Margrét Guðmundsson (1929-2004) Vesturhópshólum

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Margrét Guðmundsson (1929-2004) Vesturhópshólum

Parallel form(s) of name

  • Margrét Hinriksdóttir Böbs Guðmundsson (1929-2004) Vesturhópshólum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

9.8.1929 - 17.2.2004

History

Margrét Böbs Guðmundsson fæddist í Lübeck í Þýskalandi 9. ágúst 1929. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 17. febrúar síðastliðinn. Margrét og Hjalti hófu saman búskap á Vesturhópshólum árið 1950. Þau bjuggu þar allt þar til Hjalti lést í janúar árið 1992. Þá flutti Margrét til Reykjavíkur ásamt syni sínum Úlfari. Margrét og Úlfar áttu saman heimili á Álagranda 23, þar til hún lést. Margrét sem fædd var í Norður-Þýskalandi árið 1929, var aðeins 10 ára unglingur þegar seinni heimsstyrjöldin braust út með þeim hörmungum sem henni fylgdu. Hún hefur sennilega ekki farið varhluta af þeim frekar en aðrir sem upplifa slíka atburði. Hún var þó að sumu leyti heppin, þar sem hún var elst í fjögurra systkina hópi og það mætti að minnsta kosti ímynda sér að ef bræður hennar hefðu verið eldri en hún þá hefði hún þurft að horfa á eftir þeim í herinn.
En það má segja að Böbs-fólkið hafi verið heppið að mörgu leyti hvað þetta varðaði. Faðir mömmu starfaði sem járnbrautarvörður á þessum árum og slapp þar af leiðandi við herþjónustu.
Síðan má segja að eftir stríð hafi heppnin verið með þeim þegar landið skiptist í austur og vestur. Þá lendir fjölskylda móður minnar, ef svo má segja, "réttum" megin árinnar nema tvær móðursystur hennar sem ráku bakarí austan megin en þær flúðu með handtöskurnar einar saman og urðu að skilja allt sitt eftir í austurhlutanum. Þegar hún stóð á tvítugasta aldursári, sá hún auglýsingu í dagblaði, þar sem óskað var eftir vinnuafli í íslenskar sveitir. Hún sló til með ævintýraþrána í farteskinu.
Vorið 1949 var sennilega eitt kaldasta á öldinni en það var einmitt vorið sem móðir mín ákvað að koma og freista gæfunnar á Íslandi. Hún var mjög heppin að lenda hjá fólkinu í Grænumýrartungu, þeim Sigríði og Ragnari, sem reyndust henni mjög vel. En þrátt fyrir að hún hafi lent hjá hjartahlýju fólki má segja að náttúran norður við Hrútafjörð hafi ekki sýnt henni eins mikla hlýju. Reyndar var hlýjan svo lítil þetta vorið að tún grænkuðu ekki fyrr en komið var fram á mitt sumar og grasspretta var með minnsta móti. Hún talaði oft um þessa reynslu sína og hversu erfitt það var að koma frá vorinu í Þýskalandi í grámann norður í Hrútafirði.
Útför Margrétar verður gerð frá Vesturhópshólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðjuathöfn var í Fossvogskirkju 24. febrúar.

Places

Lübeck: Grænumýrartunga V-Hún. 1949: Vesturhópshólar 1951: Reykjavík um 1993:

Legal status

Functions, occupations and activities

Húsfreyja.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Móðir hennar var Margaret Ruhel, f. 1909 d. 1976. Uppeldisfaðir hennar var Henrik Böbs, f. 1907, d. 1970. Lübeck.
Hálfbræður Margrétar eru
1) Erwin Böbs f. 6.12. 1931, d. 1983,
2) Pétur Böbs f. 9.5. 1933,
3) Walter Böbs f. 25.12. 1938.
Allir eru þeir kvæntir og eiga börn og barnabörn.

Eiginmaður Margrétar 1950 var Hjalti Sigurjón Guðmundsson frá Vesturhópshólum, f. 24.5. 1924, d. 28.1. 1992.
Börn þeirra eru:
1) Lára Brynja, f. 16.8. 1951, maki Kevin Cooke, f. 16.7. 1954, búsett í Bandaríkjunum. Börn þeirra eru Alana Bryndis, f. 10.3. 1986, Connor Christjan, f. 6.11. 1987, og Brianna Bára, f. 26.7. 1989.
2) Guðmundur Hinrik, f. 24.7. 1953, maki Elísabet Kristbergsdóttir, f. 14.10. 1953, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: a) Hjalti Geir, f. 12.1. 1977, sambýliskona Ellen Dóra Erlendsdóttir, f. 3.9. 1976, dóttir þeirra Elín Alda, f. 22.8. 2003. b) Kristbjörg María, f. 19.4. 1982, sambýlismaður Birgir Hákon Hafstein, f. 28.11. 1982. c) Ragna Margrét, f. 7.9. 1989.
3) Margrét Bára, f. 11.4. 1958, maki Sigurgeir Tómasson, f. 22.5. 1957, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: a) Berglind, f. 8.9. 1980, sambýlismaður Gísli Rúnar Guðmundsson, f. 5.1. 1978. b) Erna Björk, f. 13.3. 1985. c) Harpa Rut, f. 30.05. 1997.
4) Ásta Emilía, f. 5.5. 1961, maki Halldór Teitsson, f. 17.7. 1952, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru Guðný, f. 25.10. 1991, og Helga Lára, f. 7.4. 1993.
5) Úlfar Bjarki, f. 12.7. 1969, búsettur í Reykjavík.

General context

Relationships area

Related entity

Hjalti Guðmundsson (1924-1992) Vesturhópshólum (24.5.1924 - 28.1.1992)

Identifier of related entity

HAH06937

Category of relationship

family

Type of relationship

Hjalti Guðmundsson (1924-1992) Vesturhópshólum

is the spouse of

Margrét Guðmundsson (1929-2004) Vesturhópshólum

Dates of relationship

1950

Description of relationship

Börn þeirra eru: 1) Lára Brynja, f. 16.8. 1951, maki Kevin Cooke, f. 16.7. 1954, búsett í Bandaríkjunum. Börn þeirra eru Alana Bryndis, f. 10.3. 1986, Connor Christjan, f. 6.11. 1987, og Brianna Bára, f. 26.7. 1989. 2) Guðmundur Hinrik, f. 24.7. 1953, maki Elísabet Kristbergsdóttir, f. 14.10. 1953, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: a) Hjalti Geir, f. 12.1. 1977, sambýliskona Ellen Dóra Erlendsdóttir, f. 3.9. 1976, dóttir þeirra Elín Alda, f. 22.8. 2003. b) Kristbjörg María, f. 19.4. 1982, sambýlismaður Birgir Hákon Hafstein, f. 28.11. 1982. c) Ragna Margrét, f. 7.9. 1989. 3) Margrét Bára, f. 11.4. 1958, maki Sigurgeir Tómasson, f. 22.5. 1957, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: a) Berglind, f. 8.9. 1980, sambýlismaður Gísli Rúnar Guðmundsson, f. 5.1. 1978. b) Erna Björk, f. 13.3. 1985. c) Harpa Rut, f. 30.05. 1997. 4) Ásta Emilía, f. 5.5. 1961, maki Halldór Teitsson, f. 17.7. 1952, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru Guðný, f. 25.10. 1991, og Helga Lára, f. 7.4. 1993. 5) Úlfar Bjarki, f. 12.7. 1969, búsettur í Reykjavík.

Related entity

Vesturhópshólar í Víðidal

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Vesturhópshólar í Víðidal

is controlled by

Margrét Guðmundsson (1929-2004) Vesturhópshólum

Dates of relationship

1950-1992

Description of relationship

Húsfreyja þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01746

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 5.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places