Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

  • KH Blönduósi

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1895-2002

History

Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, var stofnað 16. desember 1895 í „vertshúsinu" á Blönduósi. Fyrsta stjórn: Þorleifur Jónsson, alþm., Syðri-Löngumýri, form., Benedikt G. Blöndal, umboðsm., Hvammi, Árni Á. Þorkelsson, hreppstjóri, Geitaskarði. Félagið gekk í Samb. 1917. Félagið rak umfangsmikla verzlun á Blönduósi, í aðalverzlun þess voru seldar matvörur, byggingavörur og vefnaðarvörur og auk þess rak það vörugeymslu, þar sem seld var sekkjavara, timbur o. fl. Líka rak félagið eitt verzlunarútibú á Blönduósi og einnig söluskála sem einkum þjónaði ferðamönnum og líka sá það um vöruflutninga innan héraðs og á leíðinni til Reykjavíkur. Þá var félagið aðaleigandi Vélsmiðju Húnvetninga, ásamt búnaðarsambandinu í héraðinu, en það fyrirtæki rak bílaverkstæði á Blönduósi. Á Skagaströnd rak félagið tvær verzlanir. Fastir starfsmenn voru 65, en félagsmenn 669.

Kaupfélag Húnvetninga stofnað 1896 [1895 skv auglýsingu í Sjómannadagsblaðinu 1 tbl 1941 og Auglýsing í Húnavöku 1971]. Haldið var uppá 50 ára afmælið 7.7.1946.
STARFRÆKJUM: Útibú innan Blöndu, Kornmyllu, Benzínsölu, Bifreiðaakstur, Samvinnutryggingar, Eggjasölusamlag, Skipaafgrreiðslu, Saumastofu, Innlánadeild,

Mjólkursamlag (þurrmjólkurvinsla) tekur væntanlega til starfa næsta sumar [1947] á vegum S. A. H. Væntir félagið þess, að Húnvetningar standi fast saman um þetta fyrirtæki, því aðeins mun það koma að fullum notum, og uppfylla þær vonir, sem við það eru tengdar.
SÍMI 10 (2 LÍNUR). SAMBAND FRÁ SKIPTIBORÐI VIÐ: Skrifstofu framkv.stjóra. Almenna skrifstofu. Sölubúðina. Vörugeymslu. Saumastofu. Sláturhús. Jón S. Baldurs heima. Tómas R. Jónsson heima Sími 2: a. Útibúið innan Blöndu b. Kristinn Magnússon heima [Auglýsing Tíminn 24.12.1946].

Places

Blönduós; Sláturhúshverfið; Húnabraut 4; Blöndubyggð 1; Blöndubyggð ? við hliðina á gamla Pósthúsinu:

Legal status

Grafaróssfélagið hafði tryggt sér verzlunarlóð á Blönduósi 1876 og ætlaði sér að koma þar upp byggingum til verzlunarafnota fyrir félagsmenn sína í Austur-Húnavatnssýslu, en af framkvæmdum varð ekki, enda lagðist félagið niður eins og fyrr segir 1878.

Nokkur úrbót varð á árinu 1895 um aðstöðu til verzlunar á Blönduósi með því, að byrjað var þá á bryggjugerð norðan Blöndu. Hefir það að sjálfsögðu meðal annars ýtt undir með að hafist væri handa um stofnun kaupfélags fyrir Húnavatnssýslu. Á deildafundi Kaupfélags Skagfirðinga í Svínavatnshreppi, snemma í október 1895 var mikið rætt um stofnun kaupfélags hér í sýslunni, og var það samróma álit fundarmanna, að æskilegt væri, að stofnað væri kaupfélag fyrir alla Húnvetninga, sem fengi vörur til Blönduóss, Skagastrandar og Hvammstanga, og á þeim fundi voru þeir Jón Guðmundsson og Þorleifur Jónsson fengnir til þess að reyna að koma þeirri hugmynd í framkvæmd.„

Þorleifur Jónsson hafði þá nýlega (1894) hafið búskap í Svínavatnshreppi. Bættist þar við góður liðsmaður, því að bæði var, að hann hafði betri menntun (háskólanám) en tíðkaðist um bændur, og svo hafði hann ágætis aðstöðu til áhrifa í héraðinu, þar sem hann hafði verið þingmaður Húnvetninga síðan 1886. Þorleifur hafði, að sjálfsögðu, ekki fyrr tekið beinan þátt í samvinnustarfinu heima í héraði, þar sern hann hafði, um alllangt skeið, dvalið fjarri ættsveit sinni, en meðan hann var ritstjóri Þjóðólfs (1886—1891) hafði hann ritað mikið um verzlunarmál og stutt verzlunarsamtök bændanna af alefli. Þorleifur var og enn á bezta aldri og fullur umbótaáhuga. Það var gæfa Húnvetninga, að Þorleifur Jónsson var búsettur í Húnavatnssýslu árin 1894—1900.

Félagið stofnað. Tvö kaupfélög trygðu starfsemi sína inn í Húnavatnssýslu 1895, Kaupfélag Skagfirðinga að austan og Verzlunarfélag Dalamanna að vestan. Við skagfirzka félagið skiptu þá þrjár deildir í Húnavatnssýslu: Engihlíðarhreppsdeild, Bólstaðarhlíðarhreppsdeild og Svínavatnshreppsdeild. Vestur-Húnvetningar skiptu þá töluvert við Dalafélagið og jafnvel einstakir menn í Vatnsdal og Þingi. Sú var ætlun þeirra Jóns og Þorleifs að sameina alla Húnvetninga um eitt kaupfélag, og því skrifuðu þeir einum manni í hverjum hreppi sýslunnar og fóru þess á leit, að þeir gengjust fyrir fundarhaldi, hver í sínum hreppi, þar sem rætt yrði um stofnun kaupíélags fyrir Húnavatnssýslu og fulltrúi kosinn á stofnfundinn, sem þeir ákváðu á Blönduósi 16. des. 1895. Fundur þessi fór svo fram í veitingahúsinu á Blönduósi á ákveðnum tíma (16. des. 1895), en ekki urðu heimturnar betri en það, að einungis rúmur helmingur, sjö af þrettán, hreppanna áttu fulltrúa á fundinum. Fór hér eins og vænta mátti, að ýmsum þótti viðurhlutamikið að slíta þau bönd, sem tengdu þá við hin fyrri kaupfélög á meðan ekki var sýnt hvaða þroska nýtt félag nægi.

Allir hreppar Austur-Húnavatnssýslu sendu þó fulltrúa á fundinn, nema Bólstaðarhlíðarhreppur sá hreppur hafði líka að ýmsu leyti sérstöðu. Bólhlíðingar höfðu þegar í byrjun gengið í Kaupfélag Skagfirðinga, 1889, og lega hreppsins var þannig, að framhluta hreppsins a. m. k. var engu verra að sækja verzlun til Sauðárkróks en Blönduóss, og hreppsbúar orðnir vanir viðskiptum þar nyrðra. Deildarstjóri K. S. í Bólstaðarhlíðarhreppi var Pétur Pétursson á Bollastöðum, en hann var bróðir Pálma Péturssonar, formanns Kaupfélags Skagfirðinga, og er ekki ólíklegt að ættarböndin hafi haft eitthvað að segja um afstöðuna til nýs félags.

Það var líka töluverður missir fyrir Kaupfélag Skagfirðinga að tapa viðskiptunum úr Bólstaðarhlíðarhreppi, því að sú deildin hafði langmest viðskipti í K. S. Pétur á Bollastöðum hafði þó fund um málið með deildungum sínum, og varð þar niðurstaðan sú, að slíta ekki viðskiptum við K. S. „að þessu sinni."

Hins vegar: „Var það að vísu álit manna, að eðlilegast væri, að svo framarlega sem pöntunarfélag kæmist á í sýslunni, þá fylgdust sýslubúar að og sýslutakmörk skiptu milli félaganna," segir Pétur Pétursson í ítarlegu svarbréfi til fundarboðenda.

Úr Vestursýslunni sótti fundinn einungis fulltrúi úr Þverárhreppi. Hinir hrepparnir vildu ekki hætta viðskiptum að sinni við Verzlunarfélag Dalamanna, og komu skrifleg svör úr þeim hreppum öllum, nema Fremri-Torfustaðahreppi.

Í Dalafélaginu hafði komið fram tillaga um að kljúfa það félag í tvö félög, og væntu Vestur-Húnvetningar sér góðs af, ef sú breyting kæmist á. Ég vil hér tilfæra nokkra kafla úr svarbréfi VesturHúnvetninganna til fundarboðenda. Á þann hátt verður afstaða þeirra bezt skýrð:

  1. Jón Skúlason, Söndum (7. des. 1895): „Eftir því, sem ég hef heyrt af allmörgum hér í kringum mig, munu þeir álíta hentugast verzlunarsvæði vera Stranda- og Húnavatnssýslur í samlögum, bæði hvað fé, vöru- og fjárflutninga snertir. Aðalstöðin væri á Borðeyri, og þaðan væri fé og máske hross flutt, en vörur flyttust á Skeljavík, Borðeyri, Hvammstanga og Blönduós."
  2. Baldvin Eggertsson, Helguhvammi (3. des. 1895): „En ef nú Dalafélagið skiptist í tvennt, hvernig sem það nú yrði, getur það vitanlega ekki komið til tals fyrr en á aðalfundi félagsins í vetur, sem að líkindum verður haldinn seint í janúar. Eftir þann fund getum við afráðið um hvaða stefnu skal taka í þessu efni."
  3. Sigurður Jónsson, Lækjamóti (10. des. 1895): „Mér þykir hálf leiðinlegt, fyrst ég er Húnvetningur, að sigla undir fölsku flaggi í verzlunarlegu tilliti, en ég vona að það verði ekki lengi. Ég vil að Strandamenn séu með okkur í félagi. Það hygg ég að geti gert sig, áður en mörg ár líða, ef við sækjum á það. Með því væri öll sýslan og Strandamenn eitt félag, er væri kallað húnvetnska félagið."

Þó að fundarsókn væri ekki betri en að framan greinir, má telja, að undirtektirnar gæfu von um almenna þáttöku í Húnavatnssýslu, er frá liði. Fundurinn samþykkti því í einu hljóði að stofna „pöntunarfélag fyrir Húnavatnssýslu," sem þeir nefndu Kaupfélag Húnvetninga (K. H.) Voru félaginu sett lög, þegar á stofnfundinum.

Í stjórn voru kosnir: Þorleifur Jónsson alþm. á Syðri-Löngumýri, formaður, og meðstjórnendur: Benedikt Blöndal í Hvammi í Vatnsdal og Árni A. Þorkelsson á Geitaskarði. Endurskoðendur voru ekki kosnir fyrr en á fulltrúafundi 2. júlí 1896, og hlutu kosningu: Björn Sigfússon alþm., þá í Grímstungu og Jón Hannesson í Þórormstungu. Af þeim, sem sátu stofnfundinn er nú (1946) aðeins einn á lífi, Jón Hannesson í Þórormstungu. Loks eftir fjögurra áratuga baráttu tókst þó Húnvetningum að stofna sitt eigið kaupfélag. En þó að því marki væri náð, var þetta ekki nema áfangi á langri leið. Félagið er enn barn í reifum, fóstur nokkurra áhugamanna. Nú fyrst reyndi á þolrifin. Félagið verður að heyja baráttu á tvennum vígstöðvum: Samkeppni við kaupmannaverzlanirnar, en þar stóð félagið höllum fæti, þar sem það vantaði hvort tveggja, fé til eigin starfa og verzlunarþekkingu forgöngumannanna. Baráttan á hinum innri vígstöðvum var þó ekki léttari. Þar varð að berjast við áhugaleysi almennings, tregðuna á því að brjóta nýjar leiðir, þorleysið, ef eitthvað blés á móti og loks tortryggnina, sem margra alda kúgun og féfletting einokunar og einveldis, hafði mótað í sál íslendingsins.

Functions, occupations and activities

Fyrstu vörurnar.
Um komu fyrsta vöruskipsins til félagsins er til ítarleg frásögn samtímamanns, Jónasar B. Bjarnasonar frá Litladal, er birtist í Tímanum s. 1. sumar (29. ág. 1946), og tek ég hana hér orðrétta upp með leyfi höfundarins: „Ég man vel eftir því þegar fyrstu vörurnar komu hér til félagsins, því að ég vann þá nokkuð með formanni að móttöku þeirra, og skiptingu á þeim í deildir félagsins. Þær vörur komu með skipinu Mount Park, sem kom hér til Blönduóss 4. júlí 1896. Var þá við ýmsa örðugleika að etja. Verkamenn engir fáanlegir hér á staðnum, og ekkert húsaskjól þegar vörurnar kæmu í land. Skip þetta kom austan fyrir land, og var einnig með vörur til Kaupfélags Skagfirðinga. Hafði formaður gert ráðstöfun til þess, að til sín væri sendur hraðboði frá Sauðárkróki, strax þegar skipið kæmi þangað, því að ekki var síminn þá til að grípa til. Þegar sá sendimaður kom hér vestur, brá formaður við og safnaði saman mönnum, sem fyrirfram höfðu lofað að vinna að uppskipun varanna, og var hann kominn hér á staðinn með nægilegan mannafla um sama leyti og skipið kom hér inn á höfnina. Kaupfélagsstjórnin hafði látið smíða einn uppskipunarbát og lausabryggju. Báturinn var nefndur „Húnvetningur". Var svo byrjað á uppskipun varanna að kvöldi 4. júlí (1896) og unnið við það um nóttina og fram eftir degi 5. júlí. Að kvöldi þess dags var vörunum skipt í deildir félagsins, og sama kvöldið byrj'að að afhenda þær einstökum pantendum, og þvi haldið áfram um nóttina, svo að vörurnar voru fluttar heim í sveitina 6. júlí*) Þessum vörum félagsins var skipað upp í sandinn sunnan árinnar, af því að megnið af þeim átti að fara í sveitirnar vestan Blöndu, en brúin**) var þá. ekki komin á ána. En vörur þeirra, er bjuggu austan Blöndu, voru strax fluttar á uppskipunarbát íélagsins austur yfir ósinn." Indælt veður kom í veg fyrir, að örðugleikar og tjón hlytist af húsnæðisleysi félagsins við afgreiðslu þessarar fyrstu vörusendingar. En hver gat sagt hvernig færi næst?

Fyrsta húseignin.
Kaupfélag Húnvetninga var nú að hefja búskap sinn. Stofnendur þess voru bændur, og þeim var að sjálfsögðu fullkomlega ljóst, að kaupfélagið gat ekki frekar en bóndinn komizt af án þess að eiga yfir húsakosti að ráða fyrir rekstur sinn. Bóndinn þurfti að byggja yfir búpening sinn og vinnutæki, og eins þurfti félagið að eignast húsakost til vörugeymslu og afgreiðslu. Stofnfundinum mátti því ekki ljúka, án þess að gerðar væru ráðstafanir í húsnæðismálunum. En nú vantaði peningana. Eina leiðin var því lántaka, þóað félagið ætti ekkert til þess að veðsetja. Einn fundarmanna, Árni Á. Þorkelsson, gaf þá kost á að ljá félaginu eignarjörð sína, Geitaskarð, til veðsetningar. Heimilaði því fundurinn félagsstjórninni allt að 2500 kr. lántöku, og gerði um leið ráðstafanir til að útvega vissa tölu ábyrgðarmanna (1 úr hverri sveit), er bæru sameiginlega ábyrgð á, að Árni biði ekki tjón af veðsetningunni. Láni þessu átti svo að verja til húsbyggingar og til kaupa á nauðsynlegustu tækjum, uppskipunarbát,. lausabryggja o. fl., og var félagsstjórninni falið að sjá um framkvæmdir. Allt virtist því vera í lagi, þegar af fundi var farið.

Mandates/sources of authority

Kaupfélag Húnvetninga. í 11. tbl. Þjóðólfs 1898 er minnst á Kaupfélag Húnvetninga.
Þar segir;
„Fremur er það hnekkir fyrir félagið, að menn eru óánægðir með ýmislegt í stjórn félagsins t. d. þykir það nokkuð dýrt að borga óvöldum vinnumönnum, sem fara í hrossarekstur fyrir félagsmenn 6. kr. á dag, eins og átti sér stað síðastl. sumar".

Þetta er ónákvæmt og villandi, því að það getur skilizt svo, að rekstrarmenn hafi haft 6 kr. kaup á dag. Þeim voru borgaðar 6 kr. um sólarhringinn, eigi aðeins í kaup, heldur og fyrir fæði, hesta þeirra og næturgæzlu á hrossum þeim, sem þeir ráku. Þetta er ekki eins dæmi, því að sama upphæð var borguð hrossarekstarmönnunum úr Skagafirði síðastl. sumar og útlendir hrossakaupmenn, td. Zöllner, borga sama og jafnvel meira sínum hrossarekstrarmönnum. —

Það er ranghermt í áðurnefndri grein,. að rekstrarmenn hafi verið „óvaldir", því að þeir voru valdir og vel hæfir menn, sem leystu þetta starf vel af hendi. Að vísu þótti sumum þessi 6 kr. borgun of há, en annars hef ég eigi orðið var við neina óánægju við stjórn félagsins, en úr því að greinarhöfundurinn segir, að menn séu óánægðir með „ýmislegt" i stjórn þess, skora ég á hann að skýra frá, að hverju leyti það er, en þess krefst ég jafnframt, að hann komi þá ekki með nein ósannindi. Þar sem í greininni stendur, að þessi óánægja sé „hnekkir" fyrir félagið, þá er rétt að athuga það. Í fyrsta lagi er í ár pantað í félaginu meira en helmingi meira af vörum og peningum en árið sem leið, og innlendum vörum lofað að því skapi meira en í fyrra. Í öðru lagi hefur í ár ein deild úr öðru félagi gengið inn í Kaupfélag Húnv. Í þriðja lagi kemur ein deild þess upp timburhúsi í vor hjá Blönduósi, og á félagið kost á að fá það hús síðar. Með öðrum orðum: félagið eflist i ár meir en um helming, miðað við verzlun þess í fyrra, og fær hús, sem er eitt af aðalskilyrðum fyrir verzlun þess.

Ekki er furða, þótt greinarhöfundinum þyki þetta hnekkir!! Fyr má nú vera hnekkir, en, svona sé!!
Sólheimum 16. apr. 1898. Þorleifur Jónsson. p. t. formaður félagsins.


Sláturhús Samvinnufélagsskapur.
Í fréttabréfi er Ingólfur flytur úr Húnaþingi segir svo: Framfarir má telja það að Kaupfélag Húnvetninga ætlar að byggja sláturhús utan Blöndu næsta sumar og setja þar um leið á stofn álitlega söludeild; getur þetta orðið gott spor til að koma kjöti í gott verð á útlendum mörkuðum. Forstjóri söludeildarinnar verður pöntunarfélagsins og sláturhússins Jónatan Jósafatsson Líndal gagnfræðingur frá Holtastöðum í Langadal — hafa menn hið besta traust á honum.

Internal structures/genealogy

1910 og 1920- Skúli Jónsson, f. 23. nóv. 1870 d. 25. sept. 1915. Verslunarmaður á Blönduósi og Hvammstanga, verslunarstjóri á Borðeyri og síðar kaupfélagsstjóri á Blönduósi.
Kona hans 1905; Elín Theodórs f. 24. ágúst 1886 d. 7. nóv. 1935 frá Borðeyri, systir Péturs og Láru, ekkja 1920.
Börn þeirra;
1) Þorvaldur (1906-1984). Listmálari í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Theodór Jón (1908-1970). Læknir í Reykjavík og dósent við Háskóla Íslands. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Arndís (1911- 1987). Skrifstofustúlka á Tjarnargötu 16, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Guðrún Sigríður Petersen (8. okt. 1912). Afgreiðslustúlka á Tjarnargötu 16, Reykjavík 1930. Fluttist til Danmerkur. M: Paul Groes-Petersen.
5) Skúlína Brynhildur Möller (1915-1995). Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Hjú og aðrir 1910;
Arndís Guðmundsdóttir ekkja, f. 6. jan. 1849 d. 12. apríl 1928. Húsfreyja á Borðeyri, móðir Elínar.
Arndís Ágústsdóttir Theódórs f. 30. okt. 1899, d. 31. mars 1990 (óg þá) Var í Kaupfélagsstjórahúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Blönduósi. Maki Jón Baldurs sjá neðar.
Jófríður Margrét Hallgrímsdóttir (1863-1936) af Ströndum,
Guðbjörg Grímsdóttir Andersen, f. 9. jan. 1893 d. 27. nóv. 1976. Húsfreyja í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Kjörbarn, Ása Axelsdóttir Andersen.

1920 og 1937- Pétur Theodórsson Theodórs f. 21. nóv. 1884 Borðeyri, d. 14. maí 1951, óg barnlaus.
Hjú og aðrir 1920;
Jón Sigurjónsson Baldurs f. 22. júní 1898 og Arndís Ágústsdóttir Theódórs f. 30. okt. 1899 d. 31. mars 1990 (óg) sjá Sólbakka,
Jófríður Margrét Hallgrímsdóttir (1863-1936). Var í Laxárdal, Prestbakkasókn, Strand. 1870 og 1880. Var í Laxárdal, Prestbakkasókn, Strand. 1870. Vinnukona á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1890. Vinnukona á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1901. Vinnukona í Kaupfélagshúsinu, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Ógift.
Þórdís Gísladóttir (1895). Var á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1901. Var á Blönduósi, A-Hún. 1920.
1937- Guðrún Þórdís Jóhannsdóttir (1914-1990). Húsfreyja í Reykjavík. Var á Laugavegi 13 b, Reykjavík 1930. Fósturmóðir: Þórdís Elín Carlquist. Síðast bús. í Reykjavík.
1937- Lára Theodórsdóttir Theodórs f. 25. mars 1894 Borðeyri, d. 24. sept. 1963. Ráðskona í Kaupfélagshúsinu, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Ógift og barnlaus.
1937- Finnbogi Theódórsson Theodórs f. 19. jan. 1892 Borðeyri, d. 13. febr. 1960. Sjá Sólbakka.

General context

Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki ná þeim merka áfanga að verða 100 ára. Í febrúar 2008 náði Sölufélag Austur Húnvetninga þessum áfanga og má segja að það hafi verið einn af máttarstólpum í atvinnulífi héraðsins í heila öld og sé enn að.
Af þessu tilefni er gott tækifæri til að stikla á stóru í sögu þessa merka fyrirtækis. Í ágætri bók, Ísland 1990, Atvinnuhættir og menning, Austurland, Norðurland, Vestfirðir og Vesturland, voru sögu félagsins gerð ágæt skil af þáverandi framkvæmdastjóra Guðsteini Einarssyni. Hér á eftir verður stuðst nokkuð við það rit, einkum framan af.
Þann 26. febrúar 1908 var Sláturfélag Austur Húnvetninga svf. stofnað á Blönduósi. Tilgangur þess var að annast sölu sláturfénaðar á hagkvæman hátt. Árið áður hafði verið rætt um að hafa eitt félag fyrir Húnavatnssýslur og bygga tvö sláturhús, annað á Blönduósi en hitt á Hvammstanga, en samkomulag varð um að félögin yrðu tvö. Nafni sláturfélagsins var breytt árið 1960 í Sölufélags Austur Húnvetninga um leið og það tók við því síðasta af afurðasölunni sem var í höndum kaupfélagsins. Skammstöfun félagsins SAH var óbreytt áfram.
Fyrsta sláturhús S.A.H. var byggt á Blönduósi árið 1908 í samstarfi við Kaupfélag Húnvetninga. Á árunum 1926-27 byggði SAH stórt vörugeymsluhús og þá var farið að ræða um byggingu frystihúss við sláturhúsið, sem síðan var byggt og tók til starfa haustið 1928, rétt í aðdraganda heimskreppunnar.
Árið 1945 var farið að vinna að stofnun mjólkurbús á Blönduósi á vegum S.A.H. Bygging Mjólkursamlags Húnvetninga á Blönduósi hófst 1946 og tók það til starfa um áramótin 1947-48. Það var fyrsta mjólkursamlagið hér á landi sem framleiddi þurrmjólk með valsaþurrkun, og er reyndar enn í dag það eina, og má færa fyrir því sterk rök að ákvörðunin um að setja upp valsaþurrkunina hafi tryggt stöðu mjólkursamlagsins allt frá á þennan dag. Hagur bænda vænkaðist mjög með tilkomu samlagsins og mjólkurframleiðsla í héraðinu fór hraðvaxandi. Mjólkursamlagið var selt til Mjólkursamsölunnar árið 1999, en er enn rekið af miklum myndarskap.
Algjör endurbygging á sláturhúsi félagsins hófst 1971 og 1973 á frystihúsinu. Þessum framkvæmdum lauk 1976 og þá var aðstaða fyrir 2.300 kinda slátrun á dag og frystigeymslur fyrir 900 tonn af kjöti. Árið 1982 var byggt við sláturhúsið nýtt hagkvæmt stórgripasláturhús.
Árin 1996 til 1998 fór fram enn ein gagnger endurnýjun á sauðfjársláturhúsi félagsins og kjötvinnslu. Markmið þessara framkvæmda var að fá leyfi til að flytja kjöt á evrópumarkað. Það tókst 1998 og hefur félagið haft leyfi á þann markað síðan, fyrir kindakjöt, nautakjöt, hrossakjöt og ýmsar tegundir innmatar.
Kjötvinnsla hófst fyrst hjá S.A.H í nóvember 1963 en féll svo niður um tíma, en var aftur sett upp 1979 og hefur starfað síðan og er umsetning og sala stöðugt vaxandi. Áherslur í framleiðslu hafa verið misjafnar, en árið 2000 var að mestu hætt að dreifa kjötvörum í verslanir, og hefur áherslan þess í stað verið lögð á grófvinnslu og forvinnslu fyrir aðrar kjötvinnslur. Í þeim hröðu breytingum sem orðið hafa á matvörumarkaði á liðnum áratug má fullyrða að þetta hafi verið rétt ákvörðun og skilað félaginu þeirri stöðu sem það hefur í dag, sem eftirsóttur birgi stórnotenda. https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=3834

Relationships area

Related entity

Holtabraut Blönduósi

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

reisti nr 2

Related entity

Björn Sigfússon (1849-1932) alþingismaður á Kornsá (22.6.1849 - 11.10.1932)

Identifier of related entity

HAH02884

Category of relationship

family

Dates of relationship

2.7.1896

Description of relationship

annar af tveimur fyrstu endurskoðendum félagsins

Related entity

Verslun Kristins Magnússonar 1933, Blöndubyggð 1Blönduósi (1925-)

Identifier of related entity

HAH00627

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Kaupfélagið keypti verslunina af Kristni og starfrækti þar útibú

Related entity

Sólvellir Blönduósi (1928 -)

Identifier of related entity

HAH00130

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Kaupfélagsstjórabústaður. Sólvellir varð seinna bústaður starfsmanna félagsins

Related entity

Blönduósbryggja (1898 -)

Identifier of related entity

HAH00099

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1895

Description of relationship

eign KH í upphafi

Related entity

Mjólkursamlagið Blönduósi (1947 -)

Identifier of related entity

HAH00124

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

hluti af starfsemi KH

Related entity

Elín Theódórs Theódórsdóttir (1886-1935) Kaupfélagshúsinu Blönduósi (24.8.1886 - 7.11.1935)

Identifier of related entity

HAH03206

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

búsett þar 1910 og 1920

Related entity

Árni Þorkelsson (1852-1940) Geitaskarði (17.12.11852 - 2.12.1940)

Identifier of related entity

HAH03527

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1895

Description of relationship

meðstjórnandi í fyrstu stjórn KH

Related entity

Sæmundur Pálsson (1891-1953) klæðskeri (19.8.1891 - 29.5.1953)

Identifier of related entity

HAH04966

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Klæðskeri þar

Related entity

Vertshús Blönduósi (1877 - 1918)

Identifier of related entity

HAH00492

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

á lóð Vertshússins reis síðar seinna útibú Kaupfélagsins

Related entity

Húnabraut 24 Blönduósi ((1960))

Identifier of related entity

HAH00825/24

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

rak bókabúð þar á neðri hæðinni

Related entity

Húnabraut Blönduósi ((1900))

Identifier of related entity

HAH00825

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Húnabraut 37

Related entity

Finnbogi Theodórsson (1892-1960) (10.1.1892 - 13.2.1960)

Identifier of related entity

HAH03419

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Finnbogi Theodórsson (1892-1960)

is controlled by

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

Dates of relationship

1937

Description of relationship

Kaupfélagsstjóri

Related entity

Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi (22.6.1898 - 1.8.1971)

Identifier of related entity

HAH01590

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi

is controlled by

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

Dates of relationship

Description of relationship

Kaupfélagsstjóri

Related entity

Pétur Theódórsson Theódórs (1884-1951) Kaupfélagsstjóri (21.11.1884 - 14.5.1951)

Identifier of related entity

HAH05352

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Pétur Theódórsson Theódórs (1884-1951) Kaupfélagsstjóri

controls

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

Dates of relationship

Description of relationship

Kaupfélagsstjóri

Related entity

Ólafur Sverrisson (1923-2005) kaupfélagsstjóri Blönduósi (13.5.1923 - 8.3.2005)

Identifier of related entity

HAH01799

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ólafur Sverrisson (1923-2005) kaupfélagsstjóri Blönduósi

controls

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

Dates of relationship

1958-1968

Description of relationship

kaupfélagsstjóri þar

Related entity

Húnabraut 1 Blönduósi (1960-1970)

Identifier of related entity

HAH00825/01

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Húnabraut 1 Blönduósi

is owned by

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Húnabraut 40, hús Jóns S Baldurs ((1960))

Identifier of related entity

HAH00825/40

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Húnabraut 40, hús Jóns S Baldurs

is owned by

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Halldórshús utan ár (1909 -)

Identifier of related entity

HAH00656

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Halldórshús utan ár

is owned by

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH10057

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

16.10.2019 frumskráning í atom, SR

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Þjóðólfur, 24. tölublað (20.05.1898), Blaðsíða 94. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2031400
Templar, 17. Tölublað (29.04.1908), Blaðsíða 66. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4799363
®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1875 - 1957 https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=3834
®GPJ ættfræði http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4294643 sótt þann 16.10.2019

Maintenance notes

SR

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places