Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Sverrir Markússon (1923-2009) héraðsdýralæknir Blönduósi
Parallel form(s) of name
- Sverrir Sigurður Markússon (1923-2009) héraðsdýralæknir
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
16.8.1923 - 28.11.2009
History
Sverrir Sigurður Markússon héraðsdýralæknir fæddist í Ólafsdal 16. ágúst 1923. Hann lést á Landspítalanum 28. nóvember 2009. Útför Sverris var gerð í kyrrþey frá Kópavogskirkju 10. desember 2009.
Places
Ólafsdalur: Akureyri: Hreppshúsið á Blönduósi 1957:
Legal status
Sverrir varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og lauk prófi í dýralækningum í Stokkhólmi 1956.
Functions, occupations and activities
Hann var settur dýralæknir á Akureyri 1952-54, skipaður héraðsdýralæknir á Blönduósi 1956-73, en síðan í Borgarnesi 1973-93. Eftir embættislok sinnti Sverrir í nokkur ár heilbrigðiseftirliti í sláturhúsum víða um land.
Mandates/sources of authority
Þegar Sverrir varð 70 ára gamall, voru þessar vísur fluttar í gamni og alvöru í dýrðlegri veislu, sem fjölskyldan hélt honum í Borgarnesi:
Sverrir Markússon 70 ára 16. ágúst 1993.
Sverrir meður hýrri há
hressir lýðinn allan,
þegar ylhýrt bros af brá
breiðist yfir skallann.
Er við lífið allt í sátt,
eldur býr í taugum.
Sindrar hárið silfurgrátt
og sólskinsbros í augum.
Enn er langt í lokadans
létt um gólf hann svífur.
Markússon í meyjafans
með sér alla hrífur.
Hjálparhraður, hreinlyndur,
hvergi staður talinn,
hýr og glaður, hófsamur,
heiðursmaður valinn.
Þegar sorg og sjúkdómar
sveigðu að Borgarfirði.
Sverris listalækningar
léttu þeirri byrði.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru hjónin Markús Torfason, f. 6.10. 1887, d. 29.8. 1956, Ráðsmaður í Ólafsdal, Staðarhólssókn, Dal. 1930. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Bóndi í Ólafsdal og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Saurbæinga. „Hafði söngstjórn á hendi um langt skeið“, segir í Dalamönnum og Sigríður Guðný Benedikta Brandsdóttir, f. 17.7. 1881, d. 8.12. 1949.
Bræður Sverris, sem upp komust, voru
1) Torfi, 30. ágúst 1913 - 26. mars 1975 Nemandi í Laugarvatnsskóla, Miðdalssókn, Árn. 1930. Bifreiðarstjóri á Húsavík. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Ásgeir, f. 20.6. 1916, d. 23.3. 2009. Var í Ólafsdal, Staðarhólssókn, Dal. 1930.
Sverrir kvæntist 21. sept. 1954 Þórhöllu Davíðsdóttur, f. 18.3. 1929, var á Skólavörðustíg 5, Reykjavík 1930. Var í Hreppshúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Foreldrar hennar voru Davíð Árnason, f. 6.8. 1892, d. 17.6. 1983. Rafvirki á Skólavörðustíg 5, Reykjavík 1930. Stöðvarstjóri RÚV á Eiðum og Akureyri og Þóra Steinadóttir, f. 5.8. 1902, d. 27.3. 1998. Kennari í Reykjavík. Húsfreyja á Skólavörðustíg 5, Reykjavík 1930.
Afkomendur Sverris og Þórhöllu eru
1) Davíð Aðalsteinn, f. 24.9. 1956; sonur hans og Guðrúnar Soffíu Karlsdóttur, f. 20.7. 1957, er Karl Kristján, f. 11.5. 1977, sonur hans og fyrrverandi sambýliskonu, Dagbjartar Ísfeld Guðmundsdóttur, f. 7.9. 1978, er Tristan, f. 6.1. 1998.
2) Sigríður María, f. 28.6. 1958, gift Þorvarði Hjalta Magnússyni, f. 10.9. 1957; dætur hennar og fyrri eiginmanns, Stefáns Þórs Ragnarssonar, f. 22.9. 1958, eru Ragnheiður Þórdís, f. 9.8. 1979, sonur hennar og fyrrverandi eiginmanns, Hafþórs Hafsteinssonar, f. 12.9. 1970, er Ingólfur Örn, f. 11.5. 2001, og Þórhalla Sigríður, f. 15.11. 1984, eiginmaður hennar er Þröstur Friðbert Gíslason, f. 24.8. 1972; dætur Sigríðar Maríu og Hjalta eru Hólmfríður Ásta, f. 20.6. 1997, og Þóra María, f. 10.5. 1999.
3) Sverrir Þórarinn, f. 14.5. 1959, kvæntur Maríu Pálmadóttur, f. 16.9. 1960; börn þeirra eru Pálmi Gautur, f. 24.4. 1980, sonur hans og Ásu Lindar Finnbogadóttur, f. 6.2. 1972, Áskell Einar, f. 26.5. 2006, og Ólöf Þóra, f. 24.11. 1985, sambýlismaður hennar er Sverrir Einarsson, f. 7.11. 1978, sonur hennar Markús Máni, f. 3.8. 2002.
4) Torfi Ólafur, f. 15.4. 1961, kvæntur Ingu Björgu Sverrisdóttur, f. 29.12. 1961; börn þeirra eru Þóra Sigríður, f. 5.5. 1983, sambýlismaður Guðmundur Emilsson, f. 3.11. 1978, dóttir þeirra Sædís Heba, f. 20.1. 2009, Ellen Björg, f. 10.2. 1991, og Sverrir Ólafur, f. 6.12. 1996.
General context
Honum var einkum hugleikin ferðin, sem þau átta skólasystkinin fóru fótgangandi frá Akureyri heim í átthagana á Vesturlandi og Vestfjörðum vorið 1940. Fyrir um 10 árum skrifaði Sverrir ítarlega sögu um ferðina. Er sú ferðasaga mjög þess virði að geymast og birtast á prenti. Sagan er vel skrifuð og lýsir ágætlega samgöngum á Íslandi, híbýlum fólks í sveitum landsins og gistimöguleikum á árinu 1940. Ferðin var farin rúmri viku eftir að breski herinn kom til landsins, og brátt átti allt eftir að breytast. Þá lýsir sagan áræðni og dugnaði unglinganna, sem lögðu fótgangandi upp í svo langa ferð heim til átthaganna.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Sverrir Markússon (1923-2009) héraðsdýralæknir Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Sverrir Markússon (1923-2009) héraðsdýralæknir Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Sverrir Markússon (1923-2009) héraðsdýralæknir Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 2.8.2017
Language(s)
- Icelandic