Hraundrangi Öxnadal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Hraundrangi Öxnadal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Hraundrangi er 1075 metra hár fjallstindur á Drangafjalli í Öxnadal. Hann var lengi talinn ókleifur, en 5. ágúst 1956 var hann klifinn af tveimur Íslendingum og einum Bandaríkjamanni, sem voru Sigurður Waage, Finnur Eyjólfsson og Nicholas Clinch. Sagnir höfðu verið um að kista full af gulli væri geymdu upp á tindinum, en sú saga reyndist ekki á rökum reist að sögn klifurmannanna.

Hraundrangi er ekki síst þekktur vegna ljóðs Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok, sem hefst á línunum
„Ástarstjörnu / yfir Hraundranga / skýla næturský.“

Nafnið er oft haft í fleirtölu, Hraundrangar, en það er rangt, enda er dranginn aðeins einn.

Drangafjall skilur að Öxnadal og Hörgárdal og Hraundrangi blasir einnig við úr innanverðum Hörgárdal en þeim megin er hann yfirleitt aðeins nefndur Drangi.

Places

Drangafjall; Öxnadalur; Hörgárdalur:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

"Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský.“

Jónas Hallgrímsson

Internal structures/genealogy

General context

Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu í 1075 metra hæð yfir sjó. Lengi fram eftir öldum var dranginn talinn ókleifur og spunnust um hann margar þjóðsögur. Ein þeirra segir frá því að á tindinum væri kútur fullur af peningum og skyldi hann falla þeim í skaut er fyrstur klifi Hraundranga.

Það var ekki fyrr en 5. ágúst árið 1956 að mönnum tókst að klífa drangann. Þar voru á ferð Finnur Eyjólfsson, Sigurður Waage og Bandaríkjamaðurinn Nicholas Clinch. Þegar upp var komið beið þeirra þó enginn digur sjóður, en að öllum líkindum voru þeir ekki á höttunum eftir þess konar auði með athæfi sínu.

Hraundrangi hefur hlotið frægð sína aðallega af lögun sinni. Hann er gífurlega oddhvass en uppi á toppnum er innan við hálfs fermetra flötur og því tæplega pláss fyrir einn mann að standa. Hraundrangi myndaðist skömmu eftir ísöld í miklu berghlaupi, en í berghlaupi hrynur hlíðin bókstaflega utan af fjalli og eftir stendur harðara berg sem í þessu tilfelli er Hraundrangi.

Berghlaup myndaði ekki bara Hraundranga. Þegar hlíðin ruddist fram Öxnadal lokaðist afrennsli Öxnadalsvatns og því lokuðust fiskitegundir þar inni.

Relationships area

Related entity

Bernharður Stefánsson (1889-1969) (8.1.1889 - 23.11.1969)

Identifier of related entity

HAH02611

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi Þverá 1917-1935. Oddviti Öxnadalshrepps 1915-1928

Related entity

Ármann Þorsteinsson (1903-1987) (19.3.1903 - 22.8.1987)

Identifier of related entity

HAH01063

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi Bakka í Öxnadal

Related entity

Öxnadalur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00225

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00302

Institution identifier

IS HAH-Norl

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 20.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places