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
16.7.1917 - 4.4.2005
History
Sigurlaug Björnsdóttir fæddist á Rútsstöðum í Svínadal í A-Hún. 16. júlí 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 4. apríl síðastliðinn. Sigurlaug ólst upp með foreldrum sínum á ýmsum stöðum í A-Húnavatnssýslu og Skagafirði uns þau fluttu til Reykjavíkur árið 1930.
Útför Sigurlaugar fór fram 10. apríl í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Places
Rútsstaðir: Reykjavík 1930:
Legal status
Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1938. Stundaði nám í Háskóla Íslands í ensku og bókmenntum 1943 til 1945 og síðar á ævinni er hún var komin á eftirlaun. Las enskar bókmenntir við University College í Nottingham 1945-1946 og fór í námsferð til Danmerkur 1956.
Functions, occupations and activities
Sigurlaug var kennari í rúm fjörutíu ár, lengst af í Hafnarfirði við St. Jósefsskóla og síðar við Öldutúnsskóla.
Mandates/sources of authority
Eftir hana liggja fjölmargar þýðingar á enskum bókmenntaverkum. Þekktast þeirra er Fýkur yfir hæðir eftir Emily Brontë. Þá sá hún um og gerði fjölda þátta fyrir ríkisútvarpið auk þess sem hún ritaði greinar um bókmenntir og menningarmál í dagblöð og tímarit.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Kristjánsdóttir, f. á Reykjum við Reykjabraut í A-Hún. 17. febrúar 1894, d. 16. apríl 1962, og Björn Magnússon, kennari og bóndi, f. á Ægissíðu í Þverárhreppi í V-Hún. 23. september 1887, d. 6. desember 1955.
Systkini Sigurlaugar voru: Ingibjörg Margrét, f. 7. júlí 1916, d. 6. október 1927, Kristín Sigþóra, f. 1. mars 1919, Sigrún, f. 13. febrúar 1921, d. 25. október 1977, Jónína Sveinbjörg, f. 16. júlí 1922, d. 18. maí 2003, og Magnús, f. 26. október 1923, d. 12. júní 1997.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Sigurlaug Björnsdóttir (1917-2005) kennari frá Rútsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Sigurlaug Björnsdóttir (1917-2005) kennari frá Rútsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Sigurlaug Björnsdóttir (1917-2005) kennari frá Rútsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 23.7.2017
Language(s)
- Icelandic