Haukur Pálsson (1929) Röðli

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Haukur Pálsson (1929) Röðli

Parallel form(s) of name

  • Haukur Þorsteinn Pálsson (1929) Röðli
  • Haukur Þorsteinn Pálsson Röðli

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

29.8.1929 - 9.11.2020

History

Haukur Þorsteinn Pálsson 29. ágúst 1929. Var á Röðli í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.

Places

Sauðanes; Röðull:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Páll Jónsson 15. mars 1875 - 24. okt. 1932. Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Bóndi í Sauðanesi í Torfalækjarhr., A-Hún. Bóndi í Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, A-Hún. 1930 og kona hans 9.5.1914; Sesselja Þórðardóttir 24. ágúst 1888 - 10. sept. 1942. Húsfreyja í Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Sauðanesi í Torfalækjarhr., A-Hún. frá Steindyrum í Svarfaðardal.

Systkini Hauks;
1) Jón Helgi Pálsson f. 28. september 1914 - 29. júní 1985. Póstfulltrúi, síðast bús. í Reykjavík.
2) Páll Sigþór Pálsson, f. 29.1.1916, d. 11.7.1983, hæstaréttarlögmaður, kona hans 16.4.1945 var Guðrún Guðbjörg Stefánsdóttir Stephensen f. 11.5.1919 – 17.12.2003, kennari
3) Sigrún Stefanía Pálsdóttir 12. febrúar 1917 - 26. september 1998. Kennari, þingritari og húsmóðir, síðast bús. í Reykjavík. Hinn 4. apríl 1941 giftist Sigrún Jóhann Pétri Einarssyni frá Litlu-Gröf í Borgarhreppi, f. 14.11. 1908.
4) Þórður Pálsson 25. des. 1918 - 9. júní 2004. Var í Sauðanesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kennari og bóndi í Sauðanesi. Síðast bús. á Blönduósi. Kona hans 27.5.1944; Sveinbjörg Jóhannesdóttir 26. des. 1919 - 6. júní 2006. Var á Gauksstöðum, Gerðahr., Gull. 1920. Var í Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Blönduósi.
5) Gísli Guðmundur Pálsson f. 18. mars 1920 - 30. janúar 2013. Bóndi og bókaútgefandi að Hofi í Vatnsdal, Áshreppi. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. hina íslensku fálkaorðu. Gísli gekk að eiga Vigdísi Ágústsdóttur 21. desember 1949. Hún er fædd 19. nóvember 1928, dóttir Ágústs B. Jónssonar og Ingunnar Hallgrímsdóttur.
6) Stefán Hermann Pálsson f. 26. maí 1921 - 11. ágúst 2002. Prófessor í íslenskum fræðum við Háskólann í Edinborg. Dóttir: Steinvör Hermannsdóttir, f. 17.5.1959. Hinn 12. september 1953 gekk Hermann að eiga Guðrúnu Þorvarðardóttur, f. 28. mars 1927, stúdent 1946. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir og Þorvarður Þorvarðarson, aðalféhirðir Landsbankans, og síðar Seðlabankans.
7) Helga Guðrún Pálsdóttir f. 23. október 1922
8) Þórunn Pálsdóttir f. 29. ágúst 1924 - 10. ágúst 2016 Var í Sauðanesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Kennari í Reykjavík.
9) Ólafur Hólmgeir Pálsson 7. júlí 1926 - 4. janúar 2002 Múrarameistari, síðast bús. í Reykjavík, kona hans var Valgerður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 10. janúar 1927 á Böðmóðsstöðum í Laugardalshreppi í Árn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ingimar Njálsson, bóndi á Böðmóðsstöðum, f. 10. júlí 1894 í Efstadal í Laugardalshreppi, d. 18. nóvember 1971 á Böðmóðsstöðum, og kona hans Karólína Árnadóttir húsmóðir, f. 20. nóvember 1897 í Miðdalskoti í Laugardalshreppi, d. 25. mars 1981. Barnsmóðir hans var Jóhanna Guðnadóttir f. 1. júní 1925 - 24. júlí 2005. Síðast bús. í Reykjavík.
10) Aðalbjörg Anna Pálsdóttir f. 24. maí 1928 - 28. maí 1956. Húsfreyja í Skaftafelli í Öræfum, A-Skaft.
11) Páll Ríkarður Pálsson f. 12. júlí 1932 - 12. apríl 2016. Tannlæknir í Reykjavík.

Kona Hauks 7.6.1952; Anna Guðný Andrésdóttir 7. júní 1927 - 4. sept. 1998. Var á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Röðli í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhr., A-Hún.

Börn þeirra;
1) Lilja, f. 2. maí 1955, maki: Garðar H. Skaptason. Þau slitu samvistir. Börn Lilju og Garðars eru: Haukur, maki: Sonja Suska, barn Haukur Marian; Valdís Anna, unnusti Geir Arnar Marelsson, barn: Heimir Marel; Heimir Hrafn. Núverandi maður Lilju er Kristinn Lúðvík Aðalbjörnsson.
2) Sesselja, maki: Víkingur Viggósson. Börn þeirra eru Víkingur Ari, Hákon Andri og Hlynur Logi.

General context

Haukur Pálsson á Röðli, minning.
Fallinn er frá mikill vinur minn, Haukur bóndi á Röðli. Langt er síðan leiðir okkar lágu saman. Man að hann kom með jarðvinnslutæki að Sveinsstöðum þegar ég var ungur drengur og síðar var ávallt gott að leita til hans þegar ég var orðinn formaður USAH og þurfti á manni að halda til að skemmta fólki.
Einu sinni sem oftar tóku þeir Snorri Bjarnason á Sturluhóli það hlutverk að sér á Húsbændavöku. Auk þeirra var í þetta sinn, m.a. snilldar ræðumaður að sunnan og snillingurinn Ómar Ragnarsson, sem þá var upp á sitt besta sem skemmtikraftur. Aðsóknin varð svo mikil að snemma var uppselt á Vökuna. Var þá ákveðið að hafa aðra sýningu strax eftir hádegi næsta dag. Þangað kom líka fjöldi manns, í þeim hópi margir af eldri kynslóðinni. Þeir sem í þeim hópi voru þá, voru eins og við sem í þessum hópi erum nú að okkur þykir betra að hlusta ef ekki er ærandi hávaði í áhorfendum. Þannig sat hópurinn á hádegissýningunni frekar stilltur í sætum sínum og sama hvernig ræðumaðurinn reitti af sér brandarana og Ómar eða aðrir á sviðinu létu, undirtektir áheyrenda allt aðrar og minni en kvöldið áður, þegar mikið var hlegið og mikið klappað. Þessi aukaskemmtun var svo snemma dags því að aðkomukraftarnir að sunnan þurftu að vera lausir sem fyrst til að komast í önnur verkefni syðra. Kom það því í hlut þeirra Hauks og Snorra að ljúka skemmtuninni þennan seinni dag.
Man ég eftir því að þegar nokkuð var liðið á skemmtunina sagði Haukur við Snorra þarna baksviðs þar sem þeir biðu. Heyrðu Snorri, við verðum eitthvað að reyna að rífa þetta upp. Það verður að fá hlátur í salinn eins og var í gærkvöld. Snorri var aldeilis til í það. Það var unun að hlusta á þá félaga ræða um trixin sem þeir ætluðu að gera. Engu líkara en Bessi bróðir Snorra og Árni Tryggvason væru þarna komnir í sínum besta ham.
Svo kom að því að þeir félagar voru kynntir til leiks, byrjuðu með látum og fyrr en varði var hláturinn orðinn mun meiri en nokkur skemmtikraftanna hafði náð kvöldinu áður. Atriðinu lauk síðan með því að annar ók hinum út af sviðinu í ruslatunnu og sást ekkert af þeim annað en lappirnar, enda stóð maðurinn á haus niður í tunnunni. Inn komu þeir svo aftur undir uppklappinu og þegar við Haukur ræddum þetta atvik upp á Kili í sumar minnti okkur báða að þegar þeir komu aftur inn hefðu þeir haft hlutverkaskipti.
Undanfarin 4 sumur höfum við Haukur farið með barnabarni hans í Hvammi suður yfir heiðar með hóp gesta. Hlutverk Hauks afa hefur verið að aka bílnum og sinna ýmsum tilfallandi verkefnum. Hann naut sín sérlega vel þegar við stoppuðum í Biskupstungum tvær nætur í sumar og hitti snillinga á næstu bæjum. Á kvöldvöku þar syðra var Haukur ásamt einum sunnanmanna allra manna glaðastir og skemmtu hinum erlendu gestum með söng, kveðskap og öðrum skemmtilegheitum og voru flestir farnir í rúm meðan þessir öldnu snillingar skemmtu sér vel.
Á Hveravöllum var hlutverk okkar Hauks að segja gestunum sögu Fjalla Eyvindar og sýna þeim aðbúnaðinn sem Eyvindur bauð Höllu sinni í Eyvindarhelli. Við það verk var gott að hafa sér við hlið mann eins og Hauk á Röðli.
Með Hauk á Röðli er genginn góður félagi, sem lifði lífinu lifandi og var glaður strákur, til í allt sem skemmtilegt var, fram á síðasta dag. Hann setti svip á samtíðina og mörg tilsvör hans munu lifa um ókomin ár. Það var gefandi og gott að fá að vera með Hauk á Röðli og eiga hann að vini.
Fjölskildunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir.
Magnús á Sveinsstöðum.

Relationships area

Related entity

Sauðanes á Ásum ((1450))

Identifier of related entity

HAH00563

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.8.1929

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Páll Jónsson (1875-1932) Sauðanesi (15.3.1875 - 24.10.1932)

Identifier of related entity

HAH07118

Category of relationship

family

Type of relationship

Páll Jónsson (1875-1932) Sauðanesi

is the parent of

Haukur Pálsson (1929) Röðli

Dates of relationship

29.8.1929

Description of relationship

Related entity

Þórður Pálsson (1918-2004) Sauðanesi (25.12.1918 - 9.6.2004)

Identifier of related entity

HAH02175

Category of relationship

family

Type of relationship

Þórður Pálsson (1918-2004) Sauðanesi

is the sibling of

Haukur Pálsson (1929) Röðli

Dates of relationship

29.8.1929

Description of relationship

Related entity

Gísli Pálsson (1920-2013) Hofi (18.3.1920 - 30.1.2013)

Identifier of related entity

HAH01245

Category of relationship

family

Type of relationship

Gísli Pálsson (1920-2013) Hofi

is the sibling of

Haukur Pálsson (1929) Röðli

Dates of relationship

29.8.1929

Description of relationship

Related entity

Ólafur Hólmgeir Pálsson (1926-2005) (7.7.1926 - 4.1.2005)

Identifier of related entity

HAH01792

Category of relationship

family

Type of relationship

Ólafur Hólmgeir Pálsson (1926-2005)

is the sibling of

Haukur Pálsson (1929) Röðli

Dates of relationship

29.8.1929

Description of relationship

Related entity

Anna Guðný Andrésdóttir (1927-1998) (7.7.1927 - 4.9.1998)

Identifier of related entity

HAH01020

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Guðný Andrésdóttir (1927-1998)

is the spouse of

Haukur Pálsson (1929) Röðli

Dates of relationship

7.6.1952

Description of relationship

Related entity

Hjálmar Jónsson (1876-1943) Fjósum (8.12.1876 - 29.11.1943)

Identifier of related entity

HAH05183

Category of relationship

family

Type of relationship

Hjálmar Jónsson (1876-1943) Fjósum

is the cousin of

Haukur Pálsson (1929) Röðli

Dates of relationship

29.8.1929

Description of relationship

Haukur er sonur Páls bróður Hjálmars

Related entity

Haukur Garðarsson (1974) Hvammi (8.4.1974 -)

Identifier of related entity

HAH04840

Category of relationship

family

Type of relationship

Haukur Garðarsson (1974) Hvammi

is the grandchild of

Haukur Pálsson (1929) Röðli

Dates of relationship

1974

Description of relationship

Haukur yngri er sonur Lilju dóttur Hauks eldri

Related entity

Röðull á Ásum (1952 -)

Identifier of related entity

HAH00562

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Röðull á Ásum

is controlled by

Haukur Pálsson (1929) Röðli

Dates of relationship

Description of relationship

Stofnaði þar nýbýli

Related entity

Ystagil í Langadal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00692

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ystagil í Langadal

is owned by

Haukur Pálsson (1929) Röðli

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04849

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 4.11.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places