Ólafur Sverrisson (1923-2005) kaupfélagsstjóri Blönduósi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ólafur Sverrisson (1923-2005) kaupfélagsstjóri Blönduósi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

13.5.1923 - 8.3.2005

History

Ólafur Sverrisson fæddist í Hvammi í Norðurárdal 13. maí 1923. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 8. mars síðastliðinn. Útför Ólafs fer fram frá Fossvogskirkju í dag 17. mars 2005 og hefst athöfnin klukkan 15.

Places

Hvammur í Norðurárdal Mýr.:

Legal status

Kaupfélagsstjóri:

Functions, occupations and activities

Ólafur var kaupfélagsstjóri á Blönduósi frá árinu 1958 og síðan í Borgarnesi frá 1968 til ársins 1988. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir samvinnuhreyfinguna og sveitarfélög, var m.a. í stjórn Osta- og smjörsölunnar og Samvinnutrygginga og formaður Vinnumálasambands samvinnufélaganna. Þá sat hann í stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga í 15 ár, þar af sem stjórnarformaður í fjögur ár. Ólafur var einnig í stjórn Vírnets og í skólanefnd Samvinnuskólans, þar af formaður í mörg ár.
Ólafur starfaði mikið að öðrum félagsmálum. Hann var m.a. formaður í framsóknarfélögum í Kópavogi, Austur-Húnavatnssýslu og Mýrasýslu.

Mandates/sources of authority

Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Blönduóss. Hann varð umdæmisstjóri og seinna fjölumdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 24. júlí 1890, d. 18. mars 1971, og Sverrir Gíslason, f. 4. ágúst 1885, d. 24. mars 1967, bóndi í Hvammi í Norðurárdal í Borgarfirði. Systkini Ólafs voru Guðmundur, f. 30. sept. 1917, d. 27. sept. 2003, Andrés, f. 27. des. 1918, d. 6. apríl 2004, Vigdís, f. 27. mars 1920, og tvíburabræðurnir Ásgeir og Einar, f. 9. júní 1928.
Hinn 4. júní 1949 kvæntist Ólafur Önnu Ingadóttur, f. 29. apríl 1929, d. 1. okt. 2002. Foreldrar hennar voru Guðlaug Erlendsdóttir, f. 16. apríl 1901, d. 25. maí 1948, og Ingi Halldórsson, f. 15. ágúst 1895, d. 28. nóv. 1981.
Anna og Ólafur eignuðust fimm börn. Þau eru:
1) Sverrir, yfirmaður hjá British Telecom, f. 28. okt. 1950, maki Shameem Ólafsson, f. 6. feb. 1955, dætur þeirra eru: a) Natalia, f. 4. nóv. 1987, og b) Yasmeen Anna, f. 20. nóv. 1991.
2) Hulda, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar, f. 5. júní 1953, maki Stefán Stefánsson, f. 8. jan. 1953, synir þeirra eru a) Sverrir Tryggvason, f. 30. des. 1970 (faðir, Tryggvi Jóhannsson, f. 17. okt. 1952), Sverrir, er í sambúð með Rósu Mjöll Ragnarsdóttur, f. 20. ágúst 1970, og eiga þau Mána, f. 27. ág. 2003, áður átti Sverrir Svanlaugu Birnu, f. 28. okt. 1993, b) Stefán Ingi, f. 7. ágúst 1976, og c) Ólafur, f. 29. sept. 1984.
3) Ingi Ólafsson, aðstoðarskólastjóri Verzlunarskóla Íslands, f. 26. des. 1954, maki Ragnhildur Ásgeirsdóttir, f. 9. maí 1956, synir þeirra eru: a) Ásgeir, f. 29. maí 1979, dóttir Ásgeirs er Elena Dís, f. 2. nóv. 2001, b) Arnar, f. 28. júní 1984, og c) Viðar, f. 8. apríl 1986.
4) Ólafur, stjórnarformaður Samskipa, f. 23. jan. 1957, maki Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 29. jan. 1962, börn þeirra eru: a) Anna Rakel, f. 27. sept. 1985, b) Birta, f. 11. mars 1992 og c) Ólafur Orri, f. 15. okt. 1995.
5) Anna Elísabet, forstjóri Lýðheilsustöðvar, f. 2. júlí 1961, maki Viðar Viðarsson, f. 21. mars 1956, börn þeirra eru: a) Ívar Örn Lárusson, f. 18. feb. 1985 (faðir, Lárus Elíasson, f. 20. maí 1959), b) Sævar Logi, f. 7. febr. 1988 og c) Bjarki, f. 15. júní 1995.

General context

Relationships area

Related entity

Sverrir Ólafsson (1950) frá Blönduósi, PhD, sérfræðingur hjá British Telecom (28.10.1950 -)

Identifier of related entity

HAH06827

Category of relationship

family

Type of relationship

Sverrir Ólafsson (1950) frá Blönduósi, PhD, sérfræðingur hjá British Telecom

is the child of

Ólafur Sverrisson (1923-2005) kaupfélagsstjóri Blönduósi

Dates of relationship

28.10.1950

Description of relationship

Related entity

Hulda Ólafsdóttir (1953) Blönduósi (5.6.1953 -)

Identifier of related entity

HAH06941

Category of relationship

family

Type of relationship

Hulda Ólafsdóttir (1953) Blönduósi

is the child of

Ólafur Sverrisson (1923-2005) kaupfélagsstjóri Blönduósi

Dates of relationship

5.6.1953

Description of relationship

Related entity

Anna Ingadóttir (1929-2002) Blönduósi og Borgarnesi (29.4.1929 - 1.10.2002)

Identifier of related entity

HAH01021

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Ingadóttir (1929-2002) Blönduósi og Borgarnesi

is the spouse of

Ólafur Sverrisson (1923-2005) kaupfélagsstjóri Blönduósi

Dates of relationship

4.6.1949

Description of relationship

Related entity

Lionsklúbbur Blönduóss (1959-) ((1959-))

Identifier of related entity

HAH10015

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Lionsklúbbur Blönduóss (1959-)

is controlled by

Ólafur Sverrisson (1923-2005) kaupfélagsstjóri Blönduósi

Dates of relationship

1959

Description of relationship

Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Blönduóss. Hann varð umdæmisstjóri og seinna fjölumdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Related entity

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002) (1895-2002)

Identifier of related entity

HAH10057

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

is controlled by

Ólafur Sverrisson (1923-2005) kaupfélagsstjóri Blönduósi

Dates of relationship

1958-1968

Description of relationship

kaupfélagsstjóri þar

Related entity

Húnabraut 1 Blönduósi (1960-1970)

Identifier of related entity

HAH00825/01

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Húnabraut 1 Blönduósi

is controlled by

Ólafur Sverrisson (1923-2005) kaupfélagsstjóri Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

húsbóndi þar til 1968

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01799

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 8.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places