Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ólafur Hólmgeir Pálsson (1926-2005)
Parallel form(s) of name
- Ólafur Hólmgeir Pálsson (1926-2005) frá Sauðanesi
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
7.7.1926 - 4.1.2005
History
Ólafur Hólmgeir Pálsson fæddist á Sauðanesi í Torfalækjarhreppi í A-Hún. 7. júlí 1926. Hann lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 4. janúar. Útför Ólafs fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík á morgun, mánudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Places
Sauðanes í Torfalækjarhreppi:
Legal status
Ólafur lauk prófi frá Iðnskólanum 1945 og tók sveinspróf 1948.
Functions, occupations and activities
Hann var starfandi múrari í Reykjavík 1948-1951 og eftir það múrarameistari við ýmsar byggingar. Hann byggði og seldi fjölbýlishús í félagi með öðrum eða einsamall. Ólafur var einn af stofnendum Einhamars sf. og formaður í öðrum og þriðja byggingarflokki félagsins. Hann var varaformaður Múrarameistarafélags Reykjavíkur 1960-1961 og ritari 1969-1976. Í stjórn Öndverðarness 1969-1977. Um tíma endurskoðandi og í taxtanefnd. Hann var í stjórn Meistarasambands byggingarmanna 1960-1962. Hann var einn af stofnendum Byggingariðjunnar hf. og sat þar í stjórn frá upphafi. Þá var hann einn af stofnendum steypustöðvarinnar BM Vallár. Hann stofnaði og rak byggingafyrirtækið Hornstein sf. í félagi við Baldur Bergsteinsson. Ólafur var meistari við byggingu Háteigskirkju, fjölbýlishússins í Hátúni 8 og allra húsa sem byggingafélagið Einhamar byggði. Auk þessa byggði hann mörg fjölbýlishús og önnur minni. Hann byggði m.a. stórt verslunarhúsnæði og rak þar um tíma matvöruverslun í félagi við Guðlaug Guðmundsson kaupmann. Stofnaði og rak byggingafyrirtækið A-Veggi. Ólafur var flokksbundinn sjálfstæðismaður og virkur í starfi flokksins. Hann var mikill áhugamaður um hestamennsku og félagi í hestamannafélaginu Fáki um árabil. Auk þessa gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum, svo sem matsmaður hjá Brunabótafélagi Íslands og hjá dómsyfirvöldum varðandi byggingamál.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru Páll Jónsson, bóndi á Sauðanesi, f. 15. mars 1875 á Sauðanesi, d. 24. október 1932 á Blönduósi, og kona hans Sesselja Þórðardóttir, húsmóðir, f. 29. ágúst 1888 á Steindyrum í Svarfaðardalshreppi í Eyjaf., d. 10. september 1942 í Reykjavík.
Systkini Ólafs eru: 1) Jón Helgi, f. 28. september 1914, d. 29. júní 1985, 2) Páll Sigþór hæstaréttarlögmaður, f. 29. janúar 1916, d. 11. júlí 1983, 3) Sigrún Stefanía kennari, f. 12. febrúar 1917, d. 26. september 1998, 4) Þórður, f. 25. desember 1918, 5) Gísli bóndi, f. 18. mars 1920, 6) Hermann háskólaprófessor í Edinborg, f. 26. maí 1921, 7) Helga Guðrún, f. 23. október 1922, 8) Þórunn kennari, f. 29. ágúst 1924, 10) Aðalbjörg Anna húsmóðir, f. 24. maí 1928, d. 28. maí 1956, 11) Haukur bóndi, f. 29. ágúst 1929, 12) Páll Ríkarður tannlæknir, f. 12. júlí 1932.
Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Valgerður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 10. janúar 1927 á Böðmóðsstöðum í Laugardalshreppi í Árn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ingimar Njálsson, bóndi á Böðmóðsstöðum, f. 10. júlí 1894 í Efstadal í Laugardalshreppi, d. 18. nóvember 1971 á Böðmóðsstöðum, og kona hans Karólína Árnadóttir húsmóðir, f. 20. nóvember 1897 í Miðdalskoti í Laugardalshreppi, d. 25. mars 1981 í Reykjavík.
Elsta barn Ólafs með Jóhönnu Guðnadóttur er:
1) Lilja forstöðumaður, f. 28. mars 1943. Maki hennar er Gunnar Sigurðsson deildarstjóri. Sonur þeirra er Gaukur.
Börn Ólafs og Valgerðar eru:
2) Sigrún kennari, f. 13. desember 1950. Maki hennar er Ragnar Kærnested flugvirki. Börn þeirra eru: Bylgja, Örvar og Dröfn. Bylgja á tvö börn og Örvar eitt.
3) Flosi múrarameistari, f. 13. mars 1956. Sambýliskona hans er Sigríður Jónasdóttir bankastarfsmaður. Synir hans eru: Hólmgeir Elías og Valgeir Ólafur.
4) Vörður húsasmíðameistari, f. 29. júlí 1961. Kona hans er Svanborg Gústafsdóttir skrifstofumaður. Dætur þeirra eru: Arna, Björk og Birna.
5) Harpa hagfræðingur, f. 14. júní 1965. Maki hennar er Erlingur Erlingsson bifvélavirkjameistari. Synir þeirra eru Agnar og Egill.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the grandparent of
Ólafur Hólmgeir Pálsson (1926-2005)
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 8.7.2017
Language(s)
- Icelandic