Sigurður Bjarnason Sigurðsson (1915-2010) Akranesi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigurður Bjarnason Sigurðsson (1915-2010) Akranesi

Parallel form(s) of name

  • Sigurður Bjarnason Sigurðsson (1915-2010) Akranesi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

5.10.1915 - 22.2.2010

History

Sigurður Bjarnason Sigurðsson fæddist í Reykjavík 5. október 1915. Hann lést 22. febrúar síðastliðinn. Sigurður vann lengi við bifreiðaakstur og viðgerðir. Síðustu ár ævi sinnar var Sigurður vistmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi.
Útför Sigurðar fór fram frá Akraneskirkju 3. mars 2010, og hófst athöfnin kl. 14.

Places

Reykjavík: Jaðar Akranesi 1919: Leirdalur 1920:

Legal status

Hann lauk námi í bifvélavirkjun frá Iðnskólanum á Akranesi árið 1962.

Functions, occupations and activities

Um svipað leyti stofnaði hann sitt eigið bifreiðaverkstæði sem hann rak þar til hann gerðist bifreiðaeftirlitsmaður árið 1970. Starfsferil sinn endaði hann hjá Olís á Akranesi. Sigurður hafði mikinn áhuga á félagsmálum. Hann starfaði í skátahreyfingunni nánast alla ævi. Hann var heiðursfélagi Skátafélags Akraness. Hann var mjög áhugasamur um stangveiði og hafði yndi af henni. Hann var heiðursfélagi Stangveiðifélags Akraness. Sigurður starfaði einnig með Leikfélagi Akraness og í Knattspyrnufélaginu Kára á fyrri árum. Hann var mikill knattspyrnuáhugamaður og studdi ÍA af lífi og sál.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Elínborg Jónsdóttir og Sigurður Egill Hjörleifsson. Á fjórða ári fluttist hann með móður sinni upp á Akranes til Kristínar á Jaðri, ömmusystur sinnar.
Árið 1920 giftist Elínborg Boga Halldórssyni sem gekk Sigurði í föðurstað. Sama ár fluttu þau í Leirdal á Akranesi þar sem Sigurður bjó þar til hann stofnaði sitt eigið heimili.
Sigurður átti eina systur; Hvanney, f. 5. febrúar 1914, d. 28. desember 1914. Bróðir hans, samfeðra er Garðar, f. 1917.
Uppeldissystir Sigurðar er Inga Ingólfsdóttir, f. 1929.
Sigurður kvæntist 30. desember 1938 Guðfinnu Svavarsdóttur frá Sandgerði á Akranesi sem fæddist 3. apríl 1918. Hún lést 6. september 1999. Þau hófu búskap á Indriðastöðum á Vesturgötu 21 Akranesi.
Sigurður og Guðfinna eignuðust átta börn:
1) Svavar, f. 1939. Hann á tvær dætur; Írisi Júdith og Ninnu Sif.
2) Bogi, f. 1941. Hann á tvo syni; Sigurð og Magnús.
3) Elínborg, f. 1943, d. 1972. Hún eignaðist eina dóttur; Díönu Carmen.
4) Gunnar, f. 1946. Hann á tvö börn; Örn og Ellu Maríu.
5) Sigrún, f. 1948. Hún á tvo syni; Sigurð Má og Orra.
6) Steinunn, f. 1950, d. 2003. Hún eignaðist þrjár dætur; Sigrúnu Guðfinnu, Elínborgu og Borghildi.
7) Sigurður Rúnar, f. 1952. Hann á sex börn; Stellu Maríu, Ara Ervin, Sigurð Bjarna, Elínborgu, Ragnar og Thelmu Rós.
8) Ómar, f 1953. Hann á fjögur börn; Ingibjörgu Katrínu, Kristin, Magnús og Ósk.

General context

Relationships area

Related entity

Guðmundur Sigursteinsson (1957-1976) Blönduósi (18.11.1957 - 2.3.1976)

Identifier of related entity

HAH03996

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Jóna Kristín Bjarnadóttir (1962) frá Haga á Barðaströnd, barnsmóðir Magnúsar sonar Boga er systir Margrétar Ásu unnustu Guðmundar Elíasar

Related entity

Akranes (1942 -)

Identifier of related entity

HAH00005

Category of relationship

associative

Type of relationship

Akranes

is the associate of

Sigurður Bjarnason Sigurðsson (1915-2010) Akranesi

Dates of relationship

Description of relationship

Jaðri 1919

Related entity

Bogi Sigurðsson (1941) frá Akranesi (12.3.1941 -)

Identifier of related entity

HAH03495

Category of relationship

family

Type of relationship

Bogi Sigurðsson (1941) frá Akranesi

is the child of

Sigurður Bjarnason Sigurðsson (1915-2010) Akranesi

Dates of relationship

12.3.1941

Description of relationship

null

Related entity

Guðfinna Svavarsdóttir (1918-1999) (3.4.1918 - 6.9.1999)

Identifier of related entity

HAH01265

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðfinna Svavarsdóttir (1918-1999)

is the spouse of

Sigurður Bjarnason Sigurðsson (1915-2010) Akranesi

Dates of relationship

30.12.1938

Description of relationship

Börn þeirra: 1) Svavar, f. 1939. 2) Bogi, f. 1941. 3) Elínborg, f. 1943, d. 1972. 4) Gunnar, f. 1946. 5) Sigrún, f. 1948. 6) Steinunn, f. 1950, d. 2003. 7) Rúnar, f. 1952. 8) Ómar, f 1953.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01940

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places