Stefán Þór Theodórsson (1930-2002) Tungunesi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Stefán Þór Theodórsson (1930-2002) Tungunesi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

11.12.1930 - 11.6.2002

History

Stefán Þór Theodórsson fæddist í Tungunesi í Svínavatnshreppi 11. desember 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 11. júní 2002. Stefán ólst upp í Tungunesi og bjó mestan part ævi sinnar í Svínavatnshreppi. Hann stundaði jarðvinnslu, hópferðaakstur og var lengi skólabílstjóri við Húnavallaskóla, auk þess sem hann vann mikið við endurbætur á húsum, málningarvinnu og margt fleira.
Útför Stefáns fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Þegar jarðræktartímabilið í sveitum hófst upp úr 1950 fór hann að vinna á jarðýtum. Fyrst hjá Búnaðarfélagi Svínavatnshrepps allmörg sumur og síðan hjá Búnaðarsambandi A-Hún. Þar var hann eftirsóttur í vinnu sökum verklagni og samviskusemi. Þegar stundir gáfust frá akstri og ýtuvinnu tók hann að sér að smíða og mála innanhúss hjá fólki í héraðinu, hann var útsjónarsamur og laginn og hafði gott auga fyrir hvernig haganlegast og best væri að verki staðið og framkvæmdi það með prýði.
Hér á heimilum í héraðinu sést víða handbragð hans þar sem verkin lofa meistarann. Stefán var mikill bókaunnandi og las mikið og var fróður um marga hluti. Hann safnaði bókum, blöðum og tímaritum og lét binda það sem óbundið var í vandað band. Bókasafn hans mun vera um 8.000 bindi og talsvert af bókum sem eru nú ófáanlegar, þá safnaði hann pennum, vindlakveikjurum o.fl.
Fyrir um tíu árum fékk Stefán illvígan sjúkdóm og var aldrei samur eftir það. Síðustu árin hefur hann búið að mestu á Syðri-Löngumýri hjá Birgittu, Inga og börnum þeirra. Þar undi hann sér vel og átti gott ævikvöld.

Places

Tungunes Svínavatnshreppi:

Legal status

Functions, occupations and activities

Samhliða búskapnum stundaði Stefán akstur á fólki með jeppabifreiðum, þá var lítið um bíla í sveitum og vegir oft illfærir sökum aurbleytu á vorin og snjóa á vetrum. Síðar gerðist hann skólabílstjóri þegar Húnavallaskóli tók til starfa og ók þar börnum og unglingum í um þrjátíu ár, auk þess að aka ferðahópum um landið á eigin rútu.

Mandates/sources of authority

Með þökk í huga ég kveð þig, kæri,
og kærleika sendi til þín.
Ég bið þess Guð þér fjársjóð færi
og flytji þér orðin mín.
Ég veit þú ert kominn til hærri heima
þar himnesk birtan skín.
Í hjartanu minningu mun ég geyma
og mynd sem að aldrei dvín.
Birgitta H. Halldórsdóttir.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Theódór Hallgrímsson 13. september 1900 - 11. febrúar 1969 Bóndi á Tungunesi, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Tungunesi, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Svínavatnshreppi og Emelía Ingibjörg Guðmundsdóttir 23. mars 1893 - 11. mars 1945 Húsfreyja á Tungunesi, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Tungunesi.

General context

Jörðin Tungunes var þríbýli á þessum árum og þar bjuggu afkomendur Erlendar Pálmasonar búnaðarfrömuðar og bændahöfðingja.
En hvert býli og bú á sína sögu. Nýir tímar og vélvæðing krefjast annarra landkosta en taldir voru undirstaða búskapar á búskaparárum Erlendar Pálmasonar. Stefán studdi föður sinn, Theodór Hallgrímsson, við búskapinn meðan heilsa og þrek entist, en þar kom að þeir hættu búskap og jörðin fór fljótlega eftir það í eyði.
Nú eru þar aðeins húsarústir í stóru túni sem minna á liðna tíð. Á byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði er uppsett stofa úr Tungunesbænum sem Stefán gaf safninu.

Relationships area

Related entity

Emelía Ingibjörg Guðmundsdóttir (1893-1945) Tungunesi (23.3.1893 - 11.3.1945)

Identifier of related entity

HAH03314

Category of relationship

family

Type of relationship

Emelía Ingibjörg Guðmundsdóttir (1893-1945) Tungunesi

is the parent of

Stefán Þór Theodórsson (1930-2002) Tungunesi

Dates of relationship

11.12.1930

Description of relationship

Related entity

Húnavallaskóli (1969-)

Identifier of related entity

HAH00310

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Húnavallaskóli

controls

Stefán Þór Theodórsson (1930-2002) Tungunesi

Dates of relationship

Description of relationship

Skólabílstjóri

Related entity

Tungunes í Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00541

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Tungunes í Svínavatnshreppi

is controlled by

Stefán Þór Theodórsson (1930-2002) Tungunesi

Dates of relationship

11.12.1930

Description of relationship

Fæædur þar og síðar húsbóndi

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02032

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 29.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places