Sýnir 10466 niðurstöður

Nafnspjald

Ódáðahraun

  • HAH00603
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Ódáðahraun er víðáttumikið hraunflæmi í Suður-Þingeyjarsýslu, norðan Vatnajökuls, milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum. Norðurmörkin eru skilgreind á mismunandi hátt. Sumir vilja draga þau frá austri til vesturs sunnan við Bláfjall og Sellandafjall, aðrir telja að það nái norður undir Mývatnssveit og að Hringveginum um Mývatnsöræfi, enn aðrir vilja teygja það allt norður að Þeistareykjum. Ódáðahraun er stærsti samfelldi hraunfláki Íslands, um 4400 km² (ef miðað er við fyrst nefndu skilgreininguna). Það er samsett úr fjöldamörgum einstökum hraunum, bæði dyngjuhraunum og hraunum frá sprungum og gígaröðum. Elstu hraunin eru 10-12 þúsund ára en þau yngstu eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-15. Upp úr hraunaflákum Ódáðahrauns rísa fjöll og fjallaklasar svo sem Herðubreið, Upptyppingar og Dyngjufjöll.

Ekki er vitað hvenær svæðið fékk þetta sitt nafn en það kemur fyrst fyrir í rituðum heimildum í Undur Íslands sem Gísli biskup Oddsson skrifaði á 17. öld. Nafnið er augljóslega tengt útilegumannatrú enda töldu menn á fyrri öldum að í hrauninu leyndust fjölbyggðir og frjósamir útilegumannadalir

Stekkjardalur Svínavatnshreppi

  • HAH00534
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1961 -

Nýbýli byggt á hálfu Stóradalslandi 1961. Býlið er á láglendinu við suðausturenda Svínavatns. Ræktunarland er þar mikið og gott. Beitilandið er tungan milli Stóradals og Litladals. Þótt ættarjörðin Stóridalur hafi verið skert með stofnun þessa nýbýlis er það athyglisvert að hjónin sem byggðu það eru bæði afkomendur Guðmundar ríka er fyrstur bjó þar þeirra ættmenna. Það má því færa rök fyrir því að jörðin sé ættarjörð. Skilarétt upprekstrarfélagsins er í landi jarðarinnar. Íbúðarhús byggt 1961, 428 m3. Fjós fyrir 40 gripi ásamt mjólkurhúsi, áburðar og kjarnfóðurgeymslu. Fjárhús yfir 250 fjár. Véla og verkfærageymsla 291 m3. Geymsla 53 m3. Hlaða 800 m3. Votheyshlaða 170 m3. Tún 40 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Tungunes í Svínavatnshreppi

  • HAH00541
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [900]

Tungunes er eyðijörð síðan 1959. Það er stór jörð og var talið mikið sómabýli. Lega jarðarinnar er að vísu ekki ákjósanleg. Tún og byggingar lágu hátt í hlíðinni í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli og sneru mót norðaustri. Þessvegna var þar næðingssamt, en jarðsælt. Ræktunarland er víðáttumikið. Vegasamband er ekki gott. 2,6 km leið frá Svínvetningabraut, að mestu ruddur vegur. Jörðin er ættar jörð. Hinn kunni félagsmálamaður Erlendur Pálamason frá Sólheimum eignaðist hana 1847, en hafði áður búið þar í nokkur ár. Eftir hann hafa niðjar hans búið þar til 1959 og átt hana til þessa daga [1975]. Hús eru að mestu fallin. Tún 6 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Blending.

Uppsalir í Þingi

  • HAH00511
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1550)

Bærinn stendur vestarlega á Vatnsdalshálsi beint vestur af Miðhúsum, en þar verður norðvesturhluti hálsins hæstur, víðsýni mikið. Tún liggja út frá bænum og einnig vestur og fram á hálsinum. Beitiland í allar áttir frá bænum, fjölbreyttur hálsa og mýrargróður. Ræktunarskilyrði sæmileg. Ekki er vitað nær jörðin varð sjálfstætt býli, fyrr klausturjörð, nú um skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1938 og 1951, 415 m3. Fjós fyrir 11 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hesthús yfir 24 hross. Hlöður 576 m3. Vothey 50 m3. Geymslur 95 m3. Tún 38 ha.
Nefnist Umsvalir í öllum manntölum.

Torfalækjarhreppur

  • HAH00566
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Torfalækjarhreppur. Kolkumýrar

Torfalækjarhrepur hinn forn lá vestan Blöndu frá Svínavatnshreppi allt til sjávar og vestur í Húnavatn. Árið 1914 var Blönduóshreppur stofnaður og urðu þá mörk hreppsins frá Draugagili og austur í Fálkanöf við Blöndu. Árið 1931 keypti Blönduóshreppur Hnjúka og teljast þeir síðan til Blönduóss.
Mörk Torfalækjarhrepps að vestan liggja um Húnavatn og áfram eins og segir í ´lýsingu Sveinsstaðahrepps. Sauðadalur tilheyrir hreppnum, síðan eru mörkin frá vesturenda Svínavatns, eftir vatninu að Fremri Laxá og fylgja henni að landamerkjum Kagaðarhóls og Tinda. Svo um Hafratjörn sunnanverða og Hóladala að Blöndu.

Sæborg Höfðakaupsstað

  • HAH00719
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1915-

Ægisgrund 14. Nýtt dvalarheimili aldraðra, Sæborg, var vígt 22. október 1988 að viðstöddu fjölmenni. Byrjað var að byggja hús þetta árið 1983 og hefur Eðvarð Hallgrímsson trésmíðameistari haft umsjón með smíðinni frá upphafi.

Það er Sýslusjóður A-Hún. sem byggir húsið og er kostnaður um 55 milljónir. Í því eru 4 hjónaíbúðir og 7 einstaklingsherbergi ásamt þjónustukjarna í miðju. Þá er þar sólstofa og setlaug með vatnsnuddi. Arkitektar voru Sigurður Sigurðsson og Sigurður Kristjánsson Reykjavík. Í tilefni vígslunnar gaf Skagstrendingur hf. 1 milljón til hússins en einnig bárust fleiri gjafir. Forstöðumaður Sæborgar er Pétur Eggertsson.

Færeyjar

  • HAH00264
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 800

Færeyjar eru klasi 18 eyja í Atlantshafinu á milli Skotlands og Íslands. Þær eru allar í byggð nema tvær, Koltur og Lítla Dímun, en mjög fámennt er á sumum þeirra. Nafnið þýðir fjáreyjar og eru þær kenndar við sauðfé. Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti, þ.e. norskir víkingar og sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og Írlandi, sem margt var af norrænum stofni.
Höfuðstaður Færeyja er Þórshöfn á Straumey en í því sveitarfélagi búa alls um 20 þúsund manns. Heildaríbúafjöldi eyjanna er rúmlega 49.000 (árið 2017). Færeyjar tilheyra Danmörku og njóta umtalsverðra fjárstyrkja þaðan en Færeyingar hafa haft sjálfstjórn frá 1948. Æðsti maður færeysku stjórnarinnar er titlaður lögmaður. Þjóðþing Færeyinga er kallað Lögtingið og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 33 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á Folketinget, þjóðþingi Dana. Sjálfstæðisbarátta Færeyinga hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta 20. aldarinnar en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra Danmörku.
Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Miklar olíulindir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og Bretlands og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. Þjóðirnar eru náskyldar, svo og tungumálin færeyska og íslenska.

Talið er að einsetumenn og munkar frá Skotlandi eða Írlandi hafi sest að í Færeyjum á 6. öld og líklega flutt þangað með sér sauðfé og geitur. Norrænir menn komu svo til eyjanna um 800 og settust einhverjir þeirra þar að en samkvæmt því sem segir í Færeyinga sögu fullbyggðust eyjarnar seint á 9. öld þegar norskir menn hröktust þangað undan Haraldi hárfagra. Fyrsti landnámsmaður Færeyja var að sögn Grímur kamban. Hann á að hafa búið í Funningi á Eysturoy. Viðurnefnið er keltneskt og bendir til tengsla við Bretlandseyjar.

Þingeyrarsandur

  • HAH00607
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (880)

Þingeyrarsandur liggur við Húnaflóa.
Í svörtum Þingeyrasandi eru víða gróðurflesjur. Þar eru ýmsar reiðleiðir umhverfis hið forna höfuðból Þingeyrar, eina þekktustu jörð landsins. Þar var öldum saman klaustur og bókagerðarsetur.

Stóra-Vatnsskarð

  • HAH00482
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Vatnsskarð er fjallaskarð milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu og liggur þjóðvegur 1 um skarðið.

Á því er vatn sem heitir Vatnshlíðarvatn og eru sýslumörkin skammt austan við það. Lækur rennur í vatnið og er hann á sýslumörkum (Arnarvatnslækur eða Sýslulækur). Er sagt að eitt sinn þegar almennt manntal var tekið hafi förumaður, sem kallaður var Magnús sálarháski og miklar sögur eru til um, lagst þvert yfir lækinn og legið þar allan manntalsdaginn svo að hvorki væri hægt að telja hann til Húnavatns- né Skagafjarðarsýslu.

Norðan við skarðið er Grísafell en sunnan við það Valadalshnúkur. Vatnsskarðsá kemur úr Vatnshlíðarvatni og Valadal og rennur til austurs, og er Gýgjarfoss í ánni austast í skarðinu. Þegar niður í Sæmundarhlíð kemur kallast hún Sæmundará. Fáeinir bæir eru á Vatnsskarði og kallaðist byggðin áður „á Skörðum“.
Í austanverðu skarðinu er hóllinn Arnarstapi. Þar er minnismerki um skáldið Stephan G. Stephansson, sem ólst upp þar rétt hjá. Af Arnarstapa er mjög gott útsýni yfir héraðið og er hringsjá skammt frá minnisvarðanum.

Reykjahlíð við Mývatn

  • HAH00636
  • Einstaklingur
  • (1900)

„Í Reykjahlíð má sjá stórkostlegar og einkennilegar minjar eldsumbrota. Í Leirhnjúks eldgosinu 1729 rann hraun yfir bæinn í Reykjahlíð (7. ágúst), en engum manni varð það að skaða, þvi að alt fólk hafði flúið burt af bænum.

Þá bjó Jón prestur Sæmundsson í Reykjahlíð, og hefur hann ritað lýsingu á þessu eldgosi. 27. ágúst rann hraun nálega umhverfis kirkjuna, en eigi sakaði hana. Trúðu margir því, að annar kraptur máttugri en náttúruöflin hefði verndað kirkjuna. Kirkjan stendur enn á sama stað á litlum grasbletti hrauni luktum. Þá er ég kom þangað, fanst mjer sem þar hlyti að vera mikill griðastaðr, er hraun og eldur hefði eirt þar öllu, en herjað alt og eyðilagt umhverfis. Nú er steinkirkja í Reykjahlíð, er Pjetur bóndi Jónsson (1818-1906) hefur látið gera. Hann er einn hinna nafnkunnu Reykjahlíðarbræðra.“

Fyrsta og eina húsið, er byggt hefir verið af höggnum steini hjer í Þingeyjarsýslu; en jafnframt vil jeg leyfa mjer að vikja, lítið eitt á fleira, er kirkju þessa snertir, heldur enn bygginguna eina.
Kirkjan stendur, og hefir staðið frá ómunatíð á sljettum túnbala 80 faðma norðvestur frá bænum, sem nú er í Reykjahlíð; bali þessi, sem er 3 vallardagsláttur á stærð, er alveg umgirtur hrauni, af hraunflóði því hinu mikla, sem í eldgosunum 1725—1727 rann úr Langa-Leirhnjúk, en er annars optar kennt við Kröflu; hraun það lagði í eyði 4 bæi, þar á meðal bæinn að Reykjahlíð, stóð þar sem nú er hár hraunkambur rjett austan við kirkjuna, og hefir hraunalda lagzt þar á einum stað, fast aðkirkjugarðinum. Það hefir því jafnan þótt íhugunarvert, að sjá kirkjuna standa þarna eina eptir, þeirra húsa, er tilheyrt höfðu þessum 4 býlum, á því nær, þeim eina hólma er finnst eptir af ærið miklu grösugu og góðu landi, er hraunflóð þetta hefir að öðru leyti hulið í nærfellt 20 ár, áður en kirkja þessi var nú rifin, hafði verið í umtali að leggja hana alveg niður, eins og víða hefir átt sjer stað með kirkjur, á seinni árum.

Seltangabúð á Heggstaðanesi

  • HAH00595
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Sjóbúð á Heggstaðanesi. Miðfjarðarhreppur hinn forni. Ytri- og Fremri-Torfastaðahreppur.

Slökkvistöðin á Blönduósi

  • HAH00469
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1973 -

1973 var steyptur kjallari undir slökkvistöð við Norðurlandsveg. Þar átti að rísa stálgrindahús. Átti það að koma í september—október en seinkaði. Kom það ekki hingað fyrr en eftir áramót. Húsið er 315 m2 að stærð og verður um þriðjungur þess leigður bifreiðaeftirlitinu fyrst um sinn. Heildarkostnaður verður um 7 millj. króna.

Fyrsta Slökkvistöðin var í norður enda Hreppshússins við Koppagötu

Baldursheimur Blönduósi

  • HAH00061
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1918 - 1978

Byggt 1918 af Sigurbirni Jónssyni. Í fasteignamati 1918 segir; Íbúðarhús, nýbyggt 12 x 6 álnir, torfveggir og torfhliðarveggur, en tvöfaldur þilstafn og hlið. Torfþak, sperrureist, alþiljað á 5 álnum, með skilrúmsþili. Útihús, fjárhús yfir 30 fjár. Lóðarstærð ótiltekin.
Sigurður Kár Sigurðsson bjó í Baldursheimi samtímis Sigurbirni.

Halldór Snæhólm keypti Baldursheim 1925 er fyrri íbúar fluttu burt. Halldór sem hafði verið bóndi á eignarjörð sinni Sneis, ætlaði sér að lifa á skipavinnu og þeim störfum sem tilféllu við samvinnufélögin, gafst fljótt upp á fyrirætlan sinni. Vinnan var ekki næg til að framfleyta fjölskyldu. Hann flutti því til Akureyrar og fjölskyldan á eftir honum.
1927-1929 bjó Steingrímur Pálsson í Baldursheimi, en hann hafði áður verið á Oddeyri.
Hannes Sveinbjörnsson flytur næstur í Baldursheim 1929 og kaupir hann. Hannes bjó þar til dauðadags 1942. Hann hafði áður búið á Hafursstöðum ov.
Páll Hjaltalín Jónsson kaupir Baldursheim 1943 og býr þar til dauðadags 1944. Afsalinu er þó ekki þinglýst fyrr en að Páli látnum 23.5.1944. Ingibjörg Þorleifsdóttir ekkja hans bjó í húsinu til hárrar elli, en hún var þó kominn á Héraðshælið áður en hún dó 1980. Hún var síðasti íbúi í Baldursheimi.

Borg utan ár

  • HAH00645
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 1940 - 1962

Bærinn brann 1962. Hann var undir Skúlahorni austanverðu [Betlehem / Borg Davíðs / Dabbakosi].
Davíð átti bát sem hann naustaði í gömlu nausti aðeins norðar en bílavigtin er nú.. Land þetta var ásamt stærrasvæði mælt út fyrir Friðrik Hillebrandt 8.8.1876

Lágafell Blönduósi

  • HAH00116
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1878

Lágafell - Bræðslubúð 1878 - Kristjanía 1916. Konkordíuhús 1933. Lágafell var byggt á grunni Kristjaníu.
Upphaflega var Bræðslubúð í eigu Hólanesverslunar líkt og Hillebrantshúsið. Jóhann Möller kaupir svo bæði húsin 1882 þegar Hólanesverslun hætti starfsem hér.
Húsin standa/stóðu á lóð þeirri sem Bryde fékk útmælda 1876 30 x 30 faðmar [2511 m2].

Fornastaðir Blönduósi

  • HAH00650
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1933 -

Fornastaðir uppi á brekkunni, byggt af Jónasi Illugasyni frá Bröttuhlíð.

Grænamýri 1921

  • HAH00652
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1921 -

Hús þetta var í fyrstu geymsluskúr er tilheyrði Vegamótum, enda stóð það á lóð þess húss. Sumarið 1921 er húsi þessu breytt í íbúðarhús.

Hannahús Blönduósi

  • HAH00657
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1924 -

Byggt 1924 af Jóhanni Kristjánssyni. Húsið stóð á sömulóð Vertshús foreldra hans áður en það brann 1918. Þar sem nú stendur fv útibí KH.

Jónshús Blönduósi

  • HAH00109
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Hús Stefáns Stefánssonar skósmiðs 1920 - Jónshús 1930 Blönduósi, rifið. Stóð nokkurnvegin þar sem Hreppshúsið er nú.

Hvassafell Blönduósi

  • HAH00674
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2.4.1932 -

2.4 1932 úthlutar hreppsnefnd Blönduósbæjar Árna Sigurðssyni bílstjóra 1 ha. Ræktunarlóð í Miðholtsmýrinni sunnan við túnlóðar skurð Þorsteins Bjarnasonar. Að vestan og austan eru holt, en að sunnan óræktuð mýri. Síðar Páll Eyþórsson í Hvassafelli.
Hvassafell Blönduósi. Uppi á Melnum við hliðina á Fornastöðum. Líklega sami bær og Jaðar / Landsendi / Árnabær.

Kristófershús Blönduósi

  • HAH00113
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Hús Karls Sæmundsen 1920. Kristófershús 1927 - Helgahús 1907 - Sumarliðahús.

Mosfell Blönduósi

  • HAH00103
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1900 -

Hjálmar Egilsson byggði Mosfell 1900, hann hafði áður búið í skamman tíma á Mosfelli í Svínadal með konu sinni Önnu Þorsteinsdóttur ljósmóður. Í fyrstu byggði Hjálmar bæ á gamla mátan, úr torfi. Sá bær mun hafa staðið aðeins neðar á lóðinni, en steinhúsið sem Hjálmar byggði 1912.

Sumarliðabær Blönduósi

  • HAH00132
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1897 -

Jónshús 1901 - Systrabær (1909) - Sumarliðabær 1919 -Vinaminni. Suðaustur af Ólafshúsi.
26.4.1909 er gerður lóðarsamningur við Herdísi og Ástu um 3750 ferálna lóð [1440 m2]sem er afgirt með skurðum.

Vellir við hreppaveginn

  • HAH00677
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1945 -

Vellir 1945 við hreppaveginn.
Byggt af Rögnvaldi Sumarliðasyni, hann fékk byggingalóð 6.3.1945 (áður hlaða?). Rögnvaldur bjó á Völlum fram á sjöunda áratugin og síðar Bóthildur Halldórsdóttir.

Verslunarhús Blöndubyggð 5 Blönduósi

  • HAH00678
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1920)

Verslunarhús Blöndubyggð 5. Norðan við Shell sjoppu Ágústs G. Jónssonar (1901-1983).
Verslun Halldórs Albertssonar (1886-1961), Halldórsbúð, sjá Halldórshús.
Verslunin Straumur. Halldór (1905-1984) og Hjálmar (1917-1999) Eyþórssynir.
Verslunin Ljósvakinn. Valur (1936-1994) og Sævar (1943) Snorrasynir.

Þorleifsbær Blönduósi 1929

  • HAH00141
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908 -

Bærinn líklega byggður 1908, en óvíst hver bjó þar fyrstur. Þarna bjó Sveinn Guðmundsson 1911-1920 hann bjó þar fyrst með konu sinni Pálínu Pálsdóttur. Hún dó 26.5.1915. Þá varð ráðskona þar Elínborg Guðmundsdóttir. 1920 flytur Þorleifur Jónsson í Sveinsbæ. 14.6.1929 kaupir Þorleifur svo bæinn og býr þar til æviloka og Alma Ólafsdóttir kona hans eftir það.

Höepfnerverslun Blönduósi

  • HAH00110
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1877 - 1930

Höphnerverslun 1877. Rifið 1930 og endureist á Blöndudalshólum.
Hillebrandt fékk í fyrstu útmælda lóð á sjávarbakkanum skammt innan við Skúlahorn en þar voru þá 3 útmældar verslunarlóðir, auk hans voru það Grafaróskaupmenn og Höephnersverslun á Skagaströnd sem reistu þar söluskúr sem síðar var fluttur inn fyrir á og reistur vestan Pétursborgar fyrstu sölubúð Höephners.

Þessi skúr ásamt skúr Thomsen eru því fyrstu byggingarnar sem reistar voru á Blönduósi

Sandbryggjan og fjaran

  • HAH00098
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1922 - 1941

Þar sem framfarir í samgöngum landleiðina á milli landshluta voru hægfara á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar byggðust verslun og viðskipti að miklu leyti á sjóflutningum. Því var mikilvægt að uppbyggingu verslunar á nýjum stað eins og Blönduósi fylgdi góð aðstaða til losunar og lestunar skipa en lending og hafnaraðstaða á Blönduósi var frekar varasöm. Bændur í Húnavatnssýslum gerðu sér snemma grein fyrir þessu (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 185) og þar sem bryggjan og hafnaraðstaðan hafa augljóslega haft mikil áhrif á skipulagslega þróun þéttbýlisins á Blönduósi er fjallað nokkuð ítarlega um þau mál hér.

Kaupmenn sunnan árinnar héldu áfram að skipa sínum vörum upp með léttabátum í sandfjörunni sunnan Blöndu eða úr sjálfum ósnum þegar veður leyfði. Þeim fannst dýrt og tafsamt að nota bryggjuna norðan árinnar enda um þriggja kílómetra leið þangað um Blöndubrúna sem var vígð 1897.

Á árunum í kringum 1908 var byrjað að gæta ágreinings um það hvar framtíðar hafnaraðstaða á Blönduósi ætti að vera. Þessi á greiningur kom til kasta sýslunefndarinnar árið 1910 þegar nokkrir kaupmenn óskuðu eftir styrk til bryggju gerðar sunnan árinnar. Einn þessara kaupmanna var Þorsteinn Bjarnason (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 187). Nefndin vísaði málinu frá en 5 árum síðar, 1915, óskaði Blönduóshreppur eftir ríflegum fjárstyrk til fyrirhugaðrar báta bryggju innan Blöndu.

Guðbjartur Oddsson (1925-2009) frá Flateyri

  • HAH04883
  • Einstaklingur
  • 20.3.1925 - 12.8.2009

Guðbjartur Þórir Oddsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 20. mars 1925. Hann lést á heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 12. ágúst 2009.

Á 19. aldursári fluttist Guðbjartur til Keflavíkur og stundaði þar sjómennsku þar til hann hóf nám í málaraiðn hjá Magnúsi Sæmundssyni í Reykjavík 1946. Eftir það vann hann allan sinn starfsaldur sem málari víða um land, þótti hann góður fagmaður og var annálaður fyrir snyrtimennsku. Guðbjartur var mjög listfengur og eru til eftir hann mörg málverk og skreytingar. Guðbjartur dvaldist síðustu ellefu ár ævinnar á Heilbrigðisstofnunni á Hvammstanga. Útför Guðbjartar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 21. ágúst, og hefst athöfnin kl. 14.

Hjörtur Jónasson (1842-1924) Skagfjörðshúsi

  • HAH04890
  • Einstaklingur
  • 2.6.1842 - 25.4.1924

Hjörtur Jónasson 2. júní 1842 - 25. apríl 1924. Var í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Húsmaður á Urðarbaki, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Sjómaður á Stóra-Bergi í Höfðakaupstað 1901. Skagfjörðshúsi Blönduósi 1905.

Jakob Sigurðsson (1868) Vegamótum

  • HAH04896
  • Einstaklingur
  • 1.3.1868 -

Jakob Sigurðsson 1. mars 1868. Var á Kistu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Efri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Vegamótum 1909-1915.

Jóhanna Þorsteinsdóttir (1894-1968) Efstabæ (Agnarsbæ) Blönduósi

  • HAH04901
  • Einstaklingur
  • 8.4.1894 - 2.1.1968

Jóhanna Þorsteinsdóttir 8. apríl 1894 - 2. jan. 1968. Var á Orrastöðum, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Var í Efstabæ, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Prónakona á Blönduósi. Ógift. Síðast bús. í Reykjavík. Brautarholti 1917.

Jón A Jónsson (1877-1914) Blönduósi

  • HAH04904
  • Einstaklingur
  • 23.9.1877 - 21.5.1914

Jón A. Jónsson f. 23 sept. 1877, d. 21. maí 1914, sýsluskrifari frá Strjúgsstöðum, óg. (A í nafni er fyrir Önnuson þar sem hann kenndi sig einnig við móður sína Önnu Pétursdóttur á Móbergi og Strjúgsstöðum). Templarahúsi 1910. Ókv. barnlaus

Jón Ólafur Benónýsson (1893-1986) Fornastöðum

  • HAH04915
  • Einstaklingur
  • 12.2.1893 - 23.10.1986

Jón Ólafur Benónýsson 12. feb. 1893 - 23. okt. 1986. Útgerðarmaður og bóndi í Skagastrandarkaupstað 1930. Bóndi á Fornastöðum Blönduósi 1940, síðar smiður á Fornastöðum. Síðast bús. í Reykjavík.

Konráð Eggertsson (1911-1995) Haukagili

  • HAH04922
  • Einstaklingur
  • 17.11.1911 - 15.7.1995

Konráð Már Eggertsson 17. nóv. 1911 - 15. júlí 1995. Bóndi á Haukagili í Vatnsdal, A-Hún., síðar á Blönduósi. Vinnumaður í Haukagili, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Haukagili, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. Bjargi á Blönduósi.

Kristbjörg Pétursdóttir (1882-1974) Grænumýri Blönduósi

  • HAH04923
  • Einstaklingur
  • 26.6.1882 - 18.10.1974

Kristbjörg Pétursdóttir 26. júní 1882 - 18. okt. 1974. Ráðskona í Grímstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Ósi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Ráðskona á Orrastöðum. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Kristján Halldórsson (1855-1926) vert Blönduósi

  • HAH04925
  • Einstaklingur
  • 15.2.1855 - 1.5.1926

Kristján Halldórsson 15. feb. 1855 [7.2.1854]- 1. maí 1926. Veitingamaður í Veitingahúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Smiður og veitingamaður á Blönduósi.

Kristófer Kristófersson (1885-1964) Kristófershúsi

  • HAH04927
  • Einstaklingur
  • 6.6.1885 - 5.7.1964

Kristófer Kristófersson 6. júní 1885 - 5. júlí 1964 Kaupmaður og bókari á Blönduósi 1930. Var í Kristófershúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Magnús Jóhannsson (1880-1958) Blönduósi

  • HAH04932
  • Einstaklingur
  • 19.10.1880 - 25.4.1958

Magnús Jóhannsson 19. okt. 1880 - 25. apríl 1958. Var í Magnúsarhúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verkamaður. Ókvæntur og barnlaus.

Sigtryggur Benediktsson (1866-1954) veitingamaður á Akureyri

  • HAH04935
  • Einstaklingur
  • 3.12.1866 - 6.2.1954

Sigtryggur Benediktsson 3. des. 1866 - 6. feb. 1954. Bóndi á Tjörnum og Möðruvöllum í Eyjafirði, síðar veitingamaður á Akureyri. Bóndi á Tjörnum 1890. Húsbóndi á Akureyri 1910. Gistihússtjóri á Akureyri 1930.

Sigurður Kár Sigurðsson (1868-1942) Baldursheimi

  • HAH04952
  • Einstaklingur
  • 20.3.1868 - 29.11.1942

Sigurður Kár Stefánsson f. 20. mars 1868 d. 29. nóv. 1942. Niðursetningur í Kjetu , Ketusókn, Skag. 1870. Var á Hrauni, Ketusókn, Skag. 1880. Vinnumaður í Neðranesi, Ketusókn, Skag. 1890. Kom 1900 frá Hafragili í Hvammssókn að Kaldrana í Hofssókn. Húsbóndi á Kaldrana, Hofssókn, Hún. 1901. Húsmaður í Kleifargerði á Skaga, Skag. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Baldursheimi Blönduósi 1918-1925, reisti bæinn ásamt tengdasyni sínum.

Sveinn Guðmundsson (1867-1939) Brautarholti og Kárastöðum

  • HAH04965
  • Einstaklingur
  • 14.12.1867 - 14.6.1939

Sveinn Oddbergur Guðmundsson 14. des. 1867 - 14. júní 1939. Bóndi á Kárastöðum Svínavatnshreppi 1910. Nefndur Oddbert Sveinn skv. Æ.A-Hún. Keypti Brautarholt 1919 og seldi svo Steingrími árið eftir. Bóndi Kirkjubæ í Norðurárdal 1920.

Þorkell Helgason (1864-1929) Vöglum

  • HAH04979
  • Einstaklingur
  • 7.5.1864 - 30.4.1929

Þorkell Helgason 7. maí 1864 - 30. apríl 1929. Bóndi á Vöglum í Vatnsdal, síðar iðnaðarmaður í Reykjavík. Vinnumaður á Kornsá, Undirfellssókn, Hún. 1890 og í Öxl í Þingi 1891.
Vinaminni 1906.

Þorlákur Helgason (1862-1958) Bala ov Blönduósi

  • HAH04980
  • Einstaklingur
  • 16.1.1862 - 24.10.1958

Þorlákur Helgason, f.  16. jan. 1862 d. 24. okt. 1958. Niðursetningur í Hurðarbaki, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Fjármaður á Grímstungu, Grímstungusókn, Hún. 1880. Vinnumaður á Ægissíðu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1890. Daglaunamaður á Blönduósi 1930. Var í Austurhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Verkamaður á Blönduósi.
Þorlákshús 1901, Hnjúkum 1910, Þorláksbæ 1920 og 1933, Langaskúr 1946.

Þorsteinn Pétursson (1866-1950) Brautarholti

  • HAH04987
  • Einstaklingur
  • 28.1.1866 - 22.4.1950

Þorsteinn Frímann Pétursson 28. jan. 1866 - 22. apríl 1950. Húsmaður á Orrastöðum, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Mánaskál í Laxárdal og í Austur-Hlíð í Blöndudal. Síðar bóndi í Brautarholti á Blönduósi 1940 og 1947

Björn Björnsson (1906-1998) Hofsósi

  • HAH02782
  • Einstaklingur
  • 17.1.1906 - 25.12.1998

Björn Björnsson 17. jan. 1906 - 25. des. 1998. Frystihússtjóri á Hofsósi. Verkamaður í Brimnesi á Hofsósi 1930. Síðast bús. í Hofshreppi.
Björn var sjómaður fyrstu árin og vann þá ýmsa aðra vinnu sem til féll. Hinn 12. júní 1940 hóf hann vinnu hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga og starfaði þar síðan alla tíð meðan það félag var og hét. Lengst af var hann frystihússtjóri og sláturhússtjóri, alls í 31 ár. Þá fór hann að vinna á skrifstofu hjá frystihúsinu. Hann starfaði í sóknarnefnd Hofsóss.
Útför Björns fór fram frá Hofsóskirkju

Aðalheiður Benediktsdóttir (1917-2010) frá Beinakeldu

  • HAH03187
  • Einstaklingur
  • 9.6.1917 - 1.2.2010

Aðalheiður Rósa Benediktsdóttir 9. júní 1917 - 1. feb. 2010. Tökubarn á Beinakeldu, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja og saumakona í Reykjavík. Síðar bús. í Garðabæ og loks í Hafnarfirði.
Aðalheiður Rósa Benediktsdóttir fæddist hinn 9. júní 1917 á Mosfelli í Svínavatnshreppi, A-Húnavatnssýslu. Hún lést hinn 1. febrúar 2010.

Ásgeir Gíslason (1920-1972) bifreiðastjóri hjá Norðurleið

  • HAH03627
  • Einstaklingur
  • 21.9.1920 - 23.8.1972

Ásgeir Héðinn Gíslason 21. sept. 1920 - 23. ágúst 1972. Var í Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Einn af stofnendum Norðurleiða, síðar bifreiðastjóri hjá BSR.
Bíllinn er af Reo Speedwagon 1947

Grétar Árnason (1947-2001) Birkihlíð í Víðidal

  • HAH02230
  • Einstaklingur
  • 22.11.1947 - 8.4.2001

Grétar Ástvald Árnason fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1947. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. apríl 2001.
Grétar ólst upp á Lækjamóti í Víðidal. Grétar og Sesselja hófu búskap þar og síðan í Enniskoti þar til þau keyptu Birkihlíð í Víðidal og hafa búið þar síðan. Hann starfaði mestallan sinn starfsaldur hjá Búnaðarsambandi Vestur-Húnavatnssýslu sem frjótæknir. Auk þess vann hann við veiðar, veiðivörslu og leiðbeindi laxveiðimönnum.
Útför Grétars fór fram frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 14. apríl 2001 og hófst athöfnin klukkan 14.

Nicolaes Tulp (1593-1674) listmálari

  • HAH04496
  • Einstaklingur
  • 9.10.1593 - 12.9.1674

Málverk eftir Rembrant; The Anatomy Lesson of Dr Nicolaes Tulp 31.1.1632. Sýnikennsla í líffærafræði. Sýnir þar krufningu á líki glæpamanns sem hafði verið tekinn af lífi.
Talið er að sá sem stendur efst á málverkinu og sá sem er lengst til vinstri hafi verið bætt seinna inn í málverkið til að gefa því meiri fyllingu.
Sýningarnar fóru fram í leikhúsum og aðgangur seldur inn á þær. Þeir sem fengu að vera á sviðinu greiddu hærri aðgang, nokkurskonar stúku verð (VIP).
Líkið sem þarna er krufið er af Aris Kindt [Adriaan Adriaaanszoon] sem var hengdur fyrir vopnað rán fyrr um daginn. Andlitið er skyggt, umbra mortis, skuggi dauðans, tækni sem Rembrandt notaði oft.
Bækur hafa verið skrifaðar um Kindt og sagður saklaus af glæpnum í "the Rings of Saturn" 1999 eftir W G Sebald, og í skáldsögu Laird Hunt skipar hann stórt hlutverk eins hefur blaðakonan Nina Siegal fjallað um líf hans byggt á skjölum um glæpaferil hans sem hún fann á skjalasafni Amsterdam.

Guðrún Þorvaldsdóttir (1901-1949) Fossum í Svartárdal

  • HAH04485
  • Einstaklingur
  • 21.6.1901 - 8.6.1949

Guðrún Þorvaldsdóttir 21. júní 1901 - 8. júní 1949. Var á Tyllingi, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Fossum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Fossum.

Gunnar Árnason (1901-1985) prestur Æsustöðum

  • HAH04506
  • Einstaklingur
  • 13.6.1901 - 31.7.1985

Gunnar Árnason 13. júní 1901 - 31. júlí 1985. Prestur og bóndi á Æsustöðum í Langadal, A-Hún., síðar í Bústaða- og Kópavogsprestköllum, síðast bús. í Reykjavík. Bóndi og prestur á Æsustöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930.

Gunnar Bjarnason (1879-1957) Ytra-Tungukoti

  • HAH04510
  • Einstaklingur
  • 6.10.1879 - 14.4.1957

Gunnar Bjarnason 6. okt. 1879 - 14. apríl 1957. Vinnumaður í Sörlatungu, Myrkársókn, Eyj. 1901. Bóndi í Ytra-Tungukoti.

Gunnar Jóhannsson (1867) Harastöðum Vesturhópi

  • HAH04514
  • Einstaklingur
  • 15.10.1867 -

Gunnar Frímann Jóhannsson 15. okt. 1867. Var á Mársstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Húsmaður á Hvoli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Var á Harastöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Gunnar Guðmundsson (1944-2002) Húsgagnasmiður hjá Fróða

  • HAH04516
  • Einstaklingur
  • 22.10.1944 - 3.3.2002

Gunnar Guðmundsson 22. okt. 1944 - 3. mars 2002. Húsgagnasmiður hjá Fróða um 1980. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Kópavogi.
Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 3. mars 2002.
Útför Gunnars fór fram frá Kópavogskirkju.

Gunnar Jónsson (1924-2003) Bílstjóri hjá Norðurleið

  • HAH04524
  • Einstaklingur
  • 26.10.1924 - 15.6.2003

Gunnar Jónsson 26. okt. 1924 - 15. júní 2003. Var á Hæringsstöðum, Vallasókn, Eyj. 1930. Bifreiðastjóri. Hafði mikinn áhuga á ferðamálum og var einn af stofnendum Ferðafélags Svarfdæla. Ók m.a. um öræfi Íslands í 18 sumur á vegum ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen. Hann var einnig húsvörður og sá um tjaldstæðið á Dalvík yfir sumartímann.
Hann lést á heimili sínu á Dalvík 15. júní 2003.
Útför Gunnars var gerð frá Dalvíkurkirkju í 21.6.2003 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Gunnar Guðmundsson (1869-1928) Sauðanesi

  • HAH04525
  • Einstaklingur
  • 25.7.1869 - 20.9.1928

Gunnar Júlíus Guðmundsson 25. júlí 1869 -20.9.1928. Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Bóndi í Sauðanesi. Fór til Vesturheims 1894 frá Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, Hún. Los Angeles Kaliforníu;

Gunnlaugur Árnason (1923-2016) Gnýstöðum

  • HAH04556
  • Einstaklingur
  • 11.3.1923 - 14.9.2016

Gunnlaugur Árnason 11. mars 1923 - 14. sept. 2016. Var á Gnýsstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Háseti, stýrimaður og skipstjóri, síðast bús. í Reykjavík.
fæddist á Hvammstanga 11. mars árið 1923.
Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 14. september 2016.
Úför Gunnlaugs fór fram frá Grensáskirkju 3. október 2016, og hófst athöfnin klukkan 13.

Ægir Einarsson (1928-2002) Skagaströnd

  • HAH04543
  • Einstaklingur
  • 13.8.1928 - 3.1.2002

Gunnar Ægir Einarsson 13. ágúst 1928 - 3. jan. 2002. Var í Skagastrandarkaupstað 1930. Dóttursonur Jóhannesar Pálssonar og Helgu Þorbergsdóttur.
Ægir Einarsson fæddist á Skagaströnd, hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 3. janúar 2002.
Útför Ægis fór fram frá Kópavogskirkju.

Gunnlaugur Jónsson (1897-1980) Ólafsfirði

  • HAH04564
  • Einstaklingur
  • 27.8.1897 - 15.5.1980

Gunnlaugur Jónsson 27. ágúst 1897 [28.8.1897]- 15. maí 1980. Innanbúðarmaður á Hverfisgötu 59, Reykjavík 1930. Kaupmaður. Síðast bús. á Ólafsfirði.

Gunnlaugur Pétursson (1832) Hákonarstöðum

  • HAH04569
  • Einstaklingur
  • 10.9.1832 -

Gunnlaugur Pétursson 10.9.1832. Var á Hákonarstöðum, Hofteigssókn, N-Múl. 1835. Fór til Vesturheims 1873 frá Hákonarstöðum, Jökuldals-og Hlíðarhreppi, N-Múl.

Gunnsteinn Jónsson (1895-1964) fiskmatsmaður Siglufirði

  • HAH04574
  • Einstaklingur
  • 5.6.1895 - 16.11.1964

Gunnsteinn Jónsson 5. júní 1895 - 16. nóv. 1964. Fiskmatsmaður. Var á Bergþórshvoli, Búðasókn, S-Múl. 1930. Síðast bús. á Siglufirði. Vinnumaður Hofi Vopnafirði 1920.

Gyða Sigurðardóttir (1892-1971) Pálsbæ á Seltjarnarnesi

  • HAH04584
  • Einstaklingur
  • 6.9.1892 - 4.12.1971

Gyða Sigurðardóttir 6. sept. 1892 - 4. des. 1971. Húsfreyja í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910.
Gyða fæddist í Pálsbæ á Seltjarnarnesi 1892, yngst ellefu barna hjónanna Sigríðar Jafetsdóttur, gullsmiðs Einarssonar Johnsens og Sigurðar Einarssonar, Hjartarsonar, útvegsbónda í Bollagörðum. Amma sleit barnsskóm sínum í Litla-Seli í faðmi foreldra og systkina. Reisn var yfir heimilishaldi í Litla-Seli; Sigurður dugnaðarmaður hinn mesti og Sigríður annáluð búsýslukona. Sigurður fellur frá 1906 og fer Gyða þá til systur sinnar Þorbjargar og manns hennar Sigfúsar Bergmanns kaupmanns í Hafnarfirði. Hjá þeim hjónum er amma sín unglingsár, allt þar til hún verður gjafvaxta. Svo einkennilega sem það kann að hljóma þá er það til Hafnarfjarðar sem afi nær í konuefni sitt og færir aftur á Vesturgötuna þar sem búskapur þeirra stóð síðan alla tíð.
Heimilið á Vesturgötu 36 a var einkar glæsilegt. Fóru þar saman af smekkvísi fagrir listilega unnir hannyrðamunir húsfreyjunnar, virðuleg málverk, húsgögn og húsbúnaður. Andblær heimilisins einkenndist af hressum léttleika. Þar var mikið sungið, tekið í spil og spaugilegar hliðar tilverunnar dregnar fram. Þar var fagurt en jafnframt fjörlegt mannlíf. Jón Otti og Gyða voru hrókar alls fagnaðar og sannir vinir vina sinna. Heimili þeirra stóð ávallt opið fjölmörgum heimilisvinum og ekki síst okkur barnabörnunum.

Gyða Jónsdóttir (1924-2011) heimilisiðnaðarkennari

  • HAH04582
  • Einstaklingur
  • 4.8.1924 - 17.1.2011

Gyða Jónsdóttir 4. ágúst 1924 - 17. jan. 2011. Var á Sauðárkróki 1930. Heimilisiðnaðarkennari á Blönduósi, síðar húsfreyja í Reykjavík.
Gyða Jónsdóttir fæddist á Sauðárkróki og lést á líknardeild Landakotsspítala.
Útför Gyðu Jónsdóttur fór fram frá Bústaðakirkju 27. janúar 2011, og hófst athöfnin kl. 13.

Artic

  • HAH00013
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1939 - 1943

Það var svo ekki fyrr en í síðari heimstyrjöldinni sem Íslendingar gerðu tilraun til seglskipaútgerðar að nýju. Ástæðan var sú að ekki fengust útflutningsleyfi fyrir önnur skip í þessari orrahríð stórveldanna. Á árunum 1939 til 1946 gerðu Íslendingar út þrjú seglskip. Þau hétu Arctic, Capitana og Hamona. Tvö þau fyrrtöldu voru gerð út frá Reykjavík, en Hamona frá Þingeyri. Fiskiskipanefnd keypti Arctic frá Svíþjóð 1940. Þetta var þriggja mastra skonnorta og frystiskip með 160 hestafla hjálparvél, um 350 rúmlestir.

Reksturinn gekk vel fyrsta árið en þegar breska matvælaráðuneytið tók yfir allan fiskflutning milli Íslands og Bretlands var Arctic dæmd of hægfara. Nú var skipið notað sem frystigeymsla um hríð, en síðla árs 1941 send með hrognafarm til Spánar. Þegar Arctic kom heim úr þessari ferð vaknaði grunur um að skipverjar hefðu haft fjarskiptasamband við Þjóðverja. Því kyrrsettu hernaðaryfirvöld skipið þann 14. okt. 1942 og skipshöfnin var handtekin.

Arctic var svipt heimildum til frekari Spánarsiglinga. Afráðið var að láta Arctic nú flytja ísaðan bátafisk til Englands. Aðfaranótt 17. mars 1943 lenti skipið í vonskuveðri, seglin rifnuðu hvert af öðru og loks varð að treysta á fokkuna eina og hjálparvél. Skipið rak undan sterkri suðvestanátt og strandaði við Stakkhamarsnes á Snæfellsnesi. Mannbjörg varð en Arctic eyðilagðist á strandstað.

Artic Strandar við Melhamar í Miklaholtshreppi
Talið víst að mannbjörg hafi orðið. Íslenzka flugvélin fann skipið. — Övíst um v.b. Svan. — Símasambandslaust við Ísafjörð, Stykkishólm og Vestmannaeyjar.
MANN TEKUR ÚT AF BÁT FRÁ ÍSAFIRÐL
Skipið „Arctic", sendi í gærmorgun frá sér neyðarmerki, en ekki var hægt að greina hvar skipið var þá statt og voru menn því farnir að óttast um afdrif þess, en rétt fyrir kl. 7 í gærkvöld fann íslenzka flugvélin skipið. Var það þá strandað við Melhamar í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, sem er um 10 km. austan við Staðastað. Sá flugmaðurinn mennina á þilfarinu og er talið víst, að þeir hafi allir bjargazt. Símasambandslaust er nú við ísafjörð, Vestmanna eyjar og Stykkishólm og er því ekki vitað um afdrif „Svans" frá Stykkishólmi.

Eins og fyrr er sagt vissu menn ekki hvar „Arctic" var statt, þegar það sendi neyðarmerkin í gærmorgun, en daginn áður hafði það verið djúpt út af Sandgerði. íslenzka flugvéhn hóf því leit að skipinu og fann það um kl. 7 í gærkvöldi strandað við Melhamar í Miklaholtshreppi. Var það þá komið svo að segja á þurrt land og hafði verið settur strengur úr skipinu upp á land.
Flugmaðurinn sá skipverjana á þilfarinu og veifuð þeir til hans og má því telja víst að allir hafi bjargast. Síminn vestur á Snæíellsnes er bilaður á allstórum kaíla og hefur því ekki verið hægt að fá nákvæmari fréttir.

Þjóðviljinn, 62. tölublað (18.03.1943), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2739550

Beinhóll á Kili

  • HAH00063
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Skammt norðaustan við Kjalfell er Beinahóll eða Beinabrekka, þar sem Reynisstaðabræður, fé og föruneyti, urðu úti árið 1780. Þar finnast enn bein úr fé þeirra bræðra og þekkist hóllinn úr fjarlægð vegna hvítra beinanna sem standa út úr hólnum. Jafnmikið hefur örugglega ekki verið skrifað og rætt um nokkurn slysaatburð hér á landi sem þennan. Atburðurinn þykir enn þann dag í dag mjög dularfullur og ekki hefur fengist fullnægjandi skýring á sumu því er í þessari för gerðist Um helför þessa yrkir Jón Helgason prófessor í Áföngum:

Liðið er hátt á aðra öld;
enn mun þó reimt á Kili,
þar sem í snjónum bræðra beið
beisklegur aldurtili.

Skuggar lyftast og líða um hjarn
líkt eins og mynd á þili
hleypur svo einn með hærusekk,
hverfur í dimmu gili.

Árið 1971 var reistur minnisvarði um Reynisstaðabræður úr stuðlabergi á Beinahól. Eftir dauða bræðranna og fylgdarmanna frá Reynisstað fékk almenningur mikinn ímugust á þessari öræfaleið sem annars hafði um margar aldir verið ein fjölfarnasta samgönguæð milli landsfjórðunga. Það lá við að Kjalvegur legðist af hátt upp í hundrað ár. Reimleikaorð fór að myndast um leiðina, einkum í nánd við Kjalfell og hraunið. Ekki dró svo útilegumannatrúin úr hræðslunni.
Óhugnanleg hula svífur enn yfir þessum stað og verður seint aflétt. Kjalvegur er þó aftur orðinn fjölfarin leið og þeir eru óteljandi ferðamennirnir, íslenskir sem erlendir, sem leggja leið sína þarna um enda er margt að sjá og skoða.

Blönduóskirkja / gamla Kirkjan (1895-1993)

  • HAH00086
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 13.1.1895 - 1993

Hjaltabakki var í upphafi sóknarkirkja nýja þorpsins og prestur þar Páll Sigurðsson (1839-1887) til 1880 síðar prestur í Gaulverjabæ í Flóa. 1881 var prestakallið sameinað Þingeyrarklaustursprestakalli og Þorvaldur Ásgeirsson (1836-1887) flutti þá á Þingeyrar, en hann hafði áður verið prestur í Hofteigi á Jökuldal, Þorvaldur er ættfaðir fjölda núverandi og brottfluttra Blönduósinga.

Kirkjan var reist að mestu haustið 1894 og vígð 13. janúar 1895. Kirkjan hafði áður staðið á Hjaltabakka sem var prestssetur frá fornu fari. En um þessar mundir bjó um þriðjungur sóknarbarnanna á Blöndósi og þar fjölgaði íbúum jafnt þétt. Því var talið eðlilegt að færa kirkjuna þangað.

Um þetta leyti var prestur í sókninni séra Bjarni Pálsson og sat hann í Steinnesi. Hann varð síðan fyrstur presta til að þjóna í Blönduóskirkju, allt til ársins 1922.

Framkvæmdir við kirkjusmíðina hófust sumarið 1894 með því að grafið var niður á fasta möl og hlaðinn grundvöllur undir húsið. Kaupmennirnir á Blönduósi, þeir Pétur Sæmundsen og Jóhann Möller, sáu um aðdrætti efnis til kirkjusmíðinnar að mestu.

Þá mætti á staðinn Þorsteinn Sigurðsson (1859) frá Sauðárkróki með sína menn og tók til við smíðina. Þorsteinn var Skagfirðingur í ættir fram, nam smíðar í Kaupmannahöfn og bjó á Sauðárkróki um aldarfjórðungs skeið. Smíðin við bol kirkjunnar hófst á laugardegi, þann 8. september 1894. Var unnið alla daga nema sunnudaga enda tíðin góð. Unnið var alveg fram á aðfangadag jóla. Af vinnuskýrslum smiðanna má ráða að til að koma húsinu upp hafi farið tæplega 500 vinnudagar. Er þá ekki reiknað með járnsmíðavinnu, málningu og grunnmúrshleðslu.
Byggingin var að mestu leyti sniðin eftir Sauðárkrókskirkju, sem Þorsteinn hafði smíðað á sínum tíma, og Undirfellskirkju sem reist var árið áður en hún brann 1913. Kaupmennirnir á Blönduósi gáfu ofna í kirkjuna og varð Blönduóskirkja þar með fyrsta kirkjan í Húnaþingi sem var búin ofni.

Kirkjugarðurinn á Hjaltabakka var notaður til aldamóta en þá var komið upp nýjum garði á Blönduósi. Hann var tilbúinn haustið 1900 og vígður þann 30. nóvember í viðurvist fjölda sóknarbúa.

Af munum, sem tilheyrðu kirkjunni, má nefna fornan kaleik og patínu af silfri og kirkjuklukku frá árinu 1833. Ljósakrónan var fengin úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1910. Þá er að nefna altaristöflu, með mynd af Emmausgöngunni, eftir Jóhannes Kjarval listmálara og skírnarfont með silfurskál útskorinn af Ríkharði Jónssyni myndskera árið 1941.

Aðeins þrír prestar þjónuðu í gömlu Blönduóskirkju frá upphafi. Það eru séra Bjarni Pálsson 1887-1922 eins og áður er nefnt, séra Þorsteinn B. Gíslason 1922 til 1968 og séra Árni Sigurðsson 1968 til 1997.

Kirkjan var friðuð 1990, en hefur nú verið afhelguð og gefin Sveini M Sveinssyni og Atla Arasyni. „Kirkjuna má nýta til verkefna, sem hæfa fyrrverandi guðshúsi.“


Nýja kirkjan var vígð 1. maí 1993. Dr. Maggi Jónsson teiknaði og hannaði hana og sótti hugmyndir að útlitinu í fjöllin og landslagið í umhverfinu. Kirkjan tekur 250 manns í sæti. Byggingarframkvæmdir hófust 1982. Í kjallaranum er aðstaða fyrir safnaðarstarf. Munir gömlu kirkjunnar prýða hina nýju, s.s. altaristaflan (Emmausgangan eftir Jóhannes Kjarval) og skírnarfonturinn (Ríkharður Jónsson skar út; gjöf frá Guðbrandi Ísberg, fyrrum sýslum. til minningar um konu hans). Orgelið var vígt um leið og kirkjan (4 radda; Marcusen og søn D.)

Burstarfell í Vopnafirði

  • HAH00184
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Bustarfell er bær undir samnefndu felli í Hofsárdal í Vopnafirði. Þjóðvegur # 85 liggur eftir klettabelti þess, sem er 6-7 km langt, endilöngu. Uppi á Bustarfelli er Þuríðarvatn. Jörðin er allstór, talsvert skógi vaxin og að hlutatil friðuð.

Sama ættin hefur setið jörðina síðan 1532. Þá keypti Árni Brandsson, prestsonur frá Hofi Bustarfell. Kona hans var Úlfheiður Þorsteinsdóttir. Legsteinn þeirra hjóna er varðveittur í Þjóðminjasafninu í Reykjavík.

Einhver fegursti og bezt varðveitti torfbær landsins er að Bustarfelli. Elztu hlutar hans munu vera frá 1770, þótt hann hafi breytzt mikið síðan. Fremristofan er frá 1851-52, miðbaðstofan og piltastofan eru frá1877. Það var búið í honum til 1966.

Frægasti ábúandi Burstafells var vafalítið Björn Pétursson (1661-1744), sýslumaður, sem var svo mikill fyrir sér í skapi, vexti og kröftum, að öllum stóð ógn af honum. Hann fór sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði en var raungóður, þegar í nauðirnar rak hjá fólki. Hann lét taka hollenzka duggu, búta hana í sundur og áhöfnina húsa Bustarfellsbæ með viðunum.

Árið 1943 seldi Methúsalem Methúsalemssonríkinu gömlu bæjarhúsin með því skilyrði, að þeim yrði haldið við. Hann varðveitti og safnaði ýmsum nytjamunum í eigu fjölskyldunnar til safnins með mikilli fyrirhöfn. Suma þeirra keypti hann á uppboðum og aðra fékk hann gefins. Safnið var opnað opinberlega 1982 en hafði verið einkasafn fram að því. ÞjóðminjasafnÍslands hefur umsjá með því.

Bænhús Gunnsteinsstöðum

  • HAH00365
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1750)

Bænhús hefur verið á Gunnsteinsstöðum, og sér enn glögg merki fyrir kirkjugarðinum, en ekki vita menn, sem ég hef til náð, upp á víst, hvenær það hefur aflagst, eða hvaðmargir bæir hafa átt þangað sókn.
Bænhúsið, sagt elsta hús landsins 1929.
Á Gunnsteinsstöðum var kirkja helguð með Guði hinum heilaga Ólafi konungi. — 1471 var prestur þar. Þar var kirkja fram á 18. öld. — Við úttekt á Gunnsteinsstöðum 2. júní 1733, er kirkjan talin fyrst húsa, en orðin hrörleg.

Fagranes í Langadal

  • HAH00208
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1937-

Fagranes í Langadal. Nýbýli úr Holtastaðalandi árið 1937. Býlið er landlítið. Lögferja var á Blöndu þar sem heitir Mjósund og var henni sinnt frá Holtastöðum. Íbúðarhús byggt 1936, endurbætt 1970 29 m3. Fjárhús fyrir 110 fjár, litlu austan vegar. Hlaða 140 m3. Veiðiréttur í Blöndu. Tún 15,3 ha.

Flóðvangur í Vatnsdal

  • HAH00256
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Svæði 2 og 4 eru laxveiðisvæði. Veiðimenn á þeim svæðum búa í Flóðvangi, sem stendur sunnan við Vatnsdalshólana. Á svæði 2 er Hnausastrengur, gjöfulasti veiðistaður árinnar, og einn besti laxveiðihylur landsins. Svæði 5 er framan við Stekkjarfoss. Það er skemmtilegt veiðisvæði í gljúfri árinnar. Við það svæði er lítið veiðihús. Á aðal laxveiðisvæði árinnar eru leyfðar 7 stangir. Veiðar hefjast 18. júní og er jafnan fullbókað fram á haust. Oftast koma sömu veiðimenn ár eftir ár, og mörgum finnst ekkert sumar koma, komist þeir ekki til veiða í Vatnsdalsá.

Mikil náttúrurfegurð er í Vatnsdal. Þar er mikil saga og má geta þess að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli var þar veginn vegna deilu um veiðirétt. Fyrsti innfæddi húnvetningurinn fæddist á hól skammt frá veiðihúsinu Flóðvangi. Til minningar um það hefur Húnvetningafélagið í Reykjavík gróðursett trjálund og nefnt Þórdísarlund eftir Þórdísi dóttur Ingimundar gamla.

Við Vatnsdalsá stendur veiðihúsið Flóðvangur og er nýbúið að leggja 80 milljónir króna í endurbætur á húsinu. "Menn vilja hafa það notalegt og að umhverfið sé þægilegt," segir Pétur K. Pétursson, en hann er leigutaki Vatnsdalsár ásamt frönskum athafnamanni. Rætt er við Pétur í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu í dag, um uppbyggingarstarfið við Vatnsdalsá, umdeildar seiðasleppingar, ástina á íslenska laxinum og eitt best geymda leyndarmálið í íslenskum stangveiðiheimi.
Í dag þykir það sjálfsagt mál að nýtísku veiðihús fylgi bestu ánum - og jafnvel þeim minni líka - og sú þjónusta sem veitt er veiðimönnum jafnast á við það sem í boði er á hótelum með fullri þjónustu. Það er af sem áður var en Ásgeir Ásgeirsson forseti sem veiddi oft við Vatnsdalsá lét sér nægja að gista í kofa við ána með fjórum kojum, vöskum og kolaofni og eldunargræjan var "kosangasapparat" og einn af veiðimönnunum sá um eldamennskuna!

Hátún í Kálfshamarsvík

  • HAH00420
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1906

Ofarlega á Nesinu, torfbær með timburhlið að framan byggður 1906

Hátún nú tópt. Um 18m austur af fjárhús tóft nr. 52 og 8m vestur af grunni Skólahússins eru tóftir býlisins Hátúns. Lýsing Tóftin er tvískipt og snýr norðaustur-suðvestur, syðra húsið er 2,3x3,4m (NV-SA) með dyr til suðausturs. Norðan við er stærra hús 3x6m (SV-NA) með dyr til suðausturs og steyptan skorstein fyrir miðjum norðvesturvegg. Veggirnir eru úr torfi, strenghlaðnir, um 20-150sm háir, og um 1m breiðir.

Á upplýsingaskilti við tóftina segir: „Hátún var byggt 1906 af Jóhanni Helgasyni. Síðast bjó hér Jóhannes Einarsson útgerðarmaður 1961. Hann var síðasti íbúinn á Kálfshamarsnesi.“ Grunnur svonefnds Skólahúss er austan við tóftina, Skólahús fær ekki númer í fornleifaskránni þar sem minjarnar eru hvorki úr torfi og grjóti né nægilega gamlar til að teljast til fornleifa

Hnausakvísl og brúin

  • HAH00266
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Þingeyrar standa í miðju héraði, á lágri hæðarbungu er veit suður og austur að óshómum Hnausakvíslar þar sem hún rennur í Húnavatn.
Flóðið er stöðuvatn við mynni Vatnsdals. Í það fellur Vatnsdalsá. Vatnsfallið skiptir um nafn við Flóðið og heitir Hnausakvísl þegar það fellur úr Flóðinu. Hnausakvísl er 7 km löng og fellur til sjávar í Húnaós.
Brúarsmíði þar 1919.

Verkfræðingurinn hefir áætlað að brúin á Hnausakvísl muni kosta um 20 þús. kr., og er það ekki mikið fje. Nefndin bar verkfræðinginn fyrir því, að vegurinn kæmi ekki að notum, ef að eins yrði unnið að honum fyrra árið. Jeg hefi talað við verkfræðinginn, og skildi jeg hann ekki svo; er líka nægilega kunnugur þarna til þess að geta dæmt um það, og háttvirtur framsögumaður nefndarinnar hefir svo mikinn kunnugleik á þessu, að hann hlýtur að vita að jeg fer hjer með rjett mál. Ef veitt er fje til vegarins fyrra árið, kemst vegurinn yfir kvíslina, og gjörir þá minna til þó frestað verði áframhaldi hans seinna árið. Ef nauðsynlegt er að fresta einhverju, finst mjer að Húnvetningum sje ekki gjört beint ranglæti, ef fyrra árs veitingin er látin standa. Jeg játa að það þarf að spara, en jeg get ekki samþykt að taka einstakar fjárveitingar þannig út úr. Menn verða að gæta að því, að þetta er löng braut og nýlega byrjað að leggja hana, og þar að auki má geta þess, að fje það, sem veitt hefir verið til hennar undanfarandi, hefir ekki verið unnið upp. Mjer var auðheyrt að háttv. fjárlaganefnd hefir ekki góða samvisku af þessari tillögu, af því að hv. framsögumaður sá ástæðu til að forsvara hana sjerstaklega, og jeg vona að hv. deild komist ekki að þeirri niðurstöðu, að rjett sje að láta annað gilda um þennan veg en aðra vegi.
Guðmundur Ólafsson: 04.09.1915
Efri deild: 52. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (12)

  1. mál, fjárlög 1916 og 1917

Hofskirkja Skagafirði

  • HAH00448
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hofskirkja er í Hólaprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar Pétri postula og tilheyrðu Hofsþingum.

Timburkirkjan, sem þar stendur nú, var byggð á árunum 1868-70. Henni hefur verið breytt nokkuð að innan. Söngloftið, sem var yfir framkirkju, var tekið niður og nú er sungið á palli vinstra megin við dyrnar.
Altaristaflan er frá 1655 og prédikunarstóllinn frá 1650. Innrammaður silfurskjöldur er til minningar um Jakob Havsteen, kaupmann á Hofsósi og konu hans.

Geysir í Haukadal

  • HAH00270
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Geysir í Haukadal er goshver sem nú til dags lætur lítið á sér kræla. Geysir er einn frægasti goshver í heimi. Margir fleiri hverir eru á Geysissvæðinu, til dæmis Strokkur, Smiður og Litli-Strokkur.
Geysis er fyrst getið með nafni árið 1647 og er þá mikill og ákafur goshver, en á þeim tímum gat hann gosið nokkuð reglulega. Þá þeyttu hann vatni 60 til 80 metra upp í loftið. Fyrir árið 1845 varð hann allt að 170 metrar. [heimild vantar] Eftir árið 1900 dró mikið úr gosvirkni hans og var kólnunarflötur vatnsins (yfirborðið) orðið of stórt. Þá var brugðið á það ráð að gera skurð úr hvernum til að leiða á brott umfram-magn af vatni til að létta undir með hvernum. Einnig var losað út í hann 100 kg af handsápu til að vatnið myndi snöggsjóða. Eftir Suðurlandsskjálftana sumarið 2000 tók Geysir aftur að gjósa en hefur nú dregið sig í hlé.

Þann 9. apríl árið 1894 keypti írskur maður, James Craig (yngri), Geysi fyrir 3000 kr. Í kaupunum fylgdu einnig hverirnir Strokkur, Blesi og Litli Geysir eða svonefnd Óþerrihola ásamt dálitlu svæði kringum hverina, alls um 650 faðmar. Ábúandinn á Haukadal áskildi sér rétt til að hafa umsjón með hverunum, gegn hæfilegri þóknun þegar eigandi væri ekki viðstaddur, ennfremur forkaupsrétt að hverunum, ef þeir yrðu seldir aftur. Seljendur hveranna voru þeir Sigurður bóndi Pálsson á Laug og synir hans Greipur og Jón bændur í Haukadal, en þeir seldu þá vegna fjárleysis. Þeir voru ekki ásakaðir fyrir söluna, því að þeir höfðu boðið landssjóði hverina til kaups, en þingið vildi ekki kaupa. Sagt var í fjölmiðlum sama ár að vel getur verið að „hinn nýi eigandi sýni hverunum meiri sóma en landssjóður hefði gert, reisi þar gistihús o. s. frv., en talið er það mjög óvíst, af þeim er kunnugastir eru“. Faðir Craigs varð þó ekki ánægður með þessi kaup, og varð það til þess að Craig yngri gaf vini sínum, E. Rogers, svæðið. Honum þótti þó lítið til þessar gjafar koma. Síðar erfði frændi hans Hugh Rogers það, en árið 1935 keypti Sigurður Jónsson svæðið og gaf íslenska ríkinu.

Helgafell á Snæfellsnesi

  • HAH00286
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Helgafell er bær og kirkjustaður og samnefnt fell í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Bærinn stendur á Þórsnesi, sunnan Stykkishólms. Þar var löngum stórbýli og á miðöldum var þar munkaklaustur, Helgafellsklaustur.
Helgafell er í landnámi Þórólfs Mostrarskeggs og í Eyrbyggju segir um fellið: „Í því nesi stendur eitt fjall. Á því fjalli hafði Þórólfur svo mikinn átrúnað að þangað skyldi engi maður óþveginn líta og engu skyldi tortíma í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott. Það fjall kallaði hann Helgafell og trúði að hann mundi þangað fara þá er hann dæi og allir á nesinu hans frændur.“
Þorstein þorskabítur, sonur Þórólfs Mostrarskeggs, byggði fyrstur bæ á Helgafelli. Synir hans voru þeir Börkur digri og Þorgrímur, mágur Gísla Súrssonar, sem Gísli drap. Sonur hans og Þórdísar Súrsdóttur var Snorri goði Þorgrímsson, sem bjó fyrst á Helgafelli og lét gera þar kirkju, en hafði svo jarðaskipti við Guðrúnu Ósvífursdóttur og Ósvífur föður hennar. Bjó Guðrún lengi á Helgafelli, fyrst með fjórða manni sínum, Þorkatli Eyjólfssyni, og síðan lengi ekkja eftir að hann drukknaði.[1]
Munkaklaustur sem stofnað hafði verið í Flatey á Breiðafirði var flutt til Helgafells árið 1184 eða 1185 og var þar mennta- og fræðamiðstöð næstu aldir og voru þar skrifaðar margar bækur. Klaustrið var lagt niður um siðaskipti og var þá auðugast íslenskra klaustra að jarðeignum. Konungur tók jarðirnar undir sig og gerði að léni eða umboði sem leigt var umboðsmönnum. Fyrstu árin var Helgafell aðaljörð umboðsins og það kennt við klaustrið en árið 1565 varð Arnarstapi aðaljörðin og eftir það kallaðist umboðið Stapaumboð.
Kirkjan sem nú er á Helgafelli var byggð árið 1903. Hún á ýmsa góða gripi, þar á meðal kirkjuklukku frá 1545.

Hveravellir á Kili

  • HAH00320
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hveravellir er jarðhitasvæði í um það bil 650 metra hæð á hálendi Íslands og jafnframt algengur áningarstaður þegar ferðast er um Kjöl. Elstu lýsingar af staðnum eru frá 1752 þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson rituðu um hann í ferðabók sinni. Þeir lýsa hverum og sérstaka athygli þeirra vakti hver sem Eggert kallaði Öskurhól vegna druna og blísturshljóða sem úr honum komu. Mikil og litfögur hverahrúður eru á Hveravöllum.
Um 12 tíma reið er frá Mælifelli í Skagafirði á Hveravelli og álíka langt neðan úr byggð á Suðurlandi. Á Hveravöllum bjó Fjalla-Eyvindur og Halla kona hans þegar þau voru í útlegð. Sjást þar ýmsar minjar eftir búsetu þeirra, svo sem rúst af Eyvindarkofa og í hver einu sjást mannvirki sem virðast hafa verið notuð til suðu matvæla.
Sæluhús var byggt á Hveravöllum árið 1922 á fornum sæluhúsrústum. Það er úr torfi og grjóti og var endurhlaðið 1994. Ferðafélag Íslands reisti sæluhús á Hveravöllum árið 1938 og er það eitt af fáum sæluhúsum á landinu sem hituð eru með hveravatni. Nýtt hús var reist árið 1980 og nýtast bæði húsin ferðamönnum.
Veðurstofa Íslands hóf að reka mannaða veðurathugunarstöð á Hveravöllum árið 1965 og bjó þar fólk allt fram á 21. öld þegar mannaða stöðin var lögð niður og tekin upp sjálfvirkni í staðinn.

Hljóðaklettar við Jökulsá á Fjöllum

  • HAH00240
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hljóðaklettar eru fornar eldstöðvar þar sem Jökulsá hefur skolað í burtu öllu lausa gosefninu og skilið eftir innviði gíganna. Jarðmyndanir eru á heimsmælikvarða, sjá má stuðla vefjast í alls konar form, býkúpuveðrara kletta og hella af ýmsum stærðum. Gengið er frá bílastæði og niður að fyrsta klettinum, Tröllinu. Þaðan er gengið austan megin við klettana, leið sem er nokkuð grýtt og erfið yfirferðar, þar til komið er að fallegum helli sem fengið hefur nafnið Kirkjan. Stuttu eftir Kirkjuna sveigir stígurinn til vesturs og svo til baka í suður, leiðin greikkar og gengið er meðfram hellunum í Skuggakletti. Stígurinn sameinast síðan upphafsleiðinni á ný.

Hér er hægt að fara einfalda og stutta leið frá bílastæði niður að Hljóðaklettum. Fyrsti kletturinn sem komið er að ber nafnið Tröllið og er einn af fáum klettum í Hljóðaklettum sem ber ákveðið nafn. Sé farið rétt austur fyrir Tröllið (til hægri) og gengið nokkra metra yfir klettana, er hægt að sjá afar fallega stuðlabergsröðum og býkúpuveðrun í klettunum. Sama leið er farin til baka.

Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfrum eru sérkennileg þyrping stuðlabergskletta ímynni Vesturdals niðri við Jökulsá á Fjöllum. Þessir klettar munu vera gígtappargígaraðar, sem síðara hamfarahlaup Jöklu skolaði í burtu fyrir u.þ.b. 3000 árum.Stuðlarnir hafa alls konar legu og framkalla ýmsar kynjamyndir og rósettur.

Nafnið er dregið af smábergmáli árniðarins, sem líkist helzt suði. Það er upplagt að gangafrá Hljóðaklettum suður í Hólmatungur (2½-3 klst.).
Skammt sunnan Klettanna eru Karl og Kerling, tveir hraunstandar neðst í gljúfrinu. Karlinn er 60 m hár en Kerlingin lægri og grennri. Tröllahellir, handan árinnar, var bústaður þeirra áður.

Hofsós

  • HAH00297
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hofsós er þorp á Höfðaströnd við austanverðan Skagafjörð, báðum megin við ósa Hofsár. Þar er ágætt skipalægi frá náttúrunnar hendi, einkum í norðaustanátt, og betra en annars staðar við Skagafjörð. Talið er að verslun hafi hafist á staðnum á 16. öld, og er Hofsós því einn elsti verslunarstaður landsins. Þangað sóttu Skagfirðingar nær alla sína verslun þar til byggð hófst á Sauðárkróki upp úr 1870. Íbúar voru 161 árið 2015.

Föst búseta hófst á Hofsósi á 19. öld og flestir urðu íbúar þorpsins um 300 um miðja 20. öld. Aðalatvinnuvegurinn var lengst af fiskveiðar og vinnsla sjávarafla og þjónusta við sveitirnar í kring en á síðustu árum hefur ferðamannaþjónusta skipað æ stærri sess. Á Hofsósi er að finna eitt elsta bjálkahús landsins, Pakkhúsið, vörugeymslu frá tíma einokunarverslunarinnar. Það var reist árið 1772. Í Pakkhúsinu er nú Drangeyjarsafn, helgað Drangey og nýtingu hennar fyrr og nú. Þar er einnig Vesturfarasetrið, safn og rannsóknarsetur tengt vesturferðum Íslendinga 1870-1914. Það er í gömlu timburhúsi þar sem Kaupfélag Austur-Skagfirðinga var áður til húsa, og í nýbyggingu sem reist var í sama stíl. Allmörg önnur gömul hús eru í þorpinu, einkum á Plássinu svonefnda, niður við sjóinn, sem hafa flest verið gerð upp og eru sum þeirra notuð sem sumarhús.

Stuðlaberg í fjöru nálægt Hofsósi

Örskammt sunnan við Hofsós er annar gamall verslunarstaður, Grafarós, og spölkorn innar á ströndinni sá þriðji, Kolkuós. Strandlengjan í nágrenni Hofsóss þykir falleg og þar eru merkilegar stuðlabergsmyndanir, einkum í Staðarbjargavík og þó enn frekar í Þórðarhöfða, sem gengur út frá Höfðaströnd spölkorn utan við þorpið.
Ný sundlaug á Hofsósi var vígð um páskana 2010 og er hún gjöf frá athafnakonunum Lilju Pálmadóttur og Steinunni Jónsdóttur, sem eiga jarðir á Höfðaströnd og búa þar eða dvelja löngum.
Upphaflega var Hofsós í Hofshreppi, en þorpið og næsta nágrenni þess var gert að sérstökum hreppi, Hofsóshreppi, 1. janúar 1948. 10. júní 1990 var Hofsóshreppur sameinaður Hofshreppi á ný, ásamt Fellshreppi.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Hofshreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman Sveitarfélagið Skagafjörð.

Hraundrangi Öxnadal

  • HAH00302
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hraundrangi er 1075 metra hár fjallstindur á Drangafjalli í Öxnadal. Hann var lengi talinn ókleifur, en 5. ágúst 1956 var hann klifinn af tveimur Íslendingum og einum Bandaríkjamanni, sem voru Sigurður Waage, Finnur Eyjólfsson og Nicholas Clinch. Sagnir höfðu verið um að kista full af gulli væri geymdu upp á tindinum, en sú saga reyndist ekki á rökum reist að sögn klifurmannanna.

Hraundrangi er ekki síst þekktur vegna ljóðs Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok, sem hefst á línunum
„Ástarstjörnu / yfir Hraundranga / skýla næturský.“

Nafnið er oft haft í fleirtölu, Hraundrangar, en það er rangt, enda er dranginn aðeins einn.

Drangafjall skilur að Öxnadal og Hörgárdal og Hraundrangi blasir einnig við úr innanverðum Hörgárdal en þeim megin er hann yfirleitt aðeins nefndur Drangi.

Niðurstöður 5801 to 5900 of 10466